Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11 . maí 2022 Mál nr. S - 1579/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Arnar i Val Valss yni (Snorri Sturluson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 27. apríl sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 29. mars 2022, á hendur Arnari Val Valssyni, kt. [...] , [...] , Hafnarfirði, fyrir eftirtalin umferðarlagabrot framin árið 2021 með því að hafa: 1. Fimmtudaginn 3. júní, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétt i og óhæfur til þess að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 260 ng/ml af amfetamíni , 7,9 ng/ml af alprazólam, 48 ng/ml af brómazepam, 145 ng/ml af díazepam, 14 ng/ml af klónazepam og 69 ng/ml af nordíazepam ) um Skeifuna í Reykjavík uns aksturinn var stöðvaður af lögreglu. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48., 1., sbr. 2. mgr. 50. g r. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Mánudaginn 20. september, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétt i og óhæfur til þess að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og ávana - og fíkniefna (í blóði mæld ist 340 ng/ml af amfetamíni , 5,6 ng/ml af fenazepam og 32 ng/ml af klónazepam ) um Stekkjarbakka í Reykjavík uns aksturinn var stöðvaður af lögreglu í Þönglabakka við Nettó. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 5 8. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2 3. Mánudaginn 1. nóvember, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétt i og óhæfur til þess að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist 220 ng/ml af díazepam og 150 ng/ml a f nordíazepam ) austur Vesturlandsveg í Reykjavík uns aksturinn var stöðvaður af lögreglu við Hestháls. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Föstudaginn 5. nóvember, ekið b ifreiðinni [...] sviptur ökurétt i og óhæfur til þess að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 395 ng/ml af amfetamíni) suður Grensásveg í Reykjavík, við Ármúla, uns aksturinn var stöðvaður af lögreglu skömmu síðar. Tel st þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 17. mars 2022, á ákærði að baki sakarferil sem nær aftur til ársins 2006. Það sem kemur til skoðunar við ákvörðu n refsingar í máli þessu er dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 8. júlí 2013 þar sem ákærða var gert að greiða sekt fyrir meðal annars akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var ákærði jafnframt sviptur ökurétti í 8 mánuði frá 30. október 2013. Ákærða var g ert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 16. apríl 2014 fyrir akstur sviptur ökurétti. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 8. maí 2014 var ákærða gert að greiða sekt fyrir akstur undir áhrifum slævandi lyfja og ávana - og fíkniefna og akstur sviptur ökurétti. V ar ákærði sviptur ökurétti í þrjú ár frá 28. júní 3 2014. Var dómurinn hegningarauki við framangreinda lögreglustjórasátt frá 16. apríl 2014. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands [...] var ákærða gert að sæta fangelsi í 6 mánuði, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir lík amsárás, brot gegn barnaverndarlögum, ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti. Var ákærði jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Þá var ákærða gert að sæta fangelsi í 10 mánuði, skilorðsbundið í 1 ár, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2017, fyrir b rot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var ákærða með dómi Héraðsdóms Suðurlands 8. apríl 2019 gert að sæta fangelsi í 11 mánuði, þar af voru 10 mánuðir skilorðsbundnir í tvö ár, fyrir akstur sviptur ökurétti. Með dóminum var skil orðsbundin refsing dóms frá 2. október 2017 tekin upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Nú síðast var ákærða gert að sæta fangelsi í 12 mánuði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 2021 fyrir akstur svi ptur ökurétti. Með dóminum var skilorðsbundin refsing dóms frá 2. október 2017 tekin upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti hefur sakarferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Samkv æmt framangreindu verður við ákvörðun refsingar við það miðað að ákærða sé nú í fimmta sinn gerð refsing fyrir akstur sviptur ökurétti og í fimmta sinn fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, innan ítrekunartíma í skilningi 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar er einnig litið til þess að ákærði hefur greiðlega játað sök fyrir dómi og hefur snúið lífi sínu til betri vegar. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 1 3 mánaða fangelsi. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 139 . 5 00 k rónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 592.259 krónur í annan í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Kristmund Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknara. Samúel Gunnarsson aðstoðarmaður dómara kveð ur upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Arnar Valur Valsson, sæti fangelsi í 1 3 mánuði . Á réttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 139 . 5 00 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 592.259 krónur í annan sakarkostnað. 4 Samúel Gunnarsson