Héraðsdómur Reykjaness Dómur 25. mars 2020. Mál nr. S - 1641/2019: Ákæruvaldið (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) ( Valgerður Valdimarsdóttir réttargæslumaður ) Dómur: Mál þetta var þingfest 10. janúar 2020 og dómtekið 16. mars. Málið er höfðað með þremur ákærum útgefnum 1., 7. og 17. október 2019 á hendur ákærða, X , kt. [...] , [...] , [...] . Á kær a 1. október 2019 . Með ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019 er málið höfðað gegn ákærða fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot: 1. Með því að hafa l augardaginn 23. desember 2017 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 110 ng/ml, díazepam 65 ng/ml, klónazepam 12 ng/ml, nordíazepam 115 ng/ml og pregabalin 2,7 ) um Lambhagaveg í Reykjav ík, við Bauhaus og fyrir að hafa í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 13,44 grömm af amfetamíni, 25,58 grömm af maríhúana og 107 stykki af ecstasy sem lögregla fann við leit í bifreiðinni og 6,23 grömm af kókaíni sem lögregla fann við leit á ákærða. 2. Með því að hafa föstudaginn 23. nóvember 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 525 ng/ml) um Helluhraun í Hafnarfirði, við Bónus, þar sem lögregl a stöðvaði aksturinn og fyrir að hafa í vörslum sínum 10 stykki af ecstasy sem lögregla fann við leit í bifreiðinni. 2 3. Með því að hafa mánudaginn 13. ágúst 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 295 ng/ml, MDMA 80 ng/ml, kókaín 20 ng/ml, alprazólam 6,8 ng/ml og klónazepam 10 ng/ml) um Tryggvagötu á Selfossi, til móts við Sundhöllina, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og fyrir að h afa í vörslum sínum 14 stykki af LSD sem lögregla fann við leit í bifreiðinni. Er háttsemi samkvæmt 1. og 3. tölulið ákæru talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr . 50/1987 með áorðnum breytingum og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni með áorðnum breytingum. Háttsemi samkvæmt 2. tölulið er talin varða við sömu ákvæði, þó ekki 1., sbr. 2. mgr. 44. gr. umferðarlaga. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga. Þá er k rafist upptöku á 117 stykkjum af ecstasy, 14 stykkjum af LSD, 13,44 grömmum af amfetamíni, 25,58 grömmum af maríhúana og 6,23 grömmum af kókaíni sem lögregla lagði hald á, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. F yrir dómi játaði ákærði skýlaust þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru og er játning hans í samræmi við rannsóknargögn máls. Er ákærði því sakfelldur fyrir þau brot sem þar er lýst og þykja réttilega heimfærð til refsiákvæða, sbr. nú umferðarlög nr. 77/2019. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu er fallist á upptökukröfu ákæruvalds. Eins ber að dæma ákærða til greiðslu 593.396 króna útlagðs sakarkostnaðar samkvæmt framlögðu sakarkostnaðaryfirliti. Um refsingu og sviptingu ökuréttar verður fjallað síðar. Á kær a 7. október 2019 . Með ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesjum 7. október 2019 er málið höfðað gegn ákærða fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot: 1. Með því að hafa sunnu daginn 2 9 . júlí 201 8 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 625 ng/ml) á Reykjanesbraut, við Káffitár í Reykjanesbæ. 3 Er háttsemin talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferð arlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum. 2. Með því að hafa miðvikudaginn 22. ágúst 2018 haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, 50,25 grömm af amfetamíni, 79,49 grömm af ecstasy (MDMA) og 14 stykki af ecstasy töflum sem lögregla fann við húsleit í iðnaðarbili nr. 3 frá vinstri við [...] í [...] . Er háttsemin talin varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og reglugerð nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni með áorðnum breytingum. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga. Þá er k rafist upptöku á haldlögðum fíkniefnum samkvæmt 2. tölul ið ákæru , sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er krafist upptöku á töflupressu sem lögregla lagði hald á við nefnda húsleit, sbr. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 1. tölulið 69. gr. a. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940. Fyrir dómi játaði ákærði skýlaust þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru, þó þannig að hann neitaði því að haldlögð fíkniefni samkvæmt 2. tölulið hafi verið ætluð til sölu eða dreifingar. Í ljósi neitunar ákærða féll ákæruvaldi ð frá þeim hluta ákærunnar - rannsóknargögnum máls, ber að öðru leyti að sakfella hann fyrir þau brot sem lýst er í ákærunni og þar þykja rétt færð til refsiákvæða, sbr. nú umferðarlög nr. 77/2019. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu er fallist á upptökukröfu ákæruvalds. Eins ber að dæma ákærða til greiðslu 102.003 króna útlagðs sakarkostnaðar samkvæmt framlögðu sakarkostnaðaryfirliti. Um refsingu og sviptingu ökuréttar verður fjallað síðar. Á kær a 17. október 2019 . Með ákæru Héraðssaksóknara 17. október 2019 er málið höfðað á hendur ákærða fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa aðfaranótt 9. febrúar 2018 á þáverandi dvalarstað sínum að [...] í [...] , beitt fyrrverandi unnustu sína, Y , kt. [...] , ofbeldi meðal annars með því að slá hana ítrekað í andlit, kýla hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, toga í hár hennar, kasta í hana logandi sígarettu, sparka í maga hennar, bak og aftanvert læri, henda henni ut an í svefnherbergishurð, rífa hana úr fötum og hóta henni 4 lífláti. Stuttu síðar hafði ákærði samræði og önnur kynferðismök við Y , án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung en ákærði reif túrtappa úr leggöngum hennar, hafði við hana munnmök, lagðist ofan á hana og hafði við hana samræði um leggöng, lét hana veita sér munnmök og reyndi að hafa við hana endaþarmsmök, og á meðan á þessu stóð hrækti hann framan í hana, reif í hár hennar og hélt fast um háls hennar. Í kjölfarið hélt á kærði áfram að veitast að henni með höggum meðal annars í nefið, með þeim afleiðingum að hún skall í gólfið. Af þessu öllu hlaut Y marga yfirborðsáverka á höfði, hálsi, upphandlegg og framörmum auk mars á Er háttsemin talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. og 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa Y en þar krefst hún 2.500.000 króna misk abóta auk vaxta. Við aðalmeðferð máls féll Y frá bótakröfunni í viðurvist réttargæslumanns. Telst krafan þannig niður fallin, sbr. 4. mgr. 174. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og kemur ekki til frekari skoðunar í málinu. Ákærði játaði í upphafi aðalmeðferðar brot gegn 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga og krefst, að því er varðar sannað ofbeldi samkvæmt þeirri lagagrein, vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann krefst hins vegar sýknu af broti gegn 1. mgr. 194. gr. og 2. mgr. 218. gr. b. nef ndra laga, en komi til sakfellingar verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. I. Upphaf lögreglurannsóknar 9. febrúar 2018 . 1. Aðfaranótt föstudagsins 9. febrúar kl. 05:23 hringdi Y í Neyðarlínuna 112. Samkvæmt hljóðupptöku af símtalinu var Y [...] , [...] , strax ... það er allt brjálað ... [...] ... í [...] óskað væri eftir sjúkra - eða lögreglubifreið. Strax í kjölfarið rofnaði símasamband. A lögreglumaður fór á vettvang við annan mann. Segir um þetta í frumskýrslu, sem A staðfesti fyrir dómi, að þegar lögregla hafi knúið dyra að [...] hafi heyrst læti að innan og mátti sj á gegnum glugga ákærða og Y í átökum inni á baðherbergi. Eftir nokkra bið hafi ákærði komið til dyra, opnað fyrir lögreglu og því næst hlaupið inn í eldhús. Þar 5 hafi ákærða verið skipað að leggjast á gólfið og hann færður í handjárn. Meðan á þessu stóð haf i Y verið inni á baðherbergi. Hún hafi ekki viljað tjá sig um hvað gerst hefði, kvaðst bara vilja fá bíllyklana sína og fara heim. Lögregla hafi einnig rætt við B og C , foreldra ákærða og húsráðendur að [...] . Þau kváðust hafa vaknað við mikil læti skömmu áður en lögregla kom og létu í ljós að Y væri ekki velkomin á heimili þeirra. Í viðræðum við ákærða hafi hann sagt þau Y hafa verið að rífast, hún skemmt fötin hans með bláu dufti og hann gengið í skrokk á henni þegar hann reyndi að koma henni út úr húsi. Ákærði hafi í framhaldi verið færður í fangaklefa og látinn blása í áfengismæli er sýndi 0,78 prómill. 2. Í kjölfar handtöku ákærða kom D læknir á lögreglustöð og framkvæmdi réttarlæknisfræðilega skoðun. Áður hafði lögregla tekið af ákærða myndir er sýna húðrispur og aðra áverka á hægri olnboga og upphandlegg, ljótar rispur á mjóbaki og rassi, roða og rispur á maga, rispur á vinstri síðu, áverka á vinstri upphandlegg og öxl og roða, rispur og mar við hægra auga. Ákærði var ekki inntur eftir því hvernig han n hlaut þessa áverka og liggur ekki fyrir læknisskýrsla um nefnda skoðun. Ákærða voru tekin blóðsýni. Þau voru ekki rannsökuð með tilliti til alkóhól - og fíkniefnaákvörðunar. 3. Y var ekið á lögreglustöð til frekari upplýsingagjafar. Þar greindi hún E lög reglumanni frá því að hún hafi verið komin heim til ákærða á undan honum og ætlað að sættast við hann eftir rifrildi í [...] kvöldið áður. Ákærði hafi komið heim laust eftir kl. 03, verið mjög reiður, öskrað á hana að hafa sig á brott, byrjað að ýta við he nni og slegið hana í andlit, hent henni á gólfið, rifið í hár hennar, tekið hana kyrkingartaki, dregið hana úr peysu og rifið brjóstahaldara. Y sýndi lögreglu áverka á baki og öxlum frásögn sinni til staðfestingar. 4. Y samþykkti að fara í fylgd E og F lö greglumanns til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Segir nánar um þetta í frumskýrslu nefndra lögreglumanna, sem E staðfesti fyrir dómi, að þegar komið var að HSS hafi Y sagt ákærða hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Hafi hún lýst því þann ig að ákærði hafi skipað henni að fara í sturtu, hún því næst lagst í rúm hans í nærfötum einum klæða og hann lagst hjá henni. Skömmu síðar hafi ákærði reiðst á ný, staðið upp úr rúminu, girt niður um sig og rifið hana úr nærbuxum. Hún hafi andmælt og sags t vera á túr, ákærði 6 þá þrifið túrtappa úr leggöngum hennar og byrjað að ríða henni. Y hafi hvorki reynt að ýta ákærða ofan af henni né beðið hann að hætta, en hún grátið allan tímann og ákærði haldið utan um háls hennar og hrækt framan í hana meðan á þess u stóð. Eftir nauðgunina hafi hann haldið áfram að berja hana, hún komist út úr svefnherberginu og inn á baðherbergi þar sem hún læsti að sér og hringdi í lögreglu. Í ljósi þessarar frásagnar var haft samband við Neyðarmóttöku Landspítalans (NM) og Y ekið þangað. Jafnframt var lögregla send að [...] til að vernda vettvang. 5. Samkvæmt vettvangsskýrslu G lögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, var mikil og almenn óreiða í svefnherbergi ákærða; það mjög óhreint, fatnaður og rusl út um allt og búið að dr eifa bláu litarefni um herbergið og nær alla íbúðina. Aðstæður til lífsýnaleitar hafi því verið mjög erfiðar og erfitt að leggja mat á hvort ástand og ummerki í herberginu tengdust meintri árás. Einu nothæfu sýnin er fundust á vettvangi voru ætlaðir blóðdr opar á borði í forstofugangi og voru þau varðveitt. II. Réttarlæknisfræðileg skoðun á Y 9. febrúar 2018. 1. H hjúkrunarfræðingur á NM tók á móti Y kl. 07:30 að morgni föstudagsins. Í móttökuskýrslu H , sem hún staðfesti fyrir dómi, er haft eftir Y að kærasti hennar til fjögurra ára, ákærði í málinu, hafi oft beitt hana ofbeldi og það færst í aukana undanfarna mánuði. Kvöldið áður hafi hann brotið rúðu í bifreið hennar, hent í hana tösku sem í var blátt litarefni og síðan kennt henni um. Í framhaldi hafi hann slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í andlit og víðs vegar um líkamann, rifið í hár hennar og hent henni í sturtu, rifið hana úr fötum og nærfötum og slitið brjóstahaldara í sundur. Hún hafi síðan legið í hnipri í rúmi hans er hann tók hana h álstaki og herti að. Virtist sem ákærði örvaðist kynferðislega við þetta og hafi hún spurt hvort svo væri og hvort hann hefði tekið Viagra . Í framhaldi hafi ákærði rifið hana úr nærbuxum, þrifið túrtappa úr leggöngum hennar, því næst haft við hana samræði um leggöng án smokks og orðið sáðfall. Í kjölfarið hafi ákærði hellt bjór yfir lim sinn og rekið í munn hennar. Þá hafi hann reynt að setja liminn í endaþarm hennar en það ekki tekist. Y kvaðst ekki hafa sagt nei við kynmökunum, en grátið meðan á þeim stóð . Hún hafi síðan viljað fara, sett dót sitt í poka, en ákærði þá haldið barsmíðum áfram og meðal annars hrint henni á borð svo hún fékk blóðnasir. Hún hafi síðan náð að komast inn á baðherbergi og hringt í lögreglu. 7 Samkvæmt sömu skýrslu var Y í miklu upp námi við komu á NM; hún hafi skolfið, oft brostið í grát í viðtali og við skoðun og sveiflast á milli ótta við eftirmál af hálfu ákærða og kvíða við að þurfa að segja fjölskyldu sinni frá þessu og verið full sjálfsásökunar yfir því að vera með ákærða þrátt fyrir fyrri ofbeldissögu í sambandi þeirra. Y hafi sagst ekki vera undir áhrifum fíkniefna og ekkert áfengi hafa drukkið í gær. Skimað var fyrir áfengi og öðrum vímuefnum í þvagi Y og gaf það jákvæða svörun við neyslu kókaíns, amfetamíns, kannabis og benz odiazepine. 2. Tekin voru þvag - og blóðsýni til alkóhól - og fíkniefnaákvörðunar. Þau voru ekki rannsökuð. Teknar voru myndir af áverkum Y og sýna þær bólguáverka á hægri vanga, húðblæðingar á bringu, húðrispur eða klór á öxlum og baki , húðblæðingar hægra megin aftan á hálsi , húðblæðingar og mar undir hægri handarkrika, mar á upphandleggjum , roða á maga, mar á hægri sköflungi og hné og mar á vinstra hné. Ljósmynd af brjóstahaldara sýnir að hann hefur slitnað í tvennt um miðju. 3. I sérfræðingur í kvensjúkd ómalækningum tók á móti Y kl. 09:20 sama dag. Í skýrslu I , sem hún staðfesti fyrir dómi, segir að Y hafi verið útgrátin þegar hún kom til viðtals og skoðunar, hún grátið annað slagið, virst óttaslegin, með skjálfta og hroll, vildi sitja í hnipri og var aum víðs vegar um líkamann. Í skýrslunni er sambandi Y við ákærða lýst með svipuðum hætti og í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings, sem og uppákomu milli ákærða og Y kvöldið áður. Hún kvað eitthvað hafa farið úr böndunum heima hjá ákærða þegar hann henti henni á tösku sem í var blátt litarefni og dreifðist það út um allt. Ákærði hafi í framhaldi veist að henni inni í herbergi sínu, kýlt hana með krepptum hnefa í andlit, höfuð og víðar og rifið í hár hennar. Hann hafi síðan rifið hana úr öllum fötum nema nærbuxum og hent henni í sturtu til að þvo af sér bláa litinn. Að lokinni sturtu hafi hún lagst upp í rúm ákærða, hniprað sig saman, umvafin teppi og spurt hvort hún mætti ekki gista hjá honum. Ákærði hafi þá klætt sig úr fötum, gripið um háls hennar og hert að og Y séð að hann var með standpínu. Í framhaldi hafi ákærði rifið hana úr nærbuxum, þrifið túrtappa úr leggöngum hennar, haft við hana samræði um leggöng án smokks og lokið sér af. Eftir það hafi hann hellt bjór yfir lim sinn, reynt að setja liminn inn í munn hennar og einnig reynt að þröngva limnum í endaþarm. Hún kvaðst hafa grátið meðan á þessu stóð, en þó þrætt fyrir það þegar ákærði spurði hvort hún væri að gráta. Y hefði síðan viljað fara heim og sett dót sitt í poka en ákærði þá ráðist á hana að nýju, h rint henni á 8 borð svo hún hlaut blóðnasir og lamið hana uns hún komst inn á baðherbergi með síma og gat hringt í lögreglu. Að því samtali loknu hafi ákærði brotið hurðina inn á baðherbergi og haldið áfram að berja hana. Í samantekt I um áverka Y segir að hún hafi greinst með bæði gamla og nýja áverka. I hafi aðeins skráð nýja áverka í skýrslu sína; aðallega marbletti á víð og dreif um líkamann sem gætu samrýmst frásögn hennar. Ennfremur húðblæðingar í handarkrikum sem gætu verið af völdum þrýstings og mar á hálsi sem gæti samsvarað þrýstingi undan fingrum. Þá er skráð að Y hafi verið aum og marin á nefi. Ekki er greint frá áverkum eða áverkamerkjum við kynfæri og endaþarm Y . 4. J sérfræðingur á slysa - og bráðadeild Landspítalans (LSH) skoðaði Y kl. 10:48 sama dag með tilliti til mats á áverkum hennar almennt. Í vottorði J , sem hún staðfesti fyrir dómi, segir að Y hafi kvartað undan eymslum í framanverðum brjóstkassa, hársverði, aftan í hálsi, yfir nefi og í efri kjálkaliðum og kinnbeinum. Hún va r með marbletti og roðaför hægra megin og aftan til á hálsi, sem gætu samrýmst átaki fingra og minni roðaför undir höku. Þá voru roðablettir eða mar á baki og yfir herðasvæði hægra megin. Loks var hún með marbletti hér og þar á handleggjum en ekki áverka á öðrum útlimum. Að skoðun lokinni var Y yfirborðsáverkar á höfði, S00.7, yfirborðsáverki á hálsi, S10.9, mar á aftanverðum brjóstkassa, S20.2, margir yfirborðsáverkar á upphandlegg, S40.7, margir yfirborðsáverkar á f III. Skýrslugjöf ákærða hjá lögreglu 9. febrúar 2018. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 9. febrúar kl. 17:42 eftir dvöl í fangageymslu. Hann var beðinn að greina frá því sem gerst hefði á heimili hans og kvaðst ekkert hafa að segja. Í f ramhaldi var ákærða kynnt frumskýrsla A lögreglumanns og játti hann að hafa geng í skrokk á Y , en þó aðeins í tengslum við tilraunir til að koma henni úr úr húsi. Hann sagði þau hafa hætt saman að kvöldi 8. febrúar eftir um fjögurra ára samband með hléum o g hafi hún því ekkert erindi átt heim til hans. Ákærði bætti því við að Y fara burt, streist á móti tilburðum hans við að koma henni út og hann því tekið á henni. Það ha fi aldrei verið ætlun hans að meiða hana. Ákærði kvaðst glíma við áfengis - og eiturlyfjavandamál og hafi verið undir áhrifum áfengis og kókaíns þegar þetta gerðist. 9 Hann kvaðst hafa reynt að draga Y út úr svefnherberginu, hún gripið í eitthvað sér til hald s og þá verið vonlaust að ná henni út. Það hafi þó tekist á endanum. Ákærða var hér kynnt sú frásögn Y að hann hefði lamið hana í andlitið, hent henni í gólfið, rifið í hár hennar og tekið hana kyrkingartaki. Hann kvaðst ekki vera 100% viss um hvað gerðist , kannaðist við að hafa gripið um háls hennar og sagði allt hafa gerst í átökum þeirra í milli og hann aldrei viljað meiða hana. Ákærði kannaðist við að Y hafi síðan verið komin út í bíl og hann farið á eftir henni. Hann kvaðst þá hafa haldið að hún hefði stolið af honum peningum. Hún hafi komið aftur inn, ákærði fundið umrædda peninga og hafi þá öldur lægt milli þeirra. Ákærði kvaðst ekki muna af hverju sló aftur í brýnu, en nefndi að blái liturinn hafi verið kominn út um allt, meðal annars í fatnað Y . Hún hafi því afklæðst, átt frumkvæði að því að þau hefðu kynmök, notað til þess einhver orð og bros og á þeim tímapunkti verið ákærði hafa verið undir miklum áhrifum dagana á undan, lítið vatn drukkið og þá yrði og í bíómynd og minnti á að hann hafi verið rosalegur reiður yfir því að Y hefði farið óboðin heim til hans. Ákærði var spurður hv ort þau hafi haft munnmök við hvort annað. Hann játti því og sagði Y hafa verið fyrri til að veita honum slík mök. Áður hafi þau verið búin að hafa samfarir um leggöng, síðan rofið þær til að stunda munnmök og því næst haft samfarir að nýju. Ákærði kvaðst ekki hafa notað smokk og fellt til hennar sæði. Áður en samfarir hófust gæti Y hafa tekið úr sér túrtappa og annað hvort þeirra hent honum frá. Ákærði sagði öll kynmökin hafa verið með samþykki Y og væri fráleitt um kynferðisbrot að ræða. Ákærði sagði að e ftir kynmökin hafi hlutirnir aftur farið úr böndunum; öll föt hans og eigur verið ónýtar vegna bláa litarins og allt út af því Y kom heim til hans í óleyfi. Hann hafi aftur reynt að koma henni út úr húsi, hún þá séð sér leik á borði, þrifið heimasímann, hl aupið inn á baðherbergi og læst að sér til að hringja í lögreglu. Í framhaldi hafi ákærði brotið baðherbergishurðina og tekið símann af henni, en ekki lagt á hana hendur. Ákærða var kynnt sú frásögn Y að hann hafi beðið hana að fara í sturtu til að þvo af sér bláa litinn og játti hann því. Hann sagði hins vegar rangt að hún hafi lagst í rúmið hans eftir sturtu, hann lagst hjá henni um stund og svo orðið reiður á ný. Ákærði kvað 10 einnig rangt að hann hafi girt niður um sig og rifið Y úr nærbuxum og væri sú lý sing Y í besta falli slitin úr samhengi. Þau hafi bæði verið útötuð í bláa litnum, því klætt sig úr fötum og farið í sturtu. Ákærði kvað einnig rangt að Y hafi grátið meðan á kynmökum væri illt í nefinu og ákærði þá hikað, en hún beðið hann að halda kynmökum áfram. Ákærði kvað rangt að hann hafi haldið um háls hennar og hrækt framan í hana meðan á kynmökum stóð. Síðar í yfirheyrslunni var ákærði aftur inntur út í þá frásö gn Y að hann hafi haldið um háls hennar meðan á kynmökum stóð og sagðist hann hafa gert það að beiðni hennar. Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa tekið harkalega í hár hennar meðan á kynmökum stóð. Aðspurður hvernig Y hafi átt frumkvæði að kynmökum sagði ákærði þau hafa verið klæðlaus út af bláa litnum, hún legið í rúmi hans í nærbuxum einum fata, komið með einhverja athugasemd eða glósu og þannig gefið honum undir fótinn. Nánar aðspurður um þetta atriði kvað ákærði hana hafa spurt að því brosandi hvort h ann hefði tekið Viagra af því hann var með hálfreistan liminn. Í framhaldi hafi ákærði lagst hjá henni í rúmið, hún dregið hann til sín og það leitt til kynmaka þrátt fyrir allt sem á undan var gengið. Hún hafi fjarlægt túrtappann, þau síðan rætt hvað ætti að gera við hann og ákærði að lokum hent tappanum á skrifborðið eða eitthvað. IV. Skýrslugjöf foreldra ákærða hjá lögreglu 9. febrúar 2018 . B og C gáfu skýrslur hjá lögreglu 9. febrúar. B kvaðst hafa verið hálfsofandi í stofunni og vaknað öðru hvoru megi n við miðnætti vegna rifrildis og láta í ákærða og Y og hafi ákærði greinilega verið reiður. Rifrildið hafi snúist um að Y hafi ekki átt að vera með húslykil ákærða og hún komið heim til þeirra í leyfisleysi. B kvaðst í framhaldi hafa farið fram í stofugæt tina, litið eftir ganginum fyrir framan og séð ákærða verið búinn að brjóta sér leið til Y inni á baðherbergi. Lögregla hafi skömmu síðar ætt inn í húsið. C kvaðst hafa verið sofandi og vaknað laust eftir kl. 02 þegar baðherbergishurðin var brotin upp og ö skur heyrðust frá ákærða og Y . Hann kvaðst ekki vita hvort komið hafi til átaka milli þeirra. V. Skýrslugjöf Y hjá lögreglu 12. febrúar 2018 . Y gaf skýrslu hjá lögreglu 12. febrúar. Hún kvaðst vera einhleyp og búa að [...] í [...] , en hafa verið í sambandi við ákærða með hléum í 4 - 5 ár og þau búið saman á tímabili. Hún kvaðst hafa verið með lykla að húsi foreldra ákærða og sofið þar án hans 11 aðfaranótt fimmtudagsins 8. febrúar, hitt hann í Reykjavík síðdegis þann dag, þá komið til i llinda og ákærði brotið glugga í bifreið hennar. Hún hafi viljað sættast við hann og því farið heim til hans um miðnætti og beðið þess að hann kæmi heim. Þar hafi hún lagst upp í rúm og hringt í ákærða, hann sagst vera á leiðinni heim og hún sagst bíða han s þar. hafi hún legið alklædd undir sæng í rúmi hans. Í framhaldi hafi ákærði reynt að henda henni út úr húsi, en hún streist á móti, gripið í skrifborð við enda rúmsins og náð að halda sér þar á meðan ákærði streittist við að koma henni út úr svefnherberginu. Meðan á þessu stóð hafi ákærði kýlt hana víðs vegar um líkamann, sparkað í bak hennar og maga, kýlt hana í höfuðið og slegið hana í andlit. Við þessar aðfarir hafi ákærði rifið hana úr hettupeysu og bol og slitið af henni brjóstahaldara. Hún hafi á sama tíma sagst bara vilja fá dótið sitt og bíllykla og þá myndi hún fara með góðu. H ún hafi síðan klætt sig í jakka og úlpu, þau farið að útidyrum og ákærði kastað tösku hennar og bíllyklum yfir í næsta garð. Hún hafi sótt munina, sest inn í bifreið sína, ákærði komið þangað og sakað hana um að hafa stolið af honum peningum. Í framhaldi h afi hann tekið af henni bíllykla eða farsíma og strunsað inn í hús. Y hafi því farið á eftir honum og fengið ákærða til að hleypa henni aftur inn. Þau hafi síðan farið inn í herbergi ákærða og haldið áfram að þrefa um þessa peninga, sem hún hafði enga hugm ynd um og hann síðan fann á sínum stað. Y bar að í kjölfar þessa hafi ákærði skipað henni að fara úr fötunum af því hann grunaði að hún væri með meiri peninga sem hún hefði stolið frá honum. Hún hafi því afklæðst og staðið á svefnherbergisgólfinu í nærbuxum einum fata. Y bætti því við að hún hafi einnig afklæðst vegna þess að hún var útötuð í bláum lit og ákærði skipaði henni að fara í sturtu. Hún hafi beðist undan því, af feimni við að hitta þá foreldra ákærða, en hann drifið hana inn á baðherbergi og í sturtu. Að sturtu lokinni hafi Y farið inn í svefnherbergið, lagst upp í rúm í nærbuxum einum fata og snúið til veggjar. Í þeirri stöðu hafi ákærði sparkað í bak hennar, kýlt hana og ásakað hana um að hafa skemmt föt hans með bláa litnum og lagt líf hans í rúst. Hann hafi síðan girt niður um sig, h ún séð að hann var með standpínu og spurt hvort hann hefði tekið Viagra eða hvort honum fyndist örvandi að beita hana ofbeldi. Í framhaldi hafi hann svipt sænginni af henni og sest fyrir framan eða ofan á hana. Hún hafi sagst vera á túr og ákærði brugðist við með því að rífa hana úr nærbuxum, þrífa túrtappa úr leggöngum 12 hennar og þröngva henni til samræðis. Hún kvaðst ekki hafa andmælt samræðinu með orðum, grátið meðan á því stóð, en þrætt fyrir grátinn þegar ákærði spurði. Y sagði í st, ókei, kynlífið okkar er alveg, þú veist, allt í lagi að tosa smá Hún bætti því við að ákærði hefði togað mjög fast í hár hennar og reynt að setja liminn í endaþ og fellt til hennar sæði. Hann hafi síðan brjálast yfir því að hún fékk ekki fullnægingu og byrjað að berja hana aftur. Á þessum tímapunkti vildi Y ákærði hafi meðan á samræði stóð hellt bjór yfir lim sinn, látið hana totta liminn og síðan haldið samræði áfram. Að samræði loknu hafi ákærði reynt að koma henni út úr húsi, barið hana og skellt höfði hennar í hurð þannig að hún datt í gólfið og vankaði st. Atið hafi borist inn í forstofugang, ákærði þar kýlt hana í nefið, hún dottið við símaborð og vankast örlítið, en síðan þrifið borðsíma, komist inn á baðherbergi og hringt í lögreglu. Eftir það símtal hafi ákærði brotið baðherbergishurðina og haldið áf ram að kýla hana í höfuðið. Þegar hér var komið sögu kvaðst yfirheyrandi vilja spyrja Y nánar út í einstök atriði. Í framhaldi greindi hún frá því að foreldrar ákærða hafi verið heima og setið í stofu þegar hún kom þangað. Hún hafi hleypt sér inn með ly kli ákærða og ekki talað við foreldra hans, frekar en venjulega, heldur farið rakleitt inn í herbergi ákærða og lagst þar beðið hann að leggjast hjá henni og gefa henni k nús og sagt að hann þyrfti