Héraðsdómur Vesturlands Dómur 8. nóvember 2019 Mál nr. S - 45/2018 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Magnús Davíð Norðdahl lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 11. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 15. ágúst 2018, á hendur X ... , ... , ... , líkamsárás aðfaranótt þriðjudagsins 15. maí 2018, að ... í ... , með því að hafa veist að fyrrverandi kærustu sinni A ... , kt. ... , ýtt henni þannig að hún f é ll niður stiga, tekið í hár hennar og skellt henni í vegg, skallað hana í höfuðið og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að A ... hlaut mar og yfirborðs áverka á hálsi, mar á brjóstkassa, mar á hægri öxl, upphandlegg og olnboga, hrufl á hægra hné, mar á innanverðu vinstra hné og marbletti á il á vinstri fæti. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingu m. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu hefur Unnsteinn Örn Elvarsson, hdl. lagt fram bótakröfu f.h. A ... , kt. ... , og krafist að ákærði verði dæmdur til þess að greiða henni 1.500.000 kr. í miskabætur skv. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verð - tryggingu nr. 38/2001 frá 15. maí 2018 og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til 2 Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að hann verði dæmd ur til væg ustu refsing a r sem lög leyf i . Þá krefst ákærði þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi , en til vara að hann verði sýknaður af henni. Til þrautavara krefst hann þess að krafan verði lækkuð verulega. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði felld ur á r íkissjóð , þar með talin hæfileg málsvarnarlaun með hliðsjón af tímaskýrslu verjanda. II. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst um það tilkynning kl. 02.00, aðfaranótt þriðjudagsins 15. maí 2018 , að kona, sem stödd væri í íbúð að ... í ... , hefði leitað þangað vegna líkamsárásar eða heimilisofbeldis. Á vettvang i hefðu lögreglumenn hitt fyrir brotaþola, A ... , sem hefði greinilega verið í áfalli . Hefði hún lýst því að ákærði h efði komið heim til hennar og vakið hana með háværu banki á dyrnar in n í íbúðina . Hefði hún opnað fyrir honum til að koma í veg fyrir að nágrannarnir vöknuðu við lætin. Ákærði hefði þá öskrað á hana , reynt að troða sér inn fyrir dyrnar og viljað fá að vita hver væri með henni í herbergi hennar. Hann h efði svo ráðist á hana og hrint henni niður stigann í stigagangin um. Hefði hún við það hlotið áverka á nokkrum stöðum líkamans . Einnig hefði hann tekið hana hálstaki og væri hún mjög aum í hálsinum eftir það . Hún h efði svo komist undan upp á þriðju hæð hússins. Þar hefði hún b an kað á dyrnar og við það h efði ákærði farið. Hún h efði þá farið inn til sín og læst á eftir sér. Hefði hún svo hringt í nágrann a á þriðju hæð og beðið hann um að hringja í lögregluna. Aðspurð sagðist brotaþoli hafa þekkt ákærða í tvö ár og á því tímabili he fðu þau verið saman af og til. Hún hefði hins vegar hætt með honum tveimur dögum áður vegna mikils rifrildis milli þeirra. Loks kemur fram í skýrslu lögreglu að brotaþoli hefði kvartað undan verkjum í hálsi, hægri olnboga, hægra hné og vinstri fæti. Þá hef ði hún verið aum í höfði en ekki verið viss um hvers vegna. Hefði af þeim sökum verið kvaddur til læknir á bakvakt sem hefði komið á vettvang kl. 02.50. Hefði hann skoðað hana og talið óhætt að hún yrði heima um nóttina en beðið hana um að koma til nánari skoðunar morguninn eftir. Brotaþoli kom svo á lögreglustöðina í ... þriðjudaginn 15. maí 2018 og lagði fram kæru á hendur ákærða og lýsti þá atvikum nánar . 3 Er lögregluskýrsla var tekin af ákærða 11. júní 2018 nýtti hann sér rétt sinn til að tjá sig ekki almennt um sakargiftir eða svara einstökum spurningum þar um. III. Skýrslur fyrir dómi Á sama hátt og hjá lögreglu nýtti ákærði sér rétt sinn til að tjá sig ekki og neita að svara spurningum varðandi sakargiftir í ákæru. Brotaþoli lýsti atvikum þannig að hún hefði vaknað við það umrædda nótt að bankað var hærra og hærra á dyrnar hjá henni og hún farið og opna ð . Þar hefði verið kominn ákærði, sem væri fyrrver andi kærasti hennar , og hefði hann verið drukkinn. H efði hann sagst vera kominn til að kanna hvort hún svæfi hjá einhverjum . Hún hefði ekki viljað hleypa honum inn en hann hefði eigi að síður komist inn og síðan neitað að fara. Kva ð hún hann h afa talað hát t og jafnvel öskra ð á tímabili. Hún hefði fylgt honum út og hann hefði þá byrjað að hrista hana. Hún hefði verið í stigaganginum er ákærði hefði sagt eitthvað og síðan hrint henni niður stigann. Þegar það gerðist hefði hún snúið að stiganum og ákærði ýtt á bakið á henni . Hefði hún dottið fram fyrir sig og lent á andlitinu. Hún hefði síðan legið fyrir neðan stigann er hann hefði komið að henni og tekið hana hálstaki upp við vegginn. Hún hefði þá reynt að stinga fingri í augu ákærða til losna undan taki hans , þar sem henni fannst vera að líða yfir sig. Hún hefði reynt að fara upp að sækja nágranna sinn, en á leiðinni hefði ákærði náð taki á hári hennar og togað hana niður. Þegar hún hefði staðið upp af gólfinu hefði hún skallað hann í höfuðið. Hún hefði þá rey nt að fela sig og án árangurs reynt að finna síma til að hringja í lögregluna. Ákærði hefði gripið aftur í hana og byrjað að hrista hana, en hún náð að rífa sig lausa og hlaupa til nágranna síns. Sá hefði hins vegar ekki svarað þó tt hún hefði bankað endurtekið á hurðina hjá honum. Ákærði hefði þá orðið hræddur og farið. Hún kvaðst þá hafa farið aftur inn í íbúð sína og hringt þar í nágranna nn og beðið hann um að hringja í lögregluna , sem hann hefði gert . Lögreglan hefði svo komið fljó tlega á staðinn og kvatt til lækni, sem hefði svo komið á staðinn til að athuga hana. Lýsti brotaþoli því aðspurð að líf hennar hefði mikið breyst í kjölfar þessa atburða r . Hún b yggi í litlum bæ og k æ mist ekki hjá því að hitta ákærða. Kvaðst hún hafa þurft aðstoð sálfræðings á þessum tíma vegna þunglyndis og gríðarlegrar vanlíð u n ar . Spurð um samband sitt við ákærða sagði hún hann alltaf hafa verið mjög afbrýðisam an, en þau hefð u ýmist verið saman eða ekki saman í um tvö ár 4 fyrir umrætt atvik . Þau hefðu hins vegar slitið sambandinu nokkrum dögum áður en þetta gerðist. K vaðst hún eftir þetta hafa sent ákærða sms - skilaboð um að hún hefði kallað á lögregluna og hefði hann svarað þeim skilaboðum. Staðfesti brotaþoli að sms - skilaboð sem fyrir liggja í málinu væru umrædd skilaboð milli þeirra. Einnig kvað hún þau hafa hist nokkrum sinnum í kjölfarið því að hún vildi kanna hvort hann vildi fá fyrirgefningu. Spurð út í afleiðingar þessa atburðar kvaðst brotþoli hafa vegna þessa átt erfitt með svefn næstu nætur, grátið oft og glímt við þunglyndi. Nágranni brotaþola l ýsti sinni aðkomu að málinu á þann hátt að hann hefði verið vakinn umrædda nótt er brotaþoli hefði hringt grátandi í hann og beðið hann um að hjálpa sér. H efði hann farið í íbúð hennar og komið að henni þar sem hún lá blóðug á gólfinu , skjálfandi og grátandi. Hann hefði spurt hana hvað hefði gerst og hún þá svarað að ákærði hefði komið . Hefði hún sagt ákærða hafa opnað dyrnar, skallað hana, sett puttann í augun á henni, hent henni niður stiga , staðið með fót á höfði hennar, sagt eitthvað við hana og síðan flúið. Kvaðst hann þá hafa hringt á lögregluna. Lögreglumaður sem vann frumskýrslu í málinu kvaðst hafa fengið útkall um kl . 2 um nóttina vegna líkamsárásar . Er lögreglumenn komu á vet tvang hefði brotaþoli legið með frystivörur á nokkrum stöðum á líkamanum til kælingar . Hún hefði tjáð þeim að ákærði hefði komið um nóttina og reynt að komast inn í íbúð hennar. Hefði hann síðan ráðist á hana og m.a. hent henni niður stiga og tekið hana há lstaki. Hún hefði svo náð að sleppa undan honum , hlaupið upp að íbúð nágranna síns og kalla ð þar eftir hjálp . H efði ákærði þá farið. Sagði vitnið sjáanlega áverka hafa verið á brotaþola , bæði roðaflekki á líkama og mar á hálsi. Þá hefði hún verið í mjög mi klu uppnámi, brotnað niður og átt erfitt með að tjá sig. Aðspurður kvað hann ekki hafa verið nein ummerki um ákærða eða átök á vettvangi , hvorki í íbúð brotaþola né í stigaganginum. Þá hefði ekki verið rætt við aðra nágranna en þann er tilkynnti um málið . Lögreglukona sem einnig kom á vettvang kvað brotaþola hafa lýst atvikum svo að ákærði hefði um nóttina komið ölvaður og reynt gegn vilja hennar að komast inn í íbúð hennar. Hann hefði svo ráðist á hana , hent henni niður stiga og dregið hana á hárinu. Sag ði vitnið brotaþola hafa verið í miklu uppnámi og mjög skelk aða . Hefði hún v erið með áverka víða um líkamann, mar og rispur á búk, hálsi , andliti og útlimum. 5 L æknir staðfesti og skýrði nánar vottorð sem hann vann vegna áverka á brotaþola. Kvaðst hann fyrst hafa skoðað brotaþola á vettvangi um nóttina og síðan fengið hana í ítarlegri skoðun daginn eftir. Að purður kvað hann áverka þá sem greindust á brotaþola g eta samrýmst þeirri lýsingu á háttsemi ákærða gagnvart brotaþola sem fram kemur í ákæru . IV. Niðurstaða Eins og áður er rakið hefur ákærði neitað sök, en hann kaus, bæði við skýrslutökur hjá lögreglu og fyrir dómi, að nýta sér rétt sinn samkvæmt 2. mgr. 64. gr. og 2. mgr. 113. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að neita að tjá sig um sak argiftir á hendur honum eða svara einhverjum spurningum þar að lútandi. Við úrlausn á því hvað gerðist í greint sinn liggur einungis fyrir framburður brotaþolans sjálfs. Bar hún á þann veg fyrir dómi að ákærði hefði ýtt á bakið á henni og hún við það dot tið fram fyrir sig niður stig ann fyrir framan íbúð hennar. Þar hefði ákærði komið að henni og tekið hana hálstaki upp við vegginn. Hún hafi síðan náð að losna undan takinu með því að stinga fingri í augu hans, hlaupið af stað upp stigann en hann þá náð tak i á hári hennar og togað hana niður í gólfið . Þegar hún hefði svo staðið upp af gólfinu hefði hún skallað hann í höfuðið (túlkað svo, en á væntanlega að vera öfugt) . H ún hefði svo reynt að fela sig og finna síma til að hringja í lögregluna. Ákærði hefði þá gripið aftur í hana , byrjað að hrista hana, hún náð að rífa sig lausa og hlaupa upp til nágranna síns og banka þar endurtekið á dyrnar . Áður hafði brotaþoli borið á þá leið hjá lögreglu að hún hefði opnað fyrir ákærða um nóttina og hann komist gegn vi lja hennar inn í íbúðina. Hún hefði náð að ýta honum út og fram á stigagang en hann þá ýtt á bak hennar með þeim afleiðingum að hún féll niður stigann. Hann hefði þar sett fót sinn yfir hana, en hún samt komist á fætur og hlaupið upp stigann. Er hún hefði verið á leiðinni inn í íbúð sína hefði hann gripið í hár hennar en hún þó náð að losa sig undan honum. Hann hefði þó komist inn í íbúð hennar, hún þá reynt að fela sig þar á bak við sófa en hann þá komið og skallað hana í höfuðið, vinstra megin. Hún hefði reynt að henda honum út en hann þá tekið hana hálstaki. Hefði henni tekist að losna úr því með því að setja fingur í augu hans og hlaupa síðan upp og banka á dyr nágranna hennar á hæðinni fyrir ofan. 6 Að virtu framangreindu er það er mat dómsins að þótt framburður brotaþola fyrir dómi um framvindu atburða í greint hafi í sjálfu sér verið trúverðugur verður ekki fram hjá því litið að í honum gætir nokkurs ósamræmis gagnvart því sem hún hafði áður borið um hjá lögreglu, sem aftur rýrir óhjákvæmilega trúverð ugleika hans og sönnunargildi. Þar sem framburður hennar fær ekki stuðning af öðrum gögnum en vottorði læknis um þá áverka sem greindust á henni þykir, gegn neitun ákærða, ekki komin fram nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að ákærði hafi í greint sinn ráðist að brotaþola á þann hátt og með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir. Verður ákærði því sýknaður af ákæru. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu um sýknu ákærða verður bótakröfu brotaþola vísað frá dómi með vísan til 2 . mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda og réttargæslumanns að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar, svo sem nánar er tiltekið í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X ... , er sýkn af kröfum ákæruvalds. Skaðabótakröfu A ... er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. 900.000 króna þóknun og 33.000 króna ferðakostnaður skipaðs verjan da ákærða , Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns og 500.000 króna þóknun og 22.272 króna ferðakostnað ur skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns. Ásgeir Magnússon