Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20. september 2022 Mál nr. S - 1206/2022 : Ákæruvaldið ( Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Guðmundur Ágústsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem tekið var til dóms 8. september 2022, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara dags. 23. júní 2022 á hendur ákærða X , kt. 000000 - 0000 , . Málið er höfðað gegn ákærð a fyrir stórfell da líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 24. nóvember 2018, fyrir utan skemmtistaðinn , veist að A , kt. 000000 - 0000 , og ýtt við honum með þeim afleiðingum að A skall með hnakka í götuna og hlaut höfuðkúpubrot, blæðingu inn á heila, brest í beinhimnu sem leiddi til þess að bragð - og lyktarskyn han s skertist og hann missti heyrn á hægra eyra. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru var einnig tekin upp einkaréttarkrafa brotaþola en undir rekstri málsins var hún afturkölluð þar sem ákærði og brotaþoli höfðu náð samkomulagi um greiðslu miskabóta. Verjandi ákærða gerir þá kröfu aðallega að ákærða verði ekki gerð refsing en til vara er þess krafist að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Þá krefst verjandinn málsvarnarlauna að mati dómsins og að þóknun réttargæslumanns brotaþola verði greidd úr ríkissjóði. Réttargæslumaður brotaþola tók undir þá kröfu verjanda að þóknun réttargæslumanns y rði greidd úr ríkissjóði. 2 II Fyrir dómi játaði ákærði afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru. Dómari telur ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Var því f arið með málið samkvæm t 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. M álið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða h afði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum málsins, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt því. II I Ákærði hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverði háttsemi svo kunnugt sé. Brot ákærða var ekki sérstaklega hættulegt í skilningi 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en þegar virtar eru afleiðingar af háttsemi hans fyrir heilsu brotaþola, e ins og þeim er lýst í ákæru, er hún réttilega heimfærð undir það lagaákvæði. Ákærði hefur því í máli þessu verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem hafði í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola. Ákærði hefur hins vegar gert samkomulag við brotaþola um greiðslu miskabóta sem hefur verulega þýðingu varðandi refsiákvörðun í málinu. Þá játaði ákærði brot sitt afdráttarlaust fyrir dómi. Refsing ákærða verður því m.a. ákveðin með hliðsjón af 1., 2., 5. og 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra h egningarlaga. Með vísan til þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en með hliðsjón af því að langt er um liðið síðan ákærði framdi brot sitt þykir rétt að skilorðsbinda refsinguna og skal hún niður falla að tveimur árum liðnum f rá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði skal greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins 558.000 krónu r að meðtöldum virðisaukaskatti. Ekki þykja skilyrði til þess að þóknun réttargæslumanns 3 brotaþola verði greidd úr ríkissjóði eins og verjandi ákærða gerði kröfu um, sbr. a. lið 1. mgr. 233. gr. og 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. S amkvæmt því skal ákærði greiða þóknun réttargæslumanns brotaþola, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins 558.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins sótti máli ð Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þe ssa að telja haldi ákærði almennt skilorð 59. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, 558.000 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Guðmundar St. Ragnarssonar lögm anns, 558.000 krónur. Ingi Tryggvason