Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 20. október 2020 Mál nr. S - 107/2019 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknar fulltrúi ) g egn X ( Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 23. september sl., var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 1. október 2019 á hendur X , fæddum , til heimilis að , un og sláturafurðir, með því að hafa, á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018, staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafð i verið utan löggilts sláturhúss. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 5. gr., sbr. 21. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 9 6, 1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og þess að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun verjanda hans greiðist úr ríkissjóði. II Atvik máls M eð bréfi dagsettu 16. nóvember 2018 fór Matvælastofnun (Mast) þess á leit við lögreglu að hafin yrði rannsókn á meintu broti gegn lögum er varða framleiðslu og markaðssetningu á sauðfjárafurðum sem seldar voru á bændamarkaði á Hofsósi 30. september það ár. Í beiðninni er vísað til umfjöllunar í Bændablaðinu þar sem fram kemur að forstjóri Matís, ákærði í máli þessu, hafi selt lambakjöt af heimaslátruðu á markaðnum. Þá er vísað til þess að í umfjölluninni sé haft eftir ákærða að tilgangurinn með sölunni hafi meðal annars verið a ð vekja athygli á að breyta þurfi regluverki um heimastlátrun og sölu. Jafnframt er í beiðninni vísað til þess að bændur á bænum B í 2 Sakagafirði hafi í samstarfi við Matís slátrað lömbum heima í lok september og framkvæmdin hafi verið í samræmi við verklag sem Matís hefur lagt til að gildi um örslátur h ús. Lögregla tók skýrslu af A , bónda í B , 14. febrúar 2019. Þar greindi A frá því að Matís hefði haft samband við hann og spurt hvort hann gæti lagt til kjöt í rannsóknarverkefni þar sem b era ætti saman gæði kjöts sem slátrað væri í afurðarstöð og kjöts sem slátrað væri heima. A kvaðst, þar sem hann hefði heimild til að slátra heima og vinna kjöt í kjötvinnslu sinni, hafa fallist á beið nina. Síðan lýsir A aðstæðum til slátrunar í B og segir hana mjög góða. Hann kvaðst ekki hafa selt kjöt af því fé sem slátrað var heima hjá honum. Þá ger ð i hann grein fyrir því að aðila r á vegum Matís hafi tekið örverusýni úr gripunum , auk þess sem ha nn lýsti skoðunum sínum á ströngum reglum um heimas látrun o.fl. Lögregla tók síðan skýrslu af ákærða 26. júlí 2019 en frekari rannsókn fór ekki fram. III Framburður fyrir dómi Hvað sakarefni máls þessa varðar kom fram hjá ákærða fyrir dóminum að hann hafi , sem forstjóri Matís , ásamt samstarfsfólki sínu og í samræmi við tilgang stofnunarinnar ákveðið að gera tilraun varðandi það hvort bændur gætu slátrað á eigin býli og um leið hvort áhugi væri hjá almenningi á að kaupa slíkt kjöt. Jafnframt hafi tilgangurinn verið að tryggja rekjanleika og kanna gæði og hei lnæmi vöru , enda sé slíkt í samræmi við tilgang matvælalöggjafarinnar. Síðan lýsti ákærði tilgangi og markmiðum tilraunarinnar ítarlega fyrir dóminum. Að sögn ákærða fór tilraunin þannig fram að í raun hafi verið um þrjá hópa kjötafurða að ræða, einn hópur inn hafi innihaldið 10 lömb sem slátrað var í B , annar hafi verið afurðir af fimm lömbum sem slátrað var í sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga sama dag og slátrað var í B . Þriðji hópurinn hafi síðan verið kjöt sem var á markaði . Aðspurður hvort hann hafi staðið að sölu og dreifingu á kjöti af lömbum sem slátrað var í B kvaðst ákærði telja að kjöt hafi verið selt á markaðnum fyrir 30 - 40.000 krónur og hann geti því ekki fullyrt að eitthvað af því hafi verið kjöt af lömbum sem slátra ð var í B . Heildarsalan hafi numið afurðum af um einu lambi miðað við að hvert kíló hafi verið boðið til sölu á 4.000 krónur eins og ákærða minnti . Ákærði kvaðst í dag ekki hafa nein gögn sem hann geti stuðst við til að fullyrða um það af hvaða gripum kjöt var selt í raun. Slík gögn séu hins vegar væntanlega til en hann hafi þau ekki og þeirra 3 hafi ekki verið aflað þrátt fyrir að hann hafi bent á að rétt væri að gera það. Ákærði kveðst ekki skilja hvers vegna hann sem einstaklingur sé ákærður fyrir þessa há ttsemi þar sem það hafi í raun verið stofnunin , sem hann var í forstöðu fyrir , er stóð að þessari tilraun en um tilraunina hafi verið fjallað á stjórnarfundi hjá Matís á sínum tíma. Vitnið D , framkvæmdastjóri Heiðbrigðiseftirlits Norðurlands vestra , bar a ð reglur um heimaslátrun hafi verið að liðkast í gegnum tíðina. Á Hofsósi hafi verið sett af stað ákveðið verkefni, örsláturhúsaverkefni, á árinu 2018. Þetta hafi verið kynnt fyrir honum , af starfsmanni Matís, og hann greint frá því að aðkoma eftirlitsins að málinu yrði í formi meðhöndlunar úrgangs. Síðan hafi heilbrigðiseftirlitið haft ákveðið eftirlit með markaðnum á Hofsósi. Í huga vitnisins stóð Matís að verkefninu. Vitni ð bar að heilbrigðiseftirlitið hafi ef tirlit með starf s emi a f ýmsum toga. Þetta til tekna verkefni hafi verið einstakur atburður og leyfi til slátrunar frá Mast h a fi ekki legið fyrir. Þaðan hafi hann síðan fengið þær upplýsingar að það væri í verkahring eftirlitsins sem hann veiti forstöðu að sjá til þess að málinu væri fylgt eftir. Það h afi síðan verið niðurstaða heilbrigðiseftirlitsins að banna sölu á kjötinu og veita áminningu. Mast hafi síðan kært málið og því megi segja að sú stofnun hafi aðra sýn á málið en sú stofnun sem hann sé í forsvari fyrir. IV Niðurstaða Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað var utan löggilts sláturhúss og eru brot hans talin varða við þau lagaákvæði sem í ákæru greinir. Ákæruvald ið telur að rannsókn Matvælastofnun ar og lögreglu sanni svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um brot þa u sem honum er u gefi n að sök. Ákærði neitar sök og reisir kröfu sína um sýknu aðallega á því að háttsemi sú sem lýst er í ákæru varði ekki við þau lagaákvæði sem í ákæru greinir og því taki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært er fyrir . Jafnframt byggir ákærði á því að háttsemi sú sem hann er sakaður um sé ósönnuð. Þannig liggi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið sem selt var á bændamarkaðnum kom. Þar h afi verið til sölu afurðir af 15 lömbum og eingö ng u 10 þeirra hafi verið slátrað í B en ætla megi að einungis 5% af kjötinu , sem til sölu var , hafi selst. 4 Í ákæru er háttsemi ákærða , að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem sl átrað hafði verið utan löggilts sláturhúss, talin varða við 1. mgr. 5. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997. (Fullt nafn laganna var raunar lög um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum.) L ög þessi voru felld úr gildi 21. desember 2019 með lögum nr. 144/2019 og að meginefni til felld inn í lög nr. 93/1995 um matvæli. Í 13. gr. b. laga n r. 93/1995 er efnislega samhljóða ákvæði og var í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 96/1997. Þá er refsiheimild að fi nna í 31. gr. laga um matvæli. Sá hluti á kvæði s 1. mgr. 5. gr. laga nr. 96/1997 sem hér skiptir máli var Sláturdýrum, sem slátra á til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innan lands, skal slátra í löggiltum sláturhúsum. Ákvæði 13. gr. afurðum á markaði skal slátra í sláturhúsum með starf Samkvæmt framanrituðu mæla greind lagaákvæði fyrir um að sláturdýrum, sem slá trað er í þeim tilgangi að dreifa afurðum af þeim á markaði, skuli slátrað í löggiltu sláturhúsi eins og það var orðað þegar atvik máls þessa áttu sér stað en nú er skilyrði að sláturhúsið hafi starfsleyfi. Óumdeilt er að aðstaðan í B þar sem 10 lömbum var slátrað var ekki löggilt sláturhús en gögn málsins benda hins vegar til að þar hafi veri ð til staðar tímabundið leyfi til kjötvinnslu . Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi s em var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Þessa reglu má einnig finna í 1. mgr. 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fallast verður á með ákærða að ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga n r. 96/1997 taki eingöngu til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða. Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki h afði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur lö ggildingu er , hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Að fenginni þ essari niðurstöðu greiðist allur sakarkostnaður, sem samanstendur af málsvarnarlaunum og fe r ðakostnaði verjanda ákærða, úr ríkissjóði en sakarkostnaður féll ekki til við rannsókn málsins hjá lögreglu. Málsvarnarlaun þykja, að teknu tilliti til 5 tímaskýrslu verjanda og að meðtöldum virðisaukaskatti hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson , saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður, þar með talin 573.500 króna málsvarnarlaun verjanda ákærða, Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögmanns og 35.516 króna f er ðakostnaður lögmannsins greiðist ú r ríkissjóði. Halldór Halldórsson