Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. maí 2022 Mál nr. E - 3930/2021: A (Lilja Björg Ágústsdóttir lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður) Dómur I. Mál þetta var þingfest 2. september 2021 en tekið til dóms 21. mars sl. að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi í málinu er A , til heimilis í Litháen, en stefndi íslenska ríkið. Stefnandi krefst þess að ákvörðun bótanefndar samkvæmt lögum nr. 69/1995 frá 28. júlí 2017 í máli nr. 241/2017 verði felld úr gildi og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 2.000.000 kr., auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga u m vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 5. nóvember 2016 til 5. janúar 2017 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostna ð. Stefndi krefst þess aðallega að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar og að málskostnaður verði látinn n iður falla. II. Málavextir Í gögnum málsins kemur fram að lögreglu hafi 5. nóvember 2016 borist tilkynn - ing um hnífstungu í húsinu við [...] í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sat B við útidyr hússins með stóran blæðandi skurð á enni. Lögreglan ha fi leitað á vettvangi að ætluðu árásarvopni, en það ekki fundist. Hins vegar fannst hnífur í eldhúsvaski sem var haldlagður, en við síðari rannsókn fannst ekkert blóð á þeim hníf. Í frumskýrslu lögreglu segir jafnframt að sjúkraflutningamenn hafi komið á v ettvang og hafi þeir sinnt 2 stefnanda, sem hafi verið blóðugur inni á baðherbergi á efri hæð hússins. Í skýrslunni er lýst blóði á vettvangi, bæði innandyra og fyrir utan húsið, en hvort tveggja sést einnig á ljós myndum sem teknar voru á vettvangi og af up ptöku lögreglu þaðan. Þá er í frum - skýrslu lögreglu rakið hvaða ráðstafanir voru gerðar í framhaldinu, en bæði B og stefn - andi voru fluttir á slysadeild í sjúkrabifreiðum. Í lok frumskýrslu lögreglu segir að þær upplýsingar hafi fengist frá læknum sem sinn tu mönnunum að B væri með þrjú nokkuð djúp stungusár á baki og síðu, auk þess sem hann væri höfuðkúpu brotinn, en að stefnandi væri með stungusár á vinstri síðu og með loftbrjóst. Þá liggur fyrir í málinu að stefnandi var einnig með sár á vinstri kinn sem gekk inn í munn. Á vettvangi voru auk B og stefnanda sjö aðrir einstaklingar þegar lögreglu bar að garði og var tekinn niður framburður þeirra allra. Af þessum sjö einstaklingum voru einungis tveir sem höfðu verið í stofunni þegar árásin átti sér stað, e ða þeir C og D . Kvaðst D ekki hafa séð neitt, en C sagðist ekki hafa séð þegar stefnandi var stunginn, en hafa þó vitað að þeir sem voru fluttir með sjúkrabílum hefðu átt í deilum. Í framburði stefnanda í skýrslutöku fyrir dómi 10. nóvember 2016 kom fram a ð hann hefði verið í stofunni ásamt B , D og C og hefðu þeir verið við drykkju. Deilur hefðu risið út af einhverju, þær stigmagnast og að lokum hefðu brotist út slagsmál. B hefði verið orðinn mjög reiður og sótt hníf og sveiflað honum og öskrað hátt. Stefna ndi taldi sig hafa haldið um hönd B í átökunum, sparkað í fót hans og fundið svo að hann varð fyrir hnífstungu og taldi að það hefði verið B sem veitti honum stungurnar. Í sömu skýrslutöku sagði stefnandi þó jafnframt að hann hafi í rauninni ekki átt von á því að B . Þá sagði stefnandi einnig í skýrslu - tökunni að eftir á að hyggja hefði það verið betri hugmynd að hlaupa í burtu heldur en að sparka í B . Héraðssaksóknari gaf 24. janúar 2017 út ákæru á hendur B fyrir tilraun til manndráps sem beindist að stefnanda og var brotið talið varða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ákærunni var einnig sett fram einkaréttarkrafa stefnanda, þar sem krafist var greiðslu miskabóta að fjárhæð 2.000.000 kr., auk vaxta og dráttarvaxta. Við þingfestingu málsins neitaði ákærði sök. Á rannsóknarstigi málsins var tekin skýrsla af stefnanda og vitnunum C og D hjá lögreglu. Í skýrslutöku hjá lögreglu 18. nóvember 2016 bar C að B hefði reiðst í kjölfar B en þegar 3 stefnandi hefði komið nær ákærða hefði hann verið stunginn. Bar C jafnframt a ð B hefði verið beðinn að sleppa hnífnum en ekki gert það. Þá kvaðst C jafnframt