Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 4. júní 2021 Mál nr. S - 1069/2021: Ákæruvaldið (Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) Dómur I. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 18. maí 2021 , var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuð borgarsvæðinu, útgefinni 24. febrúar sama ár, á hendur X , kenni tala [...] , [...] , Mosfellsbæ, - og umferðarlaga brot með því að hafa, laugardaginn 21. júlí 2018, á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, rétt austan við Æsustaðaveg, ekið bifreiðinni M , með akstursstefnu vestur, langt yfir leyfi legum hámarkshraða, með allt að 124 km hraða mið - að við klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði v ar 70 km á klukkustund, og án nægjan legrar aðgæslu og varúðar yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu, en talsverð umferð var í báðar áttir, með þeim afleiðingum að árekstur varð milli framan - greindrar bifreiðar og bifreiðarinnar N , sem einni g hafði verið ekið vestur [Þing valla veg] og skömmu fyrir áreksturinn verið beygt til vinstri af Þingvallavegi og inn á Æsustaðaveg í suður, en bifreiðin M lenti á vinstri afturhorni bifreiðarinnar N . Við áreksturinn lést farþegi bifreiðar innar N , A , kt. [...] , af innanbasts - og innanskúms blæð ing um og öku - maður sömu bifreiðar, B , kt. [...] , hlaut brot á öðrum hálshrygg, mörg rifbrot með loft - brjósti, áverkaloftbrjóst, mjaðmargrindar brot, spjald beinsbrot, herða blaða brot og við - beins brot. Telst þet ta varða við 215. gr. og 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og a. og b. lið 2. mgr. 23. gr., 1. mgr. 25. gr., 1. mgr. og c. lið 2. mgr. 36. gr. og 3. mgr., sbr. 5. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2 Þe ss er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar [samkvæmt] 101. gr. nefnda umferðarlaga. Einkaréttarkröfur: 1. Lilja Jónasdóttir, lögmaður, gerir þá kröfu [fyrir hönd] B , kt. [...] , hér eftir nefndur kröfuhafi, að ákærða verði dæmd til að greiða kröfuhafa miskabætur samtals að fjárhæð kr. 5.000.000, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá [21. júlí 2018], og þar til mán uður er liðinn frá birtin gu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sam kvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðslu dags. Gerð er krafa um að dráttar vextir leggist við höfuðstól miskabóta á 12 mán - aða fresti í fyrsta sinn ári eftir upphafsdag vaxta í samræmi við 12. gr. laga nr. 38/2001. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skað lausu samkvæmt síðar fram lögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. 2. Leifur Runólfsson, lögmaður, gerir þá kröfu [fyrir hönd] C , kt. [...] , hér eftir nefndur kröfuhaf i, að ákærða verði dæmd til að greiða kröfu hafa skaða bætur samtals að kr. fjárhæð 1.520.147 og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 5.000.000, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verð tryggingu nr. 38/2001 frá [21. júlí 2018], og þar til m ánuður er liðinn frá birt ingu kröfunnar, en síðan dráttar vexti, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skað lausu samkvæmt síðar fram lögð um málskostnaðarreikningi eð a að mati dóms Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Kröfuhafinn B gerir sömu kröfu um miskabætur ásamt vöxtum og greinir í ákæru, auk hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum réttargæslumanni hennar. Kröfuhafinn C gerir sömu kröfu um skaða - og miskabætur með vöxtum og greinir í ákæru, auk hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum réttargæslumanni hans. Ákærða neitar sök og hafnar bótaskyldu. Krefst hún aðal lega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins, en til vara væg ust u refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hún þess að einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi, til vara sýknu af þeim kröfum en til þrautavara verulegrar lækk unar. Þá krefst ákærða þess að skipuðum verjanda hennar verði tildæmd hæfileg málsvarnar laun sem greið ist úr ríkis sjóði. Mál var áður höfðað út af sama sakarefni með ákæru lögreglustjóra útgefinni 7. apríl 2020 og var það þingfest 26. maí sama ár, sbr. mál nr. S - 2528/2020. Í þinghaldi 25. febrúar 2021 var ákæra í því máli afturkölluð. Í öðru þinghaldi s íðar sama dag, í því máli sem hér er til meðferðar, var ákæra þessa máls þing fest með breyttri verknaðarlýsingu og lágu máls gögn úr hinu fyrra máli til grundvallar þeirri ákæru. 3 II. Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu barst lögreglu tilkynning laugar daginn 21. júlí 2018, kl. 15:52, um umferðarslys á Þingvallavegi við Æsustaði í Mosfellsdal. Lögregla og annað hjálpar lið var þegar sent á slysstað og var viðbúnaður töluverður. Fjöldi annarra veg - farenda var á slysstað. Þegar komið var á stað inn var ljó st að tvær bifreiðir, M , af gerðinni Mitsubishi Pajero, og N , af gerðinni Suzuki Grand Vitara, höfðu lent saman. Báðar voru kyrrstæðar þegar að var komið. Hin síðar nefnda, N , var utan vegar í skurði og voru öku - maður og farþegi mikið slösuð í bif reiðinni. Öku maður M hélt til í annarri nálægri bifreið hjá vegfaranda sem komið hafði á staðinn. Við rannsókn málsins í upphafi var meðal annars rætt við ákærðu og nokkra aðra veg far endur á staðn um um hvað hefði gerst. Þær upplýsingar sem fengust á þeim tíma voru á þá leið að ákærða hefði sem ökumaður M verið að aka vestur Þingvallaveg og fram úr annarri bif reið eða bifreiðum í aðdraganda slyssins. Samkvæmt upp lýsing um sem fengust á slysstað og út frá ummerkum á vettvangi hafði M verið í framúr akstri og lent í árekstri við N á vegarkafla við vegamót við Æsustaði. Varð ráðið af því sem fram kom að það hefði gerst í tengslum við það að N var beygt til vinstri á fyrr greind um vegamótum og í veg fyrir M . Þá voru aðrar fram komnar upplýsingar auk þ ess á þá leið að hún hefði í framúr akstrinum, eða í aðdraganda hans, verið í samfloti eða fyrir aftan aðra bifreið af gerðinni Range Rover, sem einnig hefði verið í framúr akstri á svipuðum tíma eða einhverju áður á sama vegi, auk þess sem ökuhraði bifrei ðanna kynni að hafa verið með meira móti. Umræddur vegarkafli við Æsustaði er beinn vegur með tvær akreinar, hvor fyrir sína áttina, og voru akreinarnar á þeim tíma þegar slysið átti sér stað skildar að í miðju með fullbrotinni línu fyrir um ferð í gagns tæðar áttir. Þá var leyfilegur ökuhraði á veginum 70 km á klukkustund og var það meðal annars merkt með umferðarmerki um það bil 150 metra frá slysstað. Samkvæmt rannsókn tæknideildar hafði M staðnæmst á hlið á ljósa - staur hægra megin á veginum, 38,95 metr a til vesturs frá árekstursstað og vísaði fram endi bifreiðarinnar til vesturs . Þá hafði N staðnæmst vinstra megin á veginum í skurði, 32,28 metra til vesturs frá áreksturs stað, og hafði bifreiðin snú ist þannig að fram endi hennar vísaði að miklu leyti t il austurs. Sjáan legt tjón á M var að framan verðu og á hægri hlið bifreið ar innar. Þá var sjáan legt tjón á N á vinstri hlið við aftur dekk. Báðar bifreiðirnar voru fluttar af staðnum með dráttar bifreið um. Ökumaður M , ákærða, kenndi sér eymsla í m jöðm og var flutt á slysadeild Land - spítalans með sjúkrabifreið. Ökumaður N , B , var tals vert slösuð en gat gengið í ná læga sjúkra bifreið. Hún var í framhaldi