Héraðsdómur Reykjaness Dómur 12. janúar 2022 Mál nr. S - 3321/2020 : Héraðssaksóknari ( Sigríður Árnadóttir Aðstoðarsaksóknari ) g egn Teitur Guðmundsson ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem dómtekið var 23. nóvember sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 10. desember 2020 á hendur ákærða Teiti Guðmundssyni, kt. , : - og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins Sitrus, kt. , nú afskráð, með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögm æltum tíma uppgjörstímabilin mars apríl rekstrarárið 2013 til og með maí júní rekstrarárið 2015 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins uppgjörstímabilin mars apríl, júlí ágúst og nóve mber desember rekstrarárið 2013 og uppgjörstímabilin janúar febrúar rekstrarárið 2014 til og með maí júní rekstrarárið 2015 í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 10.387.154, sem sundurliðast sem hér gre inir: Árið 2013 janúar - febrúar kr. - 604.010 mars - apríl kr. 1.412.475 maí - júní kr. - 187.565 júlí - ágúst kr. 1.134.819 september - október kr. - 9.306 nóvember - desember kr. 1.160.338 kr. 2.906.751 2 Árið 2014 janúar - febrúar kr. 807.253 mars - apríl kr. 1.173.820 maí - júní kr. 1.795.115 júlí - ágúst kr. 108.572 september - október kr. 887.377 nóvember - desember kr. 647.302 kr. 5.419.439 Árið 2015 janúar - febrúar kr. 934.902 mars - apríl kr. 1.078.062 maí - júní kr. 48.000 kr. 2.060.964 Samtals: kr. 10.387.154 2. Látið undir höfuð leggjast að færa tilskilið bókhald í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994, um bókhald, vegna starfsemi einkahlutafélagsins rekstrarárin 2013 til og með október 2015 og v anrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn félagsins með fullnægjandi hætti á sama tímabili . 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu ávinnings af broti samkvæmt 1. tölulið ákæru, samtals 10.387.154 króna, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins og eftir atvikum í eigin þágu. Brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. m gr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald. 3 Brot ákærða samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði krefst frávísunar 3. töluliðar ákæru og t il vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Komi til sakfellingar er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, að ákærða verði ekki gerð sektargreiðsla og verði dæmd fangelsisrefsing að hún verði skilorðsbundin. Þá er þess krafist að málsvarnarlaun eins og a nnar sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. II Ákærði var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélagsins S, sem sérhæfði sig í gerð rafrænna auglýsinga, en ákærði er . Félagið hét upphaflega og var ákærði framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi frá stofnun árið 2007 en þann 31. desember 2012 var nafninu breytt í S. Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf formlega rannsókn á skilum afdreginnar staðgreiðslu og virðisaukaskatts S ehf. þann 29. mars 2017 en félagið var úrskur ðað gjaldþrota 21. október 2015. Ákærði var yfirheyrður hjá skattrannsóknarstjóra 26. maí og 21. júní 2017 með stöðu sakbornings að viðstöddum verjanda. Var ákærða kynnt sakarefnið og að hann væri grunaður sem fyrirsvarsmaður skattaðila um að hafa vantalið skattskylda veltu og útskatt framangreind rekstrarár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að félagið hefði vanrækt skýrsluskil og að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti á tilskildum tíma. Skýrsla með niðurstöðum rannsóknar var send ákærða 9. nóvemb er 2017 og honum tilkynnt um lok rannsóknar, fyrirhugaða ákvörðun um refsimeðferð málsins og leitað afstöðu hans. Ákærði sendi athugasemdir 23. nóvember 2017 þar sem m.a. kom fram að ekki hefði verið um ásetning að ræða og að ákærði hefði persónulega innt af hendi umtalsverðar greiðslur fyrir og eftir gjaldþrot. Var farið fram á vægustu viðurlög er lög leyfðu. Með bréfi 19. febrúar 2018 vísaði skattrannsóknarstjóri málinu til héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum nr. 451987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og almennum hegningarlögum. Var 4 ákærða tilkynnt um það sama dag. Ákærði var yfirheyrður 3. desember 2019 með verjanda viðstaddan. Niðurstaða héraðssaksóknara var sú að vangoldinn virðisaukaskattur á eindaga vegna áranna 2013 - 2015 hefði samtals numið 10.387.154 krónum, sem er í samræmi við ákæru. Í framburði ákærða fyrir dómi kom fram að hann hefði komið að rekstri S ehf. sem fjárfestir en ekki þegið laun frá félaginu. Ákærði kvaðst hafa verið framkvæmdastjór i í öðru félagi í allmörg ár. Hann hefði verið skráður framkvæmdastjóri, prókúruhafi og aðalmaður í stjórn S ehf. allt ákærutímabilið. Ákærði viðurkenndi að hafa átt að sjá um skattskil og bókhald fyrirtækisins þó dagleg fjármálastjórn hafi átt að vera í h öndum þeirra starfsmanna sem unnu á skrifstofunni. Ákærði kvaðst einn hafa haft aðgang að bankareikningi félagsins en aðrir starfsmenn verið með kort. Vangoldinn virðisaukaskattur hefði farið í rekstur félagsins. Ákærða kvaðst vera kunnugt um skyldur sínar sem framkvæmdastjóri og skorist ekki undan skyldum sínum að því leyti. Ákærði gerði ekki athugasemdir við tölulegar niðurstöðu á yfirliti um vanframtalda skattskylda veltu og vangoldinn virðisaukaskatt ákærutímabilið miðað við eindaga. Ákærði kvaðst hafa talið að hann væri búinn að greiða allar skattskuldir félagsins í október 2015 og fengið kvittun fyrir því. Hluta greiðslu í maí 2015 hafi verið ráðstafað til greiðslu tryggingargjalds gegn fyrirmælum ákærða um ráðstöfun hennar inn á virðisaukaskattskuld. Því sé fjárhæð ákæru röng sem því nemi auk þess sem öll skuldin hafi verið greidd af sér persónulega. Vitnisburður ákærða fyrir dómi er efnislega sambærilegur við það sem hann bar um í skýrslum hjá skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. III Ákærði lagði fram skriflega greinargerð í málinu samkvæmt heimild í 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð sakamála. Þar var aðallega krafist frávísunar málsins sem var hafnað með úrskurði héraðsdóms þann 26. apríl 2021. Í 1. tölulið ákæru er ákærða gefið að sök að ha fa hvorki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum né innheimtum virðisaukaskatti á lögmæltum tíma vegna S ehf. Ákærði hefur neitað sök og reisir sýknukröfur á því að fjárhæð vangoldins virðisaukaskatts hafi verið röng í ákæru auk þess sem ákærði hafi greitt allan vangoldinn virðisaukaskatt samkvæmt ákæru. Skilyrði útgáfu kæru hafi því ekki verið til staðar þar 5 sem byggt væri á rangri forsendu um fjárhæð hins vangoldna virðisaukaskatts. Með því hafi verið brotið á rannsóknarreglu, sannleiksreglu, meðalhófsreg lu og jafnræðisreglu sem feli í sér annmarka á saksókn sbr. 159. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í málinu er óumdeilt að engum virðisaukaskattskýrslum var skilað vegna S ehf. allan þann tíma sem félagið var í rekstri auk þess sem leiðréttingarsk ýrslum var ekki skilað. Ákærði gerði hvorki við rannsókn málsins né fyrir dómi athugasemdir við vanframtalda virðisaukaskattskylda veltu félagsins sem fjárhæð skilaskylds virðisaukaskatts á eindaga miðast við og ákæra byggir á. Ekkert í málsvörn ákærða gef ur tilefni til þess að ætla að fjárhæð hins vangoldna virðisaukaskatts á eindaga hafi ekki verið rétt í ákæru. Greiðslur eftir eindaga skipta ekki máli í því sambandi. Er því ekki fallist á að sýkna beri ákærða vegna þess að ákæra hafi byggt á röngum forse ndum eða feli í sér annmarka á málsókn sbr.159. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð einkamála. Þá hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að við rannsókn málsins hafi verið brotið á rannsóknar - , sannleiks - , meðalhófs - eða jafnræðisreglu. Stjórnarmenn eink ahlutafélags bera almennt ábyrgð á því að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi, sbr. 1. og 3. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Þar á meðal ber þeim að sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðfer ð fjármuna félags. Framkvæmdastjóri félags ber einnig ábyrgð samkvæmt 44. gr. laganna, og skal hann meðal annars annast daglegan rekstur og sjá um að bókhald sé fært í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna félags sé með tryggilegum hætti. Er dómafr amkvæmd Hæstaréttar skýr um að á grundvelli þessa lagaákvæðis hvíli sú skylda á framkvæmdastjóra einkahlutafélags og eftir atvikum stjórnarmönnum að sjá til þess að skattskilum þess sé hagað í samræmi við það sem lög áskilja. Erfiðleikar í rekstri félags b reyta ekki þeirri skyldu og enn síður sú staða að umsjón með skattskilum hafi verið í höndum annarra starfsmanna þess. Ákærði hefur auk þess samkvæmt gögnum málsins verið framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélags frá árinu 2007. Mátti honum því ve ra fullkomlega ljóst hvaða skyldum hann hafði að gegna. Brot samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 er fullframið þegar skýrsla eða skattur sem innheimtur var eða bar að innheimta, er ekki afhent á réttum tíma. Í dómaframkvæmd hefur verið litið svo á a ð innborganir eftir eindaga leiði ekki til lækkunar á fjárhæðum í ákæru, sbr. dóm Hæstaréttar 19. janúar í máli nr. 413/2011. Brotin eru þannig fullframin á eindaga viðkomandi tímabila og geta innborganir eftir það 6 aðeins komið til skoðunar við ákvörðun re fsingar. Ákærði hefur ekki borið brigður á að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskatti og virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma vegna þeirra tímabila sem í ákæru greinir. Vegna stöðu ákærða sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanns félagsins hvíldi á honum rík skylda til að sjá til þess og tryggja að staðin væru skil á skýrslum um virðisaukaskatt og tryggja auk þess að ríkissjóði yrðu staðin skil á innheimtum virðisaukaskatti. Ákærði braut því gegn 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. T elst brot hans stórfellt og verður því heimfært til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Í 2. tölulið ákæru er ákærða gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að færa tilskilið bókhald í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994, um bókhald, vegna st arfsemi einkahlutafélagsins rekstrarárin 2013 til og með október 2015 og v anrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn félagsins með fullnægjandi hætti á sama tímabili . Ákærði hefur neitað sök og byggir á því að brot á lögum nr. 145/1994 um bókhald hefði aldrei eitt og sér leitt til ákæru enda megi ætla að slíkum málum sé almennt lokið með sektum. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa borið formlega ábyrgð á því sem framkvæmdastjóri félagsins að halda bókhald og varðveita bókhaldsgögn. Samkvæmt 1. m gr. 1. gr. laga nr. 145/1994 eru einkahlutafélög bókhaldsskyld og ber fyrirsvarsmaður lögaðila ábyrgð á því að bókhald sé fært með lögboðnum hætti. Í 9. gr. sömu laga segir að í bókhald skuli skrá viðskipti jafnskjótt og þau fara fram, enda sé það í samræm i við bókhaldsvenju. Stöðu sinnar vegna bar ákærði ábyrgð á hvoru tveggja sbr. og ábyrgð samkvæmt 44. gr. laga nr. 138/1994 eins og áður er rakið. Með því að ákærði hirti ekki um þessar skyldur sínar braut hann gegn 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr., laga nr. 145/1994. Telst brot hans stórfellt og verður því heimfært til 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Þegar af þeirri ástæðu er haldlaus sú málsástæða ákærða um að brot gegn lögum nr. 145/1994 hefði eitt og sér ekki leitt til ákæru eða átt að ljúka með sektum. Í 3. tölulið ákæru er ákærða gefið að sök peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af broti samkvæmt 1. tölulið ákæru í þágu rekstrar félagsins og eftir atvikum í eigin þágu. Ítrekuð krafa um frávísun 3. töluliðar ákæru var sett fram við upphaf málflutnings verjanda ákærða m.a. með vísan til þess að dómar Landsréttar í málum nr. 331, 332 og 333 og 337/2020 sýni fram á að skilyrði 152. gr. laga nr. 88/2008 séu ekki uppfyllt. Að mati dómsins er verknaðarlýsing í ákæru nægilega skýr auk þess sem ekki verður séð að niðurstaða tilvitnaðra dóma leiði til frávísunar að öðru leyti. 7 Sýknukrafa ákærða byggir á því að brot samkvæmt 262. gr. sömu laga tæmi sök gagnvart 264. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir 1. t ölulið ákæru og því þarf að skera úr hvort frumbrot tæmi sök gagnvart peningaþvættisákvæði almennra hegningarlaga svo sem ákærði heldur fram. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga kemur fram að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinning s af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða m.a. umbreytir slíkum ávinningi, flytur, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skuli sæta fange lsi allt að sex árum. Í 2. mgr. 264. gr. segir að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. skuli sæta sömu refsingu og þar greinir. Ákvæði 77. gr. hegningarlaganna gildi þá eftir því sem við á. Með lögum nr. 149/2009, sem tóku gildi 1. janúar 2009, voru framangreind ákvæði 264. gr. hegningarlaganna lögfest í núverandi mynd. Í skýringum við 1. mgr. 264. gr. í greinargerð með því frumvarpi, sem varð að lögum nr. 149/2009, segir m.a. að við túlkun einstakra verknaðarþátta verð i sem fyrr að horfa til þess að peningaþvætti sé í megindráttum hver sú starfsemi sem lúti að því ,,að fela uppruna og eiganda fjár sem er Af hálfu ákæruvaldsins hefur því ekki verið lýst nánar en fram kemur í 3. tölulið ákær u hvernig ákærði hafi nýtt ávinninginn af brotum samkvæmt 1. tölulið ákæru, hvorki í þágu félagsins né eigin þágu. Í málatilbúnaði ákæruvaldsins kom fram að ekki geti farið milli mála að ákærði hafi haft ávinning af skattalagabrotum sínum og að refsivert s jálfsþvætti leiði með beinum hætti af brotum samkvæmt 1. tölulið ákæru. Með lögum nr. 149/2000 hafi gildissvið 264. gr. almennra hegningarlaga verið rýmkað og því feli afrakstur allra refsiverðra brota í sér brot gegn ákvæðinu. Jafnframt leiði af því að sé skattalagabrot sannað séu skilyrði ákvæðisins uppfyllt auk þess sem leynd sé ekki áskilin samkvæmt 264. gr. Þá hafi ákærði viðurkennt nýtingu fjármunanna í rekstri félagsins til þess að halda honum á floti, í skýrslum við rannsókn málsins og fyrir dómi. Þ ví virðist ákæruvaldið líta þannig á að refsiábyrgð vegna meint peningaþvættisbrots hafi alla vega að hluta til stofnast á sama augnabliki og frumbrotin. Í gögnum málsins liggja ekki fyrir upplýsingar um með hvaða hætti ávinningi þeim sem ætla má að ákærði hafi haft af brotum sínum hafi verið ráðstafað, aðrar en þær sem koma fram í skýrslum ákærða sjálfs. Verður af framburði ákærða fyrir dómi ráðið að fjármunirnir hafi runnið inn á reikning félagsins, sem hann var í fyrirsvari fyrir. 8 Ákærði gaf engin nákvæm svör við því hvernig fjármunum þessum var ráðstafað að öðru leyti, en að þeir hafi farið til að reka félagið. Með vísan til þessa framburðar ákærða liggur þannig ekki fyrir að hann tekið við ávinningi af skattabrotum sem hann er nú sakfelldur fyrir og nýt t í persónulega þágu. Eru atvik máls að þessu leyti sambærileg atvikum mála í dómum Landsréttar 4. júní 2021 í málum nr. 331, 332 og 333/2020. Orðalag 1. málsliðar 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og lögskýringargögn með ákvæðinu bera ekki með sér að ætlun löggjafans hafi verið sú að refsiframkvæmd yrði með þeim hætti sem ákæruvaldið krefst í máli þessu þannig að frumbrot feli alltaf í sér brot gegn 264. gr. Þegar sá sem hefur framið frumbrot aðhefst hins vegar frekar til að nýta ávinninginn af bro tinu, umbreyta honum, flytja, senda, geyma, aðstoða við afhendingu hans, leyna honum eða upplýsingum um uppruna hans, felur það í sér sjálfstætt brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og þá skal refsa fyrir bæði brotin samkvæmt 77. gr. sömu laga um brotasamsteypu. Þegar brot gagnvart 1. mgr. 264. gr. fellur hins vegar saman við frumbrotið og ekkert liggur fyrir um viðbótarathafnir af hálfu ákærða tæmir frumbrotið sök gagnavart broti gegn 264. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til framangreind rar umfjöllunar og þess að ákæruvaldinu hefur ekki tekist að sýna fram á að um viðbótarathafnir hafi verið að ræða af hálfu ákærða, hvorki í eigin þágu eða þágu félagsins, verður frumbrot ákærða af þeim sökum talið tæma sök gagnvart ákvæði 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og er þá litið til þeirrar grunnreglu í refsirétti að vafa um túlkun refsiákvæða verði að túlka sakborningi í hag, sbr. til hliðsjónar dóma Landsréttar 4. júní 2021 í málum nr. 331, 332 og 333/2020. IV Ákærði er í máli þessu sakfel ldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa látið undir höfuð leggjast að standa ríkissjóði skil á virðisaukaskatti við rekstur S ehf. og að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma. Þá er ákærði sakfelldur fyrir m eiriháttar brot á bókhaldslögum. Brotin varða auk þess við 1 og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og verður refsing hans ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar verður að lí ta til hins langa tíma sem meðferð máls þessa hefur tekið. Upphaf málsins verður rakið til rannsóknar skattrannsóknarstjóra sem hófst í mars 2017 og skýrslur af ákærða voru teknar í maí og júní 2017. Ákæra var gefin út í 9 málinu 10. desember 2020 eða rúmu þ remur og hálfu ári eftir að málið kom til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra. Þá er til þess að líta að ákærði hefur greitt að fullu virðisaukaskattskuld félagsins. Á hinn bóginn verður litið til þess að brotin eru umfangsmikil ásetningsbrot. Að virtum framangreindum sjónarmiðum verður refsing ákærða talin hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Eins og að framan greinir hefur orðið verulegur dráttur á rannsókn málsins og verður ákærða ekki kennt um hann. Af þessum ástæðum, með hliðsjón af sakavottorði han s og atvikum máls, verður sú fangelsisrefsing, sem ákærða verður ákveðin vegna þeirra brota sem hann er sakfelldur fyrir í málinu, skilorðsbundin. Ákvæði 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 kveður á um fésektarálag í tilvikum eins og þeim sem hér um ræðir, er nemur tvöfaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin og vanrækt var að greiða, en óumdeilt er að ákærði greiddi skattskuld sína að fullu eftir eindaga. Ekki var staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna umræddra tímabila og kemur af þeirri ástæðu ek ki til greina að fara niður úr fésektarlágmarki ákvæðisins. Skal greiðsla 2.799.725 króna, sem samkvæmt gögnum málsins var ráðstafað var til greiðslu tryggingargjalds í stað virðisaukaskatt, koma til frádráttar ákærufjárhæð 10.387.145 krónur, í samræmi við þá dómvenju að við ákvörðun viðurlaga verði ákærði látinn njóta innborgana á þann hátt sem hagfelldastur. Verður ákærða gert að greiða 15.170.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 240 daga. Brot ákærða gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er talið tæma sök gagnvart 1. sbr. 2. mgr. 264. gr. laganna. Ákærði neitaði sök vegna allra ákæruliða og því voru varnir ákærða tengdar peningaþvætti samkvæmt 3. tölulið ákæru ekki ástæ ða þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Með vísan til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, sem einnig var t ilnefndur verjandi ákærða á rannsóknarstigi, sem að virtu umfangi máls þykir hæfilega ákveðin 940 .000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Árnadóttir, aðstoð arsaksóknari. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómari fékk málinu úthlutað þann 1. október 2020 en hafði engin afskipti haft af málinu fyrir þann tíma. Fyrir uppsögu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 10 Dómso r ð: Ákærði, Teitur Guðmundsson, sæti fangelsi í 4 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 15.170.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í 240 daga. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 940 .000 krónur. María Thejll