Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 2 8 . september 2020 Mál nr. E - 389/2019 : A ( Björgvin Þórðarson lögmaður ) g egn V erði trygging um hf. og B ( Magnús Hrafn Magnússon lögmaður ) Dómur Skaðabótamál þetta var höfðað 8. nóvember 2019 og dómtekið 9. september sl. Stefnandi er A , , Akureyri en stefndu eru Vörður tryggingar hf., Borgartúni 25, Reykjavík og B , , Akureyri. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd óskipt til að greiða honum 2.000.000 króna, ásamt almennum skaðabótavöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. nóvember 2017 til 4. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndu krefjast aðallega sýknu en til vara að dómkrafa stefnanda sæti lækkun . Þá krefjast þeir málskostnaðar. Málavextir: Málavextir eru að stærstum hluta óumdeildir og verður ekki séð að frásagnir stefnanda og stefnda B hafi te kið breytingum sem máli skipta frá því fyrst voru teknar skýrslur af þeim hjá lögreglu og til þess að þau gáfu bæði aðilaskýrslur sínar við aðalmeðferð málsins. Felst mismunur á lýsingu atvika í stefnu og greinargerð því einkum í því að leggja áherslu á mi smunandi þætti í atburðarás og aðstæðum á slysstað. Í hnotskurn eru málavextir þeir að 15. nóvember 2017 um kl. 17.00 ók stefndi B bifreið sinni á stefnanda þar sem hún var að ganga yfir gangbraut á Hörgárbraut skammt norðan Glerár brúar . Stefndi B var á le ið eftir götunni til suðurs en stefnandi á gangi með hund sinn eftir gangbrautinni frá austri til vesturs. Stefnandi slasaðist nokkuð og 2 hundurinn mun hafa drepist samstundis. Vegna umrædds atviks var gefin út ákæra á hendur stefnda B vegna brots á 219. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , (líkamsmeiðingar af gáleysi) auk nánar tilgreindra ákvæða umferðarlaga nr. 50/1987 sem þá voru í gildi og játaði stefndi B sök og hlaut dóm. Stefndi Vörður féllst á að bótaskylda hvíldi á félaginu , enda var bifreið ste fnda B ábyrgðartryggð hjá því, en hafnaði því að stefndi B hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi við aksturinn og taldi því ekki skilyrði til að félaginu bæri að greiða stefnanda miskabætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefndi Vörður tryggingar hf. hefur þegar greitt stefnanda þær bætur sem félagið tel ur hana eiga rétt til . Fjallar mál þetta því eingöngu um rétt stefnanda til að fá að auki greiddar miskab ætur samkvæmt síðastnefndu ákvæði skaðabótalaga og hverfist því um það álitamál hv ort háttsemi stefnda B teljist hafa verið stórfellt gáleysi . Nánar voru atvik þau a ð 15. nóvember 2017, laust fyrir kl. 17 , ók stefndi B bifreið sinni , , , frá heimili sínu á leið í sund með syni sínum ungum (fæddum 2006) sem var farþegi í framsæti. Stefndi ók suður eftir Hörgárbraut og hugðist halda sem leið lá yfir gatnamót Hörgárbrautar og Tryggvabrautar , sem eftir að yfir gatnamótin er komin heitir Glerárgata . Hörgárbraut hefur tvær akreinar í hvora átt og umferðareyja skilur að akstursstefnur. Sa mkvæmt matsgerð sem liggur fyrir í málinu og aflað var af lögreglu í því skyni að áætla hraða bifreiðar stefnda B , var líklegasti hraði bifreiðarinnar talinn hafa verið 68 kílómetrar á klukkustund, minnsti mögulegi hraði 63 kílómetrar á klukkustund, en me sti mögulegi hraði bifreiðarinnar er áætlaður 72 kílómetrar á klukkustund. Í öllum tilvikum er um að ræða áætlaðan hraða bifreiðarinnar þegar ökumaður hennar byrjar að hemla áður en slysið varð . Í ákæru málsins var ökuhraði bifreiðarinnar sagður 68 kílómet rar á klukkustund. Eins og fyrr greinir játaði stefndi B skýlaust sök í málinu og hlaut dóm. Norðan við fyrrnefnd gatnamót Hörgárbrautar og Tryggvabrautar , sem stýrt er með umferðarljósum, er gangbraut yfir þá fyrrnefndu. Á þeim tíma sem slysið átti sér stað var umferð yfir gangbrautina ekki stýrt með umferðarljósum (gönguljósum). Gangbrautin er sebrabraut og gangbrautarmerki með innbyggðu blikkandi ljósi voru staðsett beggja vegna akbrautarinnar og eitt merki á umferðareyj u sem aðskilur akstursstefnur. Á fyrrgreindum tíma var stefnandi að ganga úti með hund sinn í bandi og gekk eftir fyrrnefnd ri gangbraut yfir akbrautina frá austri til vesturs . Hún var klædd í dökka síða yfirhöfn og var ekki með endursk insmerki. Á skóm sín um hafði hún hálkubrodda. 3 Kveðst hún hafa gengið áfallalaust yfir þær tvær akreinar sem eru með akstursstefnu til norðurs og kveðst svo hafa horft eftir umferð til suðurs er yfir umferðareyjuna var komið og ekki séð nein bílljós. Því hafi hún gengið út á a kbrautina og hundurinn farið á undan eins og hans vandi hafi verið. Eftir að hún hafi komið út á fyrri akrein akbraut arinnar hafi hún veitt athygli bílljósum sem nálguðust en h ún hafi talið að hún hefði nægan tíma til að komast alveg yfir og einnig að bíls stjóri bifreiðarinnar myndi hægja ferðina ef þyrfti. Þegar hún hafi verið kominn um það bil að línu sem aðgreinir akreinar hafi hún séð að bifreiðin var komin of nálægt og að hennar mati sýnt að ökumaður hefði ekki tekið eftir henni. Hún kvaðst þá hafi tek ið undir sig stökk eða tekið tvö stór skref og þannig farið fram fyrir hundinn sem ekki hafi brugðist við. Þessi tilraun nægði ekki og hún og hundurinn urðu fyrir bifreiðinni. Stefndi B kvaðst ekki hafa séð stefnanda eða hundinn fyrr en of seint. Hann hafi allt í einu séð tvær svartar að bremsa og beygja um leið til vinstri, en hafi samt ekið á stefnanda og hundinn. Ákoma hundsins á bifreiðina var að framan rétt vinstr a megin við miðju á framgr ill bifreiðarinnar. Hundurinn kastaðist ríflega 21 metra til suðurs og lenti á umferðareyjunni sem skilur að aksturs stefnur. Stefnandi lenti á framhorni bifreiðarinnar hægra megin og rann aftur eftir henni þannig að hliðarspegill brotnaði. Hún kastaðist rí flega 5 metra út af akbrautinni hægra megin. Við áreksturinn losnaði hægri skór af fæti stefnanda og hálkubroddar sem hún var með á fætinum. Báðir þessir hlutir fundust vestan akbrautarinnar og höfðu kastast mun lengra en stefnandi. Í málinu liggja fyrir l ögregluskýrslur um rannsókn á vettvangi þar sem m.a. er að finna afstöðumyndir og ljósmyndir sem teknar voru fljótlega eftir atvikið. Þá eru og í gögnum málsins ljósmyndir af bifreið stefnda B þar sem sjá má hvar stefnandi og hundur hennar lentu á bifreiði nni. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var veður ágætt, stillt og hitastig rétt neðan við frostmark, myrkur en götulýsing frá ljósastaurum. Engin sérstök lýsing við gangbrautina önnur en frá ljósastaurum . Við vettvangsgöngu sáu dómari og lögmenn að ljósastaur er alveg við gangbrautina hægra megin við akstursstefnu stefnda B . Þá segir í fyrrnefndri lögregluskýrslu að þannig hátti til þarna að akbrautin halli niður að gangbrautinni, við akstur til suðurs (sem var akstursstefna stefnda B ) og eiginleg blindhæð á ve ginum og gangbrauti n sjáist ekki við akstur um götuna fyrr en komið sé nokkuð suður fyrir næstu gatnamót fyrir norðan. Ekin breidd vegar sé 5,7 metrar þar sem slysið hafi orðið. Hjólför hafi verið í malbikinu, aðeins niður grafin vegna slits. Lítils 4 háttar ísing hafi verið ofan í hjólförunum sjálfum en hálkublettir á milli þeirra og einnig á köflum þurrt malbik. Snjór hafi verið í vegköntum og lágir ruðningar eftir snjómoksturstæki. Af myndum úr tölvugerðu þrívíddarlíkani af aðstæðum sem lögregla setti upp má sjá að þegar bifreiðin er 58,92 metra frá gangbrautinni virðist sjónlína milli hennar og gangandi vegfaranda vera órofin og bifreiðin þar af leiðandi komin yfir þá blindhæð sem vísað er til í lögregluskýrslu . Fram kemur á vettvangsteikningu og ljósmyndu m að skrikför voru eftir bifreið stefnda B sem samræmast frásögn hans um að þegar hann hafi orðið stefnanda var hafi hann bremsað og beygt bifreiðinni til vinstri. Samkvæmt matsgerð er hemlunarvegalend, 5,7 metrar og er vegalengdin fengin með mælingu á len gd skrikfara að frádregnu hjólahafi bifreiðarinnar. Bifreiðin var á ónegldum vetrardekkjum. Eins og fyrr greinir þá er niðurstaða matsgerðar sú að hraði bifreiðarinnar hafi verið á bilinu 63 til 72 kílómetrar á klukkustund, en líklegasti hraði hafi verið 68 kílómetrar á klukkustund. Stefnandi fótbrotnaði í slysinu og var flutt á sjúkrahús með sjúkrabifreið. Lýsing á afleiðingum slyssins fyrir stefnanda kemur fram í matsgerð C lögfræðings og D bæklunarlæknis. Kemur þar fram að stefnandi hafi verið með broti nn hægri fótlegg og brotið hafi verið neglt með mergnagla sem festur hafi verið með þverskrúfum bæði ofan og neðan brotsins. Stefnandi þurfti að dvelja í fimm daga á sjúkrahúsi. Fótbrotið greri án fylgikvilla en stefnandi finnur enn fyrir afleiðingum þess þannig að áhrif hefur á getu hennar til að standa lengi , jafnvægisskyn hennar og getu til að stunda tilteknar íþróttir sem hún áður gerði . Þá lýsir stefnandi einnig erfiðum andlegum afleiðingum . Niðurstaða matsins var að tímabil óvinnufærni og þjáningatíma bil hafi í báðum tilvikum verið frá slysdegi til 28. febrúar 2018. Stefnandi taldist rúmföst í skilningi 3. gr. skaðabótalaga þá fimm daga sem hún var á sjúkrahúsi. Varanlegur miski er metinn 8 stig og varanleg örorka 10 %. Tekið er fram að matsmenn telji ekki unnt að meta hugsanlegar andlegar afleiðingar sem varanlegar, og segja að ekki liggi fyrir læknisfræðileg gögn um andlega kvilla. Lögmaður stefnanda gerði kröfu á hendur stefnda Verði tryggingum hf. á grundvelli framangreinds mats og krafðist 215.350 krónur vegna þjáningabóta, sbr. 3. gr. skaðabótalaga, 801.240 krónur vegna varanlegs miska, sbr. 4. gr. sömu laga, 3.926.259 krónur vegna varanlegrar örorku, sbr. 5. til 7. gr. sömu laga og loks 2.000.000 króna vegna miskabóta samkvæmt 26. gr. sömu laga. S tefndi Vörður tryggingar hf. féllst á að greiða framangreindar bætur utan kröfunnar um miskabætur skv. 26. gr. skaðabótalaga. 5 Liggur fyrir í málinu að s tefndi Vörður tryggingar hf. greiddi bæturnar 7. október 2019 og stefnandi tók við þeim með fyrirvara um að gera kröfu þá sem uppi er í máli þessu. Í málinu liggja fyrir afrit af fréttum vefmiðla og dagblaða sem fjalla um slys sem orðið hafa á þeirri gangbraut sem mál þetta fjallar um. Er elsta fréttin frá 1987. Má af þessum fréttum ráða að umbætur hafa veri ð gerðar á aðstæðum í gegn um tíðina og nú síðast með uppsetningu gangbrautarljósa 6. nóvember 2018, eða tæplega ári eftir það slys sem hér er fjallað um. Síðasta fréttin sem er meðal gagna málsins er frá 11. febrúar 2020 þar sem m.a. er fjallað um slys st efnanda en einnig að árið 2016 hafi verið ekið á mann á umræddri gangbraut og hann slasast alvarlega, árið 2018 hafi verið ekið á fimm ára dreng sem jafnframt hafi slasast alvarlega og helgina fyrir ritun fréttarinnar hafi verið ekið á sjö ára stúlku á sam a stað. Málsástæður stefnanda: Stefnandi byggir fjárkröfu sína á a - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og telur að stefndi B hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi er hann olli því slysi sem varð. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi þegar dæmt að hegðun stefnda, B , hafi verið gáleysisleg en stefndi, Vörður tryggingar hf. , hafi hafnað því að um stórkostlegt gáleysi hafi verið að ræða. Í sakamálinu hafi engin ástæða verið fyrir dómstólinn til þess að fjalla um gáleysisstigið þar sem ek ki sé gerður greinarmunur á gáleysi og stórkostlegu gáleysi í skilningi 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Vísar stefnandi til þess að í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingar á skaðabótalögunum, sem síðar hafi orðið að lögum nr. 37/19 99, segi að lögð sé áhersla á að fjárhæðir bóta samkvæmt greininni eig [i] að ákvarðast samkvæmt því sem sanngjarnt [ þyki ] hverju sinni. Hafa [skuli] m.a. í huga umfang tjóns, sök tjónvalds og fjárhagsstöðu hans. Í sakamálinu hafi því verið slegið föstu að stefndi B hefði ekki sýnt aðgæslu við aksturinn og brot hans verið talin alvarleg. Hann hafi gerst brotlegur við 1. mgr. 4. gr., 6. mgr. 26. gr., b. lið, d. lið og h. lið 2. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Við mat á hraða bifreiðarinnar er stefndi B hafi ekið henni á stefnanda ligg i fyrir matsgerð E , prófessors í vélaverkfræði, sem dómkvaddur hafi verið undir rekstri sakamálsins. Í niðurstöðukafla matsgerðarinnar kom i fram að minnsti mögulegi hraði bifreiðarinna r hafi verið 63 kílómetra hraði miðað við klukkustund, mesti líklegasti 6 hraði hafi verið 72 kílómetra hraði miðað við klukkustund en líklegasti hraðinn hafi verið 68 kílómetra hraði miðað við klukkustund. Af gögnum málsins sé ljóst að stefndi, B , hafi ekið töluvert umfram hámarkshraða að merktri gangbraut, á fjölförnum vegi, í myrkri og hálku og hafi þannig sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, þar sem hann hafi ekki sýnt þá aðgæslu sem honum hafi borið að viðhafa við þær aðstæður sem fyrir hendi hafi veri ð . Auk þess komi fram í samantekt úr skýrslutöku lögreglu af stefnda, B , að hann hafi verið syfjaður þegar hann hefi ekið bifreiðinni. Í raun hafi akstur stefnda, B , verið verulegt frávik frá því sem eðlilegt get i talist og ekki í samræmi við það sem gangandi vegfarendur á merktri gangbraut meg i búast við og treysta að ökumenn bifreiða viðhafi. Gangandi vegfarendur á gangbrautum meg i almennt treysta því að þeir verði ekki fyrir ákeyrslum eins og þeim sem stefnandi hafi orðið fyrir og að ökumenn bifreiða fari eftir helstu umferðarreglum eins og að virða hámarkshraða. Ekkert annað hafi valdið slysinu en hinn ógætilegi og hraði akstur stefnda B í þeim erfiðu akstursskilyrðum sem fyrir hendi hafi verið. Af dómaframkvæmd verð i ráðið að sú háttsemi að aka svo langt umfram hámarkshraða við slæmar aðstæður og valda auk þess líkamsmeiðingum af gáleysi tel ji st í raun vera stórfellt gáleysi i skilningi a - liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 . Afleiðingar slyssins haf i verið um fangsmiklar fyrir stefnanda eins og rakið sé í fyrirliggjandi örorkumat s gerð. Stefndi Vörður tryggingar hf. hafi greitt stefnanda bætur vegna þjáninga, s amkvæmt 3. gr. laga nr. 50/1993 , varanlegs miska skv. 4. gr. og varanlegrar örorku skv. 5. - 7. gr. sömu laga, en hafi hins vegar hafnað að greiða bætur vegna 26. gr. laganna. Stefnandi tel ji að með því að hafna greiðslunni hafi stefndi, Vörður tryggingar hf. , ekki tekið mið af tilgangi reglunnar. Kr öfu stefnanda að fjárhæð 2.000.000, - króna á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993 hafi verið komið á framfæri í kröfubréfi, 4. september 2019, og þar miðað við að um hafi verið að ræða skeytingarleysi stefnda B sem hafi valdið henni stórfelldu líkamstjóni. Með tölvupósti 1. október 2019, hafi kröfunni verið hafnað af stefnda Verði tryggingum hf . Stefnandi kveðst krefjast a lmennra skaðabótavaxta s amkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi , en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga mánuði eftir framsetningu kröfubréfs, sbr . 9. gr. laganna. Stefnandi kveðst reisa kröfu sína á því að stefndi, B , hafi valdið henni líkamstjóni með stórkostlegu gáleysi í skilningi a - liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 . Stefndi B 7 hafi með akstri sínum gerst brotlegur við 1. mgr. 4. gr., 6. mgr . 26. gr., b. lið, d. lið og h. lið 2. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. dóm héraðdóms Norðurlands eystra í máli nr. S - 178/2018. Byggt sé á því að stefndi, B , sé greiðsluskyldur á grundvelli 1. mgr. 90. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Auk þess sé ábyrgðartrygging fyrir því líkamstjóni stefnanda sem hafi orðið af akstri bifreiðarinnar, skv. 1. mgr. 91. gr. sömu laga, hjá stefnda Verði tryggingum hf., sem sé greið sluskylt skv. 1. mgr. 95. gr. laganna og því kröfunni jafnframt beint að tryggingafélaginu á grundvelli 1. mgr. 97. gr. sömu laga. Um almenna skaðabótavexti af fjárkröfunni vís i st til 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og um kröfu u m dráttarvexti vís i st til 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga. Um varnarþing vís i st til 1. mgr. 32. gr. og 41. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um málskostnað vís i st til ákvæða XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisau kaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og ber i honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda: Stefndu byggja á því að ósannað sé a ð slysinu hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi stefnda B þannig að uppfyllt sé u skilyrði 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefndi B hafi játað sök gagnvart þeirri ákæru sem honum hafi verið kynnt í máli nr. S - 178/2018 og hafi orðið að dómsnið urstöðu 3. júní 2019 . Í því hafi m.a. falist játning á því að atvik máls féllu að 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þar með játning á því að hann hafi valdið atvikinu af gáleysi. Sá mikilvægi munur sé á ákvæðum 219. gr. laga nr. 19/1940 annar s vegar og 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 hins vegar að samkvæmt hinu síðarnefnda ákvæði sé stórfellt gáleysi gert að skilyrði til greiðslu miskabóta. Stefndi B hafi ekki fallist á eða játað að slysið megi rekja til stórfellds gáleysis hans. St órfellt gáleysi sé hæsta stig gáleysis. Til þess að unnt sé að fallast á að um stórfellt gáleysi sé að ræða verð i sú háttsemi sem um ræði að vera verulegt, alvarlegt og ámælisvert frávik frá þeim hátternisreglum sem gild i eða þeim gjörðum sem ætlast megi t il af gegnum og skynsömum manni í sömu aðstæðum. Stefndu telj i ósannað að svo sé í þessu máli. 8 Á því sé byggt að sá líklegi hraði sem matsniðurstaða sem liggi fyrir í málinu mæli fyrir um, 63 km/klst . , feli ekki í sér svo mikið frávik frá þeim ökuhraða sem almennt megi vænta á slysstað að það nægi til þess að um stórkostlegt gáleysi sé að ræða. Um sé að ræða vegkafla sem hafi tvær akreinar í báðar áttir og ekki óalgengt að ökuhraði bifreiða á þessum stað sé yfir 50 km/klst hámarkshraða. Tvöföld Hörgárbraut hafi í raun frétt af ruv.is frá 12. október 2018 sem lögð hafi verið fram í málinu . Stefndu bygg i á því að slysið hafi verið óhappatilvik þar sem stefndi B hafi ekki séð stefnanda fyrr en of seint. Aðstæður, nákvæmlega á þeim stað er slysið hafi átt sér stað, virð i st varhugaverðar. Engar merkingar gef i það þó sérstaklega til kynna að þessi veghluti eða gangbraut sé á einhvern hátt varhugaverðari en aðrir. Þannig virðist í raun vera einhverskonar leyn d blindhæð rétt áður en komið sé að gangbrautinni fyrir þá bíla sem kom i úr suðurátt án þess að merkingar beri slíkt með sér. Sú hætta sem skap i st fyrir gangandi vegfarendur sem far i yfir gangbrautina sé því afar lúmsk á þessum stað. Einkum eigi þetta við þegar dimmt sé úti og gangandi vegfarendur séu í dökkum fötum og án endurskins. Af umfjöllun í þeim þremur fréttum sem ritaðar hefi verið um málið og stefndu hafi lagt fram megi sjá að svo virðist að aðstæður á þessum stað hafi verið sérstaklega hættulegar án þess að gripið hafi verið til aðgerða til að reyna að draga úr þeirri áhættu eða ökumönnum á einhvern hátt gert viðvart um hugsanlega viðsjárverðar aðstæður. Stefndi B hafi verið allsgáður og ástand hans ekki þannig að geta hans til að stýra bifreið væ ri skert. Ekkert í ástandi hans eða þeirri ákvörðun hans að sitja undir stýri þennan eftirmiðdag á leið í sund með syni sínum hafi falið í sér stórkostlegt gáleysi. Í Hæstaréttardómi í máli réttarins nr. 11/2019 sé að finna eftirfarandi viðmið við mat á s tórkostlegu gáleysi: Í íslenskum rétti hefur það ekki verið talið skilyrði fyrir því að gáleysi sé metið stórfellt að það sé meðvitað, þótt sú huglæga afstaða geti haft sjálfstæða þýðingu við matið. Í framangreindu fellst að stórfellt gáleysi er gáleysi á hærra stigi en hið almenna. Það felur í sér að annað hvort víkur háttsemi hlutrænt séð meira frá þeirri háttsemi sem tjónvaldi bar að viðhafa en þarf til að staðreyna almennt gáleysi, eða hin huglæga afstaða tjónavalds til atvika er leiddu til slyss einke nndist af miklu tillitsleysi. Stefndu bygg i á því að hvorugt þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tel ji upp fyrir því að um sé að ræða stórfellt gáleysi falli að atvikum þessa máls. Hraði bifreiðarinnar eða 9 aksturslag stefnda B hafi ekki vikið nægjanlega miki ð frá skráðum hátternisreglum eða aðstæðum til að það sjálfstætt feli í sér stórfellt gáleysi. Þá hafi ekki falist slíkt tillitsleysi gagnvart öryggi annarra í þeirri ákvörðun B að setjast undir stýri þennan dag að í því geti falist það stórkostlega gáleys i sem nægi til að athafnir hans, heildstætt , einkum með tilliti til aðstæðna á slysstað, verði talin uppfylla skilyrði 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Verði, þrátt fyrir andmæli stefndu, fallist á að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða bygg i stefndu á því sjálfs t ætt að lækka beri fjárkröfu stefnanda. Stefndu ger i ekki lítið úr metnum afleiðingum slyssins fyrir stefnanda. Stefndu telj i engu að síður að dómkrafa stefnanda sé hærri heldur en almenn dómafordæmi þar sem bætur haf i verið dæmdar á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga gef i tilefni til og sé einnig órökstudd. Fjárhæð bóta skv. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga sé háð mati dómstóla. Stefndu bygg i á því að við mat á fjárhæð miskabóta skv. 1. mgr. 26. gr. skipti máli hvort um sé að ræða ásetningsbr ot eða brot sem metin haf i verið af stórfelldu gáleysi, verði á slíkt fallist. Fordæmi Hæstaréttar, til dæmis þegar um sé að ræða alvarleg ofbeldisbrot sem framkvæmd hafi verið af ásetningi, leið i til þess að mati stefndu að dómkrafa málsins hljóti að telj ast of há. Um sé að ræða heimildarákvæði þar sem bætur hljóta að taka mið af því hversu alvarleg háttsemi tjónvalds sé hverju sinni enda tilgangur ákvæðisins að hluta til sá að skapa varnaðaráhrif. Að sama skapi bygg i stefndu á að mat á fjárhæð bóta skv. 1. mgr. 26. gr. hljóti einnig að taka einhverju leyti mið af því hvort tjónþoli hafi fengið miska bættan með öðrum hætti skv. 3. og 4. gr. skaðabótalaga. Þó að óumdeilt sé að réttur til bóta skv. 26. gr. geti komið ti l viðbótar öðrum miska - og þjáningarbótum m.a. skv. 3. og 4. gr. skaðabótalaga bygg i stefndu á því að þetta geti ekki talist algerlega ótengt. Í máli þessu ligg i fyrir að matsniðurstaða sú sem bótagreiðsla stefnda Varðar trygginga hf. hafi byggt á, sbr. tjónskvittun sem liggi fyrir í málinu , hafi mælt fyrir um 8% varanlegan miska sem leitt hafi til greiðslu að fjárhæð kr. 801.240. Þjáningarbætur skv. 3. gr. hafi numið kr. 215.350. Þannig hafi miski stefnanda þegar verið metin n til fjárhæðar skv. ákvæðum s kaðabótalaga. Dómkrafa stefnanda sé tvöföld sú fjárhæð sem aðferðir 3. og 4. gr. skaðabótalaga mæl i fyrir um að sé varanlegur miski stefnanda og til viðbótar við þá fjárhæð án þess að tilraun sé gerð til að rökstyðja þá fjárhæð. Slíkt sé , eins og áður segi , ekki í samræmi við fjárhæðir sem dæmdar haf i verið í bætur þar sem um sé að ræða ofbeldisbrot af ásetningi þar sem engar bætur greið i st skv. 3. eða 4. gr. skaðabótalaga. 10 Bótafjárhæð stefnanda sé ekki rökstudd sérstaklega í stefnu. Í ljósi alls framanritaðs ber i að sýkna stefnd u af kröfu stefnanda en lækka að öðrum kosti dómkröfuna verulega. Stefnd u kveðast vísa til áðurgreindra lagaraka er varð i sýknukröfu. Krafa um málskostnað styð ji st við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafist sé álags á málskostnað er nem i virðisaukaskatti, stefnd u rek i ekki virðisaukaskattskylda starfsemi og ber i því nauðsyn til að fá dæmt álag er þeim skatti nem i úr hendi stefnanda. Niðurstaða: Eins og ítarlega er rakið hér fyrr snýst deila aðila um hvort s tefndi B hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er hann ók á stefnanda og hund hennar á gangbraut 15. nóvember 2017. Báðir aðilar hafi til stuðnings kröfum sínum og röksemdum vísað til dóms Hæstaréttar 26. júní 201 9 í máli réttarins nr. 11/2019. Í dóminum segir: Í dómaframkvæmd Hæstaréttar síðustu áratugi hefur við mat á því hvort huglægum skilyrðum gáleysis sé fullnægt verið stuðst við hlutlæga mælikvarða í æ ríkara mæli, þegar þess er kostur. Á það einnig við þe gar til álita kemur að háttsemi geti talist stórfellt gáleysi, en milli almenns og stórfellds gáleysis er einungis stigsmunur. Felur þá stórfellt gáleysi í sér meira eða alvarlegra frávik frá þeirri háttsemi, sem viðhafa ber samkvæmt þeim mælikvörðum sem s tuðst er við, en þeir eru oftast hlutrænir, í flestum tilvikum á síðari árum skráðar hátternisreglur. Í íslenskum rétti hefur það ekki verið talið skilyrði fyrir því að gáleysi sé metið stórfellt að það sé meðvitað, þótt sú huglæga afstaða geti haft sjálfs tæða þýðingu við matið. Í framangreindu felst að stórfellt gáleysi er gáleysi á hærr a stigi en hið almenna. Það felur í sér að annað hvort víkur háttsemi hlutrænt séð meira frá þeirri háttsemi sem tjónvaldi bar að viðhafa en þarf til að staðreyna almennt gáleysi, eða að hin huglæga afstaða tjónvalds til atvika er leiddu til slyss einkennis t af miklu tillitsleysi. Að mati dómsins ber að fallast á með málsaðilum að framangreind orð Hæstaréttar verði að telja fordæm i sgefandi um hvernig hátta skuli mati á því hvenær gáleysi telst stórfellt í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ber því dóminum að líta til þess hvaða skyldur stefndi B bar sem ökumaður bifreiðar við þær aðstæður sem uppi voru er slys ið átti sér stað. 11 Í þágildandi umferðarlögum nr. 50/1987 er í 26. gr. lýst sérstökum skyldum ökumanns gagnvart gangandi vegfarendum. Segir í 6. mgr. lagagreinarinnar að ökumaður sem nálgist gangbraut, þar sem umferð er ekki stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, skuli aka þannig að ekki valdi gangandi vegfaranda á gangbrautinni eða á leið út á hana hættu eða óþægindum. Skuli hann nema st aðar, ef nauðsynlegt sé, til að veita hinum gangandi færi á að komast yfir akbrautina. Um ökuhraða er fjallað í V. kafla laganna og segir í 1. mgr. 37. gr. segir að í þéttbýli megi ökuhraði ekki vera meir en 50 kílómetrar á klukkustund. Í 36. gr. eru tíund aðar almennar reglur um ökuhraða og segir þar í fyrstu málsgrein að ökuhraða skuli jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skuli þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti . Hraðinn megi aldrei vera meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar fram undan, sem hann sjái yfir og áður en komi að hindrun, sem gera megi ráð fyrir. Þá er lögð sérstök skyldu á ökumann að aka nægilega hægt miðað við aðstæður, m.a. í þéttbýli (a. liður) þegar útsýn er takmörkuð vegna birtu eða veðurs (b. liður) og áður en komið er að gangbraut ( d. liður). Fleiri aðstæður eru tilgreindar í ákvæðinu en skipta ekki máli fyri r þá úrlausn sem hér er rituð. Eins og rakið er í málavaxtalýsingu benda gögn málsins til að umrædd gangbraut sé staðsett þannig að sjónlína ökumanns sé skert þannig að hann geti átt í erfiðleikum með að sjá gangandi vegfaranda á gangbrautinni þar til hann á ófarna tæplega 59 metra að henni. Gangbrautin er merkt með gangbrautarmerkjum beggja vegna við þá tveggja akreina akbraut sem stefndi B ók eftir, en eins og áður er lýst var hann á hægri akrein. Gangbrautarmerkin voru með innbyggðu blikkandi ljósi. Ljós astaur er staðsettur alveg við gangbra utina hægra megin. Af þeim lagaákvæðum um skyldur ökumanna sem að framan eru rakin er ljóst að stefndi B gætti ekki að því að haga ökuhraða eftir aðstæðum, er hann ók umfram hámarkshraða á 63 til 72 kílómetra hraða á klukkustund án þess að hafa athygli á gangbraut sem var framundan og var merkt sem slík . Fer sú háttsemi í bága við tilvitnaðar reglur 36. gr. og 1. mgr. 37. gr. þágildandi umferðarlaga. Þá er háttsemin einnig brot á þeirri sérstöku varúðarskyldu ökumanna gagnvart gangandi vegfarendum sem mælt er fyrir um í 26. gr. laganna sem einnig er rakin hér að framan. Slysið sem stefndi B olli með þessari háttsemi leiddi af sér verulegt tjón á hagsmunum sem framangreindum 12 umferðarreglum er ætlað að vernda. Af framburð i stefnda B sjálfs og vettvangsrannsókn lögreglu er sýnt að hann átti aðeins tæplega sex metra ófarna að gangbrautinni þegar hann sá stefnanda og brást við með því að hemla og beygja til vinstri en þá var það orðið of seint. Þykir liggja fyrir að stefndi B hafi ekki haft þá athygli á akstrinum sem honum bar og er það mat dómsins að það frávik frá þeirri háttsemi sem honum bar að viðhafa við þær aðstæður sem uppi voru feli í sér stórfellt gáleysi af hans hálfu. Hefur hann með því bakað sér bótaskyldu á grund velli a. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar sem bifreiðin er ábyrgðartryggð hjá stefnda Verði tryggingum hf. ber félagið einnig greiðsluskyldu gagnvart stefnanda. Fallist er á með stefndu að þegar miskabætur á grundvelli fyrrgreindrar lag aheimildar eru ákvarðaðar sé ekki óeðlilegt að hafa ákveðna hliðsjón af því hversu miklu tjóni stefnandi hafi orðið fyrir og hafi fengið bætt á grundvelli annarra ákvæði laga nr. 50/1993. Að því gættu er það samt mat dómsins að ekki sé ástæða til að lækka kröfu stefnanda og verður hún tekin til greina með vöxtum og dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu verða stefndu dæmdir til að greiða stefnanda málskostnað, sem nemur útlögðum kostnaði stefnanda að fjárhæð 86.70 0 krónur, auk kostnaðar við vinnu lögmanns stefnanda að fjárhæð 875.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti að fjárhæð 210.000 krónur. Samtals verða stefndu því dæmdir til að greiða stefnanda 1.171.700 krónur í málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar er h orft til umfangs málsins sem og þess að gögn sem stefnandi lagði fram í málinu stafa nær öll frá lögreglu og urðu því til án teljandi kostnaðar eða fyrirhafnar af hálfu stefnanda. Halldór Björnsson dómstjóri kveður upp dóm inn . Dómso r ð: Stefndu B og Vörður tryggingar hf. greiði stefnanda, A , sameiginlega 2.000.000 króna, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og v erðtryggingu frá 15. nóvember 2017 til 4. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda sameiginlega 1.171.700 krónur í málskostnað.