Héraðsdómur Reykjaness Dómur 12. febrúar 2020 Mál nr. S - 2019/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Haukur Gunnarsson aðstoðar saksóknar i ) g egn Friðberg i Óskar i Sigurð s s yni ( Guðmundur Narfi Magnússon lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 31. janúar síðastliðinn, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 5. nóvember 2019 á hendur ákærða Friðberg i Óskari Sigurðssyni , kt. [...] , [...] , Reykjanesbæ, fyrir eftirtalin brot: 1. [ ... ] M. 007 - 2018 - 9885 2. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 12. júní 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 135 ng/ml og kókaín 95 ng/ml) á Sæbraut til móts við veitingastaðinn Aktu Taktu í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M. 007 - 2018 - 40406 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 . 3. Umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 6. ágúst 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti austur Brúnas taði í Reykjavík, þar sem henni var ekið á vinstra afturhorn bifreiðarinnar [...] og ekki sinnt lögboðnum skyldum við umferðaróhapp heldur ekið að bifreiðastæði við Brúnastaði 18, þar sem hann stöðvaði og yfirgaf bifreiðina. M. 007 - 2018 - 53209 2 Telst brot þ etta varða við 1. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 4. Umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 3. september 2018, ekið bifreiðinni [...] svipur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 110 ng/ml og kókaín 75 ng/ml) suður Bústaðaveg í Reykjavík að Flugvallarvegi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M. 007 - 2018 - 59861 Tels t brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þa u brot sem honum er u gefi n að sök og var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjand a hafði verið gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði og ákvörðun viðurl aga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við framlögð sakargögn, að hann hafi gerst sekur um þa u brot sem honum er u gefi ð að sök og er u broti n réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. Ákærð i , sem er fæddur [...] , á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 20 08 samkvæmt framlögðu sakavottorði. Með dómi 15. desember 20 08 var ákærða gert að greiða sekt fyrir brot gegn umferðarlögum og var sviptu r ökurétti í tvö ár . Þann 7. ágúst 2009 var ákær ði dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára , fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegning a rlaga . Sama ár var ákærði dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana og fíkniefni. Með sama dómi var á kærði sviptur ökuré tti ævilangt frá 9. desember 2009. Þá gekkst ákærði undir tvær s ektargerðir lögreglustjóra 13. janúar og 15. mars 2010 og eina sektargerð 1 2. janúar 2011 fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana og fíkniefni. Með s ektargerð 19. apríl 2017 samþykkti ákærði greiðslu sektar fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana og fíkniefn i. Loks var ákærða með dómi 20. febrúar 2018 gert að greiða sekt fyrir brot gegn umferðarlögum og var sviptur ökurétti í tvö ár frá 23. mars 2018 að telja. Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a í þriðja sinn og fyrir akstur svip ur ökurétti , einnig í þriðja sinn. Samkvæmt 3 framangreindu m sakafer li ákærða og að broti hans virtu verður refsing ákærða samkvæmt dómve nju ákveðin 9 0 daga fangelsi . Þá verður ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 . Á grundvelli sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamá la, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins sem samkvæmt yfirliti sækjanda nemur 455.742 krónu m. Þá verður ákærða að auki gert að greiða þóknun verjanda síns fyrir dómi svo sem greinir í dómsorði . Við ákvörðun þóknunar hefur verið tekið til lit til virðisaukaskatts. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Friðbergur Óskar Sigurðsson, sæti fangelsi í 9 0 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja . Ákærði greiði 582.222 krónur í sakarkostnað, þar af 126.480 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, Guðmundar Narfa Magnússonar lögmanns. Jón Höskuldsson