Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 12. ágúst 2020 Mál nr. S - 2949/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Mindaugas Mirauskas Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 5. maí 2020, á hendur Mindaugas Mirauskas, kt. [...] , [...] , f yrir eftirtalin brot: 1. Umferðarlagabrot með því að hafa , mánudaginn 22. október 2018, ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast ökuréttindi, undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 2,14 með 128 km hraða á klukkustund til suðurs á Kringlumýrarbraut í Reykjavík þar sem leyfður hámarkshraði v ar 8 0 km á klukkustund , uns lögregla stöðvaði aksturinn norðan við Kópavogslæk á Kringlumýrarbraut í Kópavogi. Telst framangreind háttsemi varða við 2. mgr. 37. gr., 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/201 9. 2. Þjófnað með því að hafa , sunnudaginn 24. febrúar 2019, í félagi við annan óþekktan mann stolið matvörum úr verslun Krónunnar samtals að verðmæti kr. 20.232, - . Telst framangreind háttsemi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/19 40. 3. U mferðarlagabrot með því að hafa sunnudaginn 24. febrúar 2019 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast ökuréttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 2 2,42 við Krónuna í Hamraborg í Kópavogi og neitað að veita lögreglu blóðsýni á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Telst framangreind háttsemi varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. og 3. mgr. 52. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Þjófnað með því að hafa þriðjudaginn 16. apríl 2019 í félagi við A , kt. [...] , stolið bláum Huawei farsíma úr handtösku í verslun Krónunnar að Austurvegi 3 á Selfossi en einnig stolið ýmsum vörum og matvörum úr verslununni þann sama dag að andvirði kr. 34.329, - . Síðar sam a dag, aftur í félagi við A , stolið miklu magni af matvöru og öðrum vörum samtals að andvirði kr. 114.300, - úr verslun Bónus að Larsenstræti 5 á Selfossi. Telst framangreind háttsemi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Fíkn iefnalagabrot með því að hafa sama dag og greinir í ákærulið 2 . haft í vörslum sínum 0,14 g af maríhúana í hægri buxnavasa sínum er lögregla fann við öryggisleit á ákærða á lögreglustöðinni á Selfossi. Telst framangreind háttsemi varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , greiðslu alls sakark ostnaðar og sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins í dag og boðaði ekki forföll en í fyrirkalli sem var ásamt ákæru birt í Lögbirtingablaði 6. júlí síðastliðinn var tekið fram að yrði ekki sótt þing af hans hálfur mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið þa u brot sem hann væri ákærður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum, sbr. heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 27. apríl 2020 , hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. 3 Með hliðsjón af sakarefni þessa máls og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 90 dag a en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökur étti í 3 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði 116.156 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Mindaugas Mirauskas , sæti fangelsi í 90 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/19 55. Ákærði er sviptur ökurétti í 3 ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði 116.156 krónur í sakarkostnað. Harpa Sólveig Björnsdóttir