Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 6. ágúst 2021 . Mál nr. S - 202/2020: Ákæruvaldið (Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri) gegn X (Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 9. síðasta mánaðar, var höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á Vestfjörðum 1. desember síðastliðinn á hendur X , kt. , , svik, með því að hafa á tímabilinu 27. september 2019 til 11. mars 2020, dregið sér samtals kr. 1.727.588, - af bankareikningum einkahlutafélaganna A ehf., kt. , og B ehf., kt. , en ákærði var einn af eigendum félaganna og prókúruhafi þeirra, eins og hér greinir: a) af reikningi B ehf. nr. , í eitt skipti, kr. 506.450, - sem ákærði lét millifæra inn á sinn eigin reikning nr. þann 11. mars 2020, b) af reikningi A ehf. nr. , í 18 skipti, samtals kr. 1.221.138, - Dags. Aðgerð fjárhæð kr. 27.09.2019 Hraðbankaúttekt 500.000, - 30.09.2019 Orkan 12.040, - 16.10.2019 Eymundsson 539, - 21.10.2019 Póllinn 840, - 23.10.2019 Vínbúðin 5.980, - 29.10.2019 Hraðbankaúttekt 150.000, - 05.11.2019 Nett ó 549, - 12.11.2019 Hraðbankaúttekt 30.000, - 15.11.2019 Millifærsla á eigin reikning 140.699, - 15.11.2019 Millifærsla á eigin reikning 15.125, - 29.11.2019 Hraðbankaúttekt 100.000, - 17.12.2019 Hraðbankaúttekt 30.000, - 2 3.12.2019 Elko 12.390, - 2 27.12.2019 Fiskislóð 10, Rvk 50.000, - 27.12.2019 Betsson.com 20.888, - 27.12.2019 Betsson.com 20.888, - 30.12.2019 efra breiðholti 1.200, - 09.03.2020 Hraðbankaúttekt 130.000, - Á dómþingi 9. síðasta mánaðar var fært til þingbókar að ósk ákæruvalds ins að fyrra reikningsnúmerið í a - lið ákærunnar hefði misritast, rétt númer væri . Þá væri einnig misritað í b - lið ákærunnar að úttektir 27. september 2019, 29. október sama ár og 9. mars 2020 hafi verið hraðbankaúttektir, en hið rétta væri að um úttektir hjá gjaldkera í útibúi Íslandsbanka hafi verið að ræða. Sætti bókunin ekki athugasemdum af hálfu ákærða og verður dómur lagður á málið að teknu tilliti til hennar, að gættri 1. mgr. 180. gr . laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í ákæru er háttsemi ákærða talin varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 249. gr. sömu laga og þar er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar . Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að honum verði ekki gerð refsing eða vægustu viðurlög sem lög leyfi. Þá er gerð krafa um málsvarnarlaun til handa skipuðum verjanda, auk útlagðs kostnaðar verjanda vegna varnarinnar, og þóknunar til handa tilnefn dum verjanda ákærða á rannsóknarstigi. I Ákærði átti á því tímabili sem sakargiftir lúta að hlut í framangreindum einkahlutafélögum ásamt öðrum. Faðir hans lést um mitt ár 2019 en ákærði bar meðal annars um það fyrir dómi að þeir feðgar hefðu stofnað félög in. Faðir hans hafði setið í óskiptu búi og lauk skiptum búsins að endingu í opinberum skiptum með frumvarpi sem samþykkt var á skiptafundi 18. desember 2020. Samkvæmt upplýsingum með ársreikningi B ehf. vegna rekstrarársins 2019 átti hvor þeirra feðga 47, 5% í félaginu og átti C 5% hlut á móti þeim. Samkvæmt upplýsingum með ársreikningi A ehf. sama rekstrarár átti ákærði helming hluta félagsins, B ehf. átti 40% hlutanna og D , systir ákærða, átti 10% þeirra. Tilgangi beggja félaga er svo lýst í vottorðum fyr irtækjaskrár, frá 30. nóvember 2020, sem útgerð, vinnsla sjávarfangs, verslun, inn - og útflutningur, rekstur fasteigna og skyldur rekstur. Í vottorði B ehf. var ákærði tilgreindur sem stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins, en E , systi r hans, sem varamaður í stjórn. Samkvæmt vottorði A ehf. var faðir þeirra , þá látinn, tilgreindur 3 stjórnarformaður, en ákærði sem meðstjórnandi og framkvæmdastjóri. Þar eru ákærði og faðir hans tilgreindir prókúruhafar og D sem varamaður í stjórn . F er á vottorðunum sagður skoðunarmaður beggja félaga. Þessar upplýsingar úr vottorðum fyrirtækjaskrár eru að því er aðkomu ákærða að félögunum varðar, þær sömu og samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum með ársreikningum þeirra vegna rekstrarársins 2019 . Tildr ög þess að rannsókn lögreglu hófst á hendur ákærða voru þau að lögreglustjóra barst bréf lögmanns fyrir hönd systkina ákærða og fyrrgreinds C , dagsett er greint frá ætluðum brotum ákærða, meðal annars með vísan til meðfylgjandi gagna, og auk annars frá því greint að leitað hafi verið skýringa á færslum ákærða án alls árangurs. Með kærunni fylgdu yfirlit framangreinds reiknings A ehf. frá 2. september 2019 til og með 9. mars 2020, yfirlit vegna fyrrgreindrar úttektar af reikningi B ehf., samantekt kærðra tilvika, hlutafjármiðar beggja félaga vegna ársins 2020, þrjár fyrirspurnir lögmanns kærenda vegna úttekta nna til lögmanns ákærða í nóvember 2019, febrúar 2020 og mars sama ár og leyfi til einkaskipta á dánarbúi föður ákærða ásamt umsókn þar um. Tvær skýrslur voru teknar af ákærða við rannsókn málsins, 29. maí 2020 og 28. október sama ár, og þá gaf D einnig skýrslu hjá lögreglu í gegnum síma hinn síðar greinda dag. Enn fremur r æddi lögregla 4. nóvember 2020 við kærendurna C , G og E , en auk þess H , maka kærandans I , hálfsystur ákærða, og tók af því tilefni saman upplýsingaskýrslu. Á grundvelli úrskurðar héraðsdóms var aflað gagna og upplýsinga frá Íslandsbanka hf. vegna færslna a f framangreindum reikningum og hver eða hverjir hefðu haft heimildir til notkunar þeirra á því tímabili sem sakagiftir taka til. Þá er meðal annars einnig á meðal rannsóknargagna bréf J lögmanns, sem tilnefnd var verjandi ákærða á rannsóknarstigi, þar sem fram koma, auk annars, skýringar fyrir hönd ákærða á hinum kærðu tilvikum. Þar segir meðal annars , með vísan til upplýsinga í tölvupóstsamskiptum við Íslandsbanka, að ákærði hafi ekki haft aðgang að reikningi A ehf., einungis D hafi haft þann aðgang gegnum netbanka og því væri, ef ástæða væri til rannsóknar, rétt að beina spurningum til hennar. B réfi nu fylgdu að auk i hin tilgreindu tölvupóstsamskipti J við starfsmann bankans varðandi prókúru á reikningi A ehf. og ársreikningur þess félags vegna rekstrarársi ns 2019. Enn fremur eru nokkrir launaseðlar ákærða hjá B ehf. frá árinu 2019 á meðal rannsóknargagna. 4 Við þingfestingu málsins 14. janúar síðastliðinn lagði sækjandi fram afturköllun allra kærenda utan G á fyrrgreindri kæru til lögreglu. Málið var upphafle ga dómtekið að lokinni aðalmeðferð 19. apríl síðastliðinn en dómur var ekki lagður á það áður en þeim dómara sem þá hafði málið til meðferðar var veitt tímabundið leyfi frá dómstörfum. Sá dómari sem kveður upp dóm þennan fékk málið til meðferðar 7. júní sí ðastliðinn og í ljósi þessarar aðstöðu var málið endurupptekið á dómþingi 25. þess mánaðar. Fyrir þann tíma hafði dómari horft og hlýtt á myndbandsupptöku af skýrslugjöfum við fyrri aðalmeðferð, auk þess sem sakflytjendum stóð til boða að gera slíkt hið sa ma. Fór aðalmeðferð málsins fram að nýju 9. síðasta mánaðar, og lá þá fyrir meðal málsgagna endurrit af skýrslum ákærða og vitna við fyrri aðalmeðferðina. Við upphaf fyrri aðalmeðferðar innar var lagt fram yfirlit kærðra tilvika ásamt yfirliti hreyfinga á þeim bankareikningi A ehf. sem sakargiftir taka til, launaseðlar ákærða hjá B ehf. dagsettir 31. janúar og 29. febrúar 2020, staðgreiðsluskrá RSK vegna ákærða fyrir tekjuárin 2016 til og með tekjuársins 2020, tölvupóstur tilnefnds verjanda á rannsóknars tigi til skipaðs verjanda fyrir dómi ásamt úrklippu tölvupósts frá D 26. febrúar 2021 þar sem fram kemur að hún vilji ekki eiga hlut í A ehf. með ákærða. Einnig upplýsingar með ársreikningi A ehf. vegna ársins 2019 ásamt rekstraryfirliti félagsins það ár, efnahagsyfirliti 31. desember 2019 og skýringarblaði. Sömuleiðis upplýsingar með ársreikningi B . ehf. vegna ársins 2019 ásamt ársreikningnum og frumvarp frá 3. desember 2020 til úthlutunar úr dánarbúi föður ákærða. Við upphaf aðalmeðferðar 9. síðasta mánað ar var fyrrgreint endurrit framburðar frá fyrri aðalmeðferð lagt fram . Sömuleiðis afrit þinglýsts kaupsamnings og afsals vegna kaupa A ehf. á fiskiskip inu K , en skjalið er dagsett 20. júní 2013. Einnig reikningur vegna verjendastarfa á rannsóknarstigi, útp rent tölvupósta þess verjanda til L lögmanns í mars og apríl 2020 vegna fyrirspurnar um peningaúttektir og málskostnaðaryfirlit skipaðs verjanda ákærða fyrir dómi ásamt gögnum þar að baki. Þess er sérstaklega að geta að upplýsingar í framangreindum ársreik ningi A ehf., sem lagður var fram af tilnefndum verjanda ákærða á rannsóknarstigi, og þeim hluta sama ársreiknings sem lagður var fram af skipuðum verjanda hans á dómþingi 19. apríl síðastliðinn eru ekki samhljóða um skammtímaskuldir félagsins. Í fyrrnefnd a skjalinu er skuld við eigendur sögð 7.618.579 krónur árið 2019 og 4.861.549 krónur árið 2018, en í hinu síðara eru skuldir við tengda aðila sagðar 8.048.278 krónur árið 2019 og 4.861.549 krónur árið 2018. Eins og rakið verður í kafla II staðfesti F , skoð unarmaður félagsins, 5 sem óumdeilt er að stillt hafi upp ársreikningum beggja félaga þessi rekstrarár, að í þeim ársreikningi sem hann hafi skilað til ríkisskattstjóra hafi verið tilgreint að skuldir við tengda aðila árið 2019 hafi verið 8.048.278 krónur. Þ á er þess að geta að s amkvæmt efnahagsyfirliti þess ársreiknings stóð A ehf. í árslok 2019 ekki í skuld við aðra en tengda aðila, ef frá er talinn ógreiddur virðisaukaskattur að fjárhæð 20.301 krón a . Samkvæmt yfirlitinu voru einu skuldir félagsins í árslok 2018 við tengda aðila og voru þá sagðar 4.861.549 krónur. Eignir félagsins námu 2.890.207 krónum í árslok 2018 og voru þær að nær öllu leyti handbært fé. Samkvæmt yfirlitinu námu eignir félagsins 5.220.517 krónum í árslok 2019, þar af nam virði fastafjárm una 4.050.000 krónum, en að öð r u leyti voru bókfærðar eignir þess að fjárhæð 1.170.517 krónur og eru tilgreindar að nær ö llu leyti sem handbært fé. Samkvæmt rekstraryfirliti árs reikningsins varð 1.471.003 króna hagnaður af rekstri félagins árið 2018, en ár ið 2019 varð tap af rekstrinum sem nam 876.720 krónum. II Ákærði gaf skýrslu á dómþingi bæði 19. apríl og 9. síðasta mánaðar . Þá gáfu einnig skýrslur vitna í báðum tilvikum D , C , G , E , J og M . Sem fyrr segir gaf F auk þess skýrslu við síðari aðalmeðferð málsins. Af hálfu ákærða var upplýst á dómþingi 9. síðasta mánaðar að hann væri ekki mótfallinn því að J , sem tilnefnd var verjandi hans á rannsóknarstigi, gæfi skýrslu fyrir dómi. Ekkert framangreindra vitna skorað ist undan skýrslugjöf þrátt fyrir að hafa í sumum tilvikum verið það heimilt vegna tengsla við ákærða. Verður hér á eftir gerð grein fyrir framburði þessara einstaklinga fyrir dómi að því marki sem skýrslugjöf þeirra þykir hafa varpað ljósi á sakarefni mál sins og önnur atriði sem þykja hafa þýðingu við úrlausn þess. Í skýrslugjöf við aðalmeðferð málsins 9. júlí síðastliðinn bar ákærði meðal annars um að kannast við að hafa fengið þá fjármuni sem sakargiftir samkvæmt a - lið ákærunnar lúta að færða inn á banka reikning sinn 11. mars á síðasta ári. Hann hafi þó ekki komið nálægt fjármunum eða bókhaldi félagsins. J hafi millifært fjármunina. Hann kvað hana líka hljóta að hafa gefið út launaseðla , en þegar hann var spurður um þessa launaseðla á dómþingi 19. apríl s íðastliðinn kvað hann J hafa fært sér þá en að hann viss ekki hver hefði útbúið þá. Hann kvaðst á dómþingi 9. síðasta mánaðar hafa verið aðaleigandi B ehf. þegar hann hafi hætt á strandveiðum , en það hafi verið B ehf. hafi meðal annars falist í 6 eftirliti með fyrirtækinu og eignum þess. Bátur félagsins hafi verið bilaður á þessum tíma . Hann h afi verið það frá því um tveimur árum áður og sé enn. Rekstur félagsins hafi snúist um bátinn en engu að síður hafi fyrirtækið verið í gangi og því hafi þurft að stjórna. Hann kvað engan hafa haft samband við sig um að taka hann af launaskrá félag sins. Það hefði ekki verið hægt og kvaðst hann myndi hafa stöðvað það. Hann kvað það rétt að D hafi séð um launagreiðslur fyrirtækisins en hún hafi ekki viljað ræða við hann. Starfsmenn B ehf. hafi verið fimm eða sex á föstum launum en þeim hafi verið sagt upp, þótt hann myndi ekki hvenær ársins 2019 það hafi verið. Hann hafi þó áfram þegið um 300.000 krónur í laun á mánuði. Hann kvaðst ekki þiggja laun frá fyrirtækinu í dag og halda að þær greiðslur hafi stoppað þegar bátur félagsins hafi verið seldur. Aðs purður kvað hann sig og J hafa verið á aðalfundi B ehf. 18. janúar 2020, sem haldinn hafi verið heima hjá ákærða, en aðrir hafi ekki verið viðstaddir. Sama fundarsókn hafi verið á aðalfund A ehf. sem haldinn hafi verið 12. febrúar 2020. Hann kvað allar 18 færslurnar af bankareikningi A ehf., samkvæmt b - lið ákærunnar, vera upp í 7,5 milljóna króna skuld félagsins við hann. Þær hafi hann framkvæmt í eigin þágu . Hann kvað færsluna 27. september 2019 að fjárhæð 500.000 krónur hafa verið framkvæmda vegna ágreinings um bifreið sem honum hafi verið ráðstafað úr dánarbúi föður síns en verið gert að skila þar sem D hafi síðar viljað kaupa hana á hærra verði en ákærði hafi gert. Bifreiðina hafi hann ætlað að gefa syni sínum. Ágreiningur hafi verið við dánarbús skiptin vegna hlutar föður hans í B ehf. H ann kvað D hafa hen t debetkorti A ehf. nýjan bíl. Skuldastaðan sé til komið út af embættisfærslum þess sem hafi þá annast skipti á dánarbúi föður hans. Hann kvaðst aðspurður ekkert hafa um aðrar færslur samkvæmt b - lið ákærunnar að segja . Hann hafi átt fyrirtækið , á peningana og hann hafi aldrei komið nálægt bókhaldi eða neinu. Fyrirtækið hafi skuldað honum 7,5 milljónir króna og að hann sjái ekkert athugavert við að taka eina milljón króna þar af . Allar færslurnar hafi verið löglegar. Aðspurður um hvernig sú skuld félagsins hafi komið til, bar hann að það yrði að spyrja bókara félagsins um það, hann hafi sjálfur ekki komið nálægt bókhaldi. Skuldin komi fram í uppgjöri fyrirtækisins og hann viti ekkert um það . Hún hljóti að vera ávinningur og annað í gegnum árin en hann viti ekki h vernig það virki. Þá bar hann auk annars einnig um það með nánar greindum hætti að hafa átt stóran hlut í félaginu og þa ð hafi staðið í skuld við tengda aðila 7 samkvæmt ársreikningi þess og úttektirnar verið upp í skuldina. Sömuleiðis að p eningarnir hafi ve rið notaðir í hans eigin þágu en engum kvittunum hafi verið haldið til haga til að færa í bókhald félagsins. Þegar ákærði var spurður út í færslurnar samkvæmt b - lið ákærunnar á dómþingi 19. apríl síðastliðinn vildi hann ekkert tjá sig um þær og kvaðst ekke rt hafa um þær að segja. Þá bar hann auk annars einnig um að D hafi alfarið séð um bókhald félaganna og að hann sjálfur hafi aldrei komið nálægt bókhaldi. Hann kvaðst þá heldur ekki þekkja bókhald félaganna. Á dómþingi 9. júlí síðastliðinn greindi ákærði svo meðal annars einnig svo frá því að hann hafi sjálfur keypt vélarlausan strandveiðibát á fimm milljónir króna, en svo hafi tvær milljónir króna verið teknar út úr B ehf. fyrir vél í bátinn og ísetningu hennar. Þannig hafi 40% eignarhald B ehf. í A ehf. komið til. Enginn annar maður hafi þannig lagt hlutafé inn í byrjun í einkahlutafélögin tvö nema hann . B áturinn hafi verið lagður inn í það. Ákærði skýrði frá því við aðalmeðferðina 19. apríl að með þe ssum bát væri átt [K] A ehf. og greindi í þessu samhengi frá því að þannig hafi A ehf. verið stofnað og að þannig hafi B ehf. fengið að eiga 40% hlut í A ehf. á móti ákærða. Á dómþingi 9. síðasta mánaðar greindi hann enn fremur frá því að h ann og faðir hans hafi á hinn bóginn starfað saman við útgerðina. Þeir hafi greitt reikninga sem hafi svo D og N í Þá hafi s ystkini hans aldrei haft afskipti af B ehf. en eftir að faðir þeirra hafi látist hafi allir viljað frá peninga. Ákærði hafi endað á að kaupa af þeim arfshluta þeirra við búskiptin. Nú eigi hann bæði félögin, en kvaðst þó ekki vita hvort gengið hafi verið formlega frá afsali D á hlut hennar í A ehf. Við aðalmeðferðina 9. síðasta mánaðar bar J , sem líkt og fram er komið gegndi starfi ve rjanda ákærða á rannsóknarstigi málsins, meðal annars um það að hafa millifært þá greiðslu, sem sakargiftir samkvæmt a - lið ákærunnar lúta að, af bankareikningi B ehf. inn á bankareikning ákærða. Hann hafi ekki fengið greidd laun í tvo mánuði og laun hans í janúar og febrúar því verið greidd. Launaseðlar vegna þessa hafi verið gerðir eftir á, þá hafi P , endurskoðandi , eða einhver á stofunni hjá honum gert. Vitnið og ákærði hafi leit a ð til hans í jú ní 2020 til að sjá um greiðslu opinberra gjalda. Hún viti ekki hvenær launaseðlarnir hafi verið gefnir út, en að minnsta kosti eftir þann tíma. Verið geti að þeir hafi verið gefnir út á árinu 2021 þegar endurskoðandinn hafi unnið í uppgjöri fyrirtækisins. Það sjáist á samtölu millifærslunnar, borið saman við desember, að þetta séu laun. D hafi átt að gefa út launaseðlana en ekki gert það. J hafi verið búið að vera í sambandi við hana fyrir 11. mars 2020 en hún hætt að svara. Hún kvaðst hafa rætt það 8 við han a að ákærði hefði ekki fengið greidd laun fyrir þessa tvo mánuði en hún engu svarað. Síðar hafi hún sagt að tveir lögfræðingar hafi bannað sér að greiða ákærða laun, L og O , en þeir hafi ekki kannast við það þegar J hafi borið það undir þá. Á dómþingi 19. apríl síðastliðinn bar J einnig um þessi samskipti hennar og D , og taldi þá einnig að þau hefðu átt sér stað fyrir þann tíma sem millifærslan var framkvæmd, þó hún hafi ekki getað sagt til um það með vissu. Við báðar skýrslugjafir sínar fyrir dómi bar hún um að í janúar og febrúar 2020 hafi ákærði annast eignir B ehf. og lýsti hún þeim verkefnum hans með nánari hætti. Aðspurð kvað J N hafa annast ársreikningagerð félaganna á þeim tíma sem sakargiftir taka til en D , eða M , eiginmaður hennar, hafi fært bókhal dið. J og ákærði hafi ekki fengið neinar upplýsingar en bara verið að reyna að átta sig á stöðunni. Aðspurð um hvort hún hafi þekkt viðskiptastöðu félaganna, í ljósi þeirrar málsvarnar ákærða að félögin hafi staðið í skuld við hann, kvað J D neitað að afhenda bókhaldið til að fá stöðuna á hreint. Þau hafi ekki fengið bókhaldið, nema fyrir 2019 og þá með herkjum, í júní eða júlí 2020. Fyrri ár hafi þau ekki fengið afhent fyrr en í febrúar eða mars á þessu ári. Samkvæm t ársreikningum félaganna 2019 hafi þau staðið í skuld við ákærða. Bæði október 2020 til skýringar á þessu; ársreikning A ehf., gögn um að þetta væru laun og bréf þar sem hún hafi reynt að skýra það sem hún hafi haft upplýsingar um á þeim tíma. Hú n kvaðst ekki hafa komið að ársreikningum félaganna fyrir rekstrarárið 2019 og kva ð st í fyrstu heldur ekki hafa setið aðalfundi þeirra í janúar og febrúar 2020. Hún kvað ákærða hafa haldið fund í febrúar 2020, einan í stjórn, og boðað til sín þáverandi framkvæmdastjóra, E , en hún neitað að mæta. Nánar aðspurð bar hún um að hafa setið fund 14. febrúar 2020. Aðalfundir félaganna hafi verið haldnir þrátt fyrir að bókhald hafi þá ekki verið afhent og hafi ársreikningur verið gerður samkvæmt bókhaldi þeirra sem það hafi fært. Hún hafi sjálf aldrei hafa fært bókhald félaganna. Á meðal þess sem D , systir ákærða, greindi frá við aðalmeðferðina 9. júlí síðastliðinn var að eftir andlát föður hennar og ákærða hafi hún séð um að greiða reikninga fyrir fyrirtækin. Fyrir þann tíma hafi faðir þeirra gert það sjálfur, en heimabanki hafi ekki verið stofnaður fyrr en eftir andlát hans. Hún hafi svo tekið eftir því að teknir hafi verið peningar út af bankareikningi A ehf. sem engir reikningar eða nótur hafi verið fyrir. Hún hafi spurt bróður sinn um það, því að hún hafi vitað að það væri bannað að 9 taka út peninga til eigin nota, en hann hafi bara reiðst henni og sagt að henni kæmi það ekki við, að hann væri að taka peninga úr hans eigin fyrirtæki. Hún kvaðst telja sig hafa haft samband við hann í september eða október, en muni ekki nákvæmlega hvenær. Eftir það hafi hann ekki talað við hana og lokað á heimildir hennar í heimabanka til að greiða reikninga. Það debetkort sem ákærði hafi haft undir höndum hafi fyrst komið til hennar. Ákærði hafi verið prókúruhafi og staddur á en ekki hún. Á þessum tíma hafi þau tvö verið með prókúru félagsins o g þá kvaðst hún halda að E hafi einnig haft prókúru. Kortið hafi borist eftir að heimabanki vegna bankareiknings félagsins hafi verið stofnaður. Ekki hafi fleiri greiðslukort verið í gangi. Aðspurð um færsluna af bankareikningi B ehf. 11. mars 2020 kvaðst hún ekkert vita um hana þar sem hún hafi þá ekki haft neinn aðgang. Vonast hafi verið eftir því að skiptum á búi föður þeirra yrði lokið um áramótin 2019/2020, en mynd u ekki dragast eins og gerst hafi. D kvað J hafa haft samband við sig og spurt hana um la unagreiðslur ákærða, en hún hafi tjáð henni að hún hafi ekki vitað til þess að neinn væri á launum á bátnum því að hann væri bilaður og ekkert hafi verið í gangi. Hún kvaðst ekki vita hver hafi átt að taka ákvörðun um hver væri á launum, hvort það væri han n eða hvort tala hefði þurft við alla. Það hafi ekki verið rætt. Hún hafi séð um að greiða laun út september 2019 á uppsagnarfresti starfsmanna. Öðrum en ákærða hafi verið sagt upp störfum. Hann og talið hafi verið að þetta yrði búið. Ákærði hafi hv orki verið að róa eða beita. Hann hafi alltaf verið á launum hjá félaginu óháð því hvort hann hafi haft skilgreint hlutverk hjá því eða ekki. Hún hafi þó ekki fylgst með því hvaða störfum hann hafi sinnt fyrir félagið. Aðspurð kvaðst D ekki hafa fært bókh ald, það hafi eiginmaður hennar, M , gert M hafi einnig séð um gerð launaseðla, hann hafi séð um launaútreikninga eftir fyrirmælum f rá föður hennar. Aðspurð um 10% hlut sinn í A ehf. kvaðst hún hafa tilkynnt J um að ákærði mætti fá þann hlut því að hún vildi ekki eiga hlutinn. Faðir hennar hafi upphaflega gefið henni hlutinn án hennar vitundar en sagt henni síðar frá því. Hún hafi rang lega verið sökuð um að hafa stolið hlutnum sem hún hafi ekki gert. Því hafi ákærði mátt eiga hlutinn. Ekki hafi verið gengið frá því afsali og 10 viti hún ekki hvort hún sé enn skráð fyrir hlutnum. Hún kvaðst aðspurð ekki hafa verið boðuð á aðalfund A ehf. í febrúar 2020 sem frá sé greint í ársreikningi félagsins. Á meðal þess sem F , skoðunarma ður einkahlutafélaganna, bar um við aðalmeðferðina 9. síðast a mánaðar var að hann haf i stillt upp ársreikningi þeirra vegna rekstrarársins 2019. M hafi fært bókhaldið og þaðan hafi hann fengið bókhaldið. Aðspurður um ársreikning A ehf. kvaðst hann hafa stillt upp reikningi þar sem fram kæmi að skuldir félagsins við tengda aðila væru rúmar átta milljónir króna, sbr. það sem framan var rakið í dómnum í kafla I. Það eigi að stemma við það sem hann hafi sent inn til ríkisskattstjóra. Til sé undirritað eintak frá honum, en hann kvaðst ekki hafa fylgst með því hvort stjórnarmenn hafi undirritað ársreikninginn í kjölfarið. Hann kvað skuldir við tengda aðila vera tölur úr bókha ldinu og að kannað hafi verið hvort rekstrarliðir annaðhvort frá B nótu vanti í bókhald þá sé það úttekt eiganda á hans ábyrgð og að sama skapi sé litið þannig á að ef reikningar séu greiddir fyrir félagið, þá hljóti það að koma frá eigendum. F kvað sig gruna það, án þess að vita það, að það hafi verið faðir ákærða sem hafi greitt, en það viti M betur því hann hafi fært bókhaldið. F kvaðst hafa séð um ársreikningagerð félaganna í mörg ár, en hafi aldrei haft samband við ákærða eða föður hans, samskiptin hafi verið við D eð a M . Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvort ákærði hafi greitt fyrir eitthvað. Til að vita það hefði þurft að fara ítarlegar í hlutina því að ársreikningurinn sé ekki endurskoðaður heldur staðfestur af F sem skoðunarmanni, þ.e. að hann standist. Hann hafi grun um að hækkun eigna á milli ára sé eitthvað sem komið hafi frá B ehf. en geti alls ekki staðfest það. Reikna megi með að hækkunin sé vegna eignakaupa og að [B] verið f faðir ákærða sem hafi séð um fjárhag félaganna. Hann hafi þó ekki velt vöngum yfir því Fram er komið að F gaf ekki skýrslu á dómþingi 19. apríl eða við rannsókn málsins. Við aðalmeðferðina 9. júlí síðastliðinn kvaðst M ekkert vita um millifærsluna 11. mars 2020. Hann hafi ekki komið nálægt peningum fyrirtækisins, bara reiknað út laun og fært bókhald . Hann hafi svo ekki komið nálægt neinu árið 2020. Hann hafi fært inn fyrstu tvo mánuði þess 11 sem heiti bókhald. Hann hafi klárað launaseðla fyrir árið 2019 en ekki fyrir árið 2020. Eftir að faðir ákærða hafi látist hafi verið umtalað að ákærði yrði á launum til áramóta og að reiknað hafi verið með að skiptum á dá narbúinu yrði þá lokið. Útgerðin hafi verið stopp og það hafi þurft að segja upp öllum starfsmönnum. Vitnið kvaðst hafa tekið að sér að segja upp öllum starfsmönnum fyrir 1. júlí 2019. Ákærði hafi aldrei rætt við neinn um launagreiðslur fyrir árið 2020, J hafi komið þeim að. Ákærði hafi lokað á hann og D í október eða nóvember og J virst taka alla stjórn. Vitnið kvaðst ekki hafa komið nálægt bókfærslu og millifærslum 2020. Við aðalmeðferðina 19. apríl síðastliðinn bar M meðal annars einnig um talað hafi ver ið við ákærða um að hann yrði á launum til áramóta en ekki hafi verið talað um að það þyrfti að segja ákærða upp störfum hjá B ehf. Aðspurður um úttektir af reikningi A ehf. kvaðst M kannast við þær í gegnum eiginkonu sína. Þau hafi leitað skýringa hjá á kærða en engar fengið aðrar en að þeim kæmi þetta ekki við. Engar kvittanir hafi verið fyrir þessum úttektum aðrar en frá bankanum. Þannig hafi færslurnar verið færðar í bókhaldið en ákærði hafi engar aðrar skýringar viljað gefa. Ákærði hafi verið með debe tkort vegna bankareikningsins á þessum tíma. Vitnið hafi klárað að færa bókhaldið 2019 og farið með það til endurskoðandans sem einnig hafi vitað af þessum færslum. Þegar skuldir við tengda aðila í ársreikningi A ehf. fyrir árið 2019 að fjárhæð rétt rúmar átta milljónir króna , sbr. framangreint, voru bornar undir M kvaðst hann ekki kunna að útskýra þær, en vita það, eftir því sem F , skoðunarmaður félagsins, hafi sagt honum, að þetta hafi komið til á löngum tíma til að stemma bókhaldið af þar sem það hafi a ldrei verið gert. Þegar allir reikningar liggi fyrir komi þetta fram sem mismunur við afstemmingu sem hafi myndast á löngum tíma. Vitnið kvað föður ákærða oft hafa lagt persónulega út fyrir félögin, en kvaðst ekki vita til þess að ákærði hafi gert það. Það hafi frekar verið þannig að faðir ákærða hefði látið hann Þá hafi faðir ákærða fengið lægri arðgreiðslur en ákærði. Vitnið kvað A ehf. ekki hafa t út úr því, A ehf. hefði staðið í skuld, þá hafi sú skuld verið við B ehf., því sé B ehf. með eignahlut í A ehf. X hafi átt 50% hlut í A ehf., B ehf. 40% hlut og eiginkona vitnisins 10% hlut. Ákærði hafi ekki átt neina frekari kröfu í þessa skuld en aðrir eigendur, en hann kvaðst svo nánar aðspurður ekki vita til þess að félagið hafi verið í skuld við ákærða. Svo hafi ekki verið samkvæmt bókhaldi félagsins í árslok 2019. Þá kvaðst hann e kki vit a til þess að ákærði hafi lagt út fyrir félagið 12 og þá hafi fengið öll sín laun greidd frá félaginu. M var ekki spurður um skuldir A ehf. við tengda aðila samkvæmt ársreikningnum í skýrslugjöf hans fyrir dómi 19. apríl síðastliðinn. Við aðalmeðferðina 9. júlí síðastliðinn bar C meðal annars um að hafa selt hlut sinn í B ehf. um síðustu áramót þegar ákærði hafi keypt alla út. Hann hafi fengið vitneskju um úttektir ákærða sem ekki hafi tengst útgerðinni. Rekstur B ehf. hafi stoppað þegar bátur félagsins hafi bilað og starfsmönnum þess verið sagt upp. Hann kvaðst ekki vita til þess hvaða starfi ákærði hafi átt að gegna hjá félaginu, en hann hafi áður átt að vera í afleysingum þegar starfs menn þess hafi vantað frí. Faðir ákærða hafi séð um allt saman og sen t reikninga til D . Eftir andlát hans hafi ákærði tekið öll völd og vitnið og systkinin ekki haft neitt að segja. Ákærði hafi átt að fara af launum hjá félaginu um áramótin upp haflega hafi annast skipti á dánarbúi föður ákærða og ákveðið hafi verið að greiða ákærða laun til áramóta. Við aðalmeðferðina 9. síðasta mánaðar bar E , systir ákærða, auk annars um að enginn rekstur hafi verið hjá B ehf. árið 2019. Bátur félagsins hafi verið bilaður í viðgerð . Hún kvaðst ekkert vera inni í því hvenær ákærði hafi átt að fara af launskrá félagsins og ekki hafa haft vitneskju um það. Til hafi staðið að öllu yrði lokað frá og með áramótum. Hún kvaðst kannast við að hafa verið í varastjórn B ehf. árið 2019 þegar faðir hennar hafi verið á lífi en kannaðist ekki við að haldinn hafi verið aðalfundur í félaginu í janúar 2020 eða að hafa verið boðuð á þann fund. Þegar henni var kynnt að samkvæmt vottorði úr fyrirtækjaskrá frá 30. nóvember 2020 hafi hún verið varamaður í stjórn Aðspurð um úttektirnar af bankareikningi A ehf. haustið 2019 kvaðst hún hafa heyrt að ákærði hafi t ekið þaðan peninga og nýtt í eigin þágu. Hún hafi rætt það við hann og sagt að hann mætti það ekki og að hann yrði að gera grein fyrir því í hvað peningarnir hefðu Þ egar E gaf skýrslu við fyrri aðalmeðferð málsins var framburður hennar efnislega á sömu lund um þessi samskipti hennar og ákærða og starfsemi B ehf. Við aðalmeðferðina 9. júlí síðastliðinn greindi G , systir ákærða, meðal annars svo frá að ákærði hafi tal ið sig mega gera það sem hann vildi og nota peninga dánarbús föður hafi aldrei borgað reikninga fyrir félagið fyrr en eftir að hann hafi talið sig eiga þetta allt. 13 Hann hafi róið á tímabili en svo hætt. Hann hafi aldrei verið ráðinn í neina vinnu en átt hlut með föður þeirra. Hann hafi fengið laun þar til faðir þeirra hafi sagt öllum upp störfum. Báturinn hafi verið bilaður og enginn rekstur í útgerðinni og faðir þei hún viti til þess að það hafi átt að taka ákærða af launaskrá um áramótin 2019/2020 bar hún svo að henni hafi verið sagt að það hafi verið búið að segja öllum upp . Það hafi hún haft frá föður sínum sem meðal annars hafi sagst hafa sagt upp starfsmönnunum sjálfur. Þá upplýsti hún að e kki hafi verið haft samband við hana vegna fyrrgreindrar afturköllunar á kæru málsins , hvorki systkini hennar eða skiptastjórinn. Afst aða hennar til kærunnar sé að ákærði eigi að svara til saka fyrir það sem hann hafi gert. Aðspurð um það sem hún hafi áður lýst fyrir dómi 19. apríl síðastliðinn um að úttektir ákærða hafi verið í einkanotum kvaðst hún hafa heyrt það frá systrum sínum sem hafi haft aðgang að gögnum , sem hún hafi sjálf ekki haft . III Af hálfu ákæruvaldsins var einkum vísað til þess við aðalmeðferð málsins 9. síðasta mánaðar að þrátt fyrir afgerandi stöðu ákærða hjá einkahlutafélögunum hafi hann ekki haft heimilir til að fara með fjármuni þess að eigin vild. Um væri að ræða sjálfstæðar lögpersónur sem lúti reglum laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Að því er færsluna af bankar eikningi B ehf. varði, sbr. a - lið ákærunnar, hafi engin starfsemi verið í B ehf. í ársbyrjun 2020 og hafi vitni borið um að ákærði hafi ekki átt að vera á launum hjá félaginu eftir árið 2019. Brot ákærða gegn 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 haf i verið fullframið við tileinkun ákærða á fjármunum félagsins og síðar i skýringar hans dugi því ekki. Enginn samningur hafi legið fyrir um störf ákærða fyrir félagið og hann hafi ekki haldið vinnuskýrslum til haga. Millifærslan verið án skýringa og ákærði nýtt sjóði félagsins í eigin þágu. Hvað færslurnar af bankareikningi A ehf. varði, sbr. b - lið ákærunnar, sé óumdeilt að ákærði hafi viðhaft þá háttsemi sem ákæruliðurinn taki til. Hann hafi talið sig mega taka fjármuni út af bankareikningi félagsins í eigi n þágu þar sem hann hafi talið sig eiga það. Með háttseminni hafi hann brotið gegn 51. gr. laga nr. 138/1994. Ætluð skuld félagsins við hann geti ekki réttlætt úttektirnar. Ekkert liggi fyrir um heimild ákærða til að greiða sér fjármuni af bankareikningi f élagins og engin gögn hafi verið lögð fram um hina ætluðu skuld þrátt fyrir áskorun þar um. Þá segi ársreikningur A ehf., og annað sem fram sé komið í málinu, ekkert til um skuld félagsins við ákærða og hvorki 14 skoðunarmaður félagsins eða sá sem fært hafi b ókhald þess kannist við að ákærði hafi átt fjármuni inni hjá félaginu. Félagið og aðrir eigendur þess hafi orðið fyrir tjóni af þessum sökum. IV Varnir ákærða, sem ekki skila ði skriflegri greinargerð samkvæmt 1. mgr. 165. gr. laga nr. 88/2008, eru einkum þ ær að færslurnar af bankareikningum einkahlutafélaganna séu honum refsilausar þar sem hann hafi átti inni fjármuni hjá þeim . Annars vegar hafi færslan af bankareikningi B ehf. 11. mars 2020 verið launagreiðsla til hans vegna janúar og febrúar það ár. Hins vegar hafi færslurnar af bankareikningi A ehf. í árslok 2019 og í ársbyrjun 2020 verið honum heimilar, aðallega þar sem félagið hafi staðið í skuld við hann að hærri fjárhæð en sem numið hafi færslunum. Að því er færsluna af bankareikningi B ehf. varði, sb r. a - lið ákærunnar, beri gögn málsins með sér að um launagreiðslu hafi verið að ræða. Færslan sé í samræmi við fyrri launagreiðslur, launaseðlar hafi verið gefnir út og staðgreiðsla og gjöld í lífeyrissjóð hafi verið greidd. Þá hafi ákærða aldrei verið sag t upp störfum eins og öðrum sem starfað hafi fyrir félagið, hann hafi sinnt félaginu og borið að reikna sér endurgjald af starfsemi þess vegna áskilnaðar laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Hvað færslurnar af bankareikningi A ehf. varði, sbr. b - lið ákærunnar, megi sjá af upplýsingum með ársreikningi félagsins vegna rekstrarársins 2019 að það hafi staðið í skuld við tengda aðila, sem séu eigendur þess, og að ákærði hafi verið og sé á meðal eigenda félagsins. Þá hafi hann að sama skapi átt inni laun hjá félaginu og þá séu hafi verið að félagið hafi staðið í skuld við hann og að ákærði hafi getað fengið þá fjármuni greidda til baka með hvaða hætti sem er. Hann hafi með réttu talið sig eiga kröfu á he ndur félaginu og því hafi enginn ásetningur verið fyrir hendi. Þá hafi ekkert tjón orðið af háttsemi hans því viðskiptaskuld félagsins við tengda aðila hafi lækkað á móti færslunum eða átt að gera það. V Samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er það refsivert ef maður tileinkar sér einhliða fjármuni, sem eru í vörslum hans en eru eign einhvers annars, enda sé það gert á ólögmætan hátt og í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. sömu laga. Við mat á mögulegu refsinæmi háttsemi ákærða er einnig til þess a ð líta að fjárdráttur er tileinkunarbrot þar sem þungamiðja verknaðar felst í ólögmætri hagnýtingu þeirra 15 eignarréttarlegu heimilda sem eiganda einum eru ætlaðar. Snýr ólögmæt tileinkun í skilningi 247. gr. laganna að því að hin óheimila meðferð á eignum a nnarra sé svo gróf eða vítaverð að hún sé til þess fallin að svipta eiganda varanlega umráðum sínum yfir verðmætum. Miðast fullframning fjárdráttar við það tímamark þegar gerandi í skjóli aðstöðu sinnar sem vörsluhafi verðmæta fer að líta á þau sem sína ei gin eign og fer með þau á þann veg, sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar frá 20. nóvember 2020 í málinu nr. 533/2019. Til samræmis við síðast greinda skilyrðið þarf háttsemi að valda fjár tjóni eða verulegri fjártjónshættu. Vegna varaheimfærslu í ákæruskjali til 249. gr. sömu laga er þess að geta að samkvæmt ákvæðinu varðar það refsingu ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað er annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misn otar þessa aðstöðu sína. Í lögskýringargögnum kemur fram að ákvæðið um misnotkun aðstöðu, til að gera eitthvað er annar maður verður bundinn við, eigi ekki aðeins við um umboð, heldur og aðra raunverulega aðstöðu til þess að gera eitthvað er bindur annan m ann. Þar segir einnig að ákvæðið sé sett til verndar því að menn er hafi á hendi fjárreiður fyrir aðra, svo sem fjárhaldsmenn, framkvæmdastjórar félaga eða stofnana, misnoti aðstöðu sína sér eða öðrum til hags en umbjóðanda sínum til tjóns. Í samræmi við þ etta fela umboðssvik í sér einhliða og ólögmæta misnotkun aðstöðu eða trúnaðar til þess að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, sem annar maður eða lögaðili verður bundinn við, enda sé verkið unnið af ásetningi og í auðgunarskyni. Felur brotið í sér þrjú efnisatriði, en þau eru í fyrsta lagi að gerandi hafi verið í aðstöðu til að skuldbinda annan aðila, í öðru lagi að hann hafi misnotað aðstöðu sína og í þriðja lagi að ráðstöfun hafi valdið tjóni eða í öllu falli haft í för með sér verulega fjártjónshættu , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 11. maí 2017 í málinu nr. 452/2016. Vegna fyrrgreindrar stöðu ákærða innan félaganna fór hann með heimildir , sem um ræðir í 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, til að ráða hagsmunum þeirra á þeim tíma sem sakargiftir taka til. Þá er einnig óumdeilt af framburði ákærða og vitna fyrir dómi að ákærði fékk J til að millifæra á sinn bankareikning þá fjármuni sem a - liður ákærunnar tekur til. Á sama grunni er einnig ágreiningslaust að ákærði framkvæmdi sjálfur þæ r færslur af bankareikningi A ehf. sem b - lið ur ákærunnar varðar með þeim hætti sem saksókn á hendur honum tekur að endingu til. 16 VI Með framburði ákærða og vitna fyrir dómi þykir í ljós leitt að starfsemi B ehf. hafi að mestu fjarað út á miðju ári 2019. S kip félagsins hafi verið bilað og starfsmönnum þess, öðrum en ákærða, verið sagt upp störfum. Uppsagnarfrestur starfsmannanna hafi runnið sitt skeið á haustmánuðum 2019. Síðustu mánuði ársins hafi þannig engin hefðbundin starfsemi við sjávarútveg verið hjá félaginu. Að sama skapi bera gögn málsins með sér, svo sem framburður ákærða og vitna, að ákærða hafi ekki verið sagt upp störfum hjá félaginu og að hann hafi ágreiningslaust verið á launum hjá því til áramóta 2019/2020, svo sem framlagðir launaseðlar han s hjá félaginu síðustu fjóra mánuði ársins 2019 og staðgreiðsluskrá bera glöggan vott um. Á þessum launaseðlum Í þessum efnum er horft til þess að fyrrgreindur framburður G , sem skilja má þannig að ákærða h afi verið sagt upp störfum hjá félaginu, er í ó samræmi við annað sem fyrir liggur. Til þess er að líta að fyrir dómi bar ákærða og þeim vitnum sem gátu borið um launagreiðslur til hans , að vitninu J frátalinni, ekki saman um hvort ák ærði hafi með réttu átt að vera á launum hjá félaginu á árinu 2020 . Ákærði kvaðst hafa leitað til J um að aðstoða sig, meðal annars við að fá greidd laun og bæði hann og J báru um að hún hafi millifært sem laun inn á bankareikning hans þá fjármuni sem a - li ður ákærunnar tekur til. Sem fyrr segir byggist vörn ákærða til samræmis við þetta á að um launagreiðslu til hans hafi verið að ræða, að fjárhæð greiðslunnar nemi tvöföldum útborguðum mánaðarlaunum og sé í samræmi við fyrri launagreiðslur. Auk þess hafi h onum borið að reikna sér laun hjá félaginu á grundvelli 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt þar sem hann hafi verið ráðandi aðili vegna eignar - og stjórnunaraðil d ar félagsins. Á dómþingi 19. apríl síðastliðinn voru af hálfu ákærða lagðir fram launaseðlar ákærða hjá B ehf. vegna janúar og febrúar 2020, en fram er komið með framburði J , bæði 19. apríl síðastliðinn og 9. síðasta mánaðar, að þeir hafi verið gefnir út síðar. Í vitnisburði sínum 9. júlí síðastliðinn bar hún um að þeir hafi í fyrsta lagi verið g efnir út í júní 2020 þegar hún og ákærði hafi leitað þjónustu nýs endurskoðanda vegna félag s ins. Samkvæmt seðlunum voru útborguð laun ákærða fyrir janúar og febrúar 2020 fyrir hvorn mánuð 257.104 krónur. Tvöföld sú fjárhæð er rétt tæplega 8.000 krónum hærr i en millifærslan 11. mars 2020, en fjárhæð heildarlauna ákærða hvorn mánuð samkvæmt seðlunum og staðgreiðsluskrá ákærða er sú sama og síðustu fjóra mánuði ársins 2019. Samkvæmt launaseðlum ákærða haustið 2019 og þessum tveimur vegna janúar og febrúar 2020 , voru 17 laun hans fyrir frádráttarliði 300.000 krónur á mánuði, auk orlofs að fjárhæð 30.510 krónur. Útborguð laun samkvæmt launaseðlunum 2019 voru á hinn bóginn nokkuð óregluleg, og bera seðlarnir það með sér að það skýrist af mismunandi þar tilgreindum frádráttarliðum. Óumdeilt er að ákærði sinnti ekki starfi skipstjóra fyrir B ehf. síðla árs 2019 líkt og launaseðlar hans fyrir það ár bera með sér. Ákærði bar um það fyrir dómi 9. júlí síðastliðinn að störf hans fyri r félagið hafi meðal annars falist í eftirliti með fyrirtækinu og öllum eigum þess. Bátur félagsins hafi verið bilaður á þessum tíma. Engu að síður hafi fyrirtækið verið í gangi og því hafi þurft að stjórna. Hann bar um það á dómþingi 19. apríl síðastliðin n að hafa haldið félaginu við. Á dómþingi þann dag bar J enn fremur um störf ákærða sem stjórnarformanns í þágu B ehf. , svo sem greiðslur reikninga, eftirfylgni á viðgerð báts félagsins, samskipti við Fiskistofu vegna fiskveiðiheimilda og fleira. Við skýrs lugjafir sínar fyrir dómi bar J um að hún hafi haft samband við D um að launagreiðslur til ákærða hefðu stöðvast um áramótin 2019/2020 og taldi hún að þau samskipti hefðu átt sér stað fyrir þann tíma að millfærslan 11. mars 2020 var framkvæmd. D bar einnig um þessi samskipti fyrir dómi 9. júlí síðastliðinn og kvað sér hafa verið bannað að greiða ákærða laun. Þá bar hún einnig um að ákærði hefði alltaf verið á launum hjá félaginu óháð því hvort hann hafi haft skilgreint hlutverk hjá því eða ekki. D og önnur þau vitni sem komu fyrir dóm og gátu borið um launagreiðslur B ehf. til ákærða, báru ýmist um að ákveðið hafi verið að ákærði yrði á launum til áramóta eða að þau hefðu heyrt að þannig ætti það að vera. Misjafnt var hvort vitnin kváðu ákærða hafa verið upp lýstan um það eða ekki, en ákærði sjálfur bar á hinn bóginn um það 9. júlí síðastliðinn að enginn hafi haft samband við hann um að taka hann af launaskrá félagsins. Það hefði auk þess ekki verið hægt og kvaðst hann munu hafa stöðvað það. Kvað hann J hafa a ðstoðað sig og millifært fjárhæðina af bankareikningi B ehf. inn á bankareikning hans. Framburður ákærða við fyrri aðalmeðferð málsins 19. apríl síðastliðinn var að þessu leyti efnislega á sömu lund. Að mati dómsins ber framangreint með sér að með millifæ rslunni 11. mars 2020 hafi staðið til að ákærða yrðu greidd laun sem ekki hafi verið sammæli um fyrir þann tíma að skyldi gert , annars vegar af hálfu ákærða og J og hins vegar öðrum. Samkvæmt því sem rakið var í kafla V eru ásetningur til auðgunar og ólögm æti meðal skilyrða refsiábyrgðar samkvæmt 247. og 249. gr. laga nr. 19/1940. Sýnt þykir að engin ákvörðun hafði verið tekin um það á vettvangi B ehf. að ákærði léti af störfum fyrir félagið og færi 18 af launaskrá þess. Gildir einu hvað aðrir erfingjar dánarb ús föður ákærða sáu fyrir sér í þessum efnum, en hlutur föður ákærða í félaginu var á þessum tíma á forræði dánarbúsins. Sú skýring sem ákærði hefur gefið á millifærslunni frá því í síðari skýrslugjöf sinni á rannsóknarstigi þykir auk þess trúverðug með hl iðsjón af því sem fram er komið um samskipti J og D , sem að öllu framkomnu verður að telja að hafi átt sér stað í aðdraganda millifærslunnar, og framburði hinnar síðarnefndu um að ákærði hafi verið á launum hjá félaginu óháð vinnuframlagi . Í þeim efnum hag gar það ekki mati dómsins a ð samtala útborgaðra launa samkvæmt launaseðlunum tveimur árið 2020 sé tæplega 8.000 krónum hærri en millifærslan sjálf og vísast þar um til þess sem að framan hefur verið rakið . Þykir millifærslan í framangreindu ljósi , óháð frekari röksemdum sakflytjenda , í samræmi við það sem tíðkast hafði í óumdeilanlega lögmætri starfsemi félagsins og þannig í samræmi við fyrri launagreiðslur þess til ákærða . Þ ví þykja rök ekki standa til þess að líta svo á að ákærði hafi ætlað að a uðgast með ólögmætum hætti á kostnað félagsins með millifærslunni og verður hann því sýknaður af sakargiftum samkvæmt a - lið ákærunnar, hvort heldur sem er að hafa brotið gegn 247. eða 249. gr. almennra hegningar laga. VII Fram er komið að við aðalmeðferð málsins 9. síðasta mánaðar hafi ákærði greint svo frá að hann hafi framkvæmt sjálfur þær færslur sem b - liður ákæru málsins tekur til. Þá er ekki ágreiningur með hvaða hætti það hafi verið gert. Á dómþingi þann dag bar ákærð i enn fremur um að færslurnar hafi allar verið í hans eigin þágu. Hann tengdi þær, að lágmarki sumar hverjar, við ágreining við dánarbússkipti föður hans og einnig að ástæða úttektanna hafi verið sú að A ehf. hafi skuldað honum 7,5 milljónir króna og því h afi færslurnar, sem hafi verið að lægri fjárhæð, verið honum heimilar. Hann hafi átt fyrirtækið, sem hann við sömu skýrslugjöf greindi einnig frá með nánari hætti að hann gar ákærði var þá spurður um tilurð þeirrar skuldar sem hann segði A ehf. standa í við hann svaraði hann að það yrði að spyrja bókara félagsins um hana , hann hafi sjálfur ekki komið nálægt bókhaldi. Skuldin komi fram í uppgjöri fyrirtækisins. Hún hljóti að vera ávinningur og annað í gegnum árin en hann viti ekki hvernig það virki. F élagið hafi staðið í skuld við tengda aðila samkvæmt ársreikningi þess. Úttektirnar hafi verið upp í ha na. Þá er einnig komið fram að á dómþingi 9. síðasta mánaðar bar J auk anna rs um að hún 19 og ákærði hafi ekki fengið bókhald ársins 2019 afhent f yrr en í júní eða júlí 2020 og að fyrri ár hafi þau ekki fengið afhent fyrr en í febrúar eða mars á þessu ári. Þegar ákærði var spurður út í færslurnar samkvæmt b - lið ákærunnar á dómþingi 19. apríl síðastliðinn vildi hann á hinn bóginn ekkert tjá sig um þær og kvaðst ekkert hafa um þær að segja. Aðspurður um sömu færslur við fyrri skýrslugjöf sína á rannsóknarstigi 29. maí 2020 kvaðst hann í fyrstu ekkert vilja tjá sig um þær, en sagði þær þó eðlilegar og innan marka. Hann bar þá um að kannast við að hafa tekið 500.000 krónur út af bankareikningi félagsins 27. september 2019 en vildi þó ekkert tjá sig um það. Hann kvaðst ýmist ekki kannast við eða ekki muna eftir öðrum úttektum, en bar þó að spurður um hvort hann ætti inni eitthvað af launum hjá fyrirtækinu eiga endalaust inni af launum hjá því ef hann vildi það þar sem hann ætti það. Svör ákærða í síðari skýrslugjöf hans hjá lögreglu um færslurnar 28. október 2020 voru á þá lund að hann vildi ekkert tjá sig um þær. Þó greindi hann þá frá því líkt og við aðalmeðferðina 9. júlí síðastliðinn að þær hafi allar verið framkvæmdar í hans eigin þágu. Er hann var í kjölfarið spurður um hvort hann hefði heimild til færslnanna kvaðst hann reikna með því sem meirihlutaeigandi. Spurður um það hvort hann ætti inni fjármuni hjá fyrirtækjunum sagðist hann hugsa það. Hann væri aðaleigandi og stofnandi þeirra og það væri næg skýring fyrir að taka út fjármunina. Við aðalmeðferðina 9. síðasta mánaðar, bar D , sem á þeim tíma sem b - liður ákærunnar tekur til var óumdeilanlega eigandi 10% hlutafjár A ehf., um að þegar hún hafi leitað eftir skýringum hjá ákærða á færslunum í september eða október 2019 hafi á kærði reiðst henni og sagt henni að færslurnar kæmu henni ekki við. Hann væri að taka peninga úr hans eigin fyrirtæki. Er það í samræmi við það sem hún bar að þessu leyti við rannsókn málsins, en hún var ekki spurð um þessi samskipti hennar og ákærða fyrir dómi 19. apríl síðastliðinn. Enn fremur á frásögn D um þessa skýringu ákærða sér stoð í fyrrgreindum svörum ákærða og í framburði E , sem bar um það í báðum tilvikum fyrir dómi og á rannsóknarstigi að ákærði hafi tjáð henni að hann mætti þetta því hann ætt i fyrirtækið. Þá var í kafla II einnig greint frá framburði ákærða 19. apríl síðastliðinn og 9. síðasta mánaðar um stofnun og tilkomu eignahlutdeildar hans og B ehf. í A ehf. Síðar greinda félagið hafi hann stofnað sjálfur með aðstoð frá B ehf. Hann hafi sjálfur keypt [K] B ehf. fyrir vél og ísetningu hennar. Þannig hafi 40% eignarhald B ehf. í A ehf. á móti ákærða komið til að enginn annar maður hafi lagt hlutafé inn í byrjun í einkahlutafélögin tvö nema hann. Bá turinn hafi verið lagður 20 inn í það. Þá var í kafla I lýst framlögðu skjali þar sem samið var um kaup A ehf. á fiskiskipinu K af ákærða og B ehf. Það er dagsett 20. júní 2013 og var því þinglýst í næsta mánuði þar á eftir. Hvor seljandi er þar sagður hafa á tt 50% í skipinu, kaupverðið hafi verið 4.500.000 krónur og verið greitt. Andspænis þeim hluta framburðar ákærða við aðalmeðferðina 9. júlí síðastliðinn um að A ehf. hafi staðið í tilgreindri skuld við hann hefur hann sjálfur ekki gefið á henni aðra afdrá ttarlausa skýringu en þá að félagið sé samkvæmt ársreikningi fyrir rekstrarárið 2019 í skuld við tengda aðila. Byggist málsvörn ákærða að þessu leyti þannig einkum á því að þær skammtímaskuldir við tengda aðila, sem frá er greint í þeim ársreikningi sem vi tnið F , skoðunarmaður félagins, hefur staðfest að hafa stillt upp, hafi hækkað um tæpar 3,2 milljónir króna á milli rekstraráranna 2018 og 2019 og að sú hækkun komi heim og saman við framangreind kaup á skipi félagsins, að frádregnum þeim færslum sem um ræ ðir í b - lið ákærunnar. Að því er þetta varðar telur dómurinn framburð F , og rekstar - og efnahagsyfirlit ársreikningsins sem hann hefur staðfest að hafa stillt upp, til marks um að eignarhald A ehf. á skipinu, og breyting á skuldastöðu félagsins af þeirri e ða annarri ástæðu , hafi ekki birst í ársreikningi félagsins fyrr en fyr ir rekstrar árið 2019 , sem gerður var í ársbyrjun 2020, þrátt fyrir að í fyrrgreindu skjali um kaupin, sem ákærði undirritaði, komi skýrlega fram að skipið hafi verið afhent og kaupverði ð verið greitt. Á hinn bóginn er til þess að líta að F og M , sem færði bókhald félagsins það ár og árin á undan, gátu fyrir dómi ekki borið um það við hvaða eiganda eða eftir atvikum hvaða eigendur félagsins hin tilgreinda skuld samkvæmt ársreikningi væri, en hvorugur taldi að ákærði hefði lagt félaginu til fjármu ni sem gæti skýrt stöðu hennar. Það hefðu fremur B ehf. eða faðir ákærða gert, en hvorugur gat þó fullyrt að það hefði ákærði ekki gert. Þá er í þessum efnum einnig til þess að líta að framburður ákærða sjálfs fyrir dómi 19. apríl og 9. júlí gefur að sama skapi fremur til kynna að kaupin á skipinu skýri eignarhald á félagin u en ekki skuldir þess við tengda aðila . Fr amburður hans að þessu og öðru leyti verður með hliðsjón af öllu því sem að framan er rakið, að mati dómsins ekki skilinn svo að hann hafi þanni g , með þeim hætti sem honum er gefin n að sök í b - lið ákærunnar, talið sig vera að greiða skuld sem hann hafi átti inni hjá félaginu eða að gögn málsins beri með sér, hvað sem líður framsetningu síðar tilkomins ársreiknings, að unnt hafi verið að sérgreina e inhverja ætlaða skuld sem ákærða hafi verið heimilt að greiða sér með færslunum . 21 Þá er v ið mat á því hvort ákærði hafi brotið gegn 247. gr. eða 249. gr. almennra hegningarlaga með þeim hætti sem sakargiftir samkvæmt b - lið ákærunnar tilgreina, einnig að l íta til þess að einkahlutafélög eru eftir ákvæðum laga nr. 138/1994 sjálfstæðar lögpersónur. Þótt slíkt félag lúti forræði hluthafa, sem hafa hagsmuni af hlutafjáreign sinni og réttindum sem hún veitir, tengist félagið ekki að öðru leyti fjárhag þeirra veg na takmörkunar á ábyrgð þeirra á skuldbindingum þess, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga. Fjárhagslegir hagsmunir af einkahlutafélagi snúa á hinn bóginn fremur að lánardrottnum þess og hvílir sú meginskylda á félagi að haga ráðstöfunum sínum á þann veg að hag smuna þeirra sé gætt, sbr. til hliðsjónar fyrrgreindan dóm Landsréttar frá 20. nóvember 2020 í málinu nr. 533/2019. E nn fremur er til þess að líta að s amkvæmt 1. mgr. 51. gr. laganna er þeim sem hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félags óheimilt að g era nokkrar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Byggjast lögin þannig og að öðru leyti á því, svo sem fjallað hefur verið um við sönnunarmat vegna a - liðar ák ærunnar í kafla VI hér að framan, að ákvarðanir um málefni einkahluta félaga verði að taka á réttum vettvangi þeirra og á lögmætum grunni . Á það til að mynda við um greiðslur úr sjóðum slíkra félaga , sem heimild verður að vera fyrir . Einnig að ríkar skyldur eru gerðar til þeirra sem fara með fjármuni þess háttar félaga. Að framan hefur fjárhagur A ehf. samkvæmt ársreikningi þess verið rakinn og að í samningi, sem undirritaður var af ákærða, um kaup félagsins á skipinu K , greini að kaupverðið hafi árið 2013 þegar verið greitt og skipið afhent , þrátt fyrir að telja verði fram komið að þau kaup hafi ekki birst í ársreikningi félagsins fyrr en vegna rekstrarársins 2019. Þá hefur framburð i ákærða um þessi kaup og að öðru leyti verið lýst . Jafnframt hefur verið ge rð grein fyrir skyldum ákærða , sem var framkvæmdastjór i og stjórnarma ður í félag inu, samkvæmt 51. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög , og af hvaða ástæðum ákærði hefur borið um að sér hafi verið heimilt að nýta í eigin þágu fjármuni af bankareikningi félagsins. Það gerði hann eins og nánar hefur verið lýst meðal annars með peningaúttekt vegna ágreinings um útlagningu bifreiðar úr dánarbúi föður hans og greiðslukortafærslum hjá betson.com og Vínbúðinni. Enn fremur að ákærði hefur skýrlega greint frá því fyrir dómi og á rannsóknarstigi að færslurnar hafi verið í hans þágu. Sömuleiðis að D , sem að minnsta kosti á þeim tíma var 10% eigandi A ehf., hafi greint frá því fyrir dómi að ákærði hafi reiðst henni og sagt henni að færslurnar kæmu henni ekki við þega r hún hafi spurt um þær haustið 2019. Að hann væri að taka peninga 22 úr hans eigin fyrirtæki. Einnig að vitnið E hefur í tvígang fyrir dómi og á rannsóknarstigi greint frá því að ákærði hafi tjáð henni að hann hafi mátt nýta fjármuni félagsins þar sem hann æ tti það. Framburður þeirra beggja er í samræmi við það sem ákærði bar í fyrstu og svo að nokkru leyti fyrir dómi 9. síðasta mánaðar. Að öllu framangreindu virtu þykir ekki trúverðug sú síðari skýring ákærða á færslunum í b - lið ákærunnar að um endurgreiðsl u skuldar hafi verið að ræða, sem fram komi í ársreikningi félagsins sem gerður var eftir áramót 2019/2020. E kkert liggur fyrir um slíka heimild , hver sérgreind skuld við ákærða hafi átt að vera eða hvernig mögulega skuld hafi átt að endurgreiða. Þá hafði ákærði ekki aðgang að bókhaldsgögnum og bera engin gögn málsins með sér að um launagreiðslu hafi getað verið að ræða svo sem einnig hefur verið teflt fram . Þykir þannig ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að ætla að ákærði hafi raunverule ga talið sig vera að endurgreiða sér með þessum hætti fjármuni sem hann hafi átt að eiga inni hjá félaginu eða að hann hafi mátt gera það með þeim hætti sem hann gerði. Þá getur framsetning ársreiknings félagsins ekki aukið við lögmæti færslnanna sem sýnt þykir að ekki voru framkvæmdar í rekstri félagsins. Bera gögn málsins með sér, meðal annars framburður ákærða sjálfs, að hann hafi í skjóli aðstöðu sinnar sem vörsluhafi verðmæta félagsins l itið á þau sem sína eigin eign og f a r ið með þau á þann veg . Að mat i dómsins þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða var ljóst að með háttseminni væri hann að afla sjálfum sér fjárhagslegs ávinnings á kostnað félagsins sjálfs og annarra þeirra sem kynnu, að nánari skilyrðum uppfylltum, að eiga á það fjárkröfu. Bera f ærslurnar og banka gögn þar að baki samsvarandi fjártjón með sé r . Að því virtu sem að framan er rakið hafi hann hverju sinni í skjóli stöðu sinnar og aðgangs að fjármunum A ehf. tileinkað sér hluta af fjármunum félagsins með ólögmætum hætti og svipt þa ð um leið varanlegum umráðum yfir þeim fjármunum sem voru á bankareikning i þess . Þannig hafi hann hafi þá þegar, hvað sem líður síðari skýringum um ætlaða skuld félagsins við hann, með háttsemi sinni brotið gegn 247. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 243. gr. sömu lag a. L jóst þykir að mati dómsins að í öllum tilvikum eru uppfyllt þau saknæmis skilyrði sem XXVI. kafli almennra hegningarlaga áskilur. Því er öllum röksemdum varnarinnar hafnað og v erður ákærði á framangreindum grunni sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt b - lið ákærunnar . Verð ur honum gerð refs ing fyrir h áttsemina samkvæmt 247. gr. almennra he g ningarlaga . 23 VII Samkvæmt s akavottorði ákærða frá 9. júlí síðastliðnum, hefur hann ekki áður sætt refsingu sem þýðingu hefur við ákvörðun re fsingar nú. Um hana er einkum til þess að vís a að brot ákærða varða nokkrum fjárhæðum í rekstri A ehf., en síðar tilkomi n breyting á eignarhald i ákærða í B ehf. , 40% eiganda A ehf. , meðal annars fyrir tilstilli ákærða, og ráðagerð um að hann eignist hlut D í A ehf. , takmarkar endanlegar afleiðingar háttseminn ar . Með hliðsjón af dómaframkvæmd og a ð því virtu sem að framan er rakið, og aðstæðum að öðru leyti, þykir refsing ákærða samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, en þá refsingu þykir mega binda skilorði eins og greinir í dómsorði . IX Að fenginni framangreindri niðurstöðu fenginni, og að teknu tilliti til þess sem rakið var í kafla I um meðferð málsins fyrir dómi , þykir á grundvelli 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/200 8 rétt að ákærði greiði helming sakarkostnaðar málsins sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði. Kostnaðurinn samanstendur af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda ákærða fyrir dómi, Þórhalls Hauks Þorvaldssonar lögmanns, þóknun J lögmanns sem tilnefnd var ver jandi ákærða á rannsóknarstigi og ferðakostnaði lögmannanna . Málsvarnarlaun hins skipaða verjanda þykja á grundvelli framlagðrar tímaskýrslu og að umfangi málsins virtu hæfilega ákveðin 2.255.870 krónur að með töldum virðisauka skatti og nemur útlagður kos tnaður vegna ferðalaga hans samkvæmt framlögðum gögnum þar um 80.855 krónum. Fyrir liggur reikningur vegna starfa hins tilnefnda verjanda að fjárhæð 359.714 krónur , sem upplýst er lagt hefur verið út fyrir af h álfu ákæruvaldsins. Verður hinum tilnefnda ver janda ákvörðuð þóknun á þeim grunni að fjárhæð 235.600 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og 124.114 krónur í ferðakostnað. Hákon Þorsteinsson, settur dómstjóri, kveður upp dóm þen nan. Dómarinn tók við meðferð málsins 7. júní síðastliðinn. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í tvo mánuði , en f resta skal fullnustu refsingar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði helming sakarkostnaðar málsins, sem í heild nemur 2.696.439 krónum, þar með talin 2.255.870 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans fyrir dómi, Þórhalls Hauks Þorvaldssonar lögmanns, 80.855 krón a ferðakostnað hans, 235.600 króna 24 þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi, J lögmanns, og 124.114 króna ferðakostnað hennar. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Hákon Þorsteinsson