Héraðsdómur Reykjaness Ú rskurður 1 5 . september 2021 . Mál nr. E - 986/2021 : A og B (Einar Hugi Bjarnason lögmaður) gegn C ehf. (Steinbergur Finnbogason lögmaður) Úrskurður: Mál þetta var höfðað 19. apríl 2021 og tekið til úrskurðar 10. september. Stefnendur eru [A] og [B] . Stefndi er [C] . Stefnendur krefjast þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu 10.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti o g verðtryggingu frá þingfestingardegi til greiðsludags. Jafnframt verði stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af dómkröfum stefnenda og til þrautavara að dómk röfur þeirra verði lækkaðar. Í öllum tilvikum verði stefnendum gert að greiða málskostnað. Málið var flutt um frávísunarkröfu stefnda 10. september sl. Stefnendur krefjast þess hér að synjað verði um frávísunarkröfu stefnda og málið tekið til efnismeðferða r. Jafnframt verði stefnda gert að greiða málskostnað í þessum þætti málsins. I. Með söluyfirliti fasteignasölunnar Domusnova var raðhúsið [...] boðið til sölu fyrir hönd stefnda. Ásett verð var 38.500.000 krónur miðað við afhendingu á eigninni fullbúinni að utan og fokheldri að innan. Einnig mætti semja um að fá eignina afhenta á gerðu stefnendur 51.500.000 króna tilboð í eignina og var það samþykkt af stefnda. Skyldu 5.0 00.000 krónur greiðast við undirritun kaupsamnings, 44.500.000 krónur eins og greiðslur berast vegna sölu stefnenda á annarri fasteign og loks 2.000.000 krónur við 2 og kaupsamning sama efnis 11. júní 2019, þó þannig að þar var tekið fram að önnur greiðsla stefnenda skyldi greidd eigi síðar en 1. október 2019 og lokagreiðslan við undirritun afsa Ofangreind skjöl bera ekki með sér nánari lýsingu á því í hvaða ástandi eignin skyldi afhent. Af hálfu stefnenda hefur verið lögð fram ódagsett skil alýsing undirrituð af fyrirsvarmanni stefnda og stefnanda [A] I I. Í október 2019 sendu stefnendur [D] byggingarstjóra stefnda tölvupósta og kvörtuðu undan ófullnægjandi flísalögn í baðherbergi, ófullnægjandi frágangi fjölmarga annarra atriða innanhúss og allnokkurra atriða utanhúss. Þann 2. desember sendu stefnendur f asteignasölunni póst og tilkynntu að þau hefðu náð samkomulagi við byggingarstjórann um nánar tilgreindar úrbætur og að að þeim loknum myndu stefnendur greiða 1.000.000 krónur til lokauppgjörs við stefnda en eftirstæðar 1.000.000 krónur myndu skoðast sem b ætur til stefnenda vegna annmarka á eigninni. Eftir þetta sendu stefnendur byggingarstjóranum pósta 20. og 22. janúar 2020, vísuðu til ýmissa atriða sem hlutaðeigandi iðnaðarmen n. Tölvupóstar stefnenda til byggingarstjórans 5. febrúar og 4. maí 2020 bera með sér að eignin hafi þá enn ekki verið í umsömdu ástandi að mati stefnenda og 7. maí tilkynntu þau byggingarstjóra og fyrirsvarsmanni stefnda að málið væri komið í hendur lögma nns. Í kjölfarið fylgdu póstar í maí, júlí, september og nóvember 2020 og í janúar og mars 2021 þar sem skorað var á stefnda og byggingarstjóra hans að ljúka frágangi hússins og ganga frá afsalsgerð. III. Auk þegar greindra málsgagna hafa stefnendur lagt lokauppgjör vegna [...] stefnendur annars vegar og stefndi og [D] byggingarstjóri hins vegar, hafi komist að nánar tilgreindu samkomulagi um lokauppgjör vegna eignarinnar. Samkvæ mt því lofi stefndi að lagfæra nánar tilgreind 10 atriði utanhúss og önnur 11 atriði innanhúss eigi síðar en 1. mars 2020 og segir í því sambandi að verði umræddar viðgerðir ekki 3 fullnægjandi skuli stefndi greiða stefnendum bætur samkvæmt mati matsmanns. Þ urfi stefnendur að flytja út úr eigninni meðan á viðgerðum stendur greiði stefndi kostnað vegna þess. Við gerð samkomulagsins greiði stefnendur 2.500.000 krónur til stefnda. 30 dögum eftir að viðgerðum er lokið á fullnægjandi hátt og lokaúttekt byggingarfu lltrúa liggur fyrir skuli eftirstöðvar kaupverðs gerðar upp og afsal gefið út. Ekki liggur fyrir hver samdi skjalið en undir það rita stefnendur og [D] og hefur hann fyrir ofan nafn sitt [C] [E] lögmaður og löggiltur fasteignasali vot taði skjalið. Að sögn stefnda var hann ekki aðili að ofangreindu samkomulagi og veitti ekki nefndum byggingarstjóra umboð til að ganga frá því fyrir sína hönd. Samkomulagið sé því stefnda óviðkomandi. IV. Síðla árs 2020 fólu stefnendur [F] byggingarverkfræ ðingi að meta galla á fasteigninni. Í kostnaðaráætlun [F] 28. október 2020 segir að ýmsir gallar hafi komið í ljós eftir afhendingu eignarinnar og sé þeim lýst í áætluninni og metinn kostnaður við lagfæringar. Í framhaldi lýsir [F] rispuðu gleri í stofuglu gga og hurð, gallaðri flísalögn á gólfi og veggjum baðherbergis, gallaðri parketlögn í eldhúsi og svefnherbergi, röngum gólfhalla og ófullnægjandi frágangi gólfleiðslna í þvottahúsi og gölluðum útihurðum og áætlar viðgerðarkostnað samtals 1.455.000 krónur. V. Stefndi reisir frávísunarkröfuna á því að stefnendur hafi í stefnu ekki gert þá grein fyrir kröfugerð sinni, málsástæðum og málatilbúnaði sem áskilið er í d. og e. liðum 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þannig krefjist stefnendur 10.000.000 króna skaðabóta vegna meintra galla á nefndri fasteign án þess að lýsa og gera fullnægjandi grein fyrir þeim göllum í stefnu. Þá sé engin tilraun gerð til að sýna fram á hvernig umrædd bótafjárhæð sé fundin og hvorki gerð grein fyrir sundurliðun og útreikningi kröfunnar í stefnu né heldur hver sé fjárhæð og umfang meints tjóns. Úr þessu hafi stefnendur ekki bætt við þingfestingu málsins með því að leggja fram önnur þau haldbæru skjöl sem varða málatilbúnað þeirra eða þau byggja annars kröfur sína r á, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Með því að stefnendur hafi þannig hvorki reifað kröfugerð sína í stefnu né lagt fram önnur gögn sem skýri fullyrðingar um meinta galla og hverjir þeir séu geti stefndi ekki áttað sig á því hvert sakarefnið er og tekið t il viðhlítandi varna í samræmi við skýrleikareglu d. og e. liða 1. mgr. 80. gr. Sjálfur telji stefndi ljóst að meintir gallar samkvæmt stefnu varði atriði sem hann hafi þegar efnt að fullu í samræmi við 4 kaupsamning aðila og skilalýsingu þeirra í milli en s ökum óskýrleika í málatilbúnaði stefnenda sé stefnda ómögulegt að geta sér nánar til um þau atriði. Kröfugerð stefnenda og málatilbúnaður sé því svo óljós og vanreifaður að vísa beri málinu frá dómi. Breyti engu í því sambandi tilvísun stefnenda til umþræt ts samkomulags frá 19. desember 2019 en í því skjali sé hvorki að finna sundurliðun né skýringar á kröfugerð samkvæmt stefnu. Máli sínu til frekari stuðnings vísar stefndi til hæstaréttardóma í málum nr. 413/2009, 27/2012 og 615/2016. VI. Stefnendur mótmæl a málatilbúnaði stefnda í frávísunarþætti málsins og telja að meintum göllum sé lýst og þeir reifaðir með fullnægjandi hætti í stefnu og því enginn vafi fyrir þann sem stefnuna les hvers krafist sé og á hvaða grundvelli. Samkvæmt d. og e. liðum 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skuli kröfugerð og lýsing málsástæðna og annarra atvika vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hvert sakarefnið er. Því skilyrði sé fullnægt. Til frekari skýringa á meintum göllum hafi stefnendur jafnf ramt vísað til samkomulagsins 19. desember 2019. Af samkomulaginu sé ljóst hvað stefndi hafi þegar lagfært og hvaða gallar standi óbættir og felist í því nánari sundurliðun og útlistun á þeim göllum sem lýst er í stefnu. Eftir gerð samkomulagsins hafi svo fleiri gallar komið í ljós og séu þeir reifaðir í stefnu. Þar sem sáttaumleitanir hafi staðið lengi yfir og aðilar samið um að stefnendur fengju eftir atvikum bætur vegna vanefnda stefnda hafi ekki verið farin sú leið að dómkveðja matsmann fyrir málshöfðun heldur áskilja sé þann rétt undir rekstri máls og hafi dómstólar viðurkennt þá framkvæmd. Að fenginni matsgerð verði kröfugerð nánar sundurliðuð og stefnukrafan eftir atvikum lækkuð til samræmis við matsgerð. Að öllu þessu gættu beri að synja um frávísuna rkröfu stefnda og taka málið til efnismeðferðar. Því til frekari stuðnings vísa stefnendur til úrskurða Landsréttar í málum nr. 731/2018, 52/2020 og sér í lagi 233/2020 og til hæstaréttardóms í máli nr. 615/2016. VII. Samkvæmt d. lið 1. mgr. 80. gr. laga n r. 91/1991 um meðferð einkamála skal í stefnu greina svo glöggt sem verða má dómkröfur stefnanda. Þar skal og greina svo glöggt sem verða má málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málsást æðna verði ljóst. Skal sú lýsing vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hvert sakarefnið er, sbr. e. liður 1. mgr. Samkvæmt tilgreindum lagaákvæðum verður sakarefni máls að vera nægilega skýrt og 5 afmarkað í stefnu til þess að stefndi geti tekið til skynsamlegra varna og komi til útivistar af hans hálfu sé unnt að leggja dóm á málið á grundvelli kröfugerðar og röksemda stefnanda, sbr. 1. mgr. 96. gr. laganna. Stefnendur þessa máls krefjast 10.000.000 króna skaðabóta úr hendi stefnda vegna kaupa á raðhúsinu að [...] í [...] . Í atvikalýsingu stefnu greina stefnendur frá því að afhending hússins hafi dregist fram í nóvember 2019 vegna vanefnda stefnda og stefnendur því þurft að leigja sér íbúð í [...] með tilheyrandi kostnaði. Eftir afhendingu kafla verið undirritað og í því falis utan - upp og lagfærð, póstkassa o g húsnúmeri komið upp, einangrun á þaki lagfærð og þakið fergjað betur. Innanhúss hafi verið settir fellilistar við fataskápa og klætt fyrir ofan þá í herbergjum og forstofu, auk þess sem gólfhitakerfisslaufur voru merktar og hitastýring sett í gólfhita. Þ á hafi skápahurðir verið stilltar og útlit eyju í eldhúsi lagfært. Önnur tilgreind atriði í samkomulaginu hafi ekki verið lagfærð þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir stefnenda og þau þurft að flytja tvívegis út úr eigninni á meðan viðgerðir áttu að fara fram. Þá um er nú orðið endanlega ljóst að stefndi ætlar sér ekki að bæta úr þeim atriðum sem fram koma í samkomulaginu og er þeim því nauðugur sá kostur að höfða mál þetta til þess að Í málsástæðukafla stefnu er bótaábyrgð stefnda annars vegar grundvölluð á 1. mgr. 18. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og hins vegar á reglum skaðabótaréttar utan samninga. Segir um fyrri bótagrundvöllinn að þar sem stefndi hafi ekki staðið við samkom ulagið frá 19. desember 2019 hafi fasteignin ekki haft þá almennu eiginleika og 6 atriðum se m þar eru tilgreind. Fyrir liggi að ekki hafi verið staðið við samkomulagið og Um seinni bótagrundvöllinn segir að s tefndi beri húsbóndaábyrgð á háttsemi til almennra reglna og laga nr. 40/2002. Um ska ðabótakröfuna vísa stefnendur því næst afhendingardráttar af hálfu stefnda auk þess þau fluttu út úr húsinu og þurftu að pakka utan hafi stefnendur þurft að greiða fasteignagjöld í tvo mánuði áður en afhending fór fram þrátt fyrir að þau gjöld beri með réttu að falla á stefnda, sbr. 2. mgr. 59. gr. sömu laga. matsmann undir rekstri málsins í því skyni m.a. að leggja mat umfang gallanna og i endanleg fjárhæð dómkröfu taka mið af niðurstöðum matsgerðar og stefnendur aðlaga kröfugerð sína því til samræmis, allt innan marka og sundurliðun að baki fjárkröf VIII. Af stefnu er ljóst að stefnendur krefjast skaðabóta úr hendi stefnda vegna ætlaðrar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi. Kröfugerðin ber með sér að um sé að ræða samsetta fjárkröfu vegna meintra galla á fasteigninni [ ...] og afleidds kostnaðar við að leigja aðra íbúð vegna afhendingardráttar, kostnaðar við að pakka búslóð og flytja út úr húsinu meðan á lagfæringum stæði og vegna greiðslu óréttmætra fasteignagjalda. Af hálfu stefnenda hafa engin gögn verið lögð fram um óbeint tjón af völdum stefnda og liggur ekkert fyrir um hver fjárhæð þess muni vera. Þá er í stefnu engin grein gerð fyrir því hvernig 10.000.000 króna kröfufjárhæðin er fundin og hún hvorki sundurliðuð né skýrð með þeim hætti að ráða megi af stefnu hvert sé eðli og umfang meintra galla og hvernig þeir geti numið einhverri fjárhæð í námunda við 10.000.000 krónur. Af stefnu er einnig óljóst hverjir meintir gallar séu og um þá vísað bæði til títtnefnds samkomulags, sem stefndi kveðst ekki vera aðili að, og ti l annarra og meiri galla sem komið hafi í ljós eftir 7 gerð samkomulagsins. Liggur í því sambandi fyrir úttekt [F] byggingarverkfræðings 28. október 2020 og áætlaði hann heildarkostnað vegna meintra galla 1.455.000 krónur. Fær dómurinn þannig ekki séð að ste fnufjárhæð í málinu sé í nokkru samræmi við málatilbúnað stefnenda og framlögð gögn af þeirra hálfu. Með hliðsjón af ákvæðum d. og e. liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 verður að gera þá kröfu til stefnenda að þeir veiti nægilegar upplýsingar í stefnu u m atvik að baki kröfugerð sinni og málsástæðum til að stefndi geti áttað sig á því hvernig kröfugerðin er fundin og tekið til skynsamlegra varna gegn henni. Þykja að þessu leyti slíkir annmarkar á málatilbúnaði stefnenda að óhjákvæmilegt er að vísa málinu frá dómi. Skiptir hér engu máli áskilnaður í stefnu um dómkvaðningu matsmanns og nánari útlistun kröfugerðar á síðari stigum máls, enda verður ávallt að leggja þau drög að máli í upphafi að stefna gefi haldbæra mynd af því hvernig mál er vaxið. Er því ekki að skipta í máli þessu. Eftir greindum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnendum að greiða stefnda málskostnað. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Úrskurð ur þessi er kveðinn upp af Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur, [A] og [B] , greiði stefnda, [C] ehf., 350.000 krónur í málskostnað. Jónas Jóhannsson