Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 20. september 2019 Mál nr. S - 3641/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristín Jónsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Viktori Fotin (Ólöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaður) Dómur A. Mál þetta, sem var dómtekið 4. september 2019, er höfðað með ákæru , útgefinni af lögreglu stjóranum á höfuðborgarsvæðinu þann 31. júlí sama ár, á hendur Viktori Fotin , kt. [...] , [...] , [...] , f yrir eftirtalin þjófnaðar - og umferðar laga brot framin á árinu 2019: I. Þjófnaðarbrot: 1. Með því að hafa þriðjudaginn 5. mars, í félagi við A , kt. [...] , stolið fimm pökkum af kjúklingabringum, fjórum pökkum af nauta ribeye steikum og eplaköku , samtals að andvirði kr. 19.046 , úr verslun Krónunnar í Hamraborg í Kópavogi. Mál 007 - 2019 - 31504 2. Með því að hafa miðvikudaginn 13. mars stolið ýmsum vörum og matvörum , samtals að andvirði kr. 6.736 , úr verslun Krónunnar í Skeifunni Reykjavík. Mál 007 - 2019 - 34972 3. Með því að hafa laugardaginn 16. mars stolið tólf pökkum af kjúklingabringum og einum pakka af hárvítamíni , samtals að andvirði kr. 19.587 , úr verslun Krónunnar í Flata - hrauni 13 í Hafnarfirði. Mál 007 - 2019 - 34974 2 4. Með því að hafa mánudag inn 25. mars stolið ellefu pökkum af kjúklingabringum , samtals að andvirði kr. 18.853 , úr verslun Krónunnar í Flatahrauni 13 í Hafnarfirði. Mál 007 - 2019 - 31501 5. Með því að hafa laugardaginn 6. apríl stolið fjórum pökkum af reyktri bleikju og þremur pökkum af gröfnum laxi , samtals að andvirði kr. 9.004 , úr verslun Krónunnar í Flatahrauni 13 í Hafnarfirði. Mál 007 - 2019 - 34976 6. Með því að hafa fimmtudaginn 11. apríl s tolið níu pökkum af kjúklingabringum , sam - tals að andvirði kr. 19.444 , úr verslun Krónunnar í Flatahrauni 13 í Hafnarfirði. Mál 007 - 2019 - 31502 7. Með því að hafa þriðjudaginn 16. a príl , í félagi við B , kt. [...] , stolið bláum Huawei - farsíma úr handtösku í verslun Krónunnar að Austurvegi 3 á Selfossi en einnig stolið ýmsum vörum og matvörum úr versluninni þann sama dag að and virði kr. 34.329. Að hafa s íðar sama dag, aftur í félagi við B , stolið miklu magni af matvöru og öðrum vörum , samtals að andvirði kr. 114.300 , úr verslun Bónus að Larsenstræti 5 á Selfossi. Mál 318 - 201 9 - 5811 8. Með því að hafa miðvikudaginn 24. apríl stolið ellefu pökkum af kjúklingabringum , samtals að andvirði kr. 16.967 , úr verslun Krónunnar í Hamraborg 18 í Kópavogi. Mál 007 - 2019 - 31639 9. Með því að hafa laugardaginn 27. apríl stolið átta pökkum af kjúklingabringum, tveimur pökkum af reyktum silungi og tveimur pökkum af gröfnum laxi, samtals að and - virði kr. 20.624 , úr verslun Krónunnar í Hamraborg 18 í Kópavogi. Mál 007 - 2019 - 31506 10. Með því að hafa miðvikudaginn 1. maí stolið tveimur pökkum af ferskum laxi, þremur pökkum af kjúklingabringum, tveimur pökkum af reyktum laxi, þremur pökkum af kexi, tveimur gulrótarkökum og tveimur marsipankökum, samtals að andvirði kr. 13.037 , úr verslun Krónunnar í Hamraborg 18 í Kópavogi. Mál 007 - 2019 - 31499 3 11. Með því að hafa þriðjudaginn 14. maí stolið tveimur pökkum af frosnum nauta lund - um , samtals að andvirði kr. 15.290 , úr verslun Krónunnar í Nóatúni 17 í Reykjavík. Mál 007 - 2019 - 34978 12. Með því að hafa fimmtudaginn 20. júní stolið tuttugu og fjórum pakkningum af lýsis - perlum , samtals að andvirði kr. 57.576 , úr verslun Krónunnar í Flatahrauni 13 í Hafnar - firði. Mál 007 - 2019 - 38475 13. Með því að hafa föstudaginn 21. júní stolið sex pakkningum af lýsisperlum , samtals að andvirði kr. 14.394 , úr verslun Krónunnar í Hamraborg 18 í Kópavogi. Mál 007 - 2019 - 39603 14. Með því að hafa þriðjudaginn 9. júlí, í félagi við C , kt. [...] , stolið snyrtivörum og raftækjum , samtals að andvirði kr. 20.693 , úr verslun Hag kaupa í Skeifunni 15 í Reykjavík. Mál 007 - 2019 - 43095 Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegn ingar laga nr. 19/1940. II. U mferðarlagabrot , m eð því að hafa þriðjudaginn 16. apríl , sem umráðamaður bifreiðar - innar [...] , vanrækt vátryggingarskyldu hennar samkvæmt XIII. kafla um ferðar laga nr. 50/1987 , en bifreiðin var óvátryggð er lögregla hafði afskipti af henni skammt frá verslun inni Bónus að Larsenstræti á Selfossi. Mál 318 - 2019 - 5811 Telst þetta varða við 93. gr., sbr. 91. og 92. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. , laga nr. 50/198 7 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar kostn aðar. 4 Ein k akréttarlegar kröfur : 1. Vegna ákæruliðar I/1 gerir D , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 19.046 , auk vaxta af þeir ri fjárhæð frá 5. mars 2019 til 21. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 . Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 22. maí 2019 til greiðsludags, sam kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati d óms ins eða sam kvæmt málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 2. Vegna ákæruliðar I/2 gerir E , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 6.736 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 13. mars 2019 til 28. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 28. maí 2019 til greiðsludags, s amkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist máls kost n aðar að mati dómsins eða sam kvæmt málskostnaðarreikningi komi til mál flutn ings í málinu. 3. Vegna ákæruliðar I/3 gerir E , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 19.587 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 16. mars 2019 til 28. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 28. maí 2019 til greiðsludags, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist máls kost naðar að mati dómsins eða sam kvæmt málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 4. Vegna ákæruliðar I/4 gerir D , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 18.853 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 25. m ars 2019 til 21. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 21. maí 2019 til greiðsludags, sam kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist málskostnaðar að mati dóms ins eða sam kvæmt máls kostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 5. Vegna ákæruliðar I/5 gerir E , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 9.004 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 6. apríl 2019 til 28. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 28. maí 2019 til greiðsludags, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er 5 krafist málskostn aðar að mati dómsins eða sam kvæmt málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 6. Vegna ákæruliðar I/6 gerir D , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 19.944 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 11. ap ríl 2019 til 21. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 21. maí 2019 til greiðsludags, s am kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða sam kvæmt má lskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 7. Vegna ákæruliðar I/7 gerir G , kt. [...] , fyrir hönd Haga hf., kt. [...] , kröfu um skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 61.492, auk vaxta , s amkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi er hið b ótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 16. apríl 2019, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarv axta , s kv . 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist máls kostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðar reikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. 8. Vegna ákæruliðar I/8 gerir D , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 16.9 67 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 24. apríl 2019 til 21. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 21. maí 2019 til greiðsludags, s am kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist máls kostnaðar að mati dóms ins eða sam kvæmt málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 9. Vegna ákæruliðar I/9 gerir D , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 20.624 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 27. apríl 2019 til 21. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 21. maí 2019 til greiðsludags, s am kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist málskos tnaðar að mati dóms ins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 6 10. Vegna ákæruliðar I/10 gerir D , kt. [...] , kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 13.037 , auk vaxta af þeirri fjárhæð frá 1. maí 2019 til 21. maí 2019, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá 21. maí 2019 til greiðsludags, s am kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist málskostnaðar að mati dóms ins eða samkvæmt má lskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu. 11. Vegna ákæruliðar I/14 gerir G , kt. [...] , fyrir hönd Haga hf., kt. [...] , kröfu um skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 20.693, auk vaxta , s amkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 9. júlí 2019, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta, sam kvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði neitar aðallega sök en til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Einnig krefst hann frávísunar á öllum bótakröfum. Þá krefst hann máls kostn aðar samkvæmt fram lagðri vinnuskýrslu verjanda, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. B. Málsatvik: Ákæruliður I/1: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 23. maí sl., mun ákærði að kvöldi þriðjudagsins 5. mars sl . hafa komið inn í verslun Krónunnar, Hamra borg 18, Kópavogi, í fyl gd með A . Ákærði hafi verið klæddur í dökkan jakka, dökkar buxur, svarta striga skó og haldið á bak poka. A hafi verið klæddur í dökkan jakka, dökkar buxur, í svört um skóm og með dökka húfu á höfðinu. A hafi tekið inn kaupakerru. Þeir hafi síðan gengi ð að kjötkæli og tekið fimm pakkningar af kjúklinga bringum að verðmæti 6.455 krónur og fjórar pakkn - ingar af nauta ribeye að verðmæti 11.292 krónur og sett í inn kaupakerruna. Ákærði hafi tekið við kerrunni, farið inn á græn metis gang og sett kjú klinga bring urnar í bakpokann. Næst hafi ákærði tekið epla köku að verðmæti 1.299 krónur og því næst farið í kjötkæli verslunarinnar þar sem hann hafi sett nauta kjötið og kökuna í bak pok ann. Ákærði hafi 7 síðan sett bakpokann á sig, skilið kerr una efti r og yfir gefið verslunina án þess að greiða fyrir vörurnar, samtals að verðmæti 19.046 krónur. Ákæruliður I/2: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 6. júní sl., mun ákærði miðvi kudaginn 13. mars sl. hafa komið inn í verslun Krón unnar, Skeifunni 11D, Reykjavík. Ákærði hafi verið klæddur í dökkan jakka, bláar galla buxur, svarta skó og verið með gráan bak poka á sér. Ákærði hafi tekið inn kaupa kerru og setti bakpokann í kerruna. Inni í versluninni hafi hann sett vörur í kerruna, meðal annars kjúklingabringur að verðmæti 2.699 krónur, rak - véla blöð að verðmæti 919 krónur og sápu að verðmæti 659 krónur, auk fleiri vara. Á göngum verslunarinnar hafi hann síðar sett vörurnar í bakpoka nn, tekið hann úr kerr unni og sett á sig en skilið kerruna eftir. Því næst hafi hann gengið framhjá afgreiðslu köss - unum og út úr versluninni án þess að greiða fyrir vörurnar, sam tals að verðmæti 6.736 krónur. Ákæruliður I/3: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 6. júní sl., mun ákærði að kvöldi laugardagsins 16. mars sl. hafa komið að verslun Krónunnar, Flatahrauni 13, Hafnarfirði, sem farþegi í bif reiðinni [...] . Ákærði ha fi verið klæddur í dökkan jakka, bláar buxur og dökka skó og verið með gráan bak poka á sér. Ákærði hafi farið inn í verslunina, tekið inn kaupa kerru og sett bakpokann í kerruna. Inni í verslun inni hafi hann sett tíu pakka af kjúklinga - bringum í kerruna og fært þær síðan í bak pok ann. Síðar hafi annar maður, óþekktur, komið að ákærða og fært honum flösku af hár vítamíni sem ákærði hafi einnig sett í bak - pokann. Ákærði hafi tekið bakpokann úr kerrunni, sett hann á sig og skilið kerruna eftir í búðinni. Ák ærði hafi síðan farið framhjá afgreiðslukössum með vör urnar í bakpok anum og út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær, samtals að verðmæti 19.587 krónur. Ákæruliður I/4: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 23. maí sl., mun ákærði að kvöldi mánudagsins 25. mars sl. hafi komið inn í verslun Krónunnar, Flatahrauni 13, Hafnarfirði. Ákærði hafi 8 verið klæddur í dökka úlpu, bláar buxur og svarta skó og verið með g ráan bak poka á sér. Ákærði hafi tekið inn kaupa kerru, sett bakpokann í kerruna og fært sig inn í verslunina. Inni í verslun inni hafi hann sett ellefu pakka af kjúklingabringum í kerruna og fært þær síðan í bakpokann. Ákærði hafi tekið bak pok ann úr k errunni, sett hann á sig og skilið kerr una eftir í versluninni. Ákærði hafi síðan farið fram hjá afgreiðslukössum með vör - urnar í bakpokanum og út úr verslun inni án þess að greiða fyrir þær, samtals að verðmæti 18.853 krónur. Ákæruliður I/5: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 6. júní sl., mun ákærði laugardaginn 6. apríl sl. hafa komið inn í verslun Krón unnar, Flatahrauni 13, Hafnarfirði. Ákærði hafi verið klæddur í dökkan jakka, bláar buxur og svarta skó og verið með gráan bak poka á sér. Ákærði hafi tekið inn kaupakerru, sett bak pok ann í kerruna og fært sig inn í verslunina. Inni í verslun - inni hafi hann sett sjö pakka af reykt um og gröfnum eldisfiski í inn kaupakerruna og síðan fært vörurnar í bak pokann. Ákærði hafi því næst tekið bakpokann úr kerrunni, sett hann á sig og skilið kerruna eftir í versluninni. Ákærði hafi þessu næst farið framhjá af - greiðslu kössum með vörurnar í bakpokanum og út úr verslun inni án þess að greiða fyrir þær, sam tals að verðmæti 9.004 krónur. Ákæruliður I/6: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 23. maí sl., mun ákærði fimmtudaginn 11. apríl sl. hafa komið i nn í verslun Krón unnar, Flatahrauni 13, Hafnarfirði. Ákærði hafi verið klæddur í dökkan jakka, bláar buxur og dökka skó og verið með gráan bak poka á sér. Ákærði hafi tekið inn kaupa kerru, sett bakpokann í kerruna og fært sig inn í verslunina. Inni í ver slun inni hafi hann sett níu pakka af kjúklinga bringum í inn kaupakerruna og síðan fært vörurnar í bak pok ann. Ákærði hafi tekið bak pokann úr kerrunni, sett hann á sig og skilið kerruna eftir í versluninni. Ákærði hafi síðan farið framhjá afgreiðslu - k össum með vörurnar í bakpokanum og út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær, sam tals að verðmæti 19.444 krónur. Ákæruliður I/7: 9 Samkvæmt skýrslu lögreglu tilkynnti F þriðjudaginn 16. apríl sl. um þjófnað á snjallsíma sama dag í verslun Krónunnar, A usturvegi 3, Selfossi. Hafi hún áttað sig á því að farsíminn hefði horfið úr handtösku hennar eftir að hún vék frá inn kaupa körfu. Starfsfólk í versluninni hafi farið yfir myndskeið í eftirlitsmyndavélum og stað fest að karlmaður hafi tekið símann úr h andtöskunni. Óeinkennisklæddir lög reglu menn hafi verið sendir í verslunina til að líta á myndupptöku af þjófnaðinum og freista þess að bera kennsl á geranda. Á myndupptökunni hafi komið fram að ger endur voru tveir karlmenn. Nánar til tekið hafi atvik v erið með þeim hætti að annar mann anna gekk að innkaupakörfu F á meðan hún vék frá, færði körfuna lítillega til og tók sím ann úr handtösku í körfunni. Því næst hafi hann gengið frá körfunni með símann í fór um sínum. Lögreglu hafi grunað að um skipulag ðan þjófnað væri að ræða og að mennirnir væru enn þá á Selfossi. Í því sambandi hafi verið talið að þeir hefðu mögulega farið í aðrar verslanir í bænum. Mennirnir hafi verið handteknir síðar um daginn við verslun Bónuss að Larsenstræti á Selfossi. Hafi þá komið í ljós að þeir voru á bifreiðinni [...] og hafi ákærði reynst vera í ökumannssæti. Ákærði hafi í samtali við lögreglu sagst eiga bif reið - ina. Þá hafi sam ferða maður ákærða reynst vera B . Ákærði hafi veitt lög reglu heimild til að leita í bifreiðin ni og við þá leit hafi í farangursrými fund ist mikið magn af matvöru o.fl. sem lagt hafi verið hald á. Þá hafi snjallsími fundist undir öku manns sæti sem einnig var lagt hald á. Síminn hafi passað við lýs ingu á hinum stolna síma. Ákærði hafi sagst eig a símann en ekki viljað ræsa hann eða opna. Þá hafi ákærði sagst hafa keypt mat - vöruna á Selfossi og greitt fyrir hana með reiðufé. Við frek ari rann sókn hafi komið í ljós að matvörunni o.fl. hefði verið stolið úr verslun Bónuss og Krón unnar á Selfossi f yrr um daginn. Þessu til viðbótar hafi verið lagt hald á mynd upptökur úr verslun unum sem virtust sýna meinta þjófnaði, auk þess sem fyrrgreindum varn ingi hafi verið skilað til fyrrgreindra verslana. Hluti af varningnum, matvara, hafi hins vegar verið ós ölu hæf eftir meintan þjófnað og því hafi þurft að eyða þeim hluta þýfis ins. Þá hafi komið í ljós að innskráningarnúmer sem F gaf upp hafi aflæst símanum þegar þau voru slegin inn. Símanum hafi því verið skilað til F . Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., dags. 2. maí sl., myndupptöku o.fl., munu ákærði og B hafa komið inn í verslunina, annar þeirra með bakpoka og hinn með hliðar tösku. Báðir hafi þeir sótt sér innkaupakerrur og tekið ýmsar vörur og sett í bak pokann og töskuna, meðal annars nær fatnað, smyrsl, r akvélablöð o.fl., auk þess sem annar þeirra hafi tekið fyrr greindan snjall síma úr tösku viðskiptavinar og stungið honum í vasann. Í 10 framhaldi af því hafi þeir gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir vör urnar, sam - tals að verðmæti 34.429 krónur . Samkvæmt kæru Haga hf. vegna Bónuss, dags. 6. maí sl., myndupptöku o.fl., mun ákærði og B hafa komið inn í verslunina og fyllt innkaupakerru af ýmsum varn ingi, meðal annars miklu magni af kjúklingabringum, nautahakki og grænmeti, sem þeir hafi síðan farið með út úr versluninni án þess að greiða fyrir, samtals að verðmæti 114.300 krónur. Ákæruliður I/8: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 23. maí sl., mun ákærði að kvöldi miðvikudagsins 24. apríl sl. hafa komið inn í verslun Krónunnar, Hamraborg 18, Kópavogi. Ákærði hafi verið klæddur í dökkan jakka með hettu, dökkar buxur með hvítum stöfum á annarri skálm inni og svarta skó, auk þess að vera með gráan bak poka á sér. Ákær ði hafi tekið inn kaupakerru, sett bak pokann í kerruna og fært sig inn í verslunina. Inni í verslun inni hafi hann farið að kjötkæli og sett ellefu pakka af kjúklingabringum í inn kaupakerruna og síðan fært vörurnar í bak pokann. Ákærði hafi því næst te kið bak pokann úr kerrunni, sett hann á sig og skilið kerruna eftir í versluninni. Ákærði hafi í framhaldi farið framhjá af greiðslu kössum með vörurnar í bakpokanum og út úr verslun inni án þess að greiða fyrir þær, sam tals að verðmæti 16.967 krónur. Ákæruliður I/9: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 23. maí sl., mun ákærði laugardaginn 27. apríl sl. hafa komið inn í verslun Krón unnar, Hamraborg 18, Kópavogi. Ákærði hafi ve rið klæddur í dökkan jakka, dökkar buxur og dökka skó, auk þess að vera með gráan bak - poka á sér. Ákærði hafi tekið inn kaupakerru, sett bakpokann í kerruna og fært sig inn í verslunina. Inni í verslun inni hafi hann farið að kjöt kæli og sett átta pakka af kjúklinga - bringum í inn kaupakerruna og fært vör urnar síðan í bak pokann. Ákærði hafi tekið bak - pokann úr kerr unni, sett hann á sig og skilið kerr una eftir. Ákærði hafi síðan tekið aðra innkaupa kerru og sett fjóra pakka af reyktum og gröfn um fiski í kerruna en fært sig síðan á annan stað í versluninni þar sem hann hafi sett fiskpakkana inn á sig og skilið kerruna eftir. Ákærði hafi síðan farið framhjá afgreiðslu kössum með vör urnar í bak pokanum og 11 innan klæða og út úr versluninni án þess að greið a fyrir þær, sam tals að verðmæti 20.624 krónur. Ákæruliður I/10: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 22. maí sl., mun ákærði miðvikudaginn 1. maí sl. hafa komið inn í verslun Krón unnar, Hamraborg 18, Kópavogi. Ákærði hafi verið klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og svarta skó, auk þess að vera með gráan bak poka á sér. Ákærði hafi tekið inn kaupakerru, sett bak pokann í kerruna og fært sig inn í verslun - ina. Inni í verslun inn i hafi hann farið að kæli og tekið tvær pakkningar af ferskum laxi og sett í innkaupakerruna. Síðan hafi hann farið að kjötkæli þar sem hann hafi tekið þrjár pakkn ingar af kjúklingabringum og sett þær í kerr una. Því næst hafi ákærði farið að áleggs kæli og tekið tvo pakka af reyktum laxi og sett í kerr una. Þessu næst hafi ákærði gengið á milli kælanna og fært vörurnar úr kerrunni í bakbokann. Þaðan hafi ákærði fært sig á annan stað í versluninni og sett kex og kökur í kerruna og síðan fært þann varning í bakpokann. Hafi hann síðan tekið bakpokann úr kerrunni, sett hann á sig og skilið kerr - una eftir. Ákærði hafi síðan farið framhjá afgreiðslu kössum með vörurnar í bak pok anum og innan klæða og út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær, sam tals að ve rðmæti 13.037 krónur. Ákæruliður I/11: Samkvæmt skýrslu lögreglu var óskað eftir aðstoð lögreglu þriðjudaginn 14. maí sl. í verslun Krón unnar , Nóatúni 17, Reykjavík. Ákærði hafi verið við verslunina og hafi honum verið meinuð för þaðan af tveimur starfs mönnum vegna gruns um að hann hafi ætlað að stela frosnu nauta kjöti. Lögreglumenn hafi tekið skýrslu af ákærða á staðnum þar sem hann hafi gengist við því að hafa ætlað að stela nautakjöti úr versluninni. Þá hafi lög reglu menn tekið skýrslu af fyrrgreind um starfs manni og hafi meðal annars komið fram að ákærði hafi verið stöðvaður á leið úr verslun inni með kjötvöruna innan klæða og að hann hafi framvísað henni þegar starfsmenn höfðu afskipti af honum. Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 6. júní sl., mun ákærði fyrrgreindan dag hafa komið inn í verslunina klæddur í dökkan jakka með hvítri rönd, bláar gallabuxur og svarta striga skó. Ákærði hafi tekið handkörfu og fært sig inn í verslunina. Þar hafi hann farið 12 að frysti og tekið tvær nautalundir og sett í körfuna. Síðar hafi ákærði sett kjöt vöruna inn á sig inni í versluninni, skilið körfuna eftir og farið framhjá afgreiðslukössum án þess að greiða fyrir vöruna, samtals að verðmæti 15.290 krónur. Þá hafi ákærði verið stöðvaður af starfs mönn um á leið út úr versluninni og komið hafi til ryskinga milli þeirra og ákærða áður en lög regla kom á staðinn. Ákæruliður I/12: Samkvæmt skýrslu lögreglu var óskað eftir aðstoð lög reglu að kvöldi fimmtu - dagsins 20. júní sl. í verslun Krónunnar, Flatahrauni 13, Hafnarfirði. Ákærði hafi verið í versluninni eftir að honum var meinuð för þaðan af starfsmanni vegna gruns um að hann hafi ætlað að stela talsverðu magni af lýsistöflum. Lögr eglumenn hafi tekið skýrslu af ákærða á staðnum þar sem hann hafi neitað að hafa tekið umræddar töflur. Hafi hann borið því við að engin gögn lægju fyrir sem styddu það og hann hefði verið með töflurnar með ferðis í bakpoka þegar hann kom inn í verslunina . Þá hafi lögreglumenn tekið skýrslu af fyrrgreindum starfsmanni sem hafi greint frá því að ákærði hafi verið stöðvaður á leið út úr verslun inni með fullan bakpoka af lýsistöflum, varan hafi verið tekin af honum og lög regla komið á staðinn. Samkvæmt kæru Krónunnar ehf., upptöku og myndum úr eftirlits myndavél o.fl., sem var móttekið hjá lögreglustjóra 25. júní sl., mun ákærði hafa komið inn í verslunina fyrr greindan dag, klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og með svarta derhúfu, auk þess að v era með bakpoka á sér. Ákærði hafi tekið innkaupakörfu og sett bakpokann í hana, farið inn í gang þar sem hillurekkar með vítamínum eru og tekið þaðan tuttugu og fjóra pakka af lýsistöflum og sett í bakpokann, samtals að verðmæti 57.576 krónur. Í fram hal di hafi hann sett bakpokann á sig og farið framhjá afgreiðslukössum án þess að greiða fyrir vör urnar en verið stöðvaður af starfs manni og lögregla kölluð til. Ákæruliður I/13: Samkvæmt kæru Krónunnar ehf. og upptöku og myndum úr eftirlits myndavél, s em var móttekið hjá lögreglustjóranum 25. júní sl., mun ákærði föstudaginn 21. sama mán - aðar hafa komið inn í verslun Krónunnar, Hamraborg 18, Kópavogi. Ákærði hafi verið klæddur í dökkar buxur, svarta peysu með stöfum framan á, gráan jakka og svarta der - h úfu, auk þess að vera með dökk bláan bakpoka á sér. Ákærði hafi tekið inn kaupakerru 13 og fært sig inn í verslun ina. Inni í verslun inni hafi hann tekið sex pakkningar af lýsis - perlum og sett í inn kaupa kerruna. Hann hafi síðan fært varninginn úr kerrunni í bak pok - ann og skilið kerruna eftir. Ákærði hafi því næst farið framhjá afgreiðslu kössum með vör urnar í bak pok anum og út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær, sam tals að verð - mæti 14.394 krónur. Ákæruliður I/14: Samkvæmt skýrslu lögreglu var óskað eftir lögreglu þriðjudaginn 9. júlí sl. vegna gruns um þjófnað úr versluninni Hagkaupum, Skeifunni 15, Reykjavík. Í tilkynningu hafi komið fram að meintir gerendur væru þrír talsins og að þeir væru komnir út úr verslun inni og inn í bifreið, [...] . Tilkynnandi hafi verið öryggisfulltrúi í versluninni og að hann hafi fylgt þeim eftir samhliða því að hringja í lögreglu. Stuttu síðar hafi öryggis - full trú inn hringt aftur til lögreglu með upplýsingar um að hinir grunuðu væru í bifreiðinni og hún væri við nærliggjandi verslun í Skeifunni. Þegar lögregla hafi komið á staðinn hafi tveir menn verið í bif reið inni, C og A . Þeir hafi báðir verið handteknir. Hinn þriðji hafi verið handtekinn í nærliggjandi verslun og hafi það reynst vera ákærði. Hann hafi á þeim tíma verið eftirlýstur af lögreglu vegna rann sóknar á eldri málum. C hafi heimilað leit í bifreiðinni. Þar hafi fundist ýmiss konar varn ingur, meðal annars raftæki og snyrti - vörur, sem lögregla hafi lagt hald á. Hluta af mun unum hafi verið skilað s ama dag til Hagkaupa. Samkvæmt kæru Haga hf. vegna Hagkaupa, upptöku og myndum úr eftirlits mynda - vél o.fl., móttekið hjá lögreglustjóra 23. júlí sl., munu þrír menn hafa farið út úr verslun - inni þann 9. sama mánaðar, en för þeirra um verslunina ha fi vakið athygli öryggisfulltrúa. Öryggis fulltrúinn hafi fylgt mönnunum eftir og hann hafi í framhaldi haft samband við lögreglu. Á sama tíma hafi aðrir starfsmenn skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Við þá skoðun hafi meðal annars komið fram að einn mann anna, auðkenndur nr. 1 í kæru gögnum, hafi sést taka tvö herrailmglös úr snyrtivöru deild. Lögregla hafi þá verið kölluð til sem leitt hafi til fyrrgreindrar handtöku eins og áður greinir. Við nánari skoðun á upptökum úr mynda véla kerfi verslunari nnar hafi umræddir menn sést koma inn í verslun ina. Maður með fyrr greint auðkenni hafi tekið tvö ilmglös, eins og áður greinir, sam tals að verðmæti 15.698 krónur. Þeim vörum hafi lögregla skilað í verslunina síðar um daginn. Þær hafi hins vegar verði ósöluhæfar þar sem búið var að fjarlægja ytri um - búðir og innsigli vörunnar. Einnig hafi sést í upptöku að sami maður hafi tekið heyrnartól 14 úr raf tækjadeild að verðmæti 4.995 krónur. Sú vara hafi hins vegar ekki fundist eftir af skipti lög reglu. Jafnf ramt hafi annar maður, auðkenndur nr. 2 í kærugögn um, tekið vörur úr raf tækjadeild. Hluti af þeim vörum hafi skilað sér til baka eftir afskipti lögreglu en hluti af vörunum hafi ekki verið endurheimtur. Þessu til viðbótar hafi þriðji maðurinn, auð kennd ur nr. 3 í kærugögn um, líklega tekið tvær pakkn ingar af lýsisperlum í verslun - inni. Ákæruliður II: Samkvæmt skýrslu lögreglu voru höfð afskipti af ákærða o.fl. þriðjudaginn 16. apríl sl. í bifreiðinni [...] á bifreiðastæði við verslun Bónuss, Larsenstræti 5, Selfossi, sbr. fyrrgreinda samantekt um ákærulið I/7. Ákærði hafi verið í ökumannssæti bifreiðar innar þegar hann var handtekinn. Þá hafi hann sagst vera eigandi bifreiðarinnar. Við frekari rann sókn hafi lögregla orðið þess áskynja að bifr eiðin væri óvátryggð. C. Skýrslur fyrir dómi: Ákærði: Ákæruliður I/1: Ákærði neitaði sök og kannaðist ekki við eða mundi ekki eftir að hafa verið í verslun Krón unnar að Hamraborg 18. Þá taldi hann að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði verið í versluninni í umrætt skipti né heldur að hann hefði verið þar inni með A . Ákærði kvaðst hins vegar þekkja umræddan mann en kann aðist ekki við að hann væri á myndefni sem borið var undir hann. Ákæruliður I/2: Ákærði neitaði sök og kannaðist ekki við eða mundi ekki eftir að hafa verið í verslun Krónunnar í Skeifunni. Þá taldi hann að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði verið í v erslun inni í umrætt skipti. Ákæruliður I/3: 15 Ákærði neitaði sök og kannaðist ekki við eða mundi ekki eftir að hafa verið í verslun Krónunnar að Flatahrauni 13. Ákærði taldi að að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði verið í verslun inni í umrætt skipti. Þá kannaðist hann ekki við að hafa verið í för með manni inni í versluninni né heldur sagðist hann þekkja nánar til - greindan mann sem samkvæmt kæru væri skráður eigandi bifreiðarinnar [...] . Ákæruliður I/4: Ákærði neitaði sök en ta ldi hugsanlegt að hann hefði í umrætt skipti verið í verslun Krónunnar að Flatahrauni 13 en hann hefði engu stolið. Í því sambandi bar ákærði um það að hann færi að jafnaði í margar verslanir og erfitt væri að segja til um hvort hann hefði verið í þessari tilteknu verslun á umræddum tíma. Þá taldi hann að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði verið í verslun inni í umrætt skipti. Ákæruliður I/5: Ákærði neitaði sök og taldi að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði í umrætt skipti verið í verslun Krónunnar að Flatahrauni 13. Ákærði tók þó fram að maður á hluta mynd anna líktist honum í útliti en það væri hins vegar ekki ákærði sem sæist á myndunum. Ákærði tók fram að hann væri atvinnulaus og færi almennt mikið í versla nir og skoðaði og keypti vörur sem hann seldi síðan áfram til annarra. Ákæruliður I/6: Ákærði neitaði sök og taldi að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði í umrætt skipti verið í verslun Krónunnar að Flatahrauni 13. Þá treysti hann sér ekki til að staðfesta að hann hefði komið inn í framangreinda verslun á umræddum degi. Ákæruliður I/7: Ákærði kvaðst ekki hafa stolið umræddum snjallsíma í verslun Krónunnar á Sel - fossi. Hann kannaðist við að hafa verið í fyrrgreindri verslun umræddan dag ásamt sam - ferðamanni sínum, B . Ákærði hafi fundið símann fyrir utan verslun ina og tekið hann í sínar vörslur. Sím inn hafi verið læstur og því hafi hann ekki getað fundið út hver eigandinn væri. Ákærði kannaðist við að hafa sagt við lögreglu að hann ætti símann. Hann hafi hins vegar ekki talið ástæðu til að segja þeim frá að hann hefði fundið símann stuttu áður. Í því sambandi vísaði hann til þess að lögregla hefði ekki spurt hann út í það, en hann hefði svarað öllum spurningum lögreglu. Ákær ði taldi að ekki kæmi fram á 16 myndefni úr fyrrgreindri verslun að hann né heldur samferðamaður hans væru þar á mynd. Hið sama kom fram hjá ákærða um myndefni sem borið var undir hann úr verslun Bónuss á Selfossi. Ákærði kannaðist hins vegar við að hafa ásam t sam ferða manni sínum keypt, í fyrrgreindri verslun Bónuss, mikið magn af matvörum o.fl., sem fannst við leit í bifreið ákærða. Greitt hafi verið fyrir vörurnar með reiðufé. Ákærði hafi ætlað að neyta varanna sjálfur og þær hafi einnig verið ætlaðar fy rir vini hans. Ákærði tók fram að hann væri mjög líkur fyrrgreindum samferðamanni sínum í útliti. Hins vegar væri útilokað að B hefði stolið símanum eða öðru í umrædd skipti þar sem hann væri ekki þjófur. Þá væri útilokað að unnt væri að fara með fulla inn kaupakörfu af vörum út úr verslun Bónuss án þess að eftir því væri tekið að ekki hefði verið greitt fyrir þær. Ákæruliður I/8: Ákærði neitaði sök og taldi að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði í umrætt skipti verið í verslun Kr ónunnar í Hamraborg 18. Ákærði gat ekki sagt til um hvort hann hefði verið í versluninni umræddan dag en hann hefði ekki verið stöðvaður af starfsmönnum verslunarinnar. Ákæruliður I/9: Ákærði neitaði sök og taldi að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði í umrætt skipti verið í verslun Krónunnar í Hamraborg 18. Ákærði gat ekki sagt til um hvort hann hefði verið í versluninni umræddan dag en hann hefði ekki verið stöðvaður af starfsmönnum verslunarinnar. Maðurinn á myndunum væri nokkuð líkur ákærða en erfitt væri að segja til um hver væri á myndunum vegna lélegra myndgæða. Þá treysti ákærði sér ekki til að segja til um með nákvæmum hætti hvað kæmi fram á myndunum. Ákærði bar um að það kæmi fyrir að hann setti vörur sem hann væri að kaupa í verslunum í bakpoka. Ákæruliður I/10: Ákærði neitaði sök og taldi að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði í umrætt skipti verið í verslun Krónunnar í Hamraborg 18. Maðurinn á mynd - unum væri hins vegar nokkuð líkur ákærða. Þá treys ti ákærði sér ekki til að segja til um með nákvæmum hætti hvað það væri sem kæmi fram á myndunum. Ákæruliður I/11: 17 Ákærði neitaði sök og taldi að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hefði í umrætt skipti verið í verslun Krónunnar í Nóatú ni 17. Ákærði kannaðist hins vegar við það í myndefninu að starfsmenn í um ræddri verslun hefðu ráðist á hann. Það væri atvik sem hann myndi eftir og myndefnið stað festi, en hann gæti hins vegar ekki stað fest að það væri hann sem kæmi fram á mynd unum. Á kærði kannaðist ekki við að hafa verið með frosnar nautalundir innan klæða þegar starfsmenn höfðu afskipti af honum. Hann hefði ekki stolið neinum vörum úr verslun inni. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa í versluninni játað fyrir lögreglu að hafa stolið umræddri kjötvöru. Í því sam - bandi tók ákærði fram að túlkur hefði ekki verið við staddur og hann hefði skrifað undir vettvangsskýrslu án þess að vita hvað kæmi þar fram og að hann gæti ekki lesið ensku. Ákæruliður I/12: Ákærði neitaði sök en kannað ist við að hafa farið umræddan dag í verslun Krón - unnar að Flatahrauni 13 með félaga sínum. Ákærði bar því við að ekki kæmi fram á mynd efninu að hann hefði stolið pakkningum með lýsisperlum úr verslun inni. Hann hefði verið búinn að kaupa umrædda vöru an nars staðar og komið með hana með sér í bak pok anum inn í verslun Krón unnar. Ákærði hafi farið úr verslun inni án þess að kaupa nokkuð þar sem margir hafi verið þar inni og hann hafi ekki nennt að bíða eftir afgreiðslu. Starfs maður, sem hafi stöðvað för hans í umrætt skipti á leið út úr versluninni, hafi opnað bakpokann og tekið lýsisperlurnar upp úr honum. Starfsmaðurinn hafi hins vegar ekki tekið til athugunar hvort ákærði hafi verið með lýsisperlurnar með sér þegar hann kom inn í verslun ina. Engin n starfsmaður hafi verið búinn að skoða ofan í bakpokann þegar hann kom inn í verslunina. Þá hafi ákærði ekki verið með kvittun fyrir lýsisperlunum þar sem hann hafi keypt þær af vini sínum. Ákæruliður I/13: Ákærði neitaði sök og taldi að ekki kæmi fram á myndefni, sem fylgdi kæru, að hann hafi í umrætt skipti verið í verslun Krónunnar í Hamraborg 18. Ákærði staðfesti hins vegar að hann væri á mynd sem tekin var af honum á lögreglustöð daginn eftir framan greint atvik í Krónunni. Þá kannaðist hann við að svört hettu peysa með hvítri áletrun á framhlið, sem hann klædd ist þegar myndin var tekin á lögreglustöðinni, væri í hans eigu. Þegar ákærði var spurður nánar út í fyrrgreind mynd efni úr Krónunni var hann sam mála því að peysa manns á því myndefni væ ri lík fyrrgreindri hettupeysu. 18 Ákæruliður I/14: Ákærði neitaði sök en staðfesti að hafa verið umræddan dag í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Hann hafi farið í verslunina til að kaupa sígarettur. C og A hafi verið með honum í för. Ákærði hafi ekki fylgs t með hvað þeir voru að gera í versluninni. Þá hafi hann í fram haldi farið í aðra nálæga raftækjaverslun til að finna gjöf handa systur sinni. Lögregla hafi skyndilega komið og handtekið hann inni í þeirri verslun og það hafi verið áfall fyrir hann. Þá ga t ákærði ekki staðfest að myndefni úr verslun Hagkaupa, sem fylgdi kæru, væri af honum eða sam ferða mönnum hans. Ákæruliður II: Ákærði kvaðst hafa keypt bifreiðina [...] og átt hana umræddan dag þegar höfð voru afskipti af honum á Selfossi, sbr. ákærulið I/7. Ákærði hafi verið í þeirri trú að allt væri í lagi með vátryggingar bifreiðarinnar en honum hafi verið tjáð við kaupin að þær væru í lagi. Þá hafi staðið til að skrá bifreiðina á hann eftir nokkra daga. Ákærða hafi vegna tungumálaerfiðleika ekki verið unnt að ganga frá kaupsamningi sjálfur og sjá um tryggingar bifreiðarinnar gagnvart tryggingarfélagi. Vitni: Vitnið A gaf skýrslu vegna ákæruliða I/1 og I/14. Varðan di ákærulið I/1 kannaðist vitnið við að hafa stolið umræddri matvöru og vísaði til þess að það hefði nýlega hlotið dóm fyrir þá háttsemi, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. ágúst 2019 í máli nr. [...] . Vitnið kvaðst hins vegar ekki geta tjáð sig um þa ð hvort ákærði hefði einnig verið þar að verki. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða stela í verslun inni en kann aðist við að hafa hitt ákærða þar í umrætt skipti. Þeir hafi hins vegar ekki komið þangað saman. Þá kannaðist vitnið við ákærða á myndum úr umr æddri verslun. Varð andi ákærulið I/14 þá kannaðist vitnið við að hafa komið í umrædda verslun með ákærða og C . Vitnið hafi keypt orkudrykk í versluninni. Vitnið kann aðist við ákærða og C á myndum úr umræddri verslun. Það hefði hins vegar ekki séð ákær ða stela neinu í versluninni. Þá kannaðist vitnið ekki við framburð þess hjá lög reglu þess efnis að ákærði hefði stolið munum úr umræddri verslun. Vitnið D , fyrrverandi öryggisfulltrúi, kom að gerð kæra og einka réttar krafna í málum lögreglu sem ligg meðal annars um að hafa yfir farið myndefni úr eftirlits mynda vélum í umræddum verslun um Krónunnar þar sem meint þjófnaðarbrot voru framin. Þá hafi ákærði verið 19 með fjölmörg önnur hliðstæð mál hjá versluninni. Upp lýsingar hafi fengist um deili á ákærða eftir að lögregla hafði afskipti af honum á Sel fossi, sbr. ákærulið I/7. Ákærði hafi skilið eftir sig vísbendingar í verslun um sem skoð aðar hafi verið nánar í eftirlitsmyndavélakerfi. Í þ eim málum sem vitnið hafi komið að hafi ákærði í öllum tilvikum stolið kjúklingabringum og verknaðaraðferðir alltaf verið þær sömu. Greini lega kæmi fram á upptökum hvernig vörunum var stolið. Vitnið kvaðst vera alveg viss um að það væri ákærði sem væri ma ðurinn sem sæist á mynd upptök unum. Í því sam bandi vísaði vitnið til gæða upptakanna þar sem andlit ákærða sæist mjög vel, einkum í anddyri verslana. Þá vísaði vitnið til útlits ákærða, meðal annars hárra koll vika á ákærða. Í þeim málum þar sem vitnið h efði komið að gerð einkaréttarkrafna hefði þýfi ekki verið endurheimt og miðað væri við útsöluverð sambærilegra vara úr umræddum verslun um. Vitnið E , öryggisfulltrúi, kom að gerð kæra og einka réttar krafna í málum lögreglu sem liggja til grundvallar ák yfir farið myndefni úr eftirlitsmyndavélum í umræddum verslun um Krónunnar þar sem meint þjófnaðarbrot voru framin. Ákærði hafi skilið eftir sig vísbendingar í verslunum sem skoðaðar hafi verið ná nar í eftirlitsmyndavélakerfi. Þá hafi fengist upplýsingar um hver ákærði var þegar hann var stöðvaður af lögreglu vegna rann sóknar máls á Selfossi, sbr. ákærulið I/7. Með þær upplýsingar hafi öryggisdeild verið unnt að upplýsa um önnur áþekk mál í verslu num Krónunnar með því að bera saman myndupptökur. Vitnið kvaðst vera alveg viss um að ákærði væri maðurinn sem sæist á myn dupptökunum. Í því sambandi vísaði vitnið til útlits, andlitsfalls, líkams vaxtar, klæða burðar og bakpoka ákærða. Þá væru einkarétta rkröfur miðaðar við útsölu verð vara en ekki innkaupsverð þar sem tjón næmi andvirði sem gert væri ráð fyrir að fengist fyrir vöruna við sölu. Vitnið H , rannsóknarlögreglumaður, kom að rannsókn mála sam kvæmt ákæruliðum ennt grein fyrir rannsókn lögreglu og hver aðkoma vitnisins hefði verið að henni. Vitnið kvaðst meðal annars hafa yfirfarið mynd upptökur úr verslunum sem fylgdu kærugögnum og borið saman við ljósmyndir sem teknar voru af ákærða á lögreglustöð. Þá hafi vi tnið tekið framburðarskýrslu af ákærða. Vitnið taldi alveg ljóst af fyrirliggjandi gögnum að myndupptökur sýndu ákærða stela varningi úr umræddum verslunum. Einnig kvaðst vitnið hafa séð til ferða ákærða á förnum vegi einhverju áður en hann kom til skýrslu töku en vitnið hefði þá borið kennsl á ákærða vegna myndefnis sem þá lá fyrir í kærugögnum mála sem voru til rann sóknar hjá lögreglu. 20 Vitnið I , varðstjóri, kom að rannsókn máls sem liggur til grund vallar ákæru liðum I/7 og II. Vitnið bar meðal annars um að hafa móttekið tilkynn ingu um stol inn snjallsíma frá viðskiptavini í verslun Krónunnar á Selfossi. Vitnið hafi sent óeinkennis klædda lögreglumenn til að skoða myndbandsupptökur í versluninni og taka við mynd efni sem væri unnt að miðla til annarra lögreglumanna sem voru á vakt í um dæm inu. Myndupptaka í Krón unni hafi verið alveg skýr og ekki farið á milli mála hvað átti sér stað í versluninni þegar símanum var stolið. Ákærði hafi verið þar að verki. Í fram haldi hafi lögreglumenn borið kennsl á t vo menn fyrir utan verslun Bónuss á Sel fossi. Mennirnir hafi verið hand teknir og þeir, ásamt bifreið þeirra, fluttir á lögreglustöð. Að feng inni heimild hafi verið leitað í bifreiðinni og þar hafi fundist mikið af matvöru sem hafi borið þess merki að ve ra úr verslun Bónuss. Einnig hafi síminn fundist í bif reið inni. Skýringar á öflun umrædds varnings og að greitt hafi verið fyrir hann með reiðu fé hafi ekki verið taldar trú verð ugar, auk þess sem kassakvittun hafi ekki legið fyrir. Í framhaldi hafi ver ið farið í verslun Bónuss og athugað nánar um atvik. Við þá athugun hafi komið í ljós á mynd upptökum að ákærði og samferðamaður hans voru inni í verslun inni, söfnuðu þar saman vörum í inn kaupa kerru og fóru með þær út úr versluninni án þess að greiða f yrir þær. Hlið væri ekki í versluninni sem stöðvaði útgöngu með inn kaupa kerru um inngang verslunarinnar sem notaður hefði verið í máli þessu. Rætt hafi verið við starfsmenn í versluninni en enginn þar hefði kannast við að hafa afgreitt ákærða og samferða mann hans né heldur það magn af kjötvöru sem lögregla lagði hald á. Kassa - kerfi verslunarinnar hafi ekki stutt þær skýr ingar að greitt hafi verið fyrir vörurnar með reiðu fé. Þá hafi lögregla einnig stuðst við mynd bandsupptökur úr versluninni við rann - só kn málsins. Vitnið J , rannsóknarlögreglumaður, kom að rannsókn máls sam kvæmt ákæruliðum I/7 og II. Vitnið bar meðal annars um að hafa farið með starfs félaga sín um í verslun Krónunnar á Selfossi eftir að tilkynning barst um þjófnað á snjall síma. Vit nið hafi yfirfarið myndefni í versluninni sem sýndi meintan þjófnað á sím anum. Meintir gerendur hafi reynst vera farnir. Myndir af þeim hafi verið sendir til almennra lög reglumanna sem voru við störf í um dæminum. Stuttu síðar hafi sést til ferða ákærða og annars manns við verslun Bónuss á Sel fossi og þeir verið hand teknir í bifreið á bif reiða stæði þar fyrir utan. Ákærði hafi verið í ökumannssæti. Leit hafi verið gerð í bif reið inni og þar hafi fundist meint þýfi úr fyrr greindum verslunum sem lagt hafi verið hald á. Mest af því hafi verið úr verslun Bónuss. Ákærði og samferðamaður hans hafi ekki getað gert grein fyrir því 21 hvernig þeir öfluðu varanna. Umræddur sími hafi fundist í poka undir ökumannssæti bifreiðarinnar. Þá hafi verið greinilegt á upp tökum úr verslun inni að það var ákærði sem stal símanum. Þessu til viðbótar bar vitnið um að ákærði hefði kannast við að hafa keypt og ekið bifreiðinni [...] og að hann hefði ekið henni óvátryggðri. Í því sambandi hafi legið fyrir upplýsingar úr ökutækjaskrá um að bif reiðin væri óvátryggð. Vitnið Í , verslunarstarfsmaður, kom að atvikum samkvæmt ákærulið I/12. Vitnið bar meðal annars um hafa verið við störf í versluninni umræddan dag og tekið eftir ákærða ganga rakleiðis framhjá sjálfafgreiðsluk össum með troðinn bak poka. Ákærði hafi virst vera órólegur. Þá hafi vitnið kannast við manninn af myndum innan verslunarinnar sem meintan geranda í þjófnaðarmálum. Vitnið hafi stöðvað för ákærða og óskað eftir að fá að sjá ofan í bakpokann hjá honum. Ák ærði hafi fyrst sýnt honum ytra hólf pokans en þar hafi aðeins verið sími. Vitnið hafi beðið ákærða um að sýna sér innra hólfið og það hafi reynst vera fullt af pakkningum með lýsis perlum. Ákærði hafi gefið þá skýringu á bjagaðri ensku að varan hefði veri ð keypt í annarri verslun. Vitnið hafi því næst hringt í lögreglu sem hafi komið á staðinn. Vitnið hafi athugað hillu fyrir lýsisperlur í verslun inni hjá sér, og sú hilla hafi verið nánast tóm og vörur að eins verið innst í hillunni. Vörur í öðrum nálægum hillum hafi hins vegar verið framar í hillum, við hillubrún. Vitnið K , rannsóknarlögreglumaður, kom að rannsókn máls samkvæmt ákærulið I/13. Vitnið bar meðal annars um að hafa tekið framburðarskýrslu af ákærða. Ákærði hafi neitað sök og ekki kannast vi ð sig á myndefni úr versluninni. Vitnið hafi yfirfarið myndefni úr verslun Krónunnar. Þar kæmi greinilega fram að ákærði hafi sett pakka með lýsisperlum í bakpoka og gengið út úr versluninni. Vitnið hafi marg spurt ákærða hvað hafi orðið um lýsisperlurnar en hann hafi ekki gefið skýringar á því. Vitnið L , öryggisfulltrúi, kom að atvikum og gerð kæru og einka réttarkröfu sam - kvæmt ákærulið I/14. Vitnið bar meðal annars um að hafa umræddan dag verið statt í verslun Hagkaupa í Skeifunni og séð til ferða man ns í anddyri á leið út úr verslun inni. Vitnið hafi kannast við manninn vegna eldri þjófnaðarmála í versluninni. Vitnið hafi séð bungu á fatnaði manns ins og talið líklegt að um væri að ræða vörur úr verslun inni og að þær væru faldar innan klæða. Vitni ð hafi fylgt mönnunum eftir þar sem þeir voru í bifreið í Skeifunni. Á meðan hafi starfs félagi vitnis ins athugað upp tökur í eftirlits - myndavélakerfi verslunar innar. Á þeim hafi sést til manns stinga vöru inn á sig. Þegar 22 það hafi legið fyrir hafi vitni ð hringt í lögreglu og verið í símasambandi við hana sam - hliða því sem hann fylgdi mönnunum áfram eftir og vísaði lögreglu á bifreið mann anna á bif reiða stæði í Skeifunni. Vitnið hafi síðar komið að frek ari meðferð málsins hjá verslun inni með því að sa fna saman og yfirfara upp tökur úr eftir litsmyndavélakerfi, taka saman kæru og fylgi gögn og beina efninu til lög reglu. Í kærunni hafi mennirnir fengið tölu auð kenni, einn, tveir og þrír, sem nánar væri skilgreint í kæru og tæki mið af mynd - upptök um . Alveg væri ljóst af mynd upptökum að aðilar eitt og tvö í kærugögnum hefðu verið að stela vörum í versluninni og að það væri útskýrt nánar í kæru. Þá tæki skaða - bótakrafa Haga hf. mið af útsöluverði þeirra vara sem stolið hefði verið, en það væri gert sa m kvæmt venju í málum af þessum toga. Vitnið M , lögreglumaður, kom í upphafi að rannsókn máls sam kvæmt ákærulið I/14. Vitnið bar meðal annars um að öryggisfulltrúi í verslun Hag kaupa í Skeifunni hefði tilkynnt símleiðis um þjófnað fjögurra manna úr versluninni. Þá hafi komið fram að öryggisfulltrúinn hafi fylgt meint um gerendum eftir í Skeifunni. Lög reglu mönnum hafi verið beint að tilteknu bifreiðastæði í Skeifunni. Þar hafi til kynn andi verið og hann vísað þeim á bifreiðina. Í bif reiðinni haf i verið þrír menn og þeir hafi verið handteknir. Einn til viðbótar, ákærði, hafi verið handtekinn stuttu síðar í nálægri verslun. Lög regla hafi fengið heimild til að leita í bifreiðinni og við þá leit hafi ýmsir munir fundist, þar á meðal herrailmur. Tilk ynnandi hafi meðal annars tjáð lögreglu mönnum að herra ilmi hafi verið stolið úr verslun Hagkaupa og myndupptaka væri til af því. Í því sam bandi hafi tilkynnandi vísað á ákærða sem meintan geranda. D. Niðurs töður : Ákæruliður I/1: Ákærði neitar sök. M yndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Þá sést einnig greinilega á upp tök unni að vitnið, A , kom inn í verslunina á sama tíma og ákærði. Andlit mannanna á upp tök unum sam - rýmist útliti þeirra ei ns og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist einnig myndum sem teknar voru af ákærða hjá lög - reglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknargagna. Ljóst er af framburði ákærða og 23 vitnis ins A fyrir dómi að þeir þekkjast. Vitnið A bar um það fyrir dómi að hafa hitt ákærða í versluninni í um rætt skipti. Því til viðbótar gat vitnið fyrir dómi bent á ákærða á myndefni úr verslun inni sem er í gögnum málsins. Vitnið kvaðst hins vegar ekki hafa séð ákærða stela n einu í versluninni. Fyrir liggur að vitnið hlaut dóm 14. ágúst 2019 fyrir sinn þátt í sama verkn aði og ákærða er gefinn að sök og verður litið til þess við mat á fram burði vitnisins fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. Að öllu framan - gr eindu virtu er unnt að slá því föstu, gegn neitun ákærða, að hann hafi verið í verslun inni í umrætt skipti ásamt A . Á upptökum úr verslun inni sést vel þar sem þeir safna saman mat vöru í innkaupakerru sam kvæmt þeim vöru flokkum sem til greindir e ru í ákærulið I/1, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptöku þegar ákærði færir um ræddar vörur úr inn kaupa körfu í bak poka, setur bak pokann á sig, skilur kerruna eftir og yfir gefur verslunina með hlaðinn bakpokann án þess að greiða fyri r vör urnar. Verðmæti þýfis byggir á verð mati sams konar vara í sömu verslun á svip uð um tíma. Að mati dómsins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta mynd af verðmæti þjófn aðar andlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í um rætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/1. Samkvæmt þessu verður ákærði sak felldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/2: Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Hið sama á við um útprentaðar myndir í gögnum máls ins. Andlit og útlit ákærða á framangreindu myndefni sam rýmist my ndum sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknargagna. Hið sama á við um útlit ákærða eins og það birtist við með ferð málsins fyrir dómi. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu, gegn neitun ákærða, að hann h afi verið í verslun inni í umrætt skipti. Á upptökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum sam kvæmt vöruflokkum sem tilgreindir eru í ákærulið I/2, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptöku þegar ákærði færir um ræddar vörur úr innk aupakörfu í bak - poka, setur bakpokann á sig og yfir gefur verslunina með hlaðinn bakpokann án þess að greiða fyrir vörurnar. Verð mæti þýfis byggir á verð mati sams konar vara í sömu verslun á svip uðum tíma. Að mati dómsins þykir verðmatið gefa nægjan leg a rétta mynd af verð - mæti þjófn aðarandlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst 24 sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í um rætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/2. Samkvæmt þessu verður ákærði sak felld ur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/ 3 : Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er nægjanlega skýr og sést vel í and lit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Hið sama á við um útprentaðar myndir í gögnum málsins. Andlit og útlit ákærða á framangreindu myndefni sam rýmist mynd um sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknar - gagna. Hið sama á við um útlit ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Af myndefni og kæru verður ráðið að ákærði hafi komið að versluninni í Renault Laguna bifreið, [...] , sem er sama bifreið og ákærði notaði þegar höfð voru afskipti af honum á Selfossi mánuði síðar, sbr. ákæru li ði I/7 og II. Styður þetta einnig að ákærði hafi umrætt kvöld komið í verslun Krónunnar í Flatahrauni. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið þar á ferð. Á upptökum og útprentuðum myndum sést þar sem ákærði safnar saman vörum samkvæmt vöruflokkum sem tilgreindir eru í ákærulið I/3, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést einnig á upp töku og útprentuðu myndefni þar sem annar maður réttir honum hlut. Þessu til við bótar sést greinilega á upptöku og útprentuðu myndefni þegar ákærði f ærir vörur úr inn kaupa körfu í bakpoka, setur bakpokann á sig, skilur kerruna eftir og yfir gefur verslun ina með hlaðinn bakpokann án þess að greiða fyrir vörurnar. Verðmæti þýfis byggir á verð mati sams konar vara í sömu verslun á svip - uðum tíma. Að mat i dómsins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta mynd af verðmæti þjófn aðar andlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sann að, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/3 . Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/4: Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist myndum sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknar - gagna. Hið sama á við um útlit ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Að fr aman greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt 25 skipti. Á upptökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum samkvæmt vöru flokk - um sem tilgreindir eru í ákæru, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptök u þegar ákærði færir um ræddar vörur úr inn kaupa körfu í bakpoka, setur bak pokann á sig, skilur kerruna eftir og yfir gefur verslun ina með hlaðinn bakpokann án þess að greiða fyrir vörurnar. Verðmæti þýfis byggir á verðmati sams konar vara í sömu verslu n á svip - uðum tíma. Að mati dómsins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta mynd af verðmæti þjófn aðar andlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum s em greinir í ákærulið I/4. Sam kvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/ 5 : Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést ve l í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist myndum sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknar - gagna. Hið sama á við um útlit ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti. Á upptökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum samkvæmt vöru flokk - um sem tilgreindir eru í ákærulið I/5, sbr. kæru Krón unna r ehf. Þá sést greinilega á upp - töku þegar ákærði færir um ræddar vörur úr inn kaupakörfu í bakpoka, setur bakpokann á sig, skilur kerruna eftir og yfir gefur verslun ina með hlaðinn bakpokann án þess að greiða fyrir vörurnar. Verðmæti þýfis byggir á verð mati sams konar vara í sömu verslun á svip - uðum tíma. Að mati dóms ins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta mynd af verð mæti þjófnaðarandlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sann að, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/5. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/ 6 : Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist myndum sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknar - gagna. Hið sama á við um útlit ákær ða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. 26 Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti. Á upptökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum samkvæmt vöru flokk - um sem tilgreindir eru í á kærulið I/6, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upp - töku þegar ákærði færir um ræddar vörur úr inn kaupakörfu í bakpoka, setur bakpokann á sig, skilur kerruna eftir og yfir gefur verslun ina með hlaðinn bakpokann án þess að greiða fyrir vörur nar. Verðmæti þýfis byggir á verðmati sams konar vara í sömu verslun á svip - uðum tíma. Að mati dóms ins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta mynd af verðmæti þjófnaðarandlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sann að, g egn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/6. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/ 7 : Varðandi atvik í verslun Krónunnar á Selfossi þá neitar ákærði sök. Myndupptaka í þeirri verslun er skýr og sést vel í and lit ákærða inni í versluninni. Andlit og útlit ákærða á upp tökunni samrýmist útliti hans eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Þá samrýmist myndupptakan einnig öðrum hliðstæðum upptökum sama dag úr verslun Bónuss á Selfossi, en óumdeilt er að þær upptökur leiddu til handtöku ákærða o.fl. um - ræddan dag. Á upptökunni í Krónunni sést vel þar sem ákærði er á gangi í verslu ninni, ásamt öðrum manni, en hann fer skyndilega að kerru viðskiptavinar, sem hefur vikið sér frá, ýtir kerr unni lítillega á undan sér, tekur á sama tíma snjallsíma úr handtösku í kerr - unni, setur símann á sig og gengur á brott. Þá liggur fyrir að snjalls ími fyrrgreinds við - skipta vinar, sem tilkynntur var stolinn, fannst síðar sama dag við leit í bifreið sem ákærði var á. Fram burður ákærða um að hann hafi fundið símann fyrir utan verslunina fær því ekki staðist og verður ekki lagður til grundvallar. Samk væmt framangreindu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi stolið umræddum snjallsíma í verslun Krónunnar, eins og greinir í ákærulið I/7, og verður hann sakfelldur fyrir það brot og er það rétt fært til refsiákvæða. Mynd upptaka úr um ræddri verslu n og önnur rannsóknargögn málsins styðja það hins vegar ekki að ákærði hafi einnig stolið ýmsum vörum og mat vörum úr sömu verslun og verður ákærði sýknaður af þeim hluta verknaðar lýsingar í ákærulið I/7. Ákærði neitar sök varðandi umrætt atvik í verslu n Bónuss á Selfossi. Mynd upptaka í þeirri verslun er alveg skýr og sést vel í and lit ákærða og annars manns inni í verslun - inni. Andlit og útlit ákærða á upp tökunni samrýmist útliti hans eins og það birtist við 27 meðferð málsins fyrir dómi. Þá liggur fyr ir að ákærði var, ásamt öðrum manni, hand - tekinn sama dag í bifreið fyrir utan verslunina. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi, ásamt samferðamanni sínum, verið í versluninni í umrætt skipti. Á upp tökum sést vel þar sem ákærði og samferðamaður hans safna saman í inn kaupa körfu talsverðu magni af matvöru o.fl. samkvæmt vöruflokkum sem tilgreindir eru í ákæru, sbr. kæru Haga hf. Þá sést greinilega á upptöku þegar ákærði og sam ferðamaður hans ýta á undan sér sömu innkaupakörfu se m er hlaðin varningi og yfirgefa verslunina um göngu leið sem greinilega er inngangur verslunarinnar. Á sömu upptöku er á sama tíma hægt að sjá viðskiptavini ganga út úr versluninni á öðrum stað sem er greinilega ætlaður til út göngu. Framburður ákærða um að hann hafi greitt fyrir vörurnar með reiðufé er ótrú verðugur og samrýmist ekki framangreindu myndefni. Þá hefur ákærði ekki fram - vísað kvittun til að sýna fram á meint vörukaup. Framburður ákærða verður því ekki lagður til grundvallar. Fyrir liggur að l ögregla lagði hald á um ræddar vörur sem fundust í far angurs rými bifreiðar sem ákærði var á. Upplýsingar um verðmæti varanna byggja á upplýsingum úr kassakerfi verslunarinnar sama dag. Verður það verðmat lagt til grund - vallar. Að framangreindu virtu tel st sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi ásamt öðrum manni stolið þeim vörum úr verslun Bónuss, eins og greinir í ákærulið I/7, og verður hann sakfelldur fyrir það brot og er það rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/ 8 : Ákærði neitar sök. Myndupptak a verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist myndum sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknar - gagna. Hið sama á við um útlit ákæ rða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti. Á upptökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum sem tilgreindar eru í ákæru, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptöku þegar ákærði færir um - ræddar vörur úr inn kaupakörfu í bakpoka, setur bakpokann á sig, skilur kerruna eftir og yfir gefur verslun ina með hlaðinn bak pokann án þess að greiða fyrir vörurnar. Verðmæti þýfis byggir á verðmati sams konar vara í sömu verslun á svipuðum tíma. Að mati dóms - ins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta mynd af verð mæti þjófnaðarandlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann haf i í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/8. Sam kvæmt 28 þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis. Ákæruliður I/ 9 : Ákærði neitar sök. Myndupp taka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist myndum sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknar - gagna. Hið sama á við um útlit ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti. Á upptökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum í innkaupakörfu, tekur þær upp úr þeirri k örfu og setur í bakpoka, færir sig síðan að annarri innkaupakörfu stuttu síðar og safnar saman fleiri vörum sem hann setur í þá körfu og færir síðan í bakpokann, allar samkvæmt vöruflokkum sem tilgreindir eru í ákæru, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést grei nilega á upptöku þar sem ákærði yfirgefur verslunina með bak pokann á sér án þess að greiða fyrir vörurnar. Verðmæti þýfis byggir á verðmati sams konar vara í sömu verslun á svipuðum tíma. Að mati dómsins þykir verð matið gefa nægjan lega rétta mynd af ver ðmæti þjófnaðar andlags ins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/9. Sam kvæmt þessu verður ákærði sak felldur fyrir það sem ho n - um er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsi ákvæða. Ákæruliður I/ 10 : Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á u pp tökunum sam rýmist mynd um sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019 og eru meðal rannsóknar - gagna. Hið sama á við um útlit ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti. Á upptökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum samkvæmt vöru flokk - um sem tilgreindir eru í ákæru, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptöku þegar ákærði færir um ræddar vörur úr inn kaupakör fu í bakpoka, setur bakpokann á sig, skilur kerruna eftir og yfir gefur verslun ina án þess að greiða fyrir vörurnar. Verðmæti þýfis byggir á verðmati sams konar vara í sömu verslun á svipuðum tíma. Að mati dóms - ins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta m ynd af verðmæti þjófnaðarandlagsins og 29 verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/10. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsi ákvæða. Ákæruliður I/11: Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærð a á upp tökunum sam rýmist mynd um sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 20. júní 2019. Hið sama á við um útlit ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Þá liggur fyrir að lögreglu - menn voru í umrætt skipti kallaðir til í verslunina í be inu framhaldi af því að starfsmenn verslun ar innar höfðu afskipti af ákærða og sést það einnig á upptöku. Framburður ákærða um að hann sjáist ekki á upptökunum eða geti ekki greint sig á þeim fæst því ekki staðist og er afar ótrúverðugur. Að framan grein du virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti. Á upp tökum sést vel þar sem ákærði stingur inn á sig kjötvöru samkvæmt vöruflokk sem tilgreindur er í ákæru, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptöku þeg ar ákærði gengur með vöruna inn á sér framhjá afgreiðslu kössum, án þess að greiða fyrir hana, uns hann er stöðvaður stuttu síðar af starfsmönnum í anddyri. Verðmæti vörunnar byggir á upplýsingum úr kassakerfi verslunarinnar umræddan dag og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/11. Brot ákærða var fullframið þegar hann faldi vöruna inn á sér og fór með hana fram hjá afgreiðslukössum v erslunar innar. Samkvæmt þessu verður ákærði sak felldur fyrir það sem honum er gefið að sök í framangreindum ákærulið og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/ 12 : Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist út liti ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Þá liggur fyrir að vitnið Í , starfsmaður Krónunnar, hafði afskipti af ákærða í versluninni og kall aði til lögreglu þar sem rætt var við ákærða í beinu framhaldi. Á upp tökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum í bakpoka samkvæmt vöruflokkum sem til greindir eru í ákæru, sbr. 30 kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptöku þegar ákær ði setur bakpokann á sig, skilur kerruna eftir og gengur framhjá afgreiðslukössum, án þess að greiða fyrir vörurnar, uns hann er stöðvaður af vitninu, Í . Vitnið bar meðal annars um að ákærði hefði fyrst reynt að sýna sér ytra hólf bakpokans en síðar sam þy kkt að opna innra hólfið og þar hafi varan reynst vera. Þá bar vitnið um að hilla í versluninni þar sem umræddur vöruflokkur var geymdur hefði reynst vera nánast tóm. Það hefði sam rýmst því að varan væri úr versluninni. Að framangreindu virtu verður ekki unnt að byggja á framburði ákærða um að hann hafi áður verið búinn að kaupa vöruna annars staðar og komið með hana með sér í verslunina. Verðmæti vörunnar byggir á upp lýsing um úr kassakerfi verslunarinnar umræddan dag og verður það lagt til grund valla r. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/12. Brot ákærða var fullframið þegar hann kom vör unni fyrir í bakpokanum og fór með hana framhjá afgreiðslukössum verslun ar innar. Sam kvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í ákæru lið I/12 og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Ákæruliður I/ 13 : Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er skýr og sést vel í andlit ákærða þa r sem hann kemur inn í verslunina. Andlit og útlit ákærða á upp tökunum sam rýmist útliti ákærða eins og það birtist við meðferð málsins fyrir dómi. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti. Á uppt ökum sést vel þar sem ákærði safnar saman vörum samkvæmt vöru flokk um sem tilgreindir eru í ákæru, sbr. kæru Krón unnar ehf. Þá sést greinilega á upptöku þegar ákærði færir um - ræddar vörur úr inn kaupakörfu í bakpoka, setur bakpokann á sig, skilur kerru na eftir og yfir gefur verslun ina með bakpokann á sér án þess að greiða fyrir vörurnar. Verðmæti vör unnar byggir á verðmati sams konar vara í sömu verslun á svipuðum tíma. Að mati dóms ins þykir verðmatið gefa nægjan lega rétta mynd af verðmæti þjófnaðar andlagsins og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/13. Sam - kvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sö k í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsi ákvæða. Ákæruliður I/14: 31 Ákærði neitar sök. Myndupptaka verslunarinnar er nægjanlega skýr og sést andlit ákærða þar sem hann kemur inn í verslunina ásamt tveimur öðrum mönnum. Andlit og útl it ákærða á upp tökunum sam rýmist útliti ákærða eins og það birtist við meðferð máls - ins fyrir dómi. Útlit ákærða samrýmist manni með auðkennið aðili 1 í kærugögnum. Vitnið A , en útlit hans samrýmist manni með auðkennið aðili 3 í kærugögnum, bar um það fyrir dómi að hafa verið í för með ákærða í versluninni í um rætt skipti ásamt einum manni til viðbótar. Auk þess gat vitnið fyrir dómi meðal annars bent á ákærða á mynd efni úr verslun inni sem er í gögnum málsins. Vitnið kvaðst hins vegar ekk i hafa séð ákærða stela neinu í versluninni. Að framan greindu virtu er unnt að slá því föstu að ákærði hafi verið í versluninni í umrætt skipti , og að hann hafi verið í för með fyrr greindum A og einum manni til viðbótar . Á upptökum sést nægjanlega vel þa r sem ákærði stingur inn á sig vör um samkvæmt vöru flokk um sem tilgreindir eru í ákæru, sbr. kæru Haga hf. Á upp tökum sést ákærði ásamt öðrum manni , aðila 2 í kærugögnum, ganga að starfsmanni við afgreiðslukassa og kaupa síga rettupakka en greiða ekki f yrir þær vörur sem hann var með innan klæða. Í fram haldi nu sést ákærði ganga í fylgd með aðila 2 út úr versluninni , með vörurnar innan á sér. Vitnið L , öryggis fulltrúi , bar um það fyrir dómi að hafa séð ákærða o.fl. vera að fara út úr verslun inni og að hann hafi virst vera með eitthvað innan á sér. Samrýmist það framan greindum upp tökum. Þá liggur fyrir að lögregla hafi lagt hald á umræddar vörur o.fl. í bif reið á nálægu bifreiðastæði , en ákærði hafði verið í þeirri bifreið eftir að hafa verið í verslu n Hag kaupa og stuttu áður en hann var handtekinn í annarri verslun . Verðmæti vara byggir á upp lýsingum úr kassakerfi Hagkaupa umræddan dag og verður það lagt til grund vallar. Að framangreindu virtu telst sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi í umrætt skipti stolið þeim vörum sem greinir í ákærulið I/14. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þeim lið ákærunnar og er brot hans þar rétt fært til refsi ákvæða. Ákæruliður II: Ákærði neitar sök. Skráningarskylt öku tæki skal vera tryggt með ábyrgðartryggingu hjá vátryggingar félagi með starfsleyfi hér á landi, sbr. 1. mgr. 91. gr. laga nr. 50/1987. Því til viðbótar skal sá sem stýrir ökutæki vera tryggður með sérstakri slysatryggingu, enda hafi hann ekki notað öku tækið í algjöru heimildarleysi, sbr. 1. mgr. 92. gr. sömu laga. Sam kvæmt 1. mgr. 93. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. laganna, hvílir vátryggingarskylda á eiganda öku tækis eða þeim sem hefur varanleg umráð þess, að viðlagðri refsiábyrgð. Í 32 máli þessu háttar svo til að ákærði hefur kannast við að hafa keypt ökutækið [...] nokkru áður en lögregla hafði afskipti af honum við akstur í því þriðjudaginn 16. apríl 2019 á Sel fossi. Samkvæmt lögregluskýrslu er ökutækið skráð eign nafngreindrar konu. Af öðrum gögn um lögreglu verður ráðið að konan tengist fyrrum vinnufélaga ákærða. Af framburði ákærða fyrir dómi verður ráðið að kaup ökutækisins hafi verið milli hans og seljanda þess án milligöngu löggilts bifreiðasala. Ákærði bar um það fyrir dómi að ekki hefði verið b úið að ljúka skrán ingu ökutækisins á hans nafn í öku tækja skrá. Þá hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að ökutækið væri óvátryggt. Í máli þessu liggja ekki fyrir gögn úr ökutækjaskrá sem staðfesta að vátrygging ökutækisins hafi verið fallin úr gildi eða hvenær það hafi átt sér stað. Skýrsla var ekki tekin af skráð um eiganda öku tækisins hjá lögreglu og viðkomandi kona var ekki leidd fyrir dóm inn sem vitni. Rann sókn á þessum þætti málsins er mjög takmörkuð. Að mati dómsins er margt á huldu um kaup og umráð ökutækisins í umrætt skipti. Þá eru gögn málsins um opinbera skrán ingu ökutækisins afar takmörkuð. Að þessu virtu er að mati dómsins óvarlegt að leggja til grund vallar að ákærði hafi í raun verið eigandi eða varanlegur umráðamaður öku tækis ins svo varði hann refsiábyrgð í skiln ingi 1. mgr. 93. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 50/1987. Verður hann því sýknaður af II. lið ákær unnar. Refsiákvörðun, einkaréttarkröfur o.fl.: Ákærði er fæddur [...] og hefur verið búsettur hér á landi í rúm t vö ár. Ákærði er án atvinnu og með takmörkuð tengsl við landið. Samkvæmt sakavottorði gekkst hann 4. apríl 2019 undir lögreglustjórasekt vegna brota gegn 244. gr. laga nr. 19/1940 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni , en þau brot voru framin 9. nóvember 2018. Þá var ákærði með dómi Héraðs dóms Reykjavíkur 15. maí 2017 sakfelldur fyrir brot gegn 244. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 30 daga fang elsi, skilorðsbundið í tvö ár. Með brotum sínum samkvæmt ákæruliðum I/1 11 hefu r ákærði endurtekið rofið almennt skilorð fyrrgreinds dóms, sbr. 1. málsl. 3. mgr. 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ber því að dæma skil orðs dóminn upp og gera ákærða refsingu í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. laga nr. 19/1940. Þá be r að fara með refsingu vegna brota samkvæmt ákæruliðum I/1 4 sem hegningar auka við brot , samkvæmt fyrrgreindri lögreglustjórasekt, sbr. 78. gr. laga nr. 19/1940. Um er að ræða mörg þjófnaðarbrot ákærða og þá voru tvö þeirra framin í félagi með öðrum og be r dóminum samkvæmt 2. mgr. 244. gr. sömu laga að líta til þessa við ákvörðun 33 refsingar. Að mati dómsins er ekki ljóst af málsgögnum hvort ákærði hafi notið að - stoðar túlks þegar hann ritaði undir fyrrgreinda lögreglustjórasekt. Er því óvíst hvort honum haf i verið leiðbeint nægjanlega um ítrekunar áhrif þeirrar sektarákvörðunar. Að því virtu kemur ekki til greina að leggja til grund vallar að lögreglustjórasektin hafi ítrekunaráhrif samkvæmt 255. gr., sbr. 1. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. 71. gr. laga nr. 19/194 0 v ið refsiákvörðun v egna brota samkvæmt ákæruliðum I/5 14. Ákærði hefur rofið gróflega framan greint skil orð. Um er að ræða samkynja brot og eru verknaðar - aðferðir þær sömu. Ákærði gekk fumlaust til verka við framningu þeirra brota sem hann hefur veri ð sakfelldur fyrir og ber háttsemi hans skýr merki um ein beittan brota - vilja og skeyt ingar leysi um eigur annarra. Verður það virt til þyngingar refsingar, sbr. 5. og 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði á sér engar málsbætur. Að öllu fram an greindu virtu og að öðru leyti með vísan til 77. gr. laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í átta mánuði. Ekki þykir unnt að skilorðs - binda refs ing una. Gæslu varð hald sem ákærði hefur sætt óslitið frá 10. júlí 2019 skal d ragast frá refs ing unni, sbr. 76. gr. laga nr. 19/1940. Bótakröfum Krónunnar ehf. vegna ákæruliða I/1 6 og I/8 10 hefur verið and - mælt og vísað til þess að þær byggi á smásöluverði en ekki innkaupsverði. Hið sama á við um bótakröfur Haga hf. vegna ákæruliða I/7 og I/14. Fyrir liggur að bóta - kröfurnar eru miðaðar við smásöluverð þeirra vara sem ákærði tók og er það í sam - ræmi við almenna fram kvæmd í málum af þessum toga. Þá taka kröfurnar til þeirra vara sem endur heimtust ekki og vara sem ekki var unnt að taka til sölu að nýju í verslunum eftir að þær voru haldlagðar. Að mati dómsins endur spegla bótakröfurnar tjón verslananna eins og það raungerðist við framningu umræddra brota ákærða. Ákærði tók vörurnar án þess að greiða fyrir þær o g því var ekki unnt að selja þær til annarra þar sem þær voru þar með glataðar eiganda sínum eða skemmdar og/eða ósölu hæfar. Ákærði ber skaða bóta ábyrgð á því tjóni sem hann hefur valdið með ólög - mætri háttsemi sinni. Verða einka réttar kröfur því teknar til greina og dæmdar sem nánar greinir í dómsorði. Dráttar vextir miðast við þingfestingardag málsins. Með hliðsjón af úrslitum málsins og með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 68. gr. laga nr. 49/2016, verður ákærða gert að greiða allan sakar - kostnað málsins, þar með talin máls varnar laun skipaðs verjanda síns, Ólafar Heiðu Guð munds dóttur lögmanns, sam kvæmt fram lagðri vinnuskýrslu, samtals 803.210 34 krónur, að með töldum virðisauka skatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð máls in s. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir saksóknarfulltrúi. Af hálfu ákærða flutti málið skipaður verjandi hans, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir lög maður. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Viktor F otin , sæti fangelsi í 8 mánuði. Gæsluvarðhald er ákærði hefur sætt óslitið frá 10. júlí 2019 skal dragast frá refsingunni. Ákærði, Viktor Fotin , greiði Krónunni ehf., kt. [...] , skaðabætur samtals að fjárhæð 143.798 krónur, auk vaxta, samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, af 19.046 krónum frá 5. mars 2019, af 25.782 krónum frá 13. mars 2019, af 45.369 krónum frá 16. mars 2019, af 64.222 krónum frá 25. mars 2019, af 73.226 krónum frá 6. apríl 2019, af 93.170 krónum frá 11. apríl 2019, af 110.137 krónum frá 24. a príl 2019, af 130.761 krónum frá 27. apríl 2019, og af 143.798 krónum frá 1. maí 2019, en með dráttarvöxtum, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá 14. ágúst 2019 til greiðsludags. Ákærði, Viktor Fotin , greiði Högum hf., kt. [...] , skaðabætur samtals að fjárhæð 82.185 krónur, auk vaxta, samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, af 61.492 krónum frá 16. apríl 2019 og af 82.185 krónum frá 9. júlí 2019, en með dráttarvöxtum, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá 14. ágúst 2019 til greiðsluda gs. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnar - laun skipaðs verjanda síns, Ólafar Heiðu Guðmunds dóttur lögmanns, 803.210 krónur. Daði Kristjánsson