Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2 9. júlí 2020 Mál nr. S - 934/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Þorstein i Ásbjörnss yni ( sjálfur) Dómur Mál þetta, sem var tekið til dóms 24. júlí síðastliðinn, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 7. apríl 2020, á hendur Þorsteini Ásbjörnssyni, kt. [ ... ] , [ ... ] : ,, fyrir eftirtalin umferðarlagabrot , með því að hafa: 1. Föstudaginn 12. júlí 2019 ekið bifreiðinni [ ... ] sviptur ökurétti um Háholt í Hafnarfirði, við Brattholt. 2. Fimmtudaginn 9. janúar 2020 ekið bifreiðinni [ ... ] sviptur ökurétti um Hjallabraut í Hafnarfirði, við Miðvang. Teljast brot í báðum liðum varð a við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa . Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að ha fa framið þau brot sem honum eru gefin að sök og var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við framlögð sakargögn, að hann hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök og eru þau réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði h efur því unnið sér til refsingar. 2 Ákærði er fæddur í [ ... ] og á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 samkvæmt framlögðu sakavottorði. Þann 27. febrúar 2008 gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun um greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar fyrir u mferðarlagabrot. Var ákærði sviptur ökurétti í fjögur ár frá 18. maí 2008 að telja. Með dómi 18. október 2011 var ákærða gert að sæta fangelsi í 30 daga og svipt ingu ökurétt ar ævilangt frá 18. maí 2012 að telja fyrir umferðarlagabrot. Þá var ákærði með dómi 2. apríl 2012 dæmdur í 75 daga fangelsi fyrir akstur undir áhrifum áfengis og sviptu r ökurétti ævilangt . Þá samþykkti ákærði greiðslu sektar 28. júlí 2017 fyrir akstur svipt ur ökurétti. Loks samþykkti ákærði 24. apríl 2018 greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar í tvö ár frá þeim degi að telja. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið og að virtum brotum ákærða verður refsing hans ákveðin fangelsi í 45 daga. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 21. júlí síðastliðinn. D ó m s o r ð: Ákærði, Þorsteinn Ásbjörnsson, sæti fangelsi í 45 daga. Jón Höskuldsson [ ... ]