D Ó M U R 11 . febrúar 2 02 2 Mál nr. E - 967 /20 19 : Stefnandi: Eyjólfur Orri Sverrisson ( Jón Sigurðsson lögmaður) Stefnd i : Íslenska ríkið ( Óskar Thorarensen lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 11 . febrúar 202 2 í máli nr. E - 967 /20 19 : Eyjólfur Orri Sverrisson ( Jón Sigurðsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu ( Óskar Thorarensen lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 17. janúar sl., var höfðað 6 . mars 20 19 . Stefnandi er Eyjólfur Orri Sverrisson , [..., ...] . Stefnd i er íslenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu í Reykjavík . Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að eftirtaldar stundir sem stefnandi varði í ferðir á vegum Samgöngustofu, sem vinnuveitanda, séu vinnutími í skilningi 1. tl. 52. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum: 1. Vegna vinnuferðar f rá Íslandi til Tel Av í v í Ísrael og til baka: a) Frá kl. 5.00 til kl. 8.00 þann 26. febrúar 2018. b) Frá kl. 16.00 til kl. 20.30 þann 26. febrúar 2018. c) Frá kl. 16.00 til kl. 23.59 þann 1. mars 2018. d) Frá kl. 00.01 til kl. 05.00 þann 2. mars 2018. 2. Vegna vinnuferðar frá Íslandi til S á di - Arabíu og til baka: a) Frá kl. 04.15 til kl. 8.00 þann 12. nóvember 2018. b) Frá kl. 16.00 til kl. 23.59 þann 12. nóvember 2018. c) Frá kl. 00.01 til kl. 02.40 þann 13. nóvember 2018. d) Frá kl. 22.15 til kl. 23.59 þann 18. nóvember 2018. e) Frá kl. 00.01 til kl. 8.00 þann 19. nóvember 2018. Loks krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar . I Stefnandi starfar sem flugvirki hjá Samgöngustofu . Almenn starfsstöð hans er að Ár múla 2 í Reykjavík. Greinir hann á við stefnda um það hvort tiltekinn tími , utan dagvinnutíma, sem varið var í ferðir erlendis á vegum vinnuveitandans teljist vinnutími í skilningi 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á 2 vinnustöðum, en þar segir að vinnutími sé sá tími sem starfsmaður sé við störf, til taks fyrir atvinnurekandann og inni af hendi störf sín eða skyldur . Byggir stefnandi á því að ferðirnar teljist til vinnutíma en stefndi hafnar þeim skilningi. Ágreinings laust er að stefnandi fór þær ferðir sem raktar eru í dómkröfu hans og að þar var um að ræða ferðir vegna starfs hans hjá Samgöngustofu. Þá er óumdeilt að stefnandi skráði umræddan tíma sem vinnustundir í sérstakt vinnustundakerfi Samgöngustofu, en stofnun in breytti þeirri skráningu í kjölfarið. Undir rekstri málsins kallaði dómurinn eftir ráðgefandi álit i EFTA - dómstólsins og bar upp eftirfarandi spurning ar : 1. Ber að skýra 2. gr. tilskipunar ESB nr. 2003/88/EB á þann veg að sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns í þágu og samkvæmt fyrirmælum vinnuveitanda, til vinnustaðar sem ekki er hin reglubundna starfsstöð starfsmanns, þegar sá tími fellur utan hefðbundins dagvinnutíma, sé vinnutími? 2. Hefur þýðingu þegar spurningu 1 er svarað, hvort ferðalag sta rfsmanns á vegum vinnuveitanda er innanlands eða milli landa? 3. Hefur þýðingu þegar spurningu 1 er svarað hvernig vinnuframlagi er háttað meðan á ferðalaginu stendur? Með ráðgefandi áliti 15. júlí 2021 í máli E - 11/20 veitti EFTA - dómstóllinn eftirfaran di svör: til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi star f sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst 2003/88/EB frá 4. nóvember 2003 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma. Það skiptir ekki máli hv ort ferðast sé einvörðungu innan yfirráðasvæðis EES - ríkjanna eða til eða frá þriðju ríkjum lúti ráðningarsambandið landslögum EES - ríkis. 2. Ekki er nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna fer fram meðan á Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi , Ketill Már Björnsson, flugvirki og trúnaðarmaður starfsmanna hjá Samgöngustofu, Ólöf Friðriksdóttir, mannauðsstjóri Samgöngustofu, Einar Örn Héðinsson, sem var framkvæmdastjóri á því sviði Samgöngustofu þar sem stefnandi starfaði þegar atvik 3 málsins áttu sér stað, en vitnið er nú í tímabundnu leyfi frá störfum , og Gunnar Björnsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins , en hann var skrifstofustjóri kjara - og mannauðssýslu ríkisins þegar atvik málsins áttu sér stað . II Stefnandi byggir á því að viðurkenna beri fyrrgreindar ferðir, utan dagvinnutíma, sem vin n utíma, enda séu uppfyllt skilyrði 1. töluliðar 1. mgr. 52. gr. laga nr. 46/1980. Í þeim efnum sé tími í dómkröfu miðaður við ferð að heiman þar til komið sé á gistist að (hótel) á áfangastað erlendis . Ekki sé þó deilt um þann tíma sem falli innan dagvinnutíma, enda sé sá tími viðurkenndur sem vinnutími. Stefnandi sé dagvinnustarfsmaður og venjubundinn dagvinnutími hans á milli kl. 8 og 16 virka daga. Starfsstöðin sé að Ármúla 2 í Reykjavík. Vinnuskýrslur sýni fram á skráningu stefnanda á vinnutíma, en Samgöngustofa , sem teljist til stefnda, hafi bakfært þá skráningu í kerfi sínu , en slíkt hafi verið óheimilt og falið í sér brot á réttindum stefnanda . Sú skráning sé grun dvöllur allra launaútreikninga og samkvæmt henni reikn i st réttindi stefnanda, svo sem til hvíldartíma, orlofs o.fl. Ferðirnar til Ísraels og S á di - Arabíu hafi verið hluti af eðlilegri vinnu stefnanda og verið utan venjubundinnar starfsstöðvar hans. Ósamræmi s gæti í afstöðu stefnda þar sem hann álíti ferðatíma innan dagvinnutíma teljast til vinnutíma en hafni því síðan að sambærilegur ferðatími utan dagvinnutíma teljist til vinnutíma. Uppfyllt séu skilyrði fyrrgreinds ákvæðis laga nr. 46/1980 og 2. gr. tilsk ipunar 2003/88/EB fyrir því að um vinnutíma hafi verið að ræða. Tíminn verði annaðhvort að teljast vinnutími eða hvíldartími. Annað komi ekki til greina. Ljóst sé að ekki hafi verið um hvíldartíma að ræða. Málatilbúnaður stefnanda fái stoð í dómframkvæmd E vrópudómstólsins og EFTA - dómstólsins. Viðurkenning á vinnutíma snúi að lágmar k skréttind um stefnanda sem launþega. Misbrestur á slíkri viðurkenningu leiði til þess að hann njóti ekki lágmarksréttinda samkvæmt lögum og kjarasamningi, meðal annars um hvíldartíma, frítökuréttindi, orlof og önnur starfstengd réttindi. Afstaða stefnda leiði til þess að stefnandi njóti ekki lögbundins hvíldartíma. Stefnandi byggir einnig á því að stefndi hafi í reynd fallist á skilning hans með viðurkenningum og greiðs l uf yrirkomulagi. Þessu tengt þá skorti jafnræði í framkvæmd stefnda, en hér sé um að ræða brot gegn 65. gr. stjórnarskrár og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Nánar tiltekið sé afstaða stefnda til vinnuferða innan dagvinnutíma og utan dagvinnutíma mismunan di . Þá séu fordæmi fyrir því að Samgöngustofa hafi vegna ferða flugvirkja erlendis greitt þeim yfirvinnugreiðslur þegar vinnutími hafi náð yfir lengri tíma en sem nemi dagvinnutíma. Forstjóri stofnunarinnar hafi einnig samþykkt vinnuskýrslur flugvirkja veg na slíkra ferða þar sem samþykktur vinnutími hafi náð langt 4 út fyrir dagvinnutíma, bæði vegna þess tíma sem ferðalög taka en einnig vegna útkalla á áfangastað. Einnig sé hér um að ræða tilvik þar sem flugvirkjar fari til starfa utan reglubundinnar starfsst öðvar innanlands. Ferðir stefnanda hafi verið farnar með samþykki yfirmanna og hljóti að fela í sér samþykki við því að ferðatíminn teljist allur vinnutími. Engin stoð sé fyrir þeim greinarmun sem stefndi vilji gera á ferðatíma og vinnutíma. Hafna beri al farið þeim skilningi stefnda að til dæmis ákvæði greinar 5.5 í kjara sa mningi, sem varð i greiðslu álags vegna ferðatíma, geti leitt til þess að tími sem varið sé til ferða sé ekki skilgreindur sem vinnutími lögum samkvæmt. Kjar a samningur stéttarfélags stefn anda, Flugvirkjafélags Íslands, og stefnda geti raunar ekki haft áhrif á það hvort fallast beri á stefnukröfuna, svo sem fyrrgreind grein 5.5 eða grein 1.1.3.4.2, til dæmis um fastlaunafyrirkomulag, sem feli í sér að flugvirki skuldbindi sig til að skila a llt að 191 klukkustund á mánuði fyrir fullt starf án sérstakrar yfirvinnugreiðslu. Í síðastnefndu kerfi felist að 18 klukkustundir séu mismunur umsamins tímafjölda og mánaðarlegrar dagvinnu, en þær greiðslur hafi átt að mæta áreiti utan venjulegs dagvinnut íma, svo sem vegna tölvupósta og símtala, sbr. grein 1.1.3.4.1. Í öllu falli yrði að líta svo á að jafnvel þótt dómurinn teldi að samið hefði verið um að tími sem fæli í sér vinnuferðir erlendis teldist ekki til vinnutíma þá væru slík ákvæði ólögmæt og hefðu ekkert gildi gagnvart stefnanda. Með þeim væri þá enda brotið í bága við 1. mgr. 52. gr. laga nr. 46/1980. Ákvæði laganna, sem og fyrrgreindrar tilskipun a r, gangi enda framar samningsákvæðum. Einnig sé byggt á því að ákvörðun um að hafna því að viðu rkenna ferðatíma stefnanda sem vinnutíma sé stjórnvaldsákvörðun og ólögmæt sem slík. Hún brjóti enda gegn ákvæðum laga nr. 37/1993 og meginreglum stjórnsýsluréttar. Nánar tiltekið sé jafnræðisregla 11. gr. laga nr. 37/1993 brotin með því að mismuna stefnan da samanborið við aðra flugvirkja sem vinna verkefni utan starfsstöðvar en þó á Íslandi. Auk þess hafi meðalhófs ekki verið gætt, sbr. 12. gr. laganna, og rannsóknarregla hafi ekki verið virt, sbr. 10. gr. laganna. Við þetta bætist að brotið hafi verið geg n réttmætisreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar . III Stefndi hafnar málatilbúnaði stefnanda og b yggir á því að skipulag vinnutíma sé á forræði forstöðumanns að því marki sem lög og kjarasamningar heimili slíkt. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna skuli samið um vinnutíma í kjarasamningum. Lögskýringargögn með breytingarlögum nr. 68/2003 styðji dómkröfur stefnda. Ná nar tiltekið sé þar tekið af skarið um það að skilgreining gildandi laga á hugtakinu vinnutíma miði st við virkan vinnutíma. Undir það hugtak falli ekki ferðir á borð við þær 5 sem birtist í dómkröfu stefnanda. Þessi skilningur stefnda samræmist einnig þjóðré ttarleg ri skuldbindingu Íslands samkvæmt EES - samningnum. Stefndi vísi til greinar 5.5 í kjarasamningi stefnanda sem leiði í ljós að stefnandi eigi ekki rétt til yfirvinnu vegna ferðatíma erlendis, enda hafi þegar verið samið um sérstakt álag vegna óhagræð is af slíkum ferðum. Framkvæmd stefnda sé í samræmi við lög og kjar a samning. Eðli starfa sé mismunandi. Ekki sé unnt að jafna tilvikum þar sem starfsmenn starfa að jafnaði á fastri starfsstöð og ferðast einstaka sinnum við aðstæður þar sem starfsmenn sé u mikið á ferðinni í störfum sínum. Tilvísunum til laga nr. 37/1993 sé hafnað, enda eigi þau ekki við um skýringu á kjara - og ráðningarsamningi stefnanda. Um einkaréttarlega samninga sé að ræða. Hið sama eigi við um meginreglur stjórnsýsluréttarins. Þá sé því mótmælt að jafnræðisregla helgi stefnanda þann rétt sem ekki sé fyrir hendi samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. Að teknu tilliti til þessa sé ekki fallist á það að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 37/1993 eða meginreglum stjórnsýsluréttar. Jafnvel þótt komist væri að þeirri niðurs töðu að stjórnsýslulög ættu við bæri að hafna málatilbúnaði stefnanda í þeim efnum, þ.e. um 10. gr., 11. gr . og 12. gr. laganna og meginreglur stjórnsýsluréttar. Því sé alfarið hafnað að Samgöngustofa hafi með viðurkenningum eða greiðslufyrirkomulagi fall ist á réttmæti krafna stefnanda. Loks sé umfjöllun um einhliða breytingu skráninga vinnustunda hafnað. Vissulega hafi Samgöngustofa þó hafna ð skráningu á vinnutíma sem bersýnilega hafi verið ferðatími. I V Aðilar deila um það hvort tiltekinn tími í tengslum við vinnuferð ir stefnanda erlendis fyrir Samgöngustofu teljist vera vinnutími í skilningi 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980. Stefnandi vísar einkum til þess að þetta lagahugtak beri að túlka til samræ mis við vinnutímatilskipunina svokölluðu, þ.e. tilskipun 2003/88/EB um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma, sem leysti af hólmi eldri tilskipun 93/104/EB um sama efni. Ekki er um það deilt að stefnandi fór umræddar ferðir vegna vinnu sinnar og hefur stefndi ekki vefengt að í dómkröfunni sé tekið mið af raunverulegum ferðatíma stefnand a , enda þótt ýmsum rökum sé teflt fram gegn þeim málatil b únaði stefnanda að hér sé í reynd um að ræða vinnutíma . Stefnandi setur ekki fram fjárkröfu í málinu heldur krefst viðurkenningar á því að fyrrgreindu r tími skuli teljast vinnutími í skilningi 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980 . Þetta er stefn an da heimilt, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, enda hefur hann lögvarða hagsmuni af viðurkenningarkröfu í málinu , meðal annars þar sem ákvörðun vinnutíma tengist hagsmunum sem ekki hafa beina fjárhagslega skírskotun, 6 svo sem ákvörðun hvíldartíma, sbr. 53. gr. til 55. gr. laga nr. 46/1980. Tilhögun stefnanda á kröfugerð sinni veldur því aftur á móti að engu verður hé r slegið föstu um það hvort og þá eftir atvikum hvaða greiðslur vinnuveitandi hans skuli inna af hend i ef fallist verður á dómkröfu stefnanda . Eins og áður er rakið var undir rekstri málsins leitað eftir ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins um túlkun vinnutímahugtaks 2. gr. tilskipunar 2003/88/E B . Niðurstaða þess dómstóls lá fyrir 15. júlí 2021 og var í megindráttum sú að tími sem varið væri í ferðalög utan hefðbundins vinnutíma, rétt eins og í tilviki stefnanda, til annars áfangastaðar en f astrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi st ö rf eða skyldur, að kröfu vinnuveitanda, teldist vinnutími í skilningi 1. töluliðar 2. gr. tilskipunar 2003/88/EB. Í þeim efnum skipti ekki máli að mati EFTA - dómstólsins hvort ferðast v æri einvörðungu innan yfirráðasvæðis EES - ríkjanna eða til eða frá þriðju ríkjum , enda lyti ráðningarsambandið landslögum EES - ríkis. Þá væri ekki nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna færi fram meðan á ferðunum stæði. Að mati dómsins er fyrrgreind niðurstaða EFTA - dómstólsins studd haldbærum rökum og verður hún því lögð til grundvallar við mat á þeirri þjóðréttarlegu skuldbindingu sem felst í vinnutímahugtaki 2. gr. tilskipunar 2003/88/EB. Eftir stendur það álitaefni hvort og þá hvernig sú skuldbind ing hefur verið innleidd í íslenskan rétt . Í þeim efnum kemur jafnframt til skoðunar ákvæði 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Þar er mælt á þann veg að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES - samningin n og þær reglur sem á honum byggja. Af dómi Hæstaréttar 24. janúar 2013 í máli nr. 10/2013 og dómi Hæstaréttar 9. desember 2010 í máli nr. 79/2010 verður ráðið að lögskýring samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 tekur eðli máls samkvæmt til þess að orðum í íslen skum lögum verður svo sem framast er unnt gefin merking sem rúmast innan þeirra og næst kemst því að svara til sameiginlegra reglna sem gilda eiga á Evrópska efnahagssvæðinu. Slík lögskýring getur á hinn bóginn ekki leitt til þess að litið verði fram hjá o rðum íslenskra laga eins og rakið er í hinum tilvitnuðu dómum Hæstaréttar. Samkvæmt 1. tölulið 52. gr. laga nr. 46/1980 telst vinnutími sá tími sem starfsmaður er við störf, til taks fyrir atvinnurekandann og innir af hendi störf sín eða skyldur. Ákvæðið var fært í núverandi horf með breytingarlögum nr. 68/2003. Af athugasemdum með frumvarpi til laganna verður ráðið að með frumvarpinu hafi einkum verið stefnt að því að innleiða fyrri vinnutímatilskipunina svokölluðu, þ.e. tilskipun 93/104/E B um ákveðna þæt ti er varða skipulag vinnutíma, eins og henni hafði verið breytt með tilskipun 2000/34/EB. Af formálsorðum fyrri vinnutímatilskipunarinnar verður ráðið að eitt helsta markmið hennar hafi verið að stuðla að öryggi og heilbrigði launþega, meðal annars með þv í að tryggja þeim ákveðinn hvíldartíma. Tilskipunin skilgreindi hugtakið vinnutíma sem þann tíma sem starfsmaður er við störf, eða er 7 vinnuveitanda innan handar og innir af hendi störf sín eða skyldur í samræmi við innlend lög og/eða réttarvenju, sbr. 1. t ölulið 2 . gr. tilskipunarinnar. Hugtakið hvíldartími var skilgreint þannig að það væri einfaldlega sá tími sem ekki teldist vinnutími, sbr. 2. tölulið sömu greinar. Efnislega óbreyttar skilgreiningar er að finna í 1. og 2. tölulið 2. gr. síðari vinnutímati lskipunarinnar, þ.e. tilskipunar 2003/88/EB, sem einnig hefur verið tekin upp í EES - samninginn. Er henni ætlað að stuðla að sömu markmiðum og fyrri tilskipunin að þessu leyti. S amhljómur er þannig með markmiðum fyrrgreindra EES - reglna og þeirra markmiða sem almennt búa að baki lögum nr. 46/1980, en með þeim er einkum leitast við að tryggja launþegum öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sbr. a - lið 1. gr. laganna. Í a thugasemd um með frumvarpi því er síðar varð að breytingarlögum nr. 68/2003 , en þau lög færðu 52. gr. laga nr. 46/1980 í núverandi horf, segir meðal annars : sem starfsmaður er við störf, er til taks fyrir atvinnurekandann og innir af hendi störf sín eða skyldur. Vinnuhlé þar sem ekki er krafist vinnuframlags, neysluhlé, launaður biðtími, ferðir til og frá vinnustað eða reglubundinni starfsstöð og sérstakir frídagar falla ekki undir þessa skilgreiningu á vinnutíma þótt greiðslur komi fyrir, enda er miðað v ið virkan vinnutíma en ekki greiddan. Sem dæmi um tíma sem ekki telst til virks vinnutíma eru kaffi - og matartímar, jafnvel þótt sá tími sé greiddur, bakvaktir, kallvaktir, gæsluvaktir og þess háttar, svo lengi sem starfsmaður er ekki kallaður til starfa. Sé starfsmaður hins vegar kallaður til starfa Stefndi byggir einkum á því að í hinum tilvitnuðu orðum birtist sá löggjafarvilji að ferðatími á borð við þann sem dómkrafa stefnanda tekur til falli utan vinnutímahugtaksins. Ekki er unnt að fallast á þennan skilning stefnda, enda þótt í athugasemdunum sé vissulega að finna umfjöllun um að almennt teljist ferðir til og frá vinnu ekki til vinnutíma . Löngum f erðalögum stefnanda, sem jafnvel hófust að næturlagi, til fjarlægra landa að kröfu vinnuveitanda síns verður að mati dómsins ekki jafnað saman við þær almennu ferðir launþega til og fá vinnu sem falla undir áður tilvitnuð lögskýringargögn. Í þessu samhengi ber að hafa hugfast að stefndi þrætir ekki fyrir að sambærilegar ferðir innan dagvinnutíma teljist vinnutími. Hér verður einnig að halda því til haga að í umræddum athugasemdum með lagafrumvarpinu segir jafnframt að skilgreiningar ákvæðisi ns séu í samræmi við 2. gr. vinnutímatilskipunarinnar . Að þessu virtu eru lögskýringargögn að baki ákvæðinu ekki einhlít um það hvernig utanlandsferðir stefnanda horfa við ákvæði 52. gr. laga nr. 46/1980 . Við þetta bætist að markmiðsskýring á grundvelli a - liðar 1. gr. laga nr. 46/1980, sbr. einnig þau markmið 8 sem búa að baki reglum vinnutímatilskipunarinnar og þar með breytingarlögum nr. 68/2003, mælir með því að sá skilningur sé lagður í vinnutímahugtakið sem helst stuðlar að öryggi og heilbrigði launafó lks. Í þeim efnum hefur sérstaka þýðingu að lögfestingu vinnutímahugtaksins er ætlað að tryggja launafólki ákveðinn lágmarkshvíldartíma. Loks kemur hér einnig til kasta 3. gr. laga nr. 2/1993, sem áður er rakin, en samkvæmt henni ber að skýra lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES - samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Þar skiptir máli að mati dómsins að orðalag 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980 er efnislega sambærilegt orðalagi 1. töluliðar 2. gr. vinnutíma tilskipunarinnar. Eins og áður greinir mælir 1 . töluliður 52. gr. laga nr. 46/1980 fyrir um að vinnutími sé s á tími sem starfsmaður er við störf, til taks fyrir atvinnurekandann og innir af hendi störf sín eða skyldur. Að mati dómsins var stefnandi að sin na skyldum sínum í þágu vinnuveitanda síns þegar hann fór umræddar ferðir utan hefðbundins vinnutíma, en í öllum tilvikum var um að ræða verulegan ferðatíma og ferðalög sem tengdust ekki hefðbundinni starfsstöð hans að Ármúla 2 í Reykjavík. Verður að líta svo á að hann hafi einnig verið við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Að teknu tilliti til fyrrgreindra sjónarmiða rúmast ferð atími stefnanda, sem áður er rakinn , innan orðalags 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980 eins og það ákvæði verður skýrt, sbr. orðskýringu og markmiðsskýringu , einnig að teknu tilliti til lögskýringarreglu 3. gr. laga nr. 2/1993. Ekki er því um að ræða árekstur á borð við þann sem til umfjöllunar var í dómi Hæstaréttar 9. desember 2010 í máli nr. 79/2010 þar sem talið var að orð 10. gr. laga nr. 25/1991 um beina ábyrgð dreifingaraðila á skaðsemistjóni gagnvart tjónþola hefðu ótvíræða merkingu og gæfu ekkert svigrúm til að hliðra ábyrgð þeirra með skýringu samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993. Stefndi byggir , eins og áður segir , á því að framkvæmd sín sé í samræmi við lög og kjar a samning. Dómurinn hefur hér að framan hafnað skilningi stefnda á inntaki 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980. Þau rök stefnda að sýkna beri hann af kröfum stefnanda þar sem framkvæmd Samgöngustofu , hvað s tefnanda varðar , sé í samræmi við kjarasamning gætu eftir atvikum komið til álita í dóms m áli um greiðslu launa , enda fer um ákvörðun launa eftir kjarasamningi , sbr. 9. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Eins og dómkrafa stefnanda er aftur á móti úr garði gerð er sakarefni málsins bundið við skýringu 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980. Ekki getur því komið til þess að hér verði skorið úr hugsanlegum ágreiningi um túlkun þess kjarasamnings sem gildir um störf stefnanda. Röksemdir stefnda um þann kjarasamning eru enda ekki til þess fallnar að hnekkja þeirri ályktun sem að framan er rakin um það að umræddar ferðir stefnanda teljist í reynd vinnutími í skilningi 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980. 9 Loks er ekki unnt að fallast á það með stefnda að dómur Hæstaréttar 2. nóvember 2000 í máli nr. 99/2000 hrófli við framangreindum ályktunum dómsins um skýringu 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980 , enda var laga ákvæðið ekki komið til sögunnar þegar sá dómur fé ll. Við þetta bætist að þar var til umfjöllunar launakrafa vegna ætlaðrar yfirvinnu en ekki viðurkenningarkrafa varðandi vinnutíma. Úrlausnarefnið þar var því túlkun kjarasamnings, einkum út frá skýringarreglum samningaréttar, en í hinu fyrirliggjandi máli reynir á skýringu lagaákvæði s á grundvelli viðtekinna lögskýringarsjónarmiða, sbr. einnig 3. gr. laga nr. 2/1993 . Í þessu samhengi skal þess loks getið að ákvörðun launa fellu r utan gildissviðs vinnutímatilskipunarinnar , að því undanskildu að með 1. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar er kveðið á um árvisst launað orlof, eins og réttilega er rakið í 38. efnisgrein hins ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins , og tekur hin þjóðréttarlega skuldbinding íslenska ríkisins þar með mið af þessu . Að öllu framangreind u virtu ber að fallast á dómkröfu stefnanda , þó þannig að sá tími , sem hann hefði ella varið í daglegar ferðir til og frá hefðbundinni starfsstöð sinni að Ármúla 2 í Reykjavík , telst ekki til vinnutíma , sbr. fyrri umfjöllun dómsins um lögskýringargögn að baki 1. tölulið 52. gr. laga nr. 46/1980 og til nokkurrar hliðsjónar 47. efnisgrein ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins. Sömu lögmál gilda um störf stefnanda erlendis , en af skýrslu hans fyrir dómi og fyr irliggjandi gögnum verður aftur á móti ráðið að hann hefur ekki tekið mið af slíkum frádrætti við þá tímaskráningu sína sem dómkrafa hans miðast við . Þetta þýðir að frá dómkröfu hans ber að draga samsvarandi tím a. Þar sem ekki nýtur við gagna í málinu um n ákvæman tíma stefnanda sem hann ver almennt til ferða til og frá hefðbundinni starfsstöð sinni í Reykjavík ber að ákveða hann að álitum. Telst hann hæfilega metinn 20 mínútur aðra leið og þar með 40 mínútur daglega. Ber því að draga 40 mínútur frá tilgrein dum vinnutíma sérhvers vinnudags sem getið er í dómkröfu stefnanda , þ.e. 20 mínútur við upphaf dags og aðrar 20 mínútur við lok dags, eins og nánar greinir í dómsorði , enda var raunverulegur ferðatími hans umfram þann tíma alla umrædda daga . R úmast sú niðurstaða um frádrátt innan dómkröfu stefnanda og hnekkja aðrar málsástæður hans, svo sem um reglur stjórnsýsluréttar eða jafnræðisreglu stjórnskipunarréttar , henni ekki auk þess sem ósannað telst að Samgöngustofa hafi á einhvern hátt viðurkennt að slíkur tími eigi að teljast til vinnutíma í skilningi laga nr. 46/1980 . Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir h æfilega ákveðinn 3.6 00.000 krónur , að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Jón Sigurðsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Óskar Thorarensen lögmaður. 10 Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. Dómarinn tók við meðferð málsins 2. september sl., en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D Ó M S O R Ð: Eftirtaldar stundir sem stefnandi, Eyjólfur Orri Sverrisson, varði í ferðir á vegum Samgöngustofu, teljast vinnutími í skilningi 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum: 1. Vegna vinnuferðar frá Íslandi til Tel Avív í Ísrael og til baka: a) Frá kl. 0 5. 2 0 til kl. 0 8.00 þann 26. febrúar 2018. b) Frá kl. 16.00 til kl. 20. 1 0 þann 26. febrúar 2018. c) Frá kl. 16. 2 0 til kl. 23. 3 9 þann 1. mars 2018. d) Frá kl. 00. 2 1 til kl. 0 4 . 4 0 þann 2. mars 2018. 2. Vegna vinn uferðar frá Íslandi til S á di - Arabíu og til baka: a) Frá kl. 04. 3 5 til kl. 8.00 þann 12. nóvember 2018. b) Frá kl. 16.00 til kl. 23. 3 9 þann 12. nóvember 2018. c) Frá kl. 00. 2 1 til kl. 02. 2 0 þann 13. nóvember 2018. d) Frá kl. 2 2 . 3 5 til kl. 23. 3 9 þann 18. nó vember 2018. e) Frá kl. 00. 2 1 til kl. 0 7 . 4 0 þann 19. nóvember 2018. Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda 3.6 00.000 krónur í málskostnað . Arnaldur Hjartarson