Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 7 . maí 2022 Mál nr. S - 1179/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Haukur Örn Birgisson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 10. maí sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. mars 2022 , á hendu r X , kt. , , fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 14. maí 2020, veist með ofbeldi að þáverandi sambýliskonu sinni A , kt. , á heimili þeirra að í Reykjavík , ítrekað tekið hana kverkataki og skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og féll í gólfið og í kjölfarið, er brotaþoli hörfað i inn í herbergi, farið á eftir henni og ítrekað gripið um handleggi hennar og fleygt henni á rúm, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk margra yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg . Telst brot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b í almenn um hegningarl ögum nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Fyrir hönd A , kt. 020880 - 5389, gerir Arnar Þór Stefánsson lögmaður þá kröfu að ákærði, X , kt. , greiði A 3.000.000 kr. með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. maí 2020 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að krafa þes si verður birt á kærða en frá þeim degi er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar tilnefndum og síðar skipuðum réttargæslumanni til handa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verjand i á kærð a krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og afsalar sér þóknun í málinu . Jafnframt krefst hann lækkunar á bótakröfu. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot s itt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 3. mars 2022, hefur hann ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Við ákvörðun refsingar verður m.a. litið til skýlausrar játn ingar hans. Með hliðsjón af framangreindu, 1., 2. og 8. tölulið 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveim ur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Af hálfu A er krafist miskabóta að fjárhæð 3.000.000 króna. Brotaþoli á rétt á miskabótum með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í málinu liggja fyrir gögn um líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir brotaþolann. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 50 0.000 krónur ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir . Skipaður verjandi ákærða, Haukur Örn Birgiss on lögmaður, afsalaði sér þóknun fyrir verjandastörf sín. Ákærði greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Arnars Þórs Stefánssonar lögmanns, 418.500 krónur , að teknu tilliti til virðisaukaskatts , og 43.362 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ák æruvaldsins flutti málið Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 50 0.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. maí 2020 til 27. maí 2022, en þá með dráttarv öxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði þóknun skipað s réttargæslumanns brotaþola , Arnars Þórs Stefánssonar lögmanns, 418.500 k rónur, og 43.362 krónur í annan sakarkostnað.