Héraðsdómur Austurlands Dómur 10. júní 2022. Mál nr. S - 38/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) (Eva Dís Pálmadóttir lögmaður og réttargæslumaður) g egn A ( Gísli M. Auðbergsson lögmaður ) Dómur . A 1. Mál þetta, sem dómtekið var 2 3. maí 2022, höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 5. apríl sl., á hendur A , kennitala , , : ,, Fyrir eftirfarandi háttsemi sem framin var í föstudaginn 8. október 2021: I. Fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum, með því að hafa snemma morguns, utandyra, á , á móts við hús nr. , , ráðist að B , kt. , sem þá var ára gömul og tekið hana hálstaki og snúið hana niður í jörðina þ ar sem hann sparkaði í höfuð hennar og lamdi hana í andlit og höfuð, hélt fyrir munn hennar og svo togað hana á fætur aftur og haldið henni, þar til hún slapp í burtu, með þeim afleiðingum að hún hlaut brot á glerungi á framtönn nr. 11, bólgu á nefi, blóðn asir, sár í aftanverðum munni hægra megin, hrufl á neðri vör, klórfar á neðanverðum kvið, hruflsár á enni og á höfði vinstra megin auk þess sem hún varð mjög hrædd, en allt framangreint var vanvirðandi, ruddalegt og særandi og sýndi mikinn yfirgang gagnvar t stúlkunni. II. Fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa rétt fyrir hádegi, á heimili sínu að , , haft í vörslum sínum 0,82 gr af kannabisefni sem fannst við leit lögreglu. Telst ákæruliður I varða við 1. mgr. 217., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. breytingarlög. 2 T elst ákæruliður II varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verð i upptæk framangrein d 0,82 gr af kannabisefni, sem hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Einkaréttarkrafa : Af hálfu B , er þess krafist að ákærði verði dæ mdur til greiðslu miskabóta að fjárhæð kr. 1.500.000 auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 9. október 2020. Hafi krafan ekki verið greidd þann 21. nóvember 2021 er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga, frá þei m degi til greiðsludags. Þá er þess krafist þóknunar vegna réttargæslustarfa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. XXXVI. kafla sömu laga, vegna framsetningar bótakröfu. 2 . Við flutning málsins fyrir dómi áréttuðu sækjandi og skipaður réttargæslumaður br otaþola, Eva Dís Pálmadóttir lögmaður , ofangreindar kröfur. Skipað u r verj andi Gísli M. Auðbergsson lögmaður hefur krafist þess fyrir dómi að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa, og að fangelsis ref s ing hans verði skilorðsbundin og þá vegna fyrrgreinds hegningarlagabrots, en að sektarrefsing ákærða vegna brot sins gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni verði ákvörðuð í l á gmarki. Verjandinn krafðist þess enn fremur að ákærði verði sýknaður af broti gegn tilgreindu m ákvæð um barnaverndarlaga nna. Loks kr afðist verjandinn þess að fjárhæð einkaréttarkröfu yrði lækkuð verulega. Af hálfu verjandans var um nefndar kröfur einkum vísað vísað til þess að ákærði hefði fyrir dómi játað verknaðarlýsingu ákæru , en að auki lýst yfir iðr an vegna háttseminna r . Verjandinn vísað i einnig til þess að samkvæmt framlögðum gögnum hefði ákærði verið samvinnuþýður við lögreglu rannsókn málsins , en því til viðbótar hefði hann fljótlega leitað sér viðeigandi aðstoðar vegna fíknar sinnar , og það í fyrsta skiptið . 3 Verjandinn krafðist þess að lokum honum verði dæmd hæfileg málflutningsþóknun við alla meðferð málsins, fyrir dómi og við lögreglurannsókn málsins. B. 1. Fyrir dómi h efur ákærð i játað sakargiftir, líkt og þeim er lýst í I. og II. kafla ák æru , en um bótaskyldu og heimfærslu til laga vísa r hann einkum til þess sem hér að framan hefur verið rakið. Þá samþykkti ákærði einnig upptökukröfu ákæruvalds á tilgreindum fíkniefnum. 2. Að virtum skýrslum ákærðu fyrir dómi og hjá lögreglu, en einnig öð rum rannsóknar gögnum lögreglu, þ. á m. framburðarskýrslu brotaþola, er að mati dómsins nægjanlega upplýst að ákærði hafi fyrir tilviljun orðið var við ferðir brotaþola þar sem hún var fótgangandi, svartklædd og með bak p oka, nærri heimili sínu rétt fyrir kl. 06:00 umræddan morgun . Í því samhengi er þess að líta að heimili b rotaþol a og ákærð a er í sama fjölbýlishúsinu, en þ ó eigi í sama stigahúsi . Þá liggur fyrir að þau þekktust í raun ekkert, en að brotaþoli kannaðist þó við ákærða í sjón. Upplýst e r að þ egar atvik máls gerðust hafi brotaþoli verið á leið í líkamsrækt og var með heyrnartól yfir eyrum sínum. 3. Við meðferð málsins hefur ákærði skýrt frá því að hann hafi neytt fíkn i efna kvöldið fyrir umræddan atburð og haft þær ranghugmyndir þegar hann vaknaði í vímumóki og varð var við ru slar a gang á eigin heimili , að mannvera sem hann hafi á þeirri stundu séð á gangi fyrir utan heimili hans , og reyndist vera brotaþoli, h afi átt þar hlut að máli. Ákærði hefur skýrt frá því að vegna þessara ranghug mynda h afi hann afráðið að fara á eftir brotaþola og veita henni ráðningu. Hann hafi því farið út af heimil i sínu og í framhaldi af því ráðist á brotaþola og þá með því að taka hana hálstaki og rífa han a niður á jörðina. Brotaþoli hefur lýst viðbrögðum sínum við hinni fyrirvaralausu árás á þá leið að hún hafi brugðist hart við og barist á móti ákærða, og m.a. bitið hann í fingur inn . H afi hún við illan leik að lokum náð að forða sér á hlaupum, og í beinu framhaldi af því fa rið á ný á eigið heimili . 4 4 Samkvæmt rannsóknargögnum var vakthafandi lögreglumanni gert viðvart um nefndan atburð og var hann kominn á heimili brotaþola og forráðamanns hennar um kl. 06:15. Í frumskýrslu lögreglu segir frá því að brotaþoli hafi verið me ð sýnilega blóð áverka á munni og nefi. Er u þessi áverkamerki í samræmi við ljósmyndir lögreglu. Í frumskýrslu nni segir einnig frá því að lögreglumaður inn hafi eftir hin ar fyrstu aðgerðir á heimili brotaþola lagt leið sína að heimili ákærða , en þá veitt því eftirtekt að blóðk ám var þar á stigahandriði í stigagangi num . Fram kemur að lögreglumaðurinn hafi því næst lagt leið sína á ætlaðan brota vettvang og s egir frá því í skýrslu nni að þar hafi hann fundið bakpoka og persónulega muni brotaþola, en ein nig karlmannsgleraugu . V egna kynna sinna af ákærð a hafi lögreglumaðurinn ályktað að sjóngleraugu n væru eign hans . Liggur fyrir að ákærði staðfesti þessa ályktun síðar um daginn við formlega yfirheyrslu . Í skýrslum lögreglu segir frá því að eftir að ranns óknarlögre g l a var komin á vettvang hafi tveir lö greglumenn hitt ákærða fyrir í stigagangi nefnds fjölbýlishúss . Greint er frá því að þá hafi ákærði verið ber að ofan, gleraugnalaus og með umbúðir á baugfingri vinstri handa . Fullyrt er að ákærði hafi verið undir áhrifum vímuefna. Samkvæmt rannsóknargögnum var ákærði handtekinn, kl. 07: 10 . Hann var í beinu framhaldi af því færður á lögreglustöð , en þar var m.a. tekið úr honum blóðsýni vegna vímuefnarannsóknar . E igi liggur fyrir niðurstaða úr þeirri rannsókn . Fram kemur að v ið áframhaldandi lögregluaðgerðir hafi verið gerð húsleit í íbúð ákærða, að viðstöddum verjanda hans , og að við þá aðgerð hafi fundust þau fíkniefni sem greint er frá í ákæru . Á meðal rannsóknargagna er ítarleg vettvangsskýrsla rannsók narlögreglumanns, ásamt ljósmyndum, en einnig efnaskýrsla. Ákærði hefur við meðferð málsins , þ. á m. fyrir dómi, skýlaust játað vörslu á umræddu lítilræði á fíknuefn um , en jafnframt samþykkti hann upptökukröfu ákæruvalds . 5 . Ákærði var yfirheyrður fyrrnefndan dag, að viðstöddum verjanda sínum , en var að því loknu látinn laus , kl. 17:39 , og í framhaldi af því ekið til síns heima . Áður en þetta gerðist hafði ákærði ritað undir sérstaka yfirlýsingu þess efnis að hann myndi tímabundið virða tiltekin nál gunarmörk gagnvart brotaþola. 5 6 . Á meðal rannsóknargagna lögreglu eru bréf um slysaskoðun brotaþola á tannlæknastofu, dags. 28. nóvember 2021, tvö áverkavottorð og ljósmyndir nafngreinds læknis hjá Heilbrigðisstofnunar Austu r lands, dags. 14. nóvember 2021 og 16. m ars 2022. Í hinu síðast greinda vottorði er áverkum brotaþola ítarlega lýst . Er þar um sambærilega lýsingu að ræða og greinir í ákæru, sbr. þó lið 7 hér að neðan , að því er varðar ætla ðan tannáverka . 7 . Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu þann 12. o któber sl. Hún lýsti atvikum í aðalatriðum með sambærilegum hætti og hér að framan hefur verið rakið, og þar á meðal að hún h afi er atvik gerðust barist gegn ákærða af öllum lífs og sálarkröftum. Er frásögn brot aþola í aðalatriðum í samræmi við verknaðarlýsingu ákæru, þ. á m. varðandi líkamlega áverka , að því frátöldu að hún hafði engin orð um fyrrnefndan tann á verka . Um hið síðast nefnda atriði er vikið í fyrrgreind u bréfi tannlæknastofu, en þar er skráð að brotaþoli hafi fengið högg á framtönn nr . 11, og er vikið að væntanleg ri meðferð af þeim sökum. Ekki e r vikið að hinum ætlaða tannáverka í öðrum sjúkragögnum, og er þar er beinlínis fullyrt að brotaþoli hafi ekki verið með neina tannáverka . 8. Við fyrrgr einda skýrslugjöf b rotaþol a hjá lögreglu skýr ði hún frá því að vegna hinna tilefnislausu árásar h afi hún orðið fyrir andlegu áfalli , og h afi af þeim sökum m.a. átt erfitt með svefn , en einnig fundið fyrir öryggisley s i . V egna þess hafi hún leitað eftir aðstoð, og þá m.a. hjá námsráðgjafa . Er þetta síðast greinda atriði í samræmi við gögn málsins. 7. Í máli þessu er ákærða m.a . gefið að sök að hafa brotið gegn 1. mgr. 217. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en ákvæði hljóðar svo: Hver, sem gerist s ekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum, en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. Þá er ákærða jafnframt m.a. gefið að sök að hafa brotið gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, en ákvæði n hljóða svo: Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum . 6 Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. 8 . Með játningum ákærð a fyrir dómi og að virtum f raman greindum rannsóknargö gnum er að áliti dómsins nægjanlega sannað að ákærð i hafi gerst sek u r um þá líkamsárás gegn brotaþola , sem í ákæru er lýst , að því frátöldu að sá tannáverki, sem þar er til t e k inn hefur eigi nægjanlega stoð í skýrslu brotaþola hjá lögreglu og þeim sérf ræ ðivottorðum , sem ákæruvaldið byggir á. Að þes su virtu ber að sýkna ákærða af þ essu tiltekna sakar atriði. Líkamsárás ákærða er að ofangreindu virtu réttilega heimfærð til laga í ákæru . A ð virtum ungum aldri brotaþola þykir lýst háttsemi ákærða einnig varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, sbr. m.a. dóma Landsréttar í málum nr. 511/2020 og 627/2022 . Í ljósi skýlausrar játningar ákærða , sem eru í samræmi við gögn málsins verður hann sakfelldur fyrir það fíkniefnabrot , sem lýst er ákæru, en með því hef ur hann brotið gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. C . 1. Ákærði, sem fæddur er árið , hefur tvívegis, þann 1. október 2019 og 27. janúar 2020, gengist undir lögreglustjórasáttir, í bæði skiptin vegna fíkniefnaakstur s . Aðrar eldri refsingar ákærða hafa ekki áhrif í máli þessu. 2. Við ákvörðun refsingar ákærð a ber að áliti dómsins m.a. að líta til þess að líkamsárás hans gegn brotaþola var alvarleg, ruddaleg, hættuleg og tilefnislaus, og er þetta metið honum til refisþyngingar , sbr. ákvæði 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Ákærð i játaði líkam sárásina skýlaust hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann lýsti yfir iðrun sinni vegna háttseminnar og samþykkt bótaskyldu gagnvart brotaþola. Þá verður ekki fram hjá því horft að við meðferð málins fyrir dómi hafa verið lögð fram lækni s fræðileg gögn um að ákærði hafi mjög fljótlega eftir verknaðinn leitað sér aðstoðar á sjúkrastofnunum vegna fíkniefnavandkvæða sinn . Horfir þetta allt til refsimildunar . 7 Loks er til þess að líta að ákærði hefur ekki áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot. Að þessu virtu ber við ákvörðun refsingar að líta til ákvæð a 4. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. hegningarlaganna, Að öllu ofangreindu virtu, og með hliðsjón af 77. gr. laga nr. 19/194, þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi, sem fært þykir að skil orðsb inda eins og greinir í dómsorði. Þá ber að dæma ákærða til að greiða 55 .000 króna sekt til rík i ssjó ðs vegna fyrrgreinds fíkniefnalagabrots. Ber ákærða að greiða sektina innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja , en ella sæti hann fjögurra dag a fangelsi. 3. Upptæk skulu gerð til ríkissjóðs 0,82 gr af kannabisefni, sem lögreglan lagði halda á við rannsókn málsins, með vísan til sömu ákvæða laga og reglugerðar og í ákæru greindi. 4 . S kipaður réttargæslumaður brotaþola , Eva Dís Pálmadóttir lögmaður, lagði fram rökstudda miskabótakröfu gegn ákærða við meðferð málsins hjá lögreglu , sbr. sakarefni I. kafl a . hér að framan , og þá fyrir hönd C , kt. , sem er móðir brotaþola . Afstöðu ákærð a til kröfunnar hefur hér að framan að nokkru verið lýst, en hann samþykkt i bótaskyldu, en andmælt i fjárhæðinni, sem of hárri. Bótakrafan er dagsett 21. o któber 2021, en hún var fyrst birt ákærða af lögreglu þann 10. maí 2022. Það er niðurstaða dómsins að með greindu líkamsárásarbroti hafi ákærð i bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþola . Verður því fallist á að brotaþoli eigi rétt til miskabóta úr hendi ákærð a og þá með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun miskabótanna er einkum litið til líkamlegra afleiðinga árásarinnar , en einn ig þeirra andlegur eftirmála sem áður er lýst. Gögn um hið síðast greinda eru þó takmörkuð, en s amkvæmt yfirlýsingum fyrir dómi horfir um það atriði þó til betri vegar. Að þessu virtu þykja nefndar bætur hæfilega ákveðnar 45 0.000 krónur, ásamt vöxtum eins og nánar segir í dómsorði. 5 . Með vísan til málsúrslita, sbr. 235. gr. laga nr. 88/2008 , ber að dæma ákærð a til að greiða sakarkostnað málsins . Er þar um að ræða útlagðan sakarkostnað ákæruvalds að fjárhæð 58.666 krónur , en sækjandi féll frá lið að fjárðhæð 493 krónur . E innig ber að dæma ákærða til að greiða þókn un hins skipað a verjenda svo og málskostnaður brotaþola vegna lögmannsaðstoðar réttargæslumann hennar, sbr. það sem í dómsorði greinir. 8 Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoð arsaksóknari, en skipaður réttargæslumaður brotaþola var Eva Dísa Pálmadóttir lögmaður . S kipaður verjandi ákærða var Gísli M. Auðbergsson lögmaður . Ólafur Ólafsson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærð i, A , sæti þriggja mánaða fangelsi, en fullnustu þeirra r refsinga r skal fresta og falli hún niður að þremur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Á kærði greiði 55 .000 króna sekt til ríkissjóðs og kom i fjögurra daga fangelsi í stað sektarinnar greiði ákærði hana ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins a ð telja. Upptæk eru til ríkissjóðs 0,82 gr . af kannabisefni, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 469 20 . Ákærðu greiði C , kt. , vegna dóttur hennar, brotaþolans B , 45 0.000 krónur í miskabætur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38 / 2001 frá 9. október 2021 til 10. j úní 2022 , en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags . Ákærði greiði sakarkostnað 722 . 415 krónur, þ. m. t. 58.666 krónur vegna kostnaðar ákæruvaldsins, 2 39.940 krónur í málskostnað til brotaþola vegna starfa réttargæslumanns hennar, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 14. 136 krónur vegna ferðakostnaðar réttargæslumannsins, að meðtöldum virðisaukaskatti, svo og 393.545 krónur, að meðtölum virðisaukaskatti, vegna málflutnings þóknun ar hins skipað a verjanda, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, og 1 6.128 krónur, að meðtöldum virðisau kaskatti, vegna ferðakostnaðar verjandans .