1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness m ánud aginn 2 3 . nóvember 20 20 í máli nr. S - 975 /2019 : Ákæruvaldið ( Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðar saksóknar i ) gegn Steinþóri Einarssyni ( Snorri Sturluson lögmaður) Mál þetta, sem þingfest var 26. september 2019, en dómtekið 13. nóvember 2020 , höfðaði l ögreglustjórinn á Suðurnesjum með eftirfarandi ákæru 19. júlí 2019 á hendur Steinþóri Einarssyni, kt. 000000 - 0000 , , A , kt. 000000 - 0000 , , og B (nú , kt. 000000 - 0000 , ; fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana - og fíkniefni, lögreglulögum, vopnalögum, umferðarlögum, lyfjalögum og tollalögum; I. (008 - 2015 - 13241) Gegn ákærðu Steinþóri, A og B , fyrir líkamsárás, með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 13. desember 2015, í sameiningu, ráðist að X , kt. 000000 - 0000 , í stofu íbúðar að , og slegið hann ítrekað í höfuð og andlit með krepptum hnefum, með þeim afleiðingum að X hlaut mar undir bæði augu, mar á enni og vinstri augnbrún, auk ½ cm langan skurð hliðlægt á vinstra augnloki, mar o g yfirborðsáverka á andliti, eymsli yfir nefbeini og nefbeinsbrot. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1981. II. (008 - 2018 - 15752) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot gegn lyfja - , vopna - og tollalögum, með því að hafa, laugardaginn 12. maí 2018, í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, með komu hingað til lands með flugi FI213 frá alþjóðaflugvellinum í Kaupmannahöfn, Danmörku, flutt ólöglega hingað til landsins 1 stykki hnúajárn og 9 stykki af lyfseðilsskyldum töflum af gerðinni Kamagra, sem tollverðir fundu við leit í farangri ákærða, án þess að ákærði hefði lyfseðil fyrir töflunum og án þess að gera Tollgæslunni grein fyrir hnúajárninu og töflunum við komuna til landsins. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 7. gr., sbr. 1. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 212/1998 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota, c. lið 2. mgr. 2 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sem og 170. gr, sbr. 169. gr. og 1. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005. III. (008 - 2018 - 10409) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir líkamsárás, með því að hafa, laugardaginn 23. júní 2018 , í anddyri og fyrir framan húsið að [...] , Reykjanesbæ, ráðist á Y , kt. 000000 - 0000 , með því að slá hann ítrekað með hamri í höfuðið, en höggin höfnuðu vinstra megin á andliti hans og hægri augabrú, sem og í brjóstkassa hans. Afleiðingar árásar ákærða voru þær að Y hlaut mar á höfði og á brjóstkassa, og 2 cm langan opinn skurð á vinstri augabrún sem sauma þurfti þrjú spor í. Umræddur hamar var samtals 275 mm langur og v ó[g] 936 grömm. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 218. gr. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981 og 110. gr. laga nr. 82/1998. IV. (008 - 2018 - 11550) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot á lögreglulögum, með því að hafa, sunnudaginn 15. júlí 2018, við , þegar lögregla hugðist hafa afskipti af ákærða, óhlýðnast ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að stöðva gangför sína fyrir utan , en þess í stað hlaupið undan lögreglu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 . V. (008 - 2018 - 13228) a) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 18. ágúst 2018, ekið bifreiðinni austur Reykjanesbraut, í Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna s em bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (í blóði ákærða mældist vínandamagn 0,65 stjórna bifreiðinni örugglega umrætt sinn. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 55/1987 og 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. b) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot á lögreglulögum, með því að hafa, eftir að hafa verið færður inn í lögreglub ifreiðina 201 ofangreint sinn sbr. a) lið ákæruliðar IV., skrúfað niður rúðu á lögreglubifreiðinni, teygt hendi sína út og opnað hurðina utan frá og hlaupið af vettvangi, óhlýðnast ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að stöðva og halda kyrru fyrir umrætt sinn . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. 3 VI. (008 - 2018 - 14010) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, föstudaginn 31. ágúst 2018, haft í vörslum sínum 0,04 grömm af amfetamíni, sem lögregla fann við húsleit á heimili ákærða að . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. VII. (008 - 2018 - 16839) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, miðvikudaginn 24. október 2018, haft í vörslum sínum 0,19 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem ákærði framvísaði við ör yggisleit lögreglu á lögreglustöðinni að Hringbraut 130, Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/20 01, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. VIII. (007 - 2019 - 3934) a) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 21. ágúst 2018, ekið bifreiðinni við Jónsgeisla í Reykjavík, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum ávana - og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (í b lóði ákærða mældist 935 ng/ml af amfetamíni) og því verið ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega umrætt sinn. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. b) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa, í kjölfar afskipta lögreglu sbr.a) lið ákæruliðar VIII., sagst vera n, kt. 000000 - 0000 , en ekki gefið upp rétt nafn, kennitölu og heimilisfang, og með þeim framburði gefið rang an framburð við lögreglumenn á vettvangi og með þeirri háttsemi sinni leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður yrði sakaður um og dæmdur fyrir refsiverðan verknað, sbr. a) lið ákæruliðar VIII. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 148 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 5. mgr. 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 6. gr., sbr. 34. gr. lögreglusamþykktar fyrir Suðurnes nr. 135/2019. IX. (008 - 2019 - 7614) 4 a) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, laugardaginn 18. maí 2019, á heimili sínu að , í Reykjanesbæ, haft í vörslum sínum 0,42 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, á borði í eldhúsi, og 50 stykki Ecstasy töflur, í hengirúmi í risi, sem fannst við húsleit lögreglu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og ö nnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. b) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot gegn vopnalögum, með því að hafa ofangreint sinn sbr. a) lið ákæruliðar IX., haft í vörslum sínum 1 stykki svarta lof tbyssu af gerðinni S.T.A.R.S. c.19, án þess að hafa til þess tilskilið leyfi, sem fannst við húsleit lögreglu umrætt sinn. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 12. gr. og 1. mgr. 30. gr., allt sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. c) Gegn ákærða Steinþóri, fyrir brot gegn lögreglulögum, með því að hafa umrætt sinn sbr. a) lið ákæruliðar IX., fyrir utan heimili hans að , í , streist á móti og óhlýðnast fyrirmælum við handtöku lögreglu vegna fyrirætlaðrar húsleitar lögreglu samkvæmt undangengnum húsleitarúrskurði R - /2019. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði Steinþór verði dæmdur til að sæta sviptingu ökuréttar, sbr. 1. mgr. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/1993, lög nr. 57/1997 og lög nr. 69/2007. Jafnframt er þess krafist að ákærði Steinþór verði dæmdur til að sæta upptöku á ofangreindum fíkniefnum; 0,04 grömm af amfetamíni auk 3,2 grömm af anabólískum sterum af gerðinni Nandrolon og 1,00 ml. af anabólískum sterum af gerðinni Testosteron sbr. ákærulið VI., 0,19 gröm m af tóbaksblönduðu kannabisefni sbr. ákærulið VII., 0,40 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og 50 stykki Ecstasy töflur sbr. a) lið ákæruliðar IX., skv. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Að endingu er þess kraf ist að ákærði Steinþór sæti upptöku á ofangreindum hnúajárnum sbr. ákærulið II., og loftbyssu sbr. b) lið ákæruliðar IX., skv. 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 6/1998. Í málinu liggur fyrir einkaréttarkrafa brotaþola, X , kt. 000000 - 0000 , um að ákærðu, B , A og Steinþór, verði dæmdir skv. ákærulið I., til greiðslu miskabóta in solidum að fjárhæð kr. 1.013.714, - , auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 13. 5 desember 2015 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bó takrafa er kynnt fyrir ákærðu, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, til greiðsludags. Við þingfestingu játaði ákærði skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum IV, V - a, VII og VIII - a, en neitaði s akargiftum í öðrum ákæruliðum. Í þinghaldi 5. febrúar 2020 lýsti sækjandi því yfir að fallið væri frá saksókn á hendur ákærða A samkvæmt ákærulið I . Með tölvupósti til dómara og verjenda ákærðu 28. maí 2020 lýsti sækjandi því svo yfir að fallið væri að öðru leyti f rá þeim ákærulið . Aðalmeðferð í máli þessu hófst 2. júní 2020, en ákærði Steinþór mætti þá ekki fyrir dóm. Verjandi hans gerði þó ekki athugasemd við að aðalmeðferð hæfist að honum fjarstöddum með skýrslutökum af vitnum. Að þeim loknum var framhald aðalmeðferðar ákveðin 10. júní 2020 og var s kýrsla þá tekin af ákærða. Við það tækifæri var einnig þingfest málið S - 1118/2020 , sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði á hendur ákærða Steinþóri með ákæru 27. apríl 2020 , svohljóðandi; fyrir eft irtalin umferðarlagabrot: I. (007 - 2019 - 62012) Með því að hafa, þann 26. september 2019, ekið bifreiðinni , um Holtsveg í Reykjavík, sviptur ökuréttindum. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. eldri umferðarlaga nr. 50/1987. II. (007 - 2019 - 79568) Með því að hafa, þann 22. desember 2019, ekið bifreiðinni , vestur Sæbraut, í Reykjavík, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum ávana og fíkniefna (í blóði mældist 560 n g/ml af amfetamíni, 130 ng/ml af MDMA og 0,8 ng/ml af tetrahýdakannabínól) og því ekki fær um að stjórna bifreiðinni örugglega. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. sbr. 2. m gr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. eldri umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði gekkst skýlaust við þeirri háttsemi sem þar greinir. Samkvæmt heimild í 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ákvað dómari að að málin skyldu sameinuð og þau dæmd sem eitt mál undir málsnúmeri þessa máls, S - 9 75/2019. 