Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 28. júní 2021 . Mál nr. S - 57/2021 : Ákæruvaldið ( Kristín Una Pétursdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Normunds Savokins Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á Vestfjörðum 16 . apríl síðastliðinn á hendur Normunds Savokins , kt. , Bíldudal fyrir hótun með því að hafa mánudaginn 15. febrúar 2021 hótað A lífláti að ] , með því að draga upp hníf, ota að A hnífnum og í kjölfarið kasta hnífnum þannig að hnífurinn lenti í gólfinu nálægt fótum A . Einnig fyrir að hafa, meðan ákærði viðhafði fyrrnefnda háttsemi, sagt við A að hann gæti drepið hann ef hann vildi það. Var hótunin til þess fallin að vekja hjá A ótta um líf, heilbrigði og velferð sína að hafa þannig brotið gegn 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til r efsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Um málsatvik er skírskotað til ákæru. Ákærði sótti ekki þing og boðaði ekki forföll, en í fyrirkalli sem gefið var út 1 1 . síðasta mánaðar og var birt ásamt ákæru málsins 18 . þess mánaðar í Lögbirtingarblaði kom með al annars fram að sækti ákærði ekki þing mætti hann búast við að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann væri ákærður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum . Var málið því tekið ti l dóms á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómurinn telur sannað, með vísan til þess sem að framan greinir og gagna málsins að öðru leyti, að ákærði hafi framið þá háttsemi sem ákært er f yrir og er broti ð réttilega heimfær t til refsiákvæð is í ákærunni. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærð a, sem er , ekki áður verið gerð refsing. R efsing hans samkvæmt 233. gr. laga nr. 19/1940 þykir hæfilega ákveðin í fangelsi í 30 daga, en rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður 2 að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. sömu laga . Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Hákon Þorsteinsson, settur dómstjóri , dæmir mál þetta. D ó m s o r ð: Ákærði, Normunds Savokins , sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegning arlaga nr. 19/1940 . Hákon Þorsteinsson