Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26 . apríl 2021. Mál nr. S - 7267/2020: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Jón Egilsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 9. mars sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. nóvember 2020, á hendur X , kt. 020383 - 5269, [...] , [...] , fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 23. desember 2018, utandyra á Laugavegi í Reykjavík við M , veist með ofbeldi að A , kt. [...] , og slegið hann með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að A hlaut mjúkvefjaáverka fyrir framan vinstra eyra. Telst þetta varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður, til vara að honu m verði ekki gerð refsing, en til þrautavara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og refsingin verði að öllu leyti skilorðsbundin. Þá krefst hann málsvarnarlauna ásamt virðisaukaskatti sem greidd verði úr ríkissjóði, en verði ákærði sakfelldur er fallið frá kröfu um þóknun. Málsatvik Aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018 var lögregla kölluð að M í miðbæ Reykjavíkur þar sem fram kom að dyraverðir væru með mann í tökum sem hefði ráðist að fólki. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn héldu fjórir dyrav erðir ákærða á jörðinni liggjandi á kviðnum. Ákærði var mjög æstur og var þá tekin ákvörðun um að handtaka hann þá þegar. Nokkur átök urðu þegar honum var komið í handjárn þar sem hann dró hendurnar undir sig og veitti mótspyrnu auk þess að fylgja ekki fyr irmælum. Reif hann m.a. í hönd lögreglukonu og togaði undir sig þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans. 2 Þurfti aðstoð dyravarða til að losa hendur hans undan líkamanum og koma honum í handjárn. Hann streittist á móti og var með ógnandi tilburði líkt og h ann ætlaði að skalla lögreglukonu þegar honum var gefið tækifæri til að koma í góðu. Hann var færður inn í lögreglubifreið og lagður á gólfið en ekki var hægt að kynna honum réttarstöðu sakbornings sökum ölvunarástands. Á leiðinni á lögreglustöðina róaðist ákærði og var samvinnuþýður þegar hann var færður í fangaklefa. Rætt var við B dyravörð sem sagðist hafa orðið vitni að atburðarásinni sem hefði byrjað inni á staðnum. Þar hefði ákærða sinnast við viðskiptavin og gert sig líklegan til að kasta í hann glas i en honum hefði verið vísað út. Þar hefði hann veist að dyravörðum og kýlt nokkra þeirra en ekki B sjálfan. Dyraverðirnir hefðu snúið ákærða í jörðina og haldið honum þar til lögreglan mætti. Hann taldi engan hafa slasast illa. Á Þorláksmessu kl. 16 kom brotaþoli, A , á lögreglustöðina á [...] til að leggja fram kæru vegna líkamsárásar af hálfu ákærða. Greindi hann frá því að hann hefði verið við störf á M þegar hann hefði tekið eftir því að ákærði hefði ráðist á mann úti á götu. hefðu reynt að yfirbuga ákærða en ákærði hefði náð að losa aðra höndina og kýlt brotaþola í andlitið. Hann ásamt hinum dyravörðunum hefði síðan náð að yfirbuga ákærða og halda honum niðri þar til lög reglan hefði komið. Í vottorði C læknis, frá 28. apríl 2020, kemur fram að brotaþoli hafi leitað á bráðamóttökuna á [...] vegna áverka sem hann hefði orðið fyrir í starfi sínu sem dyravörður á M aðfaranótt 23. desember 2018. Hann hefði fengið högg frá aði la sem hann ásamt fimm öðrum dyravörðum hefði verið að halda niðri vegna æsings. Hann hefði haldið í vinstri hönd mannsins þegar hann hefði náð að losa hægri höndina og slá í átt að brotaþola sem hefði náð að víkja sér undan en engu að síður fengið högg á vinstri vanga rétt framan við eyrað. Þeir hefðu svo náð manninum undir sig og lögregla komið nokkrum mínútum síðar. Brotaþoli hefði kælt svæðið og tekið íbúfen. Hann hafi ekki verið með augljós áverkamerki, ekki mar eða mikla bólgu yfir áverkasvæðinu en væ g þreifieymsli yfir höggstað. Hann hafi haft yfirborðs - eða vægan mjúkvefjaáverka fyrir framan vinstra eyra. Ekki hafi verið grunur um undirliggjandi brot eða aðra meiri háttar áverka. Í málinu liggur fyrir upptaka úr miðbæjarmyndavél af atvikinu. Á mynds keiðinu sést hvar brotaþoli stendur við dyr M en veitir síðan einhverju athygli ofar á [...] og gengur þangað. Sést síðan hvar margir menn eru í kringum ákærða sem gengur niður [...] . Ákærði sést losa sig frá þeim og fara úr jakkanum. Þá sést hvar hann ýti r við D en er í kjölfarið tekinn föstum tökum af brotaþola og tveimur öðrum aðilum. Hann reynir að losa sig og síðan sést hvar hann kýlir frá sér með hægri hendi og hittir brotaþola í andlitið. Hann er þá tekinn í jörðina af nokkrum aðilum sem halda honum niðri þ ar til lögreglan kemur. 3 Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið á barnum N ásamt vini sínum, E , þegar honum hefði verið vísað út. Hann hefði ekki verið ofurölvi en vel drukkinn en myndi þó öll atvik vel. Hann hefði verið ósáttur við að vera vísað út en engu að síður farið. Rekstrarstjóri staðarins, D , hefði elt hann og kallað að honum eitthvað um að hann hefði D hefði farið að ö gra honum. Hann hefði farið úr jakkanum sínum þar sem hann hefði verið í nýjum jakkafötum og verið heitt í hamsi og viljað passa upp á jakkann. Þá hefði dyravörður komið og farið að skipta sér af. Brotaþoli hefði einnig komið aftan að honum og tekið í hönd hans og snúið, en hann hefði ýtt honum frá sér. Hann hefði ekki kýlt neinn heldur einungis ýtt frá sér. Einhver hefði síðan tekið hann hengingartaki og átta manns hefðu haldið honum niðri. Hann hefði einungis reynt að losa sig en ekkert beitt sér heldur l eyft þeim að taka sig niður. Hann hefði svo legið á stéttinni í fimm mínútur þar til lögreglan hefði komið og beðið hann um að koma í bílinn. Hann hefði ekkert gert sem kallaði á svo hörð viðbrögð. Hann kvaðst sjálfur hafa stundað [...] á árum áður og væri [...] á hæð og [...] kg en brotaþoli hefði stundað [...] sem væru mun ofbeldisfyllri en [...] . Hann hefði sjálfur aldrei lent í átökum fyrr en þarna. Eftir þetta atvik hefði hann verið með áverka og föt hans rifin. Hann hefði sjálfur íhugað að kæra vegna þessa. Brotaþoli A kvaðst hafa verið við störf sem dyravörður á M þegar hann hefði séð ákærða ráðast að D , eiganda N . D hefði verið að ræða við ákærða, sem hefði gripið í hann, hent honum upp að vegg og hrist hann. D hefði spurt af hverju ákærði væri að g era þetta. Hann hefði ekki verið ógnandi en ákærði hefði verið það. Hann hefði þó ekki fylgst nákvæmlega með samskiptum þeirra þar til hann hefði séð ákærða grípa í D . Hann hefði farið frá dyrum M og stigið inn í málið ásamt um fimm öðrum. Hann kvaðst hafa vitað hver ákærði væri og þekkja til [...] ferils hans. Hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann. Ákærði hefði verið æstur en þeir hefðu náð að yfirbuga hann og róa. Hann hefði komið að ákærða á hlið og tekið í vinstri hönd hans en ákærði hefði náð að veita honum högg með krepptum hnefa á kjálkabeinið með hægri hendi. Hann hefði verið aumur daginn eftir. Brotaþoli kvaðst hafa stigið inn í aðstæðurnar sem óbreyttur borgari til að stöðva árás. Hann stundaði [...] en beitti því sem hann lærði þar bara á æfingum og hefði ekki beitt neinum slíkum aðferðum heldur einungis dyravarðartaki sem hann hefði lært á dyravarðarnámskeiði. Vitnið B , dyravörður á N , greindi frá því að tilkynnt hefði verið um læti á bak við barinn þar sem ákærði hefði setið. Málið hefði verið leyst en aftur hefðu komið upp læti og æsingur skömmu síðar. Hann hefði heyrt að málið hefði snúist um að ákærði vildi fá stól frá öðru borði og orðið æstur. Hann hefði m.a. ætlað úr jakkanum eins og hann ætlaði í átök. Ákærði hefði verið ölvaður, mjög æstur og ógnandi. Hann hefði farið inn og beðið 4 ákærða um að fylgja sér út. Annar dyravörður hefði komið honum til aðstoðar. Eigandi staðarins, D , hefði reynt að ræða við ákærða. Þeir hefðu farið niður götuna og fyrir hornið. Hann hefði þá h eyrt læti og hlaupið niður til þeirra. Ákærði hefði þá verið æstur og búinn að kasta D upp við hús. Fleiri dyraverðir, um sjö til átta menn, af nálægum stöðum hefðu einnig komið að og þeir hefðu í sameiningu náð ákærða niður. Hann hefði séð ákærða sveifla hendinni að brotaþola, eins og til að slá hann, í átökunum. Hann hefði þó ekki séð höggið lenda en rætt lítillega við brotaþola eftir atvikið. Hann taldi líklegt að brotaþoli hefði greint honum frá því að hafa orðið fyrir höggi og þess vegna hefði hann gre int frá því í skýrslu hjá lögreglu. Vitnið kvaðst telja að full ástæða hefði verið til afskipta af ákærða umrætt sinn. Hann hefði sjálfur kallað til aðra dyraverði. Ákærði hefði beitt sér gegn honum í átökunum og hann hefði lent undir honum í þeim. Vitnið F kvaðst hafa verið við störf sem dyravörður á N . Hann hefði farið út að reykja og hefði setið handan götunnar og séð brotaþola í dyrunum. Hann hefði séð átökin þaðan. Ákærði hefði verið agressívur , öskrandi og veist að mönnum en um fimm manns hefðu náð að koma honum í jörðina. Hann hefði séð ákærða slá brotaþola í andlitið eða a.m.k. reyna það. Hann hefði rætt við brotaþola eftir atvikið og hann þá sagt að hann hefði verið sleginn. Vitnið G , dyravörður á N , kvaðst hafa verið við útidyrnar er hann hefði heyrt að eitthvað var um að vera. Ákærði hefði þá verið reiður en náðst hefði að róa hann niður. Hann hefði aftur farið í dyrnar en ákærði hefði aftur orðið æstur þannig að þurft hefði að fylgja honum út vegna áreitni við viðskiptavini. Á leiðinni út hefð i hann slegið í glas viðskiptavinar. D hefði fylgt honum út til að ræða við hann en ákærði hefði verið mjög reiður og ýtt við D þannig að þurft hefði að kalla til fleiri dyraverði til að ná honum niður. Hann hefði komið að og séð þetta. Hann hefði séð ákær ða slá í áttina að einhverjum en ekki vitað að það hefði verið brotaþoli fyrr en eftir átökin. Vitnið D , eigandi N , sagðist hafa fengið upplýsingar frá dyraverði um vesen á staðnum. Hann hefði farið til að ræða við ákærða og róa hann niður. Hann hefði gef ið honum bjór í því skyni en ákærði hefði aftur orðið æstur stuttu síðar. Hann hefði ekki búist við þessari framkomu af honum. Hann hefði því farið út á eftir ákærða til að ræða við hann en ákærði hefði ýtt honum að tilefnislausu upp að vegg og rifið í jak kann hans. Hann hefði orðið hræddur enda væri ákærði stór að vöxtum og hann hefði heyrt að hann væri [...] . Nokkrir dyraverðir hefðu komið honum til hjálpar og hann hefði bakkað frá. Það hefðu orðið átök og hann hefði séð ákærða veita brotaþola högg. Hann hefði svo séð hann í jörðinni með marga ofan á sér. Vitnið H kvaðst vera starfsmaður N en ekki hafa verið að vinna þetta kvöld. Hann hefði komið á staðinn þar sem ákærði hefði verið á leiðinni út. Hann hefði séð hann veitast að dyraverði þar, hrista hann til og henda honum upp að staur. Hann hefði svo haldið niður [...] og D hefði farið á eftir honum til að reyna að ræða við hann. Við 5 götuhornið við [...] hefði ákærði ýtt í D og haldið honum upp við vegg. Vitnið kvaðst hafa kallað til dyraverði á M enda he fði hann metið stöðuna svo að hann þyrfti aðstoð. Ákærði hefði verið drukkinn en ekki ofurölvi og dyraverðirnir á N vissu að hann væri [...] . Hann kvaðst halda að um sex til átta dyraverðir hefðu komið þarna að. Hann hefði hins vegar sjálfur haldið vini ák ærða frá átökunum. Hann hefði séð dyraverðina koma ákærða í jörðina en ekki séð neitt högg. Vitnið E , vinur ákærða, kvaðst hafa verið með ákærða þetta kvöld. Þeir hefðu ekki drukkið mikið, einungis um tvo bjóra, þannig að hann myndi vel eftir þessu. Þeir hefðu farið út af N eftir að leiðindi hefðu komið upp og niður á [...] . Þar hefði ákærði rifist við mann þegar sjö til átta dyraverðir af nærliggjandi stöðum hefðu komið og ráðist á hann að tilefnislausu. Ákærði hefði reynt að losa sig en hann hefði ekki séð hann veita neinum högg. Hann hefði sjálfur unnið sem dyravörður og þekkti heimildir þeirra. Engin ástæða hefði verið til þess að taka ákærða þessum tökum enda hefði hann ekkert beitt sér heldur einungis rifist við mann. Ákærði hefði ekki verið æstur eð a ógnandi. Hann kvaðst sjálfur ekki hafa viljað taka þátt í átökunum. Vitnið I lögreglumaður kvaðst hafa móttekið tilkynningu um að dyraverðir á M væru með mann í tökum. Þegar að hefði verið komið hefði ákærði verið þar mjög æstur í tökum og menn hefðu v erið að strögla við að halda honum. Ákærði hefði verið lagður á kviðinn og lögreglan hefði þurft aðstoð dyravarðanna til að setja hann í járn og þeir hefðu þurft að setja hann í olnbogalás. Ákærði hefði verið mjög ölvaður og gengið í gegnum tilfinningarúss íbana. Hann hefði svo róast þegar þau hefðu verið lögð af stað frá vettvangi. Ekki hefði komið til þess að lögreglan beitti afli. Vitnið J lögreglumaður kvaðst hafa komið á vettvang í miðbænum þar sem maður hefði verið í tökum dyravarða. Ákærði hefði legi ð á stéttinni í annarlegu ástandi. Erfitt hefði reynst að setja hendur hans fyrir aftan bak. Hann hefði staðið upp og verið ógnandi við lögreglukonu og gert sig líklegan til að ætla að skalla hana. Hann hefði svo verið færður inn í bifreið og fluttur í bur tu. Vitnið K lögreglumaður kvaðst hafa sinnt útkalli þar sem ákærði hefði verið í annarlegu ástandi í tökum dyravarða við M . Brösuglega hefði gengið að handtaka hann. Hann hefði verið ógnandi og öskrað og ekki hefði verið hægt að ræða við hann sökum ástan ds hans. Hann hefði haft hendurnar undir sér og neitað að rétta þær fram. Hann hefði rifið í hana og svo hefði virst sem hann ætlaði að skalla hana. Vitnið L læknir staðfesti og greindi frá vottorði sínu vegna brotaþola. Hann hefði komið á bráðamóttöku og greint frá áverka sem hann hefði fengið við vinnu sína sem dyravörður á M . Hann hefði greint frá því að hafa, ásamt nokkrum öðrum dyravörðum, verið að halda æstum manni niðri þegar maðurinn hefði náð að koma högg á vinstri vanga hans. Hann hefði verið með augljós þreifieymsli en ekki borið skýr áverkamerki. Einhver 6 bólga hefði verið en ekki mikil. Þessir áverkar geti samræmst lýsingu brotaþola á atvikum. Grein ingin sé gerð út frá eymslum en sjáist ekki beint. Niðurstaða Ákærða er gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að brotaþola og slegið hann með krepptum hnefa í andlit. Ákærði neitar sök. Hann ber því við að um varnarviðbrögð hafi verið að ræða, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga, og hann hafi ekki haft ásetning til að ráðast á neinn, sbr. 18. gr. sömu laga. Ákærði hefur neitað því að hafa slegið brotaþola. Brotaþoli kvaðst hins hafa fengið högg frá honum með krepptum hnefa. Fjögur vit ni greindu frá því fyrir dóminum að hafa séð ákærða sveifla hendi til að slá brotaþola, og sum þeirra sáu brotaþola verða fyrir högginu. Þá liggur fyrir myndband af atvikinu þar sem sést hvar ákærði veitir brotaþola högg. Jafnframt styður framlagt læknisvo ttorð og framburður læknis að brotaþoli hafi orðið fyrir höggi. Er því sannað að ákærði veittist að brotaþola og sló hann einu höggi eins og honum er gefið að sök. Kemur þá til skoðunar hvort höggið var veitt í neyðarvörn líkt og ákærði hefur borið við. S amkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er verk refsilaust að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættuleg ri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til. Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar og ástæða þess er sú að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað. Skömmu fyrir atvikið var ákærða vísað út af N . Vitni hafa borið um að hann hafi verið drukkinn og æstur og sýnt af sér ósæmilega hegðun. Í framhaldi af því reifst hann við eiganda barsins úti á götu og þegar komið var niður fyrir götuhorn ýtti hann honum upp að vegg þannig að dyravörður sem kom á eft ir þeim frá N taldi rétt að kalla til nálæga dyraverði til aðstoðar. Á myndbandi af atvikum sést skýrlega að ákærði var æstur og þurfti marga menn til að stöðva hann. Þá sést hvar ákærði reiðir til höggs og slær til brotaþola. Framburður vitna er í fullu s amræmi við það sem sést á myndbandinu að undanskildum vini ákærða, en með hliðsjón af myndbandinu og framburði annarra vitna verður að telja lýsingar hans ótrúverðugar. Með vísan til framburðar vitna verður að telja að afskipti brotaþola hafi verið að gefn u tilefni og ekkert bendir til þess að þau hafi verið umfram það sem þörf var á eða að beitt hafi verið óeðlilegum aðferðum. Er því ekki hægt að fallast á að um árás á hendur ákærða hafi verið að ræða eða að högg ákærða hafi verið nauðsynlegt til að verjas t. Í öllu falli voru aðfarir ákærða mun harkalegri en tilefni var til. Getur háttsemi ákærða því ekki réttlæst af neyðarvörn og verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt ákæru. 7 Ákærði er fæddur í [...] [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2 . nóvember 2020, hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að atlaga ákærða var hættuleg, en hún beindist að höfði brotaþola. Ekki er unnt að líta svo á að 3. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögu m nái til atviksins. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. la ga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Skipaður verjandi ákærða, Jón Egilsson lögmaður, afsalaði sér þóknun fyrir verjandastörf sín. Ákærði greiði 20.000 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðsto ðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 184 gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar er fre stað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 20.000 krónur í sakarkostnað.