Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtu daginn 27 . janúar 2022 Mál nr. S - 3894/2021: Ákæruvaldið (Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Jón Egilsson lögmaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 5. janúar 2022 , var höfðað með ákæru héraðs saksóknara 26. ágúst 2021, á hendur X , kennitala [...] , [...] , [...] , nauðgun og frelsissviptingu, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 4. janúar 2019 boðið A , kennitala [...] , inn í íbúð sína í húsinu nr. [...] við [...] í Reykjavík og varnað henni að komast út úr íbúðinni og svipt hana frelsi sínu allt að þrjár klukkustundir, og á þeim tíma með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, beitt A kynf erðisofbeldi meðal annars í stofu og í svefnherbergi, en ákærði bar hana tvívegis inn í svefnherbergi þar sem hann kastaði henni á rúm og settist ofan á hana, setti fingur tvívegis inn í leggöng hennar, káfaði margsinnis á líkama hennar innan - og utanklæða , setti tungu sína nokkrum sinnum inn í munn hennar, tók upp bol hennar og sleikti á henni brjóstin, beit í axlir hennar og nudd aði á henni axlirnar, en af þessu hlaut A húðroða á vinstri öxl. Teljast brot þessi varða við 1. mgr. [226.] gr. og 1. mgr. 19 4. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : 2 Af hálfu A , kt. [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 4.000. 000 kr. auk vaxta [samkvæmt] 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 4. janúar 2019 þar til mánuður er liðinn frá því að bóta krafan var birt en með dráttarvöxtum [samkvæmt] 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludag Að beiðni dómsins, og með vísan til 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð saka - mála, var sakflytjendum gefinn kostur á að fjalla um málið til vara með tilliti til heim - færslu meints kynferðisbrots undir 199. gr. almennra hegningarlaga, a uk 1. mgr. 226. gr. sömu laga, að því marki sem full framið brot samkvæmt ákæru eða tilraun gæti ekki átt við um háttsemina. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Af hálfu A , hér eftir nefnd brota - þoli, er gerð krafa um miskabætur með vöx tum og dráttar vöxtum, eins og greinir í ákæru. Þá er gerð krafa um að skipuðum réttargæslu manni hennar verði ákvörðuð hæfileg þóknun úr ríkis sjóði vegna vinnu á rann sóknar stigi og fyrir dómi, sbr. tíma skýrslu. Ákærði neitar sök og hafnar bótaskyldu. Af hálfu ákærða er þess aðallega krafist að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins, en til vara að hann verði dæmdur til væg ustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði krefst þess aðallega að einka réttar kröfu verði vísað frá dómi, til vara að han n verði sýknaður af þeirri kröfu en til þrautavara að hún verði lækkuð verulega. Þá krefst ákærði þess að allur sakar kostn aður verði greiddur úr ríkis sjóði, þar með talin máls varnar laun skipaðs verjanda vegna vinnu á rann sóknar stigi og fyrir dómi, s br. tíma skýrslu. II. Málavextir: 1. Samkvæmt frumskýrslu barst lögreglu tilkynning klukkan 23:04 að kvöldi föstu dags ins 4. janúar 2019 um meint kynferðisbrot í fjölbýlishúsi á þeim stað sem í ákæru greinir. Fyrstu upplýsingar voru á þá leið að gerandi væri enn á staðnum fyrir utan íbúð til kynn - anda. Þegar komið var á staðinn hitti lögregla tilkynnanda og reyndist það vera fyrr - greindur brota þoli. Að sögn lögreglu var hún mjög vör um sig, henni var mikið niðri fyrir og hún spurði hvort lög re glumenn hefðu mætt manni á stiga ganginum. Samkvæmt skýrslunni var þar engan að sjá en brota þoli tjáði lögreglumönnum að gerandi hefði verið að banka hjá sér þegar hún hringdi eftir að stoð lögreglu. Í frekari samskiptum við brota - þola fengust upp lýsinga r sem voru á þá leið að nágranni hennar, ákærði, hefði boðið 3 henni í heimsókn í íbúð hans að loknum húsfundi og hún að lokum þegið boðið. Hún hefði greint frá áfengisneyslu, ákærði hefði orðið kynferðislega ágengur við hana og lokað íbúð inni, tvílæst og fest spýtu milli hurðarhúns og gólfs. Þá hefði ákærði haldið henni þar inni gegn vilja hennar og það varað frá því um klukkan 20:00 til rúm lega 22:30. Á meðan hefði ákærði leitað á hana kynferðislega, og lýsti hún því nánar. Hann hefði reynt að fá hana me ð sér í sturtu, haldið henni í sófa, klætt hana úr peysu, káfað á henni bæði utan og innan klæða, sett hönd inn undir nærbuxur og káfað á brjóst um. Hún hefði streist á móti og reynt að finna ýmsar ástæð ur til þess að sleppa burtu. Ákærði hefði á meðan þ etta stóð yfir tekið af henni símann en hún endur heimt hann nokkru síðar. Í fram haldi hefði hún sent systur sinni Snapchat - skilaboð og látið hana vita af sér. Hún hefði að lokum náð að komast út úr íbúð inni með því að segjast verða að fara. Síðan hefði hún talað við systur sína í síma og í fram haldi hringt í lögreglu. Samkvæmt frumskýrslu reyndi lögregla að ná tali af ákærða í íbúð hans en hann kom ekki til dyra og ekki varð vart við neinn umgang þar inni. Þá var farið með brotaþola á neyðar móttö ku Landspítalans fyrir þolendur kyn ferðis ofbeldis. 2. Samkvæmt yfirlitsskýrslu rannsóknarlögreglumanns nr. [...] var rætt við brotaþola síðar sama kvöld á neyðarmóttöku um hvað hefði gerst. Í skýrslunni er greint frá frásögn brotaþola, þar með talið me intri frelsissviptingu og kynferðislegri háttsemi, að mestu með þeim efnisatriðum sem greinir í ákæru. Þá greinir í skýrslunni að síðar sömu nótt hafi margsinnis verið reynt að hafa uppi á ákærða á heimili hans en enginn komið til dyra. Aftur hafi verið fa rið á staðinn eftir hádegi sama dag og ákærði komið til dyra. Hann hafi verið handtekinn klukkan 13:18 og færður á lögreglustöð. Í samtali við lög - reglu á þeim tíma hafi ákærði kannast við að hafa verið í sam skiptum við brotaþola kvöldið áður. Greindi hann frá því að hún hefði komið í heimsókn og viljað sjá endur - bætur á íbúðinni. Áfengi hefði verið haft um hönd en honum fundist hún vera ein kenni leg í háttum. Þá hefði hún viður kennt fyrir honum að hafa verið að neyta fíkniefna. Hon um hefði ekki lit ist á ástand hennar og hann að lokinni heimsókninni tilkynnt um það sím - leiðis með því að hringja í Neyðar línuna. 3. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu hringdi ákærði í Neyðarlínuna sama kvöld klukkan 23:03. Símtalið hafi varað í um eina og hálfa mí nútu og það verið hljóð rit að. Hljóð upptaka símtalsins er meðal gagna málsins. Á upptökunni heyrist ákærði segjast vera staddur í umræddu fjölbýlishúsi eftir að hafa verið á hús fundi. Lýsir hann því að stúlka hafi viljað koma og sjá nýuppgerða íbúð ha ns eftir að hafa verið með honum á 4 fund inum. Þá lýsir hann því að þau hafi spjallað saman en hún farið að verða undarleg í hátt um. Hann hafi ekki viljað tala við hana en þá fengið þau svör að hún ætlaði að til - kynna hann til lög reglu. Honum hafi fundis t framkoma stúlkunnar vera undarleg og hann hafi ekki átt samskipti við hana áður. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu bárust fjögur símtöl frá brotaþola við Neyðar - línuna og fjarskipta miðstöð lögreglu um rætt kvöld. Símtölin voru hljóðrituð og eru upp - tökurnar meðal gagna málsins. Hið fyrsta barst klukkan 23:04 og var það tæp mínúta að lengd. Í því heyrist brotaþoli óska eftir aðstoð lögreglu þar sem hún hafi orðið fyrir kyn - ferðislegu áreiti og maður inn sé fyrir framan dyr hjá henni. Í bakgrunni símt alsins heyrist þegar dyrabjöllu er hringt. Annað símtalið barst fjar skipta miðstöð klukkan 23:05 og var það tæpar tvær mínútur að lengd. Í því heyrist brotaþoli gráta og um leið óska eftir aðstoð lög reglu út af kynferðislegri áreitni á fyrrgreindum stað. Heyrist hún greina frá meintri misnotkun af hálfu nafngreinds nágranna um hálftíma áður og segja að hún hafi verið að sleppa frá honum. Þriðja símtalið var við Neyðarlínuna klukkan 23:14 og var það tæp mínúta að lengd. Í því heyrist brotaþoli greina frá þ ví að hún hafi verið búin að hringja áður en slokknað hafi á sím anum. Heyrist síðan viðmælandi gefa henni samband við fjar skiptamiðstöð. Fjórða símtalið var við fjar skipta miðstöð klukkan 23:15 og var það tæp hálf mínúta að lengd. Þar heyrist brotaþoli leita eftir upplýsingum um hvort hjálp sé á leiðinni og viðmælandi hjá lögreglu segja að stutt sé í aðstoð. 4. Samkvæmt skýrslu neyðarmóttöku Landspítalans um réttarlæknisfræðilega skoðun var komutími brotaþola á móttökuna klukkan 00:05. Greindi hún frá meintu kynferðisbroti og öðrum atvikum. Hún hafi meðal annars sagt frá húsfund inum, hvernig það atvikaðist að brotaþoli fór í heimsókn til geranda, sam skiptum við hann inni í íbúðinni, áfengis - neyslu, lokun á hurðarbúnaði og vöntun á farsíma svo að h ún gat ekki hringt eftir aðstoð. Þá hafi hún lýst því hvernig gerandi hefði leitað á hana kyn ferðislega með orðum og athöfnum og viðbrögðum sínum. Hún hafi lýst nánar valdbeitingu ákærða og kynferðis - leg um athöfn um sem káfi og sleikingu á brjóstum, og hann hafi farið með hendurnar í klofið en fingur hafi ekki farið inn í leggöng eða endaþarm. Gerandi hafi kysst hana víða og farið með tungu inn í munn. Hann hafi nuddað axlirnar á henni fast og bitið laust í þær. Þá hafi hann haldið henni fast og klipið í mag ann á henni. Þessu til viðbótar greinir hvernig brota þoli hafi náð að sleppa frá geranda, lýst er símasamskiptum við systur hennar þegar hún var komin heim og að gerandi hafi á meðan oft hringt dyra bjöll unni. Í staðlaðri útfyllingu í reitum um frásögn sjúklings er merkt við að gerandi hafi káf að á kynfærum, brjóstum og læri. 5 Um ástand við skoðun greinir meðal annars að brotaþoli hafi sagt skýrt frá, verið róleg en grátið og oft sagt að hún tryði því ekki að þetta hefði gerst. Í staðlaðri skrá ningu í reit um um til finningalegt ástand er merkt við að brotaþoli hafi verið með óraunveruleika - kennd , yfir veguð , skýr í frásögn , með grátköst og hún verið óttaslegin . Varðandi áverka á líkama og önnur verksummerki greinir í skýrslunni og í niðurstö ðum hennar að brotaþoli hafi verið með húðroða á vinstri öxl. Það hafi getað verið eftir nudd á öxlum eins og hún hafi greint frá. Ekki hafi verið að sjá aðra áverka á búk, útlimum eða höfði. Þá hafi ekki verið að sjá neina áverka á ytri kynfærum. Stroksýn i hafi verið tekið frá ytri kynfærum, brjóstum og öxlum brotaþola til DNA - rannsóknar. Einnig hafi blóð og þvag verið tekið í eiturefnarannsókn. Einnig er meðal gagna móttökuskýrsla hjúkrunarfræðings neyðarmóttöku þar sem greinir í megin atriðum frá sömu atriðum og áður segir um skýrslu neyðarmóttöku, þar með talið varð andi skráningu á meintum atvikum. Þá greinir í skýrslunni nánar um upplýsingagjöf, tíma setningar, sýnatökur, þjónustu og aðrar ráðstafanir vegna komu brotaþola á neyðar - móttöku. Um ásta nd við skoðun greinir að brotaþoli hafi verið með grátköst og hún verið ótta slegin . Hún hafi borið sig vel en tárast þegar hún sagði frá meintum atvikum, auk þess að rifja upp misnotkun í æsku. 5. Í rannsóknargögnum tæknideildar lögreglu greinir meðal annars að rannsókn hafi verið gerð á heimili ákærða 6. janúar 2019. Íbúðin hafi almennt verið snyrtileg að sjá. Lagt hafi verið hald á sængurver og lak til frekari skoðunar. Ljósmyndir hafi verið teknar inni í íbúðinni og fylgi þær skýrslunni. Þá gre inir í sömu gögnum að skoðun hafi sama dag farið fram á líkama ákærða á meðan hann var handtekinn. Andlit hans og hendur hafi verið skoð aðar, auk þess sem hann hafi gengist undir sýnatöku þar sem tekið var nagla - skaf frá fingrum. Greinir í gögnum tæknidei ldar að ákærði hafi ekki verið með neina sjáan lega áverka á líkamanum. Einnig greinir í gögnum tæknideildar að þrjú DNA - sýni hafi verið send til frekari rann - sóknar, tvö úr brota þola og eitt úr ákærða. Sýni úr ákærða, naglaskaf, hafi aðeins verið með DNA - snið sem var samkennt við hann sjálfan. Sýni úr brotaþola, tekið af geir vört - um, hafi leitt í ljós blöndu DNA - sniða frá að minnsta kosti tveimur einstaklingum. Í meiri hluta hafi sniðið verið samkennt DNA - sniði brotaþola en í minni hluta hafi snið ið verið samkennt DNA - sniði ákærða. Þá hafi greining á hinu sýninu af brota þola, sem var tekið af öxl, ekki gefið DNA - niðurstöður sem unnt var að sam kenna við einstak ling. 6 6. Samkvæmt matsgerð og alkóhólrannsókn rannsóknarstofu Háskóla Íslands í ly fja - og eitur var tekið klukkan 01:48. Samkvæmt téðri matsgerð var brotaþoli talin hafa verið u ndir áhrif um áfengis þegar sýnin voru tekin og styrkur alkóhóls í blóði hafa verið fall andi. Einhver tími hefði því liðið frá því að áfengisneyslu lauk uns sýni voru tekin. 7. Brotaþoli og ákærði gáfu hvort um sig framburðarskýrslu síðdegis og fram á kvöld 5. janúar 2019 þar sem þau greindu frá atvikum eins og þau horfðu við þeim. Þá var ákærði látinn laus síðar um kvöldið. Við téða skýrslutöku brotaþola greindi hún frá aðdrag anda þess að hún fór inn í íbúðina og því sem hefði gerst þar inni. Greindi hún meðal annars frá áfengisneyslu, samskiptum, ákærði hefði leitað á hana kynferðislega með endurteknum snertingum eða káfi á líkama, ofan og neðan mittis, kossum og sleikingum, þ ar með talið á munn og brjóst, auk líkam - legrar þving unar og frelsis sviptingar, allt í meginatriðum eins og nánar greinir í ákæru. Hvað varðaði meintar snertingar á klofsvæði lýsti hún því meðal annars að hún hefði reynt að varna því með hendinni að ákæ rði færi með höndina inn á hana að neðan. Hún hefði eiginlega alltaf náð að vera með hendurnar fyrir nema kannski í tvær sekúndur þar sem hann náði að kippa þeim og fara með hendina sína en hún náð að bregðast við, án þess að því væri lýst nánar. Þá var hú n spurð nánar um ætlaðar snertingar í klofi og hvort ákærði hefði náð að setja fing urna inn í leggöng. Greindi hún frá því að ákærði hefði náð að setja fingurna smá bara, ekkert langt , og bara smá . Var þar átt við fingur í leggöng. Þá kom fram hjá henni a ð það hefði gerst í tvö að greind skipti með stuttu millibili í svefnherberginu. Þá var brotaþoli stuttu síðar við skýrslu tökuna spurð enn frekar út í hið sama. Svaraði hún því að hún myndi það ekki alveg en bætti við, jú, þú veist, jú . Enn frekar spurð u m hið sama greindi hún frá með svo felldum hætti: [já] í bæði skiptin, sko, en það var alveg, þú veist, tók hendina, kyssti á mér brjóstin, gerði það aftur, þannig að þú veist í eitt skipti þegar við fórum þá kannski gerði hann það nokkrum sinnum eða svona , ég náði allavega alltaf að vera með hendina fyrir. Að auki bætti hún við til frekari skýringar: Og svo svona í örfá skipti þar sem hann náði að taka hendina mína fast í burtu þá náði ég strax ein hvern veginn aftur að setja en þá náði hann alveg að fara með hendina. Við fyrrgreinda skýrslu af ákærða neitaði hann alfarið sök. Kannaðist hann við samskipti við brotaþola umrætt kvöld í framhaldi af húsfundi. Hún hefði beðið um að fá að koma í 7 heimsókn. Hann hefði sýnt henni íbúðina, þau setið saman og hann boðið henni upp á bjór og staup af ákavíti. Hún hefði brugðið sér frá og komið til baka með síga rettur og reykt úti á svölum. Hann hefði ekki haft mikinn áhuga á henni og hún hegðað sér einkenni lega. Ekkert kynferðislegt hefði gerst á milli þeirra og sa mskipti þeirra endað með því að hann hefði boðið henni annan bjór til að taka með sér. Þá hefði hann hringt í Neyðar línuna um klukkan 23:00 um kvöldið til að tilkynna um undarlega hegðun brota - þola. 8. Með bréfi verjanda ákærða 21. janúar 2019 til lögre glustjóra var kæru beint að brotaþola vegna meintra rangra sakargifta af hennar hálfu varðandi framan greind atvik. Þá var viðbótar kæru af sama toga beint að brota þola með bréfi verjanda til lögreglustjóra 30. sama mánaðar. Var sú kæra til komin vegna aðstoðarbeiðni brotaþola til lögreglu út af ákærða í tengslum við önnur meint atvik í sama mán uði utan við um rætt fjölbýlishús eftir hið meinta brot. Af hálfu lögreglu var ekki að hafst vegna fyrrgreindra kæra og voru þær skráðar í bið í málaskrá. Þan n 30. apríl 2019 var tekin skýrsla af vitni, B , systur brota þola, sem laut einkum að síma - og Snapchat - samskiptum við brota þola um rætt kvöld. Ákærði gaf aðra framburðarskýrslu 6. maí 2020 þar sem farið var nánar yfir meint brot og önnur atvik út frá sakargögnum, þar með talið fyrrgreindum niðurstöðum DNA - rann - sóknar. Ákærði kvaðst ekki geta útskýrt það hvers vegna sýni af brjósti brotaþola hefði verið samkennt við hann. Þá greindi ákærði frá því að fyrra bragði, eftir að búið var að fara yfir fyrrgre indar niðurstöður, að ef hann myndi atvik rétt hefði hann í greint skipti nudd að axlirnar og hálsinn á brota þola en hún hefði áður sagst vera með vöðva bólgu. Kvaðst ákærði ekki muna hvort hann hefði greint frá því við hina fyrri skýrslu töku eða hvort h ann hefði ekki talið það skipta máli þá að greina ekki frá því. Þá var hann við skýrslu tök una spurður nánar út í nuddið og gerði hann frekari grein fyrir því hvar það fór fram í íbúðinni og hversu langan tíma það varaði. Kvaðst ákærði telja að þetta gæti verið eina skýr ingin á því að DNA - sýni úr honum fannst á líkama brotaþola. Rannsókn lögreglu var lokið 26. maí 2021 en gögn málsins voru á þeim tíma send héraðs - saksóknara til meðferðar. Um atvik og rannsókn að öðru leyti greinir nánar í umfjöllun um s kýrslur fyrir dómi. 9. 8 Í vottorði [...] sálfræð ings frá 13. október 2021 greinir meðal annars að brotaþola hafi verið vísað til sálfræðingsins frá neyðarmóttöku. Fyrst hafi verið rætt við brotaþola í síma 7. janúar 2019. Þá hafi hún eftir það verið í níu meðferðar viðtölum á tímabili frá 10. janúar 2019 til 30. ágúst sama ár en ekki mætt í sex viðtöl vegna forfalla. Í téðum viðtölum hafi afleiðingar hins meinta kynferðisbrots verið metnar og fylgst með andlegu ástandi hennar, þar með talið ein kenn um áfa llastreitu röskunar og samslætti við aðrar geðraskanir. Þá hafi henni verið veitt áfalla hjálp og sálrænn stuðn ingur. Í viðtölun um hafi brotaþoli greint nánar frá vanlíðan á meðan meint brot stóð yfir, auk annarrar vanlíðanar eftir á. Greinir í vottorð inu nánar frá áfallastreitu einkennum, þar með töldum einkennum sem birst hafi sem endur upplifanir, martraðir og forðun, auk neikvæðra viðhorfa og tilfinninga, áhugaleysis og ofurárvekni. Einkennin hafi framan af farið versnandi en farið hafi verið að dra ga úr þeim í fjórða við tali, 8. mars 2019, og þau verið orðin væg. Á þeim tíma hafi verið uppi vísbendingar um að bataferli væri hafið og því hafi ekki verið hlut ast til um formlegt greiningarviðtal varð andi mögu lega áfalla - streituröskun. Í viðtölum á þeim tíma hafi verið veitt aðstoð til að takast á við áfalla - streitu einkenni sem þó hafi enn verið að finna. Þá hafi brotaþoli í viðtölum einnig greint frá öðrum eldri kynferðis brotum gegn sér frá því að hún var barn, ótengdum ákærða, auk þess að greina frá endur teknu líkamlegu ofbeldi, ótengdu ákærða, fyrir og eftir umrædd atvik í janúar 2019. Í síðasta viðtali, 30. ágúst 2019, hafi ekki verið talin þörf á frekari við tölum vegna hins meinta kyn ferðisbrots frá því í janúar það ár. Brotaþoli hafi notið áfram sálfræði þjón ustu vegna hinna eldri áfalla. Þá hafi hún í meðferð hjá sálfræð ingnum verið greind með áfalla streitu röskun vegna hinna eldri kynferðis brota. Í vottorð inu greinir nánar frá sjálfs mats kvörð um, niður stöðum þeirra og að þær hafi verið í sam ræmi við mat sál fræðingsins á ein kenn um brota þola eins og þau birt ust í viðtölum. Þá er í vott orðinu saman tekt á með ferðarvinnu og hvernig hún síðan þró aðist varðandi hin eldri meintu atvik. 10. Samkvæmt vottorði [...] sálfræðings frá 10. desember 2021 var brotaþoli í tólf meðferðarviðtölum á tímabili frá 19. mars 2021 til 24. nóvember sama ár. Í vottorðinu greinir meðal annars að farið hafi fram mat á andlegu ástandi brotaþola í viðtölum. Þá hafi henni verið veittur sálrænn stuðnin gur og aðstoð til að auka stöðug leika í sálrænni meðferð. Meðferð hafi verið samkvæmt alþjóð legum klín ískum leiðbein ing um og henni sé ólokið. Í viðtölum hafi brotaþoli greint frá nánar tiltekinni vanlíðan og að þau einkenni væru mjög hamlandi fyri r líf hennar. Upp lifun og viðbrögð brotaþola hafi endur speglað nánar tilgreind viðmið fyrir greiningu á áfalla streituröskun samkvæmt viður kenndum stöðlum. Sýnileg áfallastreituviðbrögð af til teknum toga hafi komið fram í við tölum brota þol a og hún verið einlæg í frásögn. Niður stöður sjálfsmatskvarða hafi gefið 9 vísbendingar um mjög alvarlega áfallastreitu röskun og alvarleg og mjög alvar leg ein - kenni þunglyndis, kvíða og spennu/streitu. Fyrr greindar niður stöður hafi verið í sam ræm i við mat á einkennum brota þola, eins og þau birtust í viðtölum, og þau hafi verið stöðug yfir meðferðartímann. Hið sama hafi gilt um frá sagnir brotaþola í við töl um en hún hafi ávallt virst vera hrein skilin, trúverðug og sam kvæm sjálfri sér. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði neitaði sök og kvaðst alfarið hafna sakargiftum samkvæmt ákæru. Þær sakir væru fjarstæðukenndar og hefðu reynt mjög á hann andlega eftir að þær komu fram. Ákærði hefði kært brotaþola fyrir rangar sakargiftir en sú kæra hefði ekki enn fengið framgang hjá lögreglu. Í framburði ákærða kom meðal annars fram að húsfundur hefði verið hald - inn umrætt kvöld í kjallara hússins og brotaþoli meðal annarra verið á fundinum. Endur - bætur á íbúð hans hefðu borist í tal og brotaþol i haft frumkvæði að því að fá að koma í heimsókn eftir fundinn til að sjá íbúðina. Ákærði hefði samþykkt það og sýnt henni íbúð - ina. Þau hefðu ekki þekkst eða átt samskipti áður. Hann hefði hins vegar séð til hennar í húsinu. Brotaþoli hefði verið hjá ho num í íbúðinni í um eina og hálfa til tvær klukku stundir. Þau hefðu drukkið bjór og hann boðið henni upp á staup af sterku áfengi. Brotaþoli hefði á þessum tíma farið út úr íbúðinni og komið til baka eftir að hafa sótt tóbak. Hún hefði fengið að fara hjá honum á salernið og tvívegis farið út á svalir að reykja. Ákærði hefði ekki meinað henni að fara út úr íbúðinni og aldrei tekið af henni sím ann. Hún hefði verið með símann hjá sér allan tímann og verið að senda skeyti með ljósmyndum af íbúðinni. Brotaþoli hefði greint honum frá ýmsum persónulegum málum, þar með talið að hún væri fjárvana, ný skilin og að hún hefði verið í fíkniefnaneyslu. Ákærða hefði fundist nærvera hennar vera óþægileg og hann ekki kært sig um að hafa hana í íbúðinni. Hann hefði reynt að beina umræðuefninu að öðru. Hann hefði nokkru síðar beðið brotaþola að fara en sagt að hún gæti tekið með sér áfengi. Brotaþoli hefði verið önug yfir því að mega ekki vera lengur hjá honum og haft á orði að hún gæti tilkynnt hann til lögreglu. Íbúðinni h efði verið læst innan frá og hægt hefði verið að snúa snerlinum tvisvar og keðja verið á dyra umbúnað inum. Kvaðst ákærði halda að hann hefði haft dyrnar læstar en ekki muna það. Engin spýta eða neitt á staðnum hefði verið notað sem slagbrandur og frásögn brotaþola um það væri uppspuni. Umrædd íbúð hefði verið á fyrstu hæð, stutt frá jörðu 10 og brotaþoli hefði auð veldlega getað komist í burtu með því að fara út af svölunum. Ákærði hefði aldrei snert eða nuddað brota þola eða gert neitt af því sem honum væri gefið að sök samkvæmt ákæru. Þau hefðu setið andspænis hvort öðru, hún í sófa en hann í stól. Hún hefði verið í gallabuxum. Ákærði hefði af heilsufarsástæðum ekki haft líkamlega getu til að lyfta brotaþola og ef til þess hefði komið, sem það hefði ekki, he fði það valdið honum mikilli vanlíðan í baki á eftir. Vísaði hann því til stuðnings til nýlegs læknisvottorðs sem er meðal gagna málsins. Ákærði kvaðst í raun ekki geta útskýrt hvers vegna DNA - snið úr honum fannst á brjósti brotaþola. Þá bæri að skilja síð ari framburð hans hjá lögreglu, um að hann hefði nuddað brotaþola, með þeim hætti að hann hefði verið að reyna að finna skýringu á téðu DNA - sniði. Það hefðu hins vegar aðeins verið hug leið ingar og það í raun og veru ekki gerst. Hann hefði aldrei snert hana. Ákærði hefði afráðið að hringja í Neyðarlínuna þegar brotaþoli var farin út úr íbúðinni. Hún hefði verið undarleg í háttum, í annarlegu ástandi og verið að tala um fíkniefna - neyslu. Hann hefði haft áhyggjur af henni. Ákærði kvaðst ekki muna ná kvæmlega hvort hún hefði verið nýfarin frá honum þegar hann hringdi téð símtal. Ákærði hefði ekki farið á eftir brotaþola og ekki bankað á hurðina hjá henni síðar um kvöldið. Hann hefði það sem eftir var kvölds haldið sig í íbúðinni og gengið til náða. Han n hefði ekki orðið var við að lög regla kæmi á staðinn eða að bankað væri hjá honum um kvöldið. Þá kvaðst hann hafa þann háttinn á að sofa með heyrnartól og lág væra tónlist. Ákærði kvaðst daginn eftir hafa komið til dyra og talað við mann sem hefði kynn t sig sem lögreglu mann. Hann hefði haft varann á sér í þeim samskiptum vegna annarra atvika í húsinu nokkru áður og því beðið um að fá að sjá lögregluskilríki. Síðan hefði hann hleypt lög reglumanninum inn til sín og það leitt til þess að hann var handtek inn. 2. Brotaþoli bar meðal annars um að hafa verið á húsfundi með ákærða og fleirum umrætt kvöld. Fundurinn hefði byrjað um klukkan 18:30 eða 19:00 og verið í kjallara hússins. Hún hefði fyrr um kvöldið verið ein heima hjá sér að sinna heimilisverkum o g verið búin að drekka einn eða fleiri bjóra. Hún hefði ekki fundið til áfengisáhrifa, hvorki þá né síðar um kvöldið. Hún hefði verið klædd í bol og buxur. Henni hefði fundist ákærði sýna sér sérkenni legan áhuga á fundinum og nærvera hans hefði verið óþæg ileg. Fundinum hefði lokið um klukkan 20:00. Hún, ákærði og fleiri hefðu að loknum fundi spjallað saman í nokkrar mínútur og staðið fyrir utan íbúðina hennar. Þegar þau ákærði hefðu verið orðin tvö eftir hefði hann verið mjög áfram um að bjóða henni í heim sókn til að sjá breytingar á íbúðinni hans sem áður hefðu borist í tal. Brotaþoli hefði að lokum látið undan og þegið boðið án þess að hún hefði raunverulega haft áhuga á því. Hún hefði á þeim tíma haldið 11 að maki og barn væru heima hjá ákærða en það hefði reynst vera misskilningur sem hún áttaði sig á þegar inn var komið. Ákærði hefði lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurð - inni og sett keðju fyrir. Sér hefði strax fund ist það vera óþægi legt. Ákærði hefði sýnt henni íbúðina og endilega viljað gefa henn i bjór. Hún hefði í fyrstu afþakkað boðið en síðan látið undan. Þau hefðu sest í sófa, talað og drukkið saman. Hann hefði meðal annars sagt henni frá eignum sínum og nýlegum sambúðarslitum við maka. Hann hefði framan af verið vinalegur en það breyst og han n orðið ágengur. Brotaþoli hefði orðið hrædd og hætt að veita því athygli sem hann var að segja. Hún hefði reynt að halda uppi samræðum án þess að hún gæti munað hvað hún sagði. Ákærði hefði á ein - hverjum tímapunkti farið á snyrtinguna en fyrst gert eitt h vað við úti hurð ina og hún heyrt hljóð koma þaðan. Hún hefði á meðan setið í sóf anum og beðið þess að hann kæmi til baka. Brotaþoli kvaðst síðan hafa farið á snyrtinguna en fyrir sér hefði vakað að athuga hvað ákærði hefði verið að gera við útihurðina. Hún hefði þá séð að hann var búinn að skorða spýtu milli hurðar húns og gólfs og við það fengið áfall og ekki vitað hvað hún ætti að gera eða hvernig hún ætti að komast út. Hún hefði síðan farið aftur þangað sem ákærði var inni í stofu. Þar he fðu þau áfram talað saman en hún kvaðst ekki muna vel um hvað þau töluðu. Brotaþoli kvað atvik í samskiptum þeirra, eða röð þeirra, þegar þarna var komið sögu, vera ruglingsleg þegar hún reyndi að rifja þau upp. Hún hefði í tvö eða þrjú skipti vikið frá ák ærða og farið út á svalir til að reykja en annars hefði hún setið í sóf - anum. Hún hefði stöðugt hugsað um það hvernig hún ætti að komast frá ákærða og hvað fyrir honum vekti. Hann hefði virst vera viðbúinn að standa upp í hvert skipti sem hún stóð upp. Aðspurð kvaðst hún kannast við að hafa tekið ljós myndir af íbúðinni og sent með skeyti til systur sinnar eftir að hún kom inn í íbúðina. Háttsemi ákærða af kyn ferðis - legum toga hefði byrjað nokkru eftir að hún kom inn í íbúðina, mögulega að liðnum hálf - tíma eða klukkutíma. Kynferðisleg háttsemi ákærða hefði aðallega farið fram í stofunni. Ákærði hefði káfað á henni, kysst hana og reynt að kyssa hana í sófanum. Hann hefði tekið hana í fangið og haldið þéttingsfast á henni inn í svefn herbergi. Hún hefði reynt að ýta honum frá sér og gera sig þunga en að öðru leyti hefði hún ekki streist á móti. Hann hefði lagt hana niður í rúm, sest ofan á hana og byrjað að káfa á henni. Hann hefði káfað á brjóstunum á henni, sett hönd í klofið og reynt að komast inn undi r buxurnar með höndunum. Þá hefði hann náð að setja fing urinn aðeins inn í leggöngin. Hún hefði frosið, verið dofin og ekki getað streist á móti. Hann hefði haldið henni fastri. Að auki hefði hann flett bolnum hennar upp, káfað á henni og kysst á henni br jóstin. Brotaþoli kvaðst nokkru eftir þetta hafa náð 12 að komast fram í stofu, fengið sér sígarettu og sent systur sinni skilaboð. Hún kvaðst hins vegar ekki muna hvað hún skrifaði henni. Ákærði hefði komið fram og hún reynt að dylja það fyrir honum að hún v æri að nota símann. Hann hefði sagt eitt hvað og síðan tekið af henni símann og komið honum fyrir ofarlega á eldhúsinnrétt ingu. Hún hefði hins vegar fengið hann aftur nokkru síðar. Hún hefði verið ráðþrota, ekki vitað hvað hún ætti að gera og hvernig hún ætti að komast frá ákærða. Hún hefði staðið á fætur og ætlað á snyrting una en ákærði tekið hana aftur í fangið, farið með hana inn í svefnherbergi og hent henni á rúmið. Þar hefði hann hegðað sér líkt og áður og setið ofan á henni. Hún hefði frosið og han n lyft henni ofan á sig þannig að hún var klof vega ofan á honum. Hún hefði fundið fyrir stífum lim hans að neðan, innan klæða. Um leið hefði ákærði haldið henni fast og verið að reyna að káfa á henni. Það sem hefði gerst inni í svefnherberginu hefði v erið lítill hluti heildar tímans sem hún var í íbúð inni, mögulega um fimm til fimmtán mínútur en brota þoli kvaðst ekki átta sig vel á tíma lengdinni. Þá hefði ákærði að minnsta kosti tvisvar í fyrrgreind skipti í svefn herberg inu farið inn á hana að neð an með höndunum og sett fingur inn í leg göngin. Brotaþoli kvaðst nokkru síðar hafa náð að losna frá ákærða og farið aftur fram í stofu. Þar hefði hann káfað á henni og áfram reynt að kyssa hana og farið með andlitið upp að andliti hennar. Þá hefði hann stöðugt verið að leggja að henni að drekka bjórinn. Ákærði hefði borið fram sterkt áfengi, hellt í staup og lagt að henni að fá sér. Þá hefði hann sjálfur drukkið eitt eða tvö staup af sterka áfenginu. Hún hefði hins vegar aðeins dreypt á bjórn - um og stau pinu og í raun drukkið mjög lítið á meðan hún var í íbúðinni hjá ákærða. Hann hefði setið á sófabaki fyrir aftan hana og farið að nudda á henni axlirnar. Sér hefði fundist það óþægilegt og rangt af honum að gera þetta og hún beðið hann að hætta. Hann hefði hins vegar ekki sinnt því. Þá hefði hann farið að narta með tönnunum í axlirnar, faðmað hana og lagt höfuðið upp að höfð inu á henni. Áfram hefði hann káfað á henni og endur - tekið reynt að kyssa hana og stinga tung unni upp í hana. Hún hefði margsinnis sa gst þurfa að fara og komast heim til sín og sér hefði liðið mjög óþægilega. Á einhvern hátt hefði henni tekist að standa upp úr sófanum og víkja frá hon um án þess að hann næði að taka hana í fangið. Hún hefði síðan farið að úti dyrunum og ákærði fylgt á eftir og faðmað hana. Þá hefði hann viljað að hún tæki með sér bjór þegar hún færi. Hún hefði á endanum látið undan, hann aflæst hurðinni og hún komist fram á gang. Ákærði hefði lokað dyrunum og hún verið ein frammi á gangi. Sér hefði á þeim tíma liðið eins og hún væri að missa allan mátt úr líkamanum. Hún hefði ekki náð að standa í fæturna og einhvern veginn liðið niður á nálægar tröppur en hún hefði náð að skríða upp og verið hrædd um að hann myndi koma á eftir henni. Hún hefði verið lengi að koma sér heim á hæðina fyrir ofan. Brotaþoli kvaðst ekki vita hversu lengi hún var í íbúðinni hjá 13 ákærða. Atvik áður en og eftir að hún var þar inni væru henni óljós í tíma. Sama væri með tímasetningar eða tímalengd einstakra atvika inni í íbúðinni. Hún hefði efti r að hafa verið hjá ákærða farið heim til sín, læst að sér og hringt í systur sína. Hún kvaðst ekki muna hvað hún sagði við systur sína, hvort systirin hefði lagt að henni að hringja á lög - regluna eða hvort þær hefðu báðar hringt eftir aðstoð. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli hringdi stuttu síðar eftir aðstoð lögreglu. Þá hefði hún á meðan hún var í sím anum falið sig í íbúðinni, sem fjærst úti dyrunum. Hún hefði heyrt að bankað var á hurðina á meðan hún var í símanum og talið að þar væri ákærði fyri r utan. Lögregla hefði í fram haldi komið á staðinn. Nánar um atvik inni hjá ákærða og hvort eða hvernig hún hefði látið í ljós að hún vildi ekki vera í návist hans og að samþykki væri ekki fyrir hendi kvaðst hún margsinnis hafa sagt ákærða að hún þyrft i að fara. Hann hefði ekki tekið neitt mark á henni. Hann hefði verið ágengur og talað um að þau væru að drekka saman. Hún hefði verið hrædd við við brögð ákærða ef hún reyndi að komast út, þar með talið á meðan hann brá sér frá á salernið. Hún hefði hugle itt hvort hún kæmist af svölunum en af sömu ástæðum ekki þorað það, en vonast til að einhver sæi hana svo hún gæti gert vart við sig. Hún hefði líka verið lyklalaus og því ekki getað komist inn í húsið þótt hún hefði komist af svölunum. Hún hefði ekki þora ð að kalla á hjálp og óttast að ákærði beitti hana ofbeldi. Brotaþoli kvaðst ekki kannast við að hafa vikið frá og farið út úr íbúðinni og komið til baka stuttu síðar með tóbak. Framburður ákærða um það væri rangur. Hún hefði reynt að ýta ákærða frá sér þe gar hann leitaði á hana kynferðislega og gefið skýrt til kynna að hún vildi það ekki og einnig reynt að gera sig þunga þegar hann hélt á henni, eins og áður greinir. Staðan hefði verið sú að hún hefði ekki ráðið við ákærða vegna líkam legra yfir burða hans . Hún hefði ekki kysst ákærða á móti þegar hann kyssti hana og ekki snert líkama hans þegar hann snerti líkama hennar. Hún hefði reynt að taka hend ur hans burt þegar hann snerti hana en hann hefði verið sterkari og náð sínu fram. Hún hefði fært sig frá ho n um en hann þá fært sig að henni. Þá hefði hann alltaf staðið á fætur þegar hún stóð á fætur og fleira af þessum toga. Henni hefði liðið mjög illa á meðan hún var í íbúðinni, verið hrædd og dofin. Þá hefði ákærði mátt sjá á henni eða honum vera það ljóst að hún væri andvíg því sem fram fór. Að auki hefði þetta haft neikvæð áhrif á rök hugsun hennar og það hefði að einhverju leyti skýrt við brögð hennar. Nánar spurð um samskipti og upplýsingagjöf við heilbrigðisstarfsmenn á neyðarmóttöku síðar um kvöldið k vaðst brotaþoli hafa verið í miklu sjokki þá. Hún væri eftir á að hyggja ekki viss hvort hún hefði á þeim tíma þorað að segja þeim frá öllu sem gerðist í sam - skipt um hennar og ákærða. Það gæti skýrt það sem haft væri eftir henni í skýrslu neyðar - móttöku u m að ákærði hefði ekki sett fingur í leg göng in. 14 Brotaþoli kvaðst hafa átt mjög erfitt andlega eftir meint atvik vegna þess sem ákærði gerði henni og þá ekki síst á níu mán aða tímabili á eftir, meðan hún bjó áfram í sama fjölbýlishúsi og hann. Hún hefði um viku eftir meint brot ákærða hringt í lögreglu út af honum þar sem hann hefði staðið á planinu fyrir utan og starað í áttina að glugganum hjá henni. Hún hefði á þessum tíma verið í erfiðri stöðu með húsnæði og ekki átt í önnur hús að venda með þr iggja ára son sinn. Úr því hefði ræst síðar. Hún hefði eftir atvikið meðal annars glímt við mikinn ótta og kvíða sem hefði lýst sér með nánar til greindum hætti. Þá hefði hún leitað sér aðstoðar hjá sál fræðingum. Að auki hefði hún áður sætt kynferðis - brot i sem barn. Hún hefði nokkru síðar sagt systur sinni frá því sem gerð ist í sam skiptum hennar og ákærða en hins vegar ekki enn treyst sér til að segja henni frá öllu því sem gerðist. Brotaþoli gaf skýrslu að nýju við framhald aðalmeðferðar. Lýsti hún frekar atvikum eftir að hún fór út úr íbúða ákærða umrætt kvöld með sama hætti og áður greinir. Þá kannaðist hún aðspurð ekki við að hafa verið í samskiptum við nágranna sinn, C , umrætt kvöld eftir að hafa verið í íbúð ákærða, sbr. vætti C sem nánar greini r síðar. Þau hefðu aðeins átt sam skipti fyrr um kvöldið á húsfundinum og strax eftir hann, eins og áður greinir. Hún hefði hins vegar komið í heim sókn til C og eiginkonu hans nokkrum dögum eftir meint brot og greint þeim frá því sem gerðist. Í framhaldi af því hefði skapast vinátta á milli þeirra. Nánar aðspurð um áfengis neyslu umrætt kvöld kvaðst brotaþoli ekki hafa fundið fyrir áfengisáhrifum. Þá kvaðst brotaþoli ekki kannast við að hafa farið úr og í íbúð ákærða um klukkan 21:00 umrætt kvöld né heldur að hún hefði orðið vör við þáverandi maka ákærða í húsinu. Vísaði brota þoli til þess sem áður greinir um veru hennar í íbúð ákærða. 3. Vitnið B , systir brotaþola, gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði. Í vætti hennar kom meðal annars fram að hún hefði umr ætt kvöld fengið Snapchat - skeyti frá brotaþola. Skeytin hefðu líklega borist um tíuleytið um kvöldið þegar vitnið var að svæfa börnin sín á heimili sínu. Vitnið kvaðst ekki muna hvað kom fram í skeytunum en það hefði verið eitthvað skrýtið og henni brugðið mjög mikið við að fá þau. Vitnið hefði skynjað að brotaþoli væri í vanda eða hættu stödd og að einhver viðbjóður væri í gangi. Hún hefði nokkru áður sama kvöld fengið skeyti frá brotaþola með ljós myndum úr íbúð ákærða sem sýndu henni breytingar á íbúð in ni. Á þeim tíma hefði ekki mátt greina neitt óeðlilegt í sam skiptum ákærða og brotaþola. Skeytin hefðu verið þeirrar gerðar að þau hefðu eyðst eftir að búið var að opna þau. Vitnið hefði síðar um kvöldið talað við brota þola í síma, þegar hún var komin he im til sín. Vitnið hefði lagt að brotaþola að kalla eftir aðstoð 15 lög reglu. Vitnið hefði heyrt að rödd brotaþola titraði og hún væri í einhvers konar sjokki. Brotaþoli hefði greint henni frá atvikum og betri mynd hefði fengist af þeim þegar þær ræddu saman í síma. Vitnið kvaðst að jafnaði vera í töluverðum samskiptum við brota - þola og þær hefðu að einhverju leyti rætt þessi atvik betur síðar. Brotaþoli hefði sagt henni að ákærði hefði lokað hana inni og meinað henni að fara út úr íbúðinni. Hann hefði ýtt he nni, reynt að káfa á henni og farið inn á buxurnar. Þá kvaðst vitnið kannast við að brotaþoli hefði greint henni frá því að ákærði hefði skorðað hurðina af með spýtu. Vitnið kvaðst ekki muna nákvæmlega hversu mikið af því sem hún sagði að hefði gerst hefði komið fram fyrst þegar þær ræddu saman í síma umrætt kvöld. Brotaþola hefði liðið mjög illa eftir meint atvik, verið hrædd og haft var ann á sér gagnvart ákærða, þar með talið á tímabili eftir þetta, á meðan þau bjuggu bæði í téðu fjölbýlishúsi. 4. Vitnið D greindi meðal annars frá því að hafa verið á hús fundi umrætt kvöld. Hún kvaðst ekki muna eftir því hvað fram fór né heldur hvort ákærði eða brotaþoli hefðu átt einhver samskipti. Vitnið kvaðst búa í íbúð á hæðinni fyrir ofan ákærða en á söm u hæð og brotaþoli. Hún kvaðst ekki hafa heyrt nein hljóð eða orðið vör við átök eða læti umrætt kvöld. Hljóðbært væri milli íbúða eins og almennt væri um fjöl býlishús af þessum toga. Brotaþoli hefði nokkrum dögum eftir húsfund inn greint vitninu frá því að ákærði hefði brotið gegn henni kynferðislega og talað um að hún ætlaði að kæra hann fyrir kynferðislega áreitni. 5. Vitnið C greindi meðal annars frá því að hafa verið á téð um húsfundi. Fundurinn hefði byrjað klukkan 19:30 og honum lokið um hálf tím a eða þremur korterum síðar. Fólk hefði talað almennt saman á fundinum, þar með talið ákærði og brotaþoli. Vitnið kvaðst búa á hæðinni fyrir ofan brotaþola, efstu hæð hússins. Hljóð bært væri milli íbúða ef ekki væri hljóðeinangrun við gólfefni. Vitnið hef ði verið í íbúð sinni eftir fundinn og ekki orðið var við neinn hávaða eða neitt sem vakti athygli hans. Fyrrgreind D hefði umrætt kvöld eftir húsfundinn, um klukkan 20:30 eða 21:00, gert vart við sig fyrir utan íbúð vitnisins. Hún hefði verið að leita að brotaþola og ætlað að tala við hana. Þá hefði brotaþoli síðar um kvöldið, um klukkan 22:00 22:30, komið í íbúð vitnis ins. Henni hefði þá verið sjáanlega brugðið og verið í ein hvers konar geðs hræringu. Hún hefði greint vitninu frá því að hafa verið að ko ma frá ákærða, hann hefði hækkað í græjunum og ekki viljað hleypa henni út. Vitnið kvaðst ekki muna orðrétt téða frásögn brotaþola en hún hefði talað um að hafa verið lokuð inni hjá ákærða. Brotaþoli hefði ekki minnst á lögreglu eða að hún ætlaði að hringj a eftir aðstoð lögreglu. Þá hefði vitnið ekki orðið var við lögreglu koma á staðinn. Vitnið kvaðst hins vegar síðar um kvöldið eða dag inn eftir, í stigagangi 16 hússins, hafa hitt mann sem hefði verið að spyrja eftir ákærða. Vitnið hefði staðið í þeirri trú að téður maður væri lögfræðingur á veg um ákærða en hann gæti hafa verið rann - sóknar lögreglumaður. 6. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , staðfesti frumskýrslu og gerði grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Um vætti hans vísast að mestu til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu um útkall lögreglu. Að auki kom meðal annars fram í vætti hans að fremur skammur tími hefði liðið frá því frá því brotaþoli hringdi eftir aðstoð uns lögregla kom á staðinn. Brota - þola hefði greini lega verið mikið niðri fyrir og hún hefði komið vitninu fyrir sjónir eins og hún hefði lent í einhverju. Hún hefði verið óörugg og stressuð og byrjað á því að spyrja hvort lögreglumenn hefðu orðið varir við mannaferðir fyrir utan íbúðina, en svo hefði ekki verið. Brotaþoli hefði greint f rá því hvað hefði gerst en ekki lýst því nákvæmlega. Í frásögn hennar hefði meðal annars komið fram hún hefði verið á húsfundi en farið inn í íbúð nágranna síns eftir fundinn til að skoða íbúðina. Þau hefðu neytt áfengis þar inni. Hegðun mannsins hefði bre yst og hann farið að vera ágengur. Hann hafi tvílæst hurðinni innan frá með snerli og skorðað hana af með spýtu. Hann hefði leitað á hana kynferðislega, afklætt hana að ofan, káfað á henni og boðið henni ítrekað í sturtu með sér. Þá hefði hann tekið af hen ni símann en hún fengið hann til baka. Hún hefði náð að senda systur sinni skeyti og nokkru síðar náð að komast út úr íbúðinni. Þá greindi vitnið frá því að lögregla hefði reynt að ná tali af manninum í íbúð hans en hann ekki svarað og ljósin hefðu verið s lökkt. 7. Vitni, [...] læknir, staðfesti og gerði nánar grein fyrir skýrslu neyðar móttöku um réttarlæknis fræðilega skoðun á brotaþola. Vitnið gerði grein fyrir almennu verk lagi á neyðarmóttöku við rann sókn mála af þessum toga. Vitnið kvaðst muna efti r komu umrædds brotaþola á neyðarmóttöku. Hún hefði komið fremur fljótt á mót tökuna eftir meint brot og verið í tilfinninga legu uppnámi og grátið á meðan hún greindi frá því sem hefði gerst. Vitnið kvaðst telja út frá sínum vinnu gögn um að hún og hjúkr unar fræðingur hefðu skráð saman frásögn brota þola. Almennt séð væri ekki vinnu regla að sjúk lingur læsi yfir það sem haft væri eftir honum. Vitnið hefði hins vegar stundum, þegar sérstaklega stæði á, haft þann háttinn á að lesa frásögn í heyranda hljóð i fyrir sjúk ling, eftir á, svo sem ef viðkomandi væri í miklu uppnámi eða undir áhrifum vímuefna. Hvað varðaði húð roða á öxl brotaþola kvaðst vitnið telja að sá áverki hefði getað orðið til við nudd eða núning. Þá hefði ekki þurft að taka fast á henni sv o roðinn kæmi fram. Vitnið kvaðst hins vegar ekki geta sagt til um hvort áverkinn hefði getað orðið til við bit. Um vætti vitnisins að öðru leyti um það sem kom fram við réttarlæknisfræðilega rann sókn 17 og frásögn og líðan brota þola á neyðar mót töku vís ast að mestu til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu um fyrrgreinda komu á neyðarmóttöku 8. Vitnið [...] staðfesti skýrslu hjúkrunarfræðings sem hún ritaði og gerði almennt greint fyrir verklagi á neyðarmóttöku. Vitnið kvaðst ekki muna eftir komu bro ta þola í greint skipti og vísaði að öllu leyti til skýrslunnar. Þá kom meðal annars fram í vætti hennar að það sem haft væri eftir sjúklingi í viðtali á neyðarmóttöku um undan gengin meint atvik væri yfirleitt ekki alltaf lesið upp fyrir eða borið undir s júkling eftir skráningu. 9. Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. [...] , staðfesti yfirlitsskýrslu um byrjun á rannsókn málsins og greindi frá aðkomu sinni að rannsókninni. Í vætti hans kom meðal annars fram að hann hefði í greint skipti verið á bakvakt og verið kallaður út. Vitnið hefði hitt brotaþola á neyðarmóttöku og það hefði líklega verið að lokinni læknisskoðun. Brotaþola hefði verið brugðið, verið mikið niðri fyrir og henni liðið illa. Þá hefði hún verið hrædd og fundið fyrir líkamlegri vanlíðan, eins og nánar væri lýst í lögregluskýrslu. Brota þoli hefði ekki virst vera sjáanlega ölvuð eða í annar legu ástandi. Hún hefði verið klædd í buxur og peysu. Brotaþoli hefði í greint skipti á neyðarmóttöku átt erfitt með að tjá sig um meint atvik. Í frásö gn hennar á þeim tíma hefðu meðal annars komið fram upp - lýsingar um frelsis sviptingu, að ákærði hefði veitt henni áfengi, fært hana með valdi í rúm og hann hefði án samþykkis farið með höndina inn á kyn færa svæðið innanklæða og sett fingur í leggöngin. V itnið hefði á þeim tíma ekki haft upp lýs ingar um hvað hefði komið fram í frásögn hennar sama kvöld hjá heil brigðisstarfs fólki neyðarmóttöku um atvik. Vitnið hefði í greint skipti tekið niður frásögn brotaþola og ritað eftir á skýrslu um sam skipti og frásögn eða framburð brotaþola, ásamt öðrum upplýsingum um téð útkall. Ná kvæm skýrslu taka af brotaþola þar sem hún gaf framburð sinn hefði hins vegar farið fram síðar um daginn á lög reglu stöð. Vitnið greindi einnig frá því að aðrir lögreglumenn á vak t hefðu einu sinni eða oftar um kvöldið eða nóttina farið að beiðni vitnisins heim til ákærða til að reyna að ná af honum tali. Hann hefði ekki svarað en lög reglumenn orðið varir við einhvern þar inni. Vitnið hefði daginn eftir farið einn að heimili ákærð a til að athuga hvort hann væri heima. Ákærði hefði að lokum komið til dyra eftir að vitnið hafði ítrekað gert vart við sig. Ákærði hefði verið full klæddur á þeim tíma og undrast og verið ósáttur við afskipti lög - reglu. Vitnið hefði handtekið ákærða og ka llað eftir að stoð annarra lögreglu manna. Ákærði hefði fljót lega í téðum sam skiptum óskað eftir aðstoð verjanda. Ákærði hefði í greint skipti kannast við að hafa átt sam skipt i við brotaþola kvöldið áður en vísað öllu á 18 bug sem á hann var borið um mei nt brot. Þá hefði ákærði tjáð vitninu að hann hefði hringt í Neyðar línu út af samskipt um sínum við brotaþola kvöldið áður. Hann hefði sagt það hafa verið vegna annarlegs ástands hennar í tengsl um við fíkni efna neyslu. Engin um - merki um átök hefðu verið í íbúðinni. Snerill og einhvers konar krækja hefði verið á hurðinni, innan frá, en vitnið kvaðst ekki muna hvort einhvers konar slag brandur hefði verið á henni. Um ummerki á vettvangi kvaðst vitnið að öðru leyti vísa til rann sóknar tækni deildar. 10. Vitni, sérfræðingur lögreglu nr. [...] , staðfesti og gerði grein fyrir rannsóknargögnum tækni deildar varðandi DNA - rannsókn. Um vætti hans vísast að mestu til þess sem áður greinir í málavaxta lýsingu um fyrrgreinda rannsókn. Að auki kom meðal annars fram í vætti hans að niðurstaða téðrar rannsóknar hefði ótvírætt leitt í ljós að DNA - sýni, sam - kennt við ákærða, hefði í minnihluta fundist á brjósti brotaþola. Þá hefði meirihluti sýnis - ins verið samkennt við brotaþola og það verið eðlilegt í ljósi þess að u m var að ræða strok sýni af húð hennar. Magnið væri hins vegar að öðru leyti óþekkt. Þá væri ekki út frá skrá ningu gagna unnt að segja til um hvort sýnið hefði verið tekið af báð um eða öðru brjóst inu. Munnvatn úr ákærða og snerting á brjóstum brotaþola gæti hvort um sig skýrt niður stöð una. Nánar aðspurður kvaðst vitnið telja að ef fingri hefði verið stungið inn í leggöng væru frekar miklar líkur á því að DNA - sýni hefði fundist í naglaskafi við kom - andi. Handþvottur eftir á drægi hins vegar úr líkunum. Frekar aðspurður kvaðst vitnið telja, almennt séð, að DNA gæti smit ast með líkamlegum snerting um á milli manna. Að því virtu væri ekki unnt að útiloka að DNA gæti hafa smitast á milli ef brota þoli hefði snert húð ákærða með hend inni og hún síðan snert húð sína á eftir. Þá gæti DNA, almennt séð, smit ast á milli tveggja ein stak linga ef þeir kæmu við hlut með hönd unum sem þeir hefðu báðir verið í snertingu við skömmu áður. 11. Vitni, [...] sálfræðingur, staðfesti og gerði grein fyrir fyrrgrein du vott orði og meðferðarviðtölum brotaþola. Um vætti hennar vísast að mestu til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu um efni vottorðsins. Að auki greindi vitnið meðal annars frá því að áfalla streita væri metin út frá einkennaflokkum sem miðuðust við sérgreind einkenni og væru tengd við tiltekið áfall. Að því virtu hefði verið unnt að greina á milli þess sem ylli áfallastreitu og áfallastreitueinkennum hjá brotaþola út frá einstökum áföllum. Þá væri vel þekkt í mál um af þessum toga að nýtt áfall gæti ýft upp einkenni eldra áfalls, eins eða fleiri. Það gæti samrýmst því sem fram kæmi í skýrslu neyðar móttöku um að brotaþoli hefði tárast þegar hún var að segja frá því sem gerðist og farið að rifja upp meinta kynferðislega misnotkun úr æsku sinni. Ja fn framt væri þekkt að unnt væri að vera með 19 truflanir út af fleiri en einu áfalli samtímis. Brotaþoli hefði í viðtölum verið trú verðug í frá sögn, hún hefði verið samkvæm sjálfri sér í svör um og saga hennar haldist stöðug. Þá hefðu einkenni sem hún lýs ti ekki breyst að öðru leyti en því að þau hefðu minnkað samhliða bata. Í fyrsta viðtali hefði meðal ann ars verið fengin frásögn brotaþola af hinu meinta broti í janúar 2019 sem var tilefni þess að henni var vísað í téða meðferð. Hún hefði greint frá þv í að hafa verið á húsfundi og ákærði hefði boðið henni heim til sín eftir fundinn. Hún hefði tekið eftir því að hann læsti hurðinni þegar komið var inn og setti spýtu fyrir hurðina. Henni hefði fundist það vera óþægilegt. Hann hefði boðið henni upp á áfeng i með ágengum hætti og hún gengist inn á að þiggja boðið en henni fundist það óþægilegt. Hann hefði síðan farið að kyssa hana og káfa á henni og henni fundist það óþægilegt. Ákærði hefði tekið hana upp, sett hana í rúm og farið inn á hana og snert kynfærin , bitið hana í öxl, nuddað og kysst brjóst og sett tunguna í munninn á henni. Frásögnin hefði rakið röð endur tekinna atvika í rúmi og í sófa, eins og áður greinir. Á endanum hefði ákærði opnað fyrir henni og hún komist út úr íbúðinni. Nánar aðspurð greind i vitnið frá því að í frásögn brotaþola hefði komið fram að ákærði hefði ekki stungið fingri í leg - göngin. Þá hefði hún aldrei í síðari við tölum greint vitninu frá neinum einkennum þess að fingri hefði verið stungið í leg göngin. Vitnið kvaðst ekki ge ta sagt til um fram tíðarhorfur brota þola með tilliti til bata þar sem vitnið hefði ekki hitt hana nýlega. Þær hefðu síðast hist á árinu 2020. Þá hefði vitnið ekki upplýsingar um hvað hefði komið fram í síðari meðferð brotaþola hjá [...] sálfræðingi. Brot aþoli hefði hins vegar verið í bata þegar hún var útskrifuð úr meðferð hjá vitninu í ágúst 2019 vegna hins meinta kynferðisbrots í jan úar sama ár. Brotaþoli hefði ekki verið greind með áfalla streitu röskun af völdum þess meinta brots en hún hefði hins v egar verið greind með slíka röskun vegna þess sem áður greinir varðandi kynferðisbrot frá því að hún var barn. 12. Vitni, [...] sálfræðingur, gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og staðfesti og gerði grein fyrir vottorði vegna sálfræðimeðferðar brotaþola. Um vætti hennar vísast að mestu til þess sem áður greinir í mála vaxta lýsingu um efni vottorðsins. Brotaþoli hefði verið í viðtö lum hjá vitninu í tólf skipti frá því í mars 2021. Það hefði komið til í tengslum við starfs - endur hæf ingu út af óvinnufærni vegna mikillar andlegrar van líðanar. Meðferð brotaþola væri ólokið. Brotaþoli væri með sterk áfalla einkenni og það væri vel þekk t að vanlíðan 20 gæti tekið sig upp eftir á þótt líðan hefði verið betri áður. Vitnið hefði greint brotaþola með áfalla streitu röskun, sem væri afleiðing af því sem gerðist milli brotaþola og ákærða. Vitnið hefði lagt spurningalista fyrir brotaþola í byrju n meðferðar, auk þess sem sjálfs - mats kvarðar samkvæmt viður kenndum matslistum hefðu verið lagðir fyrir hana í viðtali í nóvember. Samræmi hefði verið í því sem kom fram í téðum spurn inga lista og niður - stöð um sjálfsmatskvarða. Þá hefðu þau gögn sam rým st því sem kom fram í viðtöl um um vanlíðan og lífeðlisleg ein kenni brota þola. Að auki hefði brota þoli verið trú verðug og samkvæm sjálfri sér í frásögn, þar með talið um líðan og meint brot ákærða. Hún hefði meðal annars greint frá því að ákærði hefð i haldið henni innilokaðri, sest ofan á hana, tekið frá henni símann, bitið hana í öxlina, snert hana innan klæða og stungið fingri í kynfærin. Brota þoli hefði í téðum viðtölum einnig greint frá öðrum áföll um, eldri kyn - ferðis brotum frá því að hún va r barn og líkamlegu ofbeldi náins ættingja eftir að meint brot ákærða áttu sér stað. Hin eldri kynferðisbrot hefðu verið áþekk meintu broti ákærða, að því er varðaði snertingar á kynfærum innan klæða. Þau áföll hefðu hins vegar ekki haft áhrif á fyrrgreind a grein ingu á van líðan og áfallastreituröskun brota þola sem rakin væri til meintrar háttsemi ákærða. 13. Vitni, [...] læknir, gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði grein fyrir vottorði vegna ákærða, útgefnu 12. nóvember 2021. Í vætti [... ] kom meðal annars fram að útgáfa vottorðsins byggðist á frásögn ákærða um bakveikindi. Þá hefði vitnið gert læknisskoðun á ákærða í desember 2021 til að athuga betur með frásögn ákærða og til fyllingar á vottorðinu. Ákærði væri með einkenni þess að vera stífur í baki vegna stirð leika í vöðvum. Ekki væri um að ræða veik indi af þeim toga að þau gætu hamlað honum að lyfta þung u. IV. Niðurstöður: 1. Ákærða er gefin að sök meint nauðgun og frelsissvipting, eins og greinir í ákæru. Hann neitar sök og hefur alfarið vísað á bug framburði brotaþola um meint brot. Talsvert ber á milli í framburði þeirra um hvað gerðist í samskiptum þeirra í íbúð ákærða. Ste ndur að mestu orð gegn orði um meint brot. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð saka mála gildir sú grundvallar regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunar - gögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam kvæmt 108. gr. sömu l aga hvílir sönn unar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má hon um í óhag á ákæruvaldinu 21 og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skyn sam leg um rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. téðra laga. Þá metur dómurinn hvert sönn unar gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. 2. Ágreinings laust er að ákærði og brotaþ oli áttu samskipti umrætt kvöld. Hófust þau á hús - fundi og var þeim framhaldið í íbúð ákærða. Tímasetningar atvika eru nokkuð á reiki. Af fram burði brotaþola og vitnisins C verður ráðið að húsfundinum hafi verið lokið um eða upp úr klukkan 20:00. Þá ber á kærða og brotaþola saman um að þau hafi verið komin inn í íbúð hins fyrr nefnda fljótlega eftir fundinn, að undangengnu stuttu spjalli eftir fund inn. Vitnið C bar um að nágranni sinn, D , hefði komið til hans og verið að leita að brota þola eftir fundinn. Klukkan hefði þá verið um 20:30 eða 21:00. Ekkert slíkt kom hins vegar fram í vætti D en við mat á því verður að taka tillit til þess að hún mundi mjög lítið eftir um ræddu kvöldi. Ákærði bar um að brotaþoli hefði verið í eina til eina og hálfa klukkustund í íbúð inni. Hjá lög reglu bar ákærði hins vegar um að tímalengdin hefði verið tvær til tvær og hálf klukku stund. Brota þoli kvaðst fyrir dómi ekki muna hversu lengi hún var í íbúð inni. Við skýrslutöku hjá lög reglu greindi hún hins vegar frá því að hún hefði verið í íbúðinni frá því um klukkan 20:00 til að verða um klukkan 23:00. Samkvæmt frumskýrslu, sem lögreglumaður nr. [...] staðfesti fyrir dómi, greindi brota - þoli frá því í fyrstu samskiptum við lögreglu að hafa verið í íbúðinni frá því um kl ukkan 20:00 til rúmlega 22:30. Í skýrslu hjúkrunarfræðings neyðarmóttöku, sem vitnið [...] staðfesti fyrir dómi, greinir að brotaþoli hafi talið sig hafa losnað út úr íbúðinni um klukkan 23:00. Þá liggur fyrir samkvæmt hljóð upptökum frá Neyðar línu að ákæ rði hringdi þangað klukkan 23:03. Þá var fyrsta símtal brota þola til Neyðar línu einni mínútu síðar. Ákærði kvaðst fyrir dómi ekki muna hvort brota þoli hefði verið nýfarin frá honum þegar hann hringdi umrætt símtal. Hjá lögreglu greindi hann hins vegar f rá því að það hefði verið um hálf tíma eða fjörutíu mínútum eftir að hún var farin út úr íbúðinni. Af fram burði brotaþola verður hins vegar ráðið að hún hafi hringt í Neyðar línu stuttu eftir að hafa farið út úr íbúð inni. Hún hafi þurft dálítinn tíma til að jafna sig í stiga gang inum áður en hún hringdi. Að auki hefur komið fram að hún hafi talað við systur sína í síma áður en hún hringdi í Neyðarlínu. Samrýmist framburður brotaþola um þetta vætti systur - innar, án þess þó að hún gæti borið með skýrum hæt ti um tímasetningar í þessu tilliti. Engin síma gögn eru meðal málsgagna til skýr ingar á símasamskiptum þeirra téð kvöld. Í hljóð upptökum af sím tölum brotaþola við Neyðar línu og fjarskiptamiðstöð, sem er samtíma heimild um atvik, verður ráðið af rödd brotaþola og því sem hún sagði, að hún 22 hafi á þeim tíma verið nýkomin frá ákærða. Þá verður í þessu sambandi sérstaklega að líta til símtals brotaþola við Neyðarlínu, sem fylgdi á eftir, klukkan 23:05, þar sem meðal annars kom fram að hún hefði verið að s leppa frá nágranna sínum sem hefði brotið gegn henni um hálftíma áður. Þessu til við bótar liggur fyrir vætti C um samskipti við brotaþola umrætt kvöld um klukkan 22:00 eða 22:30 og að hún hefði á þeim tíma greint frá því að hafa verið innilokuð hjá ákærða. Aðspurð fyrir dómi vísaði brotaþoli því hins vegar á bug að hún hefði komið til hans umrætt kvöld eftir að ha fa verið hjá ákærða. Það hefði verið annan dag nokkru síðar. Þegar farið er að öðru leyti yfir vætti C er óvíst hvort fyrr greind tímasetning sem hann bar um á við rök að styðjast. Verður ráðið af fram burði hans að hann hafi verið að rugla saman dögum. Sa mskipti hans við brota þola hafi í raun verið nokkrum dögum eftir að meint brot var framið, eins og brotaþoli hefur borið um. Verður í þessu sambandi að líta til þess að C gaf ekki skýrslu við rannsókn málsins hjá lögreglu, langur tími er liðinn frá atviku m og framburður hans um téð samskipti sam rýmist ekki nægjanlega gögnum málsins um önnur atvik umrætt kvöld. Þá var fram burður hans um sam skipti við mann í sameign hússins, sem hann taldi vera lögfræðing, en var að öllum líkindum rannsóknar lögreglu maðu r nr. [...] , mjög ruglings legur og var eins og tíma setn - ingar atvika væru vitninu ekki fyllilega ljósar. Að þessu virtu er óvarlegt við úrlausn málsins að byggja á framburði C um framan greinda tímasetningu á samskiptum hans við brotaþola. Að öll u framangreindu virtu verður lagt til grund vallar að brota þoli hafi téð kvöld verið komin inn í íbúð ákærða milli klukkan 20:00 og 21:00 og hún hafi verið farin út úr íbúð - inni um tveimur til þremur klukkustundum síðar, milli klukkan 22:00 og 23:00. 3 . Um atvik inni í téðri íbúð ber ákærða og brotaþola saman um að ákærði hafi læst hurð inni á íbúðinni á eftir sér þegar þau voru komin inn. Verður ráðið af því sem fram hefur komið að það hafi að minnsta kosti verið gert með því að tvílæsa hurðinni með sn erli. Þá ber þeim saman um að ákærði hafi veitt brotaþola áfengi og hann einnig fengið sér. Einnig virðist þeim bera saman um að þau hafi talað saman í íbúðinni um ýmislegt úr lífi sínu. Sam skiptin hafi að einhverju leyti farið fram í sófa í stofu, auk þe ss sem brotaþoli hafi tvisvar eða þrisvar farið út á svalir að reykja. Þeim ber jafnframt saman um að þau hafi hvort um sig farið á salerni og á meðan hafi hitt beðið í stofunni. Þá ber þeim saman um að ákærði hafi undir lok samskiptanna opnað dyrnar fyrir brotaþola og hún farið út úr íbúðinni og tekið með sér bjór sem ákærði lét hana hafa. Að öðru leyti greinir þau að mestu á um hvað gerð ist á meðan þau voru saman inni í íbúð inni, þar með talið hvort 23 brotaþoli hafi vikið út úr íbúð inni og komið nokkru s íðar til baka eftir að hafa sótt sér tóbak. 4. Ákærði hefur neitað öllu því sem greinir í verknaðarlýsingu ákæru um meint brot, engar líkam legar snertingar hafi verið á milli þeirra og hann hafi ekki varnað brotaþola að kom - ast út úr íbúð inni og svipt hana frelsi. Þegar farið er nánar yfir framburð ákærða fyrir dómi með hlið sjón af skýrslum hans hjá lögreglu og öðrum rannsóknargögnum eru nokkur atriði sem stangast á eða hafa tekið breytingum. Ákærði hefur við skýrslugjöf fyrir dómi fremur dregið úr e ða gert minna úr lengd þess tíma sem brota þoli var hjá honum í íbúðinni miðað við það sem hann bar um hjá lögreglu, sbr. það sem áður greinir. Ákærði hefur verið missaga um líkamlegar snertingar á brotaþola. Við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu kom ekker t fram hjá honum um að hann hefði snert brotaþola. Ákærði bar hins vegar um það í síðari skýrslu sinni hjá lögreglu, þegar niðurstaða DNA - rannsóknar lá fyrir, að hann hefði að beiðni eða með samþykki brotaþola nuddað á henni axlirnar og hálsinn þar sem þau voru í sófa í stofunni. Þá dró ákærði síðari fram burð sinn um þetta til baka við skýrslugjöf sína fyrir dómi með þeirri skýringu að um hefði verið að ræða hug leiðingar hans á þeim tíma sem hann gaf hina síðari skýrslu hjá lög reglu. Hann hefði í raun e kki nuddað brotaþola og hann hefði á þeim tíma sem hann gaf téða lögreglu - skýrslu verið að reyna að finna skýr ingu á því hvers vegna DNA - snið úr honum fannst á brjósti brotaþola. Fyrr greindar skýringar ákærða fyrir dómi á hinum breytta fram burði samrýma st illa því sem greinir í hinni síðari lögreglu skýrslu. Í þeirri skýrslu lýsti hann á fremur ná kvæman hátt hvar, hvernig, hversu lengi og hvernig það kom til að hann nudd - aði axlir og háls brotaþola. Þá útskýrði hann við lögreglu yfirheyrsluna hvers vegn a hann hefði ekki greint frá þessu atriði við fyrri skýrslutöku hjá lögreglu. Nánar tiltekið að hann hefði ekki talið það skipta máli, hann ekki munað eftir því og/eða hann verið í sjokki yfir ásök unum sem bornar voru á hann við upphaf rann sóknar. Þá kom ekki fram hjá honum við hina síðari skýrslutöku hjá lögreglu að um væri að ræða hugleiðingar af þeim toga sem áður greinir og hann bar um fyrir dómi. Framburður ákærða fyrir dómi um að hann hafi aldrei snert líkama brotaþola samrýmist ekki niðurstöðu D NA - rannsóknar. Samkvæmt skýrslu um þá rannsókn og vætti sérfræð - ings tæknideildar fannst sýni á brjósti brota þola sem passar í minnihluta við DNA - snið ákærða. Þá eru skýringar eða vörn ákærða fyrir dómi um að DNA - sniðið geti hafa borist á milli eða smitas t við það að handleika eða snerta muni í íbúðinni með ólíkindablæ, eins 24 og atvikum er háttað. Mun nærtækara er að draga þá ályktun að DNA - rannsóknin styðji framburð brota þola um að ákærði hafi sleikt og káfað á berum brjóstum hennar, eins og hún hefur bor ið um frá upphafi. Þá er framburður ákærða fyrir dómi um símtal hans við Neyðarlínu umrætt kvöld, að hann hafi haft áhyggjur af brotaþola þegar hann hringdi, ekki í nægjanlegu samræmi við hljóðupptöku símtalsins. Á þeirri upptöku, sem er samtímaheimild u m atvik, kemur ekkert fram í tali hans um áhyggjur af þeim toga. Á upptökunni heyrist ákærði fyrst og fremst vera að tilkynna um að sér hefði fundist brotaþoli vera undarleg í háttum, að hún hefði verið ósátt við hann áður en hann hringdi og að hún ætlaði að tilkynna hann til lög reglu. Það að brotaþoli hafi verið ósátt við ákærða á þeim tíma og ætlað að tilkynna hann til lögreglu, eins og ákærði upplýsti þegar hann hringdi, er að mati dómsins fremur til þess fallið að styðja framburð hennar um að ákærði h afi brotið gegn henni stuttu áður. Er nærtækara að draga þá ályktun að ákærði hafi með þessu ætlað að vera fyrri til með því að hringja umrætt símtal og fyrir honum hafi vakað að gera brotaþola tortryggilega þar sem hann vissi að hún myndi sjálf hringja í lögreglu vegna þess sem á undan var gengið. Þessu til viðbótar kom fyrst fram hjá ákærða í greinargerð hans og framburði fyrir dómi, sbr. læknisvottorð sem hann lagði fram, að hann hefði ekki haft líkamlega getu til að lyfta brotaþola vegna bakveikind a eða það hefði verið til þess fallið að valda honum heilsu bresti eftir á. Ekkert kom fram um þetta í skýrslum hans hjá lögreglu við rannsókn málsins. Skýringar ákærða af þessum toga samrýmast ekki nægjanlega vætti læknis ins [... ] , útgefanda vott orðsins, sem bar um það að fyrst og fremst væri um að ræða stirð leika hjá ákærða en ekki veikindi af þeim toga að hann gæti ekki lyft þungu. Að öllu framangreindu virtu hefur framburður ákærða hvorki verið nægjanlega stöðugur né heldur í nægjanlegu sam ræmi við málsgögn. Dregur þetta úr trúverðugleika fram - burðar hans við sakarmatið, sbr. 115. gr. laga nr. 88/2008. 5. Þegar farið er yfir framburð brotaþola fyrir dómi um meinta frelsis sviptingu þá sam - rýmist hann verkn aðarlýsingu ákærunnar. Hún hefur lýst því að hafa verið innilokuð í um tvær til þrjár klukku stundir. Um afstöðu dómsins til tímalengdarinnar vísast til þess sem áður greinir um það hversu lengi hún og ákærði voru saman í íbúðinni. Hefur fram - burður hennar um þetta að mestu verið stöðugur eftir því sem liðið hefur á meðferð máls - ins, að því marki sem hún hefur getað hent reiður á þessi atvik. Þá ber að líta til þess að fram burður hennar um þetta samrýmist upp lýsingum sem komu fram hjá henni í öðru 25 sím tali hennar, til fjarskiptamiðstöðv ar lögreglu, klukkan 23:05 umrætt kvöld, eins og áður greinir. Gildi upptökunnar er mikið enda um að ræða samtímaheimild um atvik. Þá greindi brotaþoli lögreglu mönnum sem fyrstir komu á staðinn frá því að hún hefði verið lokuð inni hjá ákærða, sbr. frumsk ýrslu og vætti lög reglu manns nr. [...] . Hið sama kom fram hjá henni þegar hún ræddi við heil brigðis starfsmenn síðar um kvöldið, sbr. skýrslu neyðar móttöku og vætti læknisins [...] . Þá kom hið sama fram í skýrslu hjúkrunar fræð - ings neyðarmóttöku se m stað fest var af vitninu [...] . Einnig kom hið sama fram í vætti rannsóknarlögreglu manns nr. [...] um fyrstu samskipti hans við brotaþola á neyðar - móttöku. Að auki kom þetta greini lega fram í framburðar skýrslu brotaþola á lög reglu stöð sí ðar sama dag. Þessu til viðbótar sam rýmist þetta vætti B um upplýsingar sem hún fékk frá brotaþola eftir á um hvað hefði gerst. Hið sama á við um vætti C um samskipti hans við hana að öllum líkindum nokkrum dögum síðar. Sam kvæmt öllu framangreindu er ljó st að framburður brotaþola um frelsissviptingu sam rýmist framburði vitna og téðum skýrslum og upptökum. Fyrir liggur að brotaþoli bar um það að hún hefði að lokum náð að standa upp frá ákærða og leita útgöngu úr íbúðinni og það leitt til þess að hún ko mst út. Fram að því hefði hún ekki þorað það eða ákærði komið í veg fyrir það. Það að brotaþoli hafi ekki brugðist fyrr við með fyrrgreindum hætti eða látið reyna á það fyrr hvort hún kæmist burt eða að einhver kæmi henni til hjálpar getur ekki leitt til þ ess að hafna beri alfarið framburði hennar um frelsissviptingu og önnur atvik málsins. Alkunna er og margdæmt í málum af þessum toga að mikill ótti getur skert viðnámsþrek þess sem brotið er gegn. Ákærði hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir hinu gagn stæ ða. Þegar farið er yfir framburð brotaþola fyrir dómi um meint kynferðisbrot þá liggur fyrir að hún hefur lýst endur tek inni kynferðislegri háttsemi ákærða, annars vegar í stofu og hins vegar í svefn herbergi. Ákærði hefði tvívegis borið hana inn í sv efn herbergi og kastað henni á rúm. Hún lýsti því að ákærði hefði sest ofan á hana og þá lýsti hún snert - ingum ákærða þar sem hann fór með höndunum um líkama hennar, innan og utan klæða, allt eins og greinir í ákæru. Einnig bar hún um tungukossa á munn hen nar, hann hefði flett bol hennar upp og sleikt á henni brjóstin. Þá hefði hann nartað eða bitið laust með tönnunum í axlirnar og nuddað á henni hálsinn. Þessu til viðbótar bar hún um að ákærði hefði sett fingur aðeins inn í leggöngin. Þá verður framburður hennar ekki skilinn með öðrum hætti en þeim að hún hafi reynt að koma í veg fyrir það með því að bera hendurnar fyrir sig að neðan og verja kynfærasvæðið. Brotaþoli var með þessu að lýsa endurtekinni hátt semi ákærða, þar með talið tveimur skiptum þar sem hann fór með fingrinum í leggöngin með óverulegri innþrengingu þegar þau voru í svefnherberginu. Einnig greindi hún frá því að hún hefði ekki sam þykkt það sem gerðist, það hefði bæði komið fram í 26 orðum og líkams tjáningu, og ekki hefði verið um að ræða g agn kvæmar snertingar og kossa af hennar hálfu. Honum hefði því ekki getað dulist að hún var ekki samþykk því sem fram fór. Að framangreindu virtu liggur fyrir að brota þoli hefur að mestu borið um alla helstu verkn aðar þætti sem lúta að meintu kyn ferðis broti, eins og þeim er lýst í ákærunni, þar með talið ofbeldi, ólögmæta nauðung og samþykkisleysi, auk þeirrar kyn - ferðis legu hátt semi sem þar greinir. Fram burður brotaþola um meint kynferðisbrot hefur að mestu verið stöðugur miðað við gögn málsins. Skýrsla hennar fyrir dómi um framangreind atriði er í öllum megin atriðum í samræmi við framburðarskýrslu hennar hjá lögreglu 5. janúar 2019. Sú skýrslutaka hófst klukkan 16:17, eða innan við sólarhring frá því að meint brot áttu sér stað. Þar grei ndi hún meðal annars frá fyrr greind um snertingum, kossum, tungu í munn, sleik ing - um á brjóst um, sem og að ákærði hefði náð að stinga fingri í leg göngin. Hvað hið síðast - nefnda varðar þá verður ráðið af framburði hennar hjá lögreglu að fingur ákær ða hafi í raun farið mjög óveru lega inn í leg göngin og að það hafi aðeins varað ör stuttan tíma samhliða því að hún reyndi að bægja ákærða frá og verja kynfæra svæðið með hönd unum. Um þetta atriði í skýrslu hennar hjá lögreglu vísast til þess sem áður er rakið í mála vaxta - lýsingu dóms ins. Þá er framburður brotaþola um það sem áður greinir um fingur í leggöng að nokkru leyti í samræmi við vætti rannsóknar lög reglu manns nr. [...] varðandi fyrstu samskipti hans við brotaþola um rædda nótt á neyðar móttöku. Bar vitnið um frásögn brotaþola á þeim tíma um að fingri hefði verið stungið í leggöng. Þegar farið er yfir vætti rannsóknar lögreglu - mannsins fyrir dómi er hins vegar ljóst, heilt á litið, að þar var að nokkru marki tekið mið af því sem greinir í yfirlitsskýrslu sem vitnið ritaði um fyrstu rann sóknar aðgerðir eftir að hafa sinnt téðu útkalli. Samkvæmt gögnum lauk vitnið við ritun yfir lits skýrslunnar 6. janúar 2019, klukkan 16:22. Það var um sólar hring eftir að brotaþoli gaf fyrrgreinda frambu rðar skýrslu hjá lögreglu, eins og áður greinir. Þegar rýnt er í efni þess hluta yfirlits skýrslunnar, auð kenndur frásögn brota þola, og það borið saman við hljóð upptöku af téðri framburðar skýrslu brota þola hjá lög reglu, sem dóm urinn hefur kynnt sér, virðist eins og yfirlits skýrslan tilgreini fyrst og fremst reifun á því helsta sem fram kom í fram - burðar skýrslunni. Verður því ráðið að við ritun yfirlitsskýrslunnar hafi ekki verið greint sér stak lega á milli þeirra upplýsinga sem komu fram í fyr stu samskiptum við brotaþola á neyðarmóttöku téða nótt og þess sem kom fram við fram burðarskýrslu hennar síðar um daginn. Af þessu leiðir að í málsgögnum er ekki skýr skrán ing á því hvenær téðar upp - lýsingar um fingur í leggöng komu í raun fyrst fram h já brota þola í samskiptum hennar við lögreglu. 27 Í skýrslu neyðarmóttöku um það sem haft var eftir brotaþola við læknisskoðun koma fram svipaðar upplýsingar um kynferðislega hátt semi ákærða og að framan greinir, en þó með því fráviki að þar er skráð um f rásögn brotaþola að fingur hafi ekki farið inn í leg göng. Ekkert liggur fyrir um að frásögnin hafi verið borin undir brota þola við frá gang skýrslunnar. Þá ber að varast að draga of miklar ályktanir af þessu atriði. Verður að taka tillit til aðstæðna og ástands brotaþola á þeim tíma sem hún var á neyðar móttöku, eins og rakið er í gögnum móttökunnar. Upplýsingaskráningu af þess um toga er ekki ætlað að vera skýrslugjöf vitnis í þágu meðferðar sakamáls. Er fyrst og fremst um að ræða miðlun og skráningu up plýsinga til heilbrigðisstarfsfólks í tengsl um við læknis skoðun, aðhlynningu og sýna töku. Verður að meta þau gögn í því ljósi. Þá kemur allt að einu skýrlega fram í skýrslu neyðarmóttöku að gerandi hafi farið með hendur í klofið á brotaþola, auk þess se m merkt er við að það hafi verið káfað á kynfærum . Verður og í þessu sambandi að líta til þess sem áður greinir, að brotaþoli virðist hafa verið að lýsa mjög óverulegri innþrengingu í leggöng með fingri þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu síðar um daginn. Þ á kom hið sama fram við skýrslu hennar fyrir dómi. Að mati dóms ins getur framan greint misræmi því ekki ráðið úrslitum í mál inu og því að hafna beri alfarið framburði brotaþola, eins og ákærði byggir á. Þvert á móti styðja gögn neyðar móttöku að öðru ley ti við fram burð hennar, eins og áður er rakið. Það að niðurstaða DNA - rannsóknar hafi verið á þá leið að DNA - snið úr brotaþola hafi ekki verið á sýnum úr fingurskafi ákærða útilokar að mati dómsins ekki framburð brota - þola um að ákærði hafi farið me ð fingur í leggöngin með þeim hætti sem að framan greinir. Eins og áður greinir lýsti brotaþoli snertingum ákærða þar sem fingur fór aðeins inn í leg göngin með óverulegri innþrengingu. Þá verður einnig að hafa í huga að rúmlega hálfur sólarhringur leið fr á því að meint brot átti sér stað þar til ákærði var handtekinn. Er ljóst að viðkvæm sakargögn af þeim toga sem hér um ræðir, á fingri sakbornings, hljóta í almennu tilliti að geta spillst á svo löngum tíma. Þá kom fram í vætti sérfræðings tæknideildar lög reglu að líkurnar á því að finna DNA - sýni færu minnk andi hefði hand - þvottur átt sér stað áður. Ljóst er af vætti sálfræðingsins [...] að upplýsingar sem komu fram í fyrsta viðtali með brotaþola 10. janúar 2019, þar sem farið var yfir frásögn brotaþola af téðum atvik um, samrýmast í meginatriðum atvikaskráningu samkvæmt skýrslu neyðar móttöku frá því fimm dögum áður. Þá bar sálfræðingurinn um það fyrir dómi að brotaþoli hefði í téðu viðtali greint frá því að ákærði hefði ekki stungið fingri í leggöngin o g að hún hefði aldrei í síðari við tölum greint vitninu frá neinum einkennum um slíkan verknað. Að mati dóms - ins getur framan greint mis ræmi ekki ráðið úrslitum í mál inu á þá leið að hafna beri alfarið framburði brotaþola. Um þetta vísast til þess sem áður greinir, að brotaþoli virðist hjá 28 lög reglu og fyrir dómi fyrst og fremst hafa verið að bera um óveru lega innþrengingu með fingri í leggöng sem hún hafi leitast við að stöðva. Ákæruvaldið verður hins vegar að öðru leyti að bera hallann af þessu við úrlausn málsins. Vott orð og vætti sálfræð ingsins styður að öðru leyti við framburð brota þola, bæði hvað varðar það sem hún greindi frá að hefði gerst en einnig út frá því sem áður greinir um áfalla streitueinkenni brotaþola. Þau einkenni styðja framburð brotaþola um að ákærði hafi brotið kynferðislega gegn henni. Hið sama á við um vottorð og vætti sálfræðingsins [...] en þó með þeirri athugasemd að ljóst er af þessum gögnum að andleg vanlíðan brotaþola virðist blandast saman við önnur áföll hennar, fyrir og eftir meint brot. Vandi hennar er því flókinn og margþættur. Við mat á framburði brotaþola verður einnig að horfa til þess sem að öðru leyti hefur komið fram um vanlíðan hennar stuttu eftir meint brot. Samkvæmt vætti lögreglu manns nr. [...] var b rotaþola greinilega mikið niðri fyrir og hún virtist hafa lent í einhverju þegar lögregla kom á staðinn. Hið sama kom fram í vætti systur brotaþola um símtal þeirra stuttu áður en lögregla kom á staðinn. Þá bar systirin um það að hafa fengið Snapchat - skeyt i frá brotaþola um tíuleytið sem virtist sýna að brotaþoli væri í vanda eða hættu. Verður ráðið af vætti systurinnar að skeytið og símtalið hafi í hennar huga sam rýmst hvort öðru þegar betri mynd fékkst af samskiptunum eftir á. Þá heyrist á upptökum símta la brotaþola við Neyðarlínu og fjar skiptamiðstöð, af rödd hennar og því sem hún sagði, að henni var greinilega mjög brugðið á þeim tíma. Þá kemur beinlínis fram í öðru símtali hennar til Neyðarlínu, klukkan 23:05, að ákærði hafi brotið gegn henni kynferði s - lega. Sam rýmist þetta einnig því sem áður greinir um ástand og frásögn brotaþola síðar um nótt ina í samskiptum við fyrrgreinda heilbrigðisstarfsmenn og rann sóknar lögreglu - mann. Að auki sam rýmist þetta vætti C um samskipti og ástand brota þola eftir á, sem að öllum líkindum var nokkrum dögum eftir meint brot, sbr. framan greint. Styður allt það sem að framan er rakið að brotið hafi verið kynferðis lega á brotaþola og að hún hafi um tíma verið svipt frelsi. Samkvæmt skýrslu neyðarmóttöku og vætti l æknisins [...] var brotaþoli með húð roða á vinstri öxl. Að mati dómsins styður það framburð brotaþola um að ákærði hafi nuddað á henni axlirnar. Að mati dómsins dregur það ekki úr gildi fram burðar brotaþola þótt hún hafi að öðru leyti ekki verið með sérs taka áverka á líkama við læknisskoðun á neyðar - móttöku umrædda nótt. Fram burður hennar um meint brot ákærða og önnur atvik í téðri íbúð gefur ekki sérstakt tilefni til að ætla að hún hafi átt að vera með áverka á líkamanum. Hið sama á við um það sem áður greinir um íbúð ákærða og að ekki hafi verið ummerki eftir átök þar inni. Málsatvik eru ekki með þeim hætti að þess hafi mátt vænta að sérstök ummerki um átök væru á staðnum. 29 g gaf klukkan 01:48. Ljóst er af framangreindum mæligildum að vínandi hennar var fall - andi í blóði á þeim tíma sem sýnin voru tekin. Er því ljóst að áfengisneyslu hennar v ar lokið talsvert áður en fyrra blóðsýnið var tekið. Styður þetta framburð brotaþola um að hún hafi ekki neytt mikils áfengis inni í íbúð ákærða. Allt að einu sýna mæligildin að vínandi í blóði brotaþola hlýtur að hafa verið meiri fyrr um kvöldið. Brotaþol i hefur borið um að hún hafi ekki fundið fyrir áhrifum áfengis téða nótt. Þá hefur ekkert þeirra vitna sem gefið hefur skýrslu við meðferð málsins fyrir dómi borið á þá leið að hún hafi verið áberandi ölvuð. Að framangreindu virtu verður ekki fallist á þær varnir ákærða að neysla hennar á áfengi fyrr um kvöldið, fyrir téðan húsfund, hafi sérstaka þýðingu fyrir úrlausn málsins. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að framburður brotaþola fyrir dómi hafi heilt á litið verið stöðugur, trúverðugur o g hann eigi sér að mestu stoð í öðrum gögnum málsins. Fram burður brota þola hefur því mikið sönnunargildi og verður lagður til grund - vallar við úrlausn málsins. Hið sama á við um framan greind atriði sem rakin hafa verið til stuðnings fram burði henn ar. Hið gagn stæða á hins vegar við um framburð ákærða. Framburður hans hefur hvorki verið stöð ugur né í nægjanlegu samræmi við gögn máls - ins. Er það mat dómsins að fram burður ákærða sé í meginatriðum ótrúverðugur og á honum verði ekki byggt við úrlausn málsins, ef frá eru talin þau fyrrgreindu atriði í fram - burði hans um umgjörð atvika sem styðja framburð brotaþola. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, þykir fram komin lögfull sönnun um að ákærði hafi sýnt af sér þá háttsemi sem greinir í á kæru en með því fráviki að ákærði verður að njóta vafans um það sem áður greinir um fingur í leggöng brotaþola. Að mati dómsins telst aðeins sannað í þeim efnum að ákærði hafi reynt tví vegis að stinga fingri í leggöng brotaþola með óverulegri innþrengingu í stuttan tíma. Í æðri dómaframkvæmd hafa skilin á milli kynferðislegrar áreitni og annarra kynferðismaka meðal annars verið látin ráðast af því hvort fingur geranda hafi farið inn í kynfæri þolanda. Um þetta vísast til dæmis til dóms Hæstaréttar Íslands 15. desember 2016, í máli nr. 440/2016. Allt að einu er ljóst af hátt semi ákærða og atvikum málsins að öðru leyti að ásetningur hans stóð til þess að stinga fingri inn í leg göngin samh liða annarri kynferðis legri háttsemi sem greinir í ákæru, auk ofbeld is, ólög mætrar nauð ungar og frelsis sviptingar, til að ná því fram, allt eins og lýst er í ákæru, vitandi það að sam þykki brotaþola væri ekki fyrir hendi. Að þessu virtu verður lagt til grundvallar að ekki hafi verið um að ræða fullframið nauðgunar bro t og verður ákærði sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar. Telst brotið varða 30 við 1. mgr. 194. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegn ingarlaga. Eins og atvikum er háttað þykir ekki sýnt fram á að frelsis svipting brota þola í tvær til þrjár klukku stund ir hafi verið umfram það sem beinlínis leiddi af framningu tilraunar brotsins. Að því virtu verður tilraunarbrotið látið tæma sök gagn vart 1. mgr. 226. gr. almennra hegningar laga, eins og hér stendur á. Þá tæmir tilraunar brotið einnig sök gagn vart 199. gr. sömu laga, eins og hér stendur á. Eins og áður greinir var sakflytjendum gefinn kostur á að flytja málið til vara út frá framangreindum lagagreinum og hefur vörn ákærða ekki verið áfátt, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. 6. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að um var að ræða brot sem beindist að kyn - og persónu frelsi brotaþola. Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda andlegu tjóni og liggja auk þess fyrir gögn og vætti sálfræðinga sem ren na stoð um undir það að sú sé í raun staðan hjá brotaþola. Horfir allt framan greint til refsi - þyng ingar. Ákærði hefur ekki áður gerst brot legur við refsilög og horfir það til málsbóta. Við refsiákvörðun verður að líta til þess að nú eru þrjú ár liðin fr á því að brotið var framið. Fyrir liggur að talsvert miklar tafir urðu á meðferð málsins á rannsóknarstigi. Sam kvæmt gögn um leið um eitt ár frá því að rannsókn málsins hófst uns sakargögn voru send til DNA - rannsóknar í Svíþjóð. Þá leið um eitt ár frá því að rannsókninni var í raun lokið þar til máls gögn voru send frá lögreglustjóra til héraðs saksóknara. Verður að líta til þessa við ákvörðun refsingar til mildunar , eins og hér stendur á. Þá verður við refsi - ákvörðun einnig að taka tillit til þess að aðei ns er sakfellt fyrir tilraunarbrot og verður ráðið af atvikum máls að ákærði hafi ekki verið eins hættu legur og vilji hans ekki eins staðfastur og ætla má um þá sem full fremja slíkt brot. Er í því sambandi einkum litið til þess að ákærði beitti brotaþola ekki meiri hörku en áður greinir og að hann hleypti henni út úr íbúðinni þegar hún leitaði að lokum út göngu. Horfir þetta til refsilækkunar. Að öllu framan greindu virtu, og með vísan til 2. mgr. 20. gr. og 1., 2. og 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra he gningarlaga, verður refsing ákærða ákveðin fang elsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá upp kvaðn - ingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningar - laga , sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Við úrlausn á kröfu um miskabætur ber að líta til þess að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegningarlaga. Eru því ekki efni til að vísa bóta kröfunni frá dómi. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði með ólögmætum og saknæmum hætti bakað sér skaðabótaábyrgð. Brotaþoli á því rétt á miska - bótum úr hendi ákærða á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. síðari breyt ingar. Ákærði hefur e kki fært fram haldbær rök fyrir hinu gagnstæða og 31 verður kröfu hans um sýknu af bótakröfu því hafnað. Tjón brota þola er stutt gögnum frá sálfræðingum, eins og áður greinir. Að þessu virtu og að teknu tilliti til eðlis brots og að það var ekki fullframið, auk dóm venju, þykir fjár hæð miska bóta hæfi lega ákveðin 800.000 krónur, auk vaxta og dráttar vaxta, eins og nánar greinir í dóms orði. Upp hafs tími dráttar vaxta miðast við þing festingu máls ins, 4. október 2021. Með hliðsjón af framan greindum má ls úrslit um og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008, ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostn aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Egilssonar lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem taka að nokkru mið af tímaskýrslu en að öðru leyti af eðli og umfangi máls, 4.500.000 krónur, að með töldum virðis aukaskatti. Þá telst til sakar kostnaðar þóknun til skip aðs réttar gæslu manns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólf s - dóttur lögmanns, vegna vinnu á rann sóknarstigi og fyrir dómi, sem ræðst að mestu af tíma skýrslu, 1.000.000 króna, að með töld um virðis auka skatti. Til sakar kostn aðar teljast einnig önnur útgjöld samkvæmt yfir liti ákæru valds ins, 287. 137 krónur. Þessu til viðbótar teljast til sakar kostnaðar önnur út gjöld samkvæmt við bótar yfirliti ákæru valds ins, 193.000 krónur. Vegna úr s lita málsins verður ákærða gert að greiða tvo þriðju hluta alls framan greinds sakar kostn aðar til ríki ssjóðs, eða samtals 3.986.758 krónur, en þriðjungur kostn aðarins greið ist úr ríkis sjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá deg inum í dag að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 800.000 krónur í miskabætur, auk vaxta sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 4. janúar 2019 til 4. október 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til grei ðsludags. Ákærði greiði samtals 3.986.758 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs, og eru þar innifaldir tveir þriðju hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Jóns Egilssonar lögmanns, 32 sem í heild nema 4.500.000 krónum, tveir þriðju hlutar þóknunar skip aðs réttar gæslu - manns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, sem í heild nemur 1.000.000 króna, og tveir þriðju hlutar af útgjöldum ákæru valds ins sem í heild nema 480.137 krónum samkvæmt yfirlitum. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Daði Kristjánsson