Héraðsdómur Suðurlands Dómur miðvikudaginn 4. september 2019 Mál nr. S - 373/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Elimar Hauksson fulltrúi ) g egn Hallgrím i Þ . Hallgrímss yni Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 22. ágúst sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 11. júlí sl., á hendur Hallgrími Þ. Hallgrímssyni, fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, að morgni miðvikudagsins 1. maí 2019, ekið bifreiðinni um Eyrarbakkaveg við Hraun í Sveitarfélaginu Ölfusi, án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa kókaíns (100 ng/ml í blóði) og fyrir að hafa umrætt sinn haft í vörslu sinni 0,12 g af kókaíni sem lögregla fann við leit í bifreið ákærða. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga og 2. g r., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum, til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum (efnaskrár nr. 40765), samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr . reglugerðar nr. 233/2001 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 2. júlí sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst seku r um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði tíu sinnum áður sætt refsingu , þar af fjórum sinnum fyrir að ak a undir áhrifum ávana - og fíkniefna . Þann 11. júní 2014 gekkst ákærði undir greiðslu sektar með sátt hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis. Þá var ákærð i dæmdur til greiðslu sektar, með dómi Héraðsdóms Suðurlands hinn 5. maí 2 2015 fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fíkniefnalagabrot. Var þar um að ræða hegningarauka við sáttina frá 11. júní 2014 . Þá gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Suðurlands hinn 30. mars 2017 fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þá var ákærði dæmdur til greiðslu sektar með dómi Héraðsdóms Suðurlands hinn 19. september 2017 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, en þar var um að ræða h egningarauka við fyrrgreinda viðurlagaákvörðun frá 30. mars 2017. Sakaferill ákærða hefur að öðru leyti ekki áhrif í málinu. V ið ákvörðun refsingar hér verður þannig við það miðað að ákærði gerist nú í þriðja sinn innan ítrekunarramma, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og eftir að hann varð fullra 18 ára, sekur um að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal ákærði jafnframt greiða 95.000 kr . í sekt til ríkissjóðs, innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæta ella fangelsi í 8 daga. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sa kamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 96.201 kr. Með vísan til 101. og 102. gr., þó einkum 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að svipta ákærð a ökurétti ævilangt. Eru því ekki efni til að ákveða upphafstíma sviptingarinnar. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Írena Eva Guðmun dsdóttir , löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Hallgrímur Þ. Hallgrímsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði jafnframt, 95.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 8 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, samtals 96.201 krónur. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 0,12 g af kókaíni, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 40765. Írena Eva Guðmundsdóttir .