Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 12. febrúar 2020 Mál nr. S - 3/2020 : Héraðssaksóknari ( Fanney Björk Frostadóttir a ðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Kristján Óskar Ásvaldsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið mánudaginn 3. febrúar 2020, er höfðað með X , kennitala 000000 - 0000 , , , I Fyrir hótanir og kynferðisbrot gegn A , með því að hafa þriðjudaginn 8. maí 2018, á samskiptaforritinu Messenger, óumbeðið og í nokkur skipti sent A 4 kynferðislegar ljósmyndir sem sýndu kynfæri karls og konu og samræði karls og konu og hótað að senda myndirnar á fleiri aðila, en A kannaðist við að myndirnar væru af henni og eiginmanni h ennar og að ákærði hefði komist yfir þær á lokaðri vefsíðu. Háttsemi ákærða var til þess fallin að særa blygðunarsemi A og valda henni ótta um heilbrigði og velferð sína. Telst þetta varða við 209. gr. , 2. mgr. 210. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II Fyrir kynferðisbrot gegn B , með því að hafa þriðjudaginn 8. maí 2018 á samskiptaforritinu Messenger, óumbeðið, sent B 4 kynferðislegar ljósmyndir sem sýndu kynfæri karls og konu og samræði karls og konu og jafnframt sent henni niðrandi s kilaboð er vörðuðu hennar, A , en um sömu myndir er að ræða og tilgreindar eru í ákærukafla I. Háttsemi ákærða var til þess fallin að særa blygðunarsemi B . Telst þetta varða við 209. gr. , og 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og þóknunar sér til handa að mati dómsins. 2 II Ákærði mætti við þingfestingu málsins og viðurkenndi að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum sa mkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Með játningu ákærða fyrir dómi, sem samrý mist rannsóknargögnum málsins, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagset tu 18 . desember 20 19 hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar verður til þess litið sem og þess að ákærði hefur játað sök skýlaust, fyrir lögreglu og dómi og verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Á hinn bóginn verður til alvarleika háttsemi ákærða litið, sem var til þess fallin að særa blygðunarsemi beggja brotaþola og smánandi í þeirra garð. Að ofanrituðu virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún fal la niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Eftir 1. mgr. 325. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda hans, K ristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 158.100, ásamt útlögðum kostnaði verjandans af túlkaþjónustu 10.000 krónur . Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði greiði 168.100 krónur í sakarkostnað , sem er þóknun skipaðs verjanda hans Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 158.100 krónur , ásamt útlögðum kostnaði verjandans af túlkaþjónustu 10.000 krónur. Bergþóra Ingólfsdóttir