Héraðsdómur Vesturlands Dómur 11. mars 2021 Mál nr. S - 317/2020 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari) g egn Fannar i S . Guðmundss yni ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru dagsettri 23. nóvember 2020 á hendur ákærða, Fannari S. Guðmundssyni, kt. ... , Gullsmára 10, Kópavogi. Málið var dómtekið 9. mars 2021. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir eftirfarandi umferðarlagabrot: 1. Með því að hafa föstudaginn 29. maí 2020 ekið bifreiðinni ZR760, sviptur ökuréttindum, óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa og ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist kókaín 35 ng/ml ) og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis (í blóðsýni , á Stillholti við Bjarg á Akranesi. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., 1. mgr. sbr., 3. mgr. 49. gr. og 1. og 2. mgr. 50. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðar laga nr. 77/2019 . 2. Með því að hafa miðvikudaginn 18. nóvember 2020 ekið bifreiðinni DU515, sviptur ökuréttindum, á Vesturlandsvegi við Læk í Hvalfjarðarsveit. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sb r. 1. mgr. 95. gr. umferðar laga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Sótt var þing af hálfu ákærða við þingfestingu málsins þann 13. janúar 2021 og var málinu frestað til 10 . febrúar sama ár . Þann dag var málinu frestað utan réttar til 9 . mars sl. Ekki var sótt þing af hálfu ákærða né tilkynnt um forföll þann dag og var mál ið því dæmt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, með síðari breytingum, enda var þess getið í fyrirkalli, sem ákærða var birt á löglegan hátt, að svo mætti með málið fara. Með vísan til þess og sakargagna verður ákærði sakfelldur fyrir 2 að hafa framið þa u brot sem honum er u gefi n að sök og réttilega er u fær ð til refsiákvæða í ákæruskjali Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 24 . nóvember 2020 , hefur ákærði sjö sinnum áður sætt refsingu. Þann 21. nóvember 2018 var ákærða gerð sekt vegna aksturs sviptur ökurétti. Þá var ákærði þann 19. desember 2019 , fundinn sekur um skjalabrot, ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti, og honum gert að sæta fangelsi í 60 daga, en fullnustu helmings refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í t vö ár. Þá var ákærða jafnframt gerð sekt og hann sviptur ökurétti ævilangt. Þann 19. október 2020 var ákærði fundinn sekur um akstur sviptur ökurétti og honum gert að sæta fangelsi í 90 daga. Var þá dæmd upp refsing framangreinds skilorðsdóms. Loks m eð dóm i 11. nóvember 2020 var ákærði dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og var sá dómur hegningarauki við dóm inn frá 19. október 2020 . Brot þau sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir samkvæmt ákærulið 1 . framdi hann fyrir uppkvaðningu o fangreindra dóma frá 11. nóvember 2020 og 19. október sama ár, og ber því að gera ákærða hegningarauka vegna þeirra brota, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er nú sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið sviptur öku réttindum í tvö skipti og óhæfur til að stjórna bifreið vegna áhrifa fíkniefna og áfengis í eitt skipti . Ákærði hefur ítrekað verið fundinn sekur um ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti, en ítrekunaráhrif vegna fyrri mála hafa ekki fallið niður. Að öll u virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 9 0 daga. Ákærði hefur verið sviptur ökurétti ævilangt frá 2 8 . janúar 20 20 . Með vísan til 99 . gr. umferðarlaga ber að árétta þá sviptingu. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , með síðari breytingum, ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu og ákvörðun dómsins um þóknun verjanda fyrir dómi, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem greinir í dómsorði Guðfinnur Stefánsson, aðstoð armaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Fannar S. Guðmundsson , sæti fangelsi í 9 0 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. 3 Ákærði greiði útlagðan sakarkostnað að fjárhæð 106 . 602 krónur. Ákærði greiði og 132.680 króna þóknun og 16.500 króna ferðakostnað skipaðs verjanda síns, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns . Guðfinnur Stefánsson