D Ó M U R 12. maí 2022 Mál nr. E - 4629/2021: Stefnandi: A (Gizur Bergsteinsson lögmaður) Stefndu: B og C (Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður) Dómari: Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari 2 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí 2022 í máli nr. E - 4629/2021: A (Gizur Bergsteinsson lögmaður) gegn B og C (Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður) 1. Mál þetta, sem dómtekið var 27. apríl sl., var höfðað þann 23. september 2021. Stefnandi er A kt 2. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefnda B verði gert að afsala henni 50% hlut í eftirstöðvum lán a sem hvíla á fyrsta og öðrum veðrétti á fasteigninni samkvæmt veðskuldabréfum sem stefndi B gaf út til Arion banka hf. 19. júní 2017, hinu fyrra að höfuðstól 43.750.000 krónur en hinu síðara að höfuðstól 5.450.000 krónur. Stefnandi krefst þess jafnframt a ð stefnda C verði gert að þola dóm þessa efnis. Til vara krefst stefnandi þess að stefndu verði gert að greiða henni óskipt skaðabætur að fjárhæð 35.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. september 2021 til greiðsludags. Í báðum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu en verði stefndu sýknaðir af kröfum stefnanda krefst hún þess að málskostnaður verði felldur niður. 3. Stefndu krefjast þess að þeir verði sýknaðir af öllum kr öfum stefnanda. Þá krefjast stefndu þess að stefnandi verði dæmd til greiðslu málskostnaðar. Yfirlit málavaxta og ágreiningsefna 4. árið 2004. Við skilnað þeirra hjóna 20 10 varð fasteignin eign eiginmannsins en stefnandi bjó þó í fasteigninni þegar samband hennar og stefnda C hófst árið 2012. Vorið 2013 hófu þau sambúð í fasteigninni. 3 5. Í maí 2013 var bú stefnda C tekið til gjaldþrotaskipta og í október 2013 var bú fyrrum e gjaldþrotaskipta. Í kjölfar gjaldþrotaskipta fyrrverandi eiginmanns stefnanda leigði hún eignina af þrotabúi hans um skeið. Arion banki leysti síðan eignina til sín frá þrotabú inu í maí 2014. 6. Af gögnum málsins má ráða að stefnandi og stefndi C hafi gert tilraunir til að kaupa sér og síðan af bankanum. Hafi bankinn að lokum samþykkt kauptil boð stefnanda í eignina að fjárhæð 42.000.000 kr. Stefnandi stóðst síðan ekki greiðslumat og gat því ekki orðið af kaupunum. Ljóst hafi verið að stefndi C gæti ekki staðið formlega að kaupunum sökum nýlegra gjaldþrotaskipta á búi hans. 7. Óumdeilt er að veg na þessarar stöðu hafi stefndi C leitað til föður síns, stefnda B, og óskað eftir að hann veitti liðsinni í þeirri stöðu sem upp var komin. Úr varð að þann 2. október kaupverð ið vera 42.000.000 kr. Var greiðslutilhögunin skv. kaupsamningi með þeim hætti að við undirritun kaupsamningsins voru greiddar 1.400.000 kr. og að auki greitt með lánum, samtals 38.600.000 kr. Eftirstöðvar kaupverðs, 2.000.000 kr., skyldu greiddar við útgá fu afsals 30. desember 2014. Stefnandi og stefndi C héldu síðan áfram að búa í húsinu. Þá er óumdeilt í málinu að stefndi C hafi lagt fram fé til útborgunar og afsalsgreiðslu. Í gögnum málsins liggja einnig fyrir samskipti stefnda B við viðskiptabanka sinn vegna lántökunnar í tilefni fasteignakaupanna. 8. Í júlí 2017 voru áhvílandi lán á fasteigninni endurfjármögnuð og hækkuð. Af gögnum málsins að dæma virðast báðir stefndu hafa átt í samskiptum við viðskiptabankann vegna þeirrar lántöku. Aðilar eru ekki með öllu sammála um hvernig viðbótarláninu hafi verið ráðstafað en þó liggur fyrir að keyptar voru tvær bifreiðar og 5.300.000 kr. ráðstafað til fyrirtækis stefnanda að nafni Y, sbr. millifærslukvittun af reikningi stefnda C, dags. 3. ágúst 2017, þar sem í sk 9. Stefnandi og stefndi C gengu í hjúskap 9. september 2017. Tæpum tveimur árum síðar, eða í maí - júní 2019, slitu aðilar samvistir og í kjölfarið óskaði stefnandi eftir skilnaði að borði og sæng hjá sýslumanni. Þar sem ágreiningur var um fjárskipti var aðilum bent á að leggja bæri fram úrskurð héraðsdómara um að opinber skipti skyldu fara fram til fjárslita, til að unnt væri að veita leyfi til skilnaðar. Með úrskurði 2020 hafnaði héraðsdómur beiðni stefnda C um opinber skipti á búi aðila þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að minnst annar málsaðila ætti eignir umfram skuldir. Þá hefur stefndi höfðað skilnaðarmál á hendur stefnanda sem þingfest var í júní 2021. 10. Stefnandi sendi stefnda B áskorun um undirritun yfirlýsingar 31. mars 20 20 þess efnis að raunverulegir eigendur fasteignarinnar að væru stefnandi og stefndi C. Stefndi B varð ekki við áskoruninni. 4 11. Stefnandi höfðaði mál á hendur stefndu þann 22. júní 2021 þar sem krafist var að viðurkennt yrði með dómi að stefnda B væri sk til hennar og helmingi til stefnda C, gegn því að þau greiddu upp eða yfirtækju lán sem hvíldu á fasteigninni. Til vara krafðist stefnandi þess að viðurkennt yrði að hún og stefndi C ættu fjárkröfu á hendur ste fnda B þar sem hann hefði ekki orðið við áskorun um að lýsa þau eigendur fasteignarinnar. Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi og var frávísunin staðfest af Landsrétti með úrskurði 12. Við aðalmeðferð gáfu allir aðilar aðilaskýrslur. Þá gáfu eftirtaldir aðilar vitnaskýrslur fyrir dómi: D, löggiltur fasteignasali, E, eiginkona stefnda B og móðir stefnda C, F landslagsarkitekt, G, löggiltur fasteignasali og systir stefnanda, H, fyrrum eiginmaður stefnanda, I, núverandi eiginkona fyrrum eig inmanns stefnanda, J, lögmaður og skiptastjóri í þrotabúi H, K, fyrrum starfsmaður fasteignasölu D, og L pípulagningamaður. Símaskýrslur gáfu M húsasmiður, N endurskoðandi, O sálfræðingur og P. Verður vitnað til framburðar þeirra eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 13. Stefnandi byggir aðalkröfu sína á því að hún og stefndi C hafi gert samkomulag við stefnda B um að hann kæmi fram sem kauptilboðsgjafi við kaup þeirra á fasteigninni að [ og lántaki samkvæmt veðskuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við greiðslu á kaupv erði eignarinnar gegn því að hann hvorki hefði fjárútlát né bæri nokkurn kostnað af kaupunum. Síðan skyldi stefndi B afsala þeim fasteigninni hvenær sem þau krefðust gegn uppgreiðslu eða yfirtöku áhvílandi lána. Skráning í þinglýsingabók sanni því ekki eig narrétt stefnda B að fasteigninni. Stefnandi og stefndi C hafi efnt samkomulagið að öllu leyti af sinni hálfu fram til þess að hún óskaði eftir leyfi til skilnaðar að borði og sæng frá stefnda C. 14. Við undirritun kaupsamnings um fasteignina hafi hún og ste fndi C, sem þá voru í sambúð og með sameiginlegan fjárhag, greitt 1.400.000 kr. til seljanda fasteignarinnar Arion banka hf. Þau hafi litið svo á að þau væru að kaupa eignina saman þó svo að greiðslan hefði verið innt af hendi af bankareikningi stefnda C. Þekking stefnanda á ástandi fasteignarinnar hafi komið því til leiðar að bankinn hafi samþykkt 16% lægra verð fyrir eignina en í skuldaskilunum við þrotabú fyrrum eiganda hennar. Þá hafi þau greitt 2.000.000 kr. við útgáfu afsals fyrir eigninni og greitt s tefnda B jafngildi afborgana áhvílandi lána sem og rekstrarkostnað, svo sem fasteignagjöld. Að auki hafi þau greitt allan viðhaldskostnað. 15. Stefnandi hafnar því að greiðslurnar til stefnda B hafi átt að vera leiga fyrir afnot fasteignarinnar enda hafi hann ekki talið greiðslurnar fram sem leigu í skattframtölum sínum né heldur gert þar grein fyrir því eigin fé sem stefnandi og stefndi C hafi lagt fram við kaupin. Enginn aðila hafi litið á fasteignina sem eign stefnda B Skráning hans sem eiganda fasteignarin nar hafi verið til málamynda. 5 16. Við endurfjármögnun áhvílandi lána 2017 hafi ekkert runnið til stefnda B heldur til stefnanda og stefnda C. Það sýni að stefndi C hafi litið á fasteignina sem sameign þeirra. Sama sýni samskipti hans við fjármálastofnanir og aðra. 17. Stefnandi byggir á því að skyndileg afstöðubreyting stefnda C varðandi raunverulegt eignarhald fasteignarinnar hafi orðið þegar hún sótti um leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Því hafi stefnandi skorað á stefnda B að undirrita yfirlýsingu um að þau væru eigendur fasteignarinnar, en hann hafi ekki orðið við þeirri áskorun. Í frávísunarúrskurði Landsréttar í fyrra máli hennar gegn stefndu komi fram að henni hafi verið heimilt að leita úrlausnar dómstóla um tilvist og efni þess samnings sem hún kveð st hafa gert við stefnda B. Allt að því tilskildu að hún veiti stefnda C færi á að gæta réttinda sinna með því að stefna honum til að þola dóm þar um. Því sé kröfugerð stefnanda nú, aðallega, að stefnda B verði gert að afsala henni 50% hlut í fasteigninni gegn því að hún greiði honum helminginn af eftirstöðvum lána sem hvíli á fyrsta og öðrum veðrétti á fasteigninni. Sé sú krafa reist á samkomulaginu sem stefnandi og stefndi C hafi gert við stefnda B. Með hliðsjón af því að stefndi C sé aðili samkomulagsins en neiti að ljá málssókninni atbeina sinn, krefjist stefnandi þess jafnframt að stefnda C verði gert að þola dóm um aðalkröfu sína. Af þeirri ástæðu taki krafa stefnanda eingöngu til 50% fasteignarinnar og helmings þeirra lána sem hvíli á henni. 18. Stefnand i byggir varakröfu sína um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 35.000.000 kr. á því að áætlað markaðsvirði fasteignarinnar sé nú á bilinu 110 - 120.000.000 kr. Miðað við að áhvílandi veðskuldir séu á þingfestingardegi 50.000.000 kr. standi 70.000.000 kr. eftir þeg ar áhvílandi veðskuldir hafi verið greiddar upp. Helmingur þess sé 35.000.000 kr., sbr. fjárhæð varakröfu. Stefnandi byggir varakröfu sína á reglum um skaðabótaábyrgð innan samninga. Stefndu beri að greiða henni skaðabætur fyrir að hafa neitað að efna samk omulag þeirra um fasteignina. Aðgerðaleysi stefndu, sem neiti að efna samkomulagið, sé veruleg vanefnd og saknæm og ólögmæt háttsemi gagnvart stefnanda og hafi valdið henni tjóni. Við mat á aðgerðaleysi stefndu verði að hafa í huga að hún hafi sótt um leyf i til skilnaðar að borði og sæng frá stefnda C og aðgerðaleysi stefndu sé því tilraun þeirra til að hafa af henni hlut hennar í fasteigninni. 19. Stefnandi hafi skorað á stefndu að leggja fram skattframtöl áranna 2014 til 2021 ásamt staðfestu yfirliti viðski ptabanka sinna þar sem fram komi fjármagnshreyfingar þeirra á milli sömu ár. Stefnandi hafi skorað á stefnda C að leggja fram greiðslukvittanir viðskiptabanka síns vegna kaupsamnings - og afsalsgreiðslna sem hann innti af hendi vegna kaupa á ]. Helstu málsástæður og lagarök stefndu 20. Stefndu hafna því að nokkurt samkomulag hafi verið gert við stefnanda um fasteignina. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að slíkt samkomulag hafi komist á. Engin gögn staðfesti tilvist þess. Stefnandi hafi ald rei hitt stefnda B, hvað þá handsalað munnlegt 6 samkomulag við hann um að hún ætti 50% fasteignarinnar. Stefndi B hafi verið kaupandi fasteignarinnar frá upphafi, þinglýstur eigandi hennar og tekið þau fasteignaveðlán sem á henni hvíli. Samkomulag hans hafi verið við stefnda C, son sinn, um kaupin, m.a. vegna barnabarna stefnda B og viðskiptalegra sjónarmiða. Stefndi B hafi haft fjárútlát vegna eignarinnar og látið stefnda C hafa fé vegna hennar. Stefndi B hafi þurft að heimila allt það sem snúi að eigninni, viðhald og endurbætur, sem hafi aukið verðgildi hennar honum til hagsbóta. Ef til kæmi gæti stefndi C leyst til sín eignina á markaðsvirði. 21. Stefnandi og stefndi C hafi haft væntingar um að kaupa fasteignir saman í nafni stefnanda, n þegar til kom hafi það ekki gengið eftir. Stefndi C hafi því leitað til föður síns B um að hann keypti fasteignina. 22. Stefnandi þekki stefnda B ekki neitt og þinglýsing eignarinnar sanni eignarrétt hans. Hann hafi tekið fasteignaveðlán til kaupanna og haf i ákvörðunarrétt um ráðstöfun fasteignarinnar sem hann hafi keypt til að tryggja búsetu aðila en leigusamningur stefnanda um fasteignina hafi runnið út þann 31. október 2014. 23. Fjárhagur stefnanda og stefnda C hafi ávallt verið aðskilinn, einnig þegar fast eignaviðskipti stefnda B hafi átt sér stað í október 2014. Engar greiðslur hafi borist frá stefnanda vegna umræddra fasteignaviðskipta heldur hafi stefndi C greitt allar leigugreiðslur fram að því að faðir hans keypti fasteignina, og aðrar greiðslur eftir það. Stefnandi hafi aldrei boðið fram greiðslur til að reka fasteignina. Slíkt sanni að meint samkomulag hafi aldrei verið fyrir hendi. Stefndu hafi skorað á stefnanda að leggja fram gögn um greiðsluþátttöku hennar eða um það að hún hafi boðið fram greiðsl ur í samræmi við hið meinta samkomulag. Þá hafi þekking stefnanda á fasteigninni ekki stuðlað að lægra verði hennar heldur hafi það verið ástandsskýrsla M húsasmíðameistara, sem og menntun og reynsla stefnda C sem húsasmiðs. 24. Skattskil stefnda B vegna eignarinnar séu málinu óviðkomandi. Eignin hafi verið talin fram sem hans eign og hann greitt skatta og skyldur skv. því. Hann hafi litið á fasteignina sem sína eign. 25. Endurfjármögnun lána hafi verið í höndum stefnda B að beiðni sonar hans, stefnda C, um lán vegna bágrar fjárhagsstöðu stefnanda. Verðmæti fasteignarinnar hafi leyft slíka endurfjármögnun og hafi stefndi B veitt svigrúm til að aðstoða son sinn í neyð. Stefndi C hafi þannig fengið lán hjá föður sínum og lánað stefnanda með innlögn á reikning f yrirtækis án endurgreiðslu lánsins og stefnandi farið í greiðsluaðlögun. 26. Hvað varðar varakröfu stefnanda þá byggist hún eingöngu á hinu meinta samkomulagi sem haf i aldrei verið gert. Hafni stefndu skaðabótaábyrgð innan samninga. Eignarréttur stefnda B á eigninni sé stjórnarskrárvarinn, ekki sé um málamyndagerning að ræða og og allar formreglur fasteignakaupalaga og þinglýsingalaga séu uppfylltar. Hann hafi sjálfur verið í 7 sambandi við viðskiptabanka sinn um lánafyrirgreiðslu til sín og við endurskoðanda sinn varðandi lánakjör. 27. Forsendum bótakröfu stefnanda, þ.e. verðmati hússins, er hafnað sem ósönnuðu og óstaðfestu. Stefndu hafi engar skyldur vanrækt né bakað sér sök gagnvart stefnanda. Hún hafi heldur ekki sýnt í verki að hún telji eignina sína, enda hafi hún aldrei greitt af fasteigninni eftir að stefndi B keypti hana né boðið fram neinar greiðslur vegna hennar. 28. Stefnandi hafi ekki haft fjárhagslega burði til að kaupa fasteignina. Að lokum hafi stefndi C leitað til föður síns með beiðni um að hann keypti fasteignina til að fjölskylda stefnda C hefði öruggan samastað. Þar með hafi lokið öllum tilraunum stefnanda og stefnda C til að eignast fasteignina. Samkomulag stefnda C við föður sinn hafi gengið út á það að eignin yrði keypt en einhvern tíma gæti stefndi C leyst eignina til sín á markaðsvirði og með endurgreiðslu þeirrar fyrirgreiðslu sem hann hefði notið hjá föður sínum. Stefndi B hafi ekkert samkomulag gert v ið stefnanda enda hafi hann aldrei hitt hana. Byggi þannig stefndu á því að sýkna skuli þá báða af kröfum stefnanda þar sem þær byggist alfarið á tilvist meints samkomulags sem stefndu hafna að hafi verið gert. Niðurstaða 29. Í máli þessu deila aðilar um það hvort stefnandi og stefndi C hafi gert samkomulag við sameiningu væru raunverulegir eigendur hennar. Ágreiningurinn stendur um það hvort stefnandi geti gegn fram boðinni greið slu á helmingi áhvílandi veðlána átt tilkall til helmings eignarhlutar í fasteigninni eða hvort stefndu beri að öðrum kosti að greiða henni skaðabætur fyrir að vanefna samkomulag aðila um eignarhaldið. 30. Að virtum almennum reglum um sönnun og sönnunarbyrði er lagt til grundvallar að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir þeim staðhæfingum sínum að hún sé raunverulegur eigandi helmingshlutar í fasteigninni og að þinglýst eignarhald stefnda B hafi þannig verið til málamynda á grundvelli samkomulags aðila. Þannig b er stefnandi sönnunarbyrði um tilvist og efnisatriði þess samkomulags sem hún heldur fram að aðilar hafi gert sín á milli. 31. Í málinu liggja fyrir ýmis gögn um kaup stefnda B á fasteigninni, aðdraganda og kringumstæður. Sýnt er að aðilar höfðu samskipti við bankastofnanir sínar vegna fyrirhugaðra kaupa á fasteigninni. Eftir að stefnandi stóðst ekki greiðslumat hjá bankanum lauk hennar samskiptum við bankastofnanir vegna fasteignakaupanna. Stefndi B hafði sjálfur samskipti við viðskiptabanka sinn vegna kaupan na. Hann hefur frá kaupunum árið 2014 einn verið þinglýstur eigandi fasteignarinnar og talið fasteignina fram sem eign á skattframtölum sínum og eiginkonu sinnar samkvæmt fyrirliggjandi staðfestingu endurskoðanda hans dags. 3. nóvember 2021. Þá ber hann eð li málsins samkvæmt fjárhagslega ábyrgð á réttum greiðslum afborgana áhvílandi lána og annarra gjalda vegna eignarinnar, þ.m.t. fasteignaskatta og tryggingaiðgjalda. Stefndi B er einn skráður skuldari 8 áhvílandi lána. Þó að sýnt sé að stefndi C greiði mánað arlega fjárhæð til stefnda B vegna fasteignarinnar og aðila greini á um hvaða þýðingu þær greiðslur hafi, þ.e. hvort þær séu leigugreiðslur eða í raun afborganir af áhvílandi lánum á fasteigninni, þá verða slíkar greiðslur, sem og leigu - eða afnotasamband stefndu B og C vegna fasteignarinnar, að skoðast í því ljósi að þar er um feðga að ræða. 32. Stefnandi hefur engin gögn lagt fram sem sýni fram á neina greiðsluþátttöku af hennar hálfu hvað varðar kaupsamnings - og afsalsgreiðslur eða greiðslu afborgana áhví landi lána eða reksturskostnaðar vegna fasteignarinnar. Stefnandi heldur því einnig fram að þegar kaupsamnings - og afsalsgreiðslur vegna fasteignarinnar voru greiddar af stefnda C hafi fjárhagur þeirra verið sameiginlegur. Fyrir þeirri fullyrðingu ber hún sönnunarbyrði en engin framlögð gögn styðja hana. 33. Fyrir dóminn komu allmörg vitni. Vitnið D, löggiltur fasteignasali, bar um að kaupsamnings - og afsalsgreiðslur vegna fasteignarinnar hefðu annars vegar borist af bankareikningi stefnda C og hins vegar af bankareikningi stefnda B. Vitnið K, starfsmaður fasteignasölu D bar að hún hefði litið svo á að stefndi B væri að ljá stefnanda og stefnda C kennitölu sína til kaupanna og að þau væru raunverulegir kaupendur en ekki stefndi B enda hefði slíkt fyrirkomulag verið algengt eftir hrunið 2008. Hún bar hins vegar einnig að hafa ekkert rætt við stefnda B. Nokkur vitnanna báru um að stefndi C hefði fullyrt að hann og stefnandi væru eigendur fasteignarinnar. Var það m.a. í tengslum við forræðismál stefnda C við fyrru m eiginkonu sína. Ekkert vitnanna gat þó borið um að slík hefði verið afstaða stefnda B, fæst vitnanna höfðu hitt stefnda B og ekkert þeirra rætt við hann um kaupin eða eignarhaldið á fasteigninni. Vitnið P bar um það að í samtali sínu við bæði stefnanda o g stefnda C hefði komið fram að stefndi B hefði keypt fasteignina en ekki þau. 34. Málatilbúnaður stefnanda gerir engan veginn grein fyrir því með hvaða hætti, á hvaða tíma eða gegn hvaða kaupverði afsal stefnda B á fasteigninni til stefnanda og eftir atvikum stefnda C, hafi skv. hinu meinta samkomulagi átt að eiga sér stað. Þá hafa engin skrifleg gögn sem stafa frá stefnda B verið lögð fram til að staðfesta að nokkurt samkomulag hafi verið fyrir hendi. Að auki er litið til þess að stefnandi og stefndi B hafa aldrei rætt fasteignakaupin sín á milli. Þau báru bæði fyrir dómi að hafa aðeins einu sinni stuttlega hist, og þá án þess að slíkt bæri á góma. Málatilbúnaður stefnanda lýtur þannig ekki að því að stefndi B hafi sjálfur átt samskipti við hana um fasteignak aupin eða hið meinta samkomulag. Því síður hafa vitni staðfest að stefndi B hafi gert slíkt samkomulag við stefnanda, þvert á þinglýstar heimildir og þá fjárhagslegu ábyrgð sem hann óneitanlega tók á sig við lántökur til kaupanna og síðar til endurfjármögn unar áhvílandi lána. Breytir þar engu þó svo að við endurfjármögnun lánanna hafi stefndi B heimilað syni sínum tiltekna ráðstöfun andvirðis aukinna lána, þ.m.t. í þágu stefnanda og til bifreiðakaupa, eða hvort hann hafi verið nákvæmlega upplýstur um það í hvað aukin lán skyldu nýtt. Ekki verður fallist á að ónákvæmni í framburði stefndu um endurfjármögnunina hafi nein áhrif til sönnunar um tilvist meints samkomulags. 9 35. Ekki verður fallist á að ummæli eða afstaða stefnda C út á við um eignarhald á fasteignin ni hafi neina sérstaka þýðingu til sönnunar í máli þessu. Er þar m.a. litið til þess að hvergi er sjáanlegt af gögnum málsins að stefndi B hafi verið þátttakandi í slíkum samskiptum, heyrt þau eða haft vitneskju um þau. Ósannað er að slíkum yfirlýsingum ha fi verið beint til hans eða þær stafi frá honum. 36. Með vísan til alls ofangreinds verður ekki talið að stefnanda hafi lánast sönnun þess að hafi verið á milli aðila um að hún væri í raun helmingseigandi fasteignarinnar. Verður þannig ekki fallist á aðalkröfu stefnanda um að stefnda B verði gert að afsala henni 50% hvíli á fyrsta og öðr um veðrétti á fasteigninni, né verður stefnda C gert að þola dóm þess efnis. 37. Þar sem varakrafa stefnanda byggist alfarið á því að stefndu hafi vanefnt samkomulag ofangreinds efnis við stefnanda verða stefndu með sömu rökum einnig sýknaðir af varakröfu ste fnanda. Stefnanda hefur ekki lánast sönnun um gerð, tilvist eða efni slíks samkomulags. 38. Eftir úrslitum málsins ber að dæma stefnanda til að greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.550.000 kr. og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukas katts. 39. Af hálfu stefnanda flutti málið Gizur Bergsteinsson lögmaður. Af hálfu stefndu flutti málið Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður. Dóm þennan kveður upp Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari. DÓMSORÐ Stefndu, B og C, eru sýknir af kröfum stefnanda , A. Stefnandi, A, greiði stefndu óskipt 1.550.000 krónur í málskostnað. Sigríður Rut Júlíusdóttir