Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. september 2020 Mál nr. S - 4462/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Vytautas Simonis Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 7. júlí 2020 , á hendur Vytautas Simonis, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir þjófnað með því að hafa, laugardaginn 29. júní 2019, stolið, úr verslun Nettó að Fiskislóð 3 í Reykjavík, tveimur NOW vítamínglösum að samtals söluverðmæti 8.798 kr. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kost ur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2. júlí 2020, hefur ákærði einu sinni áður hlotið dóm fyrir auðgunarbrot en með dómi 7. maí 2018 var ákærði dæmdur í 2 mánaða fangels i, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir tilraun til þjófnaðar, og til greiðslu sekar fyrir umferðarlagabrot. Með broti því sem ákærði er sakfelldur fyrir í þessu máli hefur hann rofið skilorð framangreinds dóms. Ber nú að dæma 2 skilorðsdóminn upp og er ákærða dæmd refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður við ákvörðun refsingar einnig til þess litið að brot ákærða nú er ítrek un við fyrra auðgunarbrot í skilningi 255. gr. , sbr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og að því virtu að ákærði hefur gengist greiðlega við broti sínu , þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Engan sakarkostnað leiddi af málinu. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi fyrir Kristmund S tefán Einarsson aðstoðarsaksóknar a. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Vytautas Simonis , sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir