Héraðsdómur Vesturlands Dómur 2. júní 2021 Mál nr. S - 189/2020 : Ákæruvaldið (Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Stefáni Gunnari Ármannssyni ( Gunnar Sturluson lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru héraðssaksóknara , dags. 9 . júlí 20 20 , á hendur Stefáni Gunnari Ármannssyni , kt. ... , Skipanesi , 301 Akranesi . Málið var dómtekið 7 . maí 2021. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærð a meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Hróar kt. ... , sem framkvæmdarstjóri og stjórnarmaður, með því að hafa: 1. E igi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskattsskýrslu einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilsi ns maí júní rekstrarárið 2018 og með því að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna frá nóvember desember rekstrarárið 2016, mars apríl til og með nóvember desember rekstrarárið 2017 og janú ar febrúar til og með nóvember desember rekstrarárið 2018 í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, samtals að fjárhæð kr. 60.028.436 sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2016 Nóvember - desember kr. 5.602.200 Árið 2017 mars - apríl kr. 3.962.007 maí - júní kr. 3.275.527 júlí - ágúst kr. 2.307.253 september - október kr. 6.080.110 nóvember - desember kr. 6.953.478 kr. 22.578.375 2 Árið 2018 janúar - febrúar kr. 4.516.729 mars - apríl kr. 5.356.562 maí - júní kr. 6.795.435 júlí - ágúst kr. 3.565.448 september - október kr. 7.188.802 nóvember - desember kr. 4.424.885 kr. 31.847.861 Samtals kr. 60.028.436 2. Fyrir að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. lið ákæru, samtals að fjárhæð kr. 60.028.436, í þágu félagsins. Framangr eind brot ákærða skv. ákærulið 1 teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, en brot skv. ákærulið 2 við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 264. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði játaði sök af öllu ákæruatriðum við þingfestingu málsins. Krefst hann nú sýknu af kröfum ákæruvaldsins samkvæmt ákæru lið 2 , en krefst að öðru leyti vægustu refsingar er lög ley fi. Þá krefst hann þess a ð allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda. Ákærði gaf skýrslu fyrir dómi og lýsti þá tengslum sínum við Hróar ehf. á þann veg að hann hefði verið eigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjór i félagsins á því tímabili sem ákæran nær til, frá 2016 til 2018. Kvaðst hann sjálfur hafa séð um öll fjármál fyrirtækisins, en bókahald þess hefði verið í höndum starfsmanns hans og KPMG - endurskoðunar. Þannig hefði hann séð um að greiða reikninga og ákveð ið hvaða reikningar skyldu greiddir hverju sinni. Sagði hann innsendar skýrslur og leiðréttingaskýrslur gefa rétta mynd af rekstri fyrirtækisins og byggjast á bókhaldi þess. Ástæða þess að félagið hefði ekki staðið skil á innheimtum virðisaukaskatti á tíma bilinu væri sú að engir fjármunir hefðu verið til í fyrirtækinu því að hann hefði ákveðið að nýta féð til að greiða starfsmönnum laun frekar en að greiða skattinn. Þannig hefði fénu verið ráðstafað í rekstur félagsins, aðallega launagreiðslur. Félagið, sem hefði annast almenna járnsmíði og vélaviðgerðir, hefði lent í fjárhagslegum erfiðleikum í hruninu og þurft 3 endurfjármögnun á árinu 2012. Árið 2014 hefði reksturinn síðan verið orðinn erfiður aftur. Þegar skattgreiðslur hefðu verið komnar í vanskil hefði h ann reynt að semja um þær og greitt af og til inn á skattaskuldirnar. Eins hefði hann gert tilraun til að reyna að fjármagna skattaskuldina með lánsfé en það hefði gengið illa. Kvaðst hann hafa verið að vinna í því allt fram til ársins 2020. Spurður hvers vegna hann hefði ekki klárað samning við sýslumann um eftirstöðvar skuldarinnar vorið 2020 kvaðst hann hafa dottið út í kjölfar þess að hafa eignast langveikt barnabarn í maí 2020, sem hefði látist í september sama ár. Hefði hann tekið upp viðræður við ban kann aftur um haustið 2020 og fengið þar lán í september 2020. Hann hefði þó ekki greitt inn á skattaskuldina þá heldur greitt laun starfsmanna. Berglind Lilja Þorbergsdóttir, starfsmaður vanskilainnheimtu sýslumannsins á Vesturlandi, kvað Hróar ehf. hafa gert greiðslusamning við embættið vegna virðisaukaskattsskulda í nóvember 2019. Samningurinn hefði verið til átta mánaða og hefði félagið staðið við hann. Hefði greiðslum samkvæmt samningnum eingöngu verið ráðstafað til greiðslu virðisaukaskattsskulda. Í mars 2020 hefði embættið fengið fyrirmæli um að leggja af vanskilainnheimtur heilt yfir vegna covid - ástandsins og því hafi það ekki verið í hörðu m innheimtuaðgerðum síðan. Steinar Helgason, viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Arionbanka, kvaðst hafa komið að undirbúningi lánafyrirgreiðslu fyrir ákærða á árunum 2019 - 2020 hjá bankanum og væri honum kunnugt um að tilefni lánveitingarinnar hefði verið ska ttaskuld fyrirtækisins Hróars ehf. Hefði verið til skoðunar að veðsetja fasteignir á Skipanesi, búvélaverkstæði og eldri eignir í eigu ákærða og vélaverkstæði í eigu Katla ehf. Kannaðist vitnið við að hafa sent tölvupóst 21. september 2020 um staðfestingu lánsloforðs. Niðurstaða Ákæruliður 1 Ákærði hefur játað sök samkvæmt þessum ákærulið. Hann tekur þó fram að hann hafi skilað öllum virðisaukaskattsskýrslum, en einni þeirra hafi hann skilað degi of seint. Með játningu ákærða, sem fær stoð í gögnum málsins , telst sönnun fram komin fyrir sök ákærða samkvæmt þessum ákæru lið . Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot sín samkvæmt þessum ákærulið. 4 Ákæruliður 2 Ákærði krefst sýknu af þessum ákærulið. Kveðst hann játa að hafa notað þá fjármuni sem hann hafi innhe imt í þágu Hróars ehf., en bendir á að þessir fjármunir hafi runnið inn í rekstur þess félags til greið slu laun a , launatengd ra gj alda og anna rs rekstrarkostnað ar . Byggir ákærði á því að ekki sé hægt að fremja frumbrot á borð við það sem honum sé gefið að s ök skv. ákæru lið 1 án þess að til verði ávinningur sem óhjákvæmilega verði geymdur, fluttur eða nýttur, sbr. efnisþætti ákv. 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Tæmi 1. mgr. 262. gr. laganna því sök gagnvart broti gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr., almennra hegningarlaga, samkvæmt þessum ákærulið . Við mat á því hvenær beita ber 77. gr. almennra hegningarlaga og sakfella samhliða fyrir bæði frumbrot og peningaþvætti skv. 264. gr. sömu laga verður að mati dómsins að líta til þeirra sjónarmiða sem birtast í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum peningaþvætti er í megindráttum hver sú starfsemi sem lýtur að því að fela uppruna og eiganda fjár sem er ávinningur af ákærði hafi í kjölfar frumbrotsins gripið til aðgerða beinlínis til að fela uppruna og eiganda ávinnings brots síns skv. ákæru lið 1 standa, að mati dómsins, ekki rök til þess að 77. gr. verði beitt við úr lausn máls þessa. Verður því að telja að brot ákærða gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. ákærulið 1 , tæmi sök, eins og hér háttar til, gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. laganna, sbr. ákærulið 2 . Ákærði er fæddur árið 1966. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á refsingu í málinu. Með því að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn skattalögum í rekstri einkahlutafélags síns þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði verður enn fremur, samkvæmt heimild í 2. málslið 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virði saukaskatt, dæmdur til greiðslu fésektar í ríkissjóð. Í 1. málslið 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 er kveðið á um lágmark fésektar í tilvikum eins og hér um ræðir er nemi tvöfaldri þeirri skattfjárhæð sem dregin var undan og vanrækt 5 var að greiða. Með 3. gr. laga nr. 134/2005 var nýjum málslið bætt við 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 á þá leið að fyrrgreint fésektarlágmark eigi ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á virðisaukaskatti samkvæmt skýrslu þar um, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar. Í málsgögnum eru tilgreindar innborganir inn á skatt a skuld umrædds einkahluta félags. Liggur fyrir að öll tímabilin sem um ræðir vegna áranna 2016 og 2017 hafa verið greidd að fullu að undanskildu t ímabilinu nóvember - desember 2017. Þegar haft er í huga að samkvæmt fordæmum við úrlausn refsimála vegna vanskila á virðisaukaskatti ber i að leggja til grundvallar að innborgun á slíkar skuldir verði þar ekki ráðstafað til greiðslu álags, og að fjárhæð grei dds álags vegna framangreindra tímabila nemur alls 2.818.058 krónum, verður lagt til grundvallar við ákvörðun sektar ákærða að virðisaukaskatt s skuldir Hróars ehf. vegna áranna 2016 og 2017 hafi verið greiddar að fullu. Jafnframt hafi að litlu leyti verið g reitt inn á greiðslutímabilið janúar - febrúar 2018 en ekkert inn á önnur tímabil þess árs. Eru skilyrði fyrrgreinds ákvæðis 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 til að lækka sektarrefsingu niður úr fésektarlágmarki því fyrir hendi hvað varðar tilgreind greiðslu tímabil áranna 2016 og 2017, en hins vegar ekki vegna tímabila ársins 2018. Þykir hæfilegt að miða sektarfjárhæð við 10% af vangreiddum höfuðstól vegna tímabila áranna 2016 og 2017 og tvöföldun höfuðstóls vegna tímabila ársins 2018. Samkvæmt þessu verður á kærði dæmdur til að greiða 66.513.780 krónur í sekt til ríkissjóðs, sem honum ber að greiða innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa að telja, en sæta ella fangelsi í 12 mánuði. Við fyrirtöku málsins 11. n óvember 2020 játaði ákærði skýlaust sök , en bók aður var fyrirvari um að ákærði krefðist þess að fá að koma að andmælum um refsingu málsins. Var í kjölfarið ákveðið utan réttar, að ósk ákærða, að fram færi aðalmeðferð í málinu og þá teknar skýrslur af ákærða og tilgreindum vitnum , m.a. annars varðandi á kvörðun refsingar og til umfjöllunar um hvort brot ákærða skv. ákærulið 1 tæmdi sök gagnvart peningaþvætti, sbr. ákærulið 2. Þykir með hliðsjón af þessu og fyrrgreindri niðurstöðu málsins rétt að ákærða verði gert að greiða 2/3 hluta sakarkostnaðar, þ.e. f erðakostnað verjanda og málsvarnarþóknun, að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði. 6 Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Stefán Gunnar Ármannsson, sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 66.513.780 krón ur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins , en sæti ella fangelsi í 12 mánuði. Ákærði greiði 2/3 af 800.000 króna málsvarnarlaun um og 33.000 króna ferðakostnað i skipaðs verjanda síns, Gu nnars Sturlusonar lögmanns. Kostnaður greiðis t að öðru leyti úr ríkissjóði. Ásgeir Magnússon