Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 19. mars 2021 Mál nr. S - 203/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri ) g egn Einar i Ól a Ægiss yni , Arnar i Frey Gunnlaugss yni og X ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, Jón Egilsson lögmaðu r) Dómur I Mál þetta, sem dómtekið var miðvikudaginn 3. mars sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum dagsettri 1. desember 2020, á hendur Ægissyni, kt. 000000 - 0000 , , , Arnari Frey Gunnlaugssyni, kt. 000000 - 0000 , , , og X , kt. 000000 - 0000 , , , I. Á hendur ákærðu öllum fyrir nytjastuld, með því að hafa að kveldi föstudagsins 17. apríl 2020, tekið til eigin nota í heimildarleysi bifreiðina , sem var í eigu, A , þar sem hún var stödd í Reykhólasveit og ekið henni áleiðis til Reykjavíkur, suður Vestfjarðarveg að Klofningsveg, þar sem lögregla hafði afskipti af henni. Telst þetta varða við 1. mgr. 259.gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956. II. Á hendur Arnari Frey fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa að kveldi föstudagsins 17. apríl 2020, tekið til eigin nota, í heimildarleysi, bifreiðina , sem var í eigu, B , þar s em hún var stödd við bæinn í Reykhólasveit og ekið henni, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði reyndist 2 magn amfetamíns vera 10 0 ng/ml) áleiðis til Reykjavíkur, suður Vestfjarðarveg að Klofningsveg, þar sem ákærði missti stjórn á bifreiðinni þannig að hún valt. Telst þetta varða við 1.mgr. 259.gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956, 1. mgr. 58. gr., 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 49. gr . , sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. III. Á hendur X , ] IV. Á hendur Einari Óla fyrir líkamsárás með því að hafa tekið A , þar sem þeir voru staddir í , rétt fyrir neðan bæinn í Reykhól asveit, kverkataki og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit og veitt honum hnéspark sömuleiðis í andlit, allt með þeim afleiðingum að A hlaut miklar blóðnasir, grunn sár og rispur við vinstri augnkrók, bólgu og mar á efra og neðra augnloki, í aug abrúninni og yfir kinnbeini, allt vinstra megin, bólgu um vinstra gagnauga, vinstra eyra, eymsl yfir vinstri kjálkalið og kjálkabarð. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. síðari breytingar. V. Í málinu gerir A , kt. 000000 - 0000 , , , þá kröfu að ákærðu verði in solidum gert að greiða honum 2.395.975 krónur í skaðabætur með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. apríl 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu, en fr á þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags.. Þá er þess krafist að ákærðu verði dæmd til að greiða kröfuhafa málskostnað, kröfuhafa að skaðlausu, skv. málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. VI. 3 Í málinu gerir B , kt. 000000 - 0000 , þá kröfu að ákærða Arnari Frey Gunnlaugssyni verði gert að greiða honum 1.130.000 krónur í skaðabætur með 4,5 % dráttarvaxtaársvaxta frá og með 17. apríl 2020 skv. 12. gr. laga 37/1999 til greiðsludags. VII. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og ákærðu Arnar Freyr og X til sviptingar ökuréttar skv. 99. og 101. gr. nefndra II Mál þetta var þingfest fimmtudaginn 11. febrúar sl. Ákærðu X og Einar Óli h öfðu boðað forföll en verjendur þeirra sóttu þing. Ákærði Arnar Freyr sótti þá ekki þing og gaf dómari út nýtt fyrirkall á hendur ákærða Arnari Frey og var málinu frestað til þriðjudagsins 2. mars sl . Í því þinghaldi voru lögmæt forföll af hálfu ákærða Arn ars Freys og verj a nda hans og var málinu því aftur frestað til miðvikudagsins 3. mars sl. Ákærðu Einar Óli og Arnar Freyr sóttu þá þing ásamt skipuðum verjendum sínum. Við þá fyrirtöku málsins játaði ákærði Einar Óli þær sakir sem honum eru gefnar í ákærus kjali og viðurkenndi bótaskyldu vegna sakarinnar en krafðist lækkunar bótafjárhæðarinnar. Ákærði Arnar Freyr játaði sömuleiðis sök sína fyrir dómi í því þinghaldi. Hann hafnaði bótakröfu vegna V. liðar ákæru en játaði bótaskyldu og fjárhæð bótakröfu vegna VI. liðar ákæruskjals. Í ljósi játninga ákærðu var farið með mál þeirra samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2002 og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Verjandi ákærðu X upplýsti í þinghaldi þann 3. mars að ákærða X dvelur erlendi s í fíknimeðferð sem til stendur að taki marga mánuði. Í ljósi þess að meðákærðu höfðu játað sakir í málinu og óvíst hvenær unnt yrði að fá afstöðu ákærðu X til sakargifta var þáttur hennar skilinn frá málinu með vísan til heimildar í 2. mgr. 169. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. III 4 Ákærði, Einar Óli Ægisson, játaði sem fyrr segir sök sína skýlaust fyrir dómi. Um málavexti er vísað til ákæruskjals. Þykir sannað með vísan til játningar ákærða og gagna málsins að ákærði hafi gerst sekur um þá hátts emi sem honum er gefin að sök og þykir rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Hefur ákærði með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2. desember 2020, á ákærði að baki nokkurn sakaferil og hefur margítrekað verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Í janúar 2011 var ákærði dæmdur til 3 mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið í þrjú ár fyrir brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þann 20. nóvember 2012 var ákærði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 23 1. gr, og 2. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Þann 10. júlí 2013 var ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, og var sá dómur hegningarauki við fyrri dóm og ákærða þá ekki gerð sérstök refsing. Ákæ rði var og dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga 21. maí 2019. Síðan þá hefur ákærði í tvígang verið dæmdur fyrir annars konar refsiverð brot, 28. janúar 2020 var ákærði dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir auð gunarbrot og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni og var sá dómur hegningarauki við fyrri dóm. Loks var ákærði, þann 16 október 2020, dæmdur til 1.060.000 króna sekargreiðslu og sviptur ökuréttindum í fjögur ár fyrir umferðarlagbrot og brot gegn fíkniefnalöggjöf inni. Var sá dómur einnig hegningarauki við eldri dóm. Þau brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru framin þann 17. apríl 2020, eða áður en dómur var síðast kveðinn upp yfir ákærða og verður ákærða því enn gerður hegningarauki samkvæmt fyrirmælum 78. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að virtum atvikum máls og framansögðu þykir refsing ákærða, hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakmála nr. 88/2008 verður ákær ði dæmdur til að greiða þó knun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 306.280 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. IV Ákærði Arnar Freyr Gunnlaugsson játaði sakir sínar skýlaust fyrir dómi. Vísast um málavexti til ákæruskjals. Þykir sannað með vísan til játningar ákærða og gagna málsins að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök 5 og þykir rétt heim færð til refsiákvæða í ákæru. Hefur ákærði með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2. desember 2020 á ákærði að baki nokkurn sakaferil. Þann 10. apríl 2014 gekkst ákærði undir sektargreiðslu með sátt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum áfengis og vímuefna og án þ ess að hafa öðlast ökuréttindi. Ákærði gerði aftur sátt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna ítrekunar sömu brota 29. október 2019 og hlaut svo 60 daga fangelsisdóm þann 4. júní 2020 fyrir aðra ítrekun sömu brota. Loks var ákærða gerður 15 daga hegningarauki við áðurnefndan dóm með dómi 24. júní 2020 fyrir brot gegn umferðarlögum og vörslur fíkniefna. Brot þa u sem ákærði er nú sakfelldur fyrir er u frami n fyrir uppkvaðningu síðastgreinds dóms og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki , með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öllu framanrituðu virtu og gögnum málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 90 daga fangelsi óskilorðsbundið. Þá verður ævilöng ökuréttindasvipting ákærða áréttuð. Með vísan til 235. gr. laga um meðf erð sakmála nr. 88/2008 verður ákærði dæmdur til að greiða sakarkostnað málsins, sem er þó knun skipaðs verjanda hans , Jóns Egilssonar lögmanns, 306.280 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts auk annars sakarkostnaðar lögreglu 75.712 krónur. V A , k t. 000000 - 0000 , , gerir í máli þessu kr öfu um að ákærðu verði in solidum gert að greiða honum 2.395.975 krónur í skaðabætur með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. apríl 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bó takröfu, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags , auk málskostnaðar. Ákærði Einar Óli viðurkenndi fyrir dómi bótaskyldu sína gagvart brotaþola A en mótmælti fjárhæð kröfunnar. Ákærði Arnar Freyr hafnað i bótaskyldu þessari þar sem hann hefði ekki átt aðild að líkamsárás þeirri sem brotaþoli varð fyrir. Bót a krafan væri of víðtæk og tengdist ekki sakarefni málsins og því bæri að vísa henni frá. Í kröfuskjali er krafa brotaþola sundurliðuð þannig að gerð e r krafa um miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur, þá er gerð krafa um áætlaðan læknis - og sérfræðikostnað 30.000 krónur, viðgerðarkostnað vegna bifreiðar 200.000 krónur, 6 áfyllingu á gaskút 5.975 krónur, flösku af koníaki 10.000 krónur auk áætlaðs málskost naðar kr. 650. 000 krónur. Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn slegið því föstu að ákærði Einar Óli hafi brotið gegn brotaþola þannig að varði við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar. Brotaþoli á því rétt til bóta úr hendi ákærða á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með vísan til framangreinds og þeirra áverka sem brotaþoli hlaut og lýst er í IV. lið ákæru og fyrirliggjandi gagna þykja miskabætur til handa brotaþola úr hendi ákærða Einars Óla hæfil ega ákveðnar 250.000 krónur. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola 196.210 krónur vegna lögmannskostnaðar, og er þá virðisaukaskattur innifalinn. Ákærði Arnar Freyr hefur í þessu máli ekki verið ákærður fyrir þá háttsemi sem miskabótakrafa brota þola byggir á og ber því að sýkna ákærða Arnar Frey af þeirri kröfu. Aðrar kröfur brotaþola um bætur eru ekki studdar neinum gögnum til sönnunar á meintu tjóni brotaþola og verður því ekki fallist á þær. VI Í málinu gerir B , kt. 000000 - 0000 , , þá kröfu að ákærða Arnari Frey Gunnlaugssyni verði gert að greiða honum 1.130.000 krónur í skaðabætur . Í kröfu skjali sem lagt er fram í málinu er gerð krafa um greiðslu bóta vegna tjóns brotaþola B á bifreið hans ásamt kostnaði við kröfugerðina. Með kröfunni fylgdi verðmat Toyota á bifreiðinni. Ákærði hefur samþykkt framkomna bótakröfu og fjárhæð hennar. Krafa bótakrefjanda um vexti af fjárkröfu sinni er þó ekki í samræmi við ákvæði 11. gr. laga nr. 38/2001 um vex ti og verðtryggingu, og því ekki er unnt að fallast á hana. Að framansögðu virtu er fallist á einkaréttarkröfu B , eins og greinir í dómsorði. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Einar i Ól i Ægiss on sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði greiði 306.280 krónur í sakarkostnað sem er þó knun skipaðs verjanda hans , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns . 7 Ákærði Einar Óli Ægisson greiði brotaþola, A , 250.000 krónur í miskabætur vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. apríl 2020 til 17. febrúar 2021 , en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags . Ákærði greiði brotaþola 196.210 krónur vegna lögmannskostnaðar. Ákærði, Arnar Freyr Gunnlaugsson sæti fangelsi í 90 daga. Áréttuð er ævilöng ökuréttindasvipting ákærða. Ákærði greiði 381.992 krónur í sakarkostnað, þar með talda þó knun skipaðs verjanda hans , Jóns Egilssonar lögmanns, 306.280 k rónur . Ákærði, Arnar Freyr Gunnlaugsson greiði B , 1.130.000 krónur með vöxtum vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. apríl 2020 til 17. mars 2021 , en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga t il greiðsludags . Bergþóra Ingólfsdóttir