Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 4. nóvember 2021 mál nr. S - 315/2020 Héraðssaksóknari (Sigríður Árnadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Jóni Sigurðssyni (Guðmundur Narfi Magnússon lögmaður) I Mál þetta er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 19. nóvember 2020, á hendur Jóni Sigurðssyni, kt. ... , Laugarbraut 21, Akranesi. Málið var dómtekið 7. október 2021 eftir að ákærði játaði sök og sakflytjendur tjáðu sig um viðurlög. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir meiri háttar brot gegn skatta - og bókhaldslögum og fyrir peningaþ vætti sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins ÞJS Verks, kt. ... , nú afskráð, með því að hafa: 1. Staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna júlí ágúst rekstrarárið 2015 til og með janúar febrúar rekstrarárið 2016 og eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins á lögmæltum tíma uppgjörstímabilin mars apríl til og með nóvember - desember rekstrarárið 2016 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem inn heimtur var eða innheimta bar í rekstri félagsins uppgjörstímabilin júlí ágúst rekstrarárið 2015 til og með nóvember 2 desember rekstrarárið 2016 í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 14.013.146, sem sundur liðast sem hér greinir: Árið 2015 júlí - ágúst kr. 2.770.435 september - október kr. 1.954.853 nóvember - desember kr. 2.398.968 kr. 7.124.256 Árið 2016 janúar - febrúar kr. 416.376 mars - apríl kr. 1.243.341 maí - júní kr. 1.557.216 júlí - ágúst kr. 2.507.742 september - október kr. 984.791 nóvember - desember kr. 179.424 kr. 6.888.890 Samtals kr. 14.013.146 2. Látið undir höfuð leggjast að færa tilskilið bókhald í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994, um bókhald, vegna starfsemi einkahlutafélagsins rekstrarárin 2015 og 2016 og v anrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn félagsins með fullnægjandi hætti á sama tímabili . 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélag inu ávinnings af broti samkvæmt 1. tölulið ákæru, samtals 14.013.146 króna, og nýtt ávinninginn í eigin þágu og eftir atvikum í þágu rekstrar félagsins. Brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. 3 Brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/ 1994, um bókhald. Brot ákærða samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur skýlaust játað að hafa framið öll þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru málsins og er játning hans studd sakargögnum í öllum atriðum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin sem réttilega eru færð til refsilaga í ákæru. Ákærði er samkvæmt framansögðu sakfelldur fyrir það sem vafalaust verða talin meiri háttar brot á skattalögum, lögum um bókhald og peningaþvætti. Við ákvörðun refsingar er þes s að gæta að ákærði hefur greiðlega gengist við broti sínu og ber að tiltaka refsingu fyrir brotunum. Þær aðstæður sem ákærði lýsti við aðalmeðferð málsins þegar hann fékk að tjá sig um málið, og vörðuðu ástand hans þegar hann framdi brotin leiða ekki til refsilækkunar að mati dómsins. Ákæruvaldið telur atvik með þeim hætti í máli þessu að beita beri 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og sakfella samhliða fyrir bæði frumbrotið, þ.e. meiri háttar skattalagabrot samkvæmt 262. gr. almennra hegningarla ga sem og peningaþvættisbrot skv. 264. gr. sömu laga. Ákæruvaldið vakti athygli á þeim sjónarmiðum um þetta atriði, sem rakin eru ítarlega í dómum Landsréttar í málum nr. 3 31, 3 32 og 3 33/2020. Samkvæmt þeim, verður ekki talið fara á milli mála að þegar s á sem hefur framið frumbrot aðhefst frekar til að nýta ávinninginn af brotinu, umbreyta honum, flytja, senda, geyma, aðstoða við afhendingu hans, leyna honum eða upplýsingum um uppruna hans, 4 felur það í sér sjálfstætt brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og þá skal refsa fyrir bæði brotin samkvæmt 77. gr. sömu laga um brotasamsteypu. Telja verður að Landsréttur hafi staðfest með nokkuð afdráttarlausum hætti framangreind sjónarmið í dómi réttarins frá 8. október sl. í máli nr. 751/2020. Er því ekki hægt að líta svo á eins og málum háttar hér, að brot ákærða tæmi sök gagnvart ákvæði 1.mgr. 264. gr., enda ljóst að hann greip til ráðstafana og nýtti m.a., að því er virðist að stórum hluta, í eigin þágu ávinning af brotum sínum. Dómara er kunnugt um að Hæstiréttur Íslands mun fjalla um sjónarmið varðandi sakartæmingu vegna ætlaðs peningaþvættisbrots á næstu dögum. Burtséð frá þýðingu þess máls fyrir úrlausn slíkra mála í framhaldi, verður ekki við annað miðað við uppkvaðni ngu þessa dóms, en það sem dómurinn metur, skýrt fordæmi Landsréttar. Við ák v örðun refsingar verður að líta til hins langa tíma sem meðferð máls þessa hefur tekið. Upphaf málsins verður rakið til rannsóknar skattrannsóknarstjóra sem hófst 2017 er leiddi til þess að rannsókn hófst í máli ákærða hjá héraðssaksóknara. Ákæra var gefin út í málinu 19. nóvember 2020 eða rúmum þremur árum eftir að málið kom til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra. Á hinn bóginn verður litið til þess að brotin eru umfangsmikil ásetningsbrot. Að virtum framangreindum sjónarmiðum verður refsing ákærða talin hæfilega ákveðin fangelsi í 7 mánuði. Eins og að framan greinir hefur orðið verulegur dráttur á rannsókn máls þessa og verður ákærða ekki kennt um hann. Af þessum ástæðum, me ð hliðsjón af sakavottorði hans og atvikum máls, verður sú fangelsisrefsing, sem ákærða verður ákveðin vegna þeirra brota sem hann er sakfelldur fyrir í málinu, skilorðsbundin. Ákærði verður enn fremur, samkvæmt heimild í 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, dæmdur til greiðslu fésektar í ríkissjóð. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, skulu brot gegn ákvæðinu varða sektum, sem skulu aldrei vera lægri en nemur tvöf aldri fjárhæð vanskilanna og ekki hærri en tífaldri fjárhæðinni. Verður við ákvörðun refsingar ákærða og að virtum öllum atvikum máls þ.m.t. refsilækkunarsjónarmiðum horft til refsilágmarks samkvæmt ákvæðinu, og þykja þannig ekki efni til að fallast á kröf u 5 ákæruvalds um refsingu sem sa m svari þrefaldri þeirri fjárhæð sem undan var skotið. Verður ákærða gert að greiða 28.100.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 11 mánuði. Vararefsing ákærða er ákveðin með hliðsjón af 54. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti og þóknun og ferðakostnað verjanda á rannsóknarstigi og fyrir dómi, að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem í dómsorði greinir. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari sem fékk málinu úthlutað 1. september sl. kveður upp dóm þennan. Dómsorð Ákærði, Jón Sigurðsson, sæti fangelsi í sjö mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsi ns að telja haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 28.100.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en sæti ella fangelsi í 11 mánuði. Ákærði greiði útlagðan sakarkostnað að fjárhæð 247.380 krónur. Ákærði greiði og 400.000 króna þóknun og 36.000 króna ferðakostnað skipaðs verjanda síns, Guðmundar Narfa Magnússonar lögmanns. Lárentsínus Kristjánsson 6