Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 17. desember 2019 Mál nr. E - 43/2019: Jón Valdimar Sigurðsson (Karl Ólafur Karlsson hrl.) gegn A og K ehf. (Flosi Hrafn Sigurðsson hdl.) Dómur I Mál þetta , sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 21. nóvember sl. , er höfðað af Jóni Valdimar Sigurðssyni, , , á hendur A og K ehf., , i. Dómkröfur: Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld a ð fjárhæð kr. 505.565 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af kr. 505.565 frá 1. apríl 2018 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati réttarins auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara er krafist skuldajafnaðar við fjárkröfur stefnanda, að því marki sem þær kunna að verða teknar til greina, skv. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991, að fjárhæð 604 .707 krónur, með almennum vöxtum skv. 8 . gr. , sbr. 4. gr. , laga nr. 38/2001, frá 4. apríl 2018 til 4. október 2019, en með dráttarvöxtum skv . 9. gr. , sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags , a ð fjárhæð 785.000 krónur , með almennum vöx tum skv. 3. , sbr. 4. , gr. laga nr. 38/2001, frá 3. júní 2019 til 3. júlí 2019, en með dráttarvö xtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara er þess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í öllum til fellum er þess krafist að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins . 2 II Helstu máls atvik og ágreiningsefni Stefnandi starfaði hjá stefnda frá því í mars 2017 fram í marsmánuð 2018. Stefnandi var ráðinn til þess að sinna akstri á vöruflutningabifreiðum. Meginverkefni stefnanda fólust í akstri með fisk frá eldisstöðvum. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur milli aðila. Ágreiningslaust er að samið hafi verið um það munnl ega að stefnandi skyldi fá 500.000 krónur í útborguð laun mánaðarlega og að sams konar samningar hafi verið gerðir við aðra starfsmenn sem sinntu störfum á vöruflutningabifreiðum hjá stefnda. Þá er og ágreiningslaust að stefnandi fékk ekki launaseðla afhen ta fyrir árið 2017 fyrr en í tengslum við skattframtalsgerð vegna þess tekjuárs. Samkvæmt þeim launaseðlum námu útborguð laun stefnanda fyrir hvern mánuð 500.000 krónum, annars veg ar vegna launa, sem námu um 60% af mánaðargreiðslunni , og hins vegar í formi dagpeninga sem námu um það bil 40% af mánaðargreiðslunni. Ágreiningslaust er og að stefnandi lét af störfum í mars 2018 en ágreiningur er með aðilum um það hvort stefnandi hafi hætt fyrirvaralaust eða hvort samkomulag hafi tekist með aðilum þar um. Hit t er óumþrætt að á þeim tíma hafði stefnandi ekki fengið launaseðla fyrir febrúar og marsmánuð og leitaði því til Eflingar stéttarfélags um aðstoð. Af hálfu Eflingar stéttarfélags var gerð krafa um afhendingu launaseðla auk uppgjörs launa til stefnanda í samræmi við ákvæði laga og kjarasamninga, þ.e. uppgjör desember - og orlofsuppbótar auk orlofs. Innheimtubréfum stéttarfélagsins var svarað af lögmann i Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd stefnda , sem sendi stefnanda launaseðla fyrir janúar, febrúar og mars 2018 auk fleiri gagna. Í svarbréfi lögmanns ins kom fram að stefnandi hefði verið ráðinn á föst heildarlaun fyrir 100% starf. Í ljósi athugasemda frá embætti ríkisskattstjóra , dags. 27. apríl 2018, hefði