D Ó M U R 2 . febrúar 202 1 Mál nr. E - 3259 /20 20 : Stefnandi: A ( Jónas Þór Jónasson lögmaður) Stefndi: Brim hf. ( Guðmundur Siemsen lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 2 . febrúar 202 1 í máli nr. E - 3259 /20 20 : A ( Jónas Þór Jónasson lögmaður) gegn Brimi hf. ( Guðmundur Siemsen lögmaður ) Mál þetta, sem var dómtekið 1 5 . janúar sl., var höfðað 15 . maí 20 20 . Stefnandi er A , . Stefndi er Brim hf., Norðurgarði 1 í Reykjavík . Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða stefnanda 3.703.706 krónur með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. júní 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar . I Stefnandi starfaði sem háseti hjá stefnda. Byggir hann á því að í veiðiferð frystitogarans hafi hann veikst , en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Stefnandi kveðst hafa komið óvinnufær í land og haft samband við B , hei milislækni sinn. Stefnandi höfðar mál þetta til innheimtu á staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Stefndi mótmælir því ekki að stefnandi hefði að öllu jöfnu á rétt til staðgengilslauna í tvo mánuði ef til óvinnufærni kæmi . Stefndi hefur hins vegar ekki fallist á að greiða stefnanda staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi form skilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt er að eftir að stefnandi kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni . Stefnandi átti samkvæmt þessu að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og a nnarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð . Í málinu liggja fyrir tvö læknis vottorð B , sem hefur um árabil verið heimilislæknir stefnanda. Fyrra vottorðið er ritað 8. apríl 2019. Þar kemur fram að stefnandi hafi neyðst til að hætta sjómennsku 4. mars 2019. Þetta stafi af þ u nglyndi og kvíða stefnanda, auk þess sem grunur sé um geðhvarfasjúkdóm. Fram kemur einnig að s tefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Ekki sé víst hvenær hann muni geta snúið 2 aftur til starfa en virk meðferð og endurhæfing sé í gangi. Síðara vottorðið er ritað 4. maí 2020. Þar er lýst heilsufari stefnanda um lengri tíma. Þunglyndi og kvíði h afi tekið yfir hjá honum síðari hluta árs 2018. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér. Hann hafi orðið með öllu óvinnufær. Læknirinn hafi verið í símasambandi við stefnanda á umræddum tíma. Loks kveðst læknirinn staðfesta að stefnandi hafi verið að fullu óvinnufær þegar hann hafi komið í land 4. mars 2019. Einnig liggja fyrir gögn um stefnanda frá C , trúnaðarlækni stefnda , sem skráður er sjómannalæknir . Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi, B læknir, C l æknir, D , sem var skipstjóri á á umræddum tíma, og E , sem var stýrimaður á skipinu á sama tíma . II Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að stefnda sé skylt að greiða honum tveggj a mánaða staðgengilslaun vegna óvinnufærni hans, þ.e. fyrir tímabilið 4. mars 2019 til 4. maí 2019, sbr. 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og grein 1.21 í kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannafélags Íslands . Stefnandi hafi verið í ráðningarsambandi við stefnda er hann hafi orðið óvinnuf ær vegna veikinda, samkvæmt læknisvottorðum . Nánar tiltekið hafi stefnandi um árabil glímt við geðræn vandamál og tekið lyf við þeim, meðal annars við bi - polar , þunglyndi og ofvirkni (adhd). Stefnandi hafi verið óvinnufær er hann hafi komið í land og haf i ekki á neinn hátt fyrirgert launarétti sínum. Því beri að greiða honum umkrafin veikindalaun. S tefndi get i ekki hafnað greiðsluskyldu með vísan til þess að stefnandi hafi við ráðningu sína leynt stefnda veikind um sínum o g þannig f yrirgert rétti sínum til veikindalauna . sbr. 4. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985. Stefnda hafi enda verið fullkunnugt um sjúkrasögu stefnanda. Krafist sé dráttarvaxta frá og með 15. júní 2019. Það tímamark sé gjalddagi veikindakaups fyrir maí 2019 samkvæmt kjarasamning i. Til ein földunar sé upphafstím i dráttarvaxta allrar launakröfu stefnanda miðaður við þetta tímamark. Vilji svo ólíklega til að stefndi verði sýknaður af kröfu stefnanda um greiðslu veikindalauna verð i engu að síður að gera stefnda að greiða stefnanda málskostnað, þar sem hann hafi ekki haft fyrir því að svara ítrekuðum fyrirspurnum stéttarfélags og lögmanns stefnanda um málið og hvers vegna hann tel ji sér óskylt að greiða stefnanda umkrafin veikindalaun. Um lagarök sé meðal annars byggt á ákvæðum laga nr. 35/1985 , einkum 36. gr. laganna. Þá sé byggt á kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannafélags Íslands , einkum gr. 1.21 og gr. 1.42. , og almennum reglum vinnuréttarins um greiðslu vinnu - , veikinda - og slysalauna. 3 III Stefndi kveðst hafna kröfu stefnanda þar sem hvorki séu fyrir hendi form skilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa vegna veikindaforfalla. Krafa stefnda um sýknu af kröfum stefnanda byggir á því ; (a) að áfengis - og/eða vímuefnaneysl a og vandi sem af slíkri neyslu staf i teljist ekki til veikinda í skilningi vinnuréttar; (b) að stefnandi hafi vanrækt ótvíræða skyldu sína til að tilkynna stefnda um óvinnufærni sína; (c) að stefnandi hafi skilað læknisvottorði einhverjum vikum eftir útgá fu þess og geti því ekki byggt rétt á því; (d) að stefnda hafi ekki verið kunnugt um heilsufarssögu stefnanda; og (f) til vara að lækka beri kröfu stefnanda með vísan til launa staðgengils á tímabilinu. Í fyrsta lagi sé neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar, sbr. 36. gr. laga nr. 35/1985 , og meðferð stefnanda vegna þess vanda skapi honum ekki rétt til greiðslu veikindalauna á grundvelli 1. mgr. 36. gr. laganna . Stefndi hafi engar upplýsingar fengið um ástæðu fyrirvaralauss brotthvarfs stefnanda frá vinnu fyrr en faðir hans hafi upplýst stefnda um að stefnandi væri í vímuefnameðferð erlendis. Við úrlausn málsins verð i að leggja til grundvallar að stefnandi hafi ekki getað sinnt vinnuskyldu sinni vegna framangreinds og jafnframt að við sama tímamark hafi stefnda engar ti l kynningar borist um meinta óvinnufær n i stefnanda vegna veikinda. Í öðru lagi hafi stefnandi vanræk t skyldu sína til að tilkynna stefnda um óvinnufærni sína, vegna sjúkdóms í skilningi vinnuréttar, strax í upphafi hennar, eða svo fljótt sem auðið væri , eins og mælt er fyrir um . Gegn mótmælum stefnda ber i stefnandi sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi si nnt þessari skyldu sinni að þessu leyti. Þ egar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Í þriðja lagi þ á hafi stefndi ekki haft nokkra vitneskju um að stefnandi væri óvinnufær í skilningi vinnuréttar fyrr en stefnanda hafi borist votto rð í síðari hluta júní 2019, þ.e. nokkrum vikum eftir að því tímabili lauk sem stefnukrafan lúti að. Framlagt vottorð, útgefið 8. apríl 2019, að liðnum rúmlega mánuði frá meintri óvinnufærni stefnanda, hafi enda borist stefnda mörgum vikum síðar. Þ egar af þessari ástæðu hafi framlögð vottorð í málinu ekkert gildi. Stefndi hafi þannig ekki getað sannreynt veikindi stefnda, svo sem með því að vísa vottorðinu til meðferðar trúnaðarlæknis. Þá séu framlögð læknisvottorð haldin svo veigamiklum annmörkum a ð þau hafi ekkert efnislegt gildi í málinu. Einnig séu vottorðin í andstöðu við grundvallasjónarmið um áreiðanleika vottorða heilbrigðisstarfsfólks , sbr. 19. gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn , og þannig marklaus . Í fjórða lagi hafi stefnda ek ki verið kunnugt um heilsufarssögu stefnanda og hann hafn i með öllu málsástæðum stefnanda í þá veru sem röngum og ósönnuðum . 4 Þá hafi stefndi í kjölfar tilkynningar til stefnanda um uppsögn starfa, eftir sölu stefnda á gert lokauppgjör og greitt stefnanda áunnin orlofsréttindi og fl eira . S tefndi hafi staðið við allar greiðsluskuldbindingar sínar gagnvart stefnanda miðað við framangreint og því ber i að sýkna hann af öllum kröfum stefnanda. Varakröfu sína um verulega læk kun á dómkröfum stefnanda byggi stefndi á þeim launum sem staðgengill stefnda hafi fengið sem háseti á á umkröfðu tímabili þann 4. mars til 4. maí 2019, þ.e. 3.361.810 krónur auk 10,17% orlofs eða alls 3.703.706 krónur , en sú krafa tekur mið af því að upphafleg kröfugerð stefnanda var hærri en endanleg dómkrafa stefnanda reyndist í kjölfar þess að lögmaður s tefnand a lýsti yfi r l ækkun á dómkröfu í þinghaldi 15. janúar sl. Stefndi vísar um lagarök til laga nr . 35/1985, einkum 36. gr. laganna, almenn ra meginregl na vinnuréttarins, kjarasamning s Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannafélags Íslands og ráðningarsamning s aðila . IV Ágreiningslaust er að um veikindarétt stefnanda í starfi hans hjá stefnda fór eftir ákvæðum laga nr. 35/1985 og kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannafélags Íslands, dags. 18. febrúar 2017. Þá er óumdeilt að stefnandi hefði að öllu jöfnu átt rétt til staðgengilslauna í tvo mánuði í mars 2019 ef til óvinnufærni kæmi vegna sjúkdóms eða meiðsl a. Á þessu byggir stefnandi málatilbúnað sinn en s tefndi reisir sýknukröfu sína á því að hvorki séu fyrir hendi form skilyrði n é efnisleg skilyrði fyrir kröfu stefnanda. S tefndi byggir nánar tiltekið á því að áfengis - og/eða vímuefnaneysla og vandi sem af slíkri neyslu stafi teljist ekki til veikinda í skilningi vinnurétta r. Hér er í reynd um að ræða ágreining um málsatvik, enda byggir stefnandi á því að veikindi sín hafi verið af andlegum toga, eins og áður greinir , sbr. fyrirliggjandi vottorð B . Með vísa n til vottorða B , sem hefur verið heimilislækni r stefnanda í tæplega 20 ár, telst sannað að stefnandi hefur um langt skeið glímt við andleg veikindi, þ.e. þunglyndi og kvíða. Læknirinn staðfesti vottorðin fyrir dómi, en í síðara vottorðinu og í skýrslu læk nisins fyrir dómi kom fram að hann hefði verið í síma sambandi við stefnanda á þeim tíma þegar fyrrgreind andleg veikindi komu fram . Bar læknirinn fyrir dómi að stefnandi hefði gefist upp á sjónum og verið orðinn óvinnufær þegar í land var komið 4. mars 2 019. Þá kom fram að stefnandi hefði leiðst út í fíkniefnaneyslu og síðan leitað meðferðar í Svíþjóð . S kýrt kom þó fram í máli læknisins að orsök óvinnufærni stefnanda væri að rekja til þunglyndis og kvíða . Slík veikindi falla undir 1. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985, sbr. dóm Hæstaréttar 4. október 2012 í máli nr. 116/2012. Einnig kom fram í vottorðinu að veikindi stefnda hefðu varað fram að sumri 2020. Þótt vottorð læknisins hafi bygg s t á símtölum við stefna nda er ekki unnt að fallast á það með stefnda að um sé að ræða 5 markleysu eða að vottorðin séu á annan hátt að vettugi virðandi, en da var hér um að ræða heimilislækni stefnanda til tæplega 20 ára sem þekkti þar með vel til heilsu stefnanda auk þess sem andl eg veikindi stefnanda kölluðu ekki á sérstaka líkamlega skoðun ólíkt því sem við á um ýmsa aðra sjúkdóma og kvilla . Ekkert í vottorðunum ber með sér að þar sé brotið gegn 19. gr. laga nr. 34/2012. Stefndi hefur ekki gert frekari reka að því að hnekkja fyrrgreindu læknisfræðilegu mati heimilislæknis stefnanda , svo sem með öflun mats dómkvaddra manna, og verð ur það því la gt til grundvallar niðurstöðu málsins. Telst þar með sannað að stefnandi varð óvinnufær í starfi sínu hjá stefnda vegna veikinda í skiln ingi 36. gr. laga nr. 35/1985 meðan á fyrrgreindri veiðiferð stóð . J afnframt telst sannað að sú óvinnufærni varð i mun lengur en tvo mánuði . Stefndi ber það einni g fyrir sig að stefnandi hafi vanrækt skyldu sína til að tilkynna stefnda um óvinnufærni sína . Í þeim efnum byggir hann jafnframt á því að ekki byggt rétt á því. Síðustu veiðiferð stefnanda fyrir stefnda lauk , eins og áður segir , 4. mars 2019. Ágreiningslaust er að s tefnandi ó skað i í kjölfarið eftir leyfi á n þess að tilgreina ástæðu þess vegna næstu veiðiferð ar sem átti að standa frá 5. til 11. mars 2019. Stefndi mátti því með réttu vænta þess að stefnandi sneri aftur til starfa 12. mars 2019. Stefn an di mætti aftur á móti ekki og boðaði ekki forföll, eins og D skipstjóri staðfesti fyrir dómi. D bar reyndar einnig að hann hefði heyrt frá föður stefnanda í mars 2019, sem upplýst hefði hann um að stefnandi væri farinn í meðferð vegna vímuefnavanda í Svíþjóð. Stefnandi hefði síðan hringt í vitnið frá Svíþjóð. Faðir stefnanda var ekki leiddur fyrir dóminn og telur dómurinn , gegn mótmælum stefnda, ósannað a þá staðhæfingu stefnanda að andleg veikindi stefnanda hafi einnig borið á góm a í því samtali. Stefndi byggi r á því að það hafi fyrst verið með tölvubréfi lögmanns stefnanda 24. júní 2019 að stefnda hafi verið gert viðvart um veikindi stefnanda . Að mati dómsins er ekki unnt að fallast fyllilega á þetta með stefnda. Þannig bera gögn má lsins þess merki að áður en lögmaðurinn sendi umrætt tölvubréf hafi Sjómannafélagið átt í samskiptum við stefnda fyrir hönd stefnanda vegna málsins . Sú ályktun fær einnig nokkra stoð í framburði B læknis fyrir dómi, en hann bar að tildrög þess að hann ritaði vottorð sitt 8. apríl 201 9 hefðu verið beiðni stefnanda , sem hefði sagst eiga í samskiptum við Sjómannafélagið í tengslum við útistandandi kröfu á hendur stefnda. Að mati dómsins verður þ annig að miða við að eigi síðar en um miðjan júní 2019 hafi stefnd a borist upplýsingar um fyrr greindar ástæður fjarvista stefnanda. S ú skylda hvíldi á stefnanda samkvæmt 3. mgr. gr. 1.21 í fyrrgreind um kjarasamning i að tilkynna skipstjóra eða útgerðarmanni svo fljótt sem verða mætti um óvinnufærni sína af völdum veikinda. Í ákvæðinu va r einnig kveðið á um það að skipverja b æ ri að leita læknis svo fljótt sem verða mæt t i og hann tel d i sig óvinnufæran og þegar skip kemur að landi . Því næst sagði 6 Hnyk kt var á skyldu stefnanda í þessum efnum í starfsreglum stefnda sem voru viðauki við ráðningarsamning stefnanda. Eins og að framan greinir dróst það í rétt rúmlega þrjá mánuði af hálfu stefnanda að tilkynna stefnda um veikindi sín. Við mat á því hvort þes sar tafir eigi að hafa þau réttaráhrif að stefnandi teljist hafa fyrirgert rétti sínum til veikindalauna á umræddu tímabili þarf að mati dómsins að líta til sérstöðu andlegra veikinda og þeirra áhrifa sem alkunnugt er að þau geta haft á rökhugsun manna. Í þessu felst nánar tiltekið að veikindin sjálf geta komið í veg fyrir að menn sem sannarlega reynast veikir, rétt eins og stefnandi, fylgi jafn skjótt eftir skyldum sínum, samanborið við menn sem eru andlega heilbrigðir, til að tilkynna um veikind i sín sbr. einnig til nokkurrar hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 116/2012 . Við þetta bætist að ekkert í málinu bendir til þess að of síðbúið hefði verið fyrir trúnaðarlækni stefnda að kanna heilsu stefnanda í beinu framhaldi af því að stefnda varð k unnugt um veikindin , sbr. meðal annars framburð heimilislæknis stefnanda fyrir dómi um að veikindin hefðu varað fram að sumri 2020 . Sjálfur lýsti stefnandi því fyrir dómi að hann hefði verið langt niðri, þungur og ekki séð neitt ljós í lífinu. Veikindunum hefði einnig fylgt skömm og stefnandi hefði einangrað sig. Þá liggur fyrir að stuttu áður hafði slitnað upp úr sambandi stefnanda við barnsmóður hans, en um það var skipstjóra og stýrimanni á skipinu kunnugt. Að öllum atvikum málsins virtum telur dómurinn að tilkynning stefnanda til stefnda hafi ekki verið svo síðbúin að varðað gæti hann þeim réttarspjöllum að firra hann lög - og kjarasamningsbundnum rétti til veikindalauna í tvo mánuði . Málatilbúnað stefnda verður að skilja sem svo að stefnandi hafi einnig vanrækt skyldu sína samkvæmt ráðningarsamningi til að upplýsa um veikindi sem hrjáð hefðu hann fyrir ráðninguna og sem stefnda hafi þar með verið ókunnugt um. Fyrir liggja gögn um skoðun C, trúnaðarlæknis stefnda, á stefnanda í aðdraganda þess að ráðninga rsamningur var undirritaður í september 2018 , en stefnandi hóf raunar störf nokkru áður hjá stefnda, þ.e. í apríl 2018 . Af gögnunum verður ráðið að stefnandi upplýsti lækninn um heilsufarssögu sína, bæði varðandi geðræn vandamál og misnotkun áfengis og fík n i efna. C bar fyrir dómi að hann hefði rætt þessi atriði við stefnanda. Niðurstaða læknisins , sem stefndi hafði , eins og áður segir , valið sem trúnaðarlækni, var eigi að síður sú sjómennsku og var sú niðurstaða k ynnt stefnanda og stefnda. Fallast má á það með stefnda að ekki er unnt að líta svo á að um sjálfkrafa samsömun verði að ræða á vitneskju trúnaðarlæknis og vitneskju stefnda. Þegar metið er hvort stefnandi hafi vanrækt skyldu til að veita upplýsingar um he ilsu sína við ráðninguna verðu r aftur á móti að líta til þess að í ráðningarsamningi lýsti stefnandi því aðeins yfir að hann væri eftir bestu vitund vinnufær og hefði líkamlega hæfni til að gegna starfinu ásamt því að vera ekki haldinn neinum þeim sjúkdómi, t.d. bakverk j um eða meiðslum, sem hefðu í för með sér 7 fyrirsjáanleg forföll á ráðningartímanum. Þar sem stefnandi hafði bæði ve itt trúnaðarlækni stefnda hreinskilnisleg svör um heilsufar sitt og verið metinn hæfur af lækninum til sjómennsku þá verður ekki séð að nokkuð hafi skort á upplýsingagjöf stefnanda eða að hann hafi sjálfur átt að telja forföll fyrirsjáanleg , sbr. einnig 1. málslið 4. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985 . Frekari stoðum undir þessa ályktun rennir einnig sá framburður skipstjóra og stýrimanns á fyrir dómi að á tímabilinu frá apríl 2018 fram í mars 2019 h efði stefnandi reynst afar duglegur og ekkert hefði verið ú t á störf hans að setja. Ekkert liggur loks fyrir í málinu um að sérstök forföll hafi orðið af hálfu stefnanda í fyrri störfum hans af völdum umræddra veikinda. Ber því að hafna málsástæðum stefnda að þessu leyti. Hvað varðar loks þá málsástæðu stefn da , sem ekki er stud d h aldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við , þá var henni fyrst haldið fram við flutning málsins og sætti andmælum lögmanns stefnanda. Kemur hún því ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Að öllu framangreindu virtu ber að taka kröfu stefnanda til greina, enda er hvorki uppi ágreiningur um fjárhæðir né upphafstíma mark dráttarvaxta. Í samræmi við þetta verður stefnda gert að greiða stefnanda 3.703.706 krónur með drátta rvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. júní 2019 til greiðsludags. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 950 .000 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti m álið Jónas Þór Jónasson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Guðmundur Siemsen lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D Ó M S O R Ð: Stefndi , Brim hf ., greiði stefnanda, A , 3.703.706 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. júní 2019 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 9 50.000 krónur í málskostnað. Arnaldur Hjartarson