Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. september 2020 Mál nr. E - 2080/2019 : Neshamar ehf ( Arndís Sveinbjörnsdóttir lögmaður ) g egn Hverasól ehf. ( Jóhann Fannar Guðjónsson lögmaður ) Dómur I. Kröfur aðila Málið sem hér um ræðir var þingfest 9. maí 2019 en tekið til dóms 27. ágúst 2020 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi í málinu er Neshamar ehf., Neshömrum 7 í Reykjavík, en stefndi er Hverasól ehf., Borgartúni 28 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess í málinu að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða honum skuld að fjárhæð 2.443.349 kr., ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 30. janúar 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar sam kvæmt mati dómsins. Við aðalmeðferð málsins féll stefnandi frá þeirri kröfu að við ákvörðun málskostnaðar yrði tekið tillit til kostnaðar af löginnheimtu í samræmi við heimildir. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. II. Atvi k málsins Af gögnum málsins er ljóst að krafa stefnanda byggist á reikningi sem gefinn var út á hendur stefnda 30. janúar 2019. Í reikningnum sem um ræðir er vísað til meðfylgjandi yfirlits um unna tíma vegna vinnu við mokstur og fleygun á tímabilinu 2. ma rs til 4. apríl 2018. Samkvæmt yfirlitinu nam heildarkostnaður fyrir vinnu stefnanda ásamt virðisaukaskatti 5.717.640 kr. Í yfirlitinu kom þó jafnframt fram að stefndi hefði greitt 700.000 kr. 5. nóvember 2018 og 500.000 kr. 4. nóvember 2018. Þá er tilgre int í yfirlitinu 2 hafi átt sér stað. Fjárhæðin sem vísað er til að Gísli hafi greitt svarar hins vegar til samanlagðrar fjárhæðar tveggja reikninga sem stefnandi g af út til félagsins AZA ehf. 27. apríl 2018 og var gjalddagi þeirra samdægurs. Samkvæmt reikningunum, sem voru annars vegar að fjárhæð 1.500.000 kr. og hins vegar 574.291 kr., var um að ræða kröfur ð til meðfylgjandi yfirlita en yfirlitin sem sem um ræðir hafa ekki verið lögð fyrir dóminn. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi vísaði fyrirsvarsmaður stefnanda, Gísli Hjartarson, til þess að Gísli Jón hefði verið tilgreindur fyrir mistök á reikningnum en rét tur greiðandi hefði verið félagið AZA ehf. Gísli Jón Höskuldsson mun á þeim tíma hafa verið fyrirsvarsmaður þess félags. Í málinu liggja einnig fyrir tveir reikningar sem stefnandi gaf út á stefnda Hverasól. Þeir reikningar eru dagsettir 4. janúar 2019, m eð gjalddaga sama dag, að fjárhæð 500.000 kr. og 700.000 kr. með virðisaukaskatti. Í hvorugum reikningnum er þó tilgreint fyrir hvaða þjónustu reikningurinn er gefinn út. Í báðum reikningunum er vísað til meðfylgjandi yfirlita sem ekki eru á meðal málsgagn a. Í kröfu stefnanda í málinu er gert ráð fyrir því að eftir að tekið hafi verið tillit til greiðslna AZA ehf. og stefnda Hverasólar ehf. nemi eftirstöðvar skuldar stefnda samkvæmt reikningunum 2.443.349 kr. Eins og nánar verður rakið síðar lýtur ágreini ngur aðila að verulegu leyti að því hvort stefndi hafi tekist á hendur þá skuldbindingu til greiðslu sem krafa stefnanda byggist á. Ljóst er af tölvuskeytum sem liggja fyrir í gögnum málsins að Friðberti Bragasyni, framkvæmdastjóra stefnda Hverasólar ehf., voru sendar upplýsingar og gögn þar sem fjallað er um útistandandi skuldir við stefnanda. Í tölvupósti Eggerts Guðmundssonar byggingarfræðings, sem annast mun hafa uppgjör við verktaka í framkvæmdunum, til Friðberts, dags. 24. október 2018, er að finna li sta yfir þær skuldir sem hann telur rétt að leggja áherslu á að greiða. Tölvupóstinum fylgdi einnig Excel - skjal með yfirliti yfir útistandandi skuldir við verktaka. Af því skjali verður ráðið að stefnandi hafi átt útistandandi skuld að fjárhæð 3.000.000 kr . og lagði Eggert til að greidd yrði 1.000.000 kr. inn á reikning stefnanda. Í gögnum málsins er einnig að finna tölvupóst sem Sigurjón Árnason sendi Friðberti, framkvæmdastjóra stefnda, 27. desember 2018 um stöðu verksins sem mál þetta lýtur að. Tölvupós turinn ber með sér að honum hafi fylgt Excel - skjal með nánari upplýsingum en 3 í skjalinu segir að 700.000 krónur hafi verið lagðar inn á reikning stefnanda 5. nóvember 2018 og 500.000 krónur 4. desember 2018. Samkvæmt gögnum málsins sendi stefnandi stefnda innheimtuviðvaranir 5. mars og 15. mars 2019. Af gögnum málsins verður ekki séð að þeim innheimtuviðvörunum hafi verið svarað. Samkvæmt gögnum málsins var félagið AZA ehf. úrskurðað gjaldþrota 13. júní 2019 en félagið Iborg ehf. var úrskurðað gjaldþrota 9 . janúar 2020. Við aðilaskýrslu Gísla Hjartarsonar, fyrirsvarsmanns stefnanda, fyrir dómi kvað hann stefnanda hafa tekið að sér verkið í kjölfar þess að Gísli Jón Höskuldsson, byggingarstjóri framkvæmdarinnar sem stefnandi vann við á mótum Grensásvegar 16 og Síðumúla, hafði samband við hann og óskaði eftir að hann tæki verkið að sér. Í aðilaskýrslunni kom fram að Gísli hefði gert munnlegan samning við Gísla Jón um vinnuna og að hann hefði einungis viljað vinna í tímavinnu þar sem það væri alltaf erfiðara að taka við verki frá öðrum. Gísli segir mikla pressu hafa verið á stefnanda að vinna verkið og mikið hafi verið unnið í yfirvinnu. Fyrirsvarsmaður stefnanda gekkst við því fyrir dómi að honum hefði ekki verið ljóst upphaflega fyrir hvern verkið væri unnið. Hann hafi hins vegar treyst byggingarstjóranum Gísla Jóni og ekki talið þörf á að ganga úr skugga um það hvort Gísli Jón hefði haft heimildir til að skuldbinda eigendur bygginganna sem stefnandi vann við, enda hefði hann þekkt Gísla Jón í 25 30 ár og einfa ldlega treyst honum. Fyrirsvarsmaður stefnanda sagði mjög hafa verið rekið á eftir verkinu og hann hefði fengið símtöl um leið og enginn frá honum var við vinnu. Eftir að stefnandi lauk sínum þætti í verkinu hefði hins vegar orðið erfitt að ná í þá sem st óðu að verkinu. Fyrirsvarsmaður stefnanda kvaðst ekki hafa fengið að vita hvert hann ætti að beina reikningi, þrátt fyrir nokkra eftirgangsmuni, fyrr en haustið 2018. Hann hafi fyrst gert félaginu AZA ehf. reikninga en síðar hafi hann gert reikninga til st efnda. Aðspurður hvers vegna hann hefði hætt að gefa út reikninga á félagið AZA ehf. og gefið þess í stað út reikninga á stefnda í ársbyrjun 2019 kvað fyrirsvarsmaður stefnanda það hafa verið gert að beiðni byggingarstjórans Gísla Jóns Höskuldssonar. Í fr amhaldi af því hafi Friðbert Bragason, framkvæmdastjóri og prókúruhafi Hverasólar ehf. lagt inn á reikning stefnanda. Síðan hafi ekkert gerst meir. Aðspurður um ástæður þess hvers vegna ekki hefði verið lagður fram reikningur fyrir verkinu í heild strax e ftir verklok vorið 2018 kvað fyrirsvarsmaður stefnanda ástæðuna fyrir því hafa verið að oft væri erfitt að innheimta reikninga í þessum geira og því væri óheppilegt að skrifa stóra reikninga þar sem menn þyrftu að standa skil á virðisaukaskatti 4 óháð því hv ort þeir fengju greitt. Fyrirsvarsmaður stefnanda kvaðst aldrei hafa heyrt um félagið Iborg ehf. Vitnið Eggert Guðmundsson byggingarfræðingur kvaðst hafa komið að verkinu í júní eða júlí 2018 til að taka verkstöðu á hótelinu sem var verið að reisa að Grensásvegi 16. Lýsir Eggert hlutverki sínu á þann veg að hann hafi átt að halda utan um uppgjör við v erktaka sem unnu að framkvæmdunum. Eggert kvaðst hafa byrjað að vinna fyrir AZA ehf. en síðan fyrir Iborg. ehf. Framkvæmdirnar á svæðinu hafi falið í sér byggingu á sameiginlegu bílastæðahúsi fyrir Grensásveg 16A og Síðumúla 39, sem og íbúðir ofan á bílast æðahúsinu og hótel. Eggert kvað Hverasól ehf. hafa verið með íbúðirnar í byggingu. Samkvæmt vitnisburði Eggerts var reikningum háttað þannig að yfirleitt hefði verið greitt til Iborgar ehf. en Iborg hefði síðan skilað greiðslum til undirverktaka. Reikninga r hafi verið stílaðir á Iborg ehf. en Hverasól ehf. hafi síðan farið að taka að sér greiðslur beint til verktaka. Eggert kvað þessa reikninga hafa verið stílaða á Iborg ehf. vegna þess að það hefði verið verksamningur milli Iborgar ehf. og Hverasólar. Egge rt kannaðist ekki við að Hverasól ehf. hefði tekið að sér að greiða eitthvað beint heldur hefði félagið greitt til Iborgar ehf. III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda Krafa stefnanda byggist á því að stefndi skuldi félaginu 2.443.349 kr. vegna moksturs o g fleygunar í húsgrunni við Grensásveg 16 og brottflutnings og aðflutnings á jarðefni. Byggir stefnandi á því að verkið hafi verið unnið samkvæmt samningi við félagið Hverasól ehf. Sem fyrr segir byggist krafan á reikningi sem gefinn var út á hendur stefnd a 30. janúar 2019 og nemur stefnufjárhæðinni í þessu máli, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Í reikningnum er vísað til yfirlits yfir þá vinnu sem stefnandi kveður hafa verið innta af hendi fyrir Hverasól ehf. og liggur það yfirlit frammi í málinu. Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda kostaði vinna hans fyrir félagið Hverasól ehf. í heild 5.717.640 kr. Yfirlit stefnanda ber með sér að þegar hafi verið greiddar 3.274.290 kr. Byggir stefnandi á því að 2.443.349 kr. séu vangoldnar og það sé stefndi sem beri greiðslu skyldu. Málsástæður stefnda 5 Stefndi byggir sýknukröfu sína fyrst og fremst á aðildarskorti, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Vísar stefndi þá til þess að stefnandi hafi ekki átt í neinu samningssambandi við stefnda heldur ein göngu Iborg ehf., eða undirverktaka félagsins. Af hálfu stefnda er byggt á því að þrátt fyrir að Iborg ehf. hafi selt Hverasól ehf. fasteignina að Grensásvegi 16 hinn 26. janúar 2016 hafi verkið sem krafa stefnanda lúti að engu að síður verið unnið samkvæm t samningi við Iborg ehf. eða undirverktaka þess félags. Síðastnefnda félagið sé því réttur aðili málsins eða, eftir atvikum, undirverktakar. Stefndi vísar í því samhengi til þess að stefnandi hafi gefið út reikning til félagsins AZA ehf. að fjárhæð 1.500. 000 kr. með virðisaukaskatti sem hafi verið á gjalddaga 27. apríl 2018. Af gögnum málsins verði aftur á móti ekki annað ráðið en að stefnandi hafi ekki gert stefnda reikning vegna þeirrar vinnu sem fjárhæð stefnukröfunnar lýtur að fyrr en með reikningi sem var gefinn út 30. janúar 2019. Stefndi bendir á að samkvæmt yfirliti með reikningi hafi stefnandi innt af hendi vinnu sem nemi 5.717.640 kr. sem nær öll hafi farið fram í mars 2018, en að litlu leyti í apríl 2018. Stefndi telur einsýnt að stefnandi hafi á fyrri stigum beint kröfum að viðsemjanda sínum Iborg ehf. vegna þessa, sbr. greiðslu að fjárhæð 2.074.290 kr. sem Iborg ehf. hafi innt af hendi á ótilgreindum tíma. Vandséð sé að stefnandi bíði í tæpt ár með útgáfu reiknings, sem virðist auk þess eingöng u miðast við eftirstöðvar þess kostnaðar sem hlotist hafi af vinnu stefnanda og honum hafi ekki orðið ágengt með innheimtu á úr hendi viðsemjanda síns Iborgar ehf. Af hálfu stefnda er einnig byggt á því að hann hafi á engu stigi greitt vegna verksins samk væmt reikningi eða samningssambandi við stefnanda. Tvær greiðslur stefnda í nóvember og desember 2018, samtals að fjárhæð 1.200.000 kr., hafi einungis verið inntar af hendi til stefnanda fyrir mistök af hálfu starfsmanns stefnda vegna beiðni Iborgar ehf. u m greiðslur vegna verktöku sinnar. Í því felist engin staðfesting á því að samningssambandi sé til að dreifa milli aðila þessa máls og beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða og því að hann geti beint kröfum að stefnda. Stefndi vísar til þess að honum hafi á engu stigi verið gerður reikningur vegna verkframkvæmda við Grensásveg 16 og hann hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar innheimtuviðvaranir bárust honum skyndilega. Umræddar innheimtuviðvaranir hafi á engan hátt borið með sér af hv aða ástæðum stefnandi hefði kosið að beina kröfum á hendur stefnda vegna vinnu við lóðina að Grensásvegi 16 og hafi engar útskýringar 6 verið gefnar á því, hvorki fyrir málshöfðun né í stefnu málsins. Af þeim sökum sé stefnda nauðugur einn sá kostur að taka til varna. Stefndi byggir einnig á því að ætluð krafa stefnanda sé í öllu falli að fullu greidd. Af hálfu stefnda er hins vegar byggt á því að Gísli Jón Höskuldsson, sem var byggingarstjóri framkvæmdanna sem mál þetta lýtur að, hafi engum störfum gegnt fy rir stefnda þegar stefnandi gerði samning vegna verksins og ekki heldur á meðan á því stóð eða í kjölfar þess. Búið hafi verið að selja hið stefnda félag þeim eigendum sem það áttu þegar öll atvik er varða umþrættar framkvæmdir áttu sér stað. Aðkomu Gísla að félaginu hafi hins vegar lokið um leið og það var selt, þ.e. löngu áður en stefnandi samdi um og kom að verkframkvæmdum. Gísli hafi enn verið tilgreindur stjórnarmaður þegar það átti sér stað, en þó einvörðungu vegna þess að honum hafi láðst að segja si g úr stjórn. Stefndi telur auk þess ekkert benda til þess að Gísli Jón hafi leitað til stefnanda fyrir hönd stefnda vegna þess verks sem krafa stefnanda lýtur að og beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða. Samkvæmt gögnum stefnanda hafi verkið v erið innt af hendi á tímabilinu 2. mars 2018 4. apríl 2018. Í kjölfar þess hafi stefnandi að líkindum gefið út reikning fyrir vinnu sinni og sé skorað á hann að leggja reikninginn fram en bera hallann af því gera það ekki. Stefndi byggir á því að sá reikni ngur hafi verið gerður á félagið AZA ehf., undirverktaka Iborgar ehf., vegna verksins, en að þeim kosti frágengnum hafi Iborg ehf. eitt getað komið til greina sem verkkaupi, ellegar annar undirverktaki félagsins. Í öllu falli hafi ekki verið samið við stef nda, honum ekki gerður reikningur og engin krafa gerð á hendur félaginu fyrr en tæpu ári síðar. Til stuðnings því að AZA ehf. hafi verið verkkaupi bendir stefndi enn fremur á að það félag hafi jafnframt greitt að fullu þá kröfu sem stefnandi höfðar málið út af. Stefnandi eigi því enga kröfu á hendur stefnda hvernig svo sem á málið sé litið. Stefndi vísar til þess að AZA ehf. hafi greitt stefnanda 1.500.000 kr. 16. mars 2018, auk a.m.k. einnar annarrar greiðslu að sömu fjárhæð vegna verksins. Hafi greiðslur að einhverju leyti stafað frá öðrum en AZA ehf. byggir stefndi einnig á því að þær komi til frádráttar kröfum stefnanda. Stefndi telur að stefnukröfum hafi verið beint með óréttmætum hætti að honum vegna þess að innheimta hjá viðsemjanda stefnanda hafi e kki borið meiri árangur en að framan greini. Bendir stefndi á að síðbúin útgáfa reiknings á hendur stefnda, tæpu ári eftir verklok, renni stoðum undir þetta, enda fjarstæðukennt að stefnda væri fyrst þá gerður 7 reikningur vegna verksins og það að undangengn um framangreindum greiðslum AZA ehf. vegna verksins. Til stuðnings þessum fullyrðingum bendir stefndi einnig á að bæði Iborg ehf. og AZA ehf. hafi við verklok stefnanda verið ógjaldfær og hafi nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Stefndi verði hins vegar e kki gerður ábyrgur fyrir vangoldnum kröfum á hendur þessum félögum eða öðrum. Bendir stefndi á að hann hafi sjálfur þegar tapað miklum fjármunum vegna gjaldþrots Iborgar ehf. sem ekki hafi getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart stefnda. Ef talið y rði að Gísli Jón hefði leitað til stefnanda fyrir hönd stefnda þá byggir stefndi á því að Gísli hafi ekki haft heimildir til þess. Ráðstafanir hans fyrir hönd félagsins hafi því ekki verið skuldbindandi. Bendir stefndi á að Gísli Jón var framkvæmdastjóri o g eini stjórnarmaðurinn í félögunum Iborg ehf. og AZA ehf., sem hafi starfað við byggingu húsnæðis. Gísli hafi því getað skuldbundið þau félög vegna verka af því tagi sem um ræðir gagnvart stefnanda. Öðru máli gegni hins vegar um stefnda því Gísli hafi hvo rki verið framkvæmdastjóri né með prókúru, heldur aðeins skipað stjórn ásamt stjórnarformanninum Friðbirni Garðarssyni. Samþykktir stefnda kveði enn fremur á um að undirritun allra stjórnarmanna þurfi til að skuldbinda félagið, sbr. 16. gr. samþykktanna. Þ á séu framkvæmdir af því tagi sem um ræðir, þ.e. nýbygging fasteigna, utan skilgreinds tilgangs. Að mati stefnda sé því ekki aðeins rangt og haldlaust að bera því við að Gísli Jón hafi óskað eftir verkinu í umboði stefnda. Slík ráðstöfun hefði ekki heldur skuldbundið stefnda þar sem hún hefði þá verið utan umboðs Gísla, sem stefnanda hafi mátt vera ljóst. Stefndi vísar í þessu sambandi til laga um einkahlutafélög nr. 138/1994, sbr. einkum 44. gr., 3. mgr. 49. gr. og 1. og 2. tl. 1. mgr. 52. gr. laganna, en einnig vísast til laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Til frekari stuðnings því að ekkert samningssamband sé milli stefnanda og stefnda skal áréttað að stefndi hafi á engu stigi haft upplýsingar um framvindu eða annað sem að verki stefnanda lúti og raunar ekki verið í samskiptum við stefnanda, AZA ehf. eða að ra undirverktaka Iborgar ehf. Stefndi áréttar að hann hafi á engu stigi viðurkennt að kröfum skyldi beint að honum en ekki viðsemjanda stefnanda eða að stefndi hafi ábyrgst greiðslur slíkra aðila. Tvær greiðslur frá stefnda í nóvember og desember 2018, sa mtals að fjárhæð kr. 1.200.000, hafi ekki verið inntar af hendi samkvæmt reikningi eða samningssambandi við stefnanda. Greiðslurnar hafi þvert á móti verið til komnar fyrir mistök af hálfu starfsmanns stefnda 8 vegna beiðni Iborgar ehf. um greiðslur vegna ve rktöku sinnar og áfallinna reikninga sem að henni lutu. Í því felist engin staðfesting á því að samningssambandi sé til að dreifa milli aðila þessa máls. Krafa stefnanda að fullu greidd Stefndi byggir einnig á því að óháð ætluðu viðskiptasambandi aðila m álsins þá eigi stefnandi enga kröfu á hendur stefnda vegna þess að stefnandi hafi fyrir löngu fengið að fullu greitt fyrir verk sitt. Í því sambandi vísast til þess sem fram er komið um að krafa stefnanda hafi numið 5.717.640 kr. Stefnandi hefur upplýst að Gísli Jón hafi greitt 2.074.290 kr. en stefndi 1.200.000 kr. og eftirstöðvar kröfu nemi því 2.443.350 kr. Stefndi bendir hins vegar á að félagið AZA ehf. hafi, auk þess sem að framan greinir, greitt a.m.k. 3.000.000 kr. vegna verksins. Stefnandi hafi því þegar fengið ofgreitt fyrir verkið. Stefndi ítrekar kröfu um að lagðir verði fram allir reikningar vegna verksins og yfirlit yfir greiðslur sem stefnandi hafi fengið greiddar vegna þess. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda, enda hafi hún ekki la gastoð og sé auk þess algerlega vanreifuð. Bendir stefndi á að stefnandi hafi ekki gert grein fyrir því á hvaða grundvelli kröfur hans séu reistar o.s.frv. og því fari fjarri að skilyrði séu til greiðslu dráttarvaxta fyrr en í fyrsta lagi frá dómsuppsögu. IV. Niðurstaða Samkvæmt vottorði úr hlutafélagakrá, dags. 2. nóvember 2019, tók félagið Leiguafl yfir eignir og skuldir Hverasólar ehf. 1. september 2019. Stefnandi hefur ekki neytt heimildar 3. mgr. 19. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð einkamála, til að ste fna Leiguafli ehf. sérstaklega til greiðslu skuldarinnar með sakaraukningu. Af 1. mgr. 23. gr. laga nr. 91/1991 leiðir hins vegar að dómur yfir stefnda bindur Leiguafl ehf. rétt nema hann hafi eignast hlut eða réttindi með þeim hætti að réttur annarra glat ist gagnvart honum. Sönnunarfærslan í þessu máli ber þess ótvírætt nokkur merki að takmarkaðra gagna nýtur við um samskipti stefnanda við viðsemjendur sína í tengslum við það verk sem krafa málsins er sprottin af. Þannig verður ráðið af gögnum málsins og a ðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi að þegar stefnandi hóf vinnu við verkið sem ágreiningur málsins lýtur að hafi honum ekki að öllu leyti verið ljóst fyrir hvern verkið væri unnið. Ekki er þó deilt um það að stefnandi var fenginn til verksins af byggingarstjóra framkvæmdanna, Gísla Jóni Höskuldssyni, en Gísli var í senn framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í félögunum AZA ehf. og Iborg. ehf., auk þess að 9 vera í stjórn stefnda Hverasólar ehf. Fyrir liggur að öll þessi félög komu að framkvæmdunum m eð einum eða öðrum hætti, en fyrrnefndu tvö félögin eru bæði gjaldþrota. Telja verður ljóst að umrædd staða Gísla Jóns hafi verið til þess fallin að valda stefnanda óvissu um það hver hefði tekist á hendur skuldbindingu til að greiða honum fyrir verkið. G ögn málsins bera með sér að stefnandi leit greinilega svo á í upphafi að það væri félagið AZA ehf. sem væri viðsemjandi hans í málinu. Fyrir liggur að stefnandi gaf út reikninga á það félag 27. apríl 2018 að fjárhæð 1.500.000 kr. og 574.291 kr. en ágreinin gslaust er að þeir reikningar voru báðir greiddir. Ekki verður séð að stefnda hafi síðan borist neinar greiðslur vegna vinnu sinnar við verkið fyrr en stefndi lagði tvær greiðslur inn á reikning stefnanda 5. nóvember og 4. desember 2018, sem samtals námu 1.200.000 kr. Þegar horft er til þessara greiðslna, svo og þeirra tölvuskeyta sem liggja fyrir í málinu og send voru Friðberti Bragasyni framkvæmdastjóra 24. október og 27. desember 2018, verður ekki annað séð en að stefndi hafi talið sig standa í skuld vi ð stefnanda vegna þeirrar vinnu sem stefnukrafa málsins lýtur að. Með vísan til þessara tölvupóstsamskipta verður enn fremur að telja að þær skýringar stefnda að umræddar greiðslur, sem áttu sér stað með rúmlega fjögurra vikna millibili, hafi verið inntar af hendi fyrir mistök starfsmanns séu ekki trúverðugar, enda hefur stefndi hvorki upplýst um nein deili á starfsmanninum né freistað þess að færa frekari sönnur fyrir þessari fullyrðingu sinni. Gögn málsins gefa enn fremur til kynna að fullyrðingar í ste réttar, enda er sérstaklega vísað til útistandandi skuldar við stefnanda í tölvuskeytum til framkvæmdastjóra stefnda sem áður er gerð grein fyrir. Af fyrrnefndri útskrift símtala úr síma Gísla Hjartarsonar fyrirsvarsmanns stefnanda verður enn fremur ráðið að fullyrðing eigi heldur ekki við rök að styðjast, enda ber sú útskrift með sér að fimm mínútna símtal hafi átt sér stað á milli síma fyrirsvarsmanna aðila kl. 14:13 þriðjudaginn 4. desember 2018. Að því er snertir þá málsástæðu stefnda að félagið Iborg ehf. hafi verið viðsemjandi stefnanda og einsýnt sé að stefna ndi hafi á fyrri stigum beint kröfum sínum að því félagi, þá hefur stefndi engan reka gert að frekari sönnunarfærslu til stuðnings þessari 10 málsástæðu, eftir atvikum með skýrslutöku af skiptastjóra þrotabús Iborgar ehf. Verður því að hafna þessari málsástæð u stefnda. Með vísan til þess sem að framan er rakið og þá einkum þess að stefndi innti tvívegis af hendi greiðslur til stefnanda vegna þeirra framkvæmda sem krafa hans lýtur að verður að leggja til grundvallar að stefndi hafi í reynd samþykkt greiðslusky ldu sína gagnvart stefnanda. Verður því að telja að stefndi hafi með því tekist á hendur skuldbindingar sem áður hvíldu á félaginu AZA ehf. og þar með orðið ábyrgur fyrir efndum verksamningsins. Í þessu sambandi er jafnframt rétt að nefna að stefndi hreyfð i engum mótmælum við greiðslukröfu stefnanda fyrr en í greinargerð sinni í þessu máli. Stefndi hefur einnig haft frammi þá málsástæðu að félagið AZA ehf. hafi auk 2.074.290 kr. í apríl 2018 greitt stefnanda a.m.k. 3.000.000 kr. vegna verksins og að stefna ndi hafi því þegar fengið ofgreitt fyrir verkið. Í gögnum málsins er ekkert sem rennir stoðum undir þessar fullyrðingar stefnda. Telur dómurinn að það hafi staðið stefnda nær að afla sönnunar um þetta atriði, eftir atvikum, með því að kveðja skiptastjóra A ZA ehf. fyrir dóm sem vitni. Að því er snertir áskorun stefnda um að stefnandi leggi fram alla reikninga vegna verksins og yfirlit yfir greiðslur sem stefnandi hefur fengið greiddar vegna verksins þá leiðir af 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að aðila dómsmáls ber að verða við áskorun gagnaðila síns um að leggja fram skjal sem hann hefur í vörslum sínum, ef aðili á rétt til skjalsins, án tillits til málsins eða ef efni skjalsins er slíkt að gagnaðila væri skylt að bera vitni um það e f hann væri ekki aðili að málinu. Í máli þessu hefur stefnandi hins vegar byggt á því að hann hafi ekki fengið fleiri greiðslur en þær sem gerð er grein fyrir í málinu. Þar sem ekkert er því komið fram um að stefnandi hafi í vörslum sínum skjöl sem áskorun stefnda lýtur að og hann hefur ekki lagt fyrir dóminn getur áskorun stefnda ekki haft þýðingu fyrir mat dómsins á sönnunaratriðum málsins. Sama gildir um áskorun stefnda um að stefnandi leggi fram reikninga sem hann eigi að hafa gefið út á fyrri stigum. Samkvæmt því sem að framan er rakið verður fallist á kröfu stefnanda í máli þessu um að stefndi greiði honum stefnufjárhæð málsins, 2.443.349 kr. Af gögnum málsins verður hins vegar ekki séð að stefnandi hafi sett fram kröfu um greiðslu fyrr en með útgáfu reiknings á hendur stefnda 30. janúar 2019. Í ljósi þessa telur dómurinn rétt að stefndi greiði stefnanda dráttarvexti af kröfunni í samræmi við 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 28. febrúar 2019. 11 Í ljósi þessara málsúrslita verður stefnda gert að grei ða stefnanda allan málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 868.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Hefur dómurinn þá litið til þess að stefndi hélt að ófyrirsynju uppi frávísunarkröfu í málinu. Dómsorð: Stefndi, Hverasól ehf., greiði stefnanda, Neshamri ehf., 2.443.349 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 28. febrúar 2018 til greiðsludags. Stefndi skal enn fremur greiða stefnanda 868.000 kró nur í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm.