Héraðsdómur Reykjaness Dómur 19. janúar 2022 Mál nr. E - 1896/2021 : Marilyn Faigane Jónsson ( Þormóður Skorri Steingrímsson lögmaður ) g egn TM tryggingar hf. ( Þórir Júlíuss on lögmaður ) og Nesbúegg jum ehf. ( Þórir Júlíuss on lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 22. september 2021 og dómtekið 17. desember sl., var höfðað með stefnu, birtri 8. september 2021. Stefnandi er Marilyn Faigane Jónsson, kt. . Stefndu eru TM tryggingar hf., kt. , og Nesbúegg ehf., kt. . Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda TM trygginga hf. og Nesbúeggja ehf., in solidum, vegna þess líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í vinnuslysi þann 28. janúar 2020. Þá er krafist málskostnaðar eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda. Að auki er krafist málskostnaðar. Aðalmeðferð málsins fór fram 17. desember sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. Stefandi vann hjá stefnda Nesbúeggjum ehf., í Vogum á Vatnsleysuströnd, við að sjóða og brjóta egg og hafði unnið þar í fimm ár fram að slysdegi. Þegar hún varð fyrir slysinu rann hún til í hálku utandyra baka til er hún ætlaði að henda rusli í ruslagám. Varð slysið þann 28. janúar 2020 um klukkan 14:30. Samkvæmt gögnum málsins hafði það verið í verkahring stefnanda að fara út með rusl sem varð til eftir daginn, s.s. ónýta eggjabakka o.fl., í lok hvers vinnudags. Samkvæmt frásögn stefnanda hafi verið hálka þennan dag og kalt úti en ýmist hún eða samstarfsmaður hennar hafi farið út með rusl í lok hvers vinnudags. Hafði hún unnið hjá fyrirtækinu í fimm ár er slysið varð. Samkvæmt hennar frásögn og gögnum 2 málsins fékk hún stóra kúlu á hnakkann við fallið. Kvaðst hún hafa farið til verkstjóra í kjölfarið sem hafi ráðlagt henni að fara heim. Það gerði stefnandi og leitaði síðan til heilsugæslu daginn eftir. Liggur fyrir læknisvottorð í málinu frá Heilsugæslu þar sem fra m kemur að greining eftir slysið sé hálstognun og tognun á öxl. Þá liggja fyrir gögn um að stefnandi hafi verið óvinnufær í viku eftir slysið. Ítarlegt læknisvottorð Heilsugæslu frá 28. desember 2020 liggur fyrir þar sem saga stefnanda vegna afleiðinga sly ssins er rakin. Læknisvottorð dagsett 3. maí 2021 frá Orkuhúsinu liggur fyrir þar sem afleiðingar fallsins eru raktar. Þann 26. október 2020 tilkynnti stefnandi stefnda TM um slysið. Þann 10. mars 2021 sótti stefnandi um örorkubætur vegna afleiðinga slyss ins. Lögmaður stefnanda tilkynnti stefnda TM tryggingum hf. þann 23. nóvember 2020 um slysið og með ódagsettu bréfi frá lögmanni stefnanda til TM var gerð krafa um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Nesbúeggja ehf. hjá félaginu vegna vinnuslyss. Með úrskurði Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum þann 23. febrúar 2021 var bótaskyldu TM vegna slyssins hafnað. Í gögnum málsins liggur fyrir matsgerð Sigurjóns Sigurðssonar læknis vegna læknisfræðilegrar örorku og miska stefn anda þar sem varanleg læknisfræðileg örorka og varanlegur miski er metinn og tímabundin læknisfræðileg örorka og tímabundin óvinnufærni frá 28. janúar 2020 til 22. apríl 2021 sé 100%. Er stöðugleikapunktur metinn frá 22. apríl 2021. Stefndi TM fór fram á dómkvaðningu matsmanns þann 16. júlí 2021 þar sem stefndi telur afleiðingar slyssins ekki rétt metnar í ofangreindri matsgerð. Liggur sú matsgerð ekki fyrir í málinu. Í gögnum málsins liggur fyrir afstöðuteikning af vinnusvæði Nesbúeggja ehf. og afstað a ruslagámsins og bakdyra þar sem farið var út með rusl. Eru sagðir innan við sex metrar frá útihurð í ruslagáminn. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því, að það sé á ábyrgð vinnuveitanda að sjá til þess að gönguleiðir starfsfólks séu greiðar og ekki þeim eiginleikum haldnar að þær feli í sér hættu á líkamsmeiðslum eða annars konar heilsuspjöllum. Hafi stefndi Nesbúegg ehf. ekki staðið undir þeirri ábyrgð, í andstöðu við lög og reglur, og teljist það félaginu til sakar. Slys stefnanda o g eftirfarandi líkamstjón sé sennileg afleiðing þeirrar saknæmu háttsemi og 3 teljast því skilyrði sakarreglunnar uppfyllt í þessu tilfelli gagnvart stefnda Nesbúeggjum ehf. Er það í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, h ollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að gönguleiðir þær, er starfsfólki er ætlað að fara um, séu ekki með þeim hætti að starfsfólki stafi hætta af. Í þessu felist m.a. að viðeigandi hálkuvörnum skuli komið við, enda stafi af sleipu undirlagi mikil hætta á líkamstjóni vegna fyrirsjáanlegrar fallhættu. Vísar stefnandi til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1980, sem kveði á um að atvinnurekandi og/eða verkstjóri hans skuli stuðla að góðum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustað. Jafnframt segi í a - og b - lið 13. gr. laganna að atvinnurekandi skuli tryggja, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar, og það sérstaklega varðandi framkvæmd vinnu og vinnustaði. Þá segi í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 46/1980 að vinnu skuli haga og framkvæma þannig, að gætt sé fyllst a öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Bendir stefnandi á að samkvæmt 13. gr. sé þessi skylda sérstaklega lögð á herðar atvinnurekanda og/eða verkstjóra, sem samsama megi vinnuveitanda í þessu samhengi vegna reglunnar um vinnuveitandaábyrgð, en ekki einstakra starfsmanna. Sambærilegt ákvæði sé að finna í 1. mgr. 42. gr. um vinnustaði, en þar sé kveðið á um að vinnustaður skuli þannig úr garði gerður, að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Sé þessi skylda einnig lögð á herð ar vinnuveitanda, sbr. 13. gr., en ekki einstaka starfsmanna. Þá vísar stefnandi til reglugerðar nr. 581/1995 um húnsæði vinnustaða. Þar segi í 2. mgr. 3. gr. að vinnurými skuli skipulagt með hliðsjón af því starfi sem þar á að framkvæma og að allar umferð arleiðir manna skuli vera greiðar og afmarkaðar. Ljóst sé að ísilögð gönguleið geti ekki talist vera greið í skilningi framangreinds ákvæðis. Þá segi í 5. mgr. 6. gr. sömu reglna að gera skuli ráðstafanir til að draga úr hálku á gólfum þar sem þess gerist þörf. Ekki sé ástæða til að greina á milli gólfs inni á vinnustað annars vegar og gangstéttar á gönguleið starfsfólks hins vegar, enda teljist bæði til vinnustaðar, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglnanna. Ljóst sé að flughált var á gönguleið stefnanda umrætt sinn o g að ekki hafi verið farið eftir efni 5. mgr. 6. gr. á slysdegi. Jafnframt segi í 1. mgr. 39. gr. sömu reglna að umferðarleiðir skuli útbúa þannig að fótgangendur megi nota þær vandkvæðalaust, með fullu öryggi og á þann hátt sem tilgangur þeirra segir til um. Malbikið á milli útgangs og ruslagáms á slysdegi muni hafa verið ísilagt og ljóst sé að ekki hafi mátt nota það vandkvæðalaust með fullu öryggi, sér í lagi ekki þegar hinn fótgangandi hafi verið berandi fullan poka af rusli. Sé því