framsetningu launa stefnanda verið breytt þannig að í stað þess að sundurliða heildarlaun í laun annars vegar og dagpeninga hins vegar hafi heildarlaunin verið hækkuð þannig að stefnanda væru tryggð hin sömu útgreiddu laun og um var samið. Skyldu heildarlaunin samkvæmt því vera 747.000 krónur á mánuði. Á lau naseðli fyrir mars 2018 voru stefnanda reiknaðar 482.608 krónur í mánaðarlaun, uppsafnað orlof að fjárhæð 379.184 krónur auk orlofsuppbótar , 42.000 krón a, og desemberuppbót að fjárhæð 18.542 krónur. Er ágreiningslaust að stefnanda var greitt samkvæmt þeim útreikningum sem á þeim launaseðli greinir. Að ofanrituðu gengnu stóð ágreiningur aðila um það hvort stefndi hefði gert upp áunnið orlof stefnanda á starfstíma með réttum hætti. H öfðaði stefnandi því mál þetta með stefnu birtri 27. maí 2019 og var málið þingfest 5. júní 2019. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu, sem og fyrirsvarsmaður stefnda, Gísli Ásgeirsson. Þá gáfu vitnaskýrslur Atli Arnar s Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður stefnda og stefnandi í sambærilegu máli gegn stefnda, Sævar Bened iktsson og Linda Kristín Guðmundsdóttir bókari. 3 III Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að honum beri réttur til þess að fá greitt orlof, 10,17% , ofan á heildarlaun sín á starfstíma sínum hjá stefnda. Um þann rétt sinn vísar stefnandi til 4. kafla aðalkjarasamnings Eflingar stéttarfélags og S amtaka atvinnulífsins , sbr. einnig 4. kafla aðalkjarasamnings Starfsgreinasambandsins og S amtaka atvinnulífsins og 7. gr. orlofslaga nr. 30/1987. Framangreindur réttur feli í sér lágmarkskjör sem e kki verði vikist undan með samningi eða einhliða ákvörðun atvinnurekanda, sbr. 1. gr. starfskjaralaga nr. 55/1980. Upplýst sé og óumdeilt að samið hafi verið um föst mánaðarlaun til stefnanda, sem næmu 500.000 krónum í útborguðu kaupi. Stefndi hafi svo einhliða tekið ákvörðun um að haga launauppgjöri með ólögmætum hætti og í andstöðu við álit skattyfirvalda með því að skipta launum upp í launaþátt og dagpeningaþátt. Verði stefndi að bera hallann af því sem og því að hafa ekki gert skriflegan ráðningarsam ning um störf stefnanda, svo sem honum var þó skylt að gera. Þá sé og upplýst af hálfu lögmanns stefnda að rétt heildarmánaðarlaun stefnanda hafi verið 747.000 kr. Taki orlofskrafa stefnanda mið af þeirri launafjárhæð. Stefnandi mótmælir því að hafa teki ð launað orlof meðan hann var í starfi hjá stefnda. Stefnandi hafi verið ráðinn á föst mánaðarlaun. Verkefnastaða stefnda sem atvinnurekanda sé á ábyrgð og áhættu stefnda. Á stefnanda verði hvorki lögð ábyrgð eða áhætta sem leiða kann af samningum stefnda, verkefnastöðu stefnda vegna vinnslustopps verkkaupa eða af öðrum ástæðum. Taki stefndi einhliða ákvörðun um að halda stefnanda sem starfsmanni frá vinnu vegna verkefnastöðu haf i það ekki áhrif á rétt stefnanda til launa, hvað þá að stefndi geti litið svo á að hann sé að vísa starfsmanni einhliða í orlof. Stefnda hafi á grundvelli stjórnunarréttar vinnuveitanda verið heimilt að afþakka vinnuframlag stefnanda, en það leysi stefnda ekki undan þeirri skyldu að greiða stefnanda laun fyrir þann tíma sem stefnan da var haldið frá störfum. Stefnandi kveðst mótmæla þýðingu og sönnunargildi aksturskýrslna sem bárust fyrir milligöngu lögmanns S amtaka atvinnulífsins . Akstursskýrslurnar varði akstur fyrir einn viðskiptavin stefnda, Arnarlax, en segi ekkert til um stör f stefnanda að öðru leyti. Stefnda hafi verið í lófa lagið að halda utan um vinnu og fjarvistir starfsmanna, en hann hafi ekki gert það sérstaklega. Vinnuframlag stefnanda hafi oft og iðulega verið umfram fulla vinnu en engu að síður hafi laungreiðslur ver ið þær sömu og endranær. Þá kveðst stefnandi mótmæla því að honum hafi ávallt verið séð fyrir gistingu. Um útreikning kröfu sinnar vísar stefnandi til þess að rétt heildarlaun stefnanda á starfstíma frá því í apríl 2017 til og með mars 2018 hafi verið 8.6 99.608 krónur. Krafist sé 10,17% orlofslauna á þau laun, eða 884.750 króna, að teknu tilliti til þegar greidds orlofs upp á 379.185 krónur. Samkvæmt því nemi dóm krafa stefnanda 505.565 krónum. 4 Stefndi hafi vanefnt ráðningarsamning sinn við stefnanda með því að greiða ekki umsamin laun og uppfylla aðrar samningsskyldur sínar. G reiðsluskylda stefnda sé ótvíræð. Þá er um sönnun vísað til stjórnunarréttar stefnda og þess að hann er bókhaldsskyldur að lögum. IV Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir aðal - og þrautavarakröfur sínar á sömu málsástæðum. Byggir stefndi aðallega á því að bindandi samningur hafi tekist með aðilum um að stefnandi skyldi fá útborgaðar 500.000 krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Af því leiði, að ef stefnandi mætti ekki til vinn u eða sinnti ekki þei m störfum sem honum voru falin hafi ekki ve r ið um fullt vinnuframlag að ræða. Vinnufyrirkomulag stefnanda hafi verið verkefnamiðað þannig að stefn an di sinnti akstri á tilteknum svæðum á tilteknum tímum og hafi vinnutími farið nokkuð eftir verkefnastöðu á hverjum tíma. Vinnuframlag stefnanda á tímabilinu 1. apríl 2017 til 1. mars 2018 hafi ekki verið full vinna. Stefnandi hafi unnið að meðaltali 17 daga í mánuði, sé miðað við akstursbók sem stefnandi hélt með ökutækinu sem hann vann á . Stefnandi hafi eingöngu sinnt starfi sínu á því ökutæki og bar sem ökumanni , samkvæmt 1. mgr 15. gr. laga nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald, að skrá í akstursbók RSK allan akstur og stöðu ökumælis í hvert sinn. Þá byggir stefndi á því að nefnd ak st ursbók beri með sér að stefnandi hafi aðeins unnið í 5 daga í september 2017. Stefndi hafð á því tímabili beðið stefnanda að vinna að öðrum verkefnum, m.a. akstri á möl og vinnu við byggingu iðnaðarhúsnæðis á Patreksfirði, en stefnandi hafi neita ð að vinna önnur verk en þau sem sinna átti fyrir Arnarlax. Á meðan ekki væri hægt að inna af hendi störf fyrir það fyrirtæki vildi stefnandi heldur vera í fríi og hafi stefndi orðið við því . Þrátt fyrir þetta hafi stefnandi fengið greidd full laun fyrir s eptember. Hafi stefndi litið svo á að með því að stefnandi hafnaði verkefnum og kysi að vera heima væri hann að taka orlofsdaga. Þá byggir stefndi á því að þó svo að verkefnaskortur sé á ábyrgð vinnuveitanda eigi sú málástæða ekki við í máli þessu, þar sem stefnandi hafi hafnað því að starfa fyrir aðra viðskiptavini stefnda en Arnarlax. Stefndi hafi haft önnur verkefni í handraðanum og stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því hvers vegna hann hafi ekki verið að störfum á tilteknu tímabili, þar sem hann v ar ráðinn í 100% vinnu. Stefndi byggir á því að í vinnuréttarlegu