6 Þar sem ákærði Steinþór hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum IV, V - a, VII og VIII - a í ákæru 19. júlí 2019 , en einnig þá sem á háttsemi sem lýst er í síðari ákærunni, dagsettri 27. apríl 2020, og dómari t elur ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans sé sa nnleikanum samkvæm, er látið nægja að s kírskota til ákær anna um málsatvik , sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 1. mgr. 164. gr. sömu laga . Telst því sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í þeim ákæruliðum greinir og er þar rétt heimfær ð til refsiákvæða. Krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Aðalmeðferð málsins var fram haldið 13. nóvember 2020 og féll ákæruvaldið þá frá ákærulið III í fyrri ákærunni, dagsettri 19. júlí 2019. Að loknum munnlegum málflutningi þann dag var málið loks dómtekið. Málsatvik og framburður ákærða og vitna fyrir dómi Samkvæmt ofanrituðu eru til úrlausnar í máli þessu ákæruliðir II, V - b, VI, VIII - b og IX - a,b og c í ákæru 19. júlí 2019 hvar ákærði hefur neitað sök. Krefst hann sýknu af þeim ákæruliðum, en til vara vægustu refsingar sem lög framast leyfa. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Ákæruliður II Ákærði var stöðvaður við komu til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn 12. maí 2018 . Við leit í farangri hans fannst 1 stykki hnúajárn og 9 stykki af töflunum Kamagra. Hvort tveggja var haldlagt, hnúajárnið með vísan til 5. og 30. gr. vopnalaga nr. 16/1998, en töflurnar með vísan til reglugerðar nr. 212/1998, þar sem talið var að um væri að ræða óheimilan innflutning á lyfjum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu kvaðst ákærði hafa t alið hnúajárnið vera listmun , en töflurnar sagðist hann hafa keypt í Taílandi sem vítamín. Hann afsalaði bæði hnúajárninu og töflunum til eyðingar og sagðist ekki hafa vitað að um ólöglegan innflutning væri að ræða. Fyrir dómi viðurkenndi á kærði að hafa fl utt hnúajárnið og töflurnar til landsins í farangri sínum . Hvort tveggja kvaðst hann hafa keypt á Taílandi, en sagðist ekki hafa vitað að ólöglegt væri að koma með það til landsins. Sagði st hann ekki geta fallist á að hnúajárnið v æri vopn í skilningi íslenskra laga, enda væri það úr plasti og ætlað sem skraut eða bréfapressa . Að því er töflurnar varðar sagðist hann hafa keypt þær til einkanota og væri virkni þeirra hin sama og í Viagra töflum. Ákæruliður V - b Aðfaranótt laugardagsins 18 . ágúst 2018 veit tu l ögreglumenn við almennt umferðareftirlit bifreiðinni athygl i er henni var ekið austur Reykjanesbraut . Var ökum a nni gefið merki um að stöðva bifreiðina og stöðvaði hann hana á vinstri akbraut . Þar sem lögreglumenn fundu áfengislykt úr vitum ákærða var hann færður í lögreglubifreiðina og sýndi áfengismælir þar töluna 0,77. Var 7 ákærða þ á tilkynnt að hann væri handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Þar sem bifreið ákærða hafði ekki verið nægil ega vel lagt út í vegkant fór annar lögreglumannanna í bifreið ákærða í því skyni að færa hana til. Ákærði skrúfaði þá niður rúðuna í lögreglubifreiðinn i , opnaði hurðina utan frá og hljóp út. Þrátt fyrir fyrirmæli lögreglumannsins um að stöðva hlýddi ákærð i því ekki, en náðist þó að lokum. Var hann handjárnaður og fluttur í fangaklefa. Fyrir dómi játaði ákærði að hafa skrúfað niður rúðu á lögreglubílnum og hlaupið í burtu, en neitaði því að hafa með þ eirri háttsemi brotið gegn lögreglulögum. Báðir lögreglumennirnir sem höfðu afskipti af ákærða umrætt sinn gáfu skýrslu fyrir dómi og greindu frá atvikum . Fram kom í máli þess sem hlaupið hafði ákærða uppi að ákærði hefði ekki hlýtt ítrekuðum fyrirmælum hans um að stoppa . Ákæruliður VI Að beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fóru lögreglumenn á í húsleit á heimili ákærða að , 31. ágúst 2018. Í skýrslu lögreglunnar k emur fram að í svefnherbergi íbúðarinnar hafi fund i st 0,04 grömm af amfetamíni , en einnig 3,15 grömm af óþekk tu efni sem ekki er nánar skilgreint. Einnig hafi fund i st anabólískir sterar, 0 , 50 millilítrar af Nandrolon og 1,00 millilítrar af Testosteron . Við yfirheyrslu sagði ákærði hvítu efnin vera sykur , en óþekkta efnið nefndi hann aldi ekki ólöglegt. Þá sagði hann að sterarnir væru ekki í hans eigu. Ákærði sagðist fyrir dómi m una eftir þessari húsleit, en tók fram að sér fyndist hlægilegt að ákæruvaldið telji ástæðu til að ákæra hann fyrir vörslur á 0,04 g af amfetamíni. Sagðist hann ekki hafa vitað af efninu og taldi l íklegt að einhver gesta sinna hefði skilið það eftir. Tveir lögreglumanna sem framkvæmdu húsleit á heimili ákærða komu fyrir dóminn og staðfestu að hafa þar fundið þau fíkniefni sem tilgreind eru í ákæru . Ákæruliður VIII - b Ákærði var stöðvaður við akstur bifreiðarinnar á Jónsgeisla í Reykjavík þann 2 1 . ágúst 2018 . Grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum örvandi efna. Aðspurður um nafn og kennitölu gaf ákærði upp nafn bróður síns . Samkvæmt lögregluskýrslu viðurkenndi ákærði síðar að hafa reynt að nota nafn bróður síns við afskipti lögreglunnar. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði ákærði að lögreglumanninum sem spurði hann um nafn hljóti að hafa misheyrst og neitaði því að hafa gefið up p nafn og kennitölu bróður síns umrætt sinn. Lögreglumaðurinn sem ritaði skýrslu um mál þetta var kallaður fyrir dóminn og staðhæfði hann að ákærði hefði gefið upp nafn bróður síns, bæði þegar hann var stöðvaður við akstur og síðar á lögreglustöð. Á lögre glustöðinni hafi ákærði síðan v iðurkenn t að hafa gefið upp nafn bróður síns, enda kvaðst vitnið hafa þekkt ákærða vegna fyrri afskipta af honum. 8 Ákæruliður IX Að fengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness fór lögreglan í húsleit á heimili ákærða 18. maí 2019. Var ákærði þar handtekinn, grunaður um fíkniefnamisferli . Við handtöku streittist ákærði mjög á móti og sinnti ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að leggjast á magann og setja hendur fyrir aftan bak. V ið húsleit fannst talsvert magn meintra fíkniefna, þ . á m. 0,42 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni , auk 50 stk. af Ecstacy töflum , sem fundust í hengirúmi í risi íbúðarinnar. Þar fannst e innig svört loftbyssa af gerðinni S .T.A.R.S. c.19. Í skýrslu sinni hjá lögreglu viðurkenndi ákærði að hafa streist á móti við handtöku, enda hefði lögreglan ekki greint honum frá tilefni handtökunnar. Hafi hann sjálfur haldið að lögreglan ætlaði að færa hann til lífsýnatöku. Þá var ákærði spurður um meint kannabisefni, og svaraði hann því til að einhver af gestum sínum hljóti að hafa átt það og gleymt því. Hins vegar sagðist hann sjálfur eiga töflurnar sem fundust í risi íbúðarinnar, en þær væru c - vítamín töflur. Að því er varðar loftbyssuna sagði ákærði að hann hefði haldið að hún vær i leikfang , en ekki vopn. Fyrir dómi sagði ákærði að fimm eða sex einstaklingar h efðu verið á heimili hans þegar lögreglan kom og gerði húsleit. Hafi þau öll verið að reykja kannabis og því gæti hann ekki sagt til um hver átt hafi efnið , það hafi þó verið sameign allra . Hins vegar hafi hann orðið hissa þegar lögreglan fann 50 töflur af Ecstacy og kvaðst hann ekki hafa haft hugmynd um þær. Spurður um loftbyssuna sagði ákærði að félagi sinn hefði komið með byssuna og viljað selja honum hana. Hann hafi þó ekk i verið búinn að kaupa hana og líklega h afi félaginn bara skilið hana eftir í íbúðinni þar sem hann hafi ekki þorað að fara með hana út þegar lögreglumennirnir sæju til. Þá viðurkenndi ákærði fyrir dómi að hafa streist á móti við handtöku og óhlýðnast fyri rmælum lögreglu um að leggjast á magann og setja hendur fyrir aftan bak. Sagði hann ástæðu þess hafa verið þá að lögreglan hafi staðið ólögleg a að handtöku hans. L ög re glumenn sem handtóku ákærða gáfu skýrslu fyrir dómi. Sögðu þeir að erindi þeirra á heimili ákærða hafi verið að annast húsleit s amkvæmt dómsúrskurði. Ákærði hafi komið til dyra þegar þeir bönkuðu og hafi hann mjög streist á móti við handtöku. Að endingu hafi þeir þurft að leggja hann á grúfu og handjárna, en eftir það hafi hann róast. Báðir lögreglumennirnir staðfestu að fleiri aðilar hafi verið á heimili ákærða þegar þeir komu þangað. Niðurstaða Ákæruliður II Ákærði viðurkenndi, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að hafa flutt til landsins hnúajárnið og 9 stykki af Kamagra töflum, en kvaðst ekki hafa vitað að slíkt væri óheimilt. Þá hélt hann því fram fyrir dómi að hnúajárnið væri úr plasti og ætlað sem skraut eð a bréfapressa. Í málinu liggja fyrir ljósmyndir lögreglu, bæði af umræddu hnúajárni og töflum. Ljóst þ ykir af þeim að hnúajárnið er höggvopn í skilningi c - liðar 2. mgr. 30. gr. vopnalaga nr. 16/1998 , og því 9 bannað að flytja það til landsins eða hafa í vör slum sínum. Verður ákærði sa kfelldur fyrir þá háttsemi. Hinu sama gegnir á innflutning hans á 9 stykkjum af Kamagra töflum, enda framvísaði hann hvorki lyfseðli fyrir þeim né gerði Tollgæslunni grein fyrir þeim við komuna til landsins. Er brotum hans rétt lýst í ákæru og þau réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður V - b Ákærði hefur neitað því að hafa brotið gegn lögreglulögum þegar hann óhlýðnaðist ítrekuðum fyrirmælum lögreglumanna um að nema staðar eftir að hafa hlaupist á brot úr lögreglu bíl eftir handtöku. Samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 er hlutverk lögreglu m.a. að stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð sakamála eða öðrum lögum, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Í 19. gr. sömu laga er u fyrirmæli um að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur. Með vísan til þessa og greinargóðs framburðar þeirra lögreglumanna sem stöðvuðu og handtóku ákærða í umrætt sinn þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður VI Fyrir dómi hélt ákærði þ ví fram að hann hafi ekki vitað af því amfetamíni sem fannst við húsleit á heimili hans umrætt sinn, og taldi líklegt að einhver gesta sinna hefði skilið það eftir. Því krefst hann sýknu af þessum ákærulið. Samkvæmt lögregluskýrslu fundust fíkniefnin á borði í svefnherbergi ákærða, ásamt fleiri efnum sem þar eru talin og ákærði kannaðist við . Fyrir vikið þykir ótrúverðug s íðbúin s kýring ákærða að hann h afi ekki vitað af amfetamíninu sem þar var. Þá er ekkert hald í þeirri málsvörn hans að líklega hafi ei nhver gesta hans skilið efnin þar eftir, enda voru efnin sannanlega í vörslum hans í skilningi 2. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 , sbr. og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. mars 2010 í málinu nr. 469/2009 . Verður ákærði sakfelldur fyrir þá hát tsemi sem lýst er í þessum ákærulið og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða. Ákæruliður VIII - b Fyrir dómi neitaði ákærði sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið. Sagði hann að lögreglumanninum sem spurði hann um nafn hljóti að hafa misheyrst þegar hann svaraði honum. Samkvæmt fyrirliggjandi lögregluskýrslu mun ákærði hafa reynt að gefa upp nafn bróður síns þegar afskipti voru höfð af honum, en viðurkenndi það síð ar og gaf þá upp rétt nafn sitt. Lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna kom fyrir dóminn og staðfesti efni skýrslunnar og tók fram að hann hafi þekkt ákærða vegna fyrri afskipta af honum. Er ekkert fram komið sem varpað getur rýrð á framburð skýrsluritara o g verður hann því , gegn neitun ákærða, lagður til grundvallar sem 10 sönnun þess að ákærði hafi í umrætt sinn leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður yrði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verk nað. Er brot hans réttilega heimfært til refsiák væða. Ákærulið ur IX Ákæruliður þessi er í þremur undirliðum. Í fyrsta lagi er ákærði sakaður um brot á lögum um ávana - og fíkniefni, í öðru lagi brot á vopnalögum og í þriðja lagi brot á lögre glu lögum. Hann neitar sök í öllum liðum. Að því er tvo fyrstnefndu ákæruliðina varðar er töluvert misræmi í framburði ákærða , annars vegar hjá lögreglu og hins vegar fyrir dómi . Þannig viðurkenndi hann hjá lögreglu að eiga sjálfur þær 50 töflur sem fundust í hengirúmi í risi íbúðarinnar, en sagðist hafa haldið að þær væru c - vítamín töflur. Við sama tækifæri var ákærði spurður um loftbyssu sem fannst á heimili hans og svaraði hann því til að h ún væri leikfang en ekki vopn. Fyrir dómi kvaðst hann hins vegar ekki hafa haft hugmynd um töflurnar sem fundu st í hengirúmi í risi íbúðarinnar. Þegar hann var aftur á móti spurður um loftbyssuna sagði hann að félagi sinn hefði komið með hana og viljað selja honum hana, en hann hafi þó ekki verið búinn að kaupa hana. Líklega hefði félaginn s kilið hana eftir þar se m hann hefði ekki þorað að fara með hana þegar lögreglan sæi til. Þykja skýringar þessar afar ótrúverðugar og sumpart f jarstæðukenndar . Fyrir vikið telur dómurinn sannað að ákærði hafi í umrætt sinn haft 50 Ecstacy töflur í vörslum sínum, auk loftbyssu af gerðinni S.T.A.R.S.c.19 , án þess að hafa til þess tilskilið leyfi fyrir vopninu. Ákærði hefur á hinn bóginn viðurkennt að 0,42 g af tóbaks blönduðu kannabisefni hafi fundist á heimili sínu, en taldi að einhver gesta sinna hefði átt það og skilið það eftir , enda hefðu þau öll verið að reykja kannabis þegar lögreglan bar að garði og gerði húsleit. Þ essi skýring ákærða, þótt sönn væri, firrir hann þó ekki sök og vísast hér um til röksemda dómsins undir ákærulið VI hér að framan. Samkvæmt c - lið þessa ákæruliða r er ákærði sakaður um brot á lögreglulögum með því að hafa streist á móti og óhlýðnast fyrirmælum lögreglu þegar handtaka átti hann fyrir utan heimili sitt 18. maí 2019. Fyrir dómi viðurkenndi ákærði að hafa streist á móti við handtökuna og gaf þá skýring u að lögreglan hefði ekki tilkynnt honum um ástæðu handtökunnar , en sjálfur hefði hann haldið að hann ætti að fara í lífsýnatöku. Því hafi handtaka hans verið ólögmæt. Fyrir dómi sögðu báðir lögreglumennirnir sem stóðu að handtöku ákærða umrætt sinn, að e rindi þeirra á heimilið hafi verið að annast húsleit samkvæmt dómsúrskuði Héraðsdóms Reykjaness og hafi þeir kynnt ákærða úrskurðinn . Hafi hann mjög streist á móti þegar þeir báðu hann um að setja hendur fyrir aftan bak . Að endingu hafi þurft að leggja hann á magann og handjárna hann þannig. Hér að framan, undir ákærulið V - b, er fjallað um hlutverk lögreglu og skyldur almennings til að hlýða fyrirmælum sem hún gefur, og vísast til þess. Þótt ákærði hafi sjálfur talið að lögreglan 11 væri ko min í öðrum tilgangi en að annast húsleit á heimili hans, gaf það honum ekki tilefni til þess að streitast á móti og óhlýðnast fyrirmælum hennar. Þvert á móti bar honum að hlýða þeim fyrirmælum sem honum voru gefin, þ. á m. við handtöku hans. Samkvæmt fra manrituðu telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákærulið IX og er u brot hans þar réttilega heimfær ð til refsiákvæða. Með vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að ákærði verður sakfelldur fyrir alla þá ákæruliði sem að ofan eru taldir og hvar hann neitaði sök. Ákærði játaði hins vegar sakargiftir í öðrum ákæruliðum sömu ákæru, þ.e. liðum IV, V - a, VII og VIII - a. Þá féll ákæruvaldið frá ákæruliðum I og III í þeirri ákæru. Auk þessa játaði ákærði b áða ákærulið i í ákæru 27. apríl 2020. Ákærði er fæddur í . Samkvæmt sakavottorði 13. nóvember 2020 hlaut ákærði dóm fyrir líkamsárás í janúar 2011. Hann gekkst u ndir sektargerðir lögreglustjóra 23. maí 2016 og 23. febrúar 2017, í fyrra skiptið vegna brots gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga, og var þá einnig sviptur ökurétti í fjóra mánuði, en í síðara skiptið vegna fíkniefnalagabrots. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 18. apríl 2018 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, vegna brota á umferðarlögum og lögum um ávana - og fíkniefni . Jafnframt var hann þá sviptur ökurétti í fimm ár frá 4. júlí 2018. Loks var ákærða með dómi s ama dómstóls 5. júní 2020 gert að sæta fangelsi í sex mánuði, þar af voru 3 mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, vegna þjófnaðar, nytjastuldar og aksturs bifreiðar, sviptur ökurétti. Með þeim dómi var skilorðsdómur frá 18. apríl 2018 dæmdur upp. Brot ákærða samkvæmt ákærum í máli þessu voru öll framin fyrir uppkvaðningu dómsins frá 5. júní 2020 , en einnig fyrir lok skilorðstíma samkvæmt dómi 18. apríl 2018. Því ber að ákvarða r efsingu ákærða eftir fyrirmælum 60., sbr. 77. og 78 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er í máli þessu fundinn sekur um að hafa ítrekað ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis og/eða ávana - og fíkniefna, auk br ota á lögum um áva na - og fíkniefni, lögreglulögum, lyfjalögum og tollalögum. Jafnframt hefur hann verið fundinn sekur um rangar sakargiftir. Að virtu heildstæðu mati á brotum ákærða samkvæmt framansögðu , fyrri sakaferli hans og að teknu tilliti til skýlausrar játningar hans á hluta þeirra brota sem hann er nú sakfelldur fyrir, þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 1 2 mánuði. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna. Þá ber með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 að svipta ákærða ökurétti ævila ngt. Í samræmi við kröfu ákæruvaldsins og tilvísun til lagaákvæða í ákæru verður ákærða jafnframt gert að sæta upptöku á 0,04 g af amfetamíni , 0,50 ml. af anabólískum sterum af gerðinni Nandrolon , 1,00 ml. af anabólískum sterum af gerðinni Testosteron , 0, 5 9 g af tóbaksblönduðu kannabisefni , 50 stykk jum af Ecstasy töflu m, h núajárn i og loftbyssu . 12 Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærði loks dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar . Annars vegar er þar um að ræða k ostnað lögreglu við rannsókn málanna, að undanskildum þeim málum sem ákæruvaldið féll síðar frá, sbr. ákæruliðir I og II I í ákæru 19. júlí 2019, og nemur sá kostnaður alls 391.955 krónu m. Hins vegar eru málsvarnar l aun skipaðs verjanda ákærða, Snorra Sturlusonar l ögmanns, 963.480 krónu r , að meðtöldum virðisaukaskatti . Ingimundur Einarsson héraðsd ómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði , Steinþór Einarsson, sæti fangelsi í 1 2 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt . Upptækt skal gert í ríkissjóð 0,04 g af amfetamíni , 0,50 ml. af anabólískum sterum af gerðinni Nandrolon , 1,00 ml. af anabólískum sterum af gerðinni Testosteron , 0, 5 9 g af tóbaksblönduðu kannabisefni , 50 stykk i af Ecstasy töflu m, h núajárn og loftbyss a. Ákærði greiði alls 1. 355.435 krónur í sakarkostnað , þar af 963.480 krónur í málsvarnar laun til skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögma nns. Ingimundur Einarsson