unnt að slá því föst u að ekki 4 hafi verið hægt að nota gönguleiðina á þann hátt sem tilgangur hennar segir til um, eins og skylt sé samkvæmt framangreindu ákvæði. Þá er byggt á því að aðbúnaður á slysdegi hafi ekki verið í samræmi við ákvæði reglna nr. 499/1994 um öryggi og h ollustu þegar byrðar eru handleiknar. Í 6. gr. segi að vinnuaðstæður þar sem byrðar séu handleiknar skuli vera eins góðar og kostur er. Umferðarleiðir skuli vera greiðfærar til að koma í veg fyrir að starfsmenn renni til, hrasi o.s.frv. Óumdeilt sé að stef nandi hafi verið að bera poka af rusli er slysið átti sér stað og hafi hún því verið að handleika byrðar á slysdegi í skilningi framangreinds ákvæðis. Einnig sé ljóst að umferðarleiðin hvorki ekki greið né til þess fallin að koma í veg fyrir að hún rynni t il. Malbikið á gönguleið stefnanda hafi verið ísilagt og flughált umrætt sinn, sem varð til þess að hún hafi fallið og orðið fyrir líkamstjóni. Því hafi verið haldið fram af hálfu stefnda TM, í greinargerð vegna máls fyrir Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, að stefnandi beri sjálf sökina á því að planið hafi verið ósaltað og ísilagt á slysdegi. Um þetta sé annars vegar vísað til þess að stefnandi hafi dreift yfir malbikið heitu vatni fyrr um daginn og að það hafi verið orsök ísmyndunarinnar, og hins vegar að áv allt sé salt innan seilingar á vinnustaðnum og að það sé því á ábyrgð hvers og eins starfsmanns að malbikið sé saltað. Þeirri fullyrðingu að stefnandi hafi hellt yfir planið vatni mótmælir stefnandi sem rangri og kannast hún ekki við að hafa dreift neinu v atni yfir malbikið á slysdegi. Þar að auki sé rétt að benda á að framburður vinnuveitanda, sem hafi hagsmuni af því að vera ekki talinn ábyrgur fyrir umræddu slysi, hafi takmarkað sönnunargildi um málsatvik, enda beri að líta til hagsmuna málsaðila við mat á trúverðugleika vitnisburðar þeirra, sbr. 59. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um að það eigi að meta stefnanda til eigin sakar að malbikið hafi verið ósaltað umrætt sinn vísar stefnandi til 1. mgr. 42. gr., sbr. b - lið 13. gr., laga nr. 46/1980 um að það sé á ábyrgð atvinnurekanda að tryggja að vinnustaður sé þannig úr garði gerður að fyllsta öryggis sé gætt. Stefnandi hafi verið starfsmaður á eggjabúi og var hlutverk hennar að taka þátt í gerilsneyðingu og suðu eggja. Hafi hún hvorki verið atv innurekandi né verkstjóri í skilningi 1. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1980 og beri sem slík ekki ábyrgð á framkvæmd öryggisráðstafana eins og hálkuvörnum. Þar að auki verði bótaréttur starfsmanns vegna líkamstjóns í vinnuslysi ekki skertur vegna meðábyrgðar nem a viðkomandi starfsmaður hafi af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt í að tjónsatburður varð, sbr. 1. mgr. 23. gr. a í lögum nr. 50/1993. Fjarstæðukennt sé að telja það stefnanda til stórkostlegs 5 gáleysis að hafa ekki sjálf saltað malbikið, enda sé það ekki hluti af hennar starfslýsingu né starfssviði. Einnig hafi því verið haldið fram, af hálfu stefnda TM, að hvítu stígvélin, er stefnandi var í þegar henni var falið að fara út með ruslið á slysdegi, séu sérstaklega hönnuð til þess að sporna við sle ipu undirlagi og veita gott grip. Fram komi í svari stefnda Nesbúeggja ehf. að stígvélin séu sérstaklega ætluð til notkunar hjá matvælafyrirtækjum þar sem gólf séu oft hál vegna bleytu og matvælaleifa. Nokkuð ljóst sé að skófatnaður, sem ætlaður sé til þes s að ganga á blautu undirlagi, henti ekki endilega til þess að ganga á ísilögðu undirlagi. Vissulega sé í báðum tilfellum um að ræða sleipt undirlag, en orsökin sé önnur. Skófatnaður sem henti á ísilögðu undirlagi sé almennt gæddur einhvers konar göddum eð a grófum botni sem ætlaður sé til þess að hámarka grip undir slíkum kringumstæðum. Hálka sem orsakist af bleytu eða matarleifum sé annars eðlis og sé lausnin allt önnur. Sé því ekki unnt að líta svo á að umræddur skófatnaður hafi getað talist til öryggisbú naðar þegar starfsmanni er falið að ganga yfir ísilagt undirlag, enda henti skófatnaður sem ætlaður sé til að ganga í bleytu mjög illa til þess að ganga yfir ís. Ljóst sé að ef hvítu stígvélin væru svo góð hálkuvörn í klaka eins og haldið sé fram, að þá he fði stefnandi ekki hrasað svo illa umrætt sinn með meðfylgjandi líkamstjóni. Stefndi TM vísi einnig til þess að stefnanda hafi staðið til boða að nota annars konar stígvél og hefur látið fylgja myndir af umræddum stígvélum og sólanum á þeim. Stefnandi byg gir á því að þær varnir sem bornar hafa verið fram af hálfu stefnda TM um eigin sök stefnanda séu ósannaðar. Hefur stefnandi mótmælt staðhæfingum félagsins um athafnir hennar fyrir slysið sem röngum, en stefndi Nesbúegg ehf. hafi ákveðna sönnunarbyrði í má linu þar sem slysið hafi ekki verið tilkynnt tafarlaust til Vinnueftirlits ríkisins í samræmi við 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980. Í því sambandi vísar stefnandi til þess að hún hafi yfirgefið vinnustaðinn strax eftir slysið og hafi farið til læknis næsta morgun og ekki átt afturkvæmt til vinnu sinnar. Stefnandi byggir á að hefði slysið verið tilkynnt án tafar til Vinnueftirlits ríkisins hefði slysið verið rannsakað af embættinu í samræmi við 81. gr. laga nr. 46/1980. Það hafi ekki verið gert og því beri s tefndi Nesbúegg ehf. ákveðna sönnunarbyrði í málinu. Stefnandi tekur fram í þessu sambandi að slysið hafi orðið þann 28. janúar 2020, en slysið hafi ekki verið tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins fyrr en 7. apríl 2020. Verði því stefndi Nesbúegg ehf. að bera hallann af þeim atriðum sem kunna að vera óljós varðandi tilurð slyssins og að það hafi verið með öðrum hætti en stefnandi lýsir, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 272/2008. 6 Í ljósi alls þess sem að framan sé ritað byggir stefnandi á því að skortur á viðei gandi hálkuvörnum teljist stefnda Nesbúeggjum ehf. til sakar. Slysið og meðfylgjandi líkamstjón hafi verið sennileg afleiðing þess og að skilyrði sakarreglunnar séu því uppfyllt. Það sé í verkahring verkstjóra og atvinnurekanda að sjá til þess að gönguleið ir starfsmanna séu greiðar og ekki hættulegar starfsfólki. Um þetta hafi verið vísað í fjölda reglna, sem ekki hefur verið fylgt, en í slíkum tilfellum megi segja að ábyrgð vinnuveitanda sé hlutlægt fyrir hendi. Sé um þetta vísað til tveggja hæstaréttardóm a í málum nr. 375/2010 og nr. 335/2010. Varðandi greiðsluskyldu stefnda Nesbúeggja ehf. byggir stefnandi á að stefndi hafi keypt ábyrgðartryggingu hjá stefnda TM en um hana fari samkvæmt skilmálum nr. 200 um ábyrgðartryggingu fyrir atvinnurekstur. Þar segi í grein 3.1 að vátryggingin taki til skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan vegna líkamstjóns vegna starfsemi þeirrar sem getið er í skírteini, enda verði líkamstjónið eða skemmdirnar raktar til skyndilegs og óvænts atburðar. Ekki geti verið ágreiningu r um að líkamstjónið hafi komið til vegna skyndilegs og óvænts atburðar sem var í tengslum við starfsemi vátryggðs. Þar af leiðandi teljist hið stefnda félag greiðsluskylt samkvæmt tryggingunni, að því gefnu að sök vátryggðs sé fyrir hendi. Í ljósi alls þ ess sem að framan sé ritað krefst stefnandi þess að viðurkennd sé skaðabótaskylda hinna stefndu félaga in solidum. Um heimild til að beina kröfunni að vátryggðum og vátryggjanda in solidum vísar stefnandi í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 og dóm Hæstarétt ar í málinu nr. 409/2012. Telur stefnandi að sök stefnda Nesbúeggja ehf. hafi verið fyrir hendi og að félagið beri því skaðabótaábyrgð vegna þess líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir. Er stefndi TM því greiðsluskylt á grundvelli samnings um ábyrgðartryggin gu í atvinnurekstri. Um sök stefnda Nesbúeggja ehf. vísar stefnandi í hina óskráðu sakarreglu skaðabótaréttar. Um ábyrgð stefnda TM er vísað í skilmála nr. 200 um ábyrgðartryggingu réttargæslustefnda hjá félaginu, einkum grein 3.1 í skilmálunum. Um aðild stefnda TM er vísað í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 en einnig 16. gr. og 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Um aðild stefnda Nesbúeggja ehf. er vísað í 16. gr. og 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Um fyrirsvar vísar stefnandi í 4. mgr. 17. gr. laga nr. 9 1/1991. Um rétt til að krefjast viðurkenningardóms er vísað í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Um málskostnaðarkröfu vísar stefnandi í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 91/1991. 7 Málsástæður og lagarök stefndu. Stefndu krefjast sýknu og byggja á því að um óhappat ilvik í skilningi skaðabótaréttar hafi verið að ræða. Verði ekki fallist á það liggi allt að einu fyrir að um eigin sök stefnanda sé að ræða og því enginn bótaréttur til staðar. Árétta stefndu að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir meintri sök stefnda Nesbú eggja. Breyti því engu að Vinnueftirlitið hafi ekki verið kallað til án tafar en stefnandi hafi ekki tilkynnt Nesbúeggjum um að hún væri óvinnufær fyrr en síðar. Því hafi stefndi ekki haft neinar forsendur til að tilkynna um atvikið á þeim tímapunti eins o g haldið sé fram í stefnu. Óhappatilvik. Stefndu byggja kröfur sínar aðallega á því að um óhappatilvik hafi verið að ræða, sem geti ekki leitt til bótaskyldu stefndu. Fyrir því er fjöldi fordæma í dómaframkvæmd Hæstaréttar í sambærilegum málum. Dómaframkvæmd Hæstaréttar sé skýr um að við þær aðstæður, þar sem starfsmanni sem er kunnugt um þær aðstæður sem uppi eru og þær hættur sem geta verið til staðar í starfsumhverfi þeirra, s.s. hálkubletti utandyra eða bleytu innandyra, beri starfsmanni að v era vel á verði og sýna þá aðgát sem aðstæður krefjast. Við slíkar aðstæður verði ekki sök felld á vinnuveitanda, enda verði að leggja til grundvallar að starfsmaður, sem gjörþekkir aðstæður, hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir tjón sitt með því að s ýna þá aðgát sem hann mátti viðhafa í ljósi aðstæðna. Vísast um það m.a. til dóma Hæstaréttar í málum nr. 41/2003 og 53/2002. Eggjabú stefnda Nesbúeggja sé fámennur vinnustaður og ætlast sé til að starfsmaður, sem fari út með rusl hverju sinni, sýni fullnæ gjandi aðgát og hugi sjálfur að hálkuvörnum hverju sinni, enda megi leggja til grundvallar að sá hinn sami sé sá eini sem fari út með ruslið þann daginn. Til þess hafa starfsmenn auk þess viðeigandi búnað, s.s. heitt vatn og salt, líkt og hafi verið til st aðar þegar atvik málsins áttu sér stað. Stefnanda hafi verið vel kunnugt um aðstæður, enda áttu atvik málsins sér stað eftir að stefnandi hafði sjálf sprautað heitu vatni á planið fyrr um morguninn, líkt og hún hafði gert oft áður. Aftur á móti hafi hún ek ki saltað planið í kjölfarið, sem hafi dregið verulega úr áhrifum þeirra hálkuvarna sem ætlast var til að hún og aðrir starfsmenn sæju um. Til viðbótar við framangreint var engin augljós slysahætta á því plani sem stefnandi datt og ekkert sem bendir til þe ss að þurft hefði að viðhafa sérstakan umbúnað til að varna slysum. 8 Með vísan til alls framangreinds verði að leggja til grundvallar að engin sök verði lögð á stefnda Nesbúegg og að það slys sem stefnandi varð fyrir verði ekki rakið til annars en óhappati lviljunar og eigin sakar stefnanda, líkt og fjallað er um hér að neðan. Eigin sök. Stefndu byggi auk þess á því að það tjón sem stefnandi varð fyrir vegna slyssins sem málið hverfist um verði eingöngu, eða að minnsta kosti að mestu leyti, rakið til gáleys is stefnanda sjálfrar og eigin sakar hennar. Líkt og fjallað sé um hér að framan er fyrir því skýr dómaframkvæmd að sé starfsmaður kunnugur þeim aðstæðum sem uppi voru, líkt og stefnandi var í þessu tilviki, verði að gera þær kröfur til hans að hann sýni f yllstu aðgát og þá varúð sem aðstæðurnar krefjast. Það hafi stefnandi ekki gert. Þvert á móti hafi stefnandi sprautað heitu vatni á planið án þess að salta það í kjölfarið til að varna hálkumyndun. Verði að ætla að hennar eigin athafnir, auk gáleysis henna r að öðru leyti, hafi verið meginástæða þess að planið var hált og að slysið átti sér stað. Ljóst sé að stefnandi hafi margoft og um árabil farið út með rusl í þann ruslagám sem um ræðir og staðið sjálf að hálkuvörnum við þær aðstæður. Jafnframt liggi fyr ir að veður hafði verið óbreytt í einhverja daga þegar atvik málsins áttu sér stað í janúar árið 2020. Stefnanda mátti því vel vera kunnugt að hálka gæti hafa myndast á svæðinu að ruslagáminum. Þá liggi jafnframt fyrir að stefnandi hafði sjálf sprautað hei tu vatni á umrætt svæði fyrr um morguninn. Ekkert liggur fyrir um að verkstjóri stefnda Nesbúeggja eða aðrir starfsmenn hafi verið á planinu þennan dag. Stefnanda gat því ekki dulist að hálka eða hálkublettir gætu verið til staðar og var í raun í bestri st öðu allra starfsmanna stefnda Nesbúeggja til að þekkja þær aðstæður sem uppi voru. Við slíkar aðstæður verði að leggja til grundvallar að stefnandi beri fyrst og fremst sjálf ábyrgð á því tjóni sem hún varð fyrir, sbr. 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993. Verði ekki fallist á að stefnandi beri ein ábyrgð á eigin tjóni byggja stefndu á því að eigin sök stefnanda leiði að minnsta kosti til þess að stefnandi beri ábyrgð á tjóni sínu að miklu leyti, sem leiða beri til stórfelldrar lækkunar á kröfum stefnanda s amkvæmt varakröfu stefndu. Stefndu reisa kröfur sínar meðal annars á skaðabótalögum nr. 53/1993, sbr. og breytingarlög nr. 37/1999, einkum 23. gr. laganna. Stefndu byggja jafnframt á meginreglum skaðabótaréttar og vátryggingaréttar. Þá byggja stefndu kröf ur sýnar varðandi málskostnað á reglum XXI. kafla laga um meðferð einkamála, einkum 129. og 130. gr. Um lagarök vísast að öðru leyti til umfjöllunar um málsatvik og málsástæður. 9 Skýrslur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu auk vitnan na og . Verður vitnað til framburðar þeirra við úrslit málsins eftir þörfum. Forsendur og niðurstaða. Ekki er ágreiningur um að stefnandi hafi fallið við að fara út með rusl á vinnustað sínum þann 28. janúar 2020 og hlotið við það meiðsl sem metin hafa verið til læknisfræðilegrar örorku og varanlegs miska 26 stig. Ágreiningur aðila snýr að því hver beri ábyrgð á aðstæðum þeim sem urðu til þess að stefnandi rann til í hálku sem var sannanlega til staðar. Samkvæmt yfirliti yfir veður á Keflavíkurflugvelli hafði verið alskýjað og snjókoma til skiptis frá 25. janúar til 28. janúar 2020 og segir um snjólag að jörð sé alþakin misþykku lagi af þéttum eða votum snjó. Slysdaginn hafi verið úrkoma í grennd og hitas tig rétt yfir frostmarki. Má draga þá ályktun að veðurfar hafi verið með svipuðu móti í Vogum þar sem stefndi Nesbúegg ehf. starfa. Samkvæmt framburði stefnanda fyrir dóminum hafði hún farið út með rusl eins og aðra daga þegar hún rann til og féll aftur fyrir sig. Hún kvaðst hafa verið búin að taka um tvö skref út þegar hún féll en það hafi verið kalt og hált úti. Kvað hún það hafa verið hluta af starfi hennar að fara út með ruslið í lok vinnudags eða þá að vitnið hafi gert það. Kvaðst hún ekki geta s agt hver hafi borið ábyrgð á hálkuvörnum á þessu svæði, það hafi stundum verið hún og stundum vitnið . Stundum hafi þeim verið sagt að grípa til hálkuvarna. Kvaðst hún ekki hafa sprautað heitu vatni á svæðið í þetta skipti, það hafi hún aldrei gert. Þá kvað hún vinnuveitanda sinn hafa útvegað starfsmönnum sérstök stígvél til að vera í við vinnuna. Aðspurð kvað hún sig eða hafa farið með ruslið út í lok vinnudags og hún gert það sl. fimm ár eða þann tíma sem hún vann hjá stefnda. Vinnulagið hafi verið að slökkt hafi verið á suðupotti og hinkrað á meðan vatnið kólnaði og tíminn notaður til að fara út með ruslið. Hún hafi því oft áður farið út með rusl í gegnum tíðina þegar hálka hefur verið. Venjulega hafi hún ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir þega r hún hefur farið út með ruslið þótt það hafi verið hált. Slysdaginn hafi verið kalt veður og þá verði oft hált. Slysdaginn hafi hún farið varlega og vitað að það hafi verið hált. Þess vegna hafi hún gengið hægt því hún hafi verið óttaslegin. Þegar hún haf i gengið út hafi hún gengið hægt því að hún hafi verið hrædd um að hún myndi detta. Ástæðan fyrir ótta hennar skýrði hún fyrir dóminum að hún gerði þetta alltaf á þennan hátt. Hún hafi ekki saltað svæðið um daginn en enginn hafi sagt henni að fara út með 10 r uslið þennan dag. Kvað hún kannski um tvo metra vera frá útidyrahurðinni að ruslagámnum. Kvað hún þyngd á ruslapokunum venjulega hafa verið um tvö til fimm kíló. Aðspurð aftur um vitneskju hennar um hálku kvaðst hún ekki hafa vitað að það hafi verið hált f yrr en hún féll. Vitnið kvaðst hafa unnið í um þrjú ár hjá Nesbúeggjum þegar slysið varð. Það hafi verið kalt í veðri og hálka. Stefnandi hafi ætíð farið út með ruslið í lok vinnudags en vitnið hafi unnið á öðru svæði í húsinu en hafi vitnið verið á s ama vinnusvæði þá hafi það einnig farið út með ruslið þá daga. Vitnið hafi saltað svæðið á hverjum morgni en vitnið hafi ekki vitað hvernig það hafi verið slysdaginn. Kvað vitnið að það væru sérstakir skór fyrir þá sem færu út með ruslið en þeir væru staðsettir í búningsklefa starfsmanna en tilgangurinn með því að fara í að ra skó þegar farið væri út með ruslið var að bera ekki inn bakteríur. Vitnið kvað fyrir dóminum stefnanda hafa komið til sín eftir slysið og haft á orði að hún áttaði sig ekki á því hvers vegna það væri svona hált þar sem hún hefði sprautað heitu vatn i á svæðið fyrr um daginn en hafi ekki saltað svæðið á eftir. Þennan dag hafi stefnandi ákveðið sjálf að fara út með ruslið. Aðspurð um mismunandi stígvél á vinnusvæðinu þá hafi það verið verklag að fara ekki á sömu stígvélum út að ruslinu og væru notuð in ni á vinnusvæðinu en þar sem stutt væri út í ruslagáminn færi starfsfólk stundum út á sömu stígvélum. Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á því hvernig þeir bera sig að við að fara út með ruslið. Vitnið kvaðst hafa hálkuvarið öll svæði ef hún mætti fyrst á morg nana en þennan morgun hafi hún ekki mætt fyrst og ekki séð um að hálkuverja svæðið fyrir utan ruslagáminn. Starfsmenn sem fóru út með ruslið hafi sjálfir metið aðstæður hverju sinni. Kvaðst vitnið hafa verið á skrifstofu sinni þegar slysið varð. Eins og rakið er að framan lýsti stefnandi því sjálf fyrir dóminum að hún hafi farið varlega út og verið hrædd í umrætt sinn. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda Nesbúeggjum þegar slysið varð og að hennar sögn margoft farið með rusl út í ruslagám. Hefur st efnanda því verið vel kunnugt um aðstæður á þessari leið. Ósannað er hvort stefnandi hafi brætt ís með heitu vatni um morguninn og hefur það ekki áhrif við úrslit málsins. Hins vegar er það óumdeilt að það féll í hlut stefnanda, hvort sem það var í starfsl ýsingu hennar eða ekki, að fara út með rusl af hennar vinnusvæði í lok vinnudags og staðfesti hún það fyrir dóminum. Hún fékk ekki sérstök fyrirmæli um það í hvert skipti. Slysdaginn fór stefnandi að eigin frumkvæði með ruslið út og þurfti að ganga þá ca t vo metra sem voru frá útidyrahurð að ruslagáminum. Það var kalt og stefnandi gekk 11 varlega þar sem hún var hrædd að hennar eigin sögn. Telur dómurinn að í ljósi þess að stefnandi hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn á öllum árstímum, hafi henni mátt v era ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Hennar eigin framburður styður það, enda kvaðst hún hafa farið varlega þegar hún steig út. Ítrekað spurð út í þann þátt kvaðst hún ætíð hafa gert það. Eins og atvikum var háttað á slysdegi, auk framburðar s tefnanda sjálfrar, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis stefnanda. Stefnandi var vön að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með ru sl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf. Verður bót askylda vegna tjóns stefnanda því ekki lögð á stefnda Nesbúegg ehf. vegna aðgerðarleysis Nesbúeggja ehf. við hálkuvarnir og ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Stefnandi fékk gjafsókn samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins þann 24. ágúst 202 1. Að öllu framansögðu virtu telur dómurinn rétt að hver aðili beri sinn málskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hennar, Þormóðs Skorra Steingrímssonar, sem þykja hæfileg 950.000 krónur, skal greiddur úr ríki ssjóði. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 við uppkvaðningu dómsins. DÓMSORÐ Stefndu, TM tryggingar hf. og Nesbúegg ehf., eru sýkn í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Allur g jafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hennar, Þormóðs Skorra Steingrímssonar, 950.000 krónur, skal greiddur úr ríkissjóði.