hafa kastað stól í B til að verjast honum. Við meðferð sakamálsins fyrir dómi var það mat saksóknara og verjanda að þörf væri á því að fá þá aftur fyrir dóminn þannig að unnt væri að spyrja nánar út í málsatvik. Stefnandi var á þessum tíma fluttur til Litháen og neitaði að mæta aftur fyrir dóminn og bar fyrir sig að hann treysti sér ekki til að koma aftur til Íslands. Ekki reyndist heldur unnt að fá vitnin C og D fyrir dóminn, né heldur vitnið E , en ágreiningslaust er að ítrekað var reynt að hafa uppi á þeim og boða þá fyrir dóminn á tímabilinu 23. febrúar til 14. mars 2017. Héraðssaksóknari lagði 7. apríl 2017 fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að fallist yrð i á það að stefnandi og vitnin C og D fengju að gefa skýrslur í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki við aðal meðferð málsins. Héraðsdómur hafnaði kröfu héraðssaksóknara. Var sá úrskurður kærð ur til Hæstaréttar, en með dómi Hæsta - réttar var málinu vísað frá þar sem heimild til kæru skorti. Aðalmeðferð málsins fór því fram án þess að stefnandi og framangreind vitni mættu fyrir dóminn. Sá sem var ákærður í málinu, B , greindi svo frá atvikum fyrir dómi að hann hefði verið í húsinu og sumir hefðu verið orðnir mjög ölvaðir og hann ákveðið að fara af vettvangi . Hann lýsti því svo að D hefði átt orðaskipti við hann og svo veist að honum. Í fram haldi hefðu þeir allir þrír, þ.e. D , C og stefnandi, ráðist á hann með höggum og spörkum. Hann kvaðst svo hafa séð hníf á borðstofuborðinu, gripið hann og haldið á honum til að hrekja þá á brott, enda hefði hann verið orðinn illa leikinn eftir atlögu þeirra. Mennirnir þrír hefðu ráðist á hann aftur, stefnandi gripið í handlegg hans og haldið honum þannig að hann hefði ekki getað losað sig við hnífinn. Jafnframt skýrði hann frá því að einhver hefði gripið í úlpu hans og reynt að draga hana yfir höfuð hans í því skyni að fella hann, sem ekki hefði tekist, en hann hefði þó ekki getað séð vel í kringum sig af þessum sökum. Kvaðs t B svo hafa verið sleginn með stól í höfuðið og vankast við það og fátt muna eftir það fyrr en á slysadeild. Við meðferð sakamálsins neitaði B því alfarið að hafa stungið stefnanda. Hjá lögreglu taldi B aðspurður að hugsanlega væri möguleiki á því að hníf urinn hefði farið í stefnanda, þegar hann reyndi að verja sig meðan mennirnir voru að sparka í hann. Fyrir dómi kvað B það aldrei hafa verið ásetning sinn að stinga stefnanda og tók sérstaklega 4 fram að hann hefði ekki getað stungið hann þar sem stefnandi h efði haldið um þann handlegg sem hélt á hnífnum. Frásögnum vitna af atburðarásinni fyrir dómi bar ekki saman og flest urðu ekki vitni að sjálfum átökunum, en ekkert þeirra taldi sig hafa orðið vitni að því þegar stefn - andi fékk áverkana. Eins og rakið er a ð framan tókst heldur ekki að taka skýrslur fyrir dómi við aðalmeðferð málsins af stefnanda og tveimur öðrum vitnum. Þá fannst ekkert eggvopn á vettvangi sem gat samsvarað því að hafa valdið áverkum stefnanda, en hnífur í eldhúsvaski sem var haldlagður var ekki talinn koma til greina, auk þess sem ekkert blóð fannst á honum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá [ ... ] 2017 var ákærði B sýknaður af sakargiftum. Dómurinn taldi að ekki yrði með vissu dregin sú ályktun af framburði ákærða fyrir dómi eða öðrum gög num málsins að ákærði hefði stungið stefnanda af ásetningi. Taldi dómurinn enn fremur að vegna fjarveru vitna væri málið ekki nægilega upplýst. Spyrja hefði þurft þessi lykilvitni mun ítarlegar um málavexti svo gleggri mynd fengist af atburðarásinni. Var þ að mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni kæmu fyrir dóminn færi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæði d - liðar 3. mgr. 6. gr. mann - réttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Ákærði bæri ekki hallann af því að þessi nauðsynlegu vitni komu ekki fyrir dóminn. Bótanefnd barst 18. júní 2017 umsókn frá stefnanda þar sem farið var fram á að stefnanda yrðu greiddar bætur úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 69/1 995 vegna líkams - árásar sem hann hefði orðið fyrir þann 4. nóvember 2016. Með bréfi nefndarinnar, dags. 17. ágúst 2017, var stefnanda tilkynnt um þá ákvörðun nefndarinnar að hafna umsókn - inni. Í ákvörðuninni er rakið það meginskilyrði bótagreiðslu úr ríkis sjóði samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995 að bætur séu greiddar fyrir tjón sem verður vegna brota á almennum hegningarlögum. Þá beri nefndinni að meta sjálfstætt hvort tiltekið tjón sé afleiðing af refsiverðum verknaði ef tjónvaldur er ókunnur, hann f innst ekki eða er ósakhæfur, sbr. ákvæði 9. gr. laga nr. 69/1995. Í framhaldinu er rakið í bréfi nefndarinnar að atburðarásin í málinu sé næsta óljós. Fyrir liggi að maður á vettvangi hafi viðurkennt að hafa haldið á hníf þegar átök brutust út en hnífurinn hafi þó ekki fundist. Maðurinn hafi verið sýknaður af því að hafa stungið stefnanda af ásetningi. Vísar bótanefnd í kjölfarið til þess að atvik í málinu séu of óljós 5 til þess að unnt sé að slá því föstu að stefnandi hafi orðið þolandi refsiverðs verknaðar. Greiðslur bóta á grundvelli laga nr. 69/1995 komi því ekki til á lita. Stefnandi gaf aðilaskýrslu fyrir dómi. Lýsti hann atvikum á þann veg að hann hefði setið að drykkju með nokkrum félögum sínum en ágreiningur hefði orðið eftir að þeir komust að því að B hefði stungið inn á sig bjór og reynt að fela það. B hefði brug ðist reiður við athugasemdum stefnanda og í stað þess að fara heim eins og þeir hefðu beðið hann um hefði hann farið inn í eldhús og sótt hníf. B hefði haldið áfram að rífast við stefnanda og félaga hans og stefnandi og C fengið þá hugmynd að taka hnífinn af stefnanda. Stefnandi hefði sparkað í maga B en B hefði stungið hann þrisvar. Félagi hans hefði hringt á sjúkrabíl og sett handklæði yfir brjóstkassann til að stöðva blæðinguna. Stefnandi kvaðst hafa séð það greinilega að B hefði stungið hann og hann m yndi vel eftir atvikinu. Fyrir dómi lýsti stefnandi því að hann hugsaði stöðugt um þetta atvik, hann hefði forðast fjölmenni í kjölfarið og fengi oftlega martraðir. Stefnandi sagði ástæðu þess að hann hefði ekki gefið skýrslu við meðferð sakamálsins á sínu m tíma þá að hann hefði ennþá verið í áfalli og ekki viljað fara neitt. Fyrst og fremst hefði hann hins vegar verið mjög hræddur við B og það sem myndi gerast ef hann yrði dæmdur til fangelsis - vistar og kæmi síðan út. Þá hefðu skilaboð sem B sendi honum í gegnum Facebook vakið með honum ótta, þótt B hefði ekki beinlínis hótað honum. Stefnandi kvaðst aðspurður fyrir dómi ekki geta útskýrt þá áverka sem B hefði fengið umrætt kvöld. C og D hefðu hins vegar átt í átökum við B en hann hefði þó ekki séð þau með eigin augum. III. Málástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á því að stefnda beri að greiða honum bætur úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 69/1995, vegna þess líkamstjóns sem hann varð fyrir í árásinni 5. nóvember 2016, þar sem öll skilyrði laganna fyrir greiðslu bóta honum til handa séu uppfyllt. Vísar stefnandi í þessu sambandi til læknisvottorðs [ ... ] , dags. 10. nóvember 2016, þar sem fram komi að stefnandi hafi fengið lífshættulegan áverka af hnífstungu, enda hafi hnífurinn stungist það djúpt að gat kom á lungað. Þótt ekki hafi orðið hættuleg blæðing hefði eggvopnið hæglega getað án mikillar mótstöðu farið aðeins dýpra og valdið hættulegum blæðingum frá lunganu eða stungist í hjartað, sem er aðeins 6 nokkrum cm frá brjóstveggnum á þessu svæði. Slíkur áverki hefði hæglega getað verið banvænn og stefnanda blætt út á nokkrum mínútum. Með hliðsjón af framan greindu vottorði telur stefnandi að brot hins óþekkta geranda varði við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ljóst sé að stefnandi hafi hlotið tvo alvarlega áverka sem honum voru veittir með hníf. Samkvæmt framburði stefnanda sótti á kærði hníf í ágreiningnum en sá framburður fái stoð í fram - burði annars vitnis sem einnig segist hafa séð ákærða fara úr stofunni og koma til baka reiðan og með hníf. Þá hafi ákærði sjálfur viðurkennt að hafa haldið á hnífnum í átökunum þótt hann viðurkenn di ekki að hafa valdið stefnanda þeim áverkum sem hann hlaut. Sé framburður allra þessara aðila því samhljóða um það að hnífur hafi verið til staðar er átökin brutust út. Stefnandi telur að þrátt fyrir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ákærða sé nægjan lega leitt í ljós að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sem leitt hafi af refsiverðum verknaði. Ákvörðun ákæruvaldsins um að ákæra í umræddu máli leiði líkur að því að brot gegn ákvæðum almennra hegningarlaga hafi átt sér stað. Það sé vandséð hvernig hnífstu ngur þær sem stefnandi hlaut í umrætt sinn í átökum gætu ekki talist brot gegn almennum hegningarlögum. Verður því ekki annað séð en að skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995 sé uppfyllt. Þá sé óumdeilt að 6. gr. laganna sé einnig uppfyllt. Stefnandi ví sar til þess að það sé ekki skilyrði bóta samkvæmt 9. gr. laganna að tjónvaldur finnist. Bætur skuli greiða óháð því hver framdi verknaðinn. Áréttað sé að ekki séu jafn strangar sönnunarkröfur um málsatvik fyrir greiðslu bóta samkvæmt lögum nr. 69/1995 og séu til sakfellingar fyrir brot á almennum hegningarlögum. Þótt vafi um málsatvik hafi staðið sakfellingu í vegi standi hann ekki bótagreiðslu í vegi. Hann leiði eingöngu til þess að skilyrði 9. gr. laga nr. 69/1995, um að ekki sé vitað hver tjónvaldur sé, séu uppfyllt. Enginn vafi sé á þeim hluta málsatvika sem lúti að því hvort stefnandi hafi hlotið tjón af broti á almennum hegningarlögum, sem framið hafi verið innan íslenska ríkisins. Það sé því fullljóst að stefnandi hafi í átökunum hlotið tvær hnífstun gur. Sá vafi sem uppi sé í málinu snúi því einungis að því hver framdi brotið. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið telur stefnandi einsýnt að ákvörðun bótanefndar frá 28. júlí 2017 í máli nr. 241/2017 sé röng og því beri að ógilda hana. Í því f elist jafnframt að fallast beri á kröfu stefnanda um greiðslu skaðabóta sér til handa vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við líkamsárásina. 7 Stefnandi byggir kröfu sína um miskabætur, að fjárhæð 2.000.000. kr., á 3. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 69/1995 og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Eins og rakið sé hér að framan telji stefnandi að öll skilyrði laga nr. 69/1995 séu uppfyllt. Beri ríkissjóði því að greiða bætur vegna miska, sbr. 3. gr. laganna, þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur sé. Ljóst sé að stefna ndi hlaut líkamstjón í árásinni í skilningi a - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga , auk þess sem stefnandi telji árásina vera ólögmæta meingerð í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga enda hafi árásin verið sérlega fólskuleg og til þess fallin að vinna honum umtalsvert heilsutjón. Árásin hafi bakað stefnanda mikinn miska sem annars vegar felist í þeirri slæmu lífsreynslu að verða fyrir sérstaklega hættulegri líkamsárás og hins vegar í þeirri andlegu þjáningu að bera áberandi ör í andliti. Hafi atvi k þetta haft verulega neikvæð áhrif á daglegt líf stefnanda. Háttsemi hins óþekkta árásarmanns megi því heimfæra undir hina almennu sakarreglu skaðabótaréttar enda bendi öll gögn málsins til þess að líkamstjón stefnanda sé afleiðing árásarinnar. Með vísan til alls framangreinds telur stefnandi kröfu sína um miskabætur að fjárhæð 2.000.000. kr. bæði hóflega og sanngjarna. Krafa stefnanda um dráttarvexti styðjist við 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, og miðist upphafsd agur þeirra við mánuð eftir að stefnandi birti einkaréttarkröfu sína, þann 5. janúar 2017, en vextir fram að fjórum árum fyrir höfðun máls þessa falli niður vegna fyrningar. Málsástæður stefnda Aðalkrafa stefnda um sýknu Stefndi kveður óumdeilt í málinu að stefnandi hlaut áverka sem stafa af eggvopni, en atburðarásin á vettvangi sé næsta óljós þótt fyrir liggi að átök hafi brotist út. Þá liggi einnig fyrir að B , sá sem síðar var ákærður í málinu, hlaut einnig veruleg meiðsli í átökunum, m.a. þrjú stungusá r og höfuðkúpubrot. B hafi viðurkennt að hafa tekið upp hníf eftir að mennirnir þrír, þar á meðal stefnandi, veittust að honum með ofbeldi. Það hafi hann gert til að hrekja þá frá sér, en aldrei hafi vakað fyrir honum að stinga með hnífnum. Ekkert vitni ha fi séð þegar stefnandi hlaut áverka sína, en stefnandi sjálfur hafi talið að það hefði gerst í átökum þegar hann hefði gripið um hönd B sem hélt á hnífnum. Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákærði B hefði stungið stefnanda af ásetningi. Í því sambandi var m.a. tiltekið að ekkert blóð úr stefnanda hefði . Þá hafi 8 stefnandi borið um það, þegar skýrsla var tekin af honum fyrir dómi, að hann hefði komið á móti ákærða er hann hélt hnífnum á lofti, gripið í höndina sem hélt á hnífnum og sparkað í fætur hans, en allt framangreint sé í samræmi við það sem ákærði B bar einnig ekki á einn veg um þa B hefði stungið stefnanda af ásetningi voru ekki uppfyllt saknæmisskilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga og ákærði því sýknaður. Stefndi vísar til þess að það sé skilyrði fyrir greiðslu bóta á grundvelli laga nr. 69/1995 að unnt sé að slá því föstu að stefnandi hafi hlotið áverka vegna háttsemi sem varði við almenn hegningarlög. Það sé á hendi bótanefndar að leggja mat á þetta og við það mat hafi nefndin haft hliðsjón af sýknudómi héraðsdóms þar sem ákært var fyrir brot gegn 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga. Að mati stefnda hefði einnig getað komið til greina að ákæra fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. sömu laga en saknæmisskilyrðin hvað varðar bæði 211. og 2. mgr. 218. gr. séu þau að verknaðurinn hafi v erið framinn af ásetningi, sbr. 18. gr. almennra hegningarlaga. Stefndi telur ekkert hafa komið fram í málinu sem leiði að því líkum að áverkarnir sem stefnandi hlaut þann 16. nóvember 2016 hafi verið veittir honum af ásetningi. Stefn - andi hafi hlotið áver kana í átökum þar sem hann var einn af þremur á móti einum manni, sem greip til hnífs til að verja sig. Fyrir liggi að maðurinn var sýknaður vegna þess að ekki taldist sannað að hann hefði af ásetningi stungið stefnanda. Þar með sé ljóst að brotið varði ek ki við ákvæði 211. gr., sbr. 20. gr. eða 218. gr. , almennra hegningarlaga, sem geri ásetning að skilyrði fyrir refsingu. Er sérstaklega tekið fram í 18. gr. hegningarlaga að fyrir gáleysisbrot skuli því aðeins refsa að sérstök heimild sé til þess í lögunum , sem er ekki í framangreindum ákvæðum. Stefndi hafnar einnig fullyrðingum í stefnu um að nægilega sé í ljós leitt að stefn - andi hafi orðið fyrir tjóni sem leiddi af refsiverðum verknaði, þar sem ljóst sé að hann hlaut hnífstungur. Jafnvel þótt í ljós h efði verið leitt að ákærði hefði veitt honum áverk - ana, sem ekki sé þó ljóst samkvæmt héraðsdóminum, verði ekki þar með fullyrt að í því hafi falist brot gegn almennum hegningarlögum. Málsatvikin, að svo miklu leyti sem þau liggja fyrir, bendi til þess að stefnandi hafi við þriðja mann verið í átökum við einn aðila, sem hafi í kjölfarið einnig hlotið mikla áverka. Þannig skýri stefnandi svo frá í lögreglu - skýrslu sinni frá 5. nóvember 2016 að hann hafi fyrstur ráðist á manninn sem síðar var ákærður í málinu . 9 Stefndi telur að í málinu komi einnig til skoðunar sjónarmið um neyðarvörn sam - kvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í athugasemdum við 9. gr. frumvarpsins sem varð að lögum nr. 69/1995 er sérstaklega tekið fram að bætur verði ekki greiddar þegar hlutlægar refsileysisástæður eiga við, svo sem neyðarréttur, að um ásetningsverknað hafi verið að ræða eða refsivert gáleysi, þannig að unnt yrði að re því máli sem hér er til umfjöllunar. Fari svo ólíklega að dómurinn fallist á dómkröfu stefnanda um að ógilda ákvörð - un bótanefndar frá 28. júlí 2017 byggir stefndi á þv í að skilyrði séu til þess að lækka dómkröfuna verulega. Vísar stefndi að þessu leyti til 1. mgr. 8. gr. laga nr. 69/1995, um að við ákvörðun bóta samkvæmt lögunum gildi almennar reglur um skaðabótaábyrgð tjónvalds, þar á meðal um lækkun eða niðurfellingu bóta vegna eigin sakar tjónþola. Jafnframt segir í ákvæðinu að við mat á því hvort lækka beri eða fella niður bætur Stefndi telur að þótt málsatvik séu óljós bendi ýmislegt til þess að reglur um eigin sök tjónþola geti átt við í málinu. Í því sambandi bendir stefndi á að stefnandi var með tveimur öðrum mönnum í átökum við þann fjórða sem stóð einn á móti hinum þremur. S á sem var ákærður fyrir að veita stefnanda áverka hlaut einnig mjög alvarlega áverka í þessum átökum, og það bendi til þess að hann hafi átt í vök að verjast og hafi mögulega verið í þeirri stöðu að reglur um neyðarvörn samkvæmt 12. gr. almennra hegningarl aga gætu komið til skoðunar, eins og áður greinir. Þá beri einnig í þessu sambandi að líta til þess að stefnandi neitaði alfarið að mæta fyrir dóm við aðalmeðferðina og neitaði þannig að veita liðsinni sitt til að uppýsa málið fyrir dómi eða fylgja bótakrö fu sinni á hendur ákærða eftir fyrir dómi. Sé þetta að mati stefnda dæmi um háttsemi tjónþola eftir brotið sem heimilt sé að líta til við mat á því hvort lækka beri bætur, sbr. athugasemdir í frumvarpi við 8. gr. laganna. Með hliðsjón af framansögðu telur stefndi að lækka beri miskabótakröfu stefn - anda verulega, sbr. 8. gr. laga nr. 69/1995. Til stuðnings lækkunarkröfu stefnda er jafn - framt vísað til málsástæðna í umfjöllun um sýknukröfuna, sem að mati stefnda eiga að leiða til lækkunar miskabótakröfu, fal list dómurinn á hana. 10 IV. Í stefnu málsins er þess í senn krafist að ákvörðun bótanefndar samkvæmt lögum nr. 69/1995 frá 28. júlí 2017 í máli nr. 241/2017 verði felld úr gildi og að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð 2.000 .000 kr., auk vaxta sam - kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 5. nóvember 2016 til 5. janúar 2017 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, til greiðsludags. Af málatilbúnaði stefnan da er ljóst að fjárkrafa hans byggist á þeim rökum að ákvörðun bótanefndar í máli hans sé ekki bindandi gagnvart honum. Verður því ekki leyst úr fjárkröfunni án þess að taka afstöðu til þess málatilbúnaðar. Þar sem stefnandi hefur hvorki skýrt né sýnt fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá jafnframt sérstaklega leyst úr kröfu um að ákvörðun bótanefndar verði felld úr gildi er þeim þætti kröfunnar vísað sjálfkrafa frá dóminum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 12. maí 2005 í máli nr. 494/20 04, sem hefur sem yngri dómur fordæmisgildi umfram eldri dóma Hæstaréttar frá 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002 og 3. febrúar 2004 í máli 305/2004 þar sem sams konar kröfugerð var látin óátalin. Ljóst er að ákvörðun bótanefndar frá 28. júlí 2017 í máli nr. 241/2017 sem stefn - andi telur sig eiga að vera óbundinn af byggist á því að sá sem talinn var hafa veitt honum áverka með hnífstungu var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Þá taldi nefndin enn fremur að atvik málsins væru of óljós til þess að unn t væri að slá því föstu að stefn - andi hefði orðið þolandi refsiverðs verknaðar. Bótagreiðslur á grundvelli laga nr. 69/1995 kæmu því ekki til álita. Samkvæmt orðalagi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995 er það forsenda bótagreiðslu ríkissjóðs samkvæmt lögunum fyrir liggi dómur þar sem brot er heimfært til ákvæða almennra hegningarlaga. Önnur ákvæði laganna gefa enn fremur ótv írætt til kynna að ekki sé í lögunum gerð krafa um slíkan dóm, sbr. 9. gr. laganna, en þar kemur fram að greiða skuli tjónþola bætur nna bersýnilega með sér að bótanefnd getur þurft að leggja á það sjálfstætt sönnunarmat hvort skilyrði laganna um greiðslu bóta séu uppfyllt, sbr. m.a. 3. mgr. 14. gr., en samkvæmt því ákvæði er nefndinni heimilt að krefjast yfir - heyrslna fyrir dómi. 11 Í l jósi þessa er ekki unnt að draga þá ályktun af 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995, eins og ákvæðið verður skýrt með hliðsjón af öðrum ákvæðum laganna, að bótaréttur og þar með greiðsluskylda ríkissjóðs samkvæmt ákvæðinu einskorðist við tilvik þar sem dómur li ggur fyrir um brot á almennum hegningarlögum. Í samræmi við framangreint verður því að túlka 1. mgr. 1. gr. laganna með þeim hætti að bótanefnd sé samkvæmt ákvæðinu ætlað að leggja sjálfstætt mat á það hvort sú lýsing verknaðar sem krafa í máli er byggð á geti fallið undir ákvæði almennra hegningarlaga með hliðsjón af gögnum máls. Sú túlkun fær einnig stoð í dómaframkvæmd Hæstaréttar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002. Þegar bótanefnd tekur afstöðu til þess hvort átt hafi sér stað verknaður sem fellur undir ákvæði almennra hegningarlaga verður þó að hafa í huga fyrirmæli 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar um að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Samsvarandi ákvæði er einnig að finna í 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur þó verið gengið út frá því að ákvæði 2. mgr. 6. gr. mannréttindasá ttmálans sé ekki því til fyrirstöðu að unnt sé að dæma brotaþolum bætur úr hendi sakbornings í einkamáli þar sem minni kröfur eru gerðar til sönnunarfærslu, jafnvel þótt hann hafi áður verið sýknaður af ákæru í sakamáli vegna sömu háttsemi og bótaábyrgð er reist á. Af ákvæðinu leiði þó að vanda verði til þess hvernig slík niðurstaða sé rökstudd, en það ráðist þó af atvikum hverju sinni. Varðar þá mestu að ályktun um bótaskyldu verði ekki byggð á fullyrðingum um refsiábyrgð einstaklings sem þegar hefur verið sýknaður í sakamáli (sjá hér til hliðsjónar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá 10. desember 2020 í máli nr. 44101/13, Papageorgiou gegn Grikklandi, 46. til 48. mgr., og þá dóma sem þar er vitnað til). Í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar um sön nunarbyrði tjónþola er það stefnanda að sýna fram á að tjón hans falli undir ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995. Ljóst er að þau gögn sem fyrir liggja í málinu gefa ekki með skýrum hætti til kynna hver veitti stefnanda þá áverka sem um ræðir í málinu. Þá taldi Héraðsdómur Reykjavíkur ekki uppfyllt skilyrði til sakfellingar í sakamáli þar sem tiltekinn einstaklingur var ákærð - ur fyrir tilraun til manndráps gagnvart stefnanda. Hvað sem því líður liggur hins vegar fyrir samkvæmt læknisvottorði [ ... ] sem ra kið er í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá [ ... ] 2017 að stefnanda var veitt djúpt stungusár með hníf. Telja verður að í ljósi þessa hafi stefnandi sýnt nægilega fram á að hann hafi orðið þolandi verknaðar sem megi að minnsta 12 kosti heimfæra undir ákvæði 219. gr. almennra hegningarlaga, um líkamsmeiðingar af gáleysi. Með vísan til þess að bótaréttur samkvæmt lögum nr. 69/1995 er óháður því að vitað sé hver tjónvaldur er, sbr. 9. gr. laganna, verður að telja að stefnandi hafi sý nt nægi - lega fram á að þau atvik sem hann rekur miska til falli undir ákvæði laga nr. 69/1995, enda þótt ekki verði ráðið með neinni vissu hver veitti honum stungusárið. Þá verður jafnframt að hafna málsástæðum stefnda um neyðarvörn. Jafnvel þótt lagt yrði til grund - vallar að stefnandi hefði veist að öðrum manni í félagi við aðra, svo sem framburður ákærða B fyrir dómi við meðferð sakamálsins hljóðaði um, verður að telja að beit ing hnífs við slíkar aðstæður sé almennt umfram það sem réttlætanlegt er út frá sjónar miðum um neyðarvörn, sbr. dóm Hæstaréttar frá 25. nóvember 2010 í máli nr. 674/2009. 2. Stefndi hefur, sem fyrr greinir, krafist lækkunar á kröfu stefnda um miskabætur vegna meðábyrgðar stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 69/1995 gilda að öðru leyti en greinir í lögunum við ákvörðun bóta almennar reglur um skaðabótaábyrgð tjón - valds, þar á meðal um lækkun eða niðurfellingu bóta vegna eigin sakar tjónþola eða hins látna á tjóninu eða eigin áhættu. Við mat á því hvort lækka beri eða fella ni ður bætur samkvæmt þessu er heimilt að líta til háttsemi tjónþola eða umsækjanda fyrir brotið, við brotið eða eftir það. Í gögnum málsins eru takmarkaðar upplýsingar um tildrög þess að stefnandi fékk þá alvarlegu áverka sem bótakrafa hans byggist á. Eins o g rakið er í fyrrnefndum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá [ ... ] 2017 var ekkert vitni að því hvernig stefnandi hlaut áverkana. Við meðferð málsins fyrir dómi í þessu máli bar stefnandi að hann og félagi hans C hefðu fengið þá hugmynd að taka hnífinn af ákær ða í kjölfar þess að hann sótti hníf inn í eldhús í framhaldi af rifrildi þeirra. Þá bar stefnandi að hann hefði sjálfur sparkað í maga ákærða en ákærði hefði þá stungið hann þrisvar. Af gögnum málsins er hins vegar ljóst að framburður B fyrir dómi um það hvernig stefnandi fékk umrædda áverka var á allt annan veg. Þannig lýsti B því fyrir dómi að hann hefði gripið til hnífs eftir að stefnandi og tveir félagar veittust að honum með höggum og spörkum. Að þessu leyti verður að líta til þess að í læknisvottorð i [ ... ] sem rakið er í fyrrnefndum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá [ ... ] 2017 kemur fram að 13 ákærði í sakamálinu hafi hlotið áverka með hníf og auk þess brot á höfuðkúpu eftir barefli. Þrátt fyrir að frásögn stefnanda og þess aðila sem ákærður var fyrir at lögu að honum við meðferð sakamálsins séu hvor á sinn veg um atvik málsins er að mati dómsins ekki unnt að horfa fram hjá því að stefnandi bar sjálfur fyrir dómi að hann og félagi hans C hefðu átt frumkvæði að því að taka hnífinn af B og að stefnandi hefði sjálfur sparkað í maga hans í því skyni. Í samræmi við ákvæði 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður að leggja þessa lýsingu stefnanda til grundvallar við sönnunarmat í málinu. Í skýrslu sinni fyrir dómi við meðferð sakamálsins 10. nóvember 2016 bar stefn - andi auk þess að B hefði verið reiður, sótt hníf og öskrað og að hann og C hefðu óttast hann. Síðar í sömu skýrslutöku segir stefnandi hins vegar að hann hafi ekki átt von á því að B mundi stinga eða gera eitthvað meira og að eftir á að hyggja hefði verið betri hugmynd að hlaupa í burtu en að sparka í B . Í ljósi þess sem að framan er rakið verður að telja að stefnandi eigi að minnsta kosti að hluta sök á því tjóni sem hann varð fyrir. Er þá óhjákvæmilegt að líta til þess að bæði st efnandi og B fengu verulega áverka en engin vitni hafa greint frá því hvernig þeir áverkar komu til. Verður stefnanda því gert að bera hluta tjóns síns í málinu sjálfur, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 69/1995, og þykja miskabætur til hans því hæfilega ákveðn ar 500.000 krónur. Vaxtakrafa stefnanda í málinu byggist á 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, en samkvæmt því ákvæði skulu kröfur um skaðabætur bera vexti frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað. Með vísan til or ðalags ákvæðisins verður fallist á að krafa stefnanda í málinu beri vexti frá 5. nóvember 2017. Að því er varðar kröfu um dráttarvexti hefur stefnandi byggt á því að upphafsdagur þeirra skuli miðaður við 5. janúar 2017, en þá hafi verið liðinn mánuður frá því að stefn - andi birti einkaréttarkröfu sína. Stefnandi hefur hins vegar ekki lagt fram nein gögn í málinu um birtingu einkaréttarkröfunnar og verður sú yfirlýsing, gegn mótmælum stefnda, því ekki lögð til grundvallar. Um þetta atriði varðar þó mestu að ekki verður sé ð að stefnda hafi verið birt krafan fyrr en með umsókn stefnanda til bótanefndar 18. júní 2017. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefnandi hafi sent nefndinni önnur gögn en sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá [ ... ] 2017. Í ljósi þess hversu mikil óvi ssa var talin um atvik málsins í fyrrgreindum dómi og þess að stefnandi leitaði ekki dóms um kröfu sína fyrr en þegar stefna málsins var þingfest, rúmlega fjórum árum eftir að 14 bótanefnd hafnaði kröfu hans, er rétt að dráttarvextir miðist við dómsuppsögu í þessu máli. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður stefnda gert að greiða stefnanda máls - kostnað að teknu tilliti til þess að ekki er fallist að öllu leyti á kröfu stefnanda í málinu, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þykir sá máls kostnaður hæfilega ákveðinn 500.000 kr. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Við upp - kvaðn ingu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Kröfu stefnanda, A , um að felld verði úr gildi ákvörðun bóta nefndar samkvæmt lögum nr. 69/1995 frá 28. júlí 2017 í máli nr. 241/2017 er vísað frá dómi. Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda 500.000 krónur í miskabætur, auk vaxta sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 5. nóvember 2016 til 16. maí 2022, e n frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga til greiðslu - dags. Þá skal stefndi greiða stefnanda 500.000 krónur í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson