Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. maí 2022. Mál nr. S - 306/2022: Ákæruvaldið (Silja Rán Arnarsdóttir saksóknarfulltrúi) gegn X (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) (Inga Lillý Brynjólfsdóttir réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 6. apríl 2022 og dómtekið 5. maí. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru 10. febrúar 2022 á hendur ákærða, X , kt . [...] , fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 4. júlí 2020, fyrir utan [...] A , kt. [...] , með tveimur höggum í andlitið og tekið um höfuð hans eða axlir er A lá í jörðinni, lyft honum upp og skellt honum í jö rðina þannig að höfuð hans skall í jörðina, allt með þeim afleiðingum að A hlaut brot í neðra kjálka á almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði d æmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa A , hér eftir brotaþola. Hann krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 16.259.000 króna skaða - og miskabóta, auk vaxta að fjárhæð 5.000.000 krónur, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 4. júlí 2020 og af 10.759.000 krónum með 4,5% ársvöxtum, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá sama degi, en með dráttarvöxtum af 16.259.000 krónum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/ 2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. I. Við þingfestingu máls 6. apríl sl. gekkst ákærði við því að hafa á greindum stað og tíma ve ist að brotaþola og greitt honum tvö högg í andlitið með þeim afleiðingum sem hans eða axlir er [brotaþoli] lá í jörðinni, lyft honum upp og skellt honum í jörðina þann ig 2 háttsemi sé engu að síður réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru og gekkst greiðlega við bótaskyldu gagnvart brotaþola en taldi umkrafðar bætur of háar. Á dómþin gi 5. maí breytti ákæruvaldið verknaðarlýsingu ákæru til samræmis við dómsframburð ákærða og féll frá þeim hluta ákæru að ákærði hafi, auk tveggja högga í upp og skel ákærði skýlaust sök samkvæmt ákæru, svo breyttri. Í sama þinghaldi gerðu ákærði og brotaþoli dómsátt um greiðslu 1.500.000 króna miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga og greiðs lu 277.170 króna skaða bóta vegna útlagðs sjúkra kostnaðar. Voru miskabætur greiddar samdægurs og samið um eindaga tjónsbóta nna . Í framhaldi breytti brotaþoli kröfugerð samkvæmt ákæru og gerði þær dómkröfur endanlegar að viðurkennd verði bótaskylda ákærða ve gna þjáningarbóta, varanlegs miska og varanlegrar örorku samkvæmt 3., 4. og 5. gr. skaðabótalaga. Af hálfu ákærða voru ekki gerðar athugasemdir við hina breyttu kröfugerð og á það fallist að dómurinn kveði á um viðurkenningu á bótaskyldu gagnvart brotaþola vegna nefndrar líkamsárásar. Ákærði krefst annars vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandi hæfilegrar þóknunar sér til handa. II. Að gættri játningu ákærða samkvæmt hinni breyttu ákæru var farið með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 um m eðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi, réttargæslumaður og verjandi höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt breyttri ákæru og þar þykir réttilega heimfærð til refsiákvæða. III. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann í janúar 2017 undir sektargreiðslu fyrir umferðarlagabrot en he fur að öðru leyti ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, sem og til greiðrar játningar ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi, þess að ákærði hefur sýnt iðrun vegna árásarinnar og ekki aðeins viðurkennt bótasky ldu í málinu heldur samið um greiðslu 1.500.000 króna miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga og greiðslu bóta vegna útlagðs kostnaðar og hann þegar 3 greitt umsamdar miskabætur að fullu, sbr. 5., 8. og 9. töluliður 1. mgr. 70. gr., sbr. og 8. töluliður 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að árás ákærða var unnin af litlu eða engu tilefni, var í senn fólskuleg og sérstaklega hættuleg og leiddi til stórfellds líkamstjóns brotaþola, sbr. 1., 2. og 3. töluliður 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Með hliðsjón af sakaferli ákærða, því að hann hefur viðurkennt bótaskyldu gagnvart brotaþola, því að ákærði hefur greitt umsamdar miskabætur og loks því að nær tvö ár eru liðin frá því brotið var framið þykir eins og hér stendur á mega ákveða að fresta nú fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu enda haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegni ngarlaga. Með hliðsjón af því sem áður segir um bótakröfur brotaþola, breytingar hans á þeirri kröfugerð og samþykki ákærða þar að lútandi og loks með vísan til 2. mgr. 175. gr. laga nr. 88/2008 er það niðurstaða dómsins að viðurkennd er bótaskylda ákærð a vegna nefndrar líkamsárásar, sem taki til þjáningarbóta, varanlegs miska og varanlegrar örorku samkvæmt 3., 4. og 5. gr. skaðabótalaga. Samkvæmt greindum málsúrslitum verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Til hans telst 48.180 króna útla gður kostnaður ákæruvaldsins, þóknun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur réttargæslumanns brotaþola við rannsókn og meðferð máls og þóknun Einars Odds Sigurðssonar verjanda ákærða, sem gætt hefur hagsmuna hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjanda þykir þóknun réttargæslumanns hæfilega ákveðin 558.000 krónur og þóknun verjanda 837.000 krónur, í báðum tilvikum að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Viðurkennd er bótaskylda ákærða gagnvart A , kt. [...] , samkvæmt 3., 4. og 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna líkamsárásar að [...] , aðfaranótt 4. júlí 2020. 4 Ákærði greiði 1.443.180 krónur í sakarkostnað, þar með talda 558.000 króna þóknun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur réttargæslumanns A og 837.000 króna þóknun verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns. Jónas Jóhannsson