ekki að vera svona reiður. Ákærði hafi þá kastað í hana pítsukassa, skeið og logandi sígarettu, því næst tosað í hana, slegið hana í andlitið, kýlt hana í höfuð, axlir og bak, togað í hár hennar, sparkað í bak hennar og aftanvert læri og slegið hana beint á nefið. Meðan á þessari árás stóð hafi Y sest við enda rúmsins, gripið höndum í skrifborð ákærða og hann allan tímann klifað á því að hún ætti að drulla sér út. Y hafi síðan hrökklast út úr húsinu, sótt muni sína yfir í næsta ga rð, sest inn í bifreið sína og svo farið aftur inn til ákærða til að nálgast farsíma sinn. Í framhaldi hafi ákærði skipað henni að fara í sturtu, hún hlýtt og síðan lagst aftur upp í rúm hans. Ákærði hafi síðan staðið við rúmið, girt niður um sig með limin n beinstífan, þrifið sængina af henni, tekið hana úr nærbuxum og hún þá sagst vera á túr. Hann hafi þrifið túrtappa úr leggöngum hennar og kastað honum á skrifborðið, haf i hann haldið um háls Y og togað fast í hár hennar. Hún hafi hágrátið á meðan, en þó 13 ekki beðið ákærða að hætta fyrr en hann skipaði henni að snúa sér yfir á magann og reyndi að þröngva limnum inn í endaþarm hennar. Eftir það hafi hann haldið áfram samræði við hana um leggöng. Hún áréttaði að þau hafi fyrir þennan tíma stundað - 8. Y leiði - 7 mínútur og sagði að ákærði hefði hellt bjór á lim sinn og þröngvað hana til totta liminn á milli þess sem hann hafði við hana samræði um leggöng og reyndi að þröngva henni til kynmaka u m endaþarm. Aðspurð játti Y því að ákærði hafi meðan á samræði stóð einnig haft við hana munnmök og sagði það hafa gerst í beinu framhaldi af því að hún sagðist vera á túr og hann reif túrtappann úr henni. Aðspurð hvort ákærði hafi hrækt framan í hana sagð i hún hann hafa gert það margítrekað, bæði fyrir samræði og meðan á því stóð. Y sagði að í kjölfar nauðgunar hafi ákærði kýlt hana eða slegið svo harkalega í andlitið að hún féll í og hótað að hringja í lögreglu. Það hafi verið þá sem Y þreif borðsíma í forstofuganginum, hljóp inn á baðherbergi og hringdi sjálf í lögreglu. Aðspurð hvenær ákærði skellti höfði hennar í svefnherbergishurðina sagði Y það hafa gerst áður en til samræðis k om. VI. Rannsóknarlok . Valgerður Valdimarsdóttir réttargæslumaður Y lagði fyrir lögreglu bótakröfu hennar í byrjun október 2018 og var henni hafnað af hálfu verjanda ákærða með tölvupósti 8. þess mánaðar. Með bréfi 29. október voru Héraðssaksóknara send r annsóknargögn máls. Eins og áður segir var ákæra gefin út tæpu ári síðar. VII. Framburður ákærða fyrir dómi . Ákærði greindi frá því fyrir dómi að samband hans og Y hafi verið stormasamt. Þannig hafi þau til dæmis trúlofast sumarið 2017 og hún sama dag eki ð bifreið á hann af ásettu ráði. Þá hafi þau bæði verið í óreglu og hann haldið framhjá henni. Trúlofunarhringar hafi ýmist verið settir upp eða teknir niður. Að kvöldi 8. febrúar 2018 hafi ákærði verið mjög reiður út í Y og slitið sambandi þeirra. Hann kv aðst muna lítið eftir atvikum þetta kvöld og dagana á undan sökum áfengis - og kókaínneyslu. Hann myndi þó eftir að hafa keypt sér far með bifreið frá Reykjavík til Keflavíkur og ekki viljað hitta Y . Þegar heim kom hafi hann því spurt hvað hún væri að gera þar og gefið 14 skýrt til kynna að hún ætti ekkert erindi þangað; hann þyrfti sína ró og vildi fara að sofa. Hann hafi því ítrekað beðið hana að fara en hún ekki orðið við því. Í framhaldi hafi ákærði reynt að draga hana út úr svefnherberginu en hún náð taki á skrifborði í þröngu herberginu og honum reynst ómögulegt að koma henni út með góðu. Ákærði hafi því Y til að ná henni út. Hann kvaðst ekki muna í i þó örugglega sýnt henni óþarfa hörku. Y hafi svo samþykkt að fara, byrjað að pakka saman sínu dóti og ákærði um leið hugað að sínum munum, sér í lagi peningum sem hann fann ekki. Hún hafi síðan verið komin út í bíl, hann sótt hana þangað og þau farið aft ur inn í húsið. Hann eftir að hafa slegið Y í andlitið, greitt henni hnefahögg einhvers staðar í líkamann og sparkað í bak hennar í það minnsta einu sinni þegar hún vi ldi ekki sleppa taki sínu á skrifborðinu. Meðan á þessu stóð hafi hann örugglega rifið hana úr fötum og slitið brjóstahaldara. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa hent í hana logandi sígarettu og kannaðist ekki við að hafa hótað henni lífláti. Eftir að þ au komu aftur inn hafi þyrmt yfir ákærða; herbergi hans verið í rúst og blár litur út um allt. Sökum þessa hafi hann misst stjórn á aðstæðum; skipað Y að fara í sturtu, hún afklætt sig, hann dregið hana inn á baðherbergi gegn vilja hennar og hún farið í st mökum í þetta skipti. Hann minnti að hann hafi klætt hana úr nærbuxum og hún verið á túr en mundi ekki hvort þeirra hafi tekið túrtappa úr leggöngum hennar. Ákærði kvaðst halda að hann hafi ekki beitt Y ofbeldi við kynmökin, kannaðist þó við að hafa tekið hana kverkataki og rifið í hár hennar en sagði þetta, sem einatt í þeirra kynlífi, hafa gerst fyrir beiðni og með samþykki hennar. Ákærði kvaðst ekki muna eftir að þau hafi veitt hvort Ákærði kvaðst ekki m innast þess að hafa reynt að hafa samræði við Y um endaþarm, en sagði að gegnum tíðina hafi tíðkast í kynlífi þeirra að hann styngi limnum að eða smá inn í endaþarm hennar. Umrætt sinn hafi hann ætlað að gera þetta, hún sagt nei við því og hann þá haldið á fram samförum um leggöng. Hann kvaðst ekki hafa hrækt framan í Y meðan á kynmökum stóð. Ákærði henni til einhvers. Vel getið verið að hann hafi gripið Y kverkataki og/eða togað fast í 15 ekki minnast þess að hún hafi grátið eða kveinkað sér meðan á kynmökum stóð, en bar í því sambandi ekki brigður á framburð sinn hjá lögreglu. Hann sa gði atburðarás viðvíkjandi kynmökin ekki best varðveitt í minni sínu. um alla íbúð og hann ekki getað höndlað áreitið sem þetta olli. Hann hafi kennt Y um, hún verið óboðin á heimili hans, hann þurft sína hvíld og sturlast yfir ástandinu. Ákærði kvaðst ekki geta lýst þessu nánar, en sagðist muna eftir að hafa veist að Y og farið offari, á eftir henni, brotið gat á baðherbergishurðina og tekið af henni síma. Skömmu síðar hafi lögregla komið á vettvang. Ákærði dró ekki í efa að lýstir áverkar Y samkvæmt ákæru væru af hans völdum. Fram kom í máli ákærða að hann hafi farið í sex mánaða vímue fnameðferð í Svíþjóð um mitt ár 2019. Honum gangi nú mjög vel, sæki AA fundi og sé jákvæður á framtíðina. Hann búi hjá foreldrum sínum, sé að byggja upp nýtt samband við Y , þau elski hvort annað og ráðist framtíðin af áframhaldandi edrúmennsku beggja. VII I. Framburður Y fyrir dómi . Y bar að samband hennar og ákærða hafi verið stormasamt í febrúar 2018, þau eftir atvikum aðfaranótt 9. febrúar og bar því við að hún h afi dagana á undan verið í mikilli neyslu. Þannig myndi hún ekki hvernig hún komst heim til ákærða eða hvort þeirra hafi komið þangað á undan hinu. Hún kvaðst muna að ákærði hafi alltaf verið að henda henni út, hún einatt farið aftur inn, þau slegist og á endanum hafi hún hringt í lögreglu. Hún kvaðst ekki geta lýst átökum þeirra nánar og sagðist ekki muna hvort hún hafi hlotið áverka. Hún myndi þó eftir að hafa verið hrædd við ákærða og að hann hafi höfðu kynmök og sagði mökin hafa verið með hennar samþykki. Hún kvaðst reyndar hafa átt frumkvæði að mökunum og hafi með þeim ætlað að freista þess að róa ákærða. Hún sagði ákærða hafa hrækt á hana meðan á kynmökum stóð, svo sem hann hafi áður gert undir s ömu kringumstæðum leggöngum hennar áður en samfarir hófust. 16 Y kvaðst muna eftir að hafa farið á sjúkrahús í fylgd tveggja lögreglukvenna. Þær hafi spurt hvort hún og ákærði hafi sofið saman, hún játt því og þær þá spurt hvort kynmökin hafi verið með samþykki hennar eða hvort ákærði hafi nauðgað henni. Hún kvaðst hafa svarað því neitandi í lögreglubifreiðinni en síðan borið á ákærða nauðgun á sjúkrahúsinu. Borin var undir Y l ýsing hennar á nauðgun í frumskýrslu E og F lögreglumanna. Hún kvaðst ekki muna eftir að hafa greint frá atvikum með þeim hætti og bar að sér hefði fundist sem lögreglumennirnir vildu fá upp úr henni að ákærði hefði nauðgað henni. Y kvaðst heldur ekki muna eftir að hafa lýst atvikum með þeim hætti sem skráð er í móttökuskýrslum H og I á NM. Hún kvaðst heldur ekki muna efir skýrslugjöf sinni hjá lögreglu. Y var spurð hvort hún kynni skýringu á framburði sínum um nauðgun og annað ofbeldi af hálfu ákærða í öll um framangreindum skýrslum og svaraði því til að hún hafi verið búin að drekka mikið dagana á undan og einnig verið undir áhrifum amfetamíns og LSD. Hún sagði þó að margt sem eftir henni væri haft í skýrslunum væri sannleikur; allt ofbeldið, þó ekki í teng slum við ætlaða nauðgun. Hafi ákærði á annað borð rifið hana úr nærbuxum, tekið hana kverkataki meðan á kynmökum stóð eða rifið fast í hár hennar þá hafi það allt verið liður í eðlilegu kynlífi þeirra, sama gerst oft áður og hún aldrei sett sig á móti því. Hún kvaðst ekki muna eftir að þau hafi bjór yfir getnaðarlim sinn. Þá kvaðst hún ekki muna eftir að hafa farið í sturtu. Bornar voru undir Y myndir af áverkum hennar o g dró hún ekki í efa að þetta væru afleiðingar slagsmála hennar og ákærða þetta kvöld. Hún sagði ákærða ekki hafa beðið hana um að breyta framburði sínum fyrir dómi, kvaðst ekki vilja að kæra hennar fengi frekari framgang og lýsti því yfir að hún drægi bót akröfu sína til baka, sem hún og gerði. IX. Framburður annarra vitna fyrir dómi . G lögreglumaður bar að hann hafi rannsakað og ljósmyndað vettvang eftir hádegi 9. febrúar 2018, sbr. kafli I.5. að framan og hafi blátt litarefni verið út um allt. Leitað haf i verið ítarlega í svefnherbergi ákærða, en sökum bláa litarins og mikillar óreiðu í svefnherberginu hafi öll leit verið erfið. G hafi ekki verið beðinn um að leita sérstaklega að túrtappa. K lögreglumaður bar að hann hafi farið á staðinn eftir frystingu v ettvangs og leitað að túrtappa eins og unnt var vegna aðstæðna, en hann ekki fundist. Hann kvað ákærða hafa verið undir áhrifum áfengis og mögulega fíkniefna og yfirheyrsla yfir 17 honum dregist fram eftir degi 9. febrúar, meðal annars vegna þessa. K kvað bló ðsýni úr ákærða ekki hafa fundist. L lögreglumaður hafi stýrt rannsókn málsins og borið ábyrgð á meðhöndlun blóðsýnanna. M lögreglumaður bar að hann hafi verið viðstaddur réttarlæknisfræðilega skoðun ákærða og hún farið fram á lögreglustöð vegna ástands ák ærða. M hafi ekki haft aðra aðkomu að málinu, vissi ekkert um afdrif blóðsýna úr ákærða, en sagði varðstjóra væntanlega hafa tekið þau til skráningar og varðveislu. D læknir bar að málið væri sér minnisstætt fyrir þær sakir að hann hafi verið beðinn um að framkvæma réttarlæknisfræðilega skoðun ákærða á lögreglustöð og að ákærði var bláleitur frá toppi til táar. D kvaðst ekki vita um vímuástand ákærða, en hann hafi verið mjög ör og ósáttur við líkamsrannsókn, blóðsýnatöku og aðra sýnatöku. Hann kvað ákærða hafa verið með mjög dreifða áverka, meðal annars glóðarauga í myndun, hrufl og klórför og djúpar rispur neðarlega á baki. D hafi afhent lögreglu þau sýni sem hann tók. E lögreglumaður bar að hún hafi farið á vettvang og væri henni minnisstætt að bæði ákærð i og Y Y á vettvangi og hafi hún lítið haft að segja um atburði. Eftir að komið var á lögreglustöð hafi þær tvær verið staddar á salerni og Y þá greint frá þeim atvikum sem lýst er í kafla I.3. að framan. E minnti að Y hafi fy rst greint frá nauðgun af hálfu ákærða, sbr. kafli I.4., í lögreglubifreið á leið á NM, en kvaðst ekki muna hvort hún hafi greint frá þessu að fyrra bragði eða í framhaldi af spurningum E og F lögreglumanns. Y F lögreglumaður bar að hún myndi ekki mikið eftir málinu, en mundi að Y hafi greint henni og E frá helstu atburðum þegar þær voru á leið til læknisskoðunar. Y hafi að fyrra bragði lýst kynferðisofbeldi og sagt ákærða hafa haldið henni niðri og nauðgað henni þetta kvöld. Hún hafi verið í miklu uppnámi og virst uppgefin meðan á frásögn stóð og grátið mikið. F kvaðst ekki muna hvort Y hafi verið undir áhrifum vímu efna, en hún hafi óháð því verið skýr í sinni frásögn. H hjúkrunarfræðingur bar að Y hafi greint frá atvikum á þann veg sem lýst er í kafla II.1. að framan. Að mati H hafi Y verið einlæg í þeirri frásögn og hafi nýlegir áverkar á líkama hennar stutt þá fr ásögn. Hún bar að Y hafi eflaust verið undir áhrifum vímuefna, en hún engu að síður gefið greinargóða lýsingu á atvikum. I læknir bar að Y hafi greint frá atviki umrædda nótt sem flokkaðist undir nauðgun og hún verið með fjöláverka víða um líkamann. I haf i skráð frásögn Y á þann veg sem 18 lýst er í kafla II.3. að framan, Y lesið þann texta yfir og engu viljað breyta í endursögðum texta I . Y hafi haft frá mörgu að segja og frásögn hennar verið ruglingsleg, en hún þó verið sjálfri sér samkvæm og virst trúverðu g. Við skoðun á Y hafi I spurt hana hvort ákærði hafi sett kynfæri hennar í eða við munn sér og hún svarað því neitandi. Þessu til samræmis hafi I hakað við með x - i í gátlista að ákærði hafi ekki veitt Y munnmök. J læknir bar með sama hætti og frá greinir í kafla II.4. að framan. Hún kvaðst hafa framkvæmt ítarlega skoðun á líkama Y og lýst í vottorði sínu með tæmandi hætti öllum nýjum og sýnilegum ytri áverkum. Foreldrar ákærða báru vitni fyrir dómi. Kom ekkert fram í máli þeirra sem varpað getur ljósi á sakarefni máls. C faðir hans lét þess þó getið að ákærði og Y hafi látið eins og hundur og köttur og í raun ekki átt að vera saman. B kona sem um ræðir, Y heimildarlaust að næturlagi inn í vistarverur hans og þess vegna hafi hann orðið svona ofboðslega reiður. X. Málatilbúnaður ákæruvalds . Af hálfu ákæruvaldsins er á því byg gt að ákærði hafi að stórum hluta gengist við heimilisofbeldi gagnvart Y í skilningi 218. gr. b. almennra hegningarlaga. Y hafi greint frá mjög grófu heimilisofbeldi og nauðgun; fyrst í viðræðum við lögreglumennina E og F , síðan í viðræðum við H og I heilb rigðisstarfsmenn á NM og loks við ítarlega skýrslugjöf hjá lögreglu og hafi frásögn hennar af atvikum einatt verið með sama hætti, sér í lagi að því er varðar lýsingu á nauðgun og aðdraganda hennar. Beri að leggja þennan framburð Y til grundvallar í málinu í stað framburðar hennar fyrir dómi sem litist af því að hún og ákærði eru aftur komin í ástarsamband. Lýsing nefndra vitna á ástandi Y og einlægni í frásögn af atvikum styðji þá niðurstöðu. Þá sé að mati ákæruvalds afar ótrúverðugt að Y hafi samþykkt svo harkaleg kynmök sem raun ber vitni. Að gættum öllum þessum atriðum sé fram komin lögfull sönnun um sekt ákærða samkvæmt ákæru. XI. Málsvörn ákærða . Af hálfu ákærða er á því byggt að öfugt við frásögn Y hafi framburður ákærða frá upphafi verið skýr og stöðugur í öllum meginatriðum og hann staðfastlega neitað sök fyrir kynferðisbrot. Y hafi aldrei reynt að komast út af heimili ákærða, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hans, aldrei kallað á hjálp nærstaddra foreldra hans, ekki greint frá nauðgun í 19 neyðarsímtali við lögreglu, ekki greint frá nauðgun í viðræðum við lögreglumenn á vettvangi og eigi heldur eftir að komið var á lögreglustöð. Frásögn um nauðgun hafi fyrst komið fram í samtali í lögreglubifreið þegar Y var á leið til almennrar læknisskoðunar á HSS og þ á að frumkvæði tveggja lögreglukvenna, sem kallað hafi fram þá frásögn. Sú frásögn hafi síðan breyst við skýrslugjöf á NM og aftur við skýrslugjöf Y hjá lögreglu. Beri að gjalda varhuga við þessari frásögn Y , enda hafi hún verið í mikilli neyslu dagana á u ndan og verið undir áhrifum fíkniefna umrædda nótt. Eftir standi játning ákærða á heimilisofbeldi fyrir og eftir kynmök hans og Y , sem samrýmist í stórum dráttum frásögn hennar og fái verulega stoð í læknisfræðilegum gögnum og öðrum rannsóknargögnum málsins. Að öllu þessu gættu beri að leggja til grundvallar framburð ákærða og Y fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og sýkna ákærða af broti gegn 1. mgr. 194. gr. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga. XII. Niðurstaða. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Af fyrstu frásögn Y má ráða að ákærði hafi umrædda nótt komið heim laust eftir kl. 03, að strax í kjölfarið hafi komið til væringa milli hennar og ákærða og þær leitt ti l ofbeldis af hálfu ákærða, sem ekki hafi endanlega linnt fyrr en Y kvaddi lögreglu á vettvang kl. 05:23. Ákærði og Y eru ein til frásagnar um hvað gerðist á þessu tímabili. Ákærði hefur frá upphafi neitað því að hafa beitt Y kynferðislegu ofbeldi og veri ð staðfastur í þeim framburði, en jafnframt ekki dregið dul á fyrir dómi að hann muni ekki vel eftir atvikum sökum langvarandi áfengis - og kókaínneyslu. Fyrir dómi Kvaðst Y einnig muna lítið eftir atvikum og bar því við að hún hafi dagana á undan verið í m ikilli neyslu og verið undir áhrifum amfetamíns og LSD þegar ákærði veittist að henni umrædda nótt. Strax í upphafi rannsóknar lá fyrir grunur um að bæði væru undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna og voru þeim tekin blóðsýni til alkóhól - og fíknie fnagreiningar. Af ókunnum ástæðum voru sýnin aldrei rannsökuð með tilliti til alkóhól - og fíkniefnaákvörðunar og 20 verður því að leggja til grundvallar framburð þeirra hvors um sig fyrir dómi um eigið vímuástand. Meta verður frásögn Y 9. febrúar um atburði l iðinnar nætur í þessu ljósi, þ.e. að hún kunni að hafa verið undir töluverðum áhrifum fíkniefna þegar hún ræddi við nafngreinda lögreglumenn og starfsmenn á NM. Fyrir dómi kvaðst Y muna að ákærði hefði ítrekað reynt að koma henni út úr húsi, hún streist á móti og þau slegist. Hún gat ekki lýst þeim átökum nánar, en dró ekki í efa að hún hafi um nóttina hlotið þá áverka sem lýst er í ákæru. Y bar að þau hafi sömu nótt haft samfarir og munnmök með hennar samþykki, kvaðst sjálf hafa haft frumkvæði að samförunu kynlíf og væri alvanalegt að ákærði rifi hana úr nærbuxum, tæki hana kverkataki, rifi í hár hennar og hrækti framan í hana meðan á mökum stæði. Að hennar mati hafi því ekkert óve njulegt verið við kynmök þeirra þessa nótt og hún tekið sjálfviljug þátt í þeim. Fyrir dómi gaf Y gaf þá skýringu á frásögn sinni um nauðgun, sem lýst er í köflum I. - 4., II. - 1. og II. - 3., að hún hafi verið búin að drekka mikið dagana á undan og verið undi r áhrifum fíkniefna þegar frásögn var gefin. Hún hafi þó sagt sannleikann um allt ofbeldi sem ákærði hefði beitt hana um nóttina, þó ekki ofbeldi í tengslum við ætlaða nauðgun. Eins og áður segir fórst fyrir að rannsaka blóð - og þvagsýni úr Y . Að því gættu og með vísan til 108. gr. og 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála er ekki unnt að hafna ofangreindum skýringum hennar. Líklegt má telja að Y hafi ekki verið undir áhrifum vímugjafa þegar hún gaf formlega skýrslu hjá lögreglu 12. febrúar. Hún lýsti þ á ætlaðri nauðgun ákærða með sama hætti og fyrr, sagðist ekki vilja kæra hann fyrir slíkt athæfi, en teldi að þetta væri fallin að draga úr sönnunargildi frásagnar hennar um ætlaða nauðgun, sbr. 1. mgr. 109. gr. laganna um meðferð sakamála. Með hliðsjón af eindreginni sakarneitun ákærða fyrir dómi, sem studd er frásögn hans við rannsókn málsins, samrýmist dómsframburði Y og því að engir áverkar eða áverkamerki greindust vi ð réttarlæknisfræðilega skoðun á kynfærum og endaþarmi Y , telur dómurinn að ákæruvaldið hafi ekki sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi greint sinn með ofbeldi haft samræði og önnur kynferðismök við Y gegn vilja hennar. Ber því að sýk na ákærða af broti gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Eftir stendur hvort ákæruvaldinu hafi tekist að sanna þær sakargiftir samkvæmt ákæru að ákærði hafi sömu nótt, áður en til kynmaka kom, beitt Y 21 með því að slá hana ítrek að í andlit, kýla hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, toga í hár hennar, kasta í hana logandi sígarettu, sparka í maga hennar, bak og aftanvert læri, henda hvort ákærði h afi, eftir kynmök, veist að Y með höggum meðal annars í nefið, með þeim Fyrir dómi hefur ákærði játað að hafa veist að Y með ofbeldi áður en til kynmaka kom og meðal annars slegið hana í andlit, greitt henni hnefahögg e inhvers staðar í líkamann, sparkað að minnsta kosti einu sinni í bak hennar, rifið hana úr fötum og slitið brjóstahaldara hennar. Hann kannaðist hins vegar hvorki við að hafa hent í hana logandi sígarettu eða hótað henni lífláti. Síðastgreind tvö atriði er u ekki studd haldbærum sönnunargögnum og verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir þau. Ákærði játaði einnig að hafa í kjölfar kynmaka við Y misst stjórn á sér og veist að henni með heift, en mundi ekki í hverju ofbeldið fólst. Hann dró þó ekki í efa að lýst ir áverkar Y samkvæmt ákæru væru af hans völdum. Með hliðsjón af framburði ákærða fyrir dómi, sem stoð fær í dómsvætti Y og samrýmist niðurstöðum ljósmynda af áverkum hennar og læknisrannsókna I og J að morgni 9. febrúar, er sannað að ákærði hafi nóttina á ður veist að Y með miklu ofbeldi, slegið hana ítrekað í andlit, meðal annars í nefið, kýlt hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, togað í hár hennar, sparkað í maga hennar, bak og aftanvert læri, hent henni utan í hurð og rifið hana úr fötum; allt með þeim af leiðingum að Y hlaut marga yfirborðsáverka á höfði, hálsi, upphandlegg og framörmum og mar á aftanverðum brjóstkassa. Telur dómurinn að leggja megi til grundvallar að ofbeldið hafi staðið yfir, með hléum, í um eða yfir tvær klukkustundir. Þykir háttsemin v arða refsingu samkvæmt 1. mgr. 218. gr. a. almennra hegningarlaga. Ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann 9. september 2014 undir 70.000 króna sektargreiðslu fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og var sviptur ökurétti í fjóra mánuði. Þann 30. október 2015 var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir vörslur fíkniefna og fyrir að hafa í eitt skipti ekið bifreið sviptur ökurétti og þrívegis undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna og var þá sviptur ökurétti í fjögur ár. Með dómi 20. janúar 2017 var skilorðsdómur frá 30. október 2015 tekinn upp og ákærði dæmdur í 75 daga fangelsi, þar af 30 daga skilorðsbundið, 22 meðal annars fyrir að hafa í þrjú skipti ekið bifreið sviptur ökurétti og tvívegis undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna og var þá sviptur ökurétti ævilangt. Næst hlaut ákærði 500.000 króna sekt fyrir fíkniefnalagabrot 25. febrúar 2017. Með dómi 12. október 2017 var skilorðshluti dómsins frá 20. janú ar 2017 tekinn upp og ákærði dæmdur í sjö mánaða fangelsi, hegningarauka að hluta, meðal annars fyrir vörslur fíkniefna og fyrir að hafa í fimm skipti ekið bifreið sviptur ökurétti og fjórum sinnum undir áhrifum ávana - og fíkniefna og var þá sviptur ökurét ti ævilangt. Loks var ákærði með dómi 4. apríl 2018 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, hegningarauka, meðal annars fyrir vörslur fíkniefna og fyrir að hafa í eitt skipti ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna og var aftur sviptur ökurétti ævilangt. Brot það sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt 1. tölulið ákæru frá 1. október 2019 og brot samkvæmt ákæru 17. október 2019 eru framin fyrir uppkvaðningu dómsins 4. apríl 2018. Ber að því leyti að dæma ákærða hegningarauka samkvæmt re glum 78. gr. almennra hegningarlaga. Refsing fyrir sömu brot og önnur sem ákærði er nú sakfelldur fyrir verður og ákveðin samkvæmt reglum 77. gr. sömu laga. Þá verður við ákvörðun refsingar samkvæmt ákærum frá 1. og 7. október 2019 litið til þess að ákærð i er nú sakfelldur fyrir fjögur alvarleg umferðarlagabrot og vörslur á töluverðu magni fíkniefna og hefur hann fjórum sinnum áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða ávana - og fíkniefna og þrívegis fyrir sviptingarakstur. Við ákvörðun ref singar fyrir brot ákærða á 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga verður litið til 1., 4., 6. og 7. töluliðs 1. mgr. 70. gr. hegningarlaganna. Ákærði á sér engar málsbætur í þeim þætti málsins. Þó þykir mega líta til þess að hann hefur lokið langtímame ðferð við áfengis - og fíkniefnavanda sínum og virðist hafa náð einhverjum bata. Samkvæmt öllu því sem nú hefur verið rakið þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Svipta ber ákærða ökurétti ævilangt frá dómsbirtingu að telja með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. nú 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá sæti ákærði samkvæmt áðursögðu upptöku á haldlögðum fíkniefnum og töflupressu, svo sem nánar greinir í dómsorði og greiði eins og áður segir samtals 695.399 kr óna útlagðan sakarkostnað samkvæmt ákærum frá 1. og 7. október 2019. Samkvæmt yfirliti er fylgdi ákæru 17. október 2019 er útlagður sakarkostnaður 72.410 krónur; annars vegar 40.410 krónur vegna líkamsskoðunar Y á LSH og hins vegar 23 32.000 krónur vegna rét tarlæknisfræðilegrar skoðunar á NM. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála verður ákærði dæmdur til að greiða 40.410 krónur í útlagðan sakarkostnað en 32.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Samkvæmt síðastgreindu lagaákvæði og með vísan til þess að ákærði er sýknaður af broti gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga þykir rétt að réttargæsluþóknun Valgerðar Valdimarsdóttur lögmanns verði greidd úr ríkissjóði og þykir hún með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins hæfilega ákveðin 761.050 kr ónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með sömu formerkjum þykir rétt að ákærði greiði helming málsvarnarlauna verjanda síns Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns og að helmingur þeirra greiðist úr ríkissjóði. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu ti lliti til tímaskýrslu verjanda þykir sú fjárhæð hæfilega ákveðin 1.180.480 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Dóm þennan kveða upp héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson, Jón Höskuldsson og Kristinn Halldórsson. D ÓMSORÐ : Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár. Á kærði er sviptur ökurétti ævilangt frá dómsbirtingu að telja. Ákærði sæti upptöku á haldlögðum 79,49 grömmum af ecstasy (MDMA), 131 stykki af ecstasy, 14 stykkjum af LSD, 63,69 grömmum af amfetamíni, 25,58 grömmum af maríhúana, 6,23 grömmum af kókaíni og e inni töflupressu. Ákærði greiði 735.809 krónur í útlagðan sakarkostnað, en 32.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Þá greiði ákærði helming af 1.180.480 króna málsvarnarlaunum verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, en hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóði. Úr ríkissjóði greiðist einnig 761.050 króna þóknun Valgerðar Valdimarsdóttur réttargæslumanns Y . Jónas Jóhannsson Jón Höskuldsson Kristinn Halldórsson