flutt á slysadeild þar sem hún gekkst undir læknismeðferð. Farþegi fyrrgreindrar bifreiðar, A heitin, öldruð tengdamóðir B , reyndist 4 hins vegar vera meira slösuð og með vit undar laus þegar að henni var komið. Þurfti að ná A úr bif reiðinni með klippi búnaði og var hún í framhaldi flutt á Landspítalann þar sem hún var ákvörðuð látin síðar sama dag. Við rannsókn á slysstað voru meðal annars teknar ljósmyndir, auk meiri vettvangs - rannsóknar með aðkomu tæknideildar lögreglu. Einnig var rætt við og aflað upp lýsinga um vitni og unnið að annarri upplýsingaöflun. Í fram haldi fór fram frek ari rannsókn, bíl tækni rannsókn, gagnaöflun og skýrslutökur af ákærðu með réttar stöðu sak born ings, auk skýrslu taka af vitnum. Samkvæmt skýrslu um réttarkrufningu, dags. 23. ágúst 2018, undirritaðri af réttar - meinafræðingnum E , lést nefnd A umræd dan slysdag vegna rösk unar á blóðrás af völdum innanskúms - og innanbastsblæðinga eftir högg áverka með óeðlilegum og slysalegum hætti. Hin látna fékk höggáverka vinstra megin á höfuðið, mest á vinstra gagnauga og hnakkasvæði sem framkallaði blæðingu inna n höfuð kúpu og leiddi til snöggrar aukningar á þrýstingi inni í höfuðkúpu með þeim afleið ing um að A lést. Að auki varð hin látna fyrir bráðum blóðmissi í mjúkvef beggja læra sem dró úr hjarta getu hennar og var áhrifaþáttur í dauða hennar. Samkvæmt v ottorði D læknis, dags. 5. október 2018, var B með fjöl áverka eftir umferðarslys. Reyndist hún meðal annars vera með brot á öðrum háls lið, mörg rifbeinsbrot með loftbrjósti, áverkaloftbrjóst, mjaðmargrindarbrot, spjald beins brot, herðablaðabrot og viðb einsbrot. Var hún innlögð á Landspítalann frá slys degi, til að byrja með á slysa - og bráðadeild en síðan á bæklunardeild uns hún var útskrifuð 27. ágúst 2018. Meðal rannsóknargagna eru ítarlegar skýrslur um bíltæknirannsókn á bifreiðunum M og N sem beindist að öryggisbúnaði, sætum, hjólbörðum, felgum, hjóla - og stýrisbúnaði og burðarvirki téðra bifreiða. Meðal niðurstaðna varðandi bifreiðina M greinir að burðarvirki í framhluta hennar hafi skemmst verulega í hinum fyrri árekstri við bifreiðina N , auk skemmda á síl hægra megin og A - staf vegna seinni áreksturs þegar bifreiðin lenti með hliðina á ljósa staur. Meðal niðurstaðna varðandi bifreiðina N greinir að verulegt högg hafi komið á vinstra afturhjól og hjólabúnað og skemmdir orðið verulegar. Ein nig var meðal niðurstaðna varðandi báðar bifreiðarnar að engar vís bend - ingar hefðu fundist um lélegt ástand, bilun eða skyndibilun í búnaði þeirra í aðdrag anda slyssins. Þá hefði bíltæknirannsókn leitt í ljós að orsök slyssins yrði ekki rakin til ástands bif reiðanna fyrir slysið. Við rannsókn málsins aflaði lögregla álitsgerðar prófessors F véla verkfræðings, um ætlaðan ökuhraða téðra bifreiða út frá ummerkjum á vett vangi, skrið - og hemlaförum og formbreytingum, áreksturshorni og afstöðu ökutækja í ár ekstri. Samkvæmt niður stöð um í álitsgerðinni var hraði M talinn vera 112 km á klukku stund þegar henni var ekið aftan á N miðað við þá for sendu að hinni síðar nefndu bifreið hefði við áreksturinn eða í 5 beygjunni verið ekið á um 40 km hraða á klukku stu nd. Þá var minnsti mögulegi hraði M talinn vera 102 km á klukku stund og mesti mögulegi hraði bifreiðarinnar talinn vera 124 km á klukku stund. Var þá miðað við að hraði N hefði verið á bilinu 30 50 km á klukku - stund. Við rekstur hins fyrra máls fyri r dómi, nr. S - 2528/2020, var að beiðni ákærðu aflað mats gerðar dómkvadds matsmanns, G verkfræðings, dags. 8. sept ember 2020. Var sú mats gerð einnig lögð fram við rekstur þessa máls. Var mats maður inn beð inn um að svara tveimur matsspurningum. Annars vegar hvort mögulegt væri að stað reyna á hvaða hraða umræddar bifreiðir voru þegar áreksturinn varð. Hins vegar hvort mögu legt væri að stað - reyna nákvæma stöðu bifreiðanna á veginum á þeim tíma sem árekstur inn varð. Í svörum matsmannsins var báðum spu rningunum svarað ját andi og var í fyrra svarinu vísað til út reikninga prófessors F . Þá var í síðara svar inu vísað til þess að unnt væri að finna út nákvæma stöðu bifreiðanna á veginum út frá dreifingu glerbrota og braks. Var í svarinu vísað til rannsókn argagna tæknideildar, þar með talið ljós mynda og yfir litsmynda. Einnig var tekið fram í svarinu að það kæmi heim og saman við að bifreiðin N hefði verið að beygja til vinstri og M æki á hana við tilraun til framúr aksturs vinstra megin frá. Bremsuför og ferill ökutækjanna eftir árekstur inn rynnu einnig stoðum undir árekstursstaðinn. Meðal gagna málsins er skýrsla tæknideildar, dags. 1. október 2020, sem laut að athugun á því hvort unnt væri að afla upplýsinga vegna aflesturs á ACU - búnaði (e. Air - bag Control Unit) í bifreið inni M . Var af hálfu ákæruvaldsins hlutast til um öflun og framlagningu þeirrar skýrslu vegna áskorunar ákærðu fyrir dómi um að gögn úr þeim búnaði yrðu lögð fram í málinu. Í þeirri skýrslu greinir meðal annars að fyrrgreindur ACU - búnaður hafi verið í téðri bif reið. Um væri að ræða stjórntölvu fyrir líknarbelgi sem gæti safnað og geymt gögn um atvika skrán ingu mis munandi tölva og skynjara í bifreið - inni, svo sem um stjórntök öku manns, hemlun, stýr ingu, eldsneytisgjöf, öku hraða, hröð - unar breytingu í aksturs stefnu o.fl. Sam kvæmt niður stöðu tæknideildar hefði hins vegar ekki reynst unnt að afla upplýsinga úr téðum búnaði og því lægju engar slíkar fyrir í mál inu. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærða bar meðal annars um að hafa ekið bifreiðinni M vestur Þingvallaveg í Mos - fellsdal. Hún hefði verið að koma úr Grímsnesinu og ekið sem leið lá um Þingvelli og Mosfellsheiði. Ákærða hefði tekið fram úr bifreiðum á heiðinni en ekki með þeim hætti 6 að a ksturinn hefði verið glæfralegur. Ákærða kvaðst hafa ekið á 70 km hraða á klukku - stund á umræddum vegarkafla í Mosfellsdal. Í aðdraganda slyssins hefði umferðin verið hæg og nokkrum bif reið um verið ekið á undan henni í sömu akstursstefnu. Umferð úr gagnstæðri akstur sátt hefði ekki verið mikil. Ákærða hefði ákveðið að taka fram úr á beinum vegarkafla þar sem var brot in mið lína. Hún hefði verið með báðar hendur á stýri og horft fram fyrir sig en ekki verið með augun á hraðamælinum. Aðstæður til f ramúr aksturs hefðu verið góðar en hún hefði hins vegar ekki tekið eftir ná lægum vega mótum vinstra megin að Æsustöðum. Þá hefði hún ekki tekið eftir svip uðum vega mótum við þjóð veginn ofar í dalnum. Hún hefði verið ókunnug stað hátt um og trjá gróð ur skyggt á ná læg hús vinstra megin við veginn. Ákærða kvaðst ekki muna hvað voru margar bif reiðir fyrir framan hana þegar hún hóf framúr - aksturinn. Þá kvaðst hún ekki minnast þess að hafa séð bifreið á undan sér gefa stefnu - merki þegar hún var í framúr akstrinum. Bif reiðinni N hefði allt í einu verið ekið í veg fyrir hana og hún ekki séð bifreiðina fyrr en slysið átti sér stað. Það hefði komið henni alveg í opna skjöldu. Hún hefði reynt að afstýra því sem gerðist með því að hemla og sveigja frá til hægr i. Hvað ökuhraða varðar kvaðst ákærða telja ómögulegt að hún hefði í umrætt skipti verið að aka á 124 km hraða á klukku stund þar sem hún æki bif reið aldrei svo hratt í um ferðinni. Hún hefði í umrætt skipti sýnt aðgæslu og virt allar um ferðarreglur. Hún hefði hlotið nánar tiltekin meiðsli, minni háttar, en umrætt slys hefði tekið mjög á hana and lega. 2. Brotaþolinn B bar meðal annars um að hafa verið öku maður N umræddan dag í Mosfellsdal. Þá hefði öldruð tengdamóðir hennar, A , verið farþe gi hjá henni í bifreiðinni. Þær hefðu báðar verið spenntar í öryggisbelti. Í að drag anda slyssins hefðu þær verið á leið á til tekinn markað í dalnum og verið að reyna að finna rétta leið til að komast á staðinn. Þær hefðu áður verið búnar að aka veginn u m Mos fellsdal til austurs sem leið lá að Gljúfra steini en snúið þar við og ekið til baka eftir að hafa fengið leiðsögn. B kvaðst hafa ekið vestur Mosfellsdal og verið að leita að afleggjara vinstra megin á veginum og bifreiðinni verið ekið á þægi legri f erð. Þegar komið var að vegamótum við afleggjara að Æsustöðum hefði hún gefið stefnuljós, hægt ferð ina, litið til hægri og vinstri og beygt til vinstri inn á afleggjarann. Hún hefði aldrei séð bifreið ákærðu fyrir aftan sig. Mjög þungt högg hefði allt í e inu komið á bif reiðina og hún upp lifað það eins og hún væri í loftinu uns bifreiðin lenti á skurðarbakka vinstra megin við veginn. Nánar aðspurð um stefnu merki kvaðst hún telja víst að hún hefði gefið slíkt merki í um rætt skipti þar sem hún gæfi allt af stefnu ljós við akstur. Nánar að spurð um ökuhraða í beygjunni kvaðst hún ekki hafa verið að fylgjast með hraða mæl inum, hún hefði hægt 7 niður við vegamótin og hraðinn verið eðlilegur sam kvæmt hennar til finningu þegar hún tók beygjuna. Nánar aðspurð u m það að líta til hliðar kvaðst hún hafa gert það nægjan lega áður en hún tók beygjuna en hún væri almennt varkár sem ökumaður. Kvaðst hún, frekar aðspurð um þetta, hafa gætt að um ferð fyrir aftan sig þegar hún tók beygjuna og vísaði til þess að hún notað i alltaf bak sýnis spegla í umferðinni. B kvaðst hafa orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum afleiðingum vegna slyssins með nánar tilgreindum hætti, auk ýmiss konar annarrar röskunar sem hefði átt sér stað varðandi dag legt líf hjá henni. 3. Vitnið H bar meðal annars um að hafa ekið vestur Þing valla veg í Mosfellsdal ásamt dóttur sinni. Þau hefðu nýlega verið lögð af stað frá Gljúfra steini þegar tveimur bifreiðum, Range Rover og Mitsubishi Pajero, var ekið hratt fram úr þeim yfir óbrot na miðlínu án þess að gefið væri ljós - og h l jóðmerki. Vitnið hefði blikk að með framljósunum á eftir bifreiðunum en þeim hefði verið ekið þétt saman. Vitnið kvaðst ekki vita hvor bifreiðin var sú fremri. Hann hefði sjálfur á þeim tíma ekið á 60 - 70 km hraða á klukku stund. Einhverju stuttu síðar hefði vitnið orðið þess áskynja að þrjár eða fjórar aðrar bifreiðir voru fyrir framan hann þar sem þeim var ekið í sömu aksturs stefnu til vesturs. Vitnið kvaðst hafa séð að fyrrgreindum bifreið um, sem áður voru búnar að fa ra fram úr, var einnig ekið fram úr þeim bif reiðum. Þá hefði vitnið séð að annarri þeirra var ekið á bifreið sem allt í einu var beygt til vinstri. Vitnið hefði þá verið í um fjögur hundruð metra fjar lægð og á sama ökuhraða og áður. Vitnið kvaðst ekki ha fa séð stefnuljósagjöf í tengslum við áreksturinn. Hann hefði verið kominn á slys stað um hálfri mínútu síðar en aðrar bifreiðar hefðu verið nær þegar slysið átti sér stað. Vitnið, sem er læknir, kvaðst hafa veitt fyrstu hjálp en fjöldi annarra vegfarend a hefði komið á stað inn. Lítið hefði verið hægt að gera annað en að bíða eftir sjúkrabifreið. Ökumaður N hefði verið með með vitund og farþegi í bif reiðinni, eldri kona, hefði andað en verið rænu laus. Þá hefði ökumaður sem ók á bifreiðina verið í tauga áfalli á staðnum og þurft hefði að róa hana niður. 4. Vitnið I gaf skýrslu símleiðis og greindi meðal annars frá því að hafa verið að aka vestur Þingvallaveg á Mosfellsheiði, á vegarkafla milli Stardals og Gljúfra steins þegar tveimur bifreiðum, Rang e Rover og Mitsubishi Pajero, var ekið mjög hratt fram úr honum og fleiri bifreiðum. Pajero bifreiðin hefði verið fyrir aftan Range Rover bif - reiðina. Vitninu hefði ofboðið aksturslagið. Vitnið kvaðst hafa komið að um ferðar slysinu eftir á en ekki séð hvernig það átti sér stað. Vitnið hefði rætt við þá sem voru í Range 8 Rover bifreiðinni um fyrrgreint aksturslag en fengið neikvæð viðbrögð. Vitnið hefði í fram haldi rætt við lögreglu. 5. Vitnið Í bar meðal annars um að hafa ekið vestur Þing valla veg í Mosfellsdal þegar umferðarslysið átti sér stað. Bifreið hennar hefði verið þriðja eða fjórða bifreið í röðinni fyrir aftan þá bifreið sem ekið var á. Vitnið hefði ekið innan löglegs hraða og umferðin hefði ekki verið sérstaklega mikil. Tveimur bif reiðum, sem ekið var nálægt hvor annarri, hefði verið ekið fram úr vitninu, önnur þeirra, sú fremri, stór jeppa bifreið, hefði náð að klára framúr aksturinn. Skammur tími hefði liðið á milli þegar bifreiðunum var ekið hratt fram úr vitninu og kvaðst hún ek ki muna eftir að hafa orðið vör við að hljóð - eða ljósmerki kæmu frá þeim. Þá hefði aftari bif reiðin sem var í fyrr greindum framúrakstri lent í árekstrinum stuttu síðar. Vitnið kvaðst á þeim tíma sem áreksturinn varð ekki hafa séð merkja gjöf með stef nu ljósi né heldur gert sér grein fyrir hvaðan sú bifreið kom sem ekið var á. Það hefði hins vegar skýrst betur fyrir vitninu eftir á. 6. Vitnið J kvaðst ekki muna vel eftir atvikum vegna þess tíma sem væri lið inn frá því þau áttu sér stað. Vitnið bar meðal annars um að hafa verið ökumaður grárrar Range Rover bifreiðar. Vitnið kvaðst ekki kannast við að hafa verið í framúr akstri eða að undirbúa framúrakstur þegar slysið átti sér stað eða í aðdraganda þess. Vitnið kvaðst hafa séð þegar slysið átti sér stað og hann hefði verið í fyrstu eða annarri bifreið fyrir aftan. Hann hefði ekið á 60 eða 70 km hraða á klukku stund. Atvik hefðu gerst mjög hratt. Pajero bifreið hefði verið ekið fram úr vitninu og hún lent á annarri bifreið sem var að beygja. Vitni ð kvaðst telja sig muna eftir því að bif reiðin sem var að beygja hefði verið með stefnumerki. Vitnið kvaðst hins vegar ekki geta sagt til um hraða þeirrar bif reiðar. Bif - reiðin sem ók á hana hefði lent aftan á þegar henni var beygt til hliðar og hún í fr amhaldi lent í skurði. Vitnið kvaðst ekki muna hvað hann var mörgum metrum frá þegar slysið átti sér stað en nefndi í því sambandi að hann kynni að hafa verið tveimur eða þremur ljósa staurum frá staðnum. 7. Vitnið K gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og bar meðal annars um að hafa ekið Þingvallaveg til vesturs um Mosfellsdal. Eiginkona vitnisins hefði verið með í för. Þau hefðu verið í röð fjögurra bifreiða. Vitnið hefði ekið á 70 km hraða á klukku stund eða verið i nnan þeirra hraðatakmarkana. Vitnið kvaðst halda að þau hefðu verið þriðja bif reið í röðinni og að bifreiðirnar hefðu fylgst að í þó nokkurn tíma. Um fimm tíu metra fjar lægð 9 hefði verið á milli allra bifreiðanna. Umferðin hefði verið frekar lítil og ekki mikil úr gagnstæðri akstursstefnu. Einni bifreið, framar í röðinni, hefði verið beygt til vinstri í áttina að tjald stæði og hún hægt á sér með eðlilegum hætti án þess að bi freiðir fyrir aftan þyrftu að nauð hemla. Á sama tíma hefði önnur bifreið verið í framúrakstri og sú bifreið lent á bif reiðinni sem var beygt með fyrrgreindum hætti. Bifreiðinni sem var í framúr akstrinum hefði ekki verið ekið glannalega á þeim tíma og kv aðst vitnið telja að ökuhraði hennar hefði líklega verið um 80 - 85 km á klukkustund. Framúraksturinn hefði verið eðlilegur miðað við aðstæður en tímasetningin ekki verið góð. Stærri bifreið hefði verið fyrir framan bif reið vitnisins sem hefði skyggt á útsý nið. Sú bifreið hefði ekki verið í framúrakstri. Vitnið kvaðst ekki vita hvort bifreiðin sem var beygt not aði stefnu ljós eða hvenær var kveikt á því. Bifreiðin hefði hins vegar verið með stefnu ljós kveikt þegar vitnið sá bif reiðina á slysstaðnum og kvaðst vitnið kannast við að hafa greint lögreglu frá því þegar rætt var við hann á staðnum. 8. Vitnið L gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og bar meðal annars um að hafa verið með fyrrgreindum eiginmanni sínum, K , í bifreið sem var ekið til vest urs á þjóð veginum í Mosfellsdal á leið til Reykjavíkur. Þau hefðu verið í röð fjögurra bif reiða, tvær fyrir framan og ein fyrir aftan. Ökuhraðinn á bifreiðunum hefði verið eðli legur og innan marka leyfilegs 70 km hraða. Þau sjálf hefðu verið aðeins undi r þeim mörkum. Veðrið hefði verið gott og umferð á veginum ekki mikil, þar með talið úr gagn stæðri aksturs átt. Bifreið framar í röðinni hefði verið beygt til vinstri inn á tjaldstæði en á sama tíma hefði önnur bifreið verið í framúrakstri og klesst á þá sem var að beygja. Sú bifreið sem var í framúrakstrinum hefði verið önnur bifreið en sú sem hafði verið fyrir aftan þau í röðinni. Við áreksturinn hefði bifreiðin sem var að beygja ýst til vinstri en sú bifreið sem klessti á hefði leitað til hægri og farið þeim megin út af veg inum. Ekkert athugavert eða óvenjulegt hefði verið við framúraksturinn nema það að bifreiðinni var beygt til vinstri fyrir framan þá sem var að taka fram úr. Þá kvaðst vitnið ekki hafa séð nein bremsu ljós á þeirri bifreið sem ók fram úr þegar hún lenti á hinni bifreiðinni. Vegalengd þeirra að slysstaðnum hefði hugsan lega verið um tuttugu til þrjátíu metrar. Bifreið fyrir framan þau, sem síðar var ekið á brott, hefði verið beygt til hægri þegar slysið átti sér stað. Þau hefðu nu mið staðar og eiginmaður vitnisins farið að þeirri bif reið sem fór vinstra megin út af. Fjöldi ann arra vegfarenda hefði komið á staðinn. Þá hefði eiginmaður hennar spurt aðra nærstadda hvort búið væri að hringja á lögreglu en síðan komið til baka. Þá k vaðst vitnið meðal annars hafa séð þegar kona var færð inn í ná læga bifreið en hún hefði verið í uppnámi. Vitnið kvaðst hafa rætt við lögreglu á staðn - um og kannaðist við að hafa á þeim tíma greint frá að bifreiðin sem beygt var til vinstri 10 hefði verið me ð stefnuljós. Vitnið kvaðst hins vegar við skýrslugjöf fyrir dómi ekki treysta sér til að stað hæfa að svo hefði verið. 9. Vitni, lögregluvarðstjóri nr. O , staðfesti frumskýrslu sem hann ritaði vegna máls ins og gerði nánar grein fyrir atvikum o g aðgerðum lögreglu sem þar greinir. Vitnið bar meðal annars um að þétt umferð hefði verið umræddan dag þegar komið var á slysstað og það gæti skýrst af því að hægt hefði á umferðinni út af slysinu. Vitnið greindi frá því að yfirborðsmerkingum á vegi umræd ds vegarkafla hefði verið breytt nokkrum vikum eftir slysið, þ að er frá því að vera fullbrotin lína sem skildi að akreinar yfir í það að vera heil óbrotin lína. Þá hefði umferðarmerki um vegamót ekki verið á umrædd um vegar - kafla. Hámarks hraðinn hefði ver ið 70 km á klukku stund en 90 km há markshraði hefði verið austar á veginum á Mosfellsheiði. Hinn lægri hraðamörk hefðu tekið gildi á veg - inum um einum kílómetra austan megin við slysstað. 10. Vitni, lögregluvarðstjóri nr. Ó , greindi frá aðkomu sinni o g fyrstu aðgerðum lög - reglu á slysstað. Greindi hann meðal annars frá því að þétt umferð í báðar áttir hefði verið í nágrenni við slysavettvang. Ekki eru efni til frekari reifunar á framburði vitnisins. 11. Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. P , gerði nán ar grein fyrir framhaldsrannsókn máls ins. Vitnið bar meðal annars um að við rannsóknina hefði grunur verið uppi um veru legan hraðakstur bifreiða í aðdraganda slyssins og upplýsingar meðal annars komið frá manni sem hafði samband við lögreglu eftir á. Þá hefði ökumaður Range Rover bif - reiðar á tímabili verið með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um að hafa ekið of hratt. Sú bifreið hefði hins vegar ekki verið talin hafa verið í framúrakstri þegar slysið átti sér stað. Það gæti hafa átt sér stað einhve rju áður. Rannsókn á fyrrgreindum ACU - búnaði hefði verið hjá tækni deild lögreglu en ekki hefði reynst unnt að afla upplýsinga úr þeim bún aði. Ekki eru efni til frekari reifunar á framburði vitnisins. 12. Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. R , staðfes ti rannsóknargögn tæknideil d ar og gerði nánar grein fyrir þeim og rannsókn á slysavettvangi. Ekki eru efni til frekari reif - unar á fram burði vitnisins. 13. 11 Vitni, lögreglufulltrúi nr. S , staðfesti rannsóknargögn tæknideil d ar og gerði nánar grein fyrir þeim, rannsókn á slysavettvangi og annarri aðkomu sinni að rannsókn málsins. Vitnið greindi meðal annars frá því að lögregla hefði lagt hald á tölvubúnað úr bifreið ákærðu, sbr. það sem áður greinir um ACU - búnað. Um hefði verið að ræða skrán ingar - kubb fyr ir líknarbelgi. Reynt hefði verið að rannsaka upplýsingar á búnaðinum. Það hefði til að byrja með verið gert með því að senda kubb inn til rannsóknar hjá prófessor F . Hann hefði verið með aflestrarbúnað í sínum fórum til að lesa kubba af þessu tagi. Ekki h efði hins vegar reynst unnt að lesa upplýsingar af kubbnum í búnaði F . Því hefði verið ákveðið að F sendi búnaðinn til sérfræðings erlendis, sem F þekkti til, en sá sér fræðingur hefði einnig verið með aflestrar búnað. Sending kubbsins með þessum hætti til hins erlenda sérfræðings hefði verið fyrir milli göngu F að beiðni lögreglu. Lögregla hefði að öðru leyti ekki komið að þeim sam skiptum. Hinum erlenda sérfræðingi hefði heldur ekki verið unnt að lesa upp lýsingar af kubbnum. Til skýringar tók vitnið fr am að ekki væri alltaf hægt að lesa upplýsingar í búnaði af þess um toga. Það gæti verið vegna mismunandi gerðar á aflestrar búnaði eða að slíkur bún aður gæti ekki lesið kubb sem væri þeirrar gerðar að kæmi úr eldra öku tæki eða að slíkur kubbur væri skem mdur. Hinn hald lagði kubbur úr bifreið ákærðu hefði hins vegar ekki virst vera skemmdur utanfrá. Þá væri misjafnt hversu mikið af upp lýsingum væru skráðar í kubba af þess u tagi. Lög regla hefði ekki hlutast til um frekari rannsókn á hinum hald lagða ku bbi, svo sem með því að hafa samband við framleiðanda né heldur fram leið - anda eða um boðs aðila bifreiðar ákærðu hér á landi. 14. Vitnið, F prófessor, staðfesti fyrrgreinda álitsgerð sem hann vann varð andi hraða - útreikninga og gerði nánar grein fyrir forsendum hennar og niðurstöðum. Vitnið bar meðal annars um að samkvæmt ummerkjum á vettvangi, beyglum á bifreiðum og skrið - förum væru niðurstöður hans á þá leið að ætlaður ökuhraði M hefði verið 112 km á klukkustund, minnsti mögu legi öku hraði hefði v erið 102 km á klukkustund og mesti mögu legi hraði hefði verið 124 km á klukku stund. Vitnið kvaðst telja útilokað að öku - hrað inn hefði verið minni en 102 km á klukkustund og líklegast að hann hefði verið á bil inu 112 - 124 km á klukkustund. Ummerki og stæ rð á slysavettvangi hefði verið af þeim toga, þar með talið út frá þeim stað og fjarlægð þar sem M stöðvaðist eftir árekstur inn. Vitnið kvaðst hafa stuðst við rann sóknar gögn tækni deildar lögreglu, auk rann sóknar - gagna úr bíltæknirannsókn við út reikn ingana. Vitnið greindi frá því að ljóst hefði verið að bæði ökutækin voru á ferð þegar þau skullu saman og kvaðst vitnið hafa gefið sér að ökuhraði fremri bifreiðar innar hefði verið á bilinu 30 - 50 km á klukku stund. Vitnið hefði í því sambandi meðal an nars farið á stað - inn, skoðað aðstæður og prufað sjálfur með akstri á eigin ökutæki að taka umrædda 12 beygju á mismunandi öku hraða. Hann hefði sjálfur ekki náð beygjunni á 40 km hraða á klukku stund og þá hefði fræðilega legið fyrir að bifreið gæti náð beyg junni á 50 km hraða á klukkustund án þess að skríða. Langlíkleg a st væri að ökuhraðinn hefði verið undir 30 km á klukkustund þegar henni var beygt. Þá væri meðal forsendna í útreikningum, miðað við orkulosun, að því meiri öku hraði sem fremra ökutækið vær i á því lægri hefði öku - hrað inn verið á aftara öku tæk inu. Vitnið kvaðst hafa byggt sína útreikninga á orkuvarðveislulögmálinu, ein jafna hefði legið til grundvallar útreikningunum en hún hefði verið með mörgum liðum. Með þessu hefði verið reynt að finna út óþekktan hraða þess ökutækis sem keyrði aftan á en hraði fremra öku tækis ins hefði verið gefin forsenda, eins og áður greinir. Vitnið kvaðst hafa gert áreiðanleika könnun á niðurstöðum sínum með því að nota aðra aðferð, svokallaða kraft aðferð , til að bera saman við útreikningana og staðfesta þá. Hann hefði hins vegar ekki tekið þá útreikninga með inn í texta álitsgerðarinnar, þar sem hún hefði verið ætluð til lögreglu, sem lögregluskýrsla. Hann hefði því ekki gengið frá álitsgerðinni sem eigin - l egri matsgerð. Vitnið kvaðst kannast við að hafa reynt að lesa fyrr greindan tölvukubb varðandi ACU - búnað en án árangurs. Kubburinn hefði ekki verið lesanlegur. Þá hefði vitnið í fram haldi sent kubb inn til sérfræðings erlendis og þar hefði hann heldur ekki verið lesan - legur. 15. Dómkvaddur matsmaður, G , gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og stað festi og gerði nánar grein fyrir fyrrgreindri matsgerð. Í skýrslu matsmannsins kom meðal annars fram að samkvæmt hans niðurstöðum væri unnt að meta hraða um ræddra bifreiða með þeim aðferðum sem F notaði í sinni álitsgerð. Matsmaður hefði sann reynt þau atriði sem hann gat sannreynt og niðurstaða hans um ökuhraðann verið hin sama og F . Þá hefði mats - maður einnig talið að unnt væri að staðreyna staðsetn ingu ár ekstursins út frá rannsóknargögn um lögreglu. Matsmaður kvaðst því staðfesta að ferða fræði F og hans niður stöður. Nánar aðspurður um útreikninga á ökuhraða á fremri bifreiðinni, N , þegar henni var beygt til vinstri og hvaða áhrif sá ökuhraði hefði ha ft á útreikninga á öku hraða aftari bif reiðarinnar, M , þegar áreksturinn átti sér stað, greindi matsmaður frá því að eftir því sem öku hraði fremri bifreiðar innar hefði verið lægri því lægri hefði ökuhraði aftari bifreiðarinnar verið. Slík hraða breyting væri innan við 10% til lækkunar varðandi aftari bifreiðina en munurinn minnkaði hins vegar eftir því sem farið væri í lægri öku hraða á fremri bifreiðinni. Kvaðst mats maður telja að allt benti til þess, út frá gögnum málsins, að ökuhraði fremri bifreiðar innar hefði við áreksturinn verið á bilinu 30 - 50 km á klukku - stund. Ef ökuhraðinn á fremri bifreiðinni hefði verið 30 km á klukkustund við áreksturinn 13 þá hefði ökuhraði á aftari bifreiðinni á sama tíma verið 104 km á klukku stund. Einnig hefði öku hraðinn verið enn lægri á aftari bifreiðinni ef fremri bifreiðin hefði verið á 10 til 15 km hraða á klukkustund. Matsmaður kvaðst hafa spurst fyrir um hvort unnt væri að fá gögn úr fyrrgreindum ACU - búnaði en hann hefði fengið þau svör að ekki væri unnt að fá þa u gögn. 16. Vitnið, T bifvélavirkjameistari, staðfesti og gerði nánar grein fyrir rann - sóknargögnum varðandi bíltæknirannsókn. Í framburði hans kom meðal annars fram að ekkert athugavert hefði verið við ástand umræddra bifreiða og möguleika öku manna ti l að hafa fulla stjórn á þeim. Hvað varðar bifreiðina M þá hefðu allar perur hennar verið í lagi, þar með talið stefnuljósaperur. Stefnuljósasveif hefði ekki verið niðri en enga vís - bendingu hefði verið að hafa þaðan um hvort stefnumerki hefði verið gefið. Ekki eru efni til frekari reif unar á fram burði vitnisins. 17. Vitnið, E réttarmeinafræðingur, gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og staðfesti og gerði nánar grein fyrir krufningsskýrslu varðandi hina látnu. Vitnið greindi meðal annars frá því að ekkert vi ð krufningu varðandi áverka hefði sýnt fram á að hin látna hefði verið með öryggis beltið spennt þegar slysið átti sér stað. Það eitt og sér gæti þó ekki útilokað öryggisbeltanotkun. Vitnið kvaðst engu að síður telja út frá krufn ingunni að hin látna hefði ekki verið með öryggisbeltið spennt þegar slysið átti sér stað. Ekki eru efni til frekari reif unar á fram burði vitnis ins. 18. Vitnið, D læknir, gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og gerði grein fyrir læknis skoðun á brotaþolanum B á bráðamóttök u og staðfesti fyrrgreint vottorð um þá skoðun. Áverk arnir hefðu samrýmst því að hún hefði lent í umferðarslysi. Þá hefði hluti áverka á líkamanum bent til þess að hún hefði verið með öryggisbeltið spennt á sig þegar slysið átti sér stað. Einnig hefði þa ð samrýmst munnlegum upplýsingum sem komu frá B við læknisskoðun. Ekki eru efni til frekari reif unar á fram burði vitnis ins. IV. Niðurstöður: Í málinu er ágreiningslaust að ákærða ók bifreiðinni M vestur Þing vallaveg í Mos - fellsdal og að hún var í framúrakstri vinstra megin á veginum, á akrein fyrir umferð úr 14 gagn stæðri átt, þegar bif reið inni var ekið á bifreiðina N sem ekið var til vesturs en var beygt til vinstri í veg fyrir ákærðu á vega mótum við afleggjara að Æsustöð um . Verknaðarlýsing ákæru er ekki svo skýr sem skyldi um þann hluta atvika sem lýtur að umræddum framúrakstri. Út frá heildarsamhengi verknaðarlýsingar, og með hlið sjón af heimfærslu meintra brota til laga, verður ákæran hins vegar ekki skilin á annan h átt en að á því sé byggt í málinu , til viðbótar við meintan hraðakstur o.fl., að ákærða hafi ekki farið nægjanlega eftir umferðarreglum sem eiga við um framúrakstur við vegamót og það hafi þýðingu fyrir sakarmatið. Þá hefur málið verið sótt og varið á þeim grundvelli. Fyrir liggur að umræddur vegarkafli var beinn og sléttur og gögn málsins bera með sér að skyggni og aðrar akstursaðstæður voru góðar. Samkvæmt málsgögnum liggur fyrir að umræddur framúrakstur átti sér stað stuttu áður en komið var að vegam ótum við Æsu - staði. Framúraksturinn vinstra megin fram úr N var því bannaður í merk ingu 1. málsl. 1. mgr., sbr. b - lið 2. mgr., 25. gr. umferðarlaga, eins og aðstæður og atvik voru að öðru leyti þegar N var beygt til vinstri á vegamótunum. Við sakar matið, til mild unar, verður hins vegar ekki litið fram hjá því að samkvæmt yfirborðs merk ingum á téð um vegarkafla var hvít fullbrotin lína ( miðlína L23 ) langsum eftir miðju vegar sem skildi að um ferð í gagnstæðar áttir á þeim tíma sem slysið átti sér stað. A ð því virtu mátti aka yfir línuna, eins og yfirborðsmerkingin birtist vegfarendum, enda væri gætt fyllstu var úðar, sbr. 23. gr. reglu gerðar nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra með síðari breyt ingum. Sam kvæmt vætti lög regluvarðstjóra nr . O var fyrr greind um yfir borðs merk ingum breytt nokkrum vik um eftir slysið á þann hátt að nú eru meiri tak markanir á framúr akstri á téðum vegar kafla. Sú breyting getur hins vegar engin áhrif haft á sakarmat við úrlausn þessa máls. Samkvæmt gö gnum málsins og öðru því sem fram hefur komið við skýrslutökur fyrir dómi liggur fyrir að leyfilegur hámarkshraði á umræddum vegarkafla var 70 km á klukku stund. Var það meðal annars sýnilegt vegfarendum með umferðarmerki ( bann - merki B26.70) , sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 289/1995, skammt frá slysstað. Þá kom fram í vætti lög regluvarðstjóra nr. O að ökuhraðinn á veginum hefði lækkað úr 90 niður í 70 km á klukku stund, um einn kílómetra austan við slysstað. Ákærða bar um það fyrir dómi að hafa ekið á 70 km hraða í aðdraganda slyssins og að umferðin hefði verið hæg á vegar kaflanum. Þá bar hún um að hafa áður en áreksturinn átti sér stað tekið fram úr bif reið eða bif reið um. Verður þar með ráðið af fram burði hennar að hún kannist við að hafa hækkað ök u hraðann á meðan framúr aksturinn stóð yfir uns hún lenti á N . Hún viti hins vegar ekki nákvæmlega hversu hratt hún ók í greint skipti en hún hefur borið um að hafa ekki verið að fylgjast með hraðamælinum þegar hún tók fram úr. Hún hefur hins vegar vísað því á bug að ökuhraðinn hafi verið allt að 124 km á klukku stund, eins og greinir í ákæru. 15 Samkvæmt vætti brotaþolans B sá hún ekki bifreið ákærðu fyrir slysið og gat ekki borið um ökuhraða ákærðu að öðru leyti en því að þungt högg hefði komið á bif reiðina og hún kastast til þegar þær lentu saman. Verður þannig ráðið að áreksturinn hafi borið brátt að og hann verið harður. Af framburði B verður ráðið að hún hafi keyrt á hægri ferð þegar hún tók beygjuna og getur það að nokkru samrýmst framburði vitni s ins K . Vitnið Í bar um hraðan framúr akstur tveggja bifreiða stuttu fyrir slysið en hún gat ekki borið um hraðann af neinni nákvæmni. Þá gat hún ekkert borið um aksturs lag N í að draganda árekstursins. Vitnið K bar um að ákærða hefði lík lega verið á 80 - 85 km hraða á klukku - stund, framúraksturinn hefði verið eðlilegur og N hefði verið hægt eðlilega niður í beygjunni. Hið sama verður ráðið af framburði vitnis ins L . Vitnin H og I greindu frá hraðakstri tveggja bifreiða einhverju áður en slysið átti sér stað á öðrum vegarköflum. Að því virtu geta framburðir þeirra um ætlaðan ökuhraða á vegarkafla við téðan slysstað ekki haft mikið vægi fyrir úrlausn máls ins. Hið sama á við um vætti J , ökumanns téðrar Range Rover bif reiðar, en hann mundi lítið eftir atvikum við skýrslugjöf fyrir dómi. Að framan greindu virtu hafa fram burðir fyrr greindra vitna, og framburður ákærðu, heilt á litið fremur lítið vægi fyrir úr lausn málsins hvað varðar ætlaðan ökuhraða ákærðu í greint skipti. Það sem helst verður ráðið af þeim framburðum er að ákærða hafi ekið bifreið sinni á yfir 70 km hraða á klukku stund þegar hún ók fram úr bifreið eða bifreiðum á vegarkaflanum við Æsustaði. Þá verður lítið byggt á fyrr greindum framburðum hvað varðar ökuhraða B í beygjunni að öðr u leyti en því að hann hafi verið talsvert hægari en ökuhraði ákærðu. Fyrir liggur að lögregla lagði hald á fyrrgreindan ACU - búnað og leitaðist við að rann saka þann búnað með aðstoð frá F prófessor, auk þess sem F hafði milligöngu um að senda búnaðin n til aflestrar til sérfræðings erlendis. Við meðferð málsins hefur verið upplýst að ekki reyndist unnt að lesa upplýsingar úr téðum búnaði með fyrrgreindum hætti. Þá hefur verið upplýst að lögregla hafi látið þar við sitja en ekki reynt til þrautar að fá lesið af búnaðinum með öðrum hætti, svo sem með því að hafa samband við fram - leið anda búnaðarins eða viðkomandi bifreiðaumboð hér á landi. Verður ákæruvaldið látið bera hallann af því við úrlausn málsins. Meðal gagna málsins er álit F prófessors um ætlaðan öku hraða ákærðu. Útreikningar hans byggja á orkuvarðveislulögmálinu út frá nánar til greind um forsendum, eins og áður greinir. Um er að ræða viðurkennda aðferðafræði við hraða útreikninga í málum af þessum toga. Þá gerði F nánar grein fy rir útreikn ing unum við skýrslugjöf fyrir dómi. Samkvæmt niður stöð um hans var hraði M talinn vera 112 km á klukkustund þegar henni var ekið aftan á N miðað við þá for sendu að hinni síðar nefndu bifreið hefði við áreksturinn eða í beygjunni verið ekið á um 40 km hraða á klukku stund. Þá var minnsti mögulegi hraði M talinn vera 102 km á klukku stund og mesti mögulegi hraði bifreiðarinnar talinn vera 124 km á klukku stund. Var þá miðað við að hraði N hefði verið 16 á bilinu 30 50 km á klukku stu nd sam kvæmt gefinni forsendu. Ákærða hlutaðist til um dómkvaðningu matsmanns til að fara yfir téða hraðaútreikninga og forsendur þeirra og var G verkfræðingur dómkvaddur til þess verks. Samkvæmt niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns geta út reikn ingar F staðist eins og þeir liggja fyrir í gögnum málsins. Að þessu virtu hefur ákærða ekki hnekkt hraðaútreikning unum. Hvað svo sem því líður er ljóst að framsetning á útreikningum í álitsgerð F er ekki gallalaus. Hið sama á við um fyrrgreinda matsgerð G sem hann staðfesti fyrir dómi. Í útreikningum F skortir nokkuð upp á að fram komi ýtarlegar útskýr ingar á því hvaða aðferðum er beitt, hvaða jöfn um og hvernig niðurstöður hans eru fengnar. Þá greinir ekki í álits gerð inni að niðurstaðan hafi verið sa nnreynd með öðrum viður kenndum aðferðum. Úr þessu var að nokkru bætt við skýrslugjöf F fyrir dómi. Einnig er fyrrgreind matsgerð G fremur almenns eðlis og án þess að gerð væri sérstök grein fyrir aðferðafræði sem hann viðhafði þegar hann yfirfór útreiknin ga F . Þá virðist F og G ekki bera alveg saman um hvaða áhrif ökuhraði á hinni fremri bifreið hafi haft á útreikningana þó að þeim beri saman um niðurstöðuna. Þegar farið er nánar yfir álitsgerð F er ljóst að mat hans byggir á viður kennd um aðferðum vi ð að greina afleiðingar umferðaróhappa á bifreiðar og önnur vegs ummerki umferðarslysa. Til grundvallar álitsgerðinni liggja fyrir nákvæmar mælingar á aflögun beggja bifreiða, sem og mælingar lögreglu á skriðförum og öðrum ummerkjum á vettvangi. Saman gefa þessar upplýsingar tilefni til að reikna þá orku sem losnaði í árekstrinum. Annars vegar er um að ræða orku sem fólgin er í formbreytingu beggja bif reiða sem reiknuð er með viðurkenndum og birtum aðferðum, er byggja á meðalstífni - stuðlum bifreiða í s ama stærðarflokki og umræddar bifreiðar. Hins vegar er um að ræða núningsáhrif er báðar bifreiðar verða fyrir á ferð sinni eftir árekstur þegar þær dragast eftir yfirborði og jafnvel snúast, auk áhrifa á borð við færslu í þyngdarsviði og aflögun annarra hl uta á vettvangi. Viðurkenndum aðferðum og þekktum núningsstuðlum er beitt við áætlun á orkulosun í þeim tilfellum. Orkulíkingin, eða lögmál um varðveislu orkunnar, tekur saman heildarorku beggja bifreiða í upphafi, sem fólgin er í hreyfiorku þeirra, og be r saman við þau áhrif orku - losunar sem nefnd eru að ofan. Aðferðin gefur þar með tilefni til að reikna út ökuhraða annarrar bifreiðarinnar, sé ökuhraði hinnar þekktur fyrir árekstur. Álitsgerðin setur vik - mörk á þá stuðla og mælingar sem stuðst er við, og endurspeglast þau vikmörk í því hraða bili sem upp er gefið í meginniðurstöðu matsgerðarinnar um hraða bifreiðarinnar M fyrir árekstur. Sé tilteknum orkulosunarþáttum sleppt í útreikningi, verkar það til lækkunar á áætluðum upphafshraða ofangreindrar bifre iðar. Sé upphafshraði bifreiðar - innar N áætlaður lægri en 30 - 50 km á klukkustund mun aðferð þessi skila hærri upphafshraða bifreiðarinnar M fyrir árekstur, þar sem summa hreyfiorku beggja bifreiða fyrir árekstur er jöfn heildarorkulosun sem verður í árekst rinum, og skriðferli í kjölfarið. 17 Samkvæmt framangreindu þykir ekki óvarlegt að leggja útreikninga F í álits gerðinni til grund vallar við úrlausn málsins og verður í því sambandi miðað við þann ökuhraða ákærðu sem er henni hagfelldastur, nánar tilteki ð minnsta mögulega ökuhraða hennar. Að þessu virtu verður lagt til grundvallar að lögfull sönnun hafi tekist fyrir því að öku - hraði ákærðu hafi verið 102 km á klukku stund þegar áreksturinn átti sér stað. Ákærða bar um að umferð úr gagnstæðri átt hefði ekki verið mikil í umrætt skipti. Hið sama kom fram hjá vitnunum K og L , auk þess sem þau báru um að umferð að öðru leyti hefði ekki verið mikil á veginum. Kom þetta einnig fram hjá vitn inu Í . Þá verður ráðið af framburðum lögreglumannanna O og Ó að þétt umferð á veg inum í báðar áttir þegar þeir komu á vettvang hafi einkum skýrst af því að það hægðist á henni út af slysinu. Að þessu virtu er ósannað að talsverð umferð hafi verið í báðar áttir þegar bifreiðinni M var ekið á rangan vegarhelming miðað við a ksturs stefnu, eins og greinir í ákæru. Samkvæmt rannsóknargögnum tæknideildar og bíltæknirannsókn, sem staðfest voru fyrir dómi, telst sannað að bifreið ákærðu lenti á vinstra afturhorni bifreiðarinnar N eins og greinir í ákæru. Ljóst er af vottorði og vætti læknisins D að B hlaut þá áverka sem greinir í ákæru og telst það því sannað í málinu. Hið sama leiðir af krufningsskýrslu og vætti fyrr greinds réttarmeinafræðings og telst sannað að A heitin lést af þeim blæðingum sem g reinir í ákæru og urðu af völdum árekstursins. Varnir ákærðu hafa meðal annars tekið til þess að brotaþolinn B , ökumaður N , hafi ekki farið nægjan lega eftir umferðarreglum við umrædda vinstri beygju og það kunni að hafa átt þátt í því að áreksturinn varð og taka verði tillit til þess við úrlausn málsins. Þá hafa varnir ákærðu í þessu sam hengi einnig beinst að því hvort B , sem og A , hafi í greint skipti gætt að lagaskyldu um að nota öryggis belti. Ákærða kvaðst ekki minnast þess að hafa séð bifreið á undan sér gefa stefnu merki þegar hún var í framúr akstrinum. Bifreiðinni N hefði allt í einu verið ekið í veg fyrir ákærðu. B kvaðst telja að hún hefði í umrætt skipti gefið stefnumerki þegar hún beygði bifreiðinni N til vinstri. Af framburði hennar fyr ir dómi verður ráðið að hún byggi það á því að hún hafi alltaf tamið sér að gefa stefnumerki í umferðinni og því hljóti það að hafa verið eins í umrætt skipti. Vitnið J bar um það að hafa séð stefnumerki á N þegar henni var beygt til vinstri. Vitnið K bar um það að kveikt hefði verið á stefnumerki þegar hann nálgaðist bifreiðina í skurð inum eftir árekstur inn. Þá greindi vitnið L frá því fyrir dómi að hafa greint lögreglu frá að hafa séð stefnu ljós á N þegar rætt var við hana á vettvangi stuttu eftir slysið. Verður ráðið af framburði hennar fyrir dómi að hún hafi ekki treyst sér til að segja til um það af eða á hvort svo hefði verið vegna þess tíma sem er liðinn. Að öllu framangreindu virtu verður lagt til grundvallar að B hafi gefið stefnu merki þega r hún beygði bifreiðinni N til vinstri í umrætt skipti. Þá hefur ekkert komið fram í málinu 18 sem bendir til þess að B hafi ekki gætt að því að vera sem næst miðlínu þegar hún tók beygjuna. B bar um það að hafa litið til hægri og vinstri þegar hún beygði ti l vinstri og þá hefði hún gætt að umferð fyrir aftan sig. Hún hefði hins vegar aldrei séð bifreið ákærðu fyrir aftan sig. Ljóst er að B er ein til frásagnar um þetta. Í mál inu blasir hins vegar við og er óumdeilt að ákærða var að keyra fyrir aftan B í u m ræddum framúrakstri þegar hin síðarnefnda beygði til vinstri og þar með í veg fyrir hana. Engin við hlítandi skýr ing hefur komið fram í málinu hvers vegna B beygði í veg fyrir ákærðu í greint skipti, önnur en sú að hún hafi ekki séð eða orðið vör við ha na. Að þessu virtu er uppi talsverð óvissa um það hvort B hafi í raun gætt nægilega að þeirri skyldu sem á henni hvíldi, sem ökumanni, að athuga með umferð fyrir aftan sig áður en hún tók beygjuna, sbr. 1. mgr. 19. gr. umferðarlaga , sbr. áður 2. mgr. 15. g r. eldri umferðarlaga nr. 50/1987 . Þetta kann að hafa átt þátt í því að um rætt slys varð og verður að taka tillit til þess við úrlausn málsins, sbr. síðari um fjöllun. B bar um það að hafa verið spennt í öryggisbelti í umrætt skipti. Sam rýmist það vætti læknisins D sem bar um það að hún hefði verið með áverka á lík amanum við skoðun á bráðadeild síðar sama dag og þeir hefðu samrýmst því að beltið hefði verið spennt. Að þessu virtu telst sannað að B notaði öryggisbelti í umrætt skipti. B bar einnig um að A heitin hefði notað öryggisbelti en B er ein til frá sagnar um það. Vitnið, E réttarmeinafræðingur, bar hins vegar um að ekkert við krufningu hinnar látnu hefði sýnt fram á að hún hefði verið með öryggisbeltið spennt þegar slysið átti sér stað og kvaðst vitnið telja að svo hefði ekki verið. Að þessu virtu er uppi vafi um hvort A ha fi í raun verið spennt í öryggisbelti þegar áreksturinn varð en það kann að hafa átt þátt í því að bani hlaust af. Verður að taka tillit til þessa við úr lausn málsins, sbr. síðari umfjöllun. Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða dómsins að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt ákærðu, eins og háttseminni og afleiðingum er lýst í ákæru en með þeirri breyt - ingu, eins og áður greinir, að ekki telst sannað að öku hraði hennar í greint skipti hafi verið meiri en 102 km á klukkustund . Einnig er ósannað a ð talsverð umferð hafi verið í báðar áttir. Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæslu skyldu B í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggis beltanotkun A , geti ekki leyst ákærðu undan refsi ábyrgð, ein s og hér stendur á. Hið sama á við um það sem áður greinir um yfirborðs merkingar á téðum vegarkafla. Þau atriði hafa hins vegar þýð ingu í tengslum við refsi ákvörðun og einka réttar kröfur, sbr. síðari um fjöllun. Er það því mat dóms ins, allt eins og áður er rakið, að ákærða hafi í um rætt sinn ekki gætt nægjanlegrar að gæslu og varúðar og með þessu sýnt af sér sak næmt gá leysi sem varði hana refsiábyrgð . Verður ákærða því sakfelld fyrir brot gegn 215. og 219. gr. almennra hegn ingar laga og b - li ð 2. mgr. 23. gr., 1 . mgr. 25. gr., 1. mgr. og c - lið 2. mgr. 36. gr. og 3. mgr., sbr. 5. mgr., 37. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. um ferðarlaga nr. 19 77/2019. Umferðarlagab rotin voru framin í tíð eldri um ferðarlaga nr. 50/1987 en sam - svarandi refsi ákvæði og refsi mörk var að finna í hinum eldri lögum samkvæmt 1. mgr. 20. gr., 1. mgr. 22. gr., 1. mgr. og c - lið 2. mgr. 36. gr. og 2. mgr., sbr. 4. mgr., 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. þeirra laga. Samkvæmt 2. gr. í almennum hegningar lög um fer um refsi næmi og refsi ákvörðun eftir ákvæðum hinna nýju um ferðar laga, eins og hér stendur á. Refsing ákærðu verður ákveðin eftir reglum 77. gr. almennra hegningarlaga. Sam - kvæmt fyrirliggjandi saka vottorði hefur ákærða ekki áður gerst brotleg við refsi lög og horfir það til málsbóta. Hins vegar verður að líta til þess að ákærða varð með akstri sínum völd að hörðum árekstri sem leiddi til mannsbana og verulegs líkamstjóns annarrar mann eskju. Þá verður litið til þess að ekki er víst að hin látn a hafi verið með öryggis beltið spennt en það kann að hafa átt þátt í því að bani hlaust af. Einnig verður að líta til þess sem áður greinir um aðgæsluskyldu B í beygjunni og möguleg frávik frá því. Enn fremur verður að taka tillit til þess sem áður segir um yfirborðsmerkingar á um rædd um vegarkafla, eins og þær birtust ákærðu . Eru þessi atriði til þess fallin að draga úr sak - næmisstigi ákærðu og verður litið til þess til refsi mild unar, sbr. 3. og 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. í almennum hegningar lögum . Veru legur dráttur hefur orðið á meðferð máls ins og verður jafnframt litið til þess við ákvörðun refs ingar. Að öllu framan greindu virtu, og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 550/2008, verður refsing ákærðu ákveðin fangelsi í þrjá má nuði en fresta skal fullnustu refs ingar innar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá upp kvaðn ingu dómsins haldi ákærða almennt skil orð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Krafa ákæruvaldsins um sviptingu ökuréttar er samkvæmt ákæru reist á 101. gr. um - ferðarlaga nr. 77/2019. Það lagaákvæði á við um ökuréttarsviptingu vegna ölvunar - eða vímu efna aksturs. Ljóst er að ekkert slíkt á við í máli þessu og verður ákærða því sýknuð af þeirri kröfu. Í málinu gera fyr rgreind B og C kröfu um miskabætur, hvor um sig að fjárhæð 5.000.000 króna. Sá síðarnefndi er einkabarn hinnar látnu. Krafan er reist á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í a - lið 1. mgr. þeirrar lagagreinar, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999, er meðal annars k veðið á um að heimilt sé að láta þann sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni greiða miska bætur til þess sem misgert er við. Þá má samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga með sömu skilyrðum gera þeim sem veldur dauða annars manns að gr eiða maka, börnum eða foreldrum miskabætur. Eins og áður er rakið er það mat dómsins að ákærða hafi ekið bifreið á 102 km hraða á klukku stund á vegarkafla á meðan hún var í framúrakstri á stað þar sem heimilt er að aka fram úr sam - kvæmt yfirborðs merkingu m, enda væri gætt fyllstu varúðar. Þá er , eins og áður er rakið, óvíst hvort B hafi sinnt nægjan lega skyldu sinni sem ökumanns að gæta að umferð fyrir aftan sig þegar hún tók téða beygju til vinstri. Einnig leikur nokkur vafi á því hvort A 20 hafi verið spennt í öryggis belti í umrætt skipti. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að mikil umferð hafi verið á veginum í báðar áttir þegar slysið átti sér stað. Þótt ákærða hafi sýnt af sér saknæmt gáleysi með því að brjóta gegn 215. og 219. gr. almennra hegningar l aga og víkja frá þeim hátt ernis reglum umferðarlaga sem hún hefur verið sak felld fyrir, þykja ekki liggja fyrir nægjanleg skilyrði, eins og hér stendur á, til að meta henni það til stórfellds gáleysis. Að þessu virtu er skilyrðum til greiðslu miska bóta sam kvæmt a - lið 1. mgr. og 2. mgr. 26. gr. skaða bótalaga ekki full nægt. Verður ákærða því sýknuð af fyrrgreindum miska bótakröf um. Fyrrgreindur bótakrefjandi, C , gerir einnig kröfu um að ákærða greiði honum skaða - bætur að fjárhæð 1.520.147 krónur, þar af 771.516 krónur vegna útfararkostnaðar og 748.631 krónu vegna vinnutaps, auk vaxta. Krafan er studd gögnum og ekki er tölu legur ágreiningur um fyrrgreinda bótaliði. Ákærða hefur verið sakfelld fyrir brot gegn 215. gr. almennra hegningarlaga og fyrrg reindum ákvæðum umferðarlaga. Með hinni refsi verðu háttsemi hefur ákærða með ólögmætum og sak næmum hætti bakað sér skaða bótaábyrgð. Einfalt gáleysi er að lögum nægjanlegt í þessu sambandi og þá er skilyrði um vá væni uppfyllt, eins og hér stendur á. Bótakröfunni verður því ekki vísað frá dómi og þá hefur ákærða ekki fært fram haldbær rök fyrir því að sýkna eigi hana af kröfunni. Að þessu virtu, og með vísan til almennu sakarreglunnar og 12. gr. skaða bóta laga nr. 50/1993, verður ákærðu gert að greið a bóta krefjandanum C skaða bætur vegna beggja bóta lið anna með vöxtum, eins og nánar greinir í dóms orði. Upphafs tími dráttarvaxta mið ast við þing - fest ingar dag málsins, 25. febrúar 2021. Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan ti l 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærðu til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostn - aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Ómars Arnar Bjarn þórs sonar lög - manns, sem ráðast af tímaskýrslu, 824.600 krónur, með v irðisaukaskatti, og verður ákærðu gert að greiða þann kostnað að fullu. Til sakarkostnaðar telst einnig þóknun skip - aðs réttargæslumanns B , Braga Dórs Hafþórs sonar lög manns, sem þykir hæfilega ákveðin 650.000 krónur, með virðisaukaskatti, og verður sá ko stn aður felldur á ríkissjóð. Að auki telst til sakarkostnaðar þóknun skipaðs réttar gæslu manns C , Leifs Runólfssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 650.000 krónur, með virðisaukaskatti, og verður ákærðu gert að greiða helming þess kostn aðar, eða samtals 325.000 krónur, en helmingur kostnaðarins verður felldur á ríkis sjóð. Annar sakarkostnaður á rannsóknarstigi, samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins, var felldur á ríkis sjóð þegar hin fyrri ákæra lögreglustjóra var afturkölluð og mál nr. S - 2528/2020 var fellt niður, sbr. 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008. Verður sá sakarkostnaður því ekki felldur á ákærðu í þessu máli og ber ríkissjóður þann kostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari. 21 Daði Kristjánsson héraðsdóm ari og dómsformaður kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara og Ármanni Gylfasyni, véla verkfræðingi og dósent. D ó m s o r ð : Ákærða, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal full nustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi hún almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða er sýkn af kröfu um sviptingu ökuréttar. Ákærða er sýkn af kröfum B og C um miskabætu r. Ákærða greiði C 1.520.147 krónur í skaðabætur með vöxtum sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. júlí 2018 til 25. febrúar 2021 en með dráttar vöxtum sam - kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða gr eiði samtals 1.149.600 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs, og eru þar inni - falin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lög manns, 824.600 krónur, og helmingur þóknunar skipaðs réttargæslumanns C , Leifs Runólfssonar lögmanns, sem í heild nema 650.000 krónum. Að öðru leyti greiðist sakar kostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslu manns B , Braga Dórs Hafþórssonar lögmanns, 650.000 krónur. Daði Kristjánsson