Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 10. nóvember 2021 Mál nr. S - 112/2021 : Ákæruvaldið ( Kristín Una Pétursdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Magnús i Kristján i Guðmundss yni ( Steinbergur Finnbogason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 9 . nóvember 2021, höfðaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum með ákæru 1. september sama ár á hendur Magnúsi Kristjáni Guðmundssyni , , I. (314 - 2021 - 2548) fyrir brot á siglingalögum, lögreglulögum og lögum um Landhelgisgæslu Íslands, með því að hafa miðvikudaginn 23. júní 2021, sem skipstjóri á skipinu , siglt skipinu áleiðis til hafnar á , ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa ávana - og fíknie fna (í blóðsýni mældist amfetamín 1.000 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,0 ng/ml), og fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og Landhelgisgæslu Íslands sem gefin voru með skipunum þess efnis að ákærða bæri að stöðva för skipsins og halda til hafnar á [ . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 238. gr. siglingalaga nr. 34/1985, 19., sbr. 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, og 7., sbr. 29. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands. II. (313 - 2021 - 7602) fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 21. maí 2021, ekið bifreiðinni um Vesturlandsveg, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 590 ng/ml), uns lögregla stöðvaði aksturinn við Borgarfjarðarbrú. 2 Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. (313 - 2021 - 8864) fyrir umferðarlagabrot og brot á lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa laugardaginn 12. júní 2021, ekið bifreiðinni um Borga rfjarðarbraut, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 795 ng/ml og tetrahýdrókannabínól mældist 7,3 ng/ml), uns lögregla stöðvaði aksturinn við Skorradalsafleggjara, og fyrir að hafa í umrætt sinn haft í vörslum sínum 0,92 g af maríhúana sem fannst í bifreiðinni. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með áorðnum breytingum, og 1. og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með áorðnum breytingum. IV. (314 - 2021 - 2784) fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 7. júlí 2021, ekið bifreiðinni um Skutulsfjarðarbraut, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 870 ng/ml og tetrahýdrókannabínól mældist 5,2 ng/ml), uns lögregla stöðvaði aksturinn við bifreiðastæði við áhaldahús Ísafjarðarb æjar á Stakkanesi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu skipstjórnar réttinda skv. 238. gr. a. siglingalaga nr. 34/1985, með áorðnum breytingum, og sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Þá er þess krafist að gerð verði upptæk með dómi 0,92 g af maríhúana, með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með áorðnum breytingum. 3 Við fyrirtöku m áls þessa 11. október 2021 neitaði ákærði sakargiftum samkvæmt ákæruliðum I og II en játaði sakargiftir samkvæmt ákæruliðum III og IV. Við upphaf aðalmeðferðar málsins 9. nóvember sama ár játaði ákærði skýlaust sök í öllum ákæruliðum. Í ljósi þess töldu málflytjend ur ekki þörf á að frekari sönnunarfærsla f æ ri fram . Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða þóknunar sér til handa. Þar sem fram er komin skýlaus játning ákærða, sem dómari telur ekki ástæðu til að draga í efa að sé sannleikanum samkvæm, er óþarf t að rekja málsatvik frekar en greinir í ákæru , sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hon um er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar horfir ákærða til málsbóta skýlaus játning hans . S amkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins gekkst ákærði undir sektargreiðslu samkvæmt lögreglustjórasátt 11. júlí 20 19 f yrir að aka undir áhrifum áfengis og var sviptur ökurétti í fjóra mánuði. Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir brot gegn siglingalögum, lögreglulögum og lögum um Landhelgisgæslu Íslands , þrjú umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Með hliðsjón af öl lu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms ins haldi ákærði almenn t skilorð 57. gr. alme nnra hegningarlaga . Þá verður á kærði sviptur ökurétti í sex ár . Ákærði er í málinu sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. , sbr. 3. mgr. 238. gr. siglingalaga með því að hafa stjórnað skipi ófær til að rækja starfann örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna . Að virtum styrklega efna í blóðsýni sem ákærði gaf í þágu rannsóknar málsins v erða sakir ákærða taldar sérstaklega miklar í skilningi 1. mgr. 238. gr. a. laga nna . Verður ákærði því sviptur skip s tjórnarréttindum á grundvelli tilvitnaðar lagargreinar í fjó ra mánuði frá birtingu dómsins að telja. Á því tímabili er honu m óheimilt að gegna stýrimannsstöðu. Á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 eru gerð upptæk 0,92 g römm af maríhúana. 4 Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærða gert að grei ða allan sakarkostnað málsins . Ákærði dæmist því til að greiða sakar kostnað samkvæmt yfirlit i lögreglustjóra, samtals 566.987 krónur , og þóknun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, sem þy kir hæfilega ákveðin 141.360 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir settur dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Magnús Kristján Guðmundsson , sæti fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði er sviptur ökurétti í sex ár. Ákærði er sviptur skipstjó r narréttindum í fjóra mánuði. Ákærði sæti upptöku á 0, 92 g römmum af maríhúana. Ákærði greiði 70 8.344 krónur í sakarkostnað, þar með tal da þóknun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns , 141.360 krónur . Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir