Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. september 2020 Mál nr. S - 4454/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Daniel Piotr Burylo ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 30. júní 2020, á hendur Daniel Piotr Burylo , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , mánudaginn 9. mars 2020, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Grjótagötu í Reykjanesbæ, austan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er kr afist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði ve rið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 23. júní 2020 , hefur ákærði fjórum sinnum áður sætt refsingu fyrir umfe rðarlagabrot. Ákærði gekkst undir sátt 12. nóvember 2012 og til greiðslu sektar fyrir akstur undir áhrifum áfengis. 2 Var hann sviptur ökurétti í 12 mánuði frá 15. október 2012. Þá gekkst ákærði undir sátt 27. ágúst 2013 og til greiðslu sektar fyrir akstur s viptur ökuréttindum. Ákærði gekkst undir lögreglustjórasátt 23. júlí 2015 og til greiðslu sektar fyrir akstur undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti í 3 ár og sex mánuði frá 23. júlí 2015. Með dómi 23. september 2015 var ákærði dæmdur í fangelsi í 30 da ga fyrir akstur undir áhrifum áfengis, sviptur ökurétti. Var ákærði sviptur ökuréttindum ævilangt. Samkvæmt framangreindu hefur ákærði nú í þriðja sinn, innan ítrekunartíma, sbr. 1. og 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verið fundinn sek ur um að aka sviptur ökurétti. Með hliðsjón af sakarefni máls ins og ákvæði 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og í samræmi við dómvenju, þykir refsing ákærða því hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 91.760 krónur . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Daniel Piotr Burylo, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , 91.7 6 0 krónur . Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir