1 Árið 201 9 , f östu d aginn 29. nóvember , er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, sem háð er af Sigurði G. Gíslasyni héraðsdómara að Austurvegi 4, Selfossi, k veðinn upp í máli nr. S - 190 / 201 9 : Ákæruvaldið ( Elimar Hauksson saksóknarfulltrúi ) gegn Hannesi Krist mund s syni (Sv einn A ndri Sveinsson lögmaður ) svofelldur d ó m u r : Mál þetta e r höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi, 3. m aí 2019 , á hendur Hannesi Kristmundssyni, [ ] I. fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfar anótt sunnudagsins 9. júlí 2017 , á g angst étt við gatnamót Fossheiðar og Nauthaga á Selfossi, veist að A , fellt hann í jörðin a og haldið honum þar niðri og síðan þrýst hné sínu á munnsvæði A með þeim afleið ingum að hann hlaut bólgna vör og tvær ge rvitennur losnuðu úr gervigómi sem hann bar. ( 318 - 2017 - 7430 ) Telst brot ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. II. fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst 2017 , inni á sale rnisaðstöðu á skemmtistaðnum [ ] Selfossi, veist að A , hrint honum í gólfið og re kið hné sitt í andlit A með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar fyrir ofan hægri augabrún og sár á ne fhrygg . (318 - 2017 - 9533) Telst brot ákærð a varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmd ur til refsi ngar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Eink aréttarkrafa: Í málinu er gerð krafa af hálfu A , um að ákærða verði gert að greiða honum skaða - og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 450.104 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38, 2001 um vex ti og verðtryggingu af fyrrgreindri fjárhæð frá 20. ágúst 2017 til þess d ags er mánuður er liðinn frá því að bóta krafa þessi er birt sakborningi , en dráttarvaxta frá þeim degi skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Einnig er þess kraf ist a ð hinum kærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða s amkvæmt síðar framlögðum málskostna ðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Þá er málið jafnframt höfðað með ák æru Héraðssaksóknara, dags. 2. júlí 2019, á h endur á kærða fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðf aranótt sunnudagsins 12. júlí 2015, á lögreglustöðinni á Selfossi, ítrekað hótað lögreglumanni num B , sem var við skyldustörf, lífláti. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrri ákær a n var þingfest 13. j ú ní 2019 , e n seinni ákær an var þingfest 18. júlí 2019 og voru málin sameinuð un di r málanúmerinu S - 190/2019 . Ákær ði neitar sök skv. ák æru 3. maí 2019, en játar sök skv. ákær u 2. júlí 2019. Aðalmeðferð fór fram 8. nóvember 2019 o g var málið dómtekið að henni lokinni. A f hálfu ákæruvalds eru gerðar þær kröfur se m að ofan greinir. Af hálfu bótakrefjanda eru gerðar sömu kröfur og greinir í ák æru dags. 3. maí 2019. Af hálfu ák ærða er kra fist sý knu af öllum kröfum ák æruvalds sem varða ákæru 3. maí 2019, en til v ara vægustu r efsingar sem lög leyfa. Varða ndi 3 einka réttar kröfuna er aðallega krafist frávísunar, en t il vara ver ul egrar lækk unar á bótum. Af hálfu ákærða er kr afist vægustu refsingar sem lög leyfa vegna ák æru 2. júlí 2019. Þá er krafist málsvarnarlauna til handa skipu ð um verjanda, sem greiðist úr ríkissjóði. Málavextir Með hliðsjón af því að ákærði hefur játað sök sk v. ákæ ru 2. júlí 2019 verður ekk i gerð s érstök g r e in fyr ir málavöxtum vegna þeirra sakargifta. Ák æra 3. maí 2019 Ákæruliður I Í frumskýrslu lögreglu vegn a þeirra a tvika sem lýst er í þessum ákærulið segir að aðfaranótt 9. júlí 2017 hafi lögregla verið við eftirlit á Selfossi og komið au ga á mann liggjandi á jörð inni, hvar 3 menn hafi s t aðið yfir honum. H a fi lögregla stöðva ð för sína og farið að athuga þetta . Við komu lögreglu hafi brotaþoli sagt að mennirnir hafi ráðist á sig. Hafi brotaþoli verið f enginn t il að koma inn í lögregl ubílinn og hafi þar skýrt frá því að hafa verið að g anga heim á leið þegar maður að nafni Hannes hafi ráðist á si g og rifið hann n i ður í jörðina og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Hafi brotaþol i t ekið ú t úr sér gervigóm þa r sem hafi vantað 2 framtennur. H afi brotaþola svo verið ekið heim á lei ð. Þá hafi lög regla rætt við Hannes, þ.e. ákærða, og hafi ákærði ský rt frá því að b r otaþoli hafi sýnt óg nandi tilburði og hótað að drepa ákærða. H a fi ák ærði rifið brot aþola í jörðina o g haldið honum niðri. Kvaðst aðsp urður ekki hafa kýlt brotaþola. Þá ræddi lögre gla einnig við C , sem þarna var, en eftir honum er það haf t í frumskýrslunni að brotaþoli hafi hótað að drepa ákærða og verið með ógnandi tilburði. Hafi þá ákærði tekið b rotaþol a niður og sett hann í lás. Brotaþoli kom á lögreglustöð þann 27. júlí 2017 og gaf þar framburð sin n. K v aðst hann hafa verið á skemmt i st a ð num [ ] umrætt kvöld og far ið þaðan fótgangandi milli kl. 03:30 og 04:00. Hann hafi ve r ið að ganga í átt að Háengi , þ a n gað sem hann hafi ætlað. Þá hafi hann or ðið var við að ákærði hafi komið hlaupandi á eftir sér, ásamt 2 mönnum. L ý sti br o taþoli því að menn þessir hefðu hótað að berja hann og drepa. Hafi ák ærði sv o náð að fella brotaþola með því að taka um fætur hans. Þ a r sem brotaþoli hafi legið í götunni hafi ákærði kýlt sig með krepptum hnefa nokkur hö gg 4 sem hafi lent á hægri vanga og v í ðar í andlit i. Hafi brotaþoli hniprað sig saman og ák ærði bo grað yfir honum og svo sest ofan á hann og þá rekið hnéð í munnsvæði brot a þ ola þannig að þrýstingur hafi komið á tennurnar sem hafi losnað, en brotaþoli ha fi ekki getað hreyft sig. Ákærði hafi sv o sest klofvega ofan á brotaþola með klofsvæðið framan við andlit brotaþo la og hafi þá tanngómurinn [sic.] sem hafi losnað hrokkið ofa n í háls brotaþola sem hafi neyðst til að kyngja þeim. Ákærði gaf skýrslu hjá l ögreglu vegna þessa og kannaðist vi ð atviki ð og að hafa tekið brotaþola niður í götuna. K vaðst hins vegar ekki muna eftir að hafa slegið brotaþola h nefahöggi í andlit og kvað ól í k legt að h ann hafi þrýst hné sínu að munni brotaþo la svo að tennur hafi losnað og brotaþoli neyðst til að kyngja þeim. Ka n naðist ek ki við að hafa hótað brotaþola lífláti , en rétt væri að þeir hafi rifist . Við skýrslutökuna var ákærða kynnt bótak rafa brota þ o la og kvaðst ákærði vera til bú i nn að gr eiða tannlæknakost nað og kvað sennilegt að hann hefði rekið hnéð í andlit brotaþo la þegar hann hafi ve r i ð að standa upp frá honum , en kannaðist ekki við að hafa rekið hnéð í hann viljandi. Lýsti því að fætur hans ha f i annað hvort verið á jörðinni eða á bringu brotþ ola, hann myndi það ekki alveg. Í seinni ský rslu sinni, þann 21. febrúa r 2019, kvað ákærð i að hann myndi ekki hvort fætur hans hafi verið á jörðinni eða bringu brotaþola , en hann hafi setið ofan á honum. Lö g r egla tók jafnframt skýrslur af vit nunum C og D . C kvaðst ekki haf a séð ákærða kýla brotaþola með k repptum hnefa, en hann hefði fellt hann og verið ofan á honum og beitt hnénu einhvern veginn g agnvart honum. D kvað ákærða hafa verið ofa n á brotaþola og hal d ið honum niðri með afturendanum og minnti að hné ák ærða hafi verið á jörðin ni sitt h voru megin við brotaþola. Í sly savot torði E tannlæknis , dags. 11. júlí 2 017, segir að brotaþol i hafi bólgnað upp á ng. vör hægra megin og misst tvær tennur, nr. 12 og 13 úr efra góms heilgómi. Bólgan á ng . v örinni hafi verið vel greinan leg á þriðjud e ginum 11. júlí 2017. Setja þurfi nýjar tennur í góminn. Þá segir í upp lýsingaskýrs lu um samtal lögreglu við téðan tannl ækni að tals verðan kraft þyrfti til að losa tennurnar ú r plastgóminum og bólga á vörinni v æri vísbending um það. Þá fylgja rannsóknargögnum ljósmyndir þar sem þar sem sést að tvær tennur vantar í efri góm hægra megi n. Ekk i e r u efni til að rekja frekar málavexti vegna þessa ák æruliðar . Ákæruliður II 5 Í frumský r slu lögreglu vegna þessa ákær uliðar kemur fram a ð borist hafi tilkyn nning um líkamsárás á skemmtistaðnum [ ] . Fór lögregla á vettva ng og hitti þar fyrir F dyrav örð og var brotaþ oli með honum , en í frumskýrslu er nafn dyravar ðarins ranglega tilgreint sem [ ] . Kvaðst F hafa tilkynnt um málið og skýrði frá því að ákærði væri gerandinn. Kvaðst F ekki hafa orðið vitni að árásinni, en hann hafi vísað ákærða út af skemmtistaðnum eftir árásina, sem hafi átt sér stað á salerni sk emmtistað arins. Er í frumskýr slunni h af t eftir ákærða a ð hann hafi veri ð á salerninu þegar á kærði hafi komið að honum. Hafi kom ið fram hj á ákærða að hann vildi sættir veg na þess sem að ofan er lýst sbr. ákærulið I, en það hafi brotaþoli ekki vilj að. Hafi þ á ákærði orðið mjög æstur og náð að d raga efri búk brotaþola niður og fram á við og reka hné í andlit hans. Er haft eftir brotaþ ola að dyrav örður hafi sv o komið og hent ákær ða út af staðnum. Kvaðst brotaþoli vera með sprungna vör og áverka á nef i og hafi f engið tal sverðar blóðnasir. Segir að ofa r lega á nefi hans hafi mátt sjá 1 sm rispu eða skurð. Í framburðarskýrslu sinni hjá lögreglu ve g n a þessa skýr ði brotaþoli svo frá að inni á salerninu hafi ákærði be ðið sig afsökunar á hinu fyrra atviki og ós kað eftir að hann drægi til baka kæru vegna þ e ss atvik s, en því hafi brotaþoli neitað. H a f i þá á kærði orðið brjálaður og ráðist á sig. H af i ákæ r ði sparkað undan honum fótunum og síðan sparkað í trekað í andlitið á sér. K vaðst b rotaþoli haf a verið á hækjum sér þegar ákærði hafi ítrekað sparkað m eð hné í andli tið á honum. Engin vitni hafi verið að þessu. Menn he fðu verið á salerninu en verið farnir f ram þegar þetta hafi gerst. Þegar árá sinni hafi verið lokið hafi dyravörður komið inn og hjálpa ð sér fram í anddyri. Vitn ið F dyravörður ský rði lögreglu frá þ ví að hafa gengið in n á salernið og séð þa r brotaþola ha lda um nefið á sé r , en brotaþ oli hafi verið með blóðnasir og verið yfir vaskinum. Hafi brotaþoli sagst hafa verið kýldur af ákærða. F haf i þá fylgt ákæ rða út af staðnum, en síðan hugað að brotaþola o g þrifið upp blóðið. Aðsp urður kvað F að þegar hann hafi k omið inn á saler nið hafi brotaþoli og ák ærði báðir verið þar, en engin átök verið á milli þeirra. Þá gat F þess a ð þegar hann hafi vísað á kæ rða út þá hafi hann spurt hver s vegna þetta hafi verið og h afi ákærði sagt að þetta hafi verið út af fyrra m áli á milli þeirra. Vitnið G skýrði frá því að hafa verið að vinna á [ ] og hafa fe ngi ð Sn apchat frá ákærða og í þv í hafi sta ðið að einn aumingi hafi fengið hné frá honum í andlitið [ ] . S kjáskot af skilabo ð unu m er meðal rannsóknargagna og kemur þar einnig fram að ákærði kveður þetta hafa verið smá sly s rakst í hann . 6 Ákærði ský rði lög reglu frá því að hann myndi til þess að hafa verið að ríf ast eitthvað við ákærða á salerninu og að hafa rifið eitthvað í han n en muni ekki hvað hafi gerst meira . Kannaðist við að hafa verið vísað a f staðnum, en það hafi verið eftir að hann hafi veri ð komin n af salerninu . Kvaðst hann hafna bótakröfu á kæ rða en vera reiðubúinn að greiða tannlæknakostnað. Við seinni skýrslugjöf sín a , þ ann 22. ágúst 2019, en sú fyrri var 5. fe b r úar 2018, k vaðst ákærði muna að hafa rifið í brotaþola og tekið hann upp að ve gg , en kvaðst síðan ekki muna þetta alveg og hafi hann verið mjög ölvaður. Kvaðst heldur ekki muna eftir að hafa sent framangreint S nap chat. Í vottorði H sérnámslæknis í heimilislækningum, dags. 16. febrúar 2018, segir að brotaþol i hafi k o mið á bráða móttöku í kjölfar áverka sem hann hafi hlotið þann 20. ágúst 2017. Hafi hann skýrt frá því að hafa or ðið fyrir líkam sárás þannig að hafa f engið ítre kuð hnés pörk í andlit og höfuð, um 4 5 sinnum. Hafi f engið blóðnasir en ekki misst meðv itnund . B ólga og mar sé fyrir ofan hægri auga brún, um 3 x 4 sm að stærð. Yfir enni sjáist dreifðar litlar yfirb orðs húðblæðingar. Á nefhr y gg sé s ár, um 1 x 0,5 s m a ð stærð o g storknað blóð yfir því. Ekki þarf frekar að rekja málavexti vegna þessa. Fo rse ndur og n iðurstaða Ákærði skýrði svo frá við aðalmeðferð, að því er varðar fyrri lið ák æru 3. maí 2019 , að þeir hafi verið [ ] a ð skemmta sér og brotaþol i hafi átt einhver orðaskipti við þá. Þeir h afi verið að ganga heim , ákærði og C og m ögul ega ein h v er einn í viðbót , og hitt brotaþola þarna og hafi hann byrjað með einhver leiði ndi og ýtt eitthvað við ákærða. Hafi ák ærði tekið brotaþola niður. Kv aðst ekki m una hvaða orðaskipti þetta hafi verið , en þau hafi ekki verið á góðum nótum. Nána r aðs purður kvaðst ák ærði hafa ýtt ákærða niður á grasið og legið ofan á honum . Hafi ákærði ekki kýlt brotaþola eða neitt. Hafi haldið í föt ákærða framanverð þegar ha nn ha f i tekið b rotaþola niður. Kvaðst ha ld a að hann hafi líka brugðið fæti fyrir bro t aþola þeg ar hann hafi tekið h ann niður. Aðspurður kvaðst á kærð i engar skýringar hafa á því að tvær gervitennur hafi vantað í brot a þola . E kki hafi ákærði gert brotþo la neitt eft i r að h afa tekið h a n n n iðu r. Brota þoli hafi verið skelkaður og legið áfram eftir þv í ákær ða minni. Bro taþoli hafi ekki svarað neitt fyrir sig. Svo hafi lögreglan komið. 7 Sér staklega aðspurður kvaðst ákærði ekki kannast v ið að hafa þrýst hné sínu að munnsvæ ð i b rotaþola. Ákærði k vaðst hafa farið niður með brot aþola og legið ofan á honum. Hné ákæ rða hafi verið niður með síðum brot aþola. Aðspurður vegna framburðar síns hjá lögreglu kvað ákærði að hann myndi ekki til að haf a reki ð hné í andlit brotaþola þegar h ann hafi verið að standa upp frá honum. Kvað st hafa verið tilbúinn að greiða kannski 30 - 40 þúsund k róna tann læknakostnað til að leysa málið , án þess að hafa þó talið að hann hafi gert brotaþo la nokk urn hlut. Kvaðst hafa verið talsvert ölvaður og minni sit t um þetta kvöld hafi mögulega skerst vegna þess. Kv aðst ekki geta útilokað að hné ák ærða hafi komið nálægt munn i brotaþola, en kann aðist ekki við það. Ekki hafði ák ærði neinar skýringar á áverkum brotaþola og kvaðst ekk i hafa séð neina áverka á honum. Kan n aðist ák ærði við þann framburð sinn hj á lögreglu að fætu r hans kunni að hafa verið á bri ngu brotaþola og að það gæti alveg passað. Kvaðst halda að hann hefði mu nað það ef hné hans hefði farið í andlit brotaþola þannig a ð tvær tennur hafi losnað. Um það s e m varða r seinni ákæruliðinn kvaðst ákærði muna frekar lítið eftir þessu. Ákærði hafi hit t brotaþola á klósettinu en kvaðst ekki muna neitt meira. Ákærði hafi verið töluvert ölvaður, aukin heldur að langt sé um liðið. Kv aðst þó muna að þe ir hafi talað sama n og ekki verið að rífast. Kvaðst ekki muna að hafa verið vísað út af skemmtistaðnum. Kva ðst ekki muna eftir Snapchat skilaboðunum. Kvaðst ekki muna eftir að hafa sjálfur fundið fyrir neinum áverkum á sér daginn eftir. K vað st telja að hann hefði munað það s em honum er gefið að sök ef það hefði gerst. Kvaðst aðeins muna þegar þeir hafi hist , en kvað st t.a.m. ekki muna hvor þeirra hafi verið á undan á salerninu. Kvaðst ekki muna neina áverka á brotaþola. Kvaðst e kki muna ti l að þeir hafi rifist, en að þeir ha f i átt einhver orðaskip ti, en gat ekki sagt um hvað það hafi verið. Kv aðst ekki muna hvor þ eirra hafi farið út af klósettinu á undan og kvaðst raunar ekki m una eftir að hafa farið þaðan ú t. Ákærði staðf esti þann framburð sinn hjá lögreglu að hafa rifist vi ð brotaþola á salerninu og að hafa rifið eitthvað í hann. Kvaðst ekki m una eftir Snap chat s kilaboðunum, en kvaðst þekkja G og hafa oft átt í samskip tum við hana. Kvaðst ekkert vit a hvort hann hafi sent þetta sjálfur og hafa eng a hugmynd um það. Brotaþoli A kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og lýsti því, að því er varðar fyrri ákæruliðinn, að hann hafi verið á leið til vinar síns frá [ ] og þá heyrt hróp og köll á eftir sér. Hafi þar ve rið á kærði og tjáð sig um að hann ætlaði að berja brot aþola fyrir að hafa stungið undan manni sem vinni í [ ] , en það sé ekki rétt. K o nan hafi 8 verið hætt með þeim manni þeg ar atvik hafi gerst milli brotaþola og ko nu þessarar. Svo hafi á kærði komið og slegið brotaþola niður og sagt a ð ætti að gjalda fyrir að h afa stungið unda n h i num ónefnda manni. Hafi ák æ rði kýlt sig ítrekað með þ e im afleiðingum að tönn hafi brotnað úr föstum gómi , auk annarra áverka. Þegar tönnin hafi losnað hafi brotaþ oli legið í jörðinni og ákærði setið klofvega yfir sér og kýlt sig. Þannig hafi tönnin farið. Svo hafi lögreglan komið og skakkað leik inn. Það hafi verið annar maður með ákærða, C að nafni og hafi hann séð þetta. Kvaðst ekki muna eftir að D ha fi komið þarna að. Brotaþoli kvaðst hafa verið ölvaður, en muna þetta þó alveg . Aðspurður um lýsingu sína á þessu hjá lö greglu kvað b rot aþoli að tennurnar h afi losnað þegar ákærði hafi rekið hnéð í munnsvæði hans , en langt sé um liðið. Þetta hafi verið 2 tennur. Þá lýsti bro taþoli því að ákærði h afi komið á eftir sér með 2 menn með sér, þ.e. Ágúst og annan ti l . Aðspurður kv aðst brotaþ oli haf a farið niður við að hafa verið snúinn niður eða felldur. Ákærði hafi svo verið ofan á sér og setið klofvega þar sem brotaþoli hafi legið á bakinu í jö rðinni og reynt að verja sig. Kvaðst ekki hafa fundið tennurnar losna, e n hann hafi fun dið þegar h ann hafi kyngt þeim. Kvaðst alveg viss um það að ák ærði hafi þrýst hné s ínu svo fast að munnsvæði brot aþola að tennurna r haf i við það losnað . Um það sem lýst er í seinni ákærulið kvað brot aþoli að hann hafi verið á salerninu á sk e mmtistaðnum , n ý b úinn að k asta af sér vatni. Hafi þá ák ærði komið inn á salernið og hótað sér því að ef hann drægi ekki til baka k æruna vegna hins fyr ra atviks, þá myndi hann þurfa að gjalda fyrir það. Svo hafi ákærði ráðist á sig. Hafi á kærði byrjað að ký l a sig og ráðas t á sig og reynt að nefbrj óta sig. Hafi ák ærði sparkað í nef brotaþola. Lýsti brotaþo li því að þeir hafi staðið hvort mót öðru m og á kær ði hafi tekið um axlir brotaþola og beygt hann fram á við og rekið hné ð upp í andlitið á honum. Þá hafi á k æ rði líka greit t sér hnefa högg, f leiri en eitt, áður en hann hafi rekið hnéð í andlitið á honum . Hafi brotaþoli bólgnað allur í framan við þetta og ha fi fossblæt t úr nefinu. Þ essu hafi lokið þegar dyravörður hafi komið inn á salernið. Br ot aþoli kvaðst hafa verið ölvaður en alveg me ð á n ótunum. Vitnið C kom fyrir dóminn og l ýsti þv í , varðandi fyrri ákæruliðinn, að hafa verið á l eiðinni [ ] ásamt ákærða og rekist á brotaþola. Þeir hafi átt samskipti við hann fyrr um kvö ldið. Ákærði og brotaþol i hafi farið að kýta og ha fi brotaþoli ý tt við ákærða. Þá hafi ákærði fellt brotaþola niður og verið að stumra yfir honum og garga á ha nn. Svo hafi lögreglan komið í beinu framhaldi. Meðan brotaþoli hafi verið í 9 jörðinni hafi ákærði verið niðri líka . Ákærð i hafi verið með annað hnéð svona á búk eða mjöðm brotaþola og hendurnar einhvern ve ginn hinu megin og verið eitthvað að öskra á hann. Hafi ákærði haldið bro taþola n ið r i með hnénu. Ekki hafi vitnið séð nein hnefahögg e ða önnur högg. Einhver orðaskipti hafi verið þarna um konu vinnufélaga þeirra ákærða, sem hafi átt vingott við brota þola , en brotaþoli hafi verið að gorta sig af því á barnu m. Vitnið kvaðst hafa verið mjög ölvaður og á kærði hafi líka verið ölvaður. Vitnið kvaðst ekki hafa séð áverka á brotaþol a og ekki að hann væri tannlaus. Aðspurð ur kvað vitnið að þeir hafi ekki verið að elta brotaþo la, heldur bara hitt hann. K vaðst ekki ha fa séð fætur á kærða við andlit brotaþola. Annar fóturinn , eða hnéð, hafi verið á mjöðm hans og hinn á jörðinni. Vitnið I lögregluma ð u r k om fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið ásamt J lögreg lumanni við eftirlit á Selfossi og séð brotaþola liggjandi í jörðinni og hafi sta ð ið yfir honum 3 menn . H a fi verið athugað með þe tta. Brot aþoli hafi kom ið inn í lögreglubílin n með vitninu , en J hafi rætt við þá h ina sem hafi verið þarna. Brotaþoli hafi sa gt skýrt frá atvikum og sýnt vitninu að það vantaði tennur í góminn. Vitnið kvað aðspurð að hún hafi ekki séð nein átök, heldur aðeins að brotaþoli hafi legið í jörðinni og 3 m enn verið yfir honum. Þetta hafi ve rið eins og þetta væri búi ð þarna. Kvaðst aðs purð ekki muna sérstaklega eftir því hvað brotaþoli hafi sagt , umfram það að hann hafi borið um að hafa verið kýldur. Vit nið staðfesti frumskýrslu sína. Vitnið J , fyrrverandi lögregl umaður, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið við eftirlit á Selfossi ásamt lögreglumanninum I þar sem þau hafi komið að brotaþola liggj andi á jörðinni og hafi einhverjir menn staðið yfir honum. Þau hafi stoppað o g fe n gi ð brotaþola yfir í lögreglubílinn til að ræða við I , en vitnið hafi rætt við mennina sem hafi staðið yfir brotaþola. Þeir hafi sagst hafa snúið brotaþola niður, en brotaþoli hafi verið með ógnandi tilburði. E i nn hafi sagst hafa snúið brotaþola niður og hi n n staðfest það. Brotaþola hafi svo veri ð ekið heim. V i tnið kvaðst ekki mu na eftir að hafa séð áverka, en rámaði í að tennur hafi farið úr gómi. Vitnið E tannlæknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og kvað brotaþola haf a komið til sín vegna br áðati l viks eftir að haf a verið kýldur eða sparkað í hann að faranótt 8. júlí 2017. Hafi vi tnið skoðað þetta og myndað og látið lögreglu hafa þær my ndir. Hafi þar sést að 2 tennur úr gervigómi hafi fallið úr, þ.e. tönn 11 og 12, en þar hafi líka sést að á móts vi ð þessar tennur ha fi n eðri vörin verið bólgin , en brotaþoli hafi komið til hennar 3 dögum eftir atvikið. Vitnið lei ðrétti sig aðspurð og 10 kv að tennurnar sem hafi tapast vera tennur 12 og 13. Þurft hafi að setja nýjar tennur í góminn. Aðspurð kvað vitnið að b rotaþoli hafi fe n gið gervitennur í efri og neðri góm í ágúst 2015 og þær hafi haldið eftir það . Hafi brotaþoli tuggið og bitið vandalaust frá þeim tíma . Eitthvert átak þurfi til að losa tennu rnar úr góminum , en kvað st ekki geta lýst því hversu mikið, en þ e tta gerist ekki a f sjálfu sér. Áberandi hafi verið að þetta hafi verið nákvæmlega á móts við bólgn u neðri vörina . Eitthvað utanaðkoma n d i h afi komið á vörina . Vitnið D g af skýrslu gegnum síma vi ð aðalmeðferð og skýrði frá því um hinn fyrri ákær ulið að h a f a verið þarna á gangi og k omið að þessu og þá hafi ákærði legið svona ofan á brotaþola og verið eitthvað að öskra á ha nn. Ákærði hafi verið með rassinn ofan á brjóstkassa brotaþola og hnén svona kannski upp a ð öxl brotaþola. Brotaþoli hafi ekki verið að g era neitt sem vitnið hafi séð. Vitnið kvaðst ekki hafa séð nein högg eða s pörk eftir besta minni. Kvaðst ekki muna til þess að hafa séð fót ákærða fara nærri andliti brotaþola. Hné ákærða h afi verið nálægt andliti brotaþola, en vitnið kvaðst ekki geta sa g t til um hvort hné hafi farið í andlit. Hn é gæti hafa verið á öxl. Ákærði hafi verið klofvega yfir brotaþola , en gat ekk i fullyrt hvort hné ákærða hafi verið á öxlum brotaþola eða þar á jörðinni. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa séð hné ákærða fara í a ndlit brota þola. Vitnið K lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að aðfaranótt 20. ágúst 2017 hafi hann komið að skemmtistaðnum [ ] vegn a líkamsárásar, en kvaðst ekki muna vel eftir þessu. Utan dyra haf i þeir hitt brotaþola sem h afi lýst samskiptum sínum við ákærða . Ha fi b r otaþoli lýst því að ákærði hafi viljað sættir veg na hins fyrra máls en þegar brota þoli hafi ekki kært sig um sættir þá hafi á kæ rði snöggreiðst og togað sig niður á við og rekið hnéð up p í andl i t brotaþola. Síða n hafi dyraverðir vísað ák ærða af staðnum. Brotaþoli hafi ve rið mjög ölvaður o g verið með skurð u .þ.b. 1 sm ofan á nefinu. Kvaðst ekki geta sagt til um hvort brotaþo la hafi b lætt , en kvaðst ráma í að hann hafi haft blóðkám út á k i nn , en kvaðst ekki geta sa g t til um hvort það hafi verið mikið eða lítið. Á vettvangi hafi þeir hitt F dyra v örð, en fyrst hafi orðið rugl ingur á nöfnum og verið skr áð í frumskýrslu að það hafi verið [ ] , en þeir [ ] F o g [ ] . Ekki hafi þeir hitt ák ærða . Dyra v örðurinn hafi ek ki orði ð vitni að árás, en hafi vísað ákærða út af staðnum. V itnið lýsti því að brotaþo li hafi lýst því myndrænt hvernig hann hafi verið togaður n iður og gefið högg í andlit með hné. Ekki hafi ver ið hik á svörum hans, en hann hafi talað hægt og rólega. Vitnið sta ð festi frumskýrslu sína. 11 Vitnið L lög reglumaður kom fyrir dóm inn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa komið að skemmtistaðnum [ ] 20. ágúst 2017 vegna líkamsárásar, e n þega r þeir hafi komið á vettvang hafi þe tta verið yfirstaðið. Gerandi hafi verið f a rinn og brotaþoli k ominn út. Þeir ha fi tekið niður framburð brotaþola og reynt að ná yfirsýn yfir þetta. Brotaþoli hafi verið í þ okkalegu standi, en í smá uppnámi og með s jáanlegar skrámur eða sku rð og blóðkám. Brot aþoli hafi sagt frá því að hafa farið in n á salernið og hitt þar ákærða og þe ir átt í orðaskaki og það endað með árás . Vitnið minnti að brotaþoli ha fi lýst hnoði og að ákærði hafi svo lagt brotaþola h á lf undir si g og sett hnéð í andlitið á honum. Vitnið staðfesti það sem lý st er í frumskýrsl u. V itnið F ko m fyrir dó minn við aðalmeðferð og skýrði frá þv í að hafa verið við vinnu sína sem dyravörður [ ] 20. ágúst 2017 og komið þar inn á s alernið. Þar hafi brotaþoli verið og allur blóðugur í framan og haldið um andlitið og hafi blæt t úr nefi hans og á vaskin n. Kvaðst vi tnið hafa spurt hver ha fi gert þetta og svo fylgt brotaþola út. Brotaþoli hafi verið einn inni á baðinu þegar vitnið hafi komið þar inn. Vitnið kv að st ekki hafa séð neinn koma þar út. Br otaþoli hafi bent sér á á kærða sem geranda og haf i vitnið vísað ák ærða út . Ákærði hafi ekki gert neina athugasemd við það. Vitnið H læknir gaf skýrslu gegnum síma við a ðalmeðferð og sk ýrði frá því hafa skoðað brotaþola vegna þess sem lýst er í ákær ulið 2. Brotaþoli h afi komið á bráðamóttö ku til að fá áv e rka sína met na . Vitnið hafi séð bólgu og mar fyrir ofan hægri augabrún og yfirborðshúðblæðingar á enni. Hafi jafnframt verið sár á nefhrygg og stork nað blóð. Þetta hafi allt verið áverkar í andliti. Brotaþoli h afi skýrt frá því að hafa orði ð fyrir líkamsá r ás um nóttina. H afi hann lýst því að h afa ítrekað fengið hnéspörk í andlit og höfuð , u.þ.b. 4 - 5 sinnum en ekki misst me ðvitund , en fengið blóðnasir. Frásögn brotaþola geti vel passað við áverka hans. Vitnið G ko m fyrir dóminnn við aðalmeðferð og skýrði f r á því að hafa verið að vinna á barnum [ ] aðfaranótt 20. ágúst 2017 . Aðrir barþjón ar haf i vitað um atvikið löngu á undan henni og hún ekki ein u sinni vitað hver hafi komið við sögu. Ákærði hafi um nóttina sent hen ni Snapchat um að það hefði gerst smá slys og hún sp urt hvað það hafi verið. Hafi ák ærði svarað henni einhvern veginn þannig að það hafi eitthvað andlit lent á hnénu á sér , eða eitthvað þannig. Kvaðst vitnið ekki vita meir. Vitnið kvaðst hafa verið í s ams kiptum við ákærða á Snapchat á þessum t ím a o g þekkja ákærða , en þ a u hafi verið að hittast á þessum tíma. Ekki hafi þau rætt þett a at vik síðan. Vitninu var sýnd útprentun af umræddu Snapchat s kjáskoti úr síma vitnisins og staðfesti vitnið það. Vitnið kva ðst ekki geta sagt til um tí masetningu skilabo ð anna . 12 Að því er varðar fyrr i lið ákæru 3. maí 2019 liggur þannig fyrir skv. fr amburð i ákærða sjálfs, brotaþola, sem og annarra vitna, að ákærða og brotaþ ola lenti saman umrætt sinn. Þá liggur jafnframt fyr ir að eftir þ au viðskipti vantaði 2 gervi tennu r í ge rvigómi sem brota þ oli bar, en um þetta má t.a.m. vísa til framburðar vitn anna I og J , auk vottorðs E tannlæknis og framburðar hennar. Þá liggur jafnf ramt fyri r að vör brotaþola bólgnaði, en þetta má s já á ljósmyndum og þá kom þetta t.d. fram í frambu r ði vitnisins E . Í fram burði ák ærða kom fram að ákærði hafi fellt brotaþola í jörðina og haldið honum þar , en þetta styðst jaf nframt við framb urð brotaþola sjálfs og þeirra vitn a sem voru á vettv angi. Í ák æru er því lýst að ák ærði hafi þrýst hné sínu að munnsvæði brotaþola með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgna vör og að gervitennurnar losnuðu úr gervigóminum. Þessu hefur brotaþoli l ýst, en við aðal meðferð kvað ák ærði hné sín hafa verið með síðum brota þola, en síðar í fram burði sínum kannaðist ákærði v ið þann framburð sinn h já lögreglu að fætur hans hafi verið á bringu brotaþola og að það gæti verið. Vitnið C lýsti þv í við aðalmeð ferð að annað hné ákærða hafi verið við eða á mjöðm brotaþola en vitnið D kvað hné ákærða haf a verið nál ægt andliti brotaþol a . L jó st er að gervitennurnar losnuðu ekki úr gervigóminum af sjálfsdáðum og að eitthvað varð til þess að vör brotaþola ból gnaði eins og lýst hefur verið. Með hliðsjón af þes su, sem og þeim áverkum sem ák ærði bar og lausu gervitönnunum, er hafið yfi r skyns a mle gan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í þessum lið ákæru og er þar réttilega heimfærð til r efsiák v æ ðis. Um það sem greinir í seinni lið ákæru 3. maí 2019 eru aðeins ákærði og brotaþoli til vitnis um það sem gerðist á salerni ske mmtis taðarins [ ] . Hefur brotaþoli skýrt frá því , allt frá upphafi er ha nn ræddi við lögreglu í beinu framhaldi, að ák ærði hafi rekið hné sitt í andlit brot aþola og veitt honum þá áverka sem greinir í ákærunni. Um atburðinn hefur verið fátt um svör hjá ák ærða, en hann kveðst muna það eitt að hafa hitt b r otaþola á s alerninu umrætt sinn, en kvaðst t.d. ekki muna hvað þeim hafi þar farið á milli, né heldur hvor þeirra hafi farið af salerninu á undan eða hvor hafi komið þ angað inn á undan hinum. Vitnið F , d y ravörður [ ] , lýsti þv í við aðalmeðferð að hafa komið inn á salernið og þá hafi brotaþoli verið þar ei nn og alblóðugur og haldið um andlitið. Hafi brotaþoli strax nefnt ákærð a sem vald að þessu og lýsti vi tnið því að hafa vísað ákærða út [ ] , án þe ss að á k ærði hafi þótt neitt athugavert við það. Þá ligg ur fyrir f ramangreint s kjáskot af skilaboðum sem s end voru úr síma ákæ rða í 13 síma vitnisins G , þar sem ák æ r ði lýs ir því að einn aumingi h afi fengið hné ákærða í andlit sitt. Fyrir liggur að þessi skilaboð v o ru send þessa nótt og hefur vitnið G staðfest það, en jafnframt hefur ákærði ekki ge fið á skilaboðum þessum neina skýringu og liggur ekkert annað fyrir en að hann hafi sent þau sjálfur. Þá liggur fyrir skv. læ knisvottorði og framburði vitnisins H , sem og f ra mburði brotaþola og annarra vitan, að eftir þetta bar ákæ rði þá áverka sem lý st er í ákær u og er ekki n o kkur hlutur í m álinu sem bendir til þess að þá á verka hafi brotaþoli fengið á annan hátt en þann sem lýst er í ákær u. Á hinn bóginn þykir ekki vera h afið yfir skynsamlegan vafa að ák ærði hafi hrint brotaþola s vo sem greinir í á kæru. Er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þann verknað sem lýst er í þessum hluta ákærunnar og er þa r r éttilega heimfærður t il refsiákvæðis. Með hlið s jón af skýlaus ri játningu ákærða , sem er í samræmi við gögn málsins, er jafnframt hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru Héraðssaksó knara 2. júlí 20 19 og er þar réttilega heimfærð til ref s i á kvæðis. Samkvæmt framansögðu hefur ák ærði unnið sér til re fsingar. Samkvæm t sakavott orði ákærða gekkst hann undir sátt vegna umferðarlagabrots þann 13. febr úar 201 5 og þá var frest að ák æru gegn ho num þann 24. febr úar 2016 vegna brots gegn 1. mgr. 106. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, skilo r ð sbundið í 2 ár , en þar mun vera um að ræða sama mál og greinir í ákæru H éraðss aksóknara 2. júlí 2019. Hefur þannig sakaferill ákærða ekki áhrif á ákvörðu n refsingar hans nú. Við ákvörðun refsingar ber að hafa hliðs jón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en j afnf ramt má lita til þess að nokk uð er um liði ð frá brotum ákær ða, einkum þá broti hans 12. júlí 2015. Er hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í 2 mánuði , en rétt er að fresta fullnustu refsingar inna r og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ák ærði almenn t skilo rð 5 7. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Með há ttsemi sinni gagnvart A , brotaþola skv. ákær u 3. maí 2 019, hefur ákærði bakað sér bótaskyldu. Hefur brotaþoli krafist miskabóta skv. 2 6. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993 , kr. 200.000 fyrir hvora ár ásina , auk þess kr. 31.454 vegna tan n læknakostn aðar og þján ingab ætur skv. 3. gr. nefndra skaðabótalaga að fjárhæð kr . 18.650 kr. fyrir 10 dag a . H efur ekki verið gerður sérstakur efnislegur ágrein i ngur um þetta af hálfu ákærða en þó kr afist lækkunar á bótafjárhæð. Er rétt að ákærði greiði brotaþola kr. 350.1 04 í bætur, en þar meðtalið eru miskabætur a lls að fjárhæð kr. 14 3 00.000 sem þykja hæfilegar. S kulu bætur bera vexti og dráttarvexti eins og grei n ir í dómsorði , en bótakrafan var kynnt á kærða við skýrslugj öf hans hjá lögreglu þann 5. febrúar 20 18. Þá ber að dæma ákærða t i l að greiða b rotaþola málskostnað við að halda fra m bótakröfu sinni og er hann hæfilega ákveðinn kr. 750.000 að teknu tilliti til virðisauka skatts. Ennfremur ber að dæ ma ákærða til gr eiðslu alls sakarkostnað ar sbr. 235. gr. lag a n r . 88/2008 um meðferð sakamála en skv. yfirlit i ranns akara nemur út lagður k os tnaður kr. 66.960 og ber ákæ rða að greiða hann ásam t því að greiða málsvarnar l aun skipaðs verjanda síns, kr. 632.400 að meðtöldum virðisaukaskatti, au k aksturskostnaðar verjandans, kr. 39.600, en jaf n framt ber ákærða að greiða kostnað vegna vitnisins G , kr. 7.992. S i gurður G. Gíslason héraðsdómari k veður upp d óm þennan . D Ó M S O R Ð : Ákærð i , Hannes Kr ist mundsson , sæti fangelsi í 2 mánuði . Fres ta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að lið num 2 árum haldi ák ærði almennt s kilo rð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á kærði greiði A kr. 350.104 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. , sbr. 4. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. ágúst 2017 til 5. mars 201 8, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði A kr. 750.000 í m álskostnað. Ákærði greiði sakarkostnað, al ls kr. 746.952, þ.m. t. má lsvarnarlaun skipa ðs verjanda síns , Sveins Andra Sveinssonar lögman ns , kr. 632.400 og aksturskostnaður verjandans, k r. 39.600. S i gurður G. Gíslason