Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19 . ágúst 2020 Mál nr. S - 2934/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Vasily Khachiuridze Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 5. maí 2020, á hendur Vasily Khachiuridze , kt. [...] , [...] , fyrir skjalafals og brot á lögum um útlendinga með því að hafa, miðvikudaginn 24. apríl 2019, framvísað í Arion banka að Borgartúni 18 í Reykjavík, í blekkingarskyni, grunnfölsuðu litháísku kennivottorði nr. [...] , á nafni A , fd. [...] , með gildistíma frá 16.03.2017 til 16.03.2027. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og h. lið 2. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess e r ennfremur krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á framangreindu kennivottorði samkvæmt heimild í 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins í dag og boðaði ekki forföll en í fyrir kalli sem var ásamt ákæru birt í Lögbirtingablaði 9 . j úní síðastliðinn var tekið fram að yrði ekki sótt þing af hans hálfu mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann væri ákær ður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum, sbr. heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] og er [...] ríkisborgari. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 27. apríl 2020 , hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með hliðsjón af sakarefni þessa máls þykir refsing á kærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu d óms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ger t upptæk t til ríkissjóðs kennivottorð , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari. Harpa Sólv eig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Vasily Khachiuridze , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði al mennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Kennivottorð er gert upptækt til ríkissjóðs. Harpa Sólveig Björnsdóttir