Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 10. júní 2021 Mál nr. E - 182/2020 : X ( Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður ) g egn Akureyrarbæ ( Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta , sem var dómtekið 26. maí sl. , er höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af X , , Akureyri , á hendur Akureyrarbæ, Geislagötu 9, Akureyri , með stefnu birtri 5. maí 2020. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: A ð áminning sú sem henni var veitt hinn 16. desember 2016 verði felld úr gildi. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda miskabætur samtals að fjárhæð 5.000.000 kr. eða lægri fjárhæð að mati dómsins, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá þeim degi er hið b ótaskylda atvik átti sér stað, hinn 16. desember 2016, og þar til mánuður er liðinn frá þingfestingardegi, auk dráttarvaxta, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi gerir þær dó mkröfur að hann verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Til vara er þess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. I Hinn 15. febrúar 2015 h óf stefnandi, sem er menntaður hjúkrunarfræðingur, störf á Öldrunarheimili nu Hlíð, sem rekið var af stefnda . Stefnandi starfaði á Birki - , Lerki - , Reyni - og Skógarhlíð , stundum nefndar einu nafni Austurhlíðar . Stefndi kveður að fljótlega eftir að stefnandi hafi hafið störf hafi komið upp nokkur atvik þar sem stefnanda hafi orðið á mistök í starfi. Hafi það leitt til endurtekinna samtala, ábendinga og leiðbeininga forstöðumann s um verklag eða annað sem betur mætti fara. Stefnandi mun yfirleitt hafa tekið vel í ábendingar og hafi lýst vilja sínum til að vanda sig og gera betur. Stefndi kveður að þ rátt fyrir yfirlýstan vilja stefnanda til að breyta verk - 2 og vinnulagi og endurtekna fundi milli stefnanda og forstöðumanns virtist sem hæfni stefnanda eða innsæi í v erkefn i hjúkrunarfræðings væri áfram ábótavant og að stefnandi næði ekki að breyt a vinnubrögðum sínum eins og áskilið var og stefnandi vildi. A tvikin héldu áfram að koma upp, auk þess sem það hafi farið að bera á andstöðu hennar við að taka við leiðbeiningum . Fyrsta skráða samtal forstöðumanns við stefnanda átti sér stað 30. júní 2015. Hi . Í bréfinu eru tilgreind atvik sem vörðuðu endurteknar kvartanir frá hjúkrunarfræðingum sem störfuðu í Austurhlíðum um að erfitt væri að taka við vakt af stefnanda. Vörðuðu athugasemdirnar ruglingsleg skrif og skilaboð í lyfjabækur og Sögukerfið, mistök við lyfjagjafir og skort á innsýn í aðstæður, yfirsýn og faglega þekkin gu. N æsta dag , 9. september 2015 , var farið yfir efni bréfsins á fundi með stefnanda og skilaði hún athugasemdum sínum. Rúmu ári síðar eða 8. september 2016 hélt A , þáverandi forstöðumaður , fund að nýju með stefnanda þar sem farið var yfir nýleg atvik sem höfðu komið upp þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar hjá dvalarheimilinu höfðu haft samband við hana þar sem þau hefðu áhyggjur af takmarkaðri faglegri færni stefnanda. Bréf sem stefnanda var . Á fun dinum var farið yfir þessi atvik og skýrði stefnandi frá andmælum sínum við þeim og var ákveðið að hittast á ný 10. nóvember 2016. Hinn 12. október 2016 var s tefnandi boð uð bréflega til fundar hinn 1 9 . október 2016 . Í fundarboðinu kom fram að til rannsóknar vær u ætluð brot stefnanda í starfi, sem leitt gæt u til áminningar og að til skoðunar væri hvort hún hefði sýnt af sér vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi eða hafi ekki náð fullnægjandi árangri í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur, sbr. ákvæði 1 1.1.6.1 í kjarasamningi hjúkrunarfræðinga, en til skoðunar væru mörg mismunandi brot í starfi . Hinn 19. október 2016 var haldinn fundur. Samkvæmt fundargerð fundarins voru viðstaddir fundinn stefnandi og B sálfræðingur. Frá Öldrunarheimili Akureyrar (hér eftir ÖA) mættu A , D verkefnastjóri og E hjúkrunarforstjóri. A lagði á fundinum fram greinargerð þar sem gerð var grein fyrir þeim ætluðu ávirðingum sem til skoðunar væru, m.a. endurteknir erfiðleikar við að skilja og fara eftir fyrirmælum, mistök varðandi skráningu og mistök í lyfjatiltekt. Stefnanda var veittur frestur til andmæla fram að næsta fundi sem ákveðinn var 27. október 2016 , kl. 15:00. Hinn 21. október 2016 var ð stefnandi veik , sbr. læknisvottorð , dags. 1. nóv. 2016 , er lagt var fram á fundi 7. október 2016. Hinn 27. október 2016 skilaði stefnandi andmælum sínum. Þar kemur fram að ekkert vo íþyngjandi 3 aðgerða sem skrifleg áminning er. Á fundinum var ákveðið að boða til nýs fundar og leggja fram nýja greinargerð af hálfu ÖA og var fundur ákveðinn 3. nóvember 2016 , kl. 15:00. Honum var síðan frestað til 7. nóvember 2016 . Voru þá lögð fram fy lgiskj ö l I - III þar sem talin voru tilvik er stefnanda þóttu óásættanleg. F ylgiskjal I tilgreind i lyfjagjafir, fylgiskjal II varðaði skráning ar sjúkraskráa og fylgiskjal III tilgreind i atvik þar sem stefnandi fylgdi ekki verklagi og fyrirmælum . Stefnanda var veittur frestur til andmæl a og voru þau lögð fram 28. nóvember 2016. Hinn 16. desember 2016 var stefnandi boðuð með tölvupósti til fundar hinn 19. desember 2016 , kl. 13:00 , og var stefnanda á þeim fundi afhent áminningarbréf sem dagsett var 1 6. desember 2016 . Þar kemur fram að áminning sé veitt á grundvelli greinar 11.1.6.2 í gildandi kjarasamningi málsaðila. Þá sagði jafnframt að eftir að hafa farið yfir andmæli og gögn málsins að öðru leyti væri það niðurstaðan að stefnandi hefði ítrekað bro tið starf s skyldur s ínar og að ávirðingarnar lýsi sér í óvandvirkni, vankunnáttu í meðferð lyfja, skráningar í sjúkraskrá væru ekki í samræmi við 6. gr. laga nr. 55/2009 og að stefnandi færi ekki eftir fyrirmælum og fylgdi ekki verklagi á öldrunarheimilum s tefnda. Taldist sú háttsemi stefnanda varða við 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn (nú 1. og 3. mgr. 13. gr. l aganna , sbr. breytingalög nr. 50/2019 ) . Þá var stefnanda kynnt að með áminningarbréfinu væri verið að gefa henni tæki færi til að bæta ráð s itt með því að ráða bót á framangreindum ávirðingum, ella kynni henni að verða sagt upp störfum , sbr. 2. ml. 3. mgr. 11.1.6.2 gr. í gildandi kjarasamningi. Í kjölfarið óskaði stefnandi eftir rökstuðningi og er hann dags ettur 20. janúar 2017. Hinn 12. janúar 2017 óskaði stefnandi eftir að koma að nýju til starfa og var henni bent á að hafa samband við trúnaðarlækni og koma með starfshæfni s vottorð, sbr. ákvæði 12.3.1 í fyrrgreindum kjarasamningi . Þar sem stefnandi fór í starfsendur hæfingu kom ekki til þess að hún kæmi þá til starfa eða afhenti starfshæfni s vottorð. Hi nn 3. febrúar 2017 sendi stefnandi inn kvörtun um einelti til mannauðsstjóra Akureyrarbæjar, þar sem tilteknir voru nokkrir starfsmenn sem gerendur. Í kjölfarið var ste fnanda boðið að mæta til fundar með sálfræðingi og tveimur af ætluðum gerend um til að leysa úr tilteknum samskiptavanda, sem varðaði ummæli á samfélagsmiðli, sem stefnanda þáði . Niðurstaða úttektar á eineltiskvörtun var að ekki hafi verið um einelti að tef la og að þeir starfsmenn sem gert höfðu athugasemdir við starfshætti stendanda h e fðu gert það í samræmi við skyldur sínar sem heilbrigðisstarfsmenn . Í júní 2017 , þegar stefnandi var enn í veikindaleyfi og naut liðsinnis starfsendurhæfingar hjá Virk , óskað i hún eftir því að fá heimild frá Öldrunarheimilunum til að fara til hjúkrunarstarfa í Noreg i þann tíma sem starfsendurhæfing in væri í sumarfríi, það er frá 1. júlí til 6. ágúst 2017 . Erindi stefnanda var hafnað þar sem stefnandi nyti veikindaréttar og væri í starfsendurhæfingu til að ná upp starfshæfni. Hins vegar kvaðst vinnuveitandi stefnanda ekki standa því í vegi að stefnandi færi í annað starf og því hafi 4 stefnanda verið bent á a ð hún gæti sagt upp störfum og myndi þá fá greidd laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti. Í kjölfarið sagði stefnandi upp störfum . Stefnandi mun hafa notið launa í veikindarétti hjá stefnda til og með 30. júní 2017 og f engið greiddan þriggja mánaða uppsagna rfrest frá 1. júlí til 30. september 2017 . Stefnandi leitaði til Umboðsmann s Alþingis vegna áminningarinnar. Niðurstaða hans er frá 22. febrúar 2018, þess efnis að umboðsmaður sæi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við að stefnanda hafi verið veitt áminn ing í umrætt sinn, samkvæmt ákvæði 11.1.2.6.2 í fyrrgreindum kjarasamningi, enda yrði að hafa í huga að áminning væri hluti af stjórnunarúrræðum forstöðumanns og sé skilyrðum fullnægt til að beita því úrræði yrði að játa forstöðumanni eðlilegt svigrúm til að ákveða hvort áminningu verði beitt. Með hliðsjón af því lauk umboðsmaður athugun sinni á kvörtun stefnanda . Fyrir dómi gaf stefnandi aðilaskýrslu. Vitnaskýrslur gáfu sálfræðingarnir B og F , hjúkrunarfræðingarnir D , G og A , fv. f orstöðumaður , H öldruna rlæknir, M mannauðsstjóri, J framkvæmdastjóri, K sjúkraliði og L , sérhæf ð ur starfsmaður í umönnun aldr a ðra. II Krafa um að áminning dags. 16. desember 2016 verði felld úr gildi. Krafa stefnanda byggist á því að framkvæmdastjóri ÖA hafi ekki verið bær aðili til að veita stefnanda umrædda áminningu. Tel ji stefnandi að á þeim grundvelli einum beri að fella áminninguna úr gildi. Samkvæmt 1. mgr. gr. 11.1.6.2 í kjarasamning i SÍS og FÍH sk uli vinnuveitandi veita sta rf smanni skriflega áminningu og hefði stef nda, Akureyrarbæ , og þá formanni velferðarráðs borið að veita áminninguna, en ekki framkvæmdastjóra ÖA. Áminningin sé því ógild í eðli sínu. Ekki skilyrði fyrir áminningu samkvæmt gr. 11.1.6.2 í kjarasamning i . Stefnandi byggir einnig á því að andmæli hennar hafi að mestu leyti sýnt fram á að ávirðingarnar hafi verið tilefnislausar, órökstuddar, ósannaðar og sumar þeirra mætti einfaldlega flokka sem afleiðingar misskilnings, skort á leiðbeiningum af hálfu stefnda eða gagnrýni á aðferðir eða vinnulag eða samskiptavanda innan vinnustaðarins sem stefnandi tel ji hvorki falla undir framangreindar ávirðingar né brot gegn 1. og 3. mgr. 13. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012. Tel ji stefnandi því að skilyrð um gr. 11.1.6.2 í kjarasamning i SÍS og FÍH ha fi ekki verið uppfyllt. Í ákvæðinu k omi fram að vinnuveitandi skuli veita starfsmanni skriflega áminningu hafi hann sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, haf i ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, h afi verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því þyk i að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu. Stefnandi kveðst eftir bestu getu hafa skýrt 5 yfirmönnum sínum frá þeim aðstæð um sem hafi verið til staðar þegar ætluð brot á starfsreglum, vankunnátta hennar og óvandvirkni hafi átt að eiga sér stað , en stefnandi tel ji að lítið sem ekkert hafi verið tekið tillit til hennar skýringa. M egi hér nefna sem dæmi þrjár ávirðingar í henna r garð . Í fyrsta lagi m egi nefna það sem fram k omi í leiðbeiningasamtali , dags. 8. september 2016 , um að það hafi valdið , dags. 8. september 2016 , kom skýrt fram : líki eins og aðrir í vinnunni gera það. Ég gerði þetta af góðum hug í anda þess látna. Ég hef gengið frá mörgum líkum eftir það og engar kvartanir borist frekar hrós. vitnað í sama atvik og frá 8. sept. 201 geti með engu móti talist áminningarverð. Hér sé um að ræða bæði skort á leiðbeiningum af hálfu stefnda en einnig sé verið að halda uppi ávirðingu sem orðin er rúmlega árs gömul og hún hafi þegar mót mælt, þ.e.a.s. fyrst þegar hún kom fram hinn 8. september 2015. Þá tel ji stefnandi að frágangur hennar á líki geti ekki talist brot gegn 1. og 3. mgr. 13. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 , og hér sé um að ræða gagnrýni á aðferðir og vinnulag sem hafi mátt leysa með einföldu samtali við stefnanda, sem var raunar gert og komu ekki frekari athugasemdir fram um frágang á líki í kjölfar þess. Í öðru lagi m egi nefna það sem fram hafi komið í greinargerð ÖA sem lögð hafi verið fram á fundi 7. nóvemb er 2016, fylgiskjali I , þar sem fjallað sé um ávirðingu í garð var á 1 stk parkódín x3 í rúllu og átti að fá 1x3 í viðbót þannig að hún fengi parkódín 2x3. Búið var að taka til í box 1x3 en X bætti við svo í boxinu voru 2x3. Þar með var konan komin á Parkódín 3x3. Var lagað strax á mánudagsmorgun en konan fékk of stóran a, dags. 28. nóvember 2016 , sama atvik og A skráir 21/7 skv. bréfi 18. nóvember 2016. Ég hef ávallt sérstaklega gætt mín á því að gefa ekki of mikið af parasetamóli. Ég hef ávallt yfirfarið skráningu á lyfjapokanum og talið tbl. í honum. Ég hef tekið til í boxið en að öllum líkindum tekið Parkódín ji stefnandi ýmislegt athugavert við framangreindar ávirðingar. Í fyrsta lagi sé óljóst hvort um sé að ræða tvö atvik, annars vegar 21. júlí 2015 og hins vegar 27. júlí 2015. K omi það fram í andmælum stefn anda að henni sé þetta óljóst. Hafi þetta t.a.m. ekki verið leiðrétt eða skoðað frekar af hálfu stefnda. Í öðru lagi sé um að ræða ávirðingar sem átt hafi sér stað tæpu einu og hálfu ári áður og stefnandi hafi verið látin svara fyrir slíkar óskýrar ávirðin gar löngu eftir að þær hafi átt að eiga sér stað, það geti ekki samrýmst góðum stjórnsýsluháttum. Í þriðja lagi mótmælir stefnandi ávirðingunum sem ósönnum og tekur fram í andmælum sínum að líklegast hafi hún tekið parkódíntöflu úr lyfjapokanum og hent hen ni . Því hafi umræddur sjúklingur ekki fengið of stóran skammt þessa helgi. Þetta atriði og mörg önnur hafi ekki verið rannsökuð frekar af hálfu stefnda og telur stefnandi ljóst að ekki 6 hafi verið tækt að beita hana slíkum íþyngjandi viðurlögum sem áminning sé á þessum grunni. Í þriðja lagi megi nefna það sem fram hafi komið í leiðbeiningasamtali hinn 8. september 2016 að engin dagsetning sé i þekkja algeng lyf, t.d. Tadolan og Tramol, (sama lyfið) og f furix. Mér finnst ekkert óeðlilegt að þekkja ekki öll nöfn á samheita lyfjum. - og ekk ert hafi verið fram á fundi 7. nóvember 2016 í fylgiskjali I sé fjallað um atvik sem hafi átt að eiga sér stað í september 2016, ekki sé að finna nánari tilgreinda dagsetningu. Segir orðré ekki þekkja algeng eftirritunarskyld lyf, t.d. Tradolan og Tramol. Skráði þetta í sitthvora ld lyf. Aftur kemur þarna fram rangtúlkun á kunnáttu og hæfni sem hjúkrunarfræðingur. Mér einfaldlega yfirsást eiturbókin sem var í notkun. Ég vildi samt skrá lyfið og tók því nýja til þess að talning á því lyfi væri rétt. Ég er mjög varkár með skráningu e framangreindu m egi sjá að ávirðing um að hún þekki ekki algeng eftirritunarskyld lyf sé mótmælt harðlega af hálfu stefnanda en ekkert hafi verið rannsakað frekar hvort hin ætlaða vankunnátta stefnanda hafi átt við rök að styðj ast. Þá mótmælir stefnandi einnig þeirri ávirðingu að hún hafi skráð sama lyfið í sitthvora eiturbókina heldur hafi henni yfirsést eiturbókin sem í notkun hafi verið og því tekið nýja og skráð lyfið þar svo að talning væri rétt. Telur stefnandi ljóst a f fr amangreindu að þessar ávirðingar í hennar garð hafi ekki átt við rök að styðjast, þær séu óljósar enda ekki nánar tilgreind dagsetning á því hvenær ætluð mistök hafi átt að eiga sér stað. Stefnandi tekur fram að það hljóti að teljast alvarlegt þegar yfirme nn gera athugasemdir við störf starfsmanns sem eiga svo ekki við rök að styðjast og séu enn fremur ekki rannsökuð til hl í tar þegar mótmæli starfsmanns koma fram. B jóði það upp á geðþóttaákvarðanir af hálfu yfirmanna . Framangreindar ávirðingar séu eingöngu brotabrot af þeim ávirðingum sem gerðar hafi verið í garð stefnanda. Í þeim bréfum og greinargerðum , sem stefnanda hafi verið afhent á fundum með stefnda, sé að finna fjöldan n allan af ávirðingum í garð stefnanda, margar hverjar frá árinu 2015 se m þegar hafi verið ræddar við stefnanda og enn haldið á lofti til loka árs 2016. Sé athugasemdum stefnda skipt upp í athugasemdir við lyfjagjafir, athugasemdir varðandi skráningu í sjúkraskrárkerfi og athugasemdir við að starfsmaður fylgi ekki verklagi eða fyrirmælum. Telur stefnandi ávirðingar stefnda í hennar garð vera haldlausar, óskýrar, ósanngjarnar og órökstuddar með öllu. Þá séu þær enn fremur meiðandi í garð stefnanda og hafi verulega haft áhrif á andlega líðan hennar enda hafi hún upplifað sem ekke rt hafi verið tekið mark á andmælum hennar við málsmeðferðina hjá stefnda. Telur stefnandi því af og frá að skilyrði fyrir áminningu hafi 7 verið uppfyllt, sbr. gr. 11.1.6.2 í kjarasamning i SÍS OG FÍH , né hafi verið um að ræða brot gegn 1. og 3. mgr. 13. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012. B rot gegn stjórnsýslulögum Í fyrsta lagi byggir stefnandi á því að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga þar sem yfirmenn stefnanda hafi ekki litið til andmæla og skýringa stefnanda á þeim atvikum sem um ræddi. Þá hafi ekki verið leitað eftir öðrum vitnum eða staðfestingum fyrir þeim ávirðingum sem á stefnanda voru bornar. Tel ji stefnandi að ef stefndi hefði leitað eftir frekari upplýsingum hjá starfsfólki ÖA og leitað vitna til umsagnar um ávirðingarnar hefði komið í ljós að ekki væri fótur fyrir ásökunum í garð stefnanda. Í fundargerð , dags. 7. nóvember 2016 , k omi fram að stefnandi hafi sýnt vanrækslu í s tarfi sem varði vankunnáttu í meðferð lyfja, óvandvirkni í skráningu upplýsinga og að fylgja ekki verklagi og fyrirmælum . Hvað varðar ávirðingar í garð stefnanda um vankunnáttu í meðferð lyfja hafnaði stefnandi því alfarið í andmælum sínum , dags. 28. nóvem ber 2016 . Líkt og fram hafi komið í andmælum stefnanda hafi fjórtán atriði verið nefnd og hafi átta þeirra verið frá árinu 2015, þrjú þeirra frá vori 2016 og þrjú frá september 2016. Stefnandi tel ji það ekki samrýmast rannsóknarreglu stjórnsýslulaga að byg gja ákvörðun um veitingu áminningar á atriðum sem hafi verið löngu um liðin þegar til töku ákvörðunar kom. Stefnandi hafi ekki formlega fengið að verjast ávirðingum í sinn garð um leið og framangreind atvik haf i átt sér stað, heldur töluvert löngu eftir á. Þar að auki hafi stefnandi fært fram skýringar og rök fyrir því að fæst þessara fjórtán atriða hafi átt við rök að styðjast . Stefnandi vísar t.d. til þess er fram kemur í 5. lið á fylgiskjali I með fundargerðinni frá 7. nóvember 2016 , en þar kemur orðrétt fram: Í andmælum stefnanda frá 28. nóvember 2016, við þessari ávirðingu kemur orðrétt fram: oxycontin eftir að búið er að hætta lyfjagjöf. Ég hef ávallt gætt mín vel á eftirritunarskyldum lyfjum og fengið hrós fyrir það. Það er langt um liði ð og skrítið að Stefnandi telur f ramangreint dæmi eingöngu eitt af fjöldamörgum sem sýni að skýrt hafi verið brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga við meðferð málsins. Stefnanda sé gefið að sök að hafa gefið sjúklingi lyf gegn fyrirmælum læknis. Hefur stefnandi neitað því í andmælum sínum og jafnframt ben t á að hún kannist alls ekki við að hafa gefið slíkt lyf eftir að lyfjagjöf hafi verið hætt og vekur enn fremur athygli á því að langt sé um liðið og að þessi ætluðu mistök hafi aldrei verið nefnd við hana áður. Tel ji stefnandi það s kýrlega benda til þess að hvorki hafi rannsókn átt sér stað né að tekið hafi verið tillit til andmæla stefnanda 8 þar sem framangreind ávirðing var m.a. grundvöllur áminningar sem henni hafi verið veitt. Þá bendir stefnandi á að það geti ekki samrýmst stjórn sýslulögum að byggja íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun á atviki sem eigi að hafa átt sér stað einu ári og fimm mánuðum áður. Enn fremur þegar stefnanda hafði aldrei á þessu langa tímabili, sem leið frá hinu ætlaða atviki, verið bent á ætlaða háttsemi, henni v eitt tækifæri á að tjá sig um hana eða henni leiðbeint um úrbætur. Í öðru lagi telur stefnandi að ekki hafi verið gætt meðalhófs í samræmi við 12. gr. stjórnsýslulaga við töku ákvörðunar um að veita stefnanda áminningu. Stefnandi telur að það hafi átt að veita henni frest til að bæta ráð sitt líkt og veita átti henni samkvæmt leiðbeiningasamtali hinn 8. september 2016, en samkvæmt því samtali hafi verið farið fram á úrbætur og ákveðið að hittast aftur 10. nóvember 2016 . Hins vegar hafi yfirmenn hjá ÖA ekki staðið við þann frest og h afið þess í stað formlegt áminningarferli áður en frestur var liðinn. Samkvæmt því sem fram k omi á heimasíðu stefnda um leiðbeinandi samtöl sé boðað til slíks samtals í þeim tilgangi að leiðbeina starfsmanni u m starfshætti og vinnubrögð sem h afi þurft að veita leiðsögn um og gera athugasemdir við. K omi þar fram að markmið samtalsins sé að yfirfara þá þætti sem þarfnist úrbóta, yfirfara úrbótaáætlun og setja fram áætlun um eftirfylgni . Miðað við þessa lýsingu á leiðbeinandi samtali sé ljóst að stefnandi hafi ekki getað séð fyrir þær róttæku umbreytingar sem átt hafi sér stað tæpum mánuði síðar þegar hún hafi verið boðuð á fund vegna fyrirhugaðrar áminningar. Tel ji stefnandi að ekki hafi verið gæt t meðalhófs við töku ákvörðunar og tel ji framangreint sýna að yfirmenn hennar hafi fari ð offari við töku ákvörðunar um að veita henni áminningu og enn fremur sýna fram á að þegar framangreindur frestur var veittur hafi yfirmenn stefnanda þá þegar verið sta ðráðnir í að veita henni áminningu þótt hún hafi á þessum tímapunkti ekki verið búin að fá tækifæri til að tjá sig um ávirðingarnar. Byggir stefnandi einnig á því að henni hafi verið afhent aðvörunarbréf í september 2015 en í september 2016 hafi eingöngu v erið um að ræða leiðbeiningasamtal. Telur stefnandi að hún hafi ekki getað gert sér grein fyrir þeim aðgerðum sem ættu eftir að eiga sér stað á þessum tímapunkti, sér í lagi þar sem henni hafði verið veittur frestur til 10. nóvember 2016. Stefnandi byggir á því að þau atriði sem nefnd séu í aðvörun hinn 8. september 2015 geti ekki legið til grundvallar mögulegri áminningu, þar sem svo langur tími sé liðinn og þau atriði ekki í tímalegum tengslum við þá áminningu sem henni var veitt. Í þriðja lagi byggir st efnandi á því að brotið hafi verið gegn andmælarétti stefnanda samkvæmt 13. gr. s tjórnsýslulaga . Tel ji stefnandi að þótt henni hafi formlega verið veitt tækifæri til að koma að sínum skýringum og andmælum hafi í engu verið litið til þeirra við töku ákvörðu nar um að veita henni áminningu . 9 Tel ji stefnandi að þrátt fyrir að henni hafi verið gefinn kostur á að tjá sig um ávirðingarnar hafi sá andmælaréttur eingöngu verið til málamynda og að yfirmenn hennar hafi þegar verið búnir að mynda sér skoðun fyrir fram u m að henni skyldi veitt áminning. Því hafi í reynd ekki verið gætt að andmælarétti hennar. Ligg i ljóst fyrir að veiting andmælaréttar sn úi ekki eingöngu að því að hann sé veittur formlega heldur einnig að litið sé til skýringa og andmæla aðilans og tekið s é mið af þeim við töku ákvörðunarinnar. Stefnandi byggir á því að vinnuveitand a beri að gæta að réttindum þess sem kvörtun beinist að og gæta þess að þeim sem íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun kunni að beinast að sé gefinn raunverulegur kostur á að verjast slíkri ákvörðun og gæta réttar síns. Þá sé einnig vísað til 3. mgr. gr. 11.1.6.2 í kjarasamning i þar sem fram k omi að áminning skuli vera skrifleg og í henn i skuli tilgreina tilefni hennar og þá afleiðingu að bæti starfsmaður ekki ráð sitt verði honum sagt upp. Beri að veita starfsmanni tíma og tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en gripið sé til uppsagnar. Tel ji stefnandi að henni hafi í raun verið óklei ft að verjast ávirðingum sem á hana hafi verið bornar og þ.a.l. að neyta andmælaréttar síns enda hafi ávirðingarnar margar hverjar verið verulega óskýrar, sumar ódagsettar, langur tími liðinn frá atvikum eða ekki greint frá hvaða sjúklingur hafi átt í hlut . Tilefni ábendingar þ urfi að vera skýrlega greint og þurfa atvik einnig að liggja ljós fyrir þannig að starfsmaðurinn sem undir slíkum ávirðingum situr geri sér grein fyrir þeim og ekki sé lagt á hann að reyna að fylla upp í eyðurnar með getgátum líkt og sjá má af andmælum stefnanda frá 28. nóvember 2016. Það hafi því verið verulega örðugt fyrir stefnanda að verjast ávirðingum þótt hún hafi gert tilraun til þess með andmælum sínum , dags. 28. nóvember 2016. Stefnandi byggir á því að markmið andmælaréttarin s sé ekki eingöngu að tryggja rétt aðila til að gæta hagsmuna sinna heldur einnig að stuðla að því að mál séu nægjanlega upplýst áður en tekin sé ákvörðun . Fel i það í sér að stjórnvaldinu ber i að fara yfir framkomin andmæli aðila og taka afstöðu til þeirra áður en tekin sé ákvörðun um að veita áminninguna. Tengist andmælarétturinn því mjög náið rannsóknarreglu 10. gr. ssl. og ef andmælaréttarins sé ekki gætt leiði það til annmarka á rannsóknarskyldu stjórnvaldsins. Telur stefnandi að ekki hafi verið tekin a fstaða til andmæla hans, hvorki í áminningarbréfi frá 28. nóvember 2016 né í bréfi með rökstuðningi , dags. 20. janúar 2017 . Í fjórða lagi telur stefnandi að í ákvörðun um að veita stefnanda áminningu hafi ekki verið gætt að leiðbeiningaskyldu samkvæmt 7. g r. ssl. Samkvæmt 2. tl. 2. mgr. 20. gr. skal veita leiðbeiningar um kæruheimild, þegar hún er fyrir hendi, kærufresti og kærugjöld, svo og hvert beina skuli kæru. Í niðurlagi ákvörðunar um áminningu stefnanda frá 16. desember 2016 hafi 10 ranglega verið vakin athygli á kæruheimild til innanríkisráðuneytisins og vísað til 26. og 27. gr. ssl. Líkt og að framan er rakið leitaði stefnandi til innanríkisráðuneytisins með kæru á ákvörðuninni hinn 19. mars 2017 . Í svari innanríkisráðuneytisins, dags. 20. mars 2017 , k om fram að hinn 1. janúar 2012, rúmlega fimm árum áður, hafi ný sveitarstjórnarlög tekið gildi og samkvæmt þeim hafi orðið sú breyting að ráðuneytið hafi ekki lengur eftirlit með ákvörðunum sveitarfélaga í starfsmannamálum, þó með þeirri undantekningu að sta rfsmenn sveitarfélaga geti kært ákvarðanir sveitarfélags um uppsögn, enda eigi hún rót að rekja í ástæðum sem varði framgöngu hans í starfi eða utan þess . Stefnandi hafði lagt út í kostnað við að kæra ákvörðunina til ráðuneytisins en síðar hafi komið í ljó s að sú kæruheimild hafi ekki lengur verið til staðar. Telur stefnandi þennan annmarka á ákvörðun ÖA vera til marks um þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við töku ákvörðunar um að veita stefnanda áminningu, þ.e.a.s. óvandvirkni og vankunnáttu þeirra. Byggir stefnandi enn fremur á því að henni hafi ekki verið leiðbeint um það hvernig hún ætti að bera sig að hvað varðar einelti á vinnustaðnum þrátt fyrir að hún hafi vakið athygli á eineltinu í andmælum sínum til ÖA hinn 28. nóvember 2016 . Hafi því farið svo að hún hafi ekki tilkynnt um eineltið fyrr en eftir töku ákvörðunarinnar um áminningu . Stefnandi byggir á því að yfirmenn hjá Ö A hafi með framangreindri háttsemi brotið gegn 7. gr. ssl. Í fimmta lagi telur stefnandi að rökstuðningur sá er hún hafi fengið í he ndur hinn 20. janúar 2017 hafi ekki uppfyllt skilyrði 22. gr. ssl. um efni rökstuðnings. Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 22. gr. ssl. skal í rökstuðningi greina frá þeim meginsjónarmiðum sem ráðandi voru við matið, að því marki sem ákvörðun byggist á mati. Í 2. mgr. 22. gr. ssl. k omi enn fremur fram að þar sem ástæða sé til skuli í rökstuðningi einnig rekja í stuttu máli upplýsingar um þau málsatvik sem hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins. Um rök fyrir veitingu áminningarinnar samkvæmt bréfi , da gs . 20 . janúar 2017 , Þ ar sem ekki varð veruleg breyting á vinnubrögðum X var tekið til athugunar hvort að rétt væri að áminna X og varð niðurstaðan sú að hún var áminnt 19. desember sl. Áður en ákvörðunin var tekin voru haldnir fundir með X og henni afhe nt samantekt á atvikum sem komið höfðu upp í starfi hennar og voru þess eðlis að ekki verður við unað. Vísað er til þessara gagna. Stefnandi telji að framangreindur rökstuðningur uppfylli í engu kröfur 22. gr. stjórnsýslulaga um efni rökstuðnings. Ekki s é nánar tilgreint hvaða atvik eða háttsemi hafi verið grundvöllur áminningarinnar. Þá sé í engu vísað til andmæla stefnanda sem stefnandi tel ji benda eindregið til þess að engin afstaða hafi verið 11 tekin til andmæla hennar við töku ákvörðunarinnar. Í raun o g veru hafi eftirfarandi rökstuðningur ákvörðunarinnar litlu sem engu bætt við það sem fram kom í ákvörðuninni sjálfri frá 16. desember 2016. Hafi í síðasta lagi á þeim tímapunkti átt að koma fram skýrar og greinargóðar upplýsingar um hvaða atriði eða hátt semi hennar hafi ráðið úrslitum um að henni væri veitt áminning auk þess sem taka hefði átt afstöðu til andmæla hennar. Þá byggir stefnandi enn fremur á því að hún hafi ekki fengið raunverulegt færi á að bæta ráð sitt áður en til áminningar kom. Líkt og rakið hefur verið leið heilt ár frá því að henni var afhent aðvörunarbréf , dags. 8. september 2015 , þar til hún var boðuð til leiðbeiningasamtals hinn 8. september 2016. Stefnandi bendir á að aðvörunarbréfið hafi þó ekki falið í sér neinar yfirlýsingar um fyrirhugaðar ákvarðanir eða afleiðingar þess ef ekki verði bætt úr þeim atvikum sem þar sé bent á. Enn fremur hafi leiðbeiningasamtalið 8. september 2016 eingöngu falið í sér samtal milli stefnanda og yfirmanns hennar um þau atvik sem valdið hafi áhyggjum. Athugasemdir þær sem fram hafi komið í leiðbeiningasamtali stefnanda og A hafi að miklu leyti snúist um nákvæmlega sömu atvik og rætt hafði verið um í aðvörunarbréfi hinn 8. september 2015 þótt fleiri athugasemdir hafi einnig verið t í ndar til. Stefnanda hafi svo verið veittur frestur til andmæla og til að bæta úr til 10. nóvember 2016 og hafi þá átt að hittast að nýju. Hins vegar hafi ekki verið staðið við þann frest heldur hafi stefnandi verið boðuð á ný til fundar við yfirmenn ÖA hinn 12. október 2019 o g fram hafi komið í fundarboði að til rannsóknar væru meint brot í starfi. Hafi stefnanda hvorki verið skýrt frá ástæðum þess að fallið hafi verið frá fyrrgreindum fresti sem henni hafði verið veittur, né að á þessu tímabili, frá 8. september til 12. októb er , hafi frekari athugasemdir verið gerðar við störf hennar sem hafi verið tilefni þess að fallið var fr á frestinum. Tel ji stefnandi einsýnt að á þessu tímabili hafi yfirmenn hennar tekið ákvörðun um að henni skyldi veitt áminning. Hafi stefnandi því aldre i fengið raunverulegt færi á að bregðast við ávirðingum í sinn garð frá 8. september 2016 og bæta ráð sitt, enda hafi verið fallið frá þeim fresti sem henni hafði þegar verið veittur og málið fært í formlegt áminningarferli. Stefnandi tel ji að ástæður þess hafi verið þær að á þessum tíma hafi yfirmenn hennar þegar ákveðið að veita henni áminningu og sé það til marks um að litlu skipti hvort stefnandi hefði þegar eða myndi bæta ráð sitt eður ei. Hvað varðar umrætt leiðbeiningasamtal hinn 8. september 2016 þá komi fram á heimasíðu stefnda að leiðbeinandi samtöl séu að öllu jöfnu milli starfsmanns og næsta yfirmanns. Boðað sé til samtalsins í þeim tilgangi að leiðbeina starfsmanni um starfshætti og vinnubrögð sem h afi þurft, eða þurfi , að 12 veita leiðsögn um og gera athugasemdir við. Markmið samtalsins sé að yfirfara þá þætti sem þarfnist úrbóta, yfirfara úrbótaáætlun og setja fram áætlun um eftirfylgni. Stefnandi bendir á að í fundargerð leiðbeiningas amtalsins sé ekki að finna neinar leiðbeiningar af hálfu forstöðumannsins til stefnanda, eingöngu séu þar tilgreind nokkur dæmi sem valdið hafa henni og öðrum yfirmönnum hjá ÖA áhyggjum. Þá hafi hvorki verið gerð sérstök úrbótaáætlun eða sérstök áætlun um eftirfylgni þótt ákveðið hafi verið að hittast á ný hinn 10. nóvember 2016, sem líkt og áður greinir hafi verið fallið frá . Stefnandi bendir á að yfirlýst markmið og tilgangur slíkra samtala sé að veita starfsmanni leiðbeiningar og fara yfir þá þætti sem þ arfnist úrbóta, auk þess að ákveða sérstaka úrbótaáætlun og eftirfylgni. Stefnandi gat ekki séð fyrir að tæpum mánuði síðar yrði hafið formlegt áminningarferli vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafi verið á fundinum 8. september 2016. Telur stefnandi að vinnubrögð yfirmanna hjá ÖA hafi ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti hvað þetta varðar. Auk alls framangreinds byggir stefnandi á því að það samrýmist ekki stjórnsýslulögum, rannsóknarskyldu, meðalhófi eða andmælarétti að stefnandi hafi átt að gera grein fyrir og skýra ætlaða háttsemi sína vegna atvika sem áttu sér stað ríflega ári fyrr. Af þessum sökum hafi stefnandi átt örðugt með að verjast ávirðingum þeim er leiddu til áminningar hennar enda langur tími liðinn frá hinum meintu brotum í st arfi. Áminningin sem veitt var hinn 16. desember 2016 hafi ekki verið í tímalegum tengslum við þau atvik sem lágu til grundvallar áminningunni, enda flest orðin meira en ársgömul og önnur atriði orðin nokkurra mánaða. Stefnandi telur að yfirmenn hjá ÖA ha fi farið offari við ákvörðun sína um að veita stefnanda áminningu og málsmeðferðin hafi ekki samrýmst málsmeðferðarreglu m stjórnsýslulaga og einkennst af óvild í garð stefnanda. Einelti og samskiptavandi á vinnustaðnum Stefnandi byggir á því að yfirmenn hennar hafi lagt hana í einelti á vinnustaðnum sem hafi leitt til að þess að hún hrökklaðist úr starfi. Þeir hafi ítrekað gert athugasemdir við störf hennar og túlkað háttsemi hennar á versta veg. Auk þessa hafði stefnandi fengið vitneskju um samt al tveggja starfsmanna hjá ÖA á F acebook sem hafi falið í sér ólíðandi orðalag um stefnanda og baktal. Samkvæmt ákvæði gr. 6.1.1 í kjarasamningi S ambands íslenskra sveitarfélaga og F élags íslenskra hjúkrunarfræðinga , sem gilda um störf stefnanda , skulu allir félagsmenn njóta réttinda samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðum settum á grundvelli laganna. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laganna skal haga og framkvæma 13 vinnu þannig að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta og mælir 2. mgr. 37. gr. laganna fyrir um að einnig skuli fylgja viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Samkvæmt reglu gerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1009/2015 , er í b - lið 3. gr. hugtakið einelti skýrt sem síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni v erður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna falli ekki þar undir. Telur stefnandi að háttsemi yfirmanna ÖA í garð hennar hafi einkennst a f því að gera í sífellu lítið úr henni og kunnáttu hennar og hafi sú háttsemi verið til þess fallin að valda vanlíðan hjá henni. Hafi henni ekki verið gefið færi á því að skýra frá sinni afstöðu til ávirðinga fyrr en löngu eftir að ætluð atvik sem urðu tilefni ávirðinga e iga að hafa átt sér stað. Gef i því auga leið að hún hafi átt örðugara með að verjast ásökunum um brot í starfi rúmu ári eftir að þau áttu að hafa átt sér stað. Telur stefnandi að yfirmenn á Öldrunarheimilinu hafi vísvitandi reynt að t í na til athugasemdir t il þess að gera lítið úr stefnanda og reynt að túlka öll atvik á versta veg. Stefnandi byggir á því að málsmeðferð ÖA , sem hafi lokið með því að stefnanda var veitt áminning , hafi verið ólögmæt og meiðandi í hennar garð . Framferði yfirmanna stefnanda hafi verið til þess fall ið að vega að starfsheiðri hennar og gera henni ómögulegt að sinna starfi sínu. Í málsmeðferðinni hafi falist einelti í skilningi b - liðar 3. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 gagnvart stefnanda. Byggir stefnandi einnig á því að stefnd i hafi gerst brotleg ur gegn 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar þar sem yfirmenn hennar hafi lagt hana í einelti og einnig gegn 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar með því að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við og alls ekki með fullnægjandi hætti þegar hún vakti athy gli á einelti í andmælum sínum . Tilkynnti stefnandi um eineltið sem hún hafði orðið fyrir með tilkynningu til mannauðsstjóra Akureyrarbæjar hinn 3. febrúar 2017 . Á stæð a þess að stefnandi tilkynnti eineltið ekki fyrr var að henni var ekki ljóst hvernig hún ætti að bera sig að , enda hafði hún setið undir miklu einelti af hálfu yfirmanna á vinnustaðnum og henni hafði ekki verið leiðbeint af þeirra hálfu um hvert hún gæti leitað, þrátt fyrir að hún hafi vakið athygli á eineltinu í framangreindum andmælum sínum til ÖA hinn 28. nóvember 2016. Stefnandi byggir á því að ákvarðanir sem teknar hafi verið af yfirmönnum hjá ÖA um réttind i og skyldur stefnanda hafi verið ólögmætar , ómálefnalega r og ógildar lögum samkvæmt. Starfsmenn stefnda , sem hann beri 14 vinnuveitendaábyrgð á , hafi þannig valdið stefnanda tjóni með því að gera henni óbærilegt að gegna starfi sínu og flæm a hana frá störfum án þess að gæta að réttindum hennar. Hún eigi því rétt á miskabótum úr hendi stefndu. 15 III Bær aðili til að veita áminningu Stefndi, Akureyrarbær , r ak Öldrunarheimilið Hlíð með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Stefnandi var ráðinn á Öldrunarheimilin og samkvæmt almennum vinnustjórnarreglum og reglum stefnda um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ var næsti yfi rmaður stefnanda forstöðumaður þeirra r deildar sem stefnandi var ráðinn til. Málefni öldrunarheimilanna heyra undir velferðarráð, en kjörnir fulltrúar og nefndarmenn hlutast aðeins til um framkvæmd stefnu með samþykktum í bæjarstjórn og á nefndarfundum en hafa sem einstaklingar ekki boðvald yfir starfsmönnum bæjarins . Bær aðili til að veita stefnanda áminningu var því forstöðumaður og framkvæmdastjóri í forföllum hans. Grundvöllur áminningar Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fer um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga. Í réttindakafla fyrrgreinds kjarasamnings er ákvæði um áminningu í grein 11.1.6.2, þar sem segir að ef starfsmaður hafi sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, h afi ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, h afi verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða a t hafnir í því hafi að öðru l eyti þótt ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu sk uli vinnuveitandi veita honum skriflega áminningu. Þá sé í 1. og 3. mgr. 13. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 að finna þær vammleysiskröfur sem gerðar séu til hjúkrunarfræðinga í s tarfi, þar sem segir að heilbrigðisstarfsmaður sk uli sýna sjúklingi virðingu og sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku og í samræmi við faglegar kröfur sem gerðar séu á hverjum tíma. Þá ber i heilbrigðisstarfsmanni að þekkja skyldur sínar og siðareglu r, viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni, tileinka sér nýjungar er varða starfið og kynna sér lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. Ákvæði kjarasamnings fel i í sér matskenndan mælikvarða á framkomu , framgöngu og athafnir starfsmanns í starfi, meðal annars hvað tel ji st til vankunnáttu og óvandvirkni, að hafa ekki náð fullnægjandi árangri í starfi eða að fylgja ekki löglegum fyrirmælum yfirmanna. Í tilviki stefnanda hafi ekki verið um eitt einstakt atvik að tefla sem hafi leitt til þess að stefnanda hafi verið veitt áminning, heldur áframhaldandi röð atvika sem bentu til þess að stefnandi hafi ekki valdið starfinu og hafi ekki getað uppfyllt starfsskyldur sínar samkvæmt starfslýsingu hjúkrunarfr æ ðinga. Þau atvik sem hafi verið grundvöllur ávirðinga á hendur stefnanda séu tekin saman í greinargerð , merkt fylgiskjal I , sem 16 varðaði lyfjagjafir, fylgiskjal II , sem varðaði skráningu í sjúkraskrá , og fylgiskjal III , sem varðaði það að stefnandi fylgdi ekki verklagi og fyrirmælum. Í fylgiskjali I séu talin upp 13 atvik sem varða vankunnáttu í meðferð lyfjagjafa, s.s. röng lyfjaskömmtun, röng skammtaskráning lyfjagjafa, vanþekking á algengum tegundum lyfja, lyfjagjöf á n fyrirmæla lækna, ekki farið eftir vinnureglum við lyfjatiltekt, rangar upplýsingar skráðar um lyf eða skortur á upplýsingum og umritanir sem gefnar voru eftir á auk þess sem nefnd eru níu önnur atvik sem varða störf hjúkrunarfræðinga sem töldust ámælisve rð. Í fylgiskjali II eru talin upp atvik sem varða óvandvirkni í skráningu, sem hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 þar sem segir að færa sk uli með skipulegum hætti þau atriði sem nauðsynleg séu vegna meðferðar sjúklings. Þ annig þurfti að ógilda ýmsar atvikaskráningar stefnanda sem höfðu ekki með meðferð sjúklings að gera. Í fylgiskjali III eru nefnd níu atvik þar sem stefnandi fylgdi ekki verklagi og fór ekki eftir fyrirmælum yfirmanns, fór gegn fyrirmælum, misskildi fyrirm æli eða verklag var verulega ábótavant. Það hafi aðallega verið þrír alvarlegir atburðir sem hafi orðið til þess að ákveðið var að fara í áminningarferli haustið 2016, þegar nýbúið var að taka stefnanda í leiðbeiningasamtal : Í fyrsta lagi hafi stefnandi e kki farið eftir fyrirmælum 14. september 2016. Atvik voru með þeim hætti að hjúkrunarfræðingur á kvöldvakt biður stefnanda að taka ekki til lyf, sem stefnandi var byrjuð að gera, en var ekki í hennar verkahring. Það kom síðan í ljós að stefnandi fór ekki a ð fyrirmælum og tók til lyfin, sem hefði getað leitt til þess að sjúklingur fengi tvöfaldan skammt, ef hjúkrunarfræðingur hefði ekki grennslast fyrir um málið hjá næturvakt, sbr. fylgiskjal I. Í öðru lagi átti sér stað atvik 24. september 2016, þegar stef nandi gleym di að gefa sykursýkissjúklingi í skammtímadvöl insúlínsprautu, sem henni bar að gera, sbr. fylgiskjal I. Í þriðja lagi sé vísað til atviks 25. september 2016, þar sem stefnandi hafi verið kölluð til íbúa sem hafði dottið. Stefnandi hafi hringt í vakthafandi lækni sem hafi gefið henni fyrirmæli um hvað skyldi gera til morguns, en um morguninn hafi komið í ljós að um opið beinbrot var að ræða og hafi læknir inn orðið afar ósáttur að hafa ekki fengið réttar upplýsingar. Daginn eftir hafi stefnandi skráð upplýsingar í Sögukerfi og breyt t tímasetningu og skráningu, til að það samræmdist betur því sem hún hélt fram í málinu, sem stangast hafi á við það sem læknir sagði. Daginn eftir hafi komið fram að stefnandi hafði gefið þessum sjúklingi tiltekið ver kjalyf sem hafi sérstaklega verið merkt í rafrænum gögnum um sjúkling að hann væri með ofnæmi fyrir, sbr. fylgiskjal I. 17 Hér athugast að þegar þessir atburðir áttu sér stað hafi stefnandi verið nýbúin að vera í leiðbeiningasamtali þar sem m.a. hafi verið b rýnt fyrir henni að að afla sér upplýsinga um m.a. verklag og lesa sér til ef stefnandi þekkti ekki lyf. Grundvöllur áminningar hafi því verið áframhaldandi viðvarandi vandi , s amanber tilgreind atvik, sem búið hafi verið að reyna að bregðast við með aðvörun og leiðbeinandi samtali, án árangurs. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja stefnanda til að breyta verk - og vinnulagi og endurtekna fundi milli stefnanda og forstöðumanns , þar sem re ynt hafi verið að veita stefnanda stuðning og aðhald til að bæta störf sín, virtist sem hæfni stefnanda eða innsæi í verkefn i hjúkrunarfræðings væri áfram ábótavant og að stefnandi næði ekki að breyt a vinnubrögðum sínum eins og áskilið var og hún vildi. Þe gar svo háttaði til var það mat forstöðumanns og framkvæmdastjóra öldrunarheimilanna að grein 11.1.6.2 í fyrrgreindum kjarasamningi heimilaði að farið yrði í áminningarferli sem leiddi til þess að stefnanda var veitt áminning. Eins og fyrr segir fel a ákvæ ði kjarasamnings um áminningu í sér matskenndan mælikvarða. Áminning sé hluti af stjórnunarúrræðum forstöðumanns og þar sem forstöðumaður taldi að skilyrði væru uppfyllt til að veita áminningu verð i að játa forstöðumanni eðlilegt svigrúm til að ákveða hvor t áminningu sé beitt, eins og umboðsmaður Alþingis kemst að orði í niðurlagi álits síns . Stefnandi h afi ekki hnekkt því mati eða sýnt fram á að mat stefnda hafi ekki verið málefnalegt eða forsvaranlegt og því get i áminning ekki verið grundvöllur miska . Málsmeðferð í áminningarferli og við veitingu áminningar Í grein 11.1.6.2 í fyrrnefnum kjarasamningi segir að vinnuveitandi sk uli gefa starfsmanni kost á að tjá sig um meintar ávirðingar áður en ákvörðun um áminningu er tekin. Þá segir að áminning skuli ve ra skrifleg og að í áminningu skuli tilgreina tilefni hennar og þá afleiðingu að bæti starfsmaður ekki ráð sitt verði honum sagt upp. Ber að veita starfsmanni tíma og tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en gripið er til uppsagnar. Málsmeðferð stefnda í áminningarferli og við veitingu áminningar hafi verið til skoðunar hjá u mboðsmanni Alþingis , sbr. álit 9534/2017, en athafnir, ákvarðanir og úrlausnir stjórnvalda og málsmeðferð þeirra og framkoma við starfsmenn heyrir undir umboðsmann. Þannig gætti umbo ðsmaður sérstaklega að því hvort stefndi hafi brotið málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum rannsóknarreglu 10. gr. laganna, við meðferð máls. Umboðsmaður leit m.a. til andmæla stefnanda vegna þeirrar staðhæfingar stefn an da að atvik hafi e kki verið sannreynd eða að of langur tími hafi liðið frá atviki þar til gerð var athugasemd. Af andmælum stefnanda dró umboðsmaður þá ályktun að a.m.k. hluti þeirra atvika sem nefnd hafi verið hafi varðað ólíka sýn stefnanda á atvikin og hvort þau feli í s ér brot á starfsskyldum stefnanda frekar en að deilt hafi verið 18 um málsatvik sem slík. Hvað tímanleg tengsl varðar bendir stefndi á að áminning hafi grundvallast á röð atvika, yfir nokkurn tíma, sem reynt hafi verið að ráða bót á með ábendingum og leiðbein ingum, sem gáfu stefnda þá sýn að lokum að stefnandi hafi ekki valdið starfinu og hafi ekki getað uppfyllt starfsskyldur sínar. Til að geta sýnt fram á það var nauðsylegt að sýna fram á þá röð atvika sem átt höfðu sér stað í starfi stefnanda , sbr. fylgiskj öl I - III . Til áréttingar bendir stefndi þó á að öll atvik voru rannsökuð í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga og þau atvik sem lágu ekki fyrir skriflega, s.s. við lyfjaskráningu eða skráningu í sjúkraskrá, hafi verið rannsökuð sérstaklega og sannreynd með viðtölum við samstarfsfólk, enda kom i hluti af þeim sem kvörtun frá fleiri en einum starfsmanni og þá hafi stefnandi fengi ð tækifæri til að koma að sínum andmælum í samræmi við andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Bent sé á að í sjónarmiðum s tefnanda í tilgreindum andmælum sé því mót mælt að stefnandi kunni ekki að fara með lyf, sé óvandvirk í skráningum eða fylgi ekki verklagi og fyrirmælum. Í einhverjum tilvikum felst í andmælum staðfesting á að atvik átti sér stað, en að þau séu ekki lengur í tímanlegum tengslum við áminningu. Þá sé því borið við að um samskiptavanda sé að tefla eða að fyrirmæli séu ekki skýr, en almennt er því ekki haldið fram að rannsókn sé ekki nægjanleg eða að atvik hafi ekki átt sér stað. Því sé hafnað að meðalhófsregla hafi verið brotin með því að gefa stefnand a ekki tækifæri til að bæta ráð sitt haustið 2016 þegar farið var í áminningarferli áður en frestur til að bæta ráð sitt eftir leiðbeinandi samtal hinn 8. september 2016 rann út. Hin þr j ú alvarlegu atvik 14 . , 24. og 25. september 2016 , sem nefnd eru hér að framan , benda til þess að staðan hafi verið alvarleg og því hafi verið nauðsynlegt að fara í áminningarferli í tímanlegum tengslum við atvikin. Einelti Stefnandi byggir á því að hún hafi verið lögð í einelti af hálfu yfirmanna sem leitt hafi til þess að stefnandi hrökklaðist úr starfi. Eins og að framan greinir hafi stefnanda verið leiðbeint um að koma með starfshæfni s vottorð eftir áramót þegar stefnandi tilkynnti að hún vildi koma til baka úr veikindaleyfi frá 21. október 2016 . Þ á hafi stefnandi sjálfur tekið ákvörðun um að fara í starfsendurhæfingu hjá Virk á meðan hún naut veikindalauna hjá stefnda og að lokum hafi hún tekið ákvörðun um að segja upp störfum í júní 2017 , þegar hún hafi viljað nýta sér það tækifæri að starfa sem hjúkrunarfræðingur í Noregi. Því sé mótmælt þeirri staðhæfingu í stefnu að stefnandi hafi hrökklast úr starfi. 19 Þegar stefnandi hafi lagt fram kvörtun um einelti hafi málið stra x verið sett í ferli. Hluti af umkvörtunum stefnanda hafi verið vitneskja um samræður tveggja starfsmanna á samfélagsmiðli sem stefnandi hafi talið vera baktal í sinn garð. Sá þáttur málsins hafi verið unninn áfram með sálfræðingi og undi stefnandi sátt vi ð niðurstöðuna . Kvörtun um einelti fór í rannsókn og var niðurstaða n sú að stefnandi hafi ekki orðið fyrir yfirgangi, áreitni eða einelti á vinnustað og þá hafi verið unnið með þann samskiptavanda sem kom upp á vinnustað. Tekið sé fram að meintir gerendur sem gerðu athugasemdir við starfshætti stefnanda hafi gert það í samræmi við skyldur sínar sem heilbrigðisstarfsmenn . Krafa um ógildi áminningar Stefndi vísar annars vegar til þess að fullt tilefni hafi verið til að veita stefnanda áminningu og því séu ógildingarástæður ekki fyrir hendi. Hins vegar vísar stefndi til þess að almennt sé talið að áminningar eigi sér gildistíma í 12 - 24 mánuði, en séu þá fallnar úr gildi. Hér m egi nefna að við mat á því hvort eðlilegt tímanlegt samhengi sé á milli ávirðinga og sams konar brota sem síðar koma til á gildistíma áminningar er almennt miðað við að 1 - 2 ár séu innan þeirra marka. Stefnand a var veitt áminning á fundi , dags. 19. desember 20 16 , og því eru þau tímanlegu mörk löngu liðin og áminning þegar fallin úr gildi. Auk þess m egi nefna að stefnandi hætti störfum hjá stefnda í september 2017, svo að áminning hefur ekki lengur þau réttaráhrif sem henni var ætlað, að gefa stefnanda tækifæri til að bæta ráð sitt , og hefur því ekkert gildi lengur. IV Í máli þessu krefst stefnandi þess að áminning sem henni var veitt 16. desember 2016 verði felld úr gildi og að henni verði dæmdar miskabætur. Svo sem að framan greinir byggir stefnandi á því að framkvæmdastjóri ÖA hafi ekki verið bær aðil i til að veita umrædda áminningu. Auk þess hafi andmæli hennar að mestu leyti sýnt fram á að ávirðingarnar hafi verið tilefnislaus ar , órökstuddar, ósannaðar og sumar þeirra mætti einfaldlega flokka sem afleið ing u misskilnings, skorts á leiðbeiningum af hálfu stefnd a eða gagnrýni á aðferðir eða vinnulag eða samskiptavanda innan vinnustaðarins sem stefnandi telur að hvorki eigi að falla undir framangreindar ávirðingar né brot gegn 1. og 3. mgr. laga um heilbrigð isstarfsmenn nr. 34/2012 . Þá hafnar stefnandi því að skilyrðum greinar 11.1.6.2 í kjarasamning i SÍS og FÍH hafi verið fullnægt. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að áminningin hafi verið veitt af bærum aðila, hún hafi verið lögmæt , bæði að efni og form i til. 20 1 Um kröfu stefnanda um ógildingu áminningarinnar tekur stefndi fram að almennt sé talið að áminningar gildi í 12 - 24 mánuði, en séu þá fallnar úr gildi. Almennt sé miðað við að 1 - 2 ár séu innan þeirra marka varðandi mat á því hvort eðlilegt tímanlegt samhengi sé á milli ávirðinga og sams konar brota sem síðar koma til á gildistíma áminningar . Stefnand a hafi verið veitt áminning á fundi dags. 19. desember 2016 og því séu þau tímanlegu mörk löngu liðin og áminning þegar fallin úr gildi . Auk þess hafi stefnandi hætt störfum hjá stefnda í september 2017, svo að áminning hefur ekki lengur þau réttaráhrif sem henni var ætlað, að gefa stefnanda tækifæri til að bæta ráð sitt , og hefur því ekkert gildi lengur. Túlka verður þessa málflutnings yfirlýsingu stefnda þannig að réttaráhrif áminningarinnar séu fallin niður, þar sem almennt sé talið að áminningar eigi sér gildistíma í 12 - 24 mánuði og stefnandi sé auk þess hætt störfum hjá stefnda. Hins vegar hefur stefndi ekki fallið frá áminningu sinn i og stendur hún því gagnvart stefnanda . Áminningin er stjórnvaldsákvörðun , sem samkvæmt framburði J , framkvæmdastjóra ÖA, var tilkynnt til Landlæknis. Áminningin stendur gagnvart stefnanda , þótt réttaráhrif hennar séu ekki lengur til staðar. Stefnandi á því lögmæt a hagsmuni til þess að dómurinn taki afst öðu til þess hvort áminningin hafi verið réttmæt og hvort stefndi hafi farið að reglum stjórnsýslu réttarins við ákvarðanatökuna. Þá er áminningin veitt af bærum aðila, það er framkvæmdastjóra ÖA , sem er yfirmaður öldrunamála hjá stefn d a . Það er ekki í höndum formanns velferðarráðs eða annarra kjörinn a fulltrúa að veita áminningu, þar sem þeir hafa ekki boðvald yfir starfsmönnum stefnda. 2 Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2 011 fer um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga. Í réttindakafla fyrrgreinds kjarasamnings er ákvæði um áminningu í grein 11.1.6.2, þar sem segir að hafi starfsmaður sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, h afi ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, h afi verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða afhafnir í því þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu sk uli vinnuveitandi veita honum skriflega áminningu. Þá er í 1 . og 2. mgr. 13. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 að finna þær vammleysiskröfur sem gerðar eru til hjúkru narfræðinga í starfi . Þar segir að heilbrigðisstarfsmaður sk uli sýna sjúklingi virðingu og sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku og í samræmi við faglegar kröfur sem gerðar eru á hverjum tíma. 21 H eilbrigðisstarfsmanni beri að þekkja skyldur sínar og s iðareglur, viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni, tileinka sér nýjungar er varða starfið og kynna sér lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. Þá koma hér einnig til skoðunar lög nr. 55/2009 um sjúkra skrá, en þar er að finna reglur um það hvernig skuli færa upplýsingar í sjúkraskrá , en í nokkrum tilfellum eru ávirðingar sem bornar eru á stefnanda þess eðlis að færsla hennar í sjúkrask r á hafi farið í bága við lögin. 3 Hér að framan er gangi málsins lý st. Athugasemdir við störf stefnanda byrjuðu fljótlega eftir að stefnandi hóf störf hjá ÖA í febrúar 2015. Stefnandi hafði þá fjórtán ára starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingu r . Stefnandi var í aðlögun í örfáa daga og var þá kynnt hvar væri að finna helstu gögn og leiðbeiningar , svo sem gæðabókin a, og fór hún síðan á næturvaktir. Fyrir dómi kom fram hjá A , þáverandi forstöðumanni , að fljótlega hafi borið á ýmsum kvörtunum er vörðuðu st örf stefnanda og þá frá þeim er tóku við vaktinni af stefnanda . A hafi ít r ekað talað við stefnanda , bent henni á og leiðbeint henni um verklag og annað sem betur mætti fara. Um haustið afhent i hún stefnanda blað með heitinu Aðvörun. Þar kom fram að endurteknar kvartanir vær u frá hjúkrunarfræðingum sem kváðu erfitt að taka við vaktinni af stefnanda. Lutu athugsemdirn a r , tólf að tölu, að skráningu í lyfjabækur og í s ögukerfið, lyfjamistök um , skort i á faglegri þekkingu og að stefnandi færi ekki eftir fyrirmælum. Andmæli stefnand a liggja fyrir í málinu. Ári síðar eða 8. september 2016 fer fram svokallað leiðbeiningasamtal stefnanda og A . Þar fer A yfir ýmis atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stefnanda. Þar kemur fram að A hafi óskað eftir því að stefnandi fari algerlega eftir f yrirmælum og hlusti vel eftir þeim. Hún noti gæðahandbókina til að afla sér upplýsinga um verklag, stefnur og fleira mikilvæg t sem hún geti fundið þar. Hún noti lyfjabókina og fletti upp og lesi sér til , ef hún þekkir ekki lyfin. Ákveðið var að hittast aftur 10. nóvember. Í málinu liggja fyrir andmæli stefnanda varðandi þau atvik sem rædd voru á fundinum 8. september. Síðar í september koma upp þrjú atvik sem gera það að verkum að ferlinu er breytt í áminningarferli og er stefnandi boðaður me ð fundarboði á fund 19. október. Í fundarboðinu er tilgreint að til rannsóknar séu meint brot stefnanda í starfi sem leitt geti til áminningar. Stefnanda mátti vera ljóst , þrátt fyrir þess i nýju tilfelli, að ekki væri um neitt einstak t atvik að ræða heldur beindist rannsóknin að mö rg um tilvik um og til grundvallar áminningu , ef til kæmi , var vísað til gr. 11.1.6.2 í kjarasamningi. Í áminningarferlinu fékk stefnandi afhent fylgiskjal I - III þar sem tíundaðar voru athugasemdir sem yfirmenn hennar höfðu við sta rf hennar frá maílokum 2015 til loka september 2016 . Stefnand a var gefinn kostur á því að koma að andmælum sínum við athugasemdirnar , sem hún nýtti sér. Á fylgiskjali I eru tilgreindar fjórtán athugasemdir er lutu að vankunnáttu í meðferð lyfja . Atvik þessi lutu meðal annars að því að stefnandi 22 gaf röng lyf eða gleymdi að gefa . Auk þess eru undir þessum kafla skráð níu önnur tilvik , svo sem að stefnandi hafi misskilið fyrirmæl i , eða að stefnandi ætti erfitt með að fara eftir fyrirmælum. Til dæmis að stefnandi hafi ekki kunnað á súrefnisgrímu eða sogtæki sem henni hafi verið leiðbeint um hvernig ætti að nota . Þá hafi stefnandi í tveimur tilvikum tekið þvagprufu r , aðra setti hún í ískáp og lét engan vita, hina sendi hún burtu ómerkta og án þess að ti ltekið væri hvað a rannsókn ætti að fara fram. Þá er í skjalinu tiltekið atvik varðandi konu sem handleggsbrotnaði opnu broti og verður vikið að því hér á eftir. Í fylgiskjali II eru tilgreind nokkur atriði varðandi skráning u í sjúkraskrá en s amkvæmt 6. gr. laganna skal færa með skipulegum hætti þau atriði sem nauðsynleg eru vegna meðferðar sjúklings . Á fylgiskjalinu kemur fram að í tvígang (vorið og í október 2016 ) hafi þurft að gera ógilda atvikalýsingu sem stefnandi samdi, þar sem atvikalýsingin var rugli ngsleg og ekki hægt að átta sig á hvað hefði gerst. Þá hafi stefnandi breytt atvikalýsingu vegna handleggsbrotsins , sbr. síðar, svo að lýsing væri í samræmi við það se m hún h a fði sagt. Þá er tilgrein t dæmi um skráningu stefnanda í sjúkraskrána og að mati d ómsins skorti á að um sé að ræða sk ilmerkilega lýsingu vegna meðferðar sjúklings. Í fylgiskjali III eru talin upp níu tilvik þar sem stefnandi hefur ekki fylgt verklagi og fyrirmælum. Eru þar nefnd tilvik þar sem stefnandi hafi farið gegn tilmælum læknis e ða misskilið tilmæli læknis um lyfjagjöf og fleira. Þau þrjú atvik sem upp komu í kjölfar fundarins 8. sept ember og urðu til þess að mál stefnanda fór í áminningarferli eru misalvarleg. Fyrsta atvikið átti sér stað 14. septemb er 2016 er stefnandi fór ekki að ósk samstarfskonu sinnar sem var að hætta á vakt, um að taka ekki til lyf sem hún var byrjuð að gera og ætlaði að klára morguninn eftir. Stefnandi kannast við beiðni samstarfskonu sinnar, en samt tók hún til lyfin. Í ljósi sérstakr ar óskar samstarfskonu sinnar hefði stefnand i átt að láta vera að taka lyfin til þá um nóttin a . Það krefst nákvæmni að taka til lyf fyrir sjúklinga og það að margir geri það getur valdið mistökum. Tilvik tvö mun hafa átt sér stað 24. september 2016 þar sem stefnandi átti að hafa gleymt að gefa sykursýkissjúklingi í skammtímadvöl in súlínsprautu, sem henni bar að gera. Í greinargerð stefnda fyrir dómi er um þetta atvik vísað til fylgiskjals I . Atvikið er þó ekki þar að finna og er ósannað af hálfu stefnda að það hafi átt sér stað þótt líkur standi til þess þar sem stefnandi fjallar um atvikið í einu andmælaskjal anna . Atvikið er þó með öllu vanreifað af hálfu stefnda. Þriðja tilvikið átti sér stað 25. september 2016 . Mið að við framlögð gögn og framburði fyrir d ómi datt gömul kona um nótt og handleggsbrotnaði og það virðist ekki hafa komist til skila til bakvaktarlæknis hvernig handleggsbrot sjúklings var . Þ egar um opið beinbrot er að ræða er sjúklingur ávallt sendur á bráðamóttöku. Þá haf ð i blætt úr handlegg sjúklings um nóttina og var bakvaktarlæknir inn ekki látinn vita af því . Einnig hafi stefnandi spurt bakvaktarlækni hvort það mætti ekki gefa sjúkl i ng i morfín en sjúklingur hafði óþol /ofnæmi gagnvart því . Stefnanda bar að eigin frumkvæði að kanna hvort 23 sjúklingurinn þyldi lyfið , en ljóst má vera að bakvaktarlæknir , sem var sofandi heima hjá sér , mátti treysta því að hjúkrunarfræðingur væri ekki að spyrja hvort gefa mætti sjúkling i lyf sem hann þyldi ekki og skráð væri í sjúkraskrá hans. Þ á liggur einnig fyrir að stefnandi hafi um nóttina/morguninn breytt skráningu í Sögukerfi nu sé r í hag. Að mati dómsins er hér um mjög alvarlegt atvik að ræða. Eins og rakið er hér að framan eru tilvikin fjölmörg . Þau eiga sér stað á tiltölulega skömmum tí ma en stefnandi starfaði hjá ÖA frá 15. febrúar 2015 og fram í október árið eftir. Það er matskennt hvernig starfsmaður stendur sig í starfi og hvernig framganga hans og athafnir eru. Þegar athugasemdir þær er forsvarsmenn ÖA gerðu eru skoðaðar og einnig með tilliti til andmæla stefnanda við þ ær , þar sem hún í nokkrum tilvikum viðurkennir mistök sín , verður að telja að um almennan og fjölbreyttan vanda hafi verið að ræða, sem ekki hafi verið bundinn við neitt sérstak t verk í starfi stefnand a . Hér að framan er lagarammi málsins rakinn. M eð vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að fullnægt sé skilyrðum í grein 11.1.6.2, um að stefnandi hafi sýnt af sér í starfi sínu óvandvirkni og vankunnáttu í meðferð lyfja sem hafi leitt til þess a ð hún hafi ekki náð fullnægjandi árangri í starfi. Þá h afi hún ekki fylgt fyrirmælum og ekki þeim verklagsreglum sem gil tu í starfi hennar. Þá fer skráning í sjúkraskrá eftir 6. gr. laga nr. 55/2009 . Þar segir að í sjúkraskrá skuli færa með skipulegum hætti þau atriði sem nauðsynleg eru vegna meðferðar sjúklings . Aðeins er tilgreint það nauðsynlegasta og skal skráningin vera stuttorð og gagnorð. Samkvæmt gögnum málsins skortir á að sumar skráningar stefnanda hafi fullnægt þessari skyldu. Sem dæmi er skr áning 11. júlí 2016 : [...] . Að mati dómsins er augljóst að ofangreind skráning og þær skráningar sem lagðar hafa verið fyrir dóminn fullnægja ekki skilyrð um 6. gr. laga nr. 55/2009. 4 Þá byggir stefnandi á því að málsmeðferð stefnda hafi verið ábótavant og ekki h afi verið gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulag a. Eins og að framan greinir varðar mál þetta fjölda tilvika þar sem vinnubrögðum og frammistöðu stefnanda var áfátt. Alveg frá upphafi starfs ferils hennar hjá ÖA komu fram athugasemdir og kvar tanir yfir störf um hennar . Stefnandi fékk næg tækifæri til að bæta ráð sitt ásamt því að yfirmaður henn ar leiðbeindi henni svo sem gögn málsins bera með sér. Eins og fra m kom í vitnaskýrslu , meðal annars hjá A og J , voru tilvikin , sem athugasemdir voru ger ðar við, skoðuð og rannsökuð , talað við annað starfsfólk og leitað leiða til að upplýsa málið. Þá fékk stefnandi ávallt andmælarétt sem hún nýtti sér. Andmæli hennar báru það með sér að hún þekkti til flestra atvikanna , þó mundi hún ekki eftir öllum. Í sumum tilvikum viðurkenndi hún yfirsjón sína en í öðrum tilvikum hafði hún aðra sýn á þau en yfirmenn hennar , og þá hvort hún hafi brotið starfsskyldur sínar fremur en að ágreiningur hafi verið um málsatvikin . Þá er bent á, sbr. tilvik 2 hér að fram, 24 sem á tti að hafa átt sér stað 24. september 2016 og hún kvað í andmælum sínum ekki muna hvort hún hafi gefi ð sjúklin g i insúlin eða gleymt að skrá það , að hún andmælti ekki því atviki . Það getur gefið vísbendingar um að atvikin hafi verið fleiri en þau sem tali n eru upp í fylgiskjölum I - III og lágu til grundvallar áminningunni , en það er ósannað af hálfu stefnda. Að hausti 2016 var hafið svokallað leiðbeiningaferli. Það ferli hefði væntanlega haldið áfram ef ekki hefði nýtt alvarleg t atvik komið upp. Þegar svo er ástatt liggur engin skylda til þess að leiðbeiningaferli haldi áfra m . Það að hefja áminningarferli við þessar aðstæður er hvorki brot á meðalhófsreglu né á meginreglum stjórnsýsluréttar. Þá verður að líta til þess að hér er ekki um einn stakan atburð að ræða , heldur mörg tilvik og viðvarandi vanda er laut að frammistöðu stefnanda og vinnubrögðum hennar , atburði er vörðuðu vanrækslu í starfi, vankun n áttu, óvandvirkni o.fl. og lágu fyrir á fylgiskjölum I - III þar sem tilvikin vo ru tilgreind. Því verður ekki talið að rökstuðningi stefnda fyrir því að hefja áminningarferli hafi verið áfátt. Þá hefur stefnandi byggt á því og dómurinn fellst á að stefndi hafi leiðbeint stefnanda ranglega með því að hægt væri að kæra áminningu hennar til dómsmálaráðuneyti sins, svo sem gert var í áminningarbréfinu. Það hefur þó ekki þær réttarverkanir að fella úr gildi áminninguna. 5 Þá byggir stefnandi á því að yfirmenn hennar á vinnustað num hafi beitt hana einelti sem hafi leitt til þess að hún hafi hrökklast úr starfi. Hér að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að áminning sú er stefnandi hlaut beri ekki að ógilda en henni til grundvallar ligg ur fjöldi atvika þar sem yfirmenn stefn anda gerðu athugasemdir við vinnubrögð hennar og þekkingu o g fleira . Það er hluti af skyldum stjórnanda að leiðbeina starfsmönnum og gera athugasemdir ef nauðsynlegt þykir vegna starfa og vinnubragða starfsmanna . Stefnandi hefur ekki bent á neitt tilvik þar sem hún hafi sætt einelti af hálfu yfirmanna sinna . Ásakanir stefnanda um einelti af hálfu yfirmanna sinna eru með öllu ósannaðar. Þ á hefur stefnandi ekki sannað á hvaða hátt stefndi ætti að vera skaðabótaskyldur vegna samtals tveggja samstarfsmanna stefnanda á F acebook. Þá er haldlaus sú málsástæða stefnan da að hún hafi hrökklast úr starfi hjá stefnda. Samkvæmt gögnum málsins sagði stefnandi upp starfi sínu til að fara til vinnu í Noregi. A ð virtu öllu því sem að framan greinir er hvorki fallist á það með stefnanda að skort hafi á efnisleg skilyrði fyrir h inni umdeild u ákvörðun né heldur að málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins eða ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi verið brotnar við meðferð málsins hjá stefnda. Af því leiðir jafnframt að kröfu stefnanda um greiðslu miskabóta verður hafnað. Stefndi er því sýknaður af öllum kröfum stefnanda . 25 Samkvæmt 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir d ómstjóri kveður upp dóm þennan. D ómso r ð: Stefndi, Akureyrarbær, er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, X . Stefnandi, X , greiðir stefnda 8 00.000 kr. í málskostnað.