Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 21. ágúst 2020 Mál nr. E - 1890/2020 : Tor ehf. (Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður ) g egn K ötlu matvælaiðj u ehf. ( Björgvin Jónsson lögmaður ) Mál þetta er höfðað með stefnu birtri 4. mars 2020 og það var dómtekið eftir aðalmeðferð 1. júlí sl. Stefnandi er Tor ehf., Eyrartröð 13, 220 Hafnarfirði . S tefndi er Katla matvælaiðja ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda , samk væmt yfirliti sem lagt var fram við upphaf aðalmeðferðar, eru þær að stefndi verði dæm d ur til að greiða stefnanda 12.713.325 kr ónur auk skaðabótavaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. mars 2015 til 2 0 . mars 201 7 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim tíma til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda í málinu. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda á hendur stefnda verði stó rlega lækkaðar og aðeins teknar til greina að óverulegu leyti. Í báðum tilvikum krefst stefndi m álskostnað ar að skaðlausu. I. Málsatvik eru þau að stefnandi, sem rekur fiskvinnslu, hefur undanfarin ár flutt fisk út til Bretlands og notað til þess hjálparefn i við fiskvinnsluna í þeim tilgangi að þyngja fiskinn , í samráði við erlenda kaupendur fisksins. 2 Í apríl 2014 áttu sér stað viðræður milli stefnanda og sölumanna stefnda varðandi það hjálpar efni sem stefnandi hafði nota ð við fisk vinnsluna síðustu árin sem var frá Hollandi , en það væri sömu gerðar og hjálpar efni stefnda af gerðinni Katla N242 , vörunr . 15280 . Hinn 30. apríl 2014 sendi stefndi stefnanda 25 kíl ó af efninu N242 til prófunar og staðfesti fr amkvæmdastjóri stefnanda með tölvupósti 19. maí 201 4 við sölumann stefnda að stefnandi hefði prófað efnið og það hefði virk að ágætlega. Stefnandi h efði aftur á móti nýlega fengið pöntun í hús af hinu hollenska hjálparefni og þyrfti því ekki að panta efni hjá stefnda næstu sex mánuðina. Hinn 20. október 2014 k eypti stefnandi hjálparefnið Katla N242 af ste f nda og hóf strax notkun á efni nu við fiskvinnslu sína . Fyrsta fisk framleiðsla stefnanda með efni stefnda, Katla N242 , var send til Englands dagana 12., 13., 19. og 20. nóvember 2014 . Fljótlega eftir að v aran barst þangað út h afnaði kaupandi hennar, Seafood Holdings, móttöku vörunnar og bar því við að fiskurinn v æri skemmd ur og óhæf ur til neyslu en kaupendur hefðu einkum kvartað yfir sterkri ammoníaklykt af fisk i num við eldun . Stefnandi hafi staðreynt að kvörtun kaupandans Seafood Holdings ætti við rök að styðjast og að fiskurinn væri ekki hæfur til neyslu. Í framhaldi hafi stefnanda tekist að takmarka tjón sitt eins og kostur var með því að selja hluta af hinum skemmda fiski í dýrafóður . Beint fjárhagslegt tjón stefnanda vegna þessa hafi numið 5.543.537 krónum . Stefnandi hafi einnig orðið fyrir óbeinu tjóni vegna framangreinds þar sem hann hafi ekki getað notað hjálparefni ð N242 til að þyngja fiskinn sem seldur var erlendis au k þess sem töluvert hafi dregið úr sölu á ferskum fisk i til Seafood Holdings yfir tímabilið frá nóvember 2014 fram í mars 2015. Fljótlega eftir að málið kom upp var óskað eftir því að r annsóknarþjónusta n Sýni ehf. greindi sýni af ferskum þorski með efni stefnda , N242 , m.t.t. ferskleika. Í bréfi 8. maí 2015 , eftir sérstaka fyrirspurn frá stefnanda , kom fram að framangreind greining hefði farið fram , þar sem Sýni ehf. h efði notað tvö hjálparefni N242 við fiskframleiðslu . Það efni sem stefnandi hefði notað áður en hann skipti yfir í efni stefnda h efði fengið meðaleinkunnina 6 á svonefndum Torry - kvarða . Lyktin hafi minnt á soðnar kartöflur, soðna mjólk eða vott af vanillu. Efni stefnda , N242 , hafi fengið meðaleinkunnina 3 á sama kvarða. Það sýni hafi verið m eð sterkri ammoníak lykt sem próf dómarar hafi líkt við siginn fisk eða kæsta skötu . 3 Í kjölfar framangreindrar niðurstöðu hafi viðræður átt sér stað milli aðila og tryggingafélag s stefnda , TM, u m uppgjör á bótum vegna tjóns stefnanda . Þ ær viðræður hafi ekk i leitt til uppgjörs þar sem stefndi hafi ekki talið meint tjón stefnanda vegna skemmda á fisk i num upplýst með fullnægjandi hætti . Málinu hafi því verið vísað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum , sbr. mál nr. 258/2015 , sem komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 1. september 2015 að stefnandi hefði orðið fyrir fjár tjóni þegar erlendur kaupandi fisksins, sem framleiddur var með efni stefnda , N242, neitaði móttöku þar sem varan væri skemmd og óhæf til neyslu og fiski num hefði í kjölfarið verið fargað eða hann seldur í dýrafóður. Nefndin taldi að rannsókn Sýnis ehf. ein og sér væri ekki sönnun þess að hjálpar efni stefnda , N 242 , væri gallað í skilningi 2. mgr. 6. gr. laga nr. 25/1991, um skaðsemisábyrgð , og ekki væru he ldur færðar sönnur á orsakatengsl milli hins meinta galla og fjár tjón s stefnanda , ef rétt er lesið í úrskurðinn . Í kjölfar framangreinds úrskurðar ós k aði stefnandi eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta hvort efni stefnda , N242 , væri gallað. Hi n n 10. júní 2016 var Sigurjón Arason, prófessor og verkfræðingur, dómkvaddur til að meta hvort efni stefnda hefði verið gallað svo að valdið hefði skemmdum á þeim f iski sem var sendur út í nóvember 2014 til Seafood Holdings. Niðurstaða mats gerðarinnar var að efni stefnda , N242 , væri ekki geymsluþolsefni þar sem efnið hvetti til myndunar skemmdarefna í fiski num sem framkölluðu sterka ammoníaklykt ; sterkari en þá lykt sem myndast hefði í viðmiðunarhópum. Eftir að framangreind matsgerð lá fyr ir féllst tryggingafélag stefnda á að atvikið félli að hluta til undir ábyrgðartryggingu stefnda hjá félaginu þannig að beint fjártjón s tefnand a yrði bætt á grundvelli þeirrar tryggingar . Voru stefnanda greiddar 7.689.934 krónur í uppgjöri hinn 15. febrúar 2017 en sú fjárhæð samanstóð af beinu fjártjóni stefnanda , 5.543.537 krónum , auk vaxta og kostnað ar . Hinn 20. febrúar 2017 krafðist stefnandi þess að stefndi greiddi stefnanda það óbeina tjón sem félagið kvaðst hafa orðið fyrir en t ryggingafélag stefnda taldi ekki falla undir vátrygginguna. Í bréfinu var tjónið skilgreint þannig að annars vegar væri um að ræða 4 tjón vegna skertrar verðmætaaukningar á nokkurra mánaða tímabili þann tíma sem stefnandi gat ekki notað N242 - hjálparefni í fi sk framleiðslu , en það hefði orðið til þess að fiskurinn vó minna og rýrnaði þannig um 10% . Hins vegar væri t jón stefnanda vegna skertrar vörusölu til Seafood Holdings frá tjónsdegi í nóvember 2014 til 8. mars 2015 . Með bréfi 27. febrúar 2017 hafnaði stefndi þe ssar i kröfu stefnanda . Með stefnu birtri 14. mars 2017 höfðaði stefnandi mál gegn stefnda þ ar sem stefnandi krafðist þess að stefndi greiddi stefnanda skaðabætur vegna óbein s tjón s sem stefnandi hefði orðið fyrir vegna skemmda í fiskframleiðslu sökum galla í hjálpar efni stefnda , N242 . Því máli lauk með úrskurði þessa dómstóls 11. september 2018 í máli númer E - 1012/2017 þar sem kröfu stefnanda var vísað frá dómi því að stefnandi var ekki talinn hafa sýnt með fullnægjandi hætti fram á f orsendur og útreikning að baki kröfu nn i , svo sem með matsgerð eða bókhaldsgögnum . Í forsendum úrskurðarins var því hins vegar slegið föstu að umrætt efni hefði verið haldið galla. Hinn 25. október 2018 lagði stefnandi fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á fjárhæð skaðabóta/óbeins tjóns stefnanda samkvæmt 67. gr. laga nr. 50/2000 á grundvelli bókhaldsgagna, sbr. forsendur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 1012/2017. Var Páll Ingólfsson dómkvaddur 3. maí 2019 og skilaði hann matsgerð sinni 1 1. febrúar 2020 þar sem fram kom að krafa stefnanda væri í samræmi við framlögð gögn og bókhald sgögn stefnanda. Taldi matsmaður óbeint tjón stefnanda vegna 10% rýrnunar á fiski án hjálparefna hóflega metið 5 .999.333 krónur . Taldi matsmaður tjón veg na söluminnkun ar rétt metið af stefnanda, alls 6.713.992 krónur , alls væri tjón ið að fjárhæð 12.713.325 krónur , en það samsvarar stefnukröfu málsins . Með bréfi 17. febrúar 2020 óskaði stefnandi eftir upplýsingum frá stefnda um það h vort stefndi myndi una framangreindu mati eða óska eftir yfirmat i . Í bréfi 28. febrúar 2020 kom fram að stefndi hygðist ekki leita yfirmats en hefði uppi ýmsar athugasemdir við matsgerðina og hafnaði þar með skaðabótakröfu stefnanda. Með stefnu birtri 4. mars 2020 höfða ði stefnandi mál þetta á hendur stefnda þar sem stefnandi krefst þess að stefndi greiði stefnanda skaðabætur vegna þess óbein a tjón s 5 sem stefnandi kveðst hafa orðið fyrir sökum galla í hjálparefni stefnda , N242, samtals að fjárh æ ð 12.713.325 krónur. II. Í fyrsta lagi byggir stefnandi kröfu sína á því að hjálparefni stefnda af gerðinni Katla N242 hafi verið galla ð í skilningi 17. gr. laga nr. 50/2000 , um lausafjárkaup. S öluhluturinn hafi verið gallaður þar sem hann hafi ekki hentað í þeim tilgangi sem samb ærilegir hlutir séu venjulega notaðir, sbr. a - lið 2. mgr., sbr. 3. mgr. , 17. gr. laganna. Söluhluturinn teljist einnig haldinn galla þar sem hann hafi ekki hentað í ákveðnum tilgangi sem s tefndi hafi vitað um eða mátt vita um þegar kaup in hafi verið gerð e nda hafi stefnandi byggt á sérþekkingu s tefnda sem s eljanda eða mati hans, sbr. b - lið 2. mgr., sbr. 3. mgr. , 17. gr. laganna. Til stuðnings framangreindu vísi stefnand i til þess að sölumönnum stefnda hafi verið kunnugt um það hjálpar efni sem stefnandi h a fði áður notað við framleiðslu sína m eð góðum árangri. S ölumenn stefnda hafi fullviss að s tefnanda um að efnið N242 hefði ekki síðri eiginleika en það hollenska efni sem stefnandi h afði áður notað. Að mati stefnanda sé því augljóst að stefndi hafi á litið sitt efni samkeppnishæft við önnur sambærileg hjálpar efni til þeirrar fiskvinnslu sem stefnandi hafði hug á að nota efnið í. Stefnandi vísi einnig til fyrirliggjandi matsgerð ar Sigurjóns Arasonar þar sem fram komi að ef ni stefnda , N242 , hafi ekki hentað í þeim tilgangi sem því hafi verið ætlað ur . Við eldun á fiski sem hafi verið framleiddur með efni stefnda hafi stigið upp megn ammoníaklykt og hafi fiskur inn verið óhæfur til neyslu eftir þrjá daga og ónýtur á degi sex . Í niðurstöðu matsgerð ar innar kom i fram að efni stefnda hafi verið á stæða ammoníak lyktarinnar . Tryggingafélag stefnda hafi vegna þessa fallist á að bæta beint fjár tjón stefnanda vegna þeirra skemmda sem efnið olli í f iskinum . Stefnandi tel ji því ljóst að hið selda hjálpar efni N242 hafi verið gallað í skilningi a - liðar 2. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2000. Til viðbótar framangreindu liggi fyrir að stefnandi hafi leitað til stefnda um kaup á efni sem hafi átt að nota í afmarkaðri framleiðslu á tiltekinni fiskafurð . Því liggi fyrir að stefnda hafi verið kunnugt um tilgang stefnanda með kaupum á efninu . Stefndi hafi 6 mælt sérstaklega með efni nu N242 til f ramleiðslunnar en stefndi sé framleiðandi þess og eigi því að þekkja vel eiginleika efnisins . Þar sem e f nið hafi ekki reynst henta í þeim ákveðna til gangi sem hafi verið ástæða kaupanna sé það haldið galla í skilningi b - liðar 2. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2000. Í öðru lagi byggi stefnandi kröfu sína á því að stefndi beri skaðabótaskyldu á öllu því tjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna kaupa á hinu gallaða efni N242 . Nánar tiltekið h afi stefnandi orðið fyrir óbeinu tjóni af völdum saknæmra vanefnda stefnda í skilningi laga nr. 50/2000. Um bótaskyldu vísi stefnandi til 3. mgr., sbr. 2. mgr. , 40. gr. og 2. mgr. 67. gr. laga nna . Samkvæmt þeim lagaákvæðu m ber i seljandi bótaskyldu vegna óbeins tjóns kaupanda ef tjónið má rekja til mistaka eða vanrækslu seljanda eða þess að söluhluturinn hafi ekki við samningsgerð verið í samræmi við það sem heitið hafi verið við kaupin. Óbeint tjón sé skilgreint í 2. mgr. 67. gr. laga nr. 50/200 0 . Undir slíkt tjón falli meðal annars tjón sem rekja megi til samdráttar eða stöðvunar í framleiðslu eða viðskiptum , sbr. a - lið ákvæðisins. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna komi fram að stafliðurinn taki til þess tjóns sem s eljandi hafi valdið kaupanda við þ að að hann missi af framtíðarviðskiptum. Í kjölfar kaupa stefnanda á efni stefnda , N242 , hafi erlendir viðskiptavinir stefnanda , sem áður höfðu keypt af stefnanda f iskafurðir , slitið viðskiptum sínum við stefnanda. Það lig gi því í augum uppi að o rðspor stefnanda á erlendum markaði hafi beðið hnekki eftir að galli hafi komið upp í afurð hans. Stefnandi tel ji því orsakasamhengi milli tjóns stefnanda og vanefnda stefnda vegna hinnar gölluðu vöru . Þá telji stefnandi einnig ljóst að tjónið eigi undir ákvæði laga nr. 50/2000. Að mati stefnanda sé ljóst að söluhluturinn, hjálparefni til fisk vinnslu af gerðinni N242 , hafi átt að henta í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir séu venjulega notaðir og í þeim ákveðna tilgangi sem st ef nandi hafi ætlað sér þegar kaup in fóru fram . Þar sem efnið hafi ekki gert það sé það gallað í skilningi 3. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, sbr. 5. mgr. 27. gr. og ákvæði 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Um bótaskyldu vegna óbeins tjóns í lausa fjárkaupum gildi sakarábyrgð , sbr. 2. mgr. 40. gr. laga nr. 50/2000. Þá get i kaupandi ávallt krafist skaðabóta ef galla eða tjón má rekja til mistaka eð a vanrækslu seljanda, sbr. a - lið 3. mgr. 40. gr. laganna , eða hlutur hefur ekki þegar við samningsgerð v erið í samræmi við það sem heitið hafi verið af 7 seljanda, sbr. b - lið 40. gr. laganna. Í matsgerð hins dómkvadda matsmanns k omi skýrt fram að umrætt efni sem stefndi hafi selt stefnanda hafi ekki hentað í þeim tilgangi sem því hafi verið ætlað ur . Stefndi hafi talið stefnanda trú um að efni ð væri ekki síðra að gæðum til framleiðslunnar en þau hjálpar efni sem stefnandi hafði áður nota ð í sama tilgangi, þ.e. að þyngja ferskan fisk sem fl ytja ætti til útlanda . Það hafi ekki reynst raunin. Af þessu leiði að mis tök hafi verið g erð af hálfu sölumanna stefnda við sölu á hjálpar efninu til stefnanda. Stefnandi byggi kröfu sína e nn fremur á því að augljóst sé að stefndi hafi getað séð fyrir það óbeina tjón sem stefnand i hafi orðið fyrir og krafist sé bóta fyrir í mál i þessu . Það tjón falli undir a d - liði 2. mgr. 67. gr. laga nr. 50/2000 , um lausafjárkaup. Það skilyrði sem sett sé fyrir bótaskyldu ligg i fyrir í máli nu : missir framtíðarviðskipta . Tjón stefnanda hefði vel getað orðið mun meira ef honum hefði ekki tekist að lágmarka tjón sitt með því að selja hluta af hinni skemmdu vöru í dýrafóður . Stefnandi vísi til þess um nánari tilgreiningu á tjóni sínu að þegar tjón ið hafi átt sér stað höfðu viðskipti stefnanda við hinn erlenda kaupanda vöru nnar, Seafood Holdings, verið s töðug í liðlega tvö ár. Stefnandi hafi ekki átt viðskipti við aðra aðila með vöru af þessari gerð. Sala á fiskafurðum af þessari gerð hafi numið um 15.000 pundum á viku á umræddu tveggja ára tímabili. S ú sala hafi fallið niður við t jónsatburð inn . S tefnanda hafi tekist að ná upp sölu á vöru af þessar i gerð , sem hafi verið unnin án hjálparefna, í mun minna magni en fyrir tjónsatburð. Sala stefnanda á ferskum þorski til Seafood Holdings með nýju , ógölluðu hjálparefni hafi ekki tekist fyrr en þremur mánuðum eftir tjónsatburðin n . Stefnandi vísi til þess að verð mætisaukning við notkun réttra hjálparefna við fiskvinnslu til Seafood Holdings hafi numið um það bil 1.500 til 2.000 s t erlingspund um á viku þar sem no tkun réttra efna endurný i i o g við haldi eðlilegri þyngd fisk sin s. Þegar efnin séu ekki notuð missi fiskurinn sem næst 10% af eðlilegri þyngd sinni sem v aldi samsvarandi skertri verðmætisaukningu miðað við þyngd vöru nnar . Í tilviki stefnanda hafi sú verðmætisskerðing verið áætluð 6.549.967 krónur á viku , þ.e. 10% af seldum fiskafurðum án hjálpar efnis frá 27. nóvember 2014 til 12. mars 2015, samtals 74.699.670 krónur , að frádregnum áætluðum efnis - og 8 vinnusparnaði , 920.000 krónum , alls 65.499.670 krónur. Auk þessa tjóns hafi vörusala stefnan da til S eafood Holdings fallið úr 31.480 pundum á viku í 21.650 pund í framhaldi af tjónsatburði fram til 8. mars 2015. Áætlað tjón stefnanda vegna skertrar vörusölu á tímabili nu að frádregnum sparnaðarliðum sé um 7.633.992 krónur. Þetta fjárhagslega óbein a tjón stefnanda hafi komið í ljós um miðjan mars 2015. Um lagarök vísi stefnandi til meginregl na s amninga - , skaðabóta - og kröfuréttar, l aga nr. 25/1991 , um skaðsemisábyrgð, l aga nr. 50/2000 , um lausafjárkaup, l aga nr. 30/2004 , um vátryggingasamninga, l aga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu, og l aga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. III. Stefndi hafnar alfarið kröfum stefnanda og styður sýknukröfu sína einkum við það að skilyrði sk a ða bótaábyrgðar skorti í málinu , svo sem sök, ólö g mæti, orsakatengsl, tjón og sennilega afleiðingu. Stefndi mótmæli málatilbúnaði stefnanda sem efnislega röngum auk þess sem stefndi mótmæli fjárhæð kröfunnar og þeim útreikningum sem hún byggi st á , sem séu verulega vanreifaðir. Stefndi vísi til þess að skilyrði bótaábyr g ðar samkvæmt 3 . mgr. 40. gr. laga nr. 50/200 0 séu ekki fyrir hendi. Starfsmenn stefnda hafi ekki gefið stefnanda neinar upplýsingar um að hið selda efni , N242 , væri með öðrum eiginleikum eða gefið stefnanda rangar eða villandi upplýsingar um efnið eða þagað yfir nauðsynlegum upplýsingum sem stefndi hafi vitað eða mátt vita að skiptu máli fyrir stefnanda. Umrætt hjálparefni hafi sætt prófun af hálfu stefnanda á því hvort það hentaði við fisk - og dreifingarferli stefnanda, og stefnandi hafi sagt að það virkaði ágætlega áður en hann hafi svo keypt efnið af stefnda í október 2014. Stefndi vísi einnig til þess að stefnanda hafi staðið til boða að starfsmenn stefnda myndu koma að prófun efnisins en stefnandi hafi hafnað því þar sem hann hafi viljað prófa efnið sjálfur. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi sjálfur vanrækt að prófa og greina notkun á efninu í allri framleiðslu og dreifing u stefnanda . Ekki sé unnt að sakast við stefnda hafi sú prófun ekki verið fullnægjandi . Efnið hafi e kki verið selt sem efni með aðra eiginleika en þá að hindra vökvatap í fiskinum og bæta endurheimtur á 9 vökva sem hefði tapast frá veiðum. Efnið hafi alls ekki verið selt sem geymsluþolsefni , þ.e. að því hafi verið ætlað að auka geymsluþol fisksins. Ste fndi mótmæli málsástæðu stefnanda þess efnis að í matsgerð Sigurjóns Arasonar hafi komi ð fram að efnið N242 hafi hvatt til myndun ar skemmdarefna sem hafi framkall að sterka ammoníak lykt og efnið sé þar með ó nothæft í fiskvinnslu . Hið rétta sé að í matsgerðinni komi fram að efnið N242 sé ekki g eymsluþolsefni. Þá vísi stefndi einnig til ágalla í matsgerðinni , en fiskflök in sem matsmaður inn hafi notað við prófanir hafi verið tveggja daga gömul þegar honum b árust þau til prófu nar . Stefndi vísi til ski lyrða skaðabótaréttar um að orsakatengsl þurfi að vera milli tjónsatburðar og tjóns. Stefnandi byggi á því að slíkt orsakasamband sé fyrir hendi varðandi meint óbeint tjón stefnanda. Í stefnu sé fullyrt að erlendir kaupendur hafi slitið viðskiptasambandi v ið stefnanda og að Seafood Holdings hafi í framhaldi a f tjónsatburði keypt minna af vöru stefnanda en árin á undan . Engin frekari skýring sé ge fin í stefnu. Stefndi mótmæli framangreindu sem röngu , að eina ástæðan sé að hinn erlendi kaupandi hafi móttekið skemm d a vöru á um viku tímabili. Að mati stefnda hefði stefnanda verið í lófa lagið að upplýsa kaupandann um að stefnandi hefði notað annað hjálparefni en áður og að eftirleiðis yrði notað það efni sem áður hefði verið notað. Stefndi vísi einnig til þess að eina ástæða þess að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna verðmætarýrnunar sé sú að stefnandi hafi orðið uppiskroppa með hjálparefni N242 . Þá vísi stefndi jafnframt til þess að ýmsar á stæður get i verið fyrir því að dregið hafi úr vörusölu til hins erlenda aðila , t.a.m. minni eftirspurn, minna framboð, tímabundið offramboð, verðlag , atriði sem hafi varðað k aupa nda o.s.frv. Með vísan til þessa sé því hafnað stefnandi hafi fært sönnur á orsakatengsl milli tjónsatburðar og hins meinta óbeina tjón s . Því sé enn fremur alfarið mótmælt að stefnandi hafi sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir óbeinu tjóni vegna hins skemmda fisks. Vísað sé til þess að fjárkröfur í stefnu séu ekki byggðar á öðru en staðhæfin gum stefnanda. Engin staðfest og óvilhöll gögn liggi fyrir til grundvallar kröfunum heldur séu gögnin að baki áætlanir sem stefnandi hafi sjálfur útbúið. Því beri að hafna kröfunni þótt svo ólíklega vildi til að stefndi yrði talinn bótaskyldur í málinu. Í því sambandi mótmæli stefndi því sem komi fram í 10 forsendum úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 11. september 2018 í fyrra máli milli aðila n úmer E - 1012/2017 . Stefndi vísi til þess að úrskurður inn hafi ekki bindandi réttar áhrif í máli þessu í skilningi 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, enda um úrskurð að ræða en ekki efnisdóm. Því hafi dómara aðeins verið heimilt að taka afstöðu til formhliðar málsins en ekki efnis atriða þess . Þess vegna beri að líta fram hjá þeim úrsku rði við mat á bótaskyldu stefnda í málinu. Stefndi vísi einnig til þess að s kaðabótakrafa stefnanda, verði fallist á að hún sé fyrir hendi, sé fyrnd samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 , um fyrningu kröfuréttinda . Umræddur tjónsatburður hafi átt s ér stað í nóvember 2014. Mál þetta hafi verið höfðað með stefnu birtri 4. mars 2020 og því hafi fjögurra ára fyrningarfrestur verið liðinn. Því beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Verði ekki fallist sýknukröfu stefnda vísi stefndi til þess að krafa stefnanda sé verulega vanreifuð , sem og þau gögn sem hún byggi st á. Þær tölulegu áætlanir sem stefnandi leggi fram séu ú t búnar af stefnanda sjálfum og hafi því ekkert sönnunargildi í málinu. Þá mótmæli stefndi einnig þeirri matsgerð sem fjárhæð kröfu stefnanda byggi á enda séu margvíslegir , alvarlegir hnökrar á því mati og það því ekki tækt sem sönnunargagn í málinu. Stefndi vísi meðal annars til þess að ekki sé að sjá að matsmaður hafi gert sjálfstætt mat á því hvort stefnandi hafi orðið fyrir óbeinu tjóni vegna tjónsatburðar ins með því að rannsaka bókhald stefnanda. Ekki sé að sjá að matsma ður hafi unnið sjálfstæða útreikninga á v iðmiði stefnanda um 10% þyngdartap fisks þegar hjálparefni hafi ekki verið notað við framleiðsluna . Matsmaður virðist hafa byggt á v iðmiði og útreikningi sem stefnandi hafi sjálfur útbúið um áætlað tap stefnanda vegna 10% rýrnunar á fi ski vikur nar á eftir tjónsatburði. Þá vísi stefndi til þess að ekki sé heldur að sjá að matsmaður hafi staðreynt upplýsingar frá stefnanda um s ölu til Seafood Holding áður en tjónsatburður inn átti sér stað. Stefndi vísi einnig til þess að a.m.k. þrír reikningar sem hafi verið tilgreindir í e xcelskjal i sem stefnandi hafi útbúið og matsmaður lagt til grundvallar varðandi óbeint tjón stefnanda hafi verið á annan fiskkaupanda en Seafood Holding . S amkvæmt málatilbúnaði stefnanda og matsgerð inni hafi sá aðili verið sá eini sem hafi keypt fisk af stefnanda sem hafi verið framleiddur m eð efninu N242. Að mati stefnda sé því innbyrðis misræmi í kröfugerð st efnanda varðandi þennan hluta af kröfu stefnanda og hann því vanreif aður . 11 Varðandi sundurliðun og tilgreiningu þess em nemi minnkaðri vöru sölu til Seafood Holding yfir tímabilið frá nóvember 2014 til mars 2015 , þá hafi e ngin gögn eða útreikningar verið lagðir fram til stuðnings þeirri fullyrðingu a ð vörusala hafi farið úr 31 .480 pundum í 21.560 pund á viku , alls 7.633.992 krónur, á um 15 vikna tímabili . Þessi hluti af k röfu stefnanda sé því að mati stefnda fullkomlega vanreifaður. M atsgerð in að baki bæti því ekki úr framangreindri vanreifun og sé hún þ ví marklaus sem sönnun fyrir þessu meint a tjóni stefnanda. Því sé málatilbúnaður stefnanda svo vanreifaður að vart komi annað til greina en að vísa málinu frá án kröfu verði niðurstaðan ekki á þá leið að ekki sé fyrir hendi bótaskylda. Stefndi byggi enn fremur á því að kröfur stefnanda skorti alfarið lagastoð . Þá hafi stefnandi ekki með neinum raunhæfum hætti sýnt fram á óbeint fjártjón sitt vegna hins skemm da fisks sem Seafood Holding s móttók í nóvember 2014 . Það eigi bæði við um áætlanir stefnda um skerta verðmætisaukningu fiskafurða (10% rýrnun) vikurnar á eftir og s kerta vörusölu stefnanda til Seafood Holding s yfir sama tímabil, frá nóvember 2014 til mars 2015 . Varakröfu sína styðji stefndi við sömu sjónarmið og að frama n greini og því beri að lækka skaðabótakröfu stefnanda verulega . Þá sé á því byggt að frá því óbeina tjóni beri til dæmis a ð draga tekjuhagnað sem stefnandi hafi fengið af sölu fiskafurða er annars hefð u farið til Seafood Holdings og alla kostnaðarliði sem hafi sparast . Stefndi mótmæli sérstaklega dráttarvaxta kröfu stefnanda , v erði kröfur stefnanda á hendur stefnda teknar að einhverju leyti til greina . Stefndi byggi á því að dráttarvexti r geti fyrst reiknast mánuði eftir að mál þetta var höfðað með birtingu stefnu en þá hafi stefnda fyrst verið kynntar kröfur stefnanda í endanlegri mynd, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 . Sú kröfugerð sem stefnandi hafði uppi við málssókn sína í máli nr. E - 1012/2017 hafi ekki verið studd gögnum og mál i nu hafi því verið v ísað frá með úrskurði 11. september 2018. Það hafi alfarið verið á ábyrgð stefnanda. Til vara sé vísað til þess að stefnandi hafi fyrst beint tölulegum fjárhæðum í þessu máli að stefnda í b réfi 20. febrúar 2017 og dráttarvextir geti því fyrst reiknast að liðnum mánuði frá þeim tíma . Þá vísi stefndi einnig til þess að samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007 séu 12 vaxtakröfur og hluti af dráttarvöxtum stefnanda f yrnd . Því sé ekki unnt að fallast á v ex ti og dráttarvexti frá því fyrir 4. apríl 2016. Um lagarök vísi s tefndi til reglna samninga - og kauparéttar auk ákvæða laga nr. 50/200 0 , um lausafjárkaup . Vísað sé til reglna skaðabótaréttar um skilyrði bótaskyldu varðandi óbeint tjón , s.s. ólögmæti, orsa katengsl, fjártjón og vávæni , og þess að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að ofangreind skilyrði sé u fyrir hendi. Þá vísi stefndi til 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Einnig sé vísað til 80. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, og reglna um skýran og glöggan málatilbúnað. Vísað sé til reglna skaðabótaréttar um eigin sök tjónþola og um skyldu tjónþola til að takmarka tjón sitt. Loks sé vísað til 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Málskostna ðarkrafa byggi st á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. IV. Við aðalmeðferð málsins kom fyrir dóminn sem vitni og gaf skýrslu Páll Ingólfsson , höfundur matsgerð ar sem aflað var undir rekstri málsins , og staðfesti hann matsgerð sína. Hvorugur aðila gerði athugasemdir við dómkvaðningu Páls. Páll hefur enda víðtæka reynslu úr sjávarútvegi og bókhaldi bæði sjávarútvegsfyrirtækja og annarra , eins og hann gerði dómnum grein fyrir. Þ á gaf skýrslu Sigmar Rafnsson, söluráðgjafi í sjávarútvegi, starfsmaður hjá stefnda . Verður vísað til framburða r þeirra í forsendum dómsins ef tilefni gef st til. Ágreiningur þessa máls lýtur að því hvort stefnandi eigi rétt á skaða bót um úr hendi stefnda vegna óbein s tjón s sem stefnandi kveðst hafa orðið fyrir s ökum galla í hjálpar efni stefnda af gerðinni Katla N242 sem stefnandi notað i í framleiðslu á ferskum fiski til útflutnings eftir að hafa keypt það af stefnda í október 201 4 . Stefnandi byggir á því að efnið hafi skemmt fiskinn og því hafi e rlendur kaupandi vörunnar, Seafood Holding, neitað að taka á móti vörunni þ ar sem fiskurinn hafi verið ó hæfur til neyslu . Óbeint tjón stefnanda vegna þessa sé annars vegar framlegðartap vikurnar eftir tjónsatburðinn þar sem stefnandi gat ekki notað hjálpar efnið við vinnslu til að viðhalda vökva í fiski eftir veiði ( 10% rýrnun á þyngd ) og h ins vegar söluminnkun á vörunni (ferskur þorskur) til hins erlenda kaupanda mánuðina eftir tjónsatburð inn . 13 Stefnandi fékk beint fjártjón sitt vegna þessa atburðar greitt frá tryggingafélagi stefnda en félagið hafnaði bótaskyldu vegna framangreinds óbein s fjár tjóns þar sem það féll i ekki undir vát ryggingu na . Stefnandi höfðaði í kjölfarið mál á hendur ste f nda þar sem hann krafðist skaðabóta úr hendi stefnda vegna óbei n s t jóns sökum galla í efni stefnda . Því máli lauk m eð úrskurði í má l i þessa dómstóls nr. E - 1012/2017 , 11. september 2018 , þar sem kröfu stefnanda var vísað frá dómi . Var stefnandi ekki talinn hafa sannað með fullnægjandi hætti fjárhæð kröfu sinnar , svo sem með öflun matsgerð ar . Fyrir liggur að úrskurður inn var ekki kærður til Landsrétt ar . Stefnandi byggir skaðabótakröfu sína í máli þessu á sömu sjónarmiðum og að framan greinir . Tjón vegna framlegðartaps ( 1 0% rýrnun ) yfir tímabilið frá 14. nóvember 2014 til 12. mars 2015 sé 5.999.333 krónur og t jón vegna söluminnku nar til erlend s kaupanda yfir sama tímabil sé 6.773.992 krónur , samtals 12.713.325 krónur . Stefndi hafnar kröfu stefnanda og reisir sýknukröfu sína á því að skilyrði bótaréttar um sök og sennilega afleiðingu séu ekki uppfyllt en auk þess s é krafan svo vanreifuð að ekki sé annað tækt en að vísa henni frá dómi. Til vara krefst stefndi verulegrar lækkunar á kröfu nni með sömu rökum . Óumdeilt er að gallamat í málinu ræðst af ákvæðum laga nr. 50/200 0 . Í þeim efnum byggir stefnandi annars vegar á a - lið 17. gr. laganna og hins vegar á b - lið ákvæðisins. Í fyrri stafliðnum kemur fram að ef annað leiði r ekki af samningi skuli söluhlutur h enta í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir. Í síðari stafliðnum getur bótaábyrgð bygg s t á því að söluhlutur skuli ef annað leiðir ekki af samningi henta í ákveðnum tilgangi sem seljandi vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð , nema leiða megi af atvikum að kaupandi hafi ekki byggt á sérþekkingu seljanda og mati hans eða hafi ekki haft sanngjarna ástæðu til. Því verður e kki með góðu móti haldið fram að rannsóknir sem fóru fram á vegum rannsóknarþjónustunnar Sýnis ehf., að því er virðist að frumkvæði stefnda , sbr. málavaxtalýsingu , hafi gefið góða raun um gæði fisksins sem þar var rannsakaður . G reint var í bréfi til stefnda 15. d esember 2014 frá niðurstöðum úr mati á fjórum þorsksýnum með tilliti til ferskleika eftir svo kölluðum Torry einkunnarstiga fyrir mat 14 á soðnum , mögrum fiski. Í niðurstöðu segir að öll sýnin hafi verið metin skemmd og fengið einkunnina 3 samkvæmt Torry fer s kleikastiganum. M.a. var greint frá því að eitt sýni hefði verið með mjög sterkri amm o níaklykt og minnt á kæsta skötu og annað sýni verið með sömu lykt sem h efð i verið sterk en þó daufari. Lykt af tveimur öðrum sýnum hafi verið blandaðri en einkennandi fyrir skemmdan fisk. Stefnandi leitaði einn ig álits frá sömu rannsók n arstofu í apríl 2015 og fékk nokkuð áþekk svör í bréfi frá 8. m aí 2015 um ófullnægjandi gæði , og einkum þá lykt. Stefnandi óskaði með matsbeiðni 13. j anúar 201 6 matsgerðar dómkvadds matsmanns við meðferð fyrra dóms máls milli aðila , mál E - 1012/2017 , til að meta hvort efni stefnda , N242 , hefði verið haldið galla við framleiðslu á ferskum fisk i sem hefði valdið skemmd u m á vörum stefnanda. Til starfans var kvaddur Sigurjón Arason verkfræðingur. Ekki er ágreiningur meðal aðila um að skjal sem lagt var fram í því máli og undirritað er af téðum Sigurjóni sé sú matsgerð sem óskað var eftir þótt ekki beri hún það glöggt með sér nema í neðanmálstexta. Í matsgerðinni kemur meðal annars fram að við mat á áhrif um efn is stefnda h afi það verið prófað á ferskum fiski og það b ori ð saman við tvo viðmiðunar hópa . Niðurstaða matsgerðarinnar var a ð efni ð N242 v æri ekki geymsluþolsefni þar sem það hvetti til myndun ar skemmdarefna í fiski sem hefði framkall að m un sterkari ammoníaklykt en hjá samanburðarhópu nu m . Í fyrrgreindu dómsmáli milli aðila númer E - 1012/2017 komst dómurinn afdráttarlaust að þeirri niðurstöðu að efni stefnda af gerðinni N242 hefði verið haldið galla í skilningi 17. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup, þar sem efnið hentaði ekki í þeim tilg angi sem sambærilegir hlutir væru venjulega notaðir og stefnandi hefði áður notað í framleiðslu sinni. Vegna athugasemda lögmanns stefnda til dómara og lögmanns stefnanda fyrir aðalmeðferð þessa máls og í málflutningi, um að í engu hefði verið slegið fös tu að efnið hefði verið gallað með framangreindum úrskurði í máli nr. E - 1012/2017, þ.e. þannig að væri bindandi við úrlausn þessa máls, taldi dómsformaður rétt að kveða til sérfróðan meðdómsmann á sviði efnaverkfræði , eins og dómsformaður í fyrra máli gerð i . Þar var litið til þess að hugsanlega yrði reynd frekari sönnunarfærsla við aðalmeðferð málsins til að hnekkja fyrrgreindri niðurstöðu . Dómsformaður taldi því 15 þörf á sérkunnáttu í dómi á fleiri en einu sviði sbr. síðari málslið 2. mgr. 2. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 sem felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem birtist í fyrri málslið ákvæðisins. Ekkert kom þó fram í málinu og engin til raun var gerð til þess við aðalmeðferð þess 1. júlí sl. að halda því fram að niðurstaða í fyrra máli hefði verið röng, eða að tilefni væri fyrir dóminn að endurskoða niðurstöðuna m.t.t. þess hvort varan hefði verið haldin galla. Þar sem stefndi hefur ekki haggað því sönnunarmati dómsins sem fram fór í máli nr. E - 1012/2017 hefur verið leyst efnislega úr því álitaefni og hefur það fullt sönnunargildi í máli þessu, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, enda var úrskurðinn ekki kærður til Landsréttar eftir á kvæðum laga nr. 91/1991. Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða dómsins að stefnandi hafi sannað að hjálparefni stefnda af gerðinni Katla N242 var haldið galla í skilni n gi 17. gr. laga nr. 50/2000, þar sem efnið hentaði ekki til framleiðslu á fe rskum fiski sem var tilgangur kaupanna. Fjölskipaður dómur þessa máls er samþykkur þessari niðurstöðu þótt það hafi í raun ekki sjálfstæða þýðingu , sbr. framangreint. Að mati dómsins átti stefndi að vita hver tilgangur kaupanna var og er þá litið til þess að stefnandi hafði áður notað sams konar hjálparefni frá Hollandi við framleiðslu á ferskum fiski til útflutnings án vandræða og gert það um tveggja ára skeið. Er því bótaskylda fyrir hendi skv. 3. mgr. 40. gr. laga nr. 50/2000 . Við aðalmeðferð málsins ko m Sigmar Rafnsson , söluráðgjafi stefnda , fyrir dóminn . Í framburði hans kom fram að efni ð N242 hefði ekki hentað þessari tilteknu framleiðslu stefnda á ferskum fiski þar sem efnið h enti betur frosnum fiski. Það hafi ekki komið í ljós við prófun stefnanda á efninu vorið 2014 , en stefnandi hafi viljað prófa efnið sjálfur án aðkomu stefnda vegna viðskipta - og framleiðsluleyndarmála. Taldi hann stefnda ekki hafa vitað í hvaða tilgangi stefnandi hefði ætlað að nota efnið, við vinnslu á ferskum fiski, en tók fram að hann hefði sjálfur ekki átt í samskiptum við stefnanda í upphafi heldur hefði h ann komið að málinu í nóvember 2014 . 16 Ekki verður fallist á að það firri stefnda ábyrgð þótt stefnandi hafi kosið að gera sjálfur , að því er virðist , einhverjar tilraunir með efnið. Ábyrgð stefnda gat ekki fallið niður fyrir það eitt enda er hann framleiðandi efnisins eða að minnsta kosti seljandi þess sem ganga verður út frá að sé sérfróður á sviðinu. Þótt það skipti ekki höfuðmáli verður þó bent á að fra m angrein t vitni var ekki sjálfur í samskiptum við stefnanda heldur kom að málinu síðar. ------- Ekki er sjáanlegur ágreiningur um að stefnandi geti , ef fallist er á bótaskyldu í málinu , átt að uppfylltum skilyrðum laga rétt á bótum vegna óbeins tjóns, heldur stendur ágreiningur aðila um það hvort þau skilyrði séu uppfyllt. Þó byggir stefndi á því að krafa stefnanda í málinu vegna óbeins fjártjóns sé fyrnd samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Dómnum þykir rétt að fjalla á þessu s tigi um þá málsástæðu stefnda. Ágreiningslaust er í málinu , eftir því sem best verður séð , að stefnandi keypti hina gölluð u vöru af stefnda 20. október 2014 og v oru reikn ingar vegna fyrst u sending a af fiski til Seafood Holdin g s, þar sem efnið hafði verið notað dagsettir 12., 13., 19. og 20. nóvember það ár. Fljótlega eftir að varan barst kaupanda bárust kvartanir frá honum um að fiskurinn væri skemmdur og ekki hæfur til manneldis , sbr. framangreint. Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. annaðist að bei ðni , að því er virðist , beggja málsaðila rannsókn á afurðum stefnanda og áhrifum þeirra efna sem um ræðir á gæði framleiðslunnar. Skrifleg niðurstaða lá fyrir , samkvæmt gögnum málsins , í síðasta lagi 8. maí 2015 þar sem sterkar vísbendingar komu fram um að varan hefði verið gölluð. Dómurinn telur að eigi síðar en þá og jafnvel fyrr hafi fyrningarfrestur kröfunna r byrjað að líða. Stefnandi taldi sig þá þegar hafa keypt gallaða v ö ru , og engum vafa virtist undirorpið þá hver hefði valdið því tjóni sem af viðsk ip t um aðila hlaust burtséð frá því hvort þá lægi fyrir að sá bæri bótaábyrgð á tjóninu . Stefnandi hafði því a.m.k. á þessum tíma nauðsynlega vitneskju um tjón sitt og að öllum líkindum þann eina aðila sem ábyrgð gæti borið á því , sbr. áskilnað 1. mgr. 9. gr. laga nr . 150/2007. 17 Stefnandi óskaði þann 13. janúar 2016 eftir dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á þ að hvort hjálparefni það sem hér um ræðir , þ.e. efnið N - 242 sem stefnandi keypti af stefnda, hefði verið haldið galla sem valdið hefði skemmdum á vörum stefnanda. Matsgerð sem er ódagsett mun hafa verið lögð fram í þinghaldi 28. mars 2017 í máli nr. E - 1012/2017 sem stefnandi hafði höfðað fyrir þessum dómstóli 14. mars 2017 vegna sama sakarefnis og hér er tekist á um. Eins og rakið hefur verið var í forsendum dómsins því slegið föstu að umrætt efni hefði verið gallað. Vegna vanreifunar á fjárkröfu stefnanda var málinu hins vegar vísað af sjálfsdáðum frá dómi 11. september 2018. Stefnandi óskaði þegar þann 25. o óbeina tjóns matsbeiðanda af notkun hjálparefnisins Katla N242, sem matsbeiðandi keypti af Kötlu matvælaiðju ehf., kt. 620786 - 1959, Kletthálsi 3, 110 Reykjavík (matsþola) haustið 2014 . Niðurstaða dómkvadds m atsmanns lá fyrir 31. janúar 2020, en hún var á þá lund að óbeint tjón stefnanda næmi 12.713.325 kr. sem er höfuðstóll stefnukröfu þessa máls. Höfuðstóll kröfu stefnanda í máli nr. E - 1012/2017 hafði numið 14.183.959 kr. Í kjölfarið höfðaði stefnandi mál þe tta , nr. E - 1890/2020 , 4. m ars 2020 og það var þingfest 19. s.m. Fyrningarfrestur á kröfu stefnanda , sem er skaðabótakrafa, er fjögur ár samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007. Þegar stefnandi höfðaði hið fyrra mál 14. mars 201 7 var fyrningu kröfunnar s litið , sbr. 1 5. gr. laga nr . 150/2007 , og hófst þá ný r fjögu rra ára fyrningarfrestur . Því máli lauk hins vegar ekki með efnisdómi heldur var því vísað frá dómi , eins og margoft hefur komið fram. Því tók við ákvæði 1. mgr. 22. gr. laga nr. 150/2007, þar sem segir að sé lögsókn í máli hafin skv. 15. gr. laganna , eins og gilti um mál nr. E - 1012/2017 eða samk v æmt 16. gr. laganna beint að skuldara en máli vísað frá dómi eða viðkomandi úrlausnaraðila eða það fellt niður og getur þá kröfuhafi höfðað nýtt mál eða borið málið aftur undir sama úrlausnaraðila þótt fyrningarfresturinn sé liðinn, enda sé það gert innan sex mánaða. Sama gildir ef hinu síðari máli eða síðari m álum verður vísað frá eða þau falla niður án efnisdóms. 18 Samkvæmt þessu var krafa stefnanda fyrnd í síðasta lagi um mitt ár 2019 þar sem stefnandi nýtti sér ekki það úrræði 22. gr. að h öfða að nýju mál , en það hefði hann þurft að gera eigi síðar en 11 . mar s 2019. Hér skiptir ekki sköpum að mati dómsins að stefndi vísaði ekki sérstaklega til 22. gr. í greinargerð sinni til dómsins, þar sem ekki verður gerður ágreiningur um að mál s ástæðu um fyrningu kröfunnar var sannanlega haldið fram þótt 22. gr. laga nr. 1 50/2007 hafi af hálfu stefnda ekki verið nefnd til leiks sem lagarök fyrir þeirri niðurstöðu . Er því óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. E ftir úrslitum málsins verður stefn an d i dæmdur til að greiða stefn da málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður og a f hálfu stefnda flutti málið Björgvin Jónsson lögmaður. Lárentsínus Kristjánsson hér aðs dómari kveður upp dóm þennan sem dómsformaður, ásamt Gunnar i Þórðar s yni efnaverkfræðing i og Sigríði Soffíu Sigurðardóttur, löggiltum endurskoðanda sem sérfróðum meðdómendum. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Dómso r ð: Stefndi, Katla matvælaiðja ehf., skal sýkn af kröfum stefnanda, Tor s ehf. Stef nand i greiði stefnda 1.000.000 króna í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson Gunnar Þórðarson Sigríður Soffía Sigurðardóttir