Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 24. febrúar 2021 Mál nr. E - 3209/2019 Alexandru Tudose, Petruta - Roxana Musat, Romario - Valentin Ganea og Sorin Marinescu ( Ragnar Aðalsteinsson ) gegn þb. MIV ehf., ( Enginn ) Höllu Rut Bjarnadóttur, Unni Sigurðardóttur, Friðriki Erni Jörgenssyni ( Jóhannes Stefán Ólafsson ) og Eldum rétt ehf. ( Hildur Leifsdóttir ) D Ó M U R : Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 27. júní 2019 og dómtekið 6. október 2019 Stefnendur er u Alexandru Tudose, Petruta Roxana Musat, Romario Valentin og Sorin Marinescu Stefndi er þb. MIV ehf., Síðumúla 15 í Reykjavík, H a ll a Rut Bjarnadóttir, Lækjarhvammi 23 í Hafnarfirði, Unnur Sigurðardóttir, Vefarastræti 11 í Mosfellsbæ, Friðrik Örn Jörgensson , Blönduhlíð 1 í Reykjavík , og Eldum rétt ehf. Smiðjuvegi 4b í Kópavogi. Stefnandi, Alexandru Tudose, krefst þess að stefndu verði in solidum gert að greiða sér 1.639.491 krónu ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.639.491 krónu frá 15. janúar 2019 og til 27. júlí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi, Petruta - Roxana Musat, krefst þess að stefndu verði in solidum gert að greiða sér 1.716.432 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.716.432 krónum frá 15. janúar 2019 og til 27. júlí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 2 Stefnandi , Romario - Valentin Ganea, krefst þess að stefndu verði in solidum gert að greiða sér 1.717.354 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.717.354 krónum frá 15. janúar 2019 og til 27. júlí 2019 en með drátta rvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi, Sorin Marinescu, krefst þess að stefndu verði in solidum gert að greiða sér 1.721.032 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggin gu af 1.721.032 krónum frá 15. janúar 2019 og til 27. júlí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Við upphaf aðalmeðferðar óskað i lögmaður stefnenda eftir því að bóka sérstaklega um lækkun á stefnukröfu m Alexandru Tudose um 9.986 krónur og Romario - Valentino um 3.362 krónur. Stefnukrafa Alexandru Tudose sem var 1.649.477 krónur í stefnu lækkar því um 9.986 krónur og verður 1.639. 491. Stefnukrafa Romario - Valentino sem var 1. 717 . 354 krónur í stefnu lækkar þ ví um 3.362 krónur og verður 1. 713 . 992 krónur . Jafnframt krefjast stefnendur hver fyrir sig málskostnaðar úr hendi stefndu, in solidum, samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndu krefjast þess aðallega að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnenda , en til vara að kröfur stefnenda verði lækkaðar verulega samkvæmt mati dómsins. Þá er þess í öllum tilvikum krafist að stefnendum verði gert að greiða stefndu, hverjum fyrir sig, málskos tnað skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða skv. mati dómsins. Í þinghaldi 14. nóvember 2019 var upplýst að stefndi MIV ehf. hefði verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri upplýsti að þrotabúið myndi ekki láta kröfuna til sín taka. Up phaflega kröfðust stefndu, aðrir en Eldum rétt ehf., frávísunar, en fallið var frá þeirri kröfu í þinghaldi 21. janúar 2020. Við upphaf aðalmeðferðar lög ðu stefnendur fram gögn þar sem fram kemur að gjaldþrotaskiptum á stefnda þb. MIV ehf . hafi lokið þann 11. september 2020. Í þessum gögnum kemur jafnframt fram að engar greiðslur hafi komið úr þrotabúinu og Ábyrgðasjóður launa hafi ekki afgreitt kröfur vegna þrotabúsins. Engar upplýsingar voru lagðar fram um afstöðu skiptastjóra til krafna stefnenda, en krö fum þeirra öðrum en miskabótakröfum var lýst í þrotabúið. 3 Mál þetta var dómtekið að loknum munnlegum málflutningi 5. febrúar 2021. I. Málsatvik og helstu ágreiningsefni Stefnendu r , sem öll eru rúmenskir ríkisborgara r , undirrituðu ráðningarsamning við starfsmannaleiguna Menn í vinnu ehf. þann 8. janúar 2019. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta 18. september 2019 og hét þá MIV ehf. Stefnda Unnur Sigurðardóttir var stjórnarmaður, prókúruhafi og eigandi alls hlutafjár í stefnda MIV ehf. á því tímabili sem stefnendur störfuðu hjá félaginu. Þá var stefndi Friðrik Örn Jörgensson framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi í stefnda MIV ehf. á því tímabili sem stefnendur störfuðu hjá félaginu. Stefnda Halla Rut Bjarnadóttir kom fram fyrir hönd stefnda MIV ehf. og annaðist samskipti við stefnendur vegna starfa þeirra hjá MIV ehf. og kom fram fyrir hönd félagsins í þeirri fjölmiðlaumræðu sem hófst í byrjun febrúar 2019. Í ráðningarsamningi stefnenda við stefnda MIV kom m.a. fram að heimilt væri að draga frá launum kostnað vegna flugmiða til Íslands , sem færi þó aldrei yfir 20.000 krónur á mánuði, svo og ógreidda leigu, fatnað sem væri ekki skilað til baka, flugmiða, flugrútu, ferðakostnað eða bílaleigu, líkamsræktargj öld eða aðrar skuldir ticket, flybus cost, transport cost or rental car, gym membership and/or any other outstanding debt to the employer (Menn í vinnu ehf.) that cost or debt can be deducted from his salary. Also, if the employee gets food at work or from the contractor that he´s Stefndi Eldum rétt ehf. nýtti sér þjónustu MIV ehf. á árinu 2018 samkvæmt þjónustusamningi frá 8. febrúar 2018. Í janúa r 2019 nýtti stefndi Eldum rétt ehf. sér þjónustu MIV og leigði sex starfsmenn til starfa hjá stefnda Eldum rétt ehf . , þ.m.t. stefnendur þessa máls . Samkvæmt tímaskráningum stefnenda sjálfra var vinnu þeirra fyrir stefnda Eldum r é t t ehf. hagað með eftirfarandi hætti: Alexandru Tudose vann frá 9. janúar 2019 til og með 30. janúar 2019, samtals 126,5 klst.; Petruta - Roxana Musat frá 9. janúar 2019 til og með 8. febrúar 2019; samtals 176,5 klst.; Romario - Valentin Ganea frá 9. janúar 201 9 til og með 8. febrúar 2019, samtals 172,5 klst. og Sorin Marinescu frá 9. janúar 2019 til og með 8. febrúar 2019, samtals 172,5 klst. Þann 7. febrúar 2019 hófst umfjöllun í fjölmiðlum um að fjöldi Rúmena væri í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni . Þeir feng j u ekki greitt fyrir vinnu sína og byggju í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi. Starfsmannaleiga legði laun þeirra inn á 4 bankareikninga en tæki þ au jafnharðan út aftur. Starfsmannaleigan var harðlega gagnrýnd í kjölfarið og sökuð um þrælahald og umfangsm ikla brotastarfsemi af Vinnumálastofnun, Eflingu og ASÍ. Vinnumálastofnun sendi stefnda MIV ehf. síðar tölvuskeyti þar sem fram kom að ekki væru gerðar athugasemdir við þau gögn sem stofnunin hefði óskað eftir en vakin athygli á að gögnin væru til skoðunar hjá Eflingu. Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur nr. E - 1274/2019 voru ummæli sérfræðings hjá ASÍ um færslur á bankareikningum dæmd ómerk. Þann 17. apríl 2019 sendi lögmaður stefn e nd a bréf til stefnda, Eldum rétt ehf., þar sem krafist var endurgreiðslu á ólögmæt um frádr ætti launa, hjá Alexandru Tudos e 139.491 krónu , Petruta Roxana Musat 216.432 króna , Romario - Valentin Ganea 213.992 króna og Sorin Marinescu 221.032. króna , auk 75.000 króna innheimtukostnaðar við kröfu hvers stefnanda fyrir sig. Í bréfunum k emur fram að þessi ólögmæti frádráttur lúti að fyrirframgreiðslu launa, húsaleigu, ferðakostnað i , flugfargjöldum , símareikningum , orku reikningum , líkamsrækt , og brotthlaupi úr vinnu . Þann 29. apríl 2019 sendi stefndi Eldum rétt ehf. tölvuskeyti til stefnda MIV ehf. þar sem þess var krafist að starfsmannaleigan greiddi umræddar kröfur eða gerði að öðrum kosti grein fyrir afstöðu sinni til kröfunnar . Svar barst degi síðar þar sem fram kom að engar kröfur hefðu v erið gerðar á hendur stefnda MIV ehf. vegna vandgoldinna launa. Í svarbréfi stefnda til lögmanns stefnanda þann 10. maí 2019 var kröfunni hafnað og vísað til þess að samið hefði verið um umræddan frádrátt af útborg u ðum launum og ráðningarsamningarnir verið yfirfarnir af Vinnumálastofnun og samþykktir athugasemdalaust . Þann 20. nóvember 2019 lýstu stefnendur launakröfum sínum sem forgangskröfum í þrotabú MIV ehf. , auk þess sem lögð var fram umsókn um greiðslu úr Ábyrgðasjóði launa. Skiptum á þrotabúinu lau k þann 11. september 2020. Ágreiningur þessa máls varðar það hvort laun hafi verið vangreidd, hvort þeim hafi verið skuldajafnað án heimildar , hvort stefnendur geti krafist bóta vegna vanvirðandi framkomu og hvort stefndu Halla Rut, María og Friðrik og stefndi Eldum rétt ehf. geti borið óskipta ábyrgð á þessum kröfum. II. Helstu málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur byggja kröfur sínar á hendur stefndu, MIV ehf., Höllu Rut, Unni og Friðriki , á sakarreglunni. Hin saknæma og ólögmæta háttsemi sé fól gin í vangreiddum launum og 5 orlofi , ólögmætum, óhóflegum og ósanngjörnum frádrætti launa , vanvirðandi meðferð og þvingunar - eða nauðungarvinnu. Stefnendur byggja á samlagsaðild samkvæmt 19. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Skaðabótakröfur stefn enda séu samrættar þar sem þær eigi rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Stefnendur hafi allir gert efnislega samhljóða ráðninga r samning og húsaleigusamning við stefnda MIV ehf. S tarfsframlag þeirra allra hafi verið leigt til stefnda El dum rétt ehf. á grundvelli þjónustusamnings við stefnda MIV ehf., sbr. 1. tl. 1. mgr. 1. gr. c í lögum um starfsmannaleigur nr. 139/2005. Í öllum tilvikum hafi stefndi MIV ehf. dregið fjármuni af launagreiðslum stefnenda með saknæmum og ólögmætum hætti, sb r. m.a. 1. mgr. 1. gr. laga um greiðslu verkkaups nr. 28/1930, sbr. 1. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980, sbr. 5. gr. laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005. Um aðild stefnda Eldum rétt ehf. vísast til 4. gr . b í lögum nr. 139/2005, en samkvæmt ákvæðinu beri notendafyrirtæki óskipta ábyrgð á grundvelli þjónustusamnings á vangoldnum lágmarkslaunum sem og öðrum vangreiðslum vegna starfsmanna starfsmannaleigu. Hvað varðar aðild og persónulega ábyrgð fyrrum stjórnenda og hluthafa MIV ehf., nánar tiltekið Höllu Rutar Bjarnadóttur, Unnar Sigurðardóttur og Friðriks Arnar Jörgenssonar, vísast m.a. til laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, einkum 108. og 109. gr. laganna , og hinnar almennu sakarreglu skaðabótarétt arins. Stefnendur hafna því að umræddur frádráttur rúmist innan ráðningarsamningsins, en jafnvel þó svo væri þá byggja stefnendur á almennum ógildingarreglum laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum 31., 33. og 36. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, 1. og 7. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980 og 5. gr. laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005. Stefnendur byggja á því að framangreind ákvæði innan ráðninga r samninganna séu í andstöðu við lög og að þeim hafi verið beitt með ólögmætum, óhóflegum og ósanngjörnum hætti. S tefnendur byggja á því að stefndu MIV ehf., Halla Rut, Unnur og Friðrik geti ekki borið fyrir sig hýrudrátt þegar stefnendum hafi verið haldið með nauðung. Stefnendum hafi ekki verið greidd laun á þeim dögum sem launaseðlar þeirra voru dagsettir , en samkvæmt ráðningasamningum stefnenda áttu þeir að fá greidd laun á tveggja vikna fresti. S tefnandi, Alexandru Tudose, hafi fengið greidd laun vegna tímabilsins 1 . 15. janúar 6 2019 þann 25. febrúar 2019 að fjárhæð 46.583 kr., þ.e. 26 dögum eftir að hann lauk störfum hjá stefnda MIV ehf. og hafði verið vísað úr húsnæðinu að Dalvegi 24. Vanefnd á ráðningarsamningum stefnenda hafi verið veruleg og því hafi þeim verið heimilt að ganga frá honum á grundvelli brostinna forsend n a. Stefnendur geti ekki verið krafðir um efndir vinnusamnings á meðan laun séu ekki greidd. Stefnendur vísa til þess að launaseðla r hafi verið dagsettir aftur í tímann, grei dd af þeim opinber gjöld og laun síðan greidd töluvert seinna og þá bætt við ólögmætum frádrætti til að tryggja að sem minnstir fjármunir færu út úr félaginu á sama tíma og greiðslur bárust frá notendafyrirtækjum. Stefnandi , Romario - Valentin Ganea, hafi ekki fengið greidd laun fyrr en þann 18. febrúar 2019 að fjárhæð 36.770 kr., að undanskildum minni háttar greiðslum að fjárhæð 6.500 kr. þann 25. og 18. janúar 2019 og 2.000 kr. þann 9. janúar 2019. Stefnandi , Sorin Marinescu, hafi fyrst fengið greidd la un þann 18. febrúar 2019 að fjárhæð 41.561 kr., að undanskildum minni háttar greiðslum að fjárhæð 5.000 kr. þann 5. febrúar 2019, 6.500 kr. þann 1. febrúar 2019, 6.500 kr. þann 28. janúar 2019 og 21. janúar 2019 og 2.000 kr. þann 9. janúar 2019. Stefnandi Petruta - Roxana Musat hafi fyrst fengið greidd laun þann 18. febrúar 2018 að fjárhæð 29.891 kr. vegna tímabilsins 16 . 31. janúar 2019, að undanskildum minni háttar greiðslum að fjárhæð 6.500 kr. þann 1. febrúar 2019, 12.500 kr. þann 24. janúar 2019, 15.000 kr. þann 18. janúar 2019 og 2.000 kr. þann 9. janúar 2019. Í tilfellum þessara þriggja stefnenda veki einnig athygli að fyrri launaseðlar þeirra eru dagsettir 15. janúar 2019, en frádrátturinn stilltur þannig af að stefnandi, Petruta - Roxana Musta, fékk e ngin laun útborguð. Stefnandi, Sorin Marinescu, hafi átt að fá 1.254 kr. og stefnandi, Romario - Valentin Ganea, hafi átt að fá 5.330 kr., en þessir fjármunir bárust ekki á reikninga þeirra fyrr en 4. febrúar 2019. Það var ekki fyrr en 18 febrúar 2019, þegar málið var komið í hámæli, sem greiðslurnar voru inntar af hendi á þeim degi sem launaseðilinn var dagsettur. Stefnendur hafi því ekki átt annarra kosta völ en að hætta störfum hjá MIV ehf., til að geta framfleytt sér. 7 Stefnendur vísa til þess að frádrát t ur vegna flug - og rútuferða hafi verið hærri en sú 20.000 kr. mánaðargreiðsla sem ráðningarsamningurinn tiltekur sem hámarksgreiðslu. Að því er varðar frádrátt vegna húsaleigu vísa stefnendur til þess að þeim hafi verið útvegað herbergi í húsnæði stefnda, MIV ehf. þar sem þeir gistu 6 8 saman í herbergi við ómannúðlegar aðstæður að Dalvegi 24. Samkvæmt fasteignaskrá ríkisins hafi fasteignin verið skráð sem iðnaðarhúsnæði og vörugeymsla. Það að leigja út iðnaðarhúsnæði og vörugeymslu sem íbúðarhúsnæði brjót i m.a. gegn húsaleigulögum nr. 36/1994. Vegna þessa eina mánaðar sem stefnendur störfuðu hjá stefnda, MIV, hafi verið dregnar frá stefnanda, Alexandru Tudose, 34.209 kr. fyrir hálfan mánuð, frá stefnanda, Romario - Valentin Ganea, 43.078 kr. fyrir einn mánuð , frá stefnanda, Sorin Marinescu, 43.078 kr. fyrir einn mánuð og frá stefnanda, Petruta - Roxana Musat, 73.678 kr. fyrir einn mánuð. Meðalmánaðarleiga stefnenda hafi því numið 57.063 kr. og ef það er margfaldað með átta þá samsvari það 456.504 kr. í mánaðarleigutekjur fyrir hvert herbergi á vegum stefnda MIV ehf. í iðnaðarhúsnæðinu að Dalvegi 24, Kópavogi. Slíkar leigugreiðslur séu afleiðingar þvingan a eða nauðung ar af hálfu stefndu . Þá byggja stefnendur á því að f rádrátt ur vegna fy rirframgreiðslna hafi ekki verið annað en endurgreiðsla á útlögðum kostnaði til stefnenda, vegna kaupa á eldsneyti á vinnubíla stefnda MIV og annarra útgjalda í þágu félagsins. Stefnendur krefjast hver fyrir sig miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur vegn a vanvirðandi meðferðar og þvingunar - eða nauðungarvinnu. Stefnendur telja að stefndu hafi notfært sér bágindi eða fákunnáttu stefnenda og þeir hafi verið háðir stefndu MIV ehf., Höllu Rut, Unni og Friðriki sem hafi boðið þeim vinnu á fölskum forsendum , se m hafi kostað stefnendur mikla fyrirhöfn og fjarveru frá fjölskyldu. Bersýnilegur munur hafi verið á hagsmunum stefnenda og endurgjaldi því sem stefnendur fengu. Við komuna hafi þeir verið háðir boðvald i og yfirburðastöðu stefndu MIV ehf. Höllu Rutar, Unna r og Friðriks , sem hafi nýtt sér bágindi og fákunnáttu þeirra á íslenskri löggjöf og rétti þeirra að íslenskum lögum. Með vísan til hins óhóflega, ósanngjarna og ólögmæta frádráttar frá launagreiðslum telja stefnendur að þeim hafi í raun verið gert að leys a af hendi þvingunar - eða nauðungarvinnu og þeir beittir vanvirðandi meðferð og virðing þeirra sem manneskja hafi verið vanvirt. 8 Stefnendur telja stefndu hafa beitt sig ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu þeirra um aðstæð ur hér á landi, sbr. 1. tl. 1. mgr. 227. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Þá vísast til 68. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944, sbr. 3. og 4. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994, sbr. 253. og 227. gr. a í almennum hegningarlö gum nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, sbr. 22. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, sbr. a - og b - lið 3. gr. mansalsbókunar Palermó - samningsins, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018. Þá er miskabó takrafan sett fram á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnendur vísa til þess að fyrir komu þeirra til landsins hafi þeim verið boðnar 3.000 evrur á mánuði í gegnum spjallforritið Facebook Messenger og að hálfsmánaðarlaun þeirra yrðu 1.200 1.500 evrur. Með vísan til alls framangreinds telja stefnendur að um sé að ræða augljósa saknæma háttsemi stefndu MIV ehf., Höllu Rutar, Unnar og Friðriks sem séu sérfræðingar í leigu starfsmanna og beri sérfræðiábyrgð á tjóni sem þau ollu stefnendum með h áttsemi sinni . Ber i því að beita ströngu sakarmati og gera ríkari kröfur til aðgæslu og vandvirkni allra stefndu, sérstaklega MIV ehf., Höllu Rutar, Unnar og Friðriks, við gerð umræddra samninga og um að þeir og framkvæmd þeirra f a ri ekki í bága við lög. H ið sama eigi við um þekkingu þeirra og grandsemi varðandi lög og reglur um starfsmannaleigur og meðferð og réttindi starfsmanna þeirra. Loks verði að túlka allan vafa stefnendum í vil og lí ta til andskýringarreglu samningaréttarins. Stefndi Eldum rétt ehf. ber i óskipta ábyrgð á grundvelli þjónustusamnings félagsins við stefnda MIV ehf. , sbr. 1. mgr. 4. gr. b í lögum nr. 139/2005 um starfsmannaleigur. Krafa stefn e nda sundurliðast með eftirfarandi hætti: Krafa, Alexandru Tudose, 1. Fyrirframgreitt 21.283 kr. 2. Leiga 34.209 kr. 3. Ferðakostnaður 9.000 kr. 4. F lug/Flugrúta 58.195 kr. 5. World Class/ Líkamsrækt 6.900 kr. 6. Orkureikningur 1.625 kr. 7. Símkostnaður 8.279 kr. Samtals: 139.491 kr. 1. Ólögmætur frádráttur 139.491 kr. 2 . Miskabætur: 1.500.000 kr. 9 Samtals: 1.6 39 .4 91 kr. Krafa, Romario - Valentin Ganea: 1. Hýrudráttur 61.560 kr. 2. Fyrirfram greitt 22.000 kr. 3. Leiga 43.078 kr. 4. Ferðakostnaður 11.333 kr. 5. Fl ug /Fl ugrúta 65.496 kr. 6. Símkort 2.000 kr. 7. Orkureikningur 1.625 kr. 8. World Class/ Líkamsrækt 6.900 kr. Samtals: 213.992 kr. 1. Ólögmætur frádráttur: 213.992 kr . 2 . Miskabætur: 1.500.000 kr. Samtals: 1.71 3 . 992 kr. Krafa , Sorin Marinescu : 1. Hýrudráttur 64.000 kr. 2. Fyrirframgreiðsla 33.500 kr. 3. Leiga 43.078 kr. 4. Ferðakostnaður 11.333 kr. 5. Fl ug/ F l ugrúta 65.496 kr. 6. Símkort 2.000 kr. 7. Orkureikningur 1.625 kr. Samtals: 221.032 kr. 1. Ólögmætur frádráttur: 221.032 kr. 2. Miskabætur: 1.500.000 kr. Samtals: 1.721.032 kr. Krafa, Petruta - Roxana Musat: 1. Hýrudráttur 12.400 kr. 2. Fyrirfram greitt 43.000 kr. 10 3. Leiga 73.678 kr. 4. Ferðakostnaður 11.333 kr. 5. Fl ug /Fl ugrúta 65.496 kr. 6. Símkort 2.000 kr. 7. Orkureikningur 1.625 kr. 8. World Class/ líkamsrækt 6.900 kr. Samtals: 216.432 kr. 1. Ólögmætur frádráttur: 216.432 kr. 2. Miskabætur: 1.500.000 kr. Samtals: 1.716.432 kr. III. Helstu málsástæður og lagarök stefnd u Höllu Rutar Bjarnadóttur, Unnar Sigurðardóttur og Friðriks Arnar Jörgenssonar Stefndu vísa til þess að skaðabótaábyrgð á hendur þeim verði ekki byggð á 108. og 109. gr. laga nr. 138/2004 um einkahlutafélög. Í 108. gr. sé fjallað um ábyrgð stjórnarmanna og framkvæmdastjóra o.fl. aðila á tjóni sem þeir kunni að valda félaginu sjálfu í störfum sínum með saknæmri háttsemi . Í ákvæðinu sé einnig vísað til tjóns sem þessir sömu aðilar kunni að valda öðrum aðilum, en það eigi þó eingöngu við um tjón sem hlýst af brotum á lögunum sjálfum (ehl.) eða á samþykktum félagsins sjálfs, sbr. 2. mgr . 108. gr. Í stefnu er það hvergi rökstutt hvaða ákvæði laganna eða samþykkta félagsins eiga að hafa verið brotin og hvernig slík brot eigi að hafa leitt til tjóns fyrir stefnen dur. Þá verður varla séð hvernig 109. gr. ehl. eigi að geta átt við í málinu, en hún fjallar um það hvernig ákvörðun skuli tekin á hluthafafundi um það að hafa uppi skaðabótakröfu f.h. félagsins. Er það ekki með nokkrum hætti rökstutt í stefnu hvernig þett a ákvæði kom i málinu við enda e ngin skaðabótakrafa höfð uppi af hálfu MIV eða annarra einkahlutafélaga í málinu . Stefndu byggja á því að hafna eigi þeirri málsástæðu stefnenda að almenna sakarreglan eigi að leiða til skaðabótaábyrgðar stefndu , enda sé sú málsástæða vanreifuð og órökstudd og eigi ekki við, og verði ekki beint að stefnendum , með sama hætti og ákvæði 108 . og 109 . gr. laga nr. 138/2004. Stefndu byggja í öllum tilvikum á aðildarskorti sem leiði til sýknu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð ei nkamála nr. 91/1991. Kröfu um meint vangreidd laun og ólögmætan launafrádrátt geti aldrei verði beint að þeim persónulega. Slíkar kröfur fari eftir reglum gjaldþrotaréttar, en um sé að ræða 11 forgangskröfur í þrotabúið á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrot askipti nr. 21/1991. Ef þessar kröfur eiga við rök að styðjast er hugsanlegt að þær greiðist af eignum búsins og séu jafnvel þegar greiddar. Ef þær greiðast ekki að fullu af eignum þrotabúsins fá i st þær greiddar úr Ábyrgðasjóði launa. Stefnendum ber i á gru ndvelli reglu skaðabótaréttarins um skyldu til tjónstakmörkunar að sækja um greiðslur til Ábyrgðasjóðs launa. Engin lagaheimild sé fyrir því að stjórnendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn, hluthafar eða meintir skuggastjórnendur einkahlutafélaga beri óski pta ábyrgð á kröfum sem þessum í kjölfar gjaldþrots einkahlutafélags. Stefndu skora á stefnendur að upplýsa um það hvort þeir hafi fengið greitt, annaðhvort úr þrotabúinu eða Ábyrgðasjóði launa. Sé sú staða uppi í málinu er einnig byggt á því að ekkert tjó n sé fyrir hendi hjá stefnendum og því séu skilyrði sakarreglunnar til skaðabóta ekki uppfyllt. Stefndu vísa til þess að miskabótakröfur séu vanreif a ðar í stefnu og hvergi sé fjallað um hvernig hver og einn hinna stefndu eigi að hafa valdið hverjum og einum stefnanda miska á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í stefnu sé gengið út frá því að hver og einn stefndu beri ábyrgð stöðu sinnar vegna, sem hluthafi, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og meintur skuggastjórnandi félagsins MIV ehf . Í stefnu sé hvorki lýst þeirri háttsemi sem leiða eigi til miskabóta, og hver og einn stefnandi á að hafa viðhaft gagnvart sér hverjum stefnenda, né lagðar fram s annanir fyrir þeim staðhæfingum. Stefndu byggja á því að þeir tveir stefnen dur sem telji sig eiga inni meint vangoldin laun að fjárhæð 9.986 kr . og 3.362 kr., eða samtals 13.348 kr . , hafi með engum hætti sýnt fram á að þeir eigi inni þessar fjárhæðir, sem þeir beri sönnunarbyrði fyrir. Þá er ví sað til þess að stefndu, Unnur, Hall a Rut og Friðrik, geta ekki verið ábyrg fyrir þessari smávægilegu fjárhæð, jafnvel ef rétt reyndist að stefnendur ættu hana inni hjá stef n da MIV ehf. Almennar reglur vinnuréttar og kröfuréttar leiði til þess að st efnendur verði að sækja slíkar kröfur á viðsemjanda , sem samkvæmt r áðningarsamning i er MIV. Stefndu, Unnur, Halla Rut og Friðrik, eru ekki aðilar að þeim samningum og bera ekki ábyrgð á greiðslu launa s amkvæmt þeim. Slíkt myndi kollvarpa þeim grundvallarreglum sem gilda samkvæmt vinnurétti og kr öfurétti, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 21/1991, laga nr. 138/1994 og laga nr. 88/2003. Ber i því að hafna þessum kröfulið stefnenda gegn stefndu. Stefndu byggja á því að sú fullyrðing stefnenda að óheimilt hafi verið að draga fyrirfram umsaminn útlagðan kostn að og fyrirframgreidd laun frá launum við útborgun, feli í sér kröfu um tvígreiðslu , án nokkurs rökstuðnings fyrir því á hvaða lagagrundvelli slík tvígreiðsla skuli byggð. Stefnendur vilji fá fyrirframgreidd laun eða frádrætti vegna þjónustu sem sannanlega hefur verið nýtt af hálfu stefnenda , og fyrirfram var umsamið að yrði dregin frá við útborgun launa , greidd að nýju . Alþekkt er að starfsmenn semji um 12 að leiga, flug, sími, líkamsræktarkort o.s.frv. verði dregin af launum þeirra við útborgun. Ekkert athug avert er við slíkt fyrirkomulag og er það viðhaft hjá hundruðum íslenskra fyrirtækja í hverjum mánuði. Slíkt kemur meira að segja almennt betur út fyrir starfmanninn, þar sem hann getur stundum nýtt sér betri kjör vinnuveitandans í krafti fjöldans, auk þes s sem í raun er um vaxtalaust lán vinnuveitandans að ræða. Óumdeilt virðist vera að öll þessi þjónusta hafi verið keypt fyrir stefnendur og nýtt af þeim. Stefndu vísa til þess að krafa um að ógilda eigi undirrituð samningsákvæði í ráðningarsamningum stef nenda, sem mæla skýrt fyrir um frádráttinn, á grundvelli ógildingarreglna samningaréttarins, svo sem 36. gr. laga nr. 7/1936 , sé án alls rökstuðnings fyrir því hvað sé bersýnilega ósanngjarnt við frádráttinn í hverju tilviki , svo sem h vers vegna það sé ber sýnilega ósanngjarnt að greiða starfsmönnum laun fyrirfram eða að greitt sé fyrir síma, líkamsræktarkort og flugmiða fyrir starfsmenn. Ekkert er heldur fjallað um það hvernig önnur skilyrði ógildingarreglna samningaréttarins, svo sem 36. gr. laga nr. 7/193 6, séu uppfyllt varðandi einstaka umsamda frádráttarliði eða fyrirframgreidd laun. Ber i því að hafna öllum málsástæðum stefnenda um ógildingu samningsákvæða um frádrátt eða skuldajöfnuð frá launum, er finna má í ráðningarsamningum stefnenda . Stefndu vísa til þess að umrædd s amningsákvæð i séu bæði á ensku og á rúmensku (móðurmáli stefnenda) , og því engin vafi á því að þeir hafi s kilið þa u samningsákvæði sem þeir undirgengust. Samningsákvæðið sé í fullkomnu samræmi við ákvæði 1. gr. laga nr. 28/1930 um greið slu verkkaups, sem heimili slíkan frádrátt svo lengi sem samið er um hann fyrir fram, rétt eins og óumdeilt er að gert var í þessu tilviki. Stefndu vísa jafnframt til þess að stefnendur eigi enga heimtingu á því að vinnuveitandi þeirra greiddi fyrir þessa þjónustu úr eigin vasa. Ef ekki hefði komið til þess hefðu þeir án nokkurs vafa þurft að greiða fyrir hana sjálfir . Meint tjón vegna þess er því augljóslega ekkert. Í stefnu er engin tilraun gerð til að sýna fram á að stefnendur hafi ekki þurft á flugferðu m að halda, að þeir hafi ekki beðið um eða nýtt sér líkamsræktarkort eða síma o.s.frv . Réttur eða greiðslur stefnenda úr þrotabúi MIV , sem og úr Ábyrgðasjóði launa, leiði enn fremur til tjónleysis stefnenda í málinu . Er því ljóst með hliðsjón af öllu frama ngreindu að hafna ber i öllum málsástæðum stefnenda er varða frádrátt frá launum. Stefndu , Unnur, Halla Rut og Friðrik , vísa til þess að jafnvel þótt fallist yrði á málsástæður stefnenda um að beita ógildingarákvæðum samningaréttar á framangreind samnings ákvæði, þá geti það aldrei leitt til þess að upp úr því verði til kröfur á hendur stefndu. Slík ógilding myndi í allra besta falli geta leitt til þess að hinu gjaldþrota félagi, MIV ehf., hafi verið óheimilt að skuldajafna útlögðum kostnaði fyrir stefnendu r gegn launum þeirra, sbr. 1. gr. laga nr. 28/1930. Ef sú staða væri uppi kynnu stefnendur að 13 eiga inni ógreidd laun hjá MIV og eftir atvikum Ábyrgðasjóði launa . Það myndi þó væntanlega hafa þau áhrif að þrotabú MIV ehf. gæti síðar og í sérstöku máli innhe imt hinn útlagða kostnað hjá stefnendum, enda óumdeilt að MIV ehf. greiddi kostnaðinn. Niðurstaðan geti hins vegar aldrei orðið sú að greiðsluskylda hafi stofnast hjá stefndu, Unni, Höllu Rut og Friðriki , enda hafi þau aldrei verið aðilar að ráðningarsamningunum milli MIV og stefnenda. Ef samningarnir eða tiltekin ákvæði þeirra verða dæmd ógild þá gætu stefnendur í besta falli sótt vangildisbætur á grundvelli reglna samninga - og skaðabótaréttar á hendur viðsemjandanum , þ.e.a.s. MIV ehf. Stefn du vísa til þess að jafnvel þó svo hefði verið að félagið MIV hefði greitt laun of seint eða nánar tiltekið seinni hluta febrúar, vegna vinnu sem unnin hafi verið í janúar , þá geti afleiðingar þess a ldrei verið aðrar en þær að geta krafið vinnuveitanda sin n um dráttarvexti á grundvelli laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Afleiðingar þess geti aldrei orðið þær að öðrum starfsmönnum eða fyrirsvarsmönnum MIV ehf. verði gert að greiða milljónir í skaðabætur. Enginn lagagrundvöllur sé fyrir slíkri kröfug erð. Stefndu mótmæla umfjöllun í stefnu um leiguhúsnæði og aðbúnað stefnenda sem röngum og villandi. Stefnendur hafi ekki allir búið saman með þeim fjölda manna sem þar sé tilgreint. Þvert á móti hafi stefnendur búið í tveggja manna rúmgóðum og vel útbúnu m herbergjum. Fyrir þetta hafi þeir greitt sanngjarna leigu , talsvert undir markaðsverði. Öll umfjöllun í stefnu er varðar þetta atriði sé með hreinum ólíkindum, enda sé þar augljóslega ekki verið að lýsa aðstæðum stefnenda þessa máls. Er þar vísað almennt til ósannaðrar umfjöllunar blaðamanna, sem hafi haldið því fram mörgum mánuðum áður en stefnendur hófu störf hjá MIV að aðrir starfsmenn MIV byggju margir saman við slæmar aðstæður. Síðan sé sú umfjöllun yfir færð á stefnendur þessa máls án þess að það eig i við og án nokkurra sönnunargagna. S ú umfjöllun blaðamanna sem vísað er til í stefnu hafi auk þess verið röng, og vísast til dóms héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 1274/2019 , þar sem hraktar voru rangar staðhæfingar um húsakost sem tilteknir starfsmenn MIV bjuggu við. Ber i að hafna málatilbúnaði stefnenda hvað þetta varðar enda um alvarlega vanreifun að ræða. Stefndu vísa til þess að s tefnendur hafi búið í nýuppgerðu húsnæði sem innihélt eldhús með stórum ísskápum og frysti. Í hverju herbergi hafi svo verið sérstakur minni ísskápur, ketill og aðrar helstu nauðsynjar. Í húsnæðinu hafi einnig verið þrjár nýjar sturtur, þrjú salerni og fullbúið þvottahús. Sta rfsmenn MIV, og þ.á.m. stefnendur, hafi almennt verið mjög ánægðir í þessu húsnæði, enda vítt til veggja, herbergin stór og stutt í alla þjónustu. Hiti, rafmagn og internet hafi verið innifalið í leigu en augljóst sé að leigan hafi verið mun lægri en almen nt gangi og gerist á leigumarkaði. Stefnendur fari vísvitandi með 14 rangt mál í stefnu þegar þeir leyfi sér að margfalda leiguna með 8 og það með tilvísun í ranga umfjöllun blaðamanns um allt annað mál, eins og þegar hefur verið fjallað um. Alexandru Tudose hafi búið með vini sínum, Silviu Anghel, og voru þeir tveir í herbergi. Petruta - Roxana Musat hafi búið í rúmgóðu herbergi með manninum sínum sem haf ð i verið að vinna fyrir MIV áður en hún kom til landsins. Romario - Valentin og Sorin Marinescu hafi síðan búi ð tveir saman í einu herbergi. Af framlögðum myndum af húsnæðinu megi sjá að staðhæfingar í stefnu um aðbúnað stefnenda eigi ekki við rök að styðjast. Stefndu vísa til þess að s tefnendur hafi búið við góðan húsakost og greitt lága leigu sem hafi verið u msamin fyrir fram. Jafnvel þó húsnæðinu hefði verið ábótavant gildi um slíkt skýrar reglur húsaleigulaga nr. 36/1994. Rétta leiðin fyr i r stefnendur hefði þá verið að óska eftir úttekt á húsnæðinu á grundvelli 17. gr. laga nr. 36/1994 og að leiga yrði eftir atvikum lækkuð á grundvelli þeirrar úttektar . Engin lagaheimild eða röksemdir standi hins vegar til þess að stefnendur geti nú löngu s einna krafist þess að fá leiguna í heild sinni endurgreidda og það persónulega úr höndum samstarfsmanna sinna, Unnar, Höllu Rutar og Friðriks. Er auk framangreinds byggt á því að stefnendur hafi með tómlæti sínu fyrirgert öllum rétti til að bera fyrir sig vanbúnað á húsnæðinu. Stefndu vísa til þess að ekkert komi fram í stefnu um það hvort miskabótakrafan sé byggð á a - lið eða b - lið ákvæðis 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í stefnu sé því ekki haldið fram að neinn af stefndu hafi valdið stefnendum nokkurs konar líkamstjóni, sbr. a - lið ákvæðisins. Þá er ekki að finna rökstuðning fyrir því hverjir stefndu eigi að hafa borið ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn stefnendum og í hverju sú meingerð hafi falist, sbr. b - lið 26. gr. Sé því ljóst að þessi krafa sé alvar lega vanreifuð og ber i að hafna henni. Stefndu vísa til þess að málatilbúnaður stefnenda byggi á því að þeir eigi að fá tvígreitt þar sem fyrirframgreidd laun og aðrir frádrættir hafi verið ólöglegir eða ósanngjarnir. Til viðbótar sé byggt á því að stefn endur eigi að fá miskabætur sem nemi tífaldri fjárhæð hinna meintu ólögmætu frádrátta. Jafnvel þó fallist yrði á að frádrættirnir hefðu verið ólögmætir, eftir ógildingu á samningsákvæði sem mælir skýrt fyrir um þá, þá geti afleiðingin af því ekki orðið önn ur en sú að stefnendur eignist fjárkröfu á hendur fyrrum vinnuveitanda sínum , MIV ehf. Ef svo væri þá væri um að ræða smávægilegan lögfræðilegan ágreining milli vinnuveitanda og starfsmanna, er varðar skuldajöfnuð og frádrátt frá launum , sem leiddi til þes s að vinnuveitandinn yrði einfal dlega dæmdur til að greiða starfsmanninum hinn ólögmæta frádrátt ásamt dráttarvöxtum. Slíkur ágreiningur eða úrlausn hans geti hins vegar aldrei tengst ásökunum um ólögmæt a meingerð gegn frelsi, friði eða æru starfsmanna. 15 S tefndu byggja á því að m iskabótakrafa stefnenda sé haldlaus og hið minnsta ljóst að stefndu, Unnur, Halla Rut og Friðrik , hafi ekki brotið með neinum hætti gegn stefnendum eða gerst sek um ólögmæt a meingerð gegn frelsi, friði eða æru þeirra. Stefndu hafi starfað sjálf hjá hinu gjaldþrota félagi og orðið sjálf af launum og tapað miklum fjármunum vegna gjaldþrots félagsins , sem hafi verið tilkomið vegna ofsókna sem MIV hafi mátt þola, m.a. af hálfu Eflingar, sem standi í raun fyrir þessari málsókn. Stef ndu mótmæli harðlega öllum tilvísunum stefnenda til hinna ýmsu mannréttindasáttmála og alþjóðasáttmála, s.s. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 o.s.frv. Stefnendur hafi með engum hætti sýnt fram á að þeim hafi verið haldið nauðugum, þeir fre lsissviptir eða látnir vinna nauðungarvinnu, í þann örskamma tíma sem þeir störfuðu hjá MIV/ER og bjuggu í því vel útbúna húsnæði sem fjallað hefur verið um hér að framan. Aðdróttanir þessar séu ósannaðar, rangar og ósmekklegar af hálfu stefnenda í máli þe ssu. Stefndu geri alvarlegar athugasemdir við tilvísanir stefnenda í þessu sambandi til frétta sem eru lagðar fram í málinu og varða ekki mál stefnend a með nokkrum hætti. Að mestu leyti sýni þessar fréttir einungis fram á þær ofsóknir sem MIV og stefndu hafi mátt þola, m.a. af hálfu fyrirsvarsmanna Eflingar og ASÍ, og hafi að endingu leitt til gjaldþrots félagsins. Hvergi sé fjallað um stefnendur í umræddum fréttum eða þeirra aðbúnað, laun eða með öðrum hætti. Þá skal enn og aftur vísað til dóms héraðsdóm s Reykjavíkur í máli nr. E - 1274/2019, en þar var fjallað efnislega um a.m.k. hluta þessara frétta og þær rangfærslur sem þar voru viðhafðar. Héraðsdómari í því máli féllst ekki á að sönnur hefðu verið færðar á eina einustu af þeim ósmekklegu og ósönnuðu st aðhæfingum sem hafðar séu uppi í umræddum fréttum. Þvert á móti megi lesa úr forsendum héraðsdóms að enginn fótur virðist vera fyrir ásökununum. Stefndu byggja á því að notkun stefnenda á hugtakinu sérfræðiábyrgð í þessu máli fái ekki staðist. Slík sérfræ ðiábyrgð sé almennt þannig skilgreind í skaðabótarétti að um sé að ræða sérfræðing sem hefur hlotið sérfræðilega menntun eða starfsþjálfun á tilteknu sviði sem valdi tjóni vegna starfa á því starfssviði sem um ræði , sem hann hafi oftast fengið greiðslu fyrir. Engin stoð sé fyrir því að þeir sem starfi hjá eða stjórni starfsmannaleigum skuli falla undir þetta. Þá verði vart séð að stefndu, Unnur, Halla Rut og Friðrik, hafi selt stefnendum neins konar sérfræðiþekkingu og valdið við þ að tjóni. Þvert á móti hafi þau öll, þ.e.a.s. stefndu og stefnendur, starfað hjá sama fyrirtækinu, MIV ehf. 16 IV. Helstu málsástæður stefnda, Eldum rétt ehf. Stefndi byggir sýknukröfu sína einkum á því að sem notendafyrirtæki í skilningi laga nr. 139/200 5 geti hann ekki borið greiðsluábyrgð vegna þeirra atriða sem meðstefndu eru krafin um greiðslu á. Kröfur þeirra séu um greiðslu miskabóta, frádrátt vegna útlagðs kostnaðar og fyrirframgreiddra launa, auk leiðréttingar á launum vegna brotthlaups úr starfi. Óskipt ábyrgð notendafyrirtækja sé skýrt afmörkuð í 4. gr. b í lögum nr. 139/2005 við vangoldin lágmarkslaun og aðrar vangreiðslur skv. 2. mgr. 4. gr. b í lögunum . Samkvæmt 2. mgr. séu vangoldin laun og starfskjör þau kjör sem starfsmaður hefði að lágmark i átt að njóta, sbr. 5. gr. a, á þeim tíma sem hann sinnti störfum fyrir notendafyrirtækið sem og vangoldin launatengd gjöld . Sérstaklega er tekið fram að ábyrgðin nái ekki til vangoldinna orlofslauna. Í ákvæði 5. gr. a er mælt fyrir um að starfsmaður star fsmannaleigu skuli á þeim tíma sem hann sinni störfum fyrir notendafyrirtæki að lágmarki njóta sömu launa og starfskjara og hann hefði notið hefði hann verið ráðinn beint til notendafyrirtækisins til að gegna sama starfi, sbr. einnig 1. gr. laga nr. 55/198 0 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Stefndi byggi á því að það sé ó umdeilt að laun stefnenda og önnur starfskjör hafi verið í samræmi við lágmarksviðmið kjarasamnings ins . Hvorki sé um að ræða vangoldin laun né önnur starfskjör sem hann geti borið ábyrgð á samkvæmt 4. gr. b í lögunum . Stefndi Eldum rétt ehf. hafi staðið skil á þeim launum sem stefnendur áttu rétt á miðað við unna tíma, og gott betur en það . Stefnendur byggi nær einungis á þeirri málsá s tæðu að fr ádráttur af launum þeirra hafi verið ólögmætur. Samkvæmt undirrituðum ráðningarsamningum stefnenda við MIV ehf. hafi þeir hins vegar samþykkt slíkt fyrirkomulag. Þegar af þeirri ástæðu geti Eldum rétt sem notendafyrirtæki ekki borið ábyrgð samkvæmt lögum u m starfsmannaleigur.Stefndi byggir enn fremur á því að ábyrgð hans taki ekki til greiðslu miskabóta vegna meintrar vanvirðandi meðferðar og þvingunar - eða nauðungarvinnu. Af orðalagi 4. gr. b í lögum nr. 139/2005 sé ljóst að miskabætur falli ekki undir svo kallaða keðjuábyrgð notendafyrirtækis. Kröfur um slíkt komi því ekki til skoðunar gagnvart stefnda. Stefnd i bygg ir á því að það sé ósannað að stefnendur hafi orðið fyrir skaðabótaskyldum miska, sem hafi komið til vegna aðstæðna utan vinnustaðar stefnda. Þrátt fyrir mikinn fjölda dómskjala sem stafa frá stefnendum, sýni ekkert þeirra fram á að stefnendur sjálfir hafi búið við vanbúnað eða að á aðstæður þeirra hafi skort með nokkrum hætti. Viðtöl við aðra einstakling a en stefnendur geti ekki talist hafa sönnunargildi hvað þetta varðar. 17 Stefndi mótmæl ir því sem röngu og ósönnuðu að stefnendur hafi verið beittir vanvirðandi meðferð eða verið í þvingunar - eða nauðungarvinnu. Stefndi vísar til þess að í gögnum málsins komist Efling að þeirri niðurstöðu að Alexandru hafi unnið samtals 116 klst. hjá stefnda. Af því leiðir að laun hans ættu að vera 178.804 krónur. Samkvæmt launaseðli voru heildarlaun hans fyrir frádrátt hins vegar samtals 187.868 kr . Fái stefndi ekki betur séð en að stefnandi hafi fengið ofgreitt sem mismuninum nemur. Því til viðbótar virðist útreikningur leiða í ljós að Alexandru hafi fengið 9.064 kr. í ofgreidd laun. Þá hafi s tefnandi fallið frá því við upphaf aðalmeðferðar að hann ætti inni v angoldin lau n sem stefndi beri ábyrgð á. Samkvæmt tímaskráningu Eflingar sé dagvinna 116 klst. og eftirvinna 3,5 klst. á meðan tímaskráning Alexandru sé 124 klst. og 2,5 klst. og launaseðlar stefnda MIV miðaðir við hennar tímaskráningu. Greiðsla Eldum rétt hafi miðast við 132 klst. í dagvinnu og 3 klst. í eftirvinnu. Virðist MIV því hafa ofgreitt stefnanda fyrir vinnu, sem ekki var unnin, sem nemi 8 klst. í dagvinnu en 0,5 klst. minna í eftirvinnu. Sama niðurstaða fá i st ef launaútreikningur er byggður á reikningum sem MIV sendi stefnda vegna stefnenda. Af því leiði að stefnandi geti ekki átt kröfu um vangoldin laun. Þá sé innifalið í fjárkröfu stefnanda ógreitt orlof, en samkvæmt skýru lagaákvæði taki ábyrgð notendafyrirtækis ekki til greiðslu þess. Stefndi vísar til þ ess að í gögnum málsins komist Efling að þeirri niðurstöðu að Romario hafi unnið samtals 168 klst. í dagvinnu hjá stefnda og 5,5 klst. í eftirvinnu. Þar er einnig tilgreint að greidd laun með orlofi samkvæmt launaseðli séu 298.585 kr. (67.145 + 231.440). R eiknuð laun með orlofi séu 301.637 kr. og vangoldin laun með orlofi 3.052 kr . Því til viðbótar sé orlof reiknað aftur ofan á fjárhæðina, samtals 310 kr . Slíkt geti augljóslega ekki staðist , enda hafi stefnandi fallið frá þessari kröfu við upphaf aðalmeðfer ðar. Þá vísar stefnandi til þess að Romario hafi horfið úr starfi án þess að vinna uppsagnarfrest sinn , sem hafi orðið til þess að MIV dró 40 klst. frá heildarvinnustundum hans, eins og samið hafði verið um í ráðningarsamningi. Samtals hafi MIV ehf. því greitt laun fyrir 128 klst. samkvæmt launaseðli. Þessi frádráttur sé stefnda algerlega óviðkomandi enda engin tenging þar við störf Romario hjá Eldum rétt. Stefndi hafi auk þess greitt MIV ehf. samkvæmt reikningi fyrir 168 klst. í dagvinnu vegna Romario o g 5 klst. í eftirvinnu. Í málinu séu því engar kröfur fyrir hendi sem hægt sé að telja stefnda ábyrgan fyrir á grundvelli 4. gr. b í lögum nr. 139/2005. 18 Stefndi vísar til þess að að notendafyrirtæki beri hvorki ábyrgð á greiðslu miskabóta á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 né 4. gr. b í lögum nr. 139/2005. Ábyrgð notendafyrirtækja samkvæmt síðarnefndu lögunum á skuldbindingum þriðja manns feli í sér undantekningu frá meginreglu um skaðleysi þriðja manns. Eins og aðrar undantekningarreglur beri að skýra regluna þröngt, eða a.m.k. ekki rýmra en orðalag ákvæðisins mælir beinlínis fyrir um. Af orðalagi ákvæða, sem taka til óskiptrar ábyrgðar notendafyrirtækja, sé ljóst að ábyrgð á greiðslu miskabóta vegna meintrar vanvirðandi meðferðar af hálfu star fsmannaleigu falli ekki þar undir. Stefndi vísar jafnframt til þess, verði ekki fallist á framangreint, að það blasi við að umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks, þar sem aðrir einstaklingar lýstu meintum vanbúnaði og vanvirðandi meðferð nokkru áður e n stefnendur komu til starfa hjá stefnda, hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá sé í útprentunum af fréttum, sem stefnendur leggja fram, fjallað um menn sem starfa eða störfuðu í byggingariðnaði á vegum MIV. Það eigi ekki við um stefnendur. Staðreyndin sé sú að stefnendur hafi ekki sýnt fram á eða leitt að því líkur að brotið hafi verið gegn þeim utan starfsstöðvar stefnda, með þeim hætti sem lýst sé í stefnu. Leiði það einnig til sýknu stefnda af kröfum um miskabætur. Stefndi telur framangreind sjónarmið einnig eiga við vegna ábyrgðar hans á meintum ólögmætum frádrætti. Sýkna beri hann af kröfum um endurgreiðslu hans, enda sé það ekki á ábyrgð notendafyrirtækja að standa skil á slíkum greiðslum. Stefndi byggir á því að lög nr. 28/1930 um greiðslu verkkaup s komi ekki í veg fyrir að hægt sé að gera upp fyrirframgreidd laun, enda megi skuldajafna þegar fyrir liggi samþykki, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Um það samþykki vísast til heimildar í ráðningarsamningum stefnenda, sem m.a. eru á móðurmáli stefnenda. Ekkert sé fram komið sem bendi til að þeir frádráttarliðir sem þar sé um samið hafi verið óeðlilegir eða óhófleg ir miðað við það sem almennt gerist. Stefndi vísar til þess að aðilar hafi samið um það fyrir fram að MIV hefði milligöngu um að taka að sér að leggja út fyrir eðlilegum og hóflegum kostnaðarliðum, sem starfsmaður hefði ellegar sjálfur þurft að leggja út fyrir. Löglegir samningar hafi því verið gerðir og sé því hafnað sem röngu og ósönnuðu að þeir séu haldnir ógildingarannmarka. Þá geti ábyrgð stefnda sem notendafyrirtækis aldrei tekið til slíkr a krafna og ber i því að sýkna hann af kröfum stefnenda. Stef ndi, Eldum rétt ehf . , byggir sýknukröfu sína einkum á því að sem notendafyrirtæki í skilningi laga nr. 139/2005 geti hann ekki borið greiðsluábyrgð vegna þeirra atriða sem meðstefndu eru krafin um greiðslu á. Kröfur þeirra séu um greiðslu miskabóta, frádrá ttar 19 vegna útlagðs kostnaðar og fyrirframgreiddra launa, auk leiðréttingar á launum vegna brotthlaups úr starfi. Á byrgð hans taki ekki til greiðslu miskabóta vegna meintrar vanvirðandi meðferðar og þvingunar - eða nauðungarvinnu. Af orðalagi 4. gr. b í lögu m nr. 139/2005 sé ljóst að miskabætur falli ekki undir svokallaða keðjuábyrgð notendafyrirtækis. Kröfur um slíkt komi því ekki til skoðunar gagnvart stefnda V. Niðurstaða Samkvæmt 2. mgr. 165. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991 ber þrotamaður ábyrgð á skuldum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Í athugasemdum við þetta ákvæði kemur fram að það geti eftir eðli sínu aðeins tekið til aðstæðna þegar um er að ræða gjaldþro taskipti á búi einstaklings því lok gjaldþrotaskipta á búi félags eða stofnunar leiða til þess að hún verði endanlega afmáð. Af þessu leiðir að l ok gjaldþrotaskipta á búi lögpersónu leiða til þess, að tilvist hennar hefur liðið endanlega undir lok og verður því ekki gengið að neinum kröfum í þessum skilningi í kjölfarið, sem lúta að ófullnægðum eftirstöðum lýstra krafna eða vanlýstum kröfum. Samkvæmt upplýsingum ste fnenda sjálfra sem lagðar voru fram í upphafi aðalmeðferðar lauk gjaldþrotaskiptum á búi stefnda MIV ehf. þann 11. september 2020. Engin gögn eru lögð fram um að stefnendur , sem lýstu kröfum í þrotabúið, öðrum en miskabótakröfum, hafi gert athugasemdir við að skiptum yrði lokið. Þá hafa stefnendur ekki upplýst um afstöðu skiptastjóra til krafna þeirra, þrátt fyrir áskoranir. Með því að gjaldþrotaskiptum á búi stefnda MIV ehf. lauk þann 11. september 2020 verður engum kröfum komið fram gagnvart því félagi ef tir það tímamark , a.m.k á meðan ekki er krafist að skiptin verði enduruppt ekin. Kröfum stefnenda gagnvart stefnda þb. MIV ehf. er því vísað frá dómi. Samkvæmt 7. mgr. 4. gr. b í lögum nr. 139/2005 um starfsmannaleigur skal starfsmaður starfsmannaleigu se m höfðar mál vegna ábyrgðar notendafyrirtækis einnig stefna hlutaðeigandi starfsmannaleigu þar sem notendafyrirtæki á varnarþing. Með því að kröfum stefnanda gagnvart stefnda starfsmannaleigunni þb. MIV ehf. hefur verið vísað frá dómi verður ekki hjá því k omist , á grundvelli framangreinds ákvæðis , að vísa málinu einnig frá gagnvart stefnda Eldum rétt ehf. Við upphaf aðalmeðferðar féllu stefnendurnir Alexandru Tudose og Romario - Valentin Ganea frá kröfum sínum sem lúta að meintum vangoldnum launum Alexandru að fjárhæð 9.986 krónur og ógreiddum vinnustundum Romario Valentino að fj árhæð 3.362 krónur. Stefnendur hafa einnig haldið því fram að þeir hafi ekki fengið launin greidd á réttum tíma . Samkvæmt gögnum málsins voru gefnir út launaseðlar þann 15. janúar 2019 vegna tímabilsins 1. til 15. janúar 2019 og 18. febrúar 2019 vegna tímabilsins 16. janúar til 31. 20 janúar 2019. Þetta fyrirkomulag er hagstæð a ra stefnendum en ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir, þar sem ráðningarsamningurinn miðar við að laun sé u greidd eftir á annan vinnudag hvers mánaðar, fyrir launatímabil sem endar 15. hvers mánaðar í mánuðinum á undan. Laun fyrir tímabilið frá 16. janúar 2019 til 15. febrúar 2019 voru greidd 18. febrúar 2019, en gjaldféllu samkvæmt ráðningarsamningunum 4. mars 2019 , sem var annar vinnudagur þess mánaðar. Verður ekki fallist á að stefnendur hafi ekki fengið greidd laun á réttum tíma, svo frama r lega sem þeir frádrættir sem tilteknir eru á launaseðlunum séu réttir og heimilt hafi verið að halda þeim eftir . Þá er óumdeilt í málinu að það tímagjald sem fram kemur á launaseðli og launin miðuðust við hafi verið hærra en lágmarkslaun. Ágreiningur þessa máls varðar ýmsa frádráttarliði sem stefnendum var gert að sæta við útborgun launa, svo sem hvort slíkur frádrát tur rúmist innan ráðningarsamningsins og ef svo er hvort víkja eigi slíkri heimild frá á grundvelli almennra ógild ing arreglna samningalaga eða tilgreindra ákvæða í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda , laga nr. 139/2005 um starfsmannaleigur og laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups . Samkvæmt ráðningarsamningum stefnenda við stefnda MIV ehf. er umsamið að heimilt sé að draga frá útborguðum launum kostnað vegna ógrei ddrar leigu og fatnaðar sem ekki hefur verið skilað, vegna flugmiða, flugrútu, ferða - og bílaleigu, líkamsræktarkorts og hvers konar aðrar skuldir starfsmannsins við stefnda MIV ehf. Þá er tilgreint að heimilt sé að draga fæðiskostnað frá laununum. Í samræmi við þetta samningsákvæði sættu stefnendur frádrætti af laununum vegna einstakra kostnaðarliða , sem sérstaklega eru tilgreindir í ráðningarsamningnum . Þá er í ráðningarsamningnum sérstakt ákvæði um að vinnuveitandinn MIV ehf. geti dregið frá launum bætur vegna ólögmætra uppsagna stefnenda. Stærstu frádráttarliðirnir varða ferðakostnað, fyrirframgreiðslur, bætur vegna ólögmætra uppsagna og leigugreiðslur. Við skýrslutökur fyrir dómi staðfestu allir stefnendur að vinnuveitandi þeirra hefði greitt fer ðakostnað þeirra til landsins. Tveir stefnenda könnuðust við að hafa fengið fyrirframgreiðslur í seðlum, en í skýrslutöku af stefndu, Höllu Rut Bjarnadóttur , kom fram að fyrirtækið hefði greitt starfsmönnum fyrir fram í reiðufé, þar sem einhvern tíma hefði tekið að stofna bankareikning. Þeir frádrættir sem koma fram á launaseðlum vegna fyrirframgreiddra launa koma að verulegu leyti fram á bankayfirlitum sem stefnendur sjálfir leggja fram í málinu . Á þeim yfirlitum er að finna innborganir frá stefnda MIV ehf . sem eru skýrðar á yfirlitunum sjálfum sem 21 fyrirframgreiðslur. Við skýrslutökur könnuðust stefnendur ýmist ekki við þessar greiðslur, töldu þær stafa frá maka eða öðrum aðila , eða vera endurgreiðslu á kostnaði sem þeir hefðu lagt út fyrir stefnda MIV, þrátt fyrir að hafa fullyrt að þeir hefðu verið algerlega peningalausir við komuna til Íslands . Þessar skýringar stefnenda eru ótrúverðugar og stangast á við gögn málsins sem m.a. eru lögð fram af þeim sjálfum. Í málinu er óumdeilt að stefnendur hafi við komuna dvalist í húsnæði að Dalvegi 24 í Kópavogi sem stefndi MIV ehf. útvegaði þeim. Stefnendur byggja á því að þeir hafi búið þa r við ómannúðlegar aðstæður í fasteign sem er skráð sem iðnaðarhúsnæði og vörugeymsla þar sem þeir hafi gist 6 til 8 saman í herbergi , eins og segir í stefnu málsins . Í skýrslutökum stefnenda fyrir dómi sagði stefnandi Romario að hann hefði búið með stefnanda Sorin og tveimur öðrum einstaklingum. Stefnandi Sorin sagðist hafa búið með Romario og þremur öðrum í herbergi. Stefnandi Petruta sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu búið tvö í herbergi, en einungis hefði verið eitt klósett fyrir 20 manns og samtals hefðu verið 10 herbergi í húsnæðinu þar sem alltaf voru 4 til 5 menn. Stefnandi Alexandru sagðist hafa búið með Sylvia Ang h el í herbergi og tveimur öðrum. Vitnið Ragnar Ólafsson , starfsmaður Eflingar , sagðist hafa komið í húsnæðið í byrjun febrúar 2019. Hann hafi talið að í húsnæðinu hafi a.m.k. verið 15 einstaklingar í 5 herbergjum. Húsnæði ð hafi ekki verið boðlegt fyrir svo margt fólk. Erfitt hafi verið að opna glugga vegna starfsemi bílaþvottastöðvar í öðrum enda húsnæ ðisins þar sem lykt af hreinsiefnum hafi þá borist inn. Stéttarfélagið hafi haft samband við ráðune ytið, virkjað mansalsteymi og fulltrúar sveitarfélaganna útvegað fólkinu húsnæði. Sérstaklega aðspurður sagði vitnið að ekki hefði farið fram nein úttekt á húsnæðinu og ekki hafi verið óskað eftir því. Stefnda Halla Rut Bjarnadóttir skýrði frá því í ský rslutöku fyrir dómi að húsnæði ð hefði áður verið nýtt sem gistirými, en stefndi MIV ehf. farið í ýmsar endurbætur. Í hverju herbergi hafi verið örbylgjuofn, ketill og ísskápur, auk þess sem stórt sameiginlegt eldhús hafi verið í rýminu. Stefnandi Petruta - R oxana Musat hafi búið í stóru herbergi ásamt eiginmanni sínum, stefnandi Alexandru Tudose hafi búið með Silvi u Ang h el og stefnendur Sorin Marinescu og Romario Valentin hafi búið tveir saman í herbergi. Í málinu liggja frammi myndir sem bi rtust á samskiptamiðlum stefnenda sjálfra á þeim tíma sem þeir bjuggu í húsnæðinu . Stefnda Halla Rut Bjarnadóttir staðfesti að þessar myndir væru úr umræddu húsnæði. Stefnandi Sorin Marinescu taldi hins vegar að þessar myndir væru af hótelinu þar sem þeir gistu sí ðar. Stefnandi Petruta - Roxana Musat taldi fyrst að myndirnar væru frá húsnæðinu á Dalvegi, en sagðist síðar ekki kannast við þær. Hún þekkti þó bæði Sorin Marinescu og Silvi u Ang h el á myndunum. S tefnandi 22 Alexandru Tudose þekkti Silviu Anghel á myndunum en treysti sér ekki til þess að svara því hvort myndin væri tekin í húsnæðinu, enda væri hún óskýr. Vitnið Ragnar Ólafsson sagði að það gæti vel verið að þessar myndir sem væru teknar af sameiginlegu rými væru úr húsnæðinu, en hann hafi ekki séð önnur rými, e nda hefði hann ekki farið inn í herbergin heldur litið inn í þau frá ganginum. Þrátt fyrir að stefnendur haldi fram mjög alvarlegum ásökunum á hendur stefndu um ástand húsnæðisins , og Ragnar Ólafsson , starfsmaður Eflingar , hafi borið vitni um að sérstak t mansalsteymi hafi verið virkjað í kjölfarið, var hvorki óskað eftir úttekt á húsnæðinu samkvæmt 17. gr. laga nr. 36/1994 né kallað eftir lögreglurannsókn , sem fullt tilefni hefði þó verið til miðað við þessar ásakanir. Engin tilraun er gerð til þess að le ggja fram nafnalista yfir aðra þá starfsmenn eða leigjendur sem bjuggu í húsnæðinu, hvað þá gögn um það hvort þeir hafi greitt leigu fyrir þau afnot og þá hversu mikið . Það liggur því ekkert fyrir um það hvort þessir meintu leigjendur aðrir en stefnendur h afi verið í húsnæðinu með samþykki leigusala eða í óþökk hans. Framburður stefnenda sjálfra er afar reikull um það hv ersu mörg herbergi hafi verið í rýminu og hversu margir hafi búið í þessum herbergjum. Enginn stefnandi heldur því þó fram að sex til átta hafi búið í hverju herbergi , eins og fullyrt er í stefnu. Stefndu hafa lagt fram myndir af húsnæðinu sem eru teknar af síðum stefnenda sjálfra á samskiptamiðlum á þeim tíma sem þeir bjuggu í húsnæðinu, og eru ekki í neinu samræmi við lýsingar stefnenda á aðstöðunni . Samkvæmt 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups er heimilt að greiða kaupið með skuldajöfnuði hafi verið samið um það fyrir fram. Þar sem máli á hendur stefnda MIV ehf. er vísað frá dómi er ekki þörf á að taka afst öðu til þess hvort heimilt hafi verið að skuldajafna þessum greiðslum frá launagreiðslum. Sá skuldajöfnuður byggist annars vegar á samningi stefnenda við MIV ehf. , þar sem einstakir frádráttarliðir eru skilgreindir , og hins vegar á greiðslum sem stefndi MIV ehf. innti af hendi vegna stefnenda og eru að miklu leyti viðurkenndar af hálfu stefnenda eða byggja st á framlögðum gögnum. Flestir þessara kostnaðarliða eru þess eðlis að stefnendur hefðu þurft að leggja út fyrir þeim sjálfir ef ekki hefði komið til greiðslna stefnda MIV ehf. vegna þeirra. Stefnendur hafa hvorki upplýst um það hver hafi verið afstaða skip ta stjóra til þeirra krafna sem þeir lýstu í búið né skýrt hvers vegna miskabótakröfu sem gerð er á hendur stefndu í málinu var ekki lýst í þrotabúið . H vað sem því líður þykir sýnt að aðrir 23 en stefndi MIV ehf. geti hvorki borið ábyrgð á þessum frádrætti né að litið verði svo á að í honum felist ólögmæt meingerð í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 í garð stefnenda , sbr. til hliðsjónar Lrd. 701/20 19 . Þá verða slíkar kröfur ekki byggðar á ákvæðum einkahlutafélagalaga. Kröfum stefnenda á hendur stefndu, Höllu Rut Bjarnadóttur, Unni Sigurðardóttur og Friðriki Jörgenssyni verður því hafnað. Með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 90/1991 verður stefnendum gert að greiða stefndu málskostnað, sem telst hæfilega ákveðin n 1. 0 00.000 krón a til stefnda Eldum rétt ehf. , 1. 0 00.000 krón a til stefndu Höllu Rutar Bjarnadóttur, 1. 0 00.000 krón a til ste fndu Unnar Sigurðardóttur og 1. 0 00.000 krón a til st efnda Friðriks Arnar Jörgenssonar. Ábyrgð stefnenda á greiðslu málskostnaðar er óskipt (in solidum). Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Af hálfu stefnenda fluttu málið Ragnar Aðalsteinsson lögmaður og Anna Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður. Af hálfu stefndu , Höllu Rutar Bjarnadóttur, Unnar Sigurðardóttur og Friðriks Arnar Jörgenssonar , flutti málið Jóhannes S. Ólafsson lögmaður. Af hálfu stefnda , Eldum rétt ehf. , flutti málið Hildur Leifsdóttir lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Kröfum stefnanda á hendur stefndu , þb. MIV ehf. og Eldum rétt ehf. , er vísað frá dómi. Stefndu , Halla Rut Bjarnadóttir, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson , eru sýknuð af kröfum stefnenda Alexandru Tudose, Petruta - Roxana Musat, Romario - Valentin Ganea og Sorin Marinescu. Stefnendur greiði stefndu, öðrum en MIV ehf., óskipt ( in sol id um ) hverjum um sig 1. 0 00.000 krón a í málskostnað. Helgi Sigurðsson