1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 18. júní 2019 í máli nr. S - 8/2019: Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var 21. maí sl., var höfðað með ákæru útgefinni a f á hendur X , kennitala [...] , óstaðsettum í hús, Reykjavík, fyrir brot gegn valdastjórninni, ólögmæta nauðung og gripdeild, með því að hafa að kvöldi laugardagsins 26. mars 2016, fyrir utan CenterHotels Miðgarð, Laugavegi 120 í Reykjavík, gefið sig á tal við A , B og C , starfsmenn hótelsins, og kynnt sig sem lögreglumann, sýnt þeim skilríki með lögreglustjörnu og númeri, sem hann bar um hálsinn, og framkvæmt leit á þeim með því að þreifa á þeim og fara í vasa þeirra, tekið ófrjálsri hendi vefjutóbak úr vasa B , og að því loknu tekið í handlegg A og sagt við hann að hann væri handtekinn, og gengið með hann þannig, gegn vilja A , frá hótelinu og á Rauðarárstíg, síðan yfir Laugaveg, þar sem hann ýtti honum út á götuna er bíll nál gaðist, og gengið með hann áfram um svæðið við Hlemm og lögreglustöðina við Hverfisgötu, og loks farið með hann í anddyri vesturinngangs lögreglustöðvarinnar, en þar var ákærði handtekinn skömmu síðar. Með háttseminni tók ákærði sér lögregluvald, sem hann ekki hafði, notaði í þeim tilgangi heimatilbúin lögregluskilríki sem voru áþekk lögregluskilríkjum og beitti A ólögmætri nauðung. Telst þetta varða við 116. gr., 117. gr., 1. mgr. 225. gr. og 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls Þá var málið einnig höfðað með á kæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 29. janúar 2019 - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 21. október 2018 ekið bifr eiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 630 ng/ml, MDMA 775 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,5 ng/ml og auk þess fannst amfetamín, MDMA og tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi) um Skeifuna í Reykjavík, á bifreiðastæði við verslun Hagkaups, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og að hafa haft í vörslum sínum 3 stykki af MDMA, sem lögreglumenn fundu við leit á ákærða. 2 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. o g 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur efti rlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1 993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006. Krafist er upptöku á 3 stykkjum af MDMA, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og stystu mögulegu ökuréttarsviptingar. Þá krefst hann hæfilegrar þóknunar sér til handa. Málsatvik Ákæra héraðssaksóknara 10. janúar 2019 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni 26. mars 2016 tilkynning um mann sem hefði dregið þjón út af Center Hótel. Hefði hann kynnt sig sem lögregluþjón og sýnt skilríki því til sönnunar. Skömmu síðar barst önnur tilkynning um að maðurinn væri á leið á lögreglustöð með þjóninn. Tveir lögregluþjónar fóru í anddyri lögreglustöðvarinnar og tóku á móti ákærð a. Ákærði var augljóslega í annarlegu ástandi. Hann greindi lögreglu frá því að hann hefði verið í lögregluskólanum og tvö ár í danska hernum. Hann neitaði að kannast við lögregluskilríkin en gaf sig svo og afhenti þau. Við öryggisleit á honum fannst hnífu r í vinstri úlpuvasa en hann vildi lítið tjá sig um hann. Þá afhenti hann einnig tóbak og filtera sem hann hafði tekið af einum brotaþola. Ákærði var handtekinn og vistaður í klefa en hann var óviðræðuhæfur sökum ástands. Brotaþolanum A var mjög brugðið yf ir atvikinu. Hann kvaðst hafa ætlað út að reykja þegar ákærði hefði komið að honum og kynnt sig sem lögreglumann. Hann hefði sagt þetta vera út af spítti. Ákærði hefði tekið um hægri úlnlið hans og dregið hann af stað. Það hefðu verið bílar á ferð og ákærð i hefði reynt að kasta honum fyrir bíl. Brotþoli hefði slitið sig lausan og gengið í átt að samstarfsmönnum sínum. Ákærði hefði þá kallað á hann, farið með höndina í hægri úlpuvasann og spurt hann hvort hann ætlaði að veita mótspyrnu. Honum hefði verið bru gðið og ekki þorað að mótmæla. Hann hefði grunað að ákærði væri að teygja sig í hníf þótt hann hefði ekki séð hann. Því næst hefði ákærði gengið með hann í áttina að strætóskýlinu við lögreglustöðina. Ákærði hefði drukkið úr vodkapela á meðan. Brotaþoli he fði beðið hann að kalla á annan lögregluþjón. Þeir hefðu svo farið 3 að anddyri lögreglustöðvarinnar. Þá hefði D , vaktstjórinn hans, komið hlaupandi og beðið ákærða að sanna að hann væri lögreglumaður og sýna skilríki. Þeir hefðu þá verið komnir í anddyrið þ ar sem lögregluþjónarnir hefðu komið á móti þeim. Samstarfsmenn brotaþola, E , B og C greindu allir frá því að þeir hefðu séð ákærða kynna sig sem lögreglumann, taka í brotaþola og leiða hann burt. Brotaþoli mætti á lögreglustöð 4. apríl 2016 til þess að k æra árás og frelsissviptingu. Hann lýsti atvikum þannig að hann hefði verið að vinna sem þjónn á Center Hóteli að kvöldi 26. mars og farið út á reyksvæði ásamt B og C , samstarfsmönnum sínum, þegar ákærða hefði borið að. Hann hefði verið í annarlegu ástandi og haldið á vodkaflösku. Hann hefði spurt hvort þeir væru með fíkniefni sem þeir hefðu neitað. Hann hefði þá tekið fram lögregluskilríki sem hann hefði verið með um hálsinn og sagst vera í fíkniefnadeild lögreglunnar. Hann hefði heimtað að fá að leita á þ eim og þeir hefðu ekki þorað annað en að leyfa honum það. Hann hefði þreifað á þeim og síðan leitað í vösum þeirra og seðlaveskjum. Á meðan hefðu D vaktstjóri og E næturvörður ætlað að koma út en ákærði hefði sýnt þeim lögregluskilríkin og sagt þeim að ver a inni þar sem lögregluaðgerð væri í gangi. Því næst hefði ákærði sagt B og C að fara frá en sagt brotaþola að hann væri handtekinn. Ákærði hefði teymt hann með fram hótelinu í áttina að Rauðarárstíg. Þaðan hefði hann beygt til vinstri í átt frá lögreglust öðinni og farið að toga í hann. Brotaþoli hefði stansað og spyrnt við fótum og sagt að hann færi ekki með honum í þessa átt. Ákærði hefði þá snúið við og togað hann í áttina að lögreglustöðinni. Þegar ákærði hefði dregið hann eftir Rauðarárstíg og yfir Lau gaveg hefði bifreið komið niður Laugaveg. Þegar bifreiðin hefði nálgast hefði ákærði hent honum fyrir bifreiðina. Hann hefði náð að víkja sér undan svo bifreiðin lenti ekki á honum en ekki hefði mátt miklu muna. Hann hefði séð vinnufélaga sína koma út og f ylgjast með því hvert ákærði færi með hann. Þegar þeir hefðu verið á móts við lítið hvítt hús við austurenda lögreglustöðvarinnar hefðu vinnufélagar hans kallað á hann og sagt honum að slíta sig lausan og hlaupa burt. Hann hefði þá reynt að slíta sig lausa n og forða sér. Ákærði hefði þá farið með höndina í hægri úlpuvasann, öskrað á hann og spurt hvort hann ætlaði að vera með mótþróa. Hann hefði talið að ákærði væri með vopn í vasanum og hefði því hætt öllum mótþróa og gengið með honum. Þegar þeir hefðu ver ið komnir á lítið bifreiðastæði við austurenda lögreglustöðvarinnar hefði ákærði sagt honum að setja báðar hendur á húdd bifreiðar og síðan klárað úr vodkapelanum sem hann hefði haft meðferðis. Hann hefði sagst vera lögreglumaður sem drykki áfengi og spurt hvort brotaþoli hefði eitthvað á móti því. Ákærði hefði svo haldið áfram að draga hann í áttina að frímúrarahúsinu. Þegar þeir hefðu verið komnir fram hjá lögreglustöðinni og upp að strætóskýli við port lögreglustöðvarinnar hefði hann spurt hvert þeir vær u að fara. Ákærði hefði sagt að þeir væru að fara á lögreglustöðina. Hann hefði þá sagt 4 honum að hann færi ekki lengra með honum nema annar lögreglumaður kæmi á staðinn. Ákærði hefði sagt að þeir væru á leiðinni til annars lögreglumanns en brotaþoli svarað því að þeir væru komnir fram hjá lögreglustöðinni og hann færi ekki lengra með honum í þessa átt. Ákærði hefði þá stoppað og farið að horfa mjög undarlega á hann. Hann hefði svo farið að stynja og anda mjög furðulega. Skyndilega hefði hann hætt að stara á hann og sagt honum að fara að lögreglustöðinni. Þeir hefðu gengið til baka og þegar þeir hefðu verið staddir við hliðina á hvíta húsinu hefði hann séð að vinnufélagar hans voru enn að fylgjast með þeim. D vaktstjóri hefði allt í einu hlaupið í átt til þei rra og beðið ákærða að sýna sér lögregluskilríki. Ákærði hefði neitað því og sagst ætla að sýna henni skilríkin inni á lögreglustöðinni. Hann hefði svo teymt hann inn á lögreglustöðina og D hefði gengið með þeim. Tvær lögreglukonur hefðu tekið á móti þeim. Hann hefði útskýrt fyrir annarri hvað hefði gerst en hin hefði rætt við ákærða. Hann hefði svo séð að lögreglukonan hefði leitað í vösum ákærða sem hefði verið með nokkuð stóran samanbrjótanlegan hníf í vasanum. Hann kvaðst telja að frelsissviptingin hefð i varað í 45 60 mínútur. Brotaþoli kvaðst hafa verið skelfingu lostinn og hafa óttast að ákærði ætlaði að drepa hann. Hann hefði orðið sérstaklega hræddur þegar ákærði hefði reynt að henda honum fyrir bifreið á Laugavegi. Í málinu liggur fyrir vottorð F s álfræðings frá 17. maí 2019 vegna viðtala við brotaþola. Þar kemur fram að brotaþoli hafi glímt við mikinn kvíða og óöryggi sem hann reki til atviksins. Hann hafi meðal annars átt erfitt með svefn og að stunda vinnu og hafi einangrast mikið. Ákæra lögregl ustjórans á höfuðborgarsvæðinu 29. janúar 2019 Samkvæmt skýrslu lögreglu veittu lögreglumenn bifreiðinni [...] athygli þar sem henni var ekið um bifreiðastæði við Hagkaup í Skeifunni 21. október 2018. Þeir gáfu sig á tal við ökumanninn sem reyndist vera á kærði. Var honum kynnt að ástæða afskiptanna væri könnun á ástandi og réttindum ökumanna. Ákærði viðurkenndi að vera sviptur ökuréttindum. Mikið af sprautunálum var í bifreiðinni og grunaði lögreglumenn að ákærði væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit á ho num fundust þrír hnífar í buxnavasa og nokkrar töflur. Ákærði var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem tekin voru blóð - og þvagsýni. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði fundust amfetamín, MDMA og tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi og í blóði mældist amfetamín 630 ng/ml, MDMA 775 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,5 ng/ml. 5 Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði kvaðst muna nokkuð vel eftir atvikinu í ákærunni frá 10. janúar en hann hefði þó verið talsvert drukkinn. Hann hefði gengið fram hjá hótelinu síðla kvölds á leið að Hlemmi. Hann hefði séð þar fjóra stráka og einn þeirra hefði boðið honum fíkniefni. Strákurinn hefði haldið á zip - lock - poka sem hann hefði hrifsað af honum. Á þessum tíma hefði hann ekki verið í sem bes tu ástandi og honum hefði brugðið við að vera boðin fíkniefni. Það hefði fokið í hann. Tveir strákanna hefðu þá dregið upp lögregluskilríki og sagst vera lögreglumenn. Hann hefði tekið skilríkin af þeim og sagt að nú væri hann löggan. Hann neitað því að ha fa framkvæmt einhvers konar leit eða tekið nokkuð frá þeim. Hann hefði gripið í handlegg stráksins sem hefði verið með fíkniefnin og leitt hann í áttina að lögreglustöðinni. Engin átök hefðu orðið á milli þeirra og strákurinn hefði farið fús með honum. Han n hefði alveg vitað að strákurinn væri ekki lögreglumaður og ætlað að afhenda hann lögreglunni. Um borgaralega handtöku hefði verið að ræða. Hann hefði haft hníf í vasanum en ekki notað hann og ekki minnst á hann. Hinir þrír hefðu elt þá en hann hefði ekki átt frekari samskipti við þá. Þá hefði einhver kona komið þarna líka. Þeir hefðu farið beint að aðalinnganginum. Þá hefðu tvær lögreglukonur komið fram með miklum ofsa og handtekið hann. Þær hefðu tekið lögregluskilríkin og fíkniefnin. Varðandi ákæruna frá 29. janúar kvaðst ákærði hafa verið í bifreið á planinu við Hagkaup í Skeifunni í nokkra daga en hann hefði þá verið í neyslu. Hann hefði verið undir áhrifum þegar lögreglan hefði haft afskipti af honum en hann hefði ekki ekið bifreiðinni. Hún hefði ve rið kyrrstæð og ekki í gangi en hugsanlega kveikt á útvarpinu. Hann hefði verið sviptur ökurétti á þessum tíma. Bifreið hans hefði verið lagt á áberandi stað og lögreglan hefði áður verið búin að koma fram hjá. Afskiptin gætu hafa verið vegna háværrar tónl istar. Ákærði greindi frá stöðu sinni í dag, en hann hefði farið í meðferð og mun betur gengi hjá honum en áður. Vitnið A kvaðst hafa verið við vinnu á hótelinu og farið út að reykja með vinnufélögum, B og C . Ákærði hefði komið upp að þeim og spurt hvort þeir væru á tjúttinu og hvort þeir væru með spítt eða amfetamín. Hann hefði sagst vera lögreglumaður og tekið fram lögregluskilríki sem hann hefði haft um hálsinn. Ákærði hefði verið í annarlegu ástandi og ógnandi en þeir hefðu engu að síður talið mögulegt að hann væri alvöru lögreglumaður. Hann hefði fyrst haldið að um misskilning væri að ræða. Ákærði hefði látið þá standa uppi við vegg og farið í gegnum alla vasana á fötunum þeirra. Hann hefði tekið tóbak eða eitthvað slíkt úr vasa B . Aðrir starfsmenn hót elsins, D og E , hefðu komið að en ákærði hefði sagt að það væri lögreglumál í framkvæmd og þau skyldu halda sig inni. Ákærði hefði svo sagt að hann væri að handtaka hann þar sem hann lægi undir grun í stóru fíkniefnamáli. Hann hefði tekið í framhandlegg ha ns og dregið hann í áttina að Rauðarárstíg. Hann hefði mótmælt því 6 þar sem lögreglustöðin væri í hina áttina og ákærði hefði snúið við. Ákærði hefði verið ógnandi og sagt tóma þvælu. Hann hefði ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við þessu. Hann hefði reynt að losna en ákærði hefði þá gripið í hann og spurt hvort hann væri að streitast á móti. Hann hefði náð að slíta sig lausan við lögreglustöðina en ákærði hefði þá farið með hönd í vasann og hann hefði talið að hann væri með vopn. Á leið þeirra yfir L augaveg hefði ákærði reynt að fleygja honum í veg fyrir strætisvagn. Hann hefði óttast um líf sitt. Ákærði hefði svo farið með hann aftur fyrir lögreglustöðina. Vinnufélagar hans hefðu verið farnir að elta þá og ákærði hefði spurt þá hvers vegna. Hann hefð i svo ákveðið að tala við hann eins og alvöru lögreglumann og þá farið að spyrja af hverju hann væri handtekinn og af hverju ákærði væri einn. Það hefði unnið með honum. D hefði komið að athuga með hann og beðið ákærða að sýna sér lögregluskilríkin en ákær ði hefði ekki sýnt henni þau. Þegar þeir hefðu komið að lögreglustöðinni hefði ákærði verið handtekinn. Hann hefði ekki vitað að ákærði væri ekki alvöru lögreglumaður fyrr en þá. Hann hefði upplifað þessa atburðarás verulega langa. Þessi atvik hefðu haft a lvarleg áhrif á hann svo að hann treysti sér ekki til að vinna. Hann hefði verið á nemasamningi og ætlað að læra til þjóns en það hefði reynst vera honum um megn. Hann hefði strax eftir atburðinn farið að finna fyrir óöryggi í stórum hópum fólks og orðið v ar um sig. Þá hefði hann hætt að fara út að skemmta sér. Hann væri með áfallastreituröskun og kvíðaröskun. Þetta tengdist allt þessu atviki. Hann hefði sótt meðferð hjá sálfræðingi og væri að reyna að komast að hjá geðlækni. Vitnið B kvaðst hafa farið út að reykja með vinnufélögum sínum, A , sem jafnframt væri æskuvinur hans, og C , er ákærði hefði komið að þeim og spurt hvort þeir væru með fíkniefni. A hefði neitað því. Ákærði hefði þá tekið upp gervilögregluskilríki. Hann hefði verið undir einhverjum áhrif um og ógnandi. Hann hefði óttast hann. Ákærði hefði hent þeim upp að vegg, látið þá setja hendurnar upp, leitað á þeim og tekið tóbak af honum. Hann hefði svo tekið um úlnlið eða framhandlegg A , dregið hann með sér og sagt við hann að hann væri handtekinn. Þeir C hefðu farið inn á hótelið og látið vita og svo elt ákærða og A en ekki þorað að gera neitt út af lögregluskilríkjunum. Þeir hefðu talið það mögulegt að ákærði væri alvöru lögreglumaður. Þeir hefðu séð þá mestallan tímann en hann mundi ekki til þess að hafa séð ákærða ýta A í veg fyrir bifreið. Yfirþjónninn hefði komið út og sagt þeim að búið væri að hringja á lögregluna og ákærði væri ekki alvöru lögreglumaður. Hann hefði kallað það til A en ákærði hefði þá hert tökin. D , starfsmaður á hótelinu, hef ði komið og krafist þess að ákærði færi á lögreglustöðina, en ákærði hefði m.a. farið aftur fyrir hana. Ákærði hefði svo verið handtekinn á lögreglustöðinni og tekið af honum tóbakið og hnífur. A hefði verið í miklu áfalli eftir þetta. 7 Vitnið C kvaðst haf a verið úti að reykja með A og B þegar ákærði hefði komið og spurt þá hvort þeir væru með fíkniefni. Hann gæti hafa verið undir áhrifum áfengis og hefði haldið á vodkaflösku og spurt hvort þeir vildu fá. Hann hefði spurt skrítinna spurninga og sagst vera l ögreglumaður. Hann hefði verið með lögregluskilríki um hálsinn sem hefðu litið út eins og hann hefði prentað þau. Þeir hefðu verið óvissir um hvort hann væri raunverulega lögreglumaður og ekki vitað hvernig þeir ættu að bregðast við en ekki þorað annað en að hlýða honum. Hann skildi sjálfur ekki mikið í íslensku og hefði ekki átt samskipti við lögregluna á Íslandi. Hann hefði því verið í vafa um hvort þetta gæti verið lögreglumaður en þó talið líkur á að svo væri. Ákærði hefði látið þá standa uppi við vegg, leitað á þeim og farið ofan í vasa þeirra. Hann hefði tekið sígarettur eða tóbak frá B . Ákærði hefði síðan sagt A að koma með sér og haldið í hann. Hann hefði farið með A fram og til baka eins og hann vissi ekki hvert hann ætlaði með hann en á endanum hef ði litið út fyrir að þeir ætluðu á lögreglustöðina. Þeir B hefðu látið D og E á hótelinu vita en síðan haldið á eftir þeim. Þeir hefðu ekki þorað að fara of nærri þar sem þeir hefðu verið hræddir við viðbrögð mannsins. Ákærði hefði ýtt A út á umferðargötu með mikilli umferð þar sem hefði getað orðið slys. Allir starfsmennirnir hefðu verið í áfalli eftir þetta atvik en A mest af öllum. Hann hefði verið mjög hræddur. Vitnið E kvaðst hafa ætlað út að reykja með þeim A , B og C eftir vakt í vinnunni. Hann hefði farið aðeins á eftir þeim og þá séð ákærða með lögregluskilríki um hálsinn, sem honum hefðu sýnst vera heimatilbúin, halda A uppi við vegg. Hann - bol og virst vera á örvandi efnum. Hann hefði því talið að þetta væri ekki alvöru l ögreglumaður. Ákærði hefði sagt honum að þetta væri lögreglumál og hann skyldi halda sig inni. Hótelstjórinn hefði verið að borða á staðnum. Hann hefði látið hann vita og hótelstjórinn hefði hringt í lögreglu. Hann hefði farið á eftir þeim B og C að elta á kærða sem hefði dregið A með sér með því að halda í hann. Hann mundi ekki til þess að hafa séð ákærða ýta A fyrir bíl en það væri mögulegt að það hefði gerst. Það hefði komið fram hjá strákunum að ákærði hefði leitað á þeim og ákærði hefði verið með hníf m eðferðis. A hefði verið mjög hræddur. Vitnið D kvaðst hafa verið við vinnu á hótelinu en í lok vaktar hefði A farið ásamt B og C út á bak við og þar hefði ákærði komið að þeim. Hún hefði komið að og séð að ákærði hefði verið með lögregluskilríki í keðju u m hálsinn. Hann hefði verið undir einhverjum áhrifum og hún hefði strax séð að hann var ekki lögreglumaður. Hún hefði séð hann leita í vösum strákanna en ekki séð hvort hann hefði tekið eitthvað. Hún hefði öskrað á hann þegar hann hefði tekið A hvað væri í gangi. Ákærði hefði haldið í A og dregið hann með sér. Hún hefði óttast um A . Ákærði hefði dregið hann um og mögulega ýtt honum yfir götuna, en hún mundi það ekki alveg. Þetta hefði tekið um 15 mínútur. A hefði liðið mjög illa eftir þetta og verið hræddur . 8 Vitnið G lögreglumaður staðfesti frumskýrslu sína og ljósmyndir. Hún kvaðst ekki muna vel eftir atvikinu. Hún mundi þó til þess að hafa séð lögregluskilríkin og handtekið ákærða. Brotaþoli hefði verið skelkaður og samstarfsmenn hans hefðu komið á eftir þeim. Ákærði hefði virst vera mjög ruglaður. Hún mundi ekki alveg skýringar hans en það hljómaði kunnuglega að hann hefði sagst vera að handtaka mann. Vitnið H lögreglumaður kvaðst muna eftir því að ákærði hefði komið á lögreglustöðina með annan mann með sér og viljað að hann yrði handtekinn. Maðurinn hefði verið dreginn óviljugur og verið eftir sig eftir atvikið. Ákærði hefði verið með fölsuð lögregluskilríki. Vitnið I lögreglumaður kvaðst hafa stöðvað ákærða við akstur í Skeifunni. Fíkniefni og vopn hef ðu fundist í bifreiðinni. Ákærði hefði verið stöðvaður við venjulegt eftirlit á bifreiðastæði þar sem hann hefði verið að aka. Hann hefði verið færður í blóð - og þvagrannsókn. Hann vissi ekki til þess að ákærði hefði dvalið á stæðinu. Ákærði hefði borið me ð sér að vera undir áhrifum en hann hefði ekki viðurkennt neyslu og neitað því að eiga efnin sem fundust. Hann mundi hins vegar ekki til þess að ákærði hefði neitað að hafa ekið. Það hefði ekki farið á milli mála að hann hefði verið við akstur og hann hefð i verið stöðvaður við það. Vitnið J lögreglumaður kvaðst muna eftir því að hafa stöðvað ákærða við akstur undir áhrifum í Skeifunni. Ákærði hefði verið akandi og hefði lagt í stæði og þeir hefðu stansað fyrir aftan hann. Hann hefði greint frá því að hann hefði verið að sækja vinkonu sína. Ákærði hefði verið sjáanlega undir áhrifum. Fíkniefni hefðu fundist á ákærða og farið hefði verið með hann í blóðprufu. Vaninn væri sá ef fólk væri undir áhrifum í bifreið án þess að vera akandi að bíllyklarnir væru tekni r af því. Niðurstaða Ákæra héraðssaksóknara 10. janúar 2019 Í þessari ákæru eru ákærða gefin að sök brot gegn valdstjórninni, ólögmæt nauðung og gripdeild með því að hafa gefið sig á tal við þrjá unga menn, kynnt sig sem lögreglumann, sýnt þeim skilríki þar að lútandi, leitað á þeim og tekið ófrjálsri hendi vefjutóbak úr vasa eins þeirra, en að því loknu tekið í handlegg brotaþola, sagt honum að hann væri handtekinn og gengið með hann óviljugan um svæði við lögreglustöðina við Hverfisgötu, ýtt honum út á götu er bíll nálgaðist og loks farið með hann í anddyri lögreglustöðvarinnar. Ákærði neitar sök. Ákærði greindi frá því fyrir dóminum að hann hefði verið á ferð við hótelið og verið drukkinn umrætt sinn. Hann lýsti því að ungu mennirnir sem hann hefði hit t hefðu boðið honum fíkniefni og þeir hefðu verið með lögregluskilríki með sér. Hann neitaði því að nokkur leit hefði átt sér stað. Hann hefði reiðst vegna þessarar háttsemi 9 og því ákveðið að taka þann sem hefði verið með fíkniefnin og lögregluskilríkin og færa til lögreglu. Hann hefði fúslega farið með sér. Vitnin A , B og C greindu allir frá því að ákærði hefði gefið sig á tal við þá og spurt um fíkniefni. Hann hefði verið með lögregluskilríki um hálsinn, kynnt sig sem lögreglumann og leitað á þeim. Þá lý stu þeir því að ákærði hefði tekið tóbak sem B hefði verið með í vasanum. Vitnin D og E greindu einnig frá því að hafa séð ákærða leita á þeim og hafa séð ákærða með lögregluskilríki. Við handtöku ákærða fundust á honum lögregluskilríkin og tóbak í eigu B . Vitnin greindu frá því að ákærði hefði verið í annarlegu ástandi og hegðað sér undarlega og ógnandi. Vitnin A , B og C greindu frá því að hafa verið hræddir við hann og ekki þorað að mótmæla honum ef vera skyldi að hann væri raunverulega lögreglumaður. Brotaþolinn A lýsti því að ákærði hefði sagt honum að hann væri handtekinn og dregið hann með sér. Framburður hans fær stoð í framburði annarra vitna sem lýstu því að ákærði hefði tekið í framhandlegg hans og dregið hann með sér. Þá kom fram hjá vitnum að brotaþoli hefði verið mjög hræddur og ekki þorað annað en að hlýða, auk þess sem vitnin þorðu ekki að aðhafast neitt. Brotaþoli taldi að ákærði hefði vopn á sér og við handtöku kom í ljós að hann var með hníf í vasanum. Vitnin hafa lýst því hvernig ákærði fór með brotaþola um svæðið við hótelið og lögreglustöðina og virðist sem þetta hafi tekið þó nokkra stund þótt ekki liggi fyrir nákvæmlega hve langan tíma þetta varði. Brotaþoli hefur borið að ákærði hafi ýtt sér út á götu og í veg fyrir bifreið. Eitt vit ni staðfesti að ákærði hefði ýtt honum út á götuna þar sem hefði getað orðið slys en önnur vitni mundu ekki eftir að hafa séð það. Með trúverðugum og samhljóða framburði vitna sem hér hefur verið rakinn er sannað, gegn framburði ákærða, að hann hafi kynnt sig sem lögreglumann, sýnt fölsuð lögregluskilríki því til sönnunar, leitað á brotaþolum og tekið tóbak af einum þeirra, en því næst dregið annan þeirra óviljugan um og farið með hann á lögreglustöð og meðal annars ýtt honum út á umferðargötu eins og lýst er í ákæru. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að brotaþolar hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem gæti réttlætt aðgerðir ákærða umrætt sinn og verður því ekki fallist á að honum hafi verið heimil borgaraleg handtaka, sbr. 91. gr. laga nr. 88/2008, eins og hann byggir á. Ákærða er gefið að sök að hafa með framangreindri háttsemi sinni brotið gegn 116. gr., 117. gr., 1. mgr. 225. gr. og 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt 116. gr. laganna skal hver se m tekur sér opinbert vald sem hann ekki hefur sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári en í greinargerð með ákvæðinu kemur fram að ekki er áskilið að neinum blekkingum hafi verið beitt. Samkvæmt 117. gr. skal hver sem vísvitandi eða af gáleysi notar opinb erlega eða í ólögmætum tilgangi einkenni, 10 merki eða einkennisbúning, sem áskilinn er íslenskum eða erlendum stjórnvöldum eða hermönnum, eða einkenni, merki eða búning, sem er svo áþekkur hinum ofannefndu, að hætta er á, að á verði villst, sæta sektum. Með þeirri háttsemi ákærða að leita á brotaþolum, haldleggja eign eins þeirra og handtaka einn og færa hann nauðugan á lögreglustöð tók hann sér opinbert vald sem er ekki í hans höndum. Við þetta notaði hann skilríki til að sýna fram á vald sitt. Ljósmyndir a f skilríkjunum er að finna í gögnum málsins auk þess sem þau voru sýnd við aðalmeðferð málsins. Tilgangur ákærða með notkun skilríkjanna var ólögmætur og vísvitandi eins og lýst hefur verið hér að framan. Þá líktust skilríkin lögregluskilríkjum og raunin v arð sú að villst var á þeim. Er framangreind háttsemi rétt heimfærð til 116. og 117. gr. almennra hegningarlaga. Nauðung sú sem ákærði beitti brotaþolann A á undir 225. gr. sömu laga og þykja ákvæðin ekki tæma sök hvort gagnvart öðru heldur verður þeim bei tt samhliða. Þá verður ákærði einnig sakfelldur fyrir brot gegn 245. gr. laganna vegna tóbaksins sem hann tók. Ákæra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 29. janúar 2019 Í þessari ákæru eru ákærða gefin að sök umferðar - og fíkniefnalagabrot. Ákærði hefu r játað sök að því er fíkniefnalagabrotið varðar. Er sannað með játningu hans og gögnum málsins að hann hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur hins vegar neitað sök að því er umferðarlagabrot varðar. Hann kveðst umrætt sinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna en hann hafi ekki ekið bifreiðinni heldur verið í henni þar sem henni hafi verið lagt í stæði. Tveir lögreglumenn komu fyrir dóminn og greindu frá því að þeir h efðu stöðvað ákærða við akstur umrætt sinn. Mundu þeir báðir vel eftir atvikum. Með skýrum framburði lögreglumanna og öðrum gögnum málsins þykir komin fram sönnun þess að ákærði hafi ekið bifreiðinni eins og honum er gefið að sök í ákærunni. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í ákærunni og eru brot hans þar rétt færð til refsiákvæða. Refsing og sakarkostnaður Ákærði er fæddur í [...] [...] . Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann fimm sinnum hlotið refsidóma fyrir br ot gegn umferðar - og fíkniefnalögum og almennum hegningarlögum. Nú síðast var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness [...] í 13 mánaða fangelsi en þar af voru 10 mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár. Með brotum sínum samkvæmt ákæru frá 10. janúar 2019 hefur ákær ði rofið skilorð samkvæmt dóminum og verður skilorðsbundni hlutinn því tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar verður, auk 11 framangreinds, litið til alvarleika háttsemi ákærða og mikilla afl eiðinga sem hún hafði fyrir brotaþola. Þá verður einnig horft til þeirra miklu og aðfinnsluverðu tafa sem urðu á rannsókn málsins samkvæmt ákæru frá 10. janúar 2019. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Með vísan til lagaákvæða í ák æru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Með vísan til lagaákvæða í ákæru verða gerð upptæk þrjú stykki af MDMA sem lögregla lagði hald á undir rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 657.200 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 140.512 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, A , sæ ti fangelsi í 15 mánuði Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði sæti upptöku á þremur stykkjum af MDMA. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 657.200 krónur, og 140.512 krónur í annan sakarkostnað .