ráðningarsambandi felist sú grunnregla að starfsmaður skuldbind i sig til að inna af hendi vinnu samkvæmt ráðningarsamkomulagi, ýmist fastlaunasamningi eða samningi um tímakaup, og fái á mót i greidd laun. Heimildir starfsmanns til að inna ekki vinnuskyldu sína af hendi við tilteknar aðstæður verði að skýra þröngt og sönnu na rbyrði fyrir slíkri heimild hvíli á starfsmanni. Það standi því upp á stefnanda að skýra hvers vegna hann mætti aðeins fi mm daga til vinnu í september 5 2017 og sömuleiðis hvað varðar fullyrðingar um að verkefnaskortur hafi verið hjá stefnda á þeim tíma. Þá byggir stefndi á því að ákvörðun um að breyta framsetningu á launaseðli stefnanda hafi með einhverjum hætti haft áhrif á kaup stefnanda eða kjör. Breytingin hafi verið gerð vegna athugasemda fr á r íkisskattstjóra. Hún hefði ekki haft nein áhrif á útborguð laun stefnanda og því ekki brot gegn ráðningarsamningi aðila. Þá hafi uppsafnað orlof verið greitt við starfslok. Ekki s é ágreiningur með aðilum um lögbundið hlutfall orlofs af launum, heldur hversu marga orlofsdaga stefnandi hafi tekið á launum á starfstíma. Stefndi kveðst, ef kröfur stefnanda um greiðslu orlofs verða að einhverju leyti viðurkenndar, lýsa yfir skuldajö fnuði gegn þeim kröfum, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi hafi horfið úr starfi fyrirvaralaust og stefndi því þurft að ráða aukastarfsmann og verktaka til að sinna þeim verkefnum sem stefnandi átti að inna af hendi á upp sagnartímanum. Stefnandi hafi gerst sekur um ólögmætt brotthlaup úr starfi með því að hann hætti störfum án fyri r vara í seinni hluta marsmánaðar 2018. Stefnanda hefði samkvæmt ákvæðum 12. kafla kjarasamnings Eflingar stéttarfélags borið að segja starfi s ínu upp skriflega, með mánaðar fyrirvara og brot gegn þeim reglum geti varðað bótum. S ambærileg ákvæði sé að finna í 12. kafla aðalkjarasamnings S amtaka atvinnulífsins og S tarfsgreinasambands Íslands. Stefndi byggir á því að stefna n di hafi með fyrrgreindri háttsemi sinni bakað sér tjón, sem honum beri að bæta á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993 og almennr a regl na skaðabótaréttarins. Um umfang tjónsins vísar stefndi til þess að stefnandi hefði átt að vinna að minnst a kosti fjóra daga áður en að starfslokum kom, á bílnum sem hann var skráður ökumaður á , auk annarra verkefna, sem stefndi átti að sinna en voru leyst með akstri annarra bíla. Brúttólaun stefnanda hafi numið um það bil 35.571 krónu á dag. Stefnandi hafi unnið um það bil 17 daga í m ánuði og að þessu virtu hafi beint tjón stefnda numið að minnsta kosti 604.707 krónum. Þá byggir stefndi á því að stefna n di hafi nýtt bifreiðar sem stefndi átti, í óleyfi. Stefndi hafi því gert stefnanda reikninga fyrir leigu á bílunum. Annars vegar fyri r Merzedes Benz bifreið, sem stef n andi hafi notað í óleyfi í viku, að fjárhæð 215.000 krónur. Hins vegar vegna notkunar á flutningabíl með vagni, sem ekið var frá Fljótshlíð til Reykjavíkur , að fjárhæð 570.000 krónur. Byggir stefndi á því að stefnandi sk uldi sér samkvæmt þessu samtals 1.389.707 krónur . Stefnda sé heimilt að skuldajafna kröfu sinni við áunnið orlof stefnanda, þar sem skaðabótakrafa hans sé sprottin af ólögmætri riftun stefnanda á vinnusambandi sínu við 6 stefnda. Stefnda sé heimilt að halda eftir launum, orlofi og uppbótum upp í bótakröfu sína, gerist starfmaður sekur um ólögmætt brotthlaup. Hvað varði kröfur sínar um leigugjald vegna bifreiða byggir stefndi á því að stefnandi hefði aldrei haft aðgang að bifreiðum stefnda nema fyrir vinnusa mband aðila og því sé um að ræða tjón sem sé afleiðing af ráðningarsamkomulagi aðila. Skuldirnar séu því af sömu rót og öll skilyrði uppfyllt svo heimilt sé að skuldajafna þeim við kröfu stefnanda, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , að því marki sem kröfur gagnaðila verða teknar til greina. Loks vísar stefndi til réttar atvinnurekanda til að halda eftir fjármunum sem grundvallist á vinnusamningi til að takamarka tjón sitt, en sá réttur hafi ítrekað verið staðfestur í dómaframkvæmd, með vísan til hjúalaga nr. 22/1928, og geti numið helmingi launa á uppsagnarfresti. Stefnandi hafi átt að vinna mánaðar uppsagnarfrest og stefnd a því heimilt að halda eftir helming i launa stefnanda á þeim tíma , það er 373.500 kr ónum. V Niðurstaða Ágreiningur máls þessa lýtur að því aðallega hvort orlofslaun hafi verið gerð upp með réttum hætti við starfslok stefnanda. Stefnandi telur svo ekki vera en stefndi telur ekkert ógreitt í því efni. Um rétt stefnanda til launa og annarra greiðslna úr hendi stefnda vegna vinnu í hans þágu, þar á meðal orlofsgreiðslna, fer samkv æmt ráðningarsamningi og kjarasamningi þeim sem átti við um störf hans. Framlagðir launaseðlar stefnanda, sem stafa frá stefnda, bera ekki með sér að stéttarfélagsgjaldi hafi verið skilað vegna stefnanda fyrr en við lokalaunagreiðslu 1. apríl 2018, en þ ar kemur fram að iðgjaldi af launum stefnanda hafi verið skilað til Eflingar stéttarfélags. Að því virtu og málatilbúnaði beggja aðila málsins verður litið svo á að kjarasamningur Eflingar stéttarfélags hafi átt við í þessu tilviki. Ekki var gerður skri flegur ráðningarsamningur við stefnanda, eða stefnanda afhent skrifleg staðfesting ráðningar, þrátt fyrir skyldu stefnda til að hafa frumkvæði í því efni samkvæmt ákvæðum greinar 1.14 í nefndum kjarasamningi. Verður stefndi þannig að bera halla af óvissu u m inntak munnlegs ráðningarsamnings síns við stefnanda. Aðilar eru sammála um að stefnandi hafi átt að fá greiddar 500.000 krónur í útborguð laun í hverjum mánuði og er í sjálfu sér ekki ágreiningur um að þær greiðslur hafi skilað sér til stefnanda. Hins vegar bera gögn málsins með sér að stefnandi hafði ekki vitneskju um hvernig laun hans voru reiknuð fyrr en á árinu 2018, þegar honum fyrst voru afhentir launaseðlar í tengslum við skattframtal. Þá fyrst varð hann þess var hvernig stefndi hafði kosið að h aga launagreiðslum til hans, með þeim hætti að sætti aðfinnslum frá 7 ríkisskattstjóra. Sömuleiðis varð stefnandi þess þá og fyrst var, að honum höfðu ekki verið reiknuð orlofslaun. Í framhaldi af því mun hann hafa gert athugasemdir við kjör sín. Öllum sem starfa í þjónustu annarra gegn launum er tryggður réttur til orlofs og orlofslauna með lögum þar um nr. 30/1987. Samkvæmt 7. gr. orlofslaga skulu orlofslaun reiknuð við hverja launagreiðslu þannig að af heildarlaunum reiknist að lágmarki 10,17% orlofslaun. Þau orlofslaun skulu skráð sérstaklega á launaseðil við hverja launagreiðslu. Þessi réttindi eru og umsamin í 4. kafla kjarasamnings Eflingar stéttarfélags við Samtök atvinnulífsins, sem áður var getið. Að þessu virtu og að teknu tilliti til þess að laun og starfskjör þau sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um skulu vera lágmarkskjör á vinnumarkaði, sbr. 1. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyristéttinda nr. 55/1980, verður litið svo á að stefnandi hafi átt rétt til orlofslauna á þau laun sem óumþrætt er að skyldu vera heildarlaun hans í hverjum mánuði, þ.e. 747.000 krónur. Stefnda hefur enda ekki tekist að sýna fram á að um annað hafi verið samið með aðilum, en um það ber hann sönnunarbyrði eins og áður var rakið. Kemur þá til s koðunar hvort stefnandi hafi þegar tekið út orlof sitt með launuðu leyfi. Stefndi hefur byggt á því að vinna stefnanda hafi tekið mið af verkefnastöðu stefnda, og stefnandi ekki unnið fullan mánuð alla mánuði. Þá hafi stefnandi neitað að ganga til einhver ra þeirra verka sem hann hafi verið beðinn um að sinna en kosið frekar að vera í fríi. Þrátt fyrir það hafi stefnanda verið greidd óskert mánaðarlaun og þannig tekið út orlofsgreiðslur sínar. Um vinnuframlag stefnanda hefur stefndi vísað til akstursbókar f yrir ökutækið JZ - R17, en önnur vinna stefnanda hafi verið óveruleg. Í greinargerð stefnda kemur þó fram að stefnandi hafi átt að vinna að öðrum störfum en akstri án þess að það sé tilgreint sérstaklega. Fyrirsvarsmaður stefnda sagði svo frá í skýrslu sinni fyrir fara x margar ferðir á mánuði það væri full vinna. Þá hefði stefnandi átt að fyllt út akstursskýrslur og akstursbók sem reikningar félagsins byggðust á. Fyrirsvarsmaðurinn kvað stefnanda yfir leitt hafa verið á sama bíl, en það hefði komið fyrir að hann ók öðrum bíl. Þá kvað hann starfsmenn sína og sjá um að koma umbúðum í bílana. Þá kvaðst fyrirsvarsmaðurinn líta svo á að ef menn mættu ekki til vinnu væru þeir í fríi og stefnandi hefði neitað að vinna við annað en aka fiski. Hann taldi að stefnandi hefði lítið unnið í mars en myndi ekki dagsetningar í því sambandi og taldi að stefnandi hefði fengið allan mánuðinn borgaðan. Ætlun sín hefði ekki verið að hlunnfara menn en launamálin væru ekki sín deild. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar er skipulag vinnu og orlofs á ábyrgð vinnuveitanda. Þrátt fyrir að stefnda hefði verið í lófa lagið að tryggja sér sönnun fyrir raunverulegu vinnuframlagi stefnanda, og sömuleiðis að halda utan um frídaga star fsmanna sinna, lét hann það undir höfuð leggjast. Stefndi hefur að mati dómsins ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar hans um hvert umsamið vinnuframlag stefnanda skyldi vera fyrir full laun, né gögn sem bein tengsl hafa við launagre iðslur hans til stefnanda eða orlofstöku, þrátt fyrir að sönnunarbyrði í þessu efni 8 hvíli á honum, og hefur samkvæmt því ekki lánast sönnun fyrir því að stefnandi hafi á starfstíma vikið sér undan vinnu með ólögmætum hætti eða tekið launað orlof. Verður þe ssari málsástæðu stefnda því hafnað. Að ofanrituðu virtu verður því fallist á þá kröfu stefnanda að stefnda beri að greiða honum áunnið orlof á starfstíma í samræmi við útreikninga stefnanda sem ekki sætir andmælum. Um kröfu stefnda um skuldajöfn uð Stefndi krefst þess, verði krafa stefnanda um greiðslu orlofs tekin til greina, að kröfu sinni um tjón, sem hann hafi orðið fyrir vegna ólögmæts brotthlaups stefnanda úr starfi og skuld stefnanda við sig á grundvelli tveggja reikninga, verði skuldajafnað v ið kröfu stefnanda. Krafa stefnda vegna ólögmæts brotthlaups byggist á því að stefnandi hafi ekki sagt upp starfi sínu með skriflegum hætti eins og áskilið er í kjarasamningi og stefnandi hafi síðast ekið fyrir stefnda 23. mars 2018 samkvæmt akstursbók. Þrátt fyrir ákvæði kjarasamninga um að uppsagnir skuli vera skriflegar hefur ekki verið litið svo á að uppsagnir séu formbundnar. Að þessu virtu stendur því ágreiningur aðila um það hvort stefnandi hafi tilkynnt um starfslok sín munnlega og eða samkomulag hafi orðið um starfslok stefnanda. Fyrir dómi kvað fyrirsvarsmaður stefnda stefnanda ásamt þremur félögum sínum, sem áður höfðu verið í starfi hjá Eimskipum, alla hafa hætt á sama tíma. Þeir hefðu þá áður verið í sambandi við launafulltrúa sinn, en hlutir nir hefðu ekki allir verið eins og þeir áttu að vera hjá honum. Þá kvaðst stefnandi hafa haft símasamband við stefnda og sent honum skilaboð á messenger og óskað eftir því að fá að hætta. Engin viðbrögð hefðu verið við því, engin athugasemd gerð né hefði h ann eftir það fengið fyrirmæli um frekari verkefni frá stefnda. Um greind samskipti aðila vegna starfslokanna liggja engin gögn. Hins vegar liggur fyrir bréf Eflingar stéttarfélags fyrir hönd stefnda, dagsett 26. aprí1 2018, þar sem segir að stefnandi hafi óskað eftir því að fá að hætta sem fyrst í starfi þann 28. mars, en þeirri beiðni hafi ekki verið svarað af hálfu stefnda. Fyrir liggur í gögnum málsins að þeirri staðhæfingu hafi ekki verið andmælt af hálfu stefnda fyrr en með greinargerð stefnda, sem lö gð var fram í máli þessu í september 2019. Að mati dómsins þykir allt ofangreint benda ótvírætt til þess að stefndi hafi í raun fallist á starfslok stefnanda og að hann ynni ekki út tímabil uppsagnarfrestsins og verður kröfu hans um bætur vegna ólögmæts br otthlaups því hafnað. Stefndi hefur í máli þessu uppi gagnkröfu til skuldajöfnuðar kröfu stefnanda vegna tveggja reikninga fyrir leigu á bifreiðum, með vísan til heimildar 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þeirri kröfu stefnda var mó tmælt af hálfu stefnanda með vísan til 1. gr. laga um greiðslu verkkaups nr. 28/1930. Ekkert liggur fyrir í málinu um að stefnandi hafi skuldbundið sig til þess að sæta skuldajöfnuði af nokkru tagi gegn 9 launum, eins og áskilið er í nefndu lagaákvæði, og ge gn andmælum hans verður gagnkröfu þessari því hafnað. Samkvæmt framansögðu er öllum málsástæðum stefnda, A og K ehf., hafnað og verður krafa stefnanda á hendur félaginu tekin til greina eins og hún er fram sett. Þá verður fallist á kröfu stefnanda um d ráttarvexti, sem miðast við síðustu launagreiðslu við starfslok, 1. apríl 2018. Eftir þessum úrslitum, sbr. 1. tl. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar sem þykir hæfilega ákveðinn eins og greini r í dómsorði. Við ákvörðun málskostnaðar er litið til þess að samhliða þessu máli var rekið annað mál um sams konar sakarefni. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þenna n. Dómsorð: Stefndi, A og K ehf., greiði stefnanda, Jóni Valdimar Sigurðssyni, 505.565 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 505.565 krónum frá 1. apríl 2018 til greiðsludags. Stefndi greiði ste fnanda 750.000 krónur í málskostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir