Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. apríl 2021 Mál nr. S - 3433/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn X ( Steinbergur Finnbogason lögmaður ) og Y ( Áslaug Lára Lárusdóttir lögmaður ) Dómur : I . Mál þetta, sem dómtekið var 15. apríl sl. að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru dags. 14. desember 2020 á hendur X , kt. 000000 - 0000 , og Y , kt. 000000 - 0000 , báðum til heimilis að , . Málið er höfðað gegn ákærðu ,, fyrir eftirfarandi brot gegn almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum ; I. (008 - 2019 - 8081) Gegn ákærða X fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa sunnudaginn 26. m aí 2019, fyrir utan , , slegið A , kt. 000000 - 0000 , í andlitið með flötum lófa þannig að A féll í jörðina. Voru afleiðingar árásar ákærða þær að A hlaut mar við hægri augnkrók, mar innan á hægri efri vör og mar innan á vör gegn hliðfleti tanna í hægri efri góm. Telst háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981 og 110. gr. laga nr. 82/1998, og 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 3. gr. laga nr. 52/2009. II. (008 - 2019 - 16562) Gegn ákærðu X og Y fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa, laugardaginn 9. nóvember 2019, á veitingastaðnum í , í félagi ráðist á A , kt. 000000 - 0000 , ákærði X með því að hafa hrint A á borð og ákærða Y með því að hafa snúið A niður í gólfið, sest ofan á hann og tekið hann hálstaki með báðum höndum. Voru afleiðingar árásar ákærðu þær að A hlaut roða hægra megin á hálsi fyrir aftan kjálkann um 1,5 cm að lengd, væga bólgu yfir vinstri SCM (hálsvöðva), þrey fieymsli í hálsvöðvum og verk í vinstri öxl. Telst háttsemi ákærðu varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2 10. gr. laga nr. 20/1981 og 110. gr. laga nr. 82/1998, og 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 3. gr. laga nr. 52/2009. III. (008 - 2019 - 16562) Gegn ákærða X fyrir hótun og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa, laugardaginn 9. nóvember 2019, á meðan árás ákærðu samkvæmt lið II stóð, hótað A , kt. 000000 - 0000 , því að hann myndi einhvern tíman finna A úti og stúta honum. Telst háttsemi ákærða varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 3. gr. laga nr. 52/2009. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakark ostnaðar. Einkaréttarkröfur: Þess er krafist, vegna liðar I, að ákærði X greiði, B kr. 1.250.000 fyrir hönd ólögráða sonar síns, A , í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 28. maí 2019 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er kr afist þóknunar vegna starfs lögmanns sem gerði bótakröfu samkvæmt mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Þess er krafist, vegna liðar II, að ákærðu X og Y , in solidum greiði, B kr. 1.950.000 fyrir hönd ólögráða sonar síns, A , í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 12. nóvember 2019 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfs lögmanns sem gerði bótakröfu samkvæmt mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Það athugast að samkvæmt gögnum málsins varð atvikið sem lý st er í I. ákærulið að en ekki eins og greinir í ákæru. Þetta breytir engu um niðurstöðu málsins, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, enda varð vörn ákærða ekki áfátt vegna þessa. Verjendur beggja ákærðu krefjast þess aðal lega að ákærðu verði alfarið sýknuð af kröfum ákæruvaldsins og einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi eða ákærðu sýknuð af þeim. En komi til sakfellingar krefst verjandi ákærða X þess aðallega að ákvörðun um refsingu ákærða verði frestað skilorðsbundið en til vara að ákærði verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin. Verjandi ákærðu Y krefst þess aðallega, komi til sakfellingar, að ákærðu verði ekki gerð refsing en til vara að ákærða verði dæmd til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin. Báðir verjendur krefjast þess að verði miskabætur dæmdar að þá verði þær verulega lægri en krafist er. Þá krefjast verjendurnir þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóð i þ.m.t. málsvarnarlaun verjendanna skv. málskostnaðarreikningum. II . Ákær uliður I. 3 Að kvöldi 26. maí 2019 barst lögreglu tilkynning um líkamsárás fullorðins manns á hendur barni við í en móðir barnsins hringdi á lögregluna. Á vettvangi voru bro taþoli, A , móðir B og ákærði X . A var ölvaður og gat lögregla því lítið rætt við hann en B sagði að ákærði hefði lamið A . Ákærði sagði að A hafi elt fósturson ákærða, C , heim til hans að . Hafi A viljað komast inn heima hjá ákærða til þess að berja C og A hafi einnig hótað að stinga C . Þegar A hafi reynt að komast inn í húsið hafi ákærði slegið hann í andlitið með flötum lófa. Samkvæmt læknisvottorði leitaði brotaþoli á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja daginn eftir atvikið. Í vottorðinu segir að brotaþ oli hafi verið með smá mar við hægri augnkrók og mar innan á hægri efri vör gegn hliðfleti tanna í hægri efri góm. Þá segir að það hafi verið gat á hægra hné á buxum brotaþola og hann hafi sagt að það hafi verið eftir að hann féll í kjölfar höggs sem hann hafi fengið í andlitið. Ákærulið ir II . og III . Að kvöldi 9. nóvember 2019 barst lögreglu tilkynning um líkamsárás fullorðins fólks gagnvart barni að í við veitingastaðinn . Á vettvangi voru brotaþoli, A , og móðir hans en lögreglu var tjáð að ákærðu hefðu ráðist á A en þannig skýrði m.a. D eigandi veitingastaðarins frá. Ákærði X hafi kýlt A en ákærða Y hafi gripið um hálskraga hans, fleygt honum í gólfið og sest ofan á hann. Ákærðu sögðu að, C , sonur og fóstursonur þeirra hafi hringt í þau og beðið þau að koma vegna A en hann hafi verið að leggja C í einelti. Ákærðu hafi reynt að ræða við A og biðja hann að hætta eineltinu en hann hafi svarað með ógnandi tilburðum. Ákærði X hafi ýtt við A , sem hafi dottið aftur fyrir sig, en þá hafi hann kýlt á kærða X . A hafi þá annað hvort kýlt eða sparkað í ákærðu Y og þá hafi hún snúið A í gólfið og haldið honum þar. Kvaðst ákærði X vera aumur í kjálkanum eftir A . Samkvæmt læknisvottorði leitaði brotaþoli á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja daginn eftir atvikið . Í vottorðinu segir að brotaþoli hafi verið með roða hægra megin á hálsi og húð rjóð líkt og eftir núning fyrir aftan kjálkann vinstra megin. Roðinn hafi verið um 1,5 cm langur og 1 cm breiður. Þá hafi brotaþoli verið aumur viðkomu og við að hreyfa höfuð til beggja átta. Við skýrslutöku hjá lögreglu lýsti vitnið D því að ákærði X hafi hótað A og sagt að ákærði myndi stúta A ef ákærði myndi einhvern tímann finna A úti. III . Framburður ákærð u og vitn a fyrir dómi : Ákæruliður I. Ákærði , X , kveðst hafa verið heima hjá sér þegar C fóstursonur hans hafi komið heim og 4 farið í útihurðina og þá hafi A staðið þar áberandi ölvaður og með bjórflösku í hendi. Han n hafi öskrað að hann ætlaði að berja og drepa C en ákærði hafi beðið A að fara í burtu og ýtt við honum. A hafi verið kominn inn í húsið en þegar þeir hafi verið komnir út hafi A kýlt ákærða X en hann hafi þá slegið A með flötum lófa í andlitið. Við það h afi A fallið en hann hafi ekki farið í burtu. Ákærði kvaðst hafa ýtt á eftir A út götuna en hann þá reynt að kýla ákærða. Þegar ákærði hafi verið kominn aftur heim hafi A komið aftur með hóp af krökkum og ætlað að drepa ákærða en það hafi ekkert meira gers t. Ákærði kvaðst hafa spurt C hver þetta væri og hann þá sagt að þetta væri A með hnífinn. En nokkru áður hafi krakkar verið á skólalóðinni og eftir það hafi þau sagt að A hafi verið að sveifla hníf. Eftir þetta kvaðst ákærði hafa hringt í móður A en hún h afi ekki tekið þetta alvarlega. En eftir að krakkarnir sáu hnífinn hafi þau verið hrædd við A . Umrætt kvöld hafi hann hafi ætlað að berja C vegna þess að ákærði X hringdi í móður A . Hafi hann verið að elta C en hann komist heim vegna þess að A hafi dottið. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað þegar atvik urðu hver A var en miðað við stærð hans kvaðst ákærði hafa haldið að hann væri eldri en 16 ára. Krakkar, sem hafi verið með honum, hafi sagt að stúlka hafi fyrr um kvöldið lamið hann með hnúajárni. Ákærða, Y , kvaðst ekki hafa séð allt sem gerðist úti í umrætt skipti. En sonur hennar, C , hafi komið heim og öskrað og sagt að A væri úti. Hún hafi spurt hver það væri og C þá sagt A með hnífinn. Hún hafi séð ölvaðan mann, blóðugan og illa til reika fyr ir utan húsið og hann hafi reynt að komast inn í húsið. Ákærði X hafi farið út og maðurinn hafi hótað ákærða X lífláti og ráðist á hann. Ákærða kvaðst hafa séð A slá og hrækja á ákærða X . Ákærða kvaðst ekki hafa séð ákærða X slá manninn en hún viti að hann hafi gert það. Lögreglan hafi síðan komið á vettvang og þá kvaðst ákærða hafa séð A stökkva aftan á ákærða X . Ákærða sagði að henni hafi verið sagt að C hafi komist heim vegna þess að A hafi dottið þegar hann hafi verið á eftir C . Ákærða sagði að áður en þetta gerðist hafi C sagt frá því að A hafi verið með hníf. Ákærði X hafi vegna þess hringt í móður A og reynt að ræða málin við hana en það hafi verið þýðingarlaust. En upp úr því hafi deilur drengjanna þ.e. C og A byrjað. A hafi m.a. verið mikið fyrir ut an heimili ákærðu og verið með ýmsar dylgjur í þeirra garð og sagst ætla að koma þeim úr bænum. Vitnið, A , kvaðst hafa verið ölvaður á leið heim til sín umrætt kvöld, verið pirraður og öskrað á C . A kvaðst ekki hafa verið að elta C en þeir hafi verið að ganga eftir sömu götunni en þá hafi ákærði X komið reiður út af heimili sínu og hótað A en hann hafi haldið áfram áleiðis heim til sín. Ákærði hafi þá komið á eftir A og sagt honum að drulla sér heim. Ákærði hafi síðan lamið A einu sinni með flötum lófa og hann fallið í jörðina. Hafi þá farið að blæða úr munni A . Hann kvaðst ekki muna allt sem gerðist vegna ölvunar en það gæti vel verið að hann hafi slegið ákærða X en A kvaðst ekki hafa reynt að komast inn á heimili ákærðu. A sagði að þetta hafi verið slæm upplifun og honum fundist þetta ósanngjarnt. Hann sagði að fyrr um kvöldið hafi hann lent í slag við stúlku sem hafi kýlt hann. Ákærði kvaðst ekki hafa þekkt ákærðu en hann vissi að C væri vinur bróður A . Hann sagði að nokkru áður hafi C og fleiri verið að rífast á skólalóðinni og þá kvaðst A hafa verið með hníf og verið að skera í grindverk en hann hafi ekki hótað C með hnífnum. En hann hafi komið á eftir A með stein og sagst ætla að kasta honum í A . Hann kvaðst vita til þess að eftir þetta hafi ákærði X hringt í móður A . Vitnið og móðir A , B , skýrði svo frá að hún hafi farið á vettvang í umrætt sinn og þegar hún hafi komið þangað hafi A legið í götunni. Hann hafi sagt henni að vinkona hans hafi slegið hann í andlitið. 5 Vitnið, E , kvaðst hafa verið á heimili ákærðu umrætt kvöld og þá hafi C komið með þangað með látum og sagt að það væri strákur á eftir honum og hann hafi verið sturlaður af hræðslu þegar hann kom heim. Sá sem var á eftir honum hafi verið sá sami sem hafi áður hótað C með hníf. Ákærði X hafi ítrekað beðið drenginn að fara en hann ekki viljað það. Ákærði X hafi ýtt við viðkomandi og E séð ákærða slá til drengsins með flötum lófa en hún hafi ekki séð hvort höggið hafi lent á honum. En áður en það gerðist hafi drengurinn oft slegið ákærða X . E kvaðst halda að drengurinn hafi ekki fallið í götuna við höggið en hann hafi verið mjög óstöðugur vegna ölvunar. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvað drengurinn væri gamall en miðað við stærð kvaðst hún hafa haldið að hann væri 18 ára. Vitnið, F , kvaðst h afa verið með A bæði áður og eftir að atvik urðu umrætt kvöld en hann hafi ekki séð átökin milli hans og ákærða X . Hann hafi verið í næstu götu þegar hann hafi heyrt læti og það hafi verið A og ákærði X og F farið á vettvang. Þá hafi hann séð að það blæddi úr vörinni á A . Ákærulið ir II. og III. Ákærði X sagði að C hafi hringt og sagt að A hafi lamið sig. Ákærðu hafi farið á vettvang og beðið A að láta C í friði. Þau hafi spurt A hvort þetta væri ekki komið gott en ákærði kvaðst ekki hafa hótað A en ákærði hafi kannski móðgað A . Þá hafi hann kýlt ákærða og þá hafi hann hrint A sem hafi lent á borði. Þá hafi hann ætlað að ráðast aftur á ákærða en þá hafi ákærða Y gengið á milli en A þá sparkað í magann á henni. Hún hafi þá tekið í A , snúið hann nið ur og haldið honum niðri en hann hafi verið stjórnlaus og hrækt nokkrum sinnum á ákærðu Y . Ákærði X kvaðst hafa verið með áverka eftir högg frá A og gleraugun hafi farið af ákærða þegar A sló ákærða. Ákærði sagði að hann og ákærða hafi verið reið og verið orðin langþreytt á hegðun A en hann hafi m.a. oft verið að ástæðulausu fyrir utan heimili þeirra og C hafi verið mjög hræddur við A . Þetta hafi endað með því að þau hafi flutt úr sveitarfélaginu. Ákærða, Y , lýsti því að C hafi hringt í hana og sagt að A væri að reka hann út úr húsinu þar sem veitingastaðurinn er og A hafi m.a. kýlt í reiðhjólahjálm C . Ákærðu hafi farið á staðinn og þegar þau hafi komið þangað hafi A staðið upp og rokið að ákærða X og sagt ljót orð við hann og ákærðu. Ákærði hafi spu rt A hvort faðir hans væri ekki búinn að ræða við hann. A hafi þá rokið að ákærða X , kýlt hann og gleraugun hafi þá flogið af ákærða. Hann hafi þá ýtt við A sem hafi lent á borði. A hafi þá rokið að ákærða X og ætlað að ráðast á hann en þá hafi ákærða geng ið á milli en A þá sparkað í magann á henni. Ákærða hafi þá tekið í peysuna hans A , ýtt honum upp að vegg og haldið honum þar. Síðan hafi hún snúið A í gólfið og haldið honum þar í 2 - 3 mínútur. Ákærða kvaðst ekki hafa tekið A hálstaki heldur sett hendur á bringuna á honum. Þá hafi ákærðu ekki hótað A en ákærða kvaðst síðan hafa farið af A og sleppt honum. Vitnið og brotaþolinn, A , skýrði svo frá að hann hafi verið inn í sjoppu og C hafi haldið útidyrahurð á húsnæðinu opinni. A hafi sagt C að hætta því en hann ekki gert það og þá hafi A staðið upp og sparkað í hjólið hans C en A kvaðst ekki hafa lamið í öryggishjálminn hjá C . Hann hafi þá hringt í ákærðu og þau komið á staðinn og spurt hvort A hafi verið að berja son þeirra. Hann hafi neitað því en þá hafi ákærði X farið að tala illa um A og föður hans. A kvaðst þá hafa kýlt ákærða X þrisvar sinnum og gleraugun hafi flogið af honum en þá hafi ákærði hrint A á borð. Ákærða Y hafi þá komið, tekið um hálsinn á honum og hann lent í gólfinu og ákærða haldið honum þar. A kvaðst ekki 6 vita hvernig hann lenti í gólfinu en meðan hann hafi legið þar hafi hann sparkað og kýlt í ákærðu Y . A sagði að ákærða hafi tekið um hálsinn á honum m eðan hann lá á gólfinu og hann hafi misst andann við það. A kvaðst hafa liðið illa eftir þetta og verið pirraður. A lýsti ekki hótunum af hálfu ákærða X í sinn garð. Vitnið, D , var eigandi veitingastaðarins þegar atvik urðu. Hún lýsti því að henni ha fi verið tilkynnt um læti frammi en þar hafi brotaþolinn A verið ásamt fleirum. Þegar hún hafi komið fram hafi ákærðu staðið yfir strákum sem þar voru og verið að skamma þá. D hafi reynt að róa ákærða X sem hafi verið mjög reiður. D kvaðst hafa séð A slá t il ákærða X en hún vissi ekki hvers vegna hann gerði það. D mundi ekki hvort ákærði hafi misst gleraugun. Ákærði hafi síðan hrint A sem hafi lent á borði og D þá beðið kærasta sinn að hringja á lögregluna. Ákærða Y hafi þá tekið A niður, sest klofvega ofan á hann og haldið um hálsinn á honum. D kvaðst ekki hafa séð A sparka í ákærðu Y . D kvaðst hafa sagt við ákærðu að þetta væri barn en hún mundi ekki hvernig átökin enduðu. D sagði að ákærði X hafi sagt við A að ef ákærði rækist á A myndi ákærði drepa hann. Vitnið, G, kvaðst hafa verið á veitingastaðnum umrætt sinn og heyrt læti frammi. Þegar hann hafi komið á vettvang hafi stympingar verið í gangi og hann hafi þá líklega hringt á lögreglu. G mundi ekki nákvæmlega hvað gerðist en það hafi verið mi kið orðaskak og hann hafi síðan séð konu ofan á dreng á gólfinu og líklega hafi hún tekið hann niður. G kvaðst ekki hafa þekkt neinn á staðnum og hann hafi ekki áttað sig á því hvað drengurinn sem lenti í gólfinu hafi verið gamall. Vitnið, F, kvaðst hafa verið með A við í umrætt sinn og þeir hafi setið þar við borð. Ákærðu hafi komið á staðinn, verið reið og öskrað á A en F kvaðst ekki hafa séð átökin. F kvaðst ekki muna eftir hótunum. Vitnið og lögreglumaður nr. 1 kvaðst hafa farið á vettvang 26. m aí 2019 og rætt við aðila. Lögreglumaðurinn staðfesti frumskýrslu sína. Vitnið og lögreglumaður nr. 2 kvaðst hafa farið á vettvang bæði 26. maí og 9. nóvember 2019. Í fyrra skiptið hafi verið mikið af fólki á vettvangi og æsingur. Þar hafi A verið æstur, ölvaður og óstöðugur á fótunum og því í slæmu ástandi. Lögreglumaðurinn staðfesti frumskýrslu sína vegna síðara atviksins Vitnið og læknirinn, G , staðfesti vottorð sitt vegna atviksins 26. maí 2019. Vitnið og læknirinn, H , staðfesti votto rð sitt vegna atviksins 9. nóvember 2019. Vitnið og sálfræðingurinn, I , staðfesti vottorð sitt vegna brotaþolans A . IV . Niðurstaða: Ákæruliður I. Ákærði hefur játað að hafa slegið brotaþola eitt högg með flötum lófa í andlitið eftir að brotaþoli reyndi að komast inn á heimili ákærðu og hann varð ekki við tilmælum um að fara í burtu.. En áður en ákærði hafi slegið brotaþola hafi hann kýlt ákærða. Þetta hafi gerst í kjölfar þess að brotaþoli h afi veitt fóstursyni ákærða eftirför að heimili þeirra og 7 þar hótað að lemja og drepa fóstursoninn. Brotaþoli hefur viðurkennt að hafa verið ölvaður umrætt sinn og hann hafi hugsanlega kýlt ákærða áður en hann lamdi brotaþola. Ákærði hefur borið því við að höggið sem hann veitti brotaþola hafi verið unnið í neyðarvörn. Þó svo að brotaþoli sé stór miðað við aldur var hann ekki nema ára þegar atvik urðu og verður að telja að ákærði hafi getað haft í fullu tré við brotaþola án þess að slá hann í andlitið. Verknaður ákærða getur því ekki hafa helgast af neyðarvörn. Brotaþoli sjálfur lýsti því að fyrr um kvöldið hafi hann lent í átökum við stúlku sem hafi lamið hann. Þykir því varhugavert að slá því föstu að brotaþoli hafi hlotið alla þá áverka sem lýst er í ákæru við högg ákærða en þrátt fyrir það hefur ákærði með háttsemi sinni brotið gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og unnið sér til refsingar samkvæmt því. Ákæruliðir II. og III. Brotaþoli hefur sjálfur lýst því að hann hafi kýlt ákærða X þrisvar sinnum og við það hafi gleraugun dottið af honum. Er þetta í samræmi við framburð beggja ákærðu. Ákærði hefur viðurkennt að hafa þá ýtt við brotaþola sem hafi lent á borði en ekkert bendir til að brotaþoli hafi hlotið áverka við það. Þegar litið er á framkomu brotaþola gagnvart ákærða X verður ekki talið að viðbrögð hans hafi verið óeðlileg né umfram það sem búast mátti við miðað við aðstæður og því teljast þau ekki refsiverð. Ákærði X verð ur samkvæmt því sýknaður af II. ákærulið. Ákærða Y hefur viðurkennt að hafa tekið í brotaþola, snúið hann í gólfið og haldið honum þar í nokkra stund í kjölfar þess að hann sló ákærða X , sbr. framanritað. Hún hefur hins vegar neitað því að hafa tekið han n hálstaki en brotaþoli og vitnið D hafi borið um að ákærða hafi tekið um háls brotaþola. Ákærða hefur borið því við að verk hennar hafi helgast af neyðarvörn. Þegar atvik urðu var nokkur fjöldi fólks á vettvangi sem hefði eflaust getað haft hemil á brotaþ ola ef hann hefði ætlað að ráðast aftur á ákærðu. Verknaður ákærðu getur því ekki helgast af neyðarvörn. Þykir ekki varhugavert að telja sannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök þ.m.t. að hafa tekið um háls brotaþola þegar t ekið er tillit til framburðar brotaþola, vitnisins D og þeim áverkum sem brotaþoli hlaut við árásina. Með háttsemi sinni braut ákærða gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hefur unnið sér til refsingar samkvæmt því. Brotaþoli bar hv orki hjá lögreglu né fyrir dómi um hótanir ákærða X í sinn garð, sbr. ákærulið III. Vitnið, D , var eina vitnið sem bar um hótanir hans gagnvart brotaþola. Gegn eindreginni neitun ákærða telst ekki sannað að hann hótað brotaþola og verður ákærði því sýknaðu r af ákærulið III. Brot ákærðu eru í öllum ákæruliðum talin varða við 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákærði X hefur þegar verið sýknaður af III. ákærulið og þar með einnig af broti gegn nefndu ákvæði barnaverndarlaga hvað þann ákærulið varða r. Samkvæmt 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga er refsivert að beita barn andlegum og líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýna af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni. Eins og fram er komið voru ákærðu ekki sérstaklega tengd brotaþola og ve rður að telja eins og á stendur í máli þessu að 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tæmi sök gagnvart 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Verða ákærðu samkvæmt því sýknuð af broti gegn barnaverndarlögum. 8 Refsingar: Samkvæm t framlögðum sakavottorðum ákærðu hefur hvorugt þeirra hlotið refsingu áður en í máli þessu hafa þau bæði verði sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Líkamlegir áverkar sem brotaþoli hlaut af völdum ákærðu voru minni háttar og ekki er annað fram komið en brotaþoli hafi jafnað sig af þeim á skömmum tíma. Þegar komist er að niðurstöðu í málinu verður ekki litið framhjá því að svo virðist sem brotaþoli og sonur og fóstursonur ákærðu hafi átt í útistöðum og þar hafi þeir l íklega báðir átt hlut að máli. Standa verulegar líkur til þess að erfið samskipti drengjanna hafi átt sinn þátt í því að þau atvik urðu sem um ræðir í máli þessu. Hins vegar geta þessi samskipti ekki réttlætt það sem ákærðu hafa verið sakfelld fyrir gagnva rt brotaþola og þá sérstaklega þegar hafður er í huga ungur aldur hans. En þá verður einnig að líta til framkomu brotaþola gagnvart ákærðu í aðdraganda þeirra atvika sem þau hafa verið sakfelld fyrir en brotaþoli viðurkenndi m.a. að hafa slegið ákærða X þe gar þau atvik urðu sem lýst er í II. ákærulið, sbr. framanritað. Í þessu sambandi ber einnig að líta til 3. mgr. 218. gr. c. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til alls þessa verður að telja rétt eins og á stendur í máli þessu að fresta ákvörðun um refsingu beggja ákærðu og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einkaréttarkröfur: Í málinu eru einkaréttarkröfur brotaþola samtals að höfuðstó l 3.200.000 kr. Með hinni refsiverðu háttsemi, sem bæði ákærðu hafa verið sakfelld fyrir, hafa þau bakað sér skaðabótaábyrgð og brotaþoli á því rétt á miskabótum úr hendi þeirra á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26.gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun á fjárhæð miskabóta verður tekið tillit til þess að líkamlegir áverkar brotaþola voru minniháttar og þá verður einnig að líta til framkomu brotaþola gagnvart ákærðu áður en þau atvik urðu sem ákært er vegna, sbr. framanritað. Með vísan til þessa þykja miska bætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 400.000 kr. sem ákærðu skulu greiða in solidum. Ekki verður séð að bótakrafan hafi verið birt ákærðu fyrr en við birtingu ákæru 22. janúar 2021. Samkvæmt því skulu dæmdar miskabætur bera vexti skv. 8. gr. laga nr. 38/2 001 um vexti og verðtryggingu frá 9. nóvember 2019 til 22. febrúar 2021 en dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Í einkaréttarkröfunni er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns brotaþola. Við þingfestingu málsins var Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður skipuð réttargæslumaður brotaþola en lögmaðurinn gætti einnig hagsmuna brotaþola á rannsóknarstigi málsins. Af þeim sökum eru ekki lagaskilyrði til þess að dæma brotaþola þóknun vegna starfa lögmanns, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, heldur verður réttargæslumanni ákvörðuð þóknun samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 48. gr. sömu laga. Sakarkostnaður: Málsvarnarlaun verjanda ákærða X , Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, skulu vera 800.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Þar sem ákærði hefur verið sýknaður af ákæruliðum II. og III. og af broti gegn barnaverndarlögum þykir rétt að hann greiði 300.000 kr. af dæmdum málsvarnarlaunum en 500.000 kr. greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun verjanda ákærðu Y , Áslaugar Láru Lárusdóttur lögmanns, skulu vera 9 500.650 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Þar sem ákærða hefur verið sýknuð af broti gegn barnaverndarlögum þykir rétt að hún greiði 350.0 00 kr. af dæmdum málsvarnarlaunum en 150.650 kr. greiðist úr ríkissjóði. Þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, skal vera 706.800 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Með hliðsjón af því að ákærði X hefur verið sýkna ður af II. og III. ákærulið og ákærðu bæði sýknuð af broti gegn barnaverndarlögum þykir rétt að ákærðu greiði in solidum 306.800 kr. af þóknun réttargæslumanns en 400.000 kr. greiðist úr ríkissjóði. Aksturskostnaður réttargæslumannsins er 38.976 kr. og sku lu ákærðu greiða in solidum 18.000 kr. af honum en 20.976 kr. skulu greiðast úr ríkissjóði. Ákærð i, X , greiði annan sakarkostnað 25.000 og ákærða, Y , greiði annan sakarkostnað 30.800 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákvörðun um refsingu beggja ákærðu, X og Y , er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. Ákærðu X og Y greiði in solidum A 4 00.000 kr. í miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. nóvember 2019 til 22. febrúar 2021 en auk dráttarv axta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málsvarnarlaun skipaðs verjan da ákærða X , Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, eru 8 00.000 kr. og skal ákærði greiða 300 .000 kr. en 500 .000 kr. greiðast úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu Y , Áslaugar Láru Lárusdóttur lögmanns, eru 500.650 kr. og skal ákærða greiða 350.000 kr. en 150.650 kr. greiðast úr ríkissjóði. Þóknun réttargæslumanns brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, skal vera 706.800 kr. og skulu ákærðu greiða in solidum 3 06.800 kr. en 400.000 kr. skulu greiðast úr ríkissjóði. Aksturskostnaður réttargæslumanns er 38.976 kr. og skulu ákærðu greiði in solidum 18.000 kr. en 20.976 kr. skulu greiðast úr ríkissjóði. Ákærð i, X , greiði annan sakarkostnað 25.000 og ákærða, Y , grei ði annan sakarkostnað 30.800 kr. Ingi Tryggvason