Héraðsdómur Reykjaness Dómur 22. júní 2022 Mál nr. S - 193/2022 : Héraðssaksóknari ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Brynjólfur Eyvindsson lögmaður ) (Guðmundur Ágústsson , réttargæslumaður brotaþola) Dómur I . Mál þetta sem var þingfest 3. mars 2022 og dómtekið 28. apríl sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 27. janúar 202 2 á hendur ákærða X , kt. [...] fyrir nauðgun, með því að hafa í júní eða júlí 2012, á þáverandi heimili sínu að [...] , haft samræði og önnur kynferðismök við Y , kt. [...] , gegn hennar vilja, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, meðal annars með því að káfa á brjóstum henn ar og kynfærum innanklæða og færa hana úr buxum og nærbuxum og hafa við hana munnmök, neytt hana til að veita sér munnmök og hafa við hana samræði en ákærði lét ekki af háttseminni þrátt fyrir að Y hafi látið hann vita að hún vildi þetta ekki, bæði hann ít rekað um að hætta og reyndi að ýta honum burt. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu Y , kt. [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 4000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 1. júlí 2012, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. vaxtala ga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi og er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Auk þess er krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi , að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. 2 Ákærði neitar sök og krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins auk þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. Til vara er gerð krafa um vægustu refsingu lögum samkvæmt og að hún verði öll skilorðsbundin verði ákærði sakfelldur auk þess að bótafjárhæð verði lækkuð verulega. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. II . Málsa tvik. Rannsókn. Sönnunarfærsla . 1. Þann 20. ágúst 2019 mætti brotaþoli á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík til að gefa skýrslu vegna kæru um nauðgun sem hafi átt að eiga sér stað í júní eða júlí 2012, þegar hún var sextán ára gömul. Í lögreglus kýrslu kemur fram að ákærði og brotaþoli hafi verið skólafélagar í grunnskóla og ágætis vinir þó hann sé ári eldri auk þess að vera nágrannar. Brotaþoli hafi verið í tíunda bekk vorið 2012 og að læra fyrir samræmd próf þegar ákærði byrjaði að senda henni s kilaboð um að hann vildi hitta brotaþola. Foreldrar brotaþola hafi verið skilin og brotaþoli hafi verið á leið til föður síns sem þá bjó við [...] um helgi þegar ákærði hafi sent brotaþola sms. Ákærði hafi blekkt brotaþola til að hitta sig en hún hafi ver ið einmana á þessum tíma vegna eineltis. Brotaþoli kvaðst hafa farið heim til ákærða um kvöldið þegar faðir hennar var farinn að sofa. Hún hafi gengið fram hjá stofu með ákærða þar sem foreldrar hans sátu og þau hafi séð sig en þau viti hver hún er þar sem þau hafi verið nágrannar. Brotaþoli og ákærði hafi farið inn í herbergið hans, legið saman uppi í rúmi og horft á Friends þátt en við hlið rúmsins hafi verið skrifborð þar sem ákærði setti fartölvuna sína. Ákærði hafi legið fyrir aftan brotaþola að veggnum og haldið utan um hana en þau hafi ekki talað saman meðan þau horfðu á þáttinn en brotaþoli hafi verið að reyna að spjal la því hún hafi ekki haft áhuga á þættinum. Þegar þættinum lauk hafi ákærði snúið brotaþola á bakið og kysst hana á munninn og á sama tíma farið að strjúka líkama brotaþola innan klæða og klof hennar. Brotaþoli kvaðst hafa sagt við ákærða að hætta og að hú n vildi þetta ekki. Ákærði hafi bara sagt jú, þetta er allt í góðu en þrátt fyrir beiðni brotaþola um að hætta hafi hann áfram strokið hana í klofinu og kysst. Eftir stutta stund hafi ákærði ætlað að taka buxurnar niður um brotaþola en hún hafi gripið bu xurnar og sagt að hún vildi þetta ekki. Ákærði hafi sagt að þetta væri allt í góðu og náð að stjórna brotaþola, hann hafi girt niður um hana buxurnar og farið að sleikja á henni kynfærin. Þá 3 kveðst brotaþoli hafa sagt í þriðja skipti að hún vildi þetta ekk i og hún hafi ýtt höfði ákærða frá sér en hann hafi verið ákveðinn og stjórnað. Ákærði hafi síðan reist sig upp, girt niður um sig og beðið brotaþola um að totta sig. Brotaþoli kvaðst hafa neitað því og sagt að hún hafi aldrei gert slíkt og sig langaði ekk i til þess en ákærði hafi sagt jú, þetta er allt í góðu, prófaðu þetta er mjög gott. Brotaþoli kvaðst hafa aftur sagt nei en ákærði hafi tekið um höfuð hennar og togað niður að klofinu á sér og haldið brotaþola þannig að hún hafi verið þvinguð til munnmaka . Hún hafi ýtt á móti því hún vildi þetta ekki en ákærði hafi verið sterkur. Ákærði hafi síðan reist sig upp til að kyssa brotaþola og um leið hafi hann sett liminn inn í sig. Brotaþoli kvaðst hafa verið hrein mey og þetta hafi verið mjög vont, hún hafi t árast og titrað meðan á þessu stóð og sagt aftur hættu og nei í fjórða skipti en þá hafi ákærði hætt. Ákærði hafi séð að brotaþoli titraði mjög mikið, stamaði og svitnaði og hann hafi spurt brotaþola hvers vegna hún titraði svona mikið og gerði ég þér eitt hvað? Brotaþoli hafi þá sagst ætla heim og ákærði hafi sagst ætla að fylgja henni en bað hana um að hafa hljótt því foreldrar sínir væru farnir að sofa. Brotaþoli kvað ákærða hafa reykt og gengið með sér heim en þegar þau hafi komið að heimili hennar hafi ákærði kysst hana bless. Brotaþoli kvaðst hafa farið upp í herbergi og grátið hástöfum þegar heim var komið og hringt í bestu vinkonu sína, A , sem þekkti ákærða líka en hún hafi komið til sín daginn eftir. Að nokkrum dögum liðnum kvaðst brotaþoli hafi sag t annarri bestu vinkonu sinni, B , hvað hafði gerst. Nokkrum mánuðum síðar hafi ákærði sent brotaþola skilaboð á Facebook en hún hafi ekki svarað en hann hafi aftur haft samband og þá hafi hún svarað. Ákærði hafi sagst vera á sjó en hann hafi langað að heyr a í brotaþola. spurt á móti hvers vegna hún ætti ekki að gera það. Brotaþoli kvaðst þá hafa sagt að hún hafi haldið að hann væri öðruvísi gaur vegna alls þess sem gerði st hjá þeim síðast. Ákærði hafi þá svarað að hann væri bara svona, hann væri gaur sem ríði stelpum og tali ekki mikið við stelpuna eftir það en hann sé ekki mikið fyrir sambönd. Brotaþoli kvaðst hafa svarað á móti já, greinilega ekki, þú vilt ekki sambönd þú vilt bara nauðga fólki. Ákærði Brotaþoli kvaðst hafa hringt í B vinkonu sína eftir þetta samtal og hún hafi hvatt brotaþola til að tala við móður sína. Brotaþoli kvaðst hafa sagt móður sinni frá atvikum titrandi og skjálfandi og móðir hennar hafi strax áttað sig á að eitthvað mikið væri að, 4 annað en einelti og skilnaður sem hafi reynst brotaþola erfitt o g daginn eftir hafi þær farið saman til barnaverndar í [...] . Móðir brotaþola hafi ekki vitað hvað hún ætti að gera en á þessum tíma hafi móðirin verið undir miklu álagi, nýlega fráskilin með þrjú börn og því hafi verið ákveðið að brotaþoli færi í meðferð hjá sálfræðingi. Brotaþoli kvað sálfræðinginn ekki hafa hjálpað sér mikið varðandi þetta áfall því hún hafi mikið rætt um eineltið og skilnaðinn við hana. Brotaþoli kvaðst síðan hafa reynt að leysa þetta sjálf og farið á námskeið til að leita hjálpar og hafi nefnt nauðgunina þar. Aðspurð nánar um herbergi ákærða greindi brotaþoli frá því að húsið sé á tveimur hæðum, þau hafi fengið niður stiga á jarðhæð og út í enda hægra megin þar sem sé gluggi og herbergi ákærða. Í herberginu hafi verið eitt rúm svona 1 ,20 á breidd með skrifborði við hliðina og skrifborðsstól. 2. Ákærði mætti í skýrslutöku hjá lögreglu 7. september 2020. Ákærði neitaði því að hafa framið kynferðisbrot gegn brotaþola. Hann kvað þau hafa verið í sama grunnskóla og verið félagar stuttu þar á eftir en inntur nánar eftir því kvað ákærði þau ekki hafa verið vini heldur vitað af hvort öðru. Ákærði kvaðst muna eftir að hafa hitt brotaþola einhvern tímann árið 2012 og þau hafi kysst en muni ekki eftir því að eitthvað hafi farið fram. Aðspurður hv ort það hafi getað verið í júní eða júlí kvað ákærði það ekki geta verið því þá hafi hann verið á sjó við makrílveiðar. Aðspurður kvaðst ákærði ætla að athuga hvort unnt væri að staðfest það. Inntur nánar eftir atvikum þegar hann og brotaþoli hafi hist og kysst kvaðst ákærði lítið muna eftir því enda langt um liðið. Ákærði staðfesti lýsingu brotaþola á herbergi sínu. Ákærði sagði að í minningu sinni hafi hann og brotaþoli verið heima hjá foreldrum hans, þau hafi horft á þátt og kysst en ekki verið í herberg inu hans heldur inni í stofu. Ákærði kvaðst hafa verið í neyslu eiturlyfja árin 2012 - 2014 þegar hann var í bænum. Að öðru leyti kvaðst ákærði ekkert muna eftir atvikum þegar frásögn brotaþola hjá lögreglu var borin undir hann. Aðspurður um það hvort ákærði hefði haft samband við brotaþola á Facebook, kvaðst hann ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin en hafi klárlega gert það fyrst þau komi frá sínum aðgangi. Ákærði hafnaði skaðabótakröfu brotaþola sem var kynnt fyrir honum. 3. Meðal gagna málsins er grei nargerð C félagsráðgjafa, dagsett 13. nóvember 2012. Þar kemur fram að brotaþoli hafi komið ásamt móður sinni í viðtal hjá b arnaverndarnefnd [...] 12. nóvember 2012. Þær mæðgur hafi greint frá því að brotaþola hafi verið nauðgað 5 í apríl sama ár en brotaþoli hafi fyrst sagt móður sinni frá því fyrir 10 dögum. Brotaþoli hafi greint móður sinni frá nauðguninni núna af því að ákærði hafi haft samband við hana gegnum Facebook fyrir 10 dögum og brotaþoli orðið mjög kvíðin við það. Móðir hafi sagt frá því að hún ha fi tekið eftir að brotþoli varð mjög kvíðin í maí, hefði sofið illa og svitnað mikið. Hún hafi farið með brotaþola á Kvíðameðferðarstöðina en einkennin hafi ekki minnkað. Móðir hafi talið kvíða stafa af skilnaði. Brotaþoli kvað ákærða hafa haft samband á F acebook í ágúst en hún hafi ekki svarað því en þegar hann hafi aftur haft samband fyrir 10 dögum hafi hún orðið mjög hrædd og sagt móður sinni frá. Meðal gagna málsins er tilkynning skráð af C dagsett 19. nóvember 2012 um fund með brotaþola og móður þann sama dag. Í skýrslu fyrir dómi leiðrétti C dagsetninguna sem væri röng, hún ætti að vera 12. nóvember 2012. Meðal gagna málsins eru einnig fjögur minnisblöð skráð af C . Í minnisblaði dagsett 3. janúar 2013, kemur fram að Barnahús hafi haft samband til að s pyrjast fyrir um hvort búið væri að kæra mál brotaþola til lögreglu. Móðir brotaþola hafi sagt í símtali við C um miðjan nóvember að hún ætlaði að kæra. Ekki hefði náðst í móður eftir það. Í minnisblaði, dagsett 22. janúar 2013 kemur fram að móðir brotaþol a segi að brotaþoli vilji ekki blanda lögreglu í málið, hún treysti sér ekki til þess og telji sig of skerta til að geta svarað fyrir sig. Brotaþoli vilji ekki fara í Barnahús. Í minnisblaði dagsett 4. júní 2013 kemur fram að þar sem ekkert hafi gerst í má linu sem sé orðið sjö mánaða gamalt og málsaðilar ekki þegið aðstoð sé lagt til að málinu verði lokað. Í minnisblaði dagsett 24. júní 2013 kemur fram að í símtali við móður brotaþola hafi móðirin talið að brotaþoli hefði komist yfir nauðgunarmálið. Málinu var því lokað þann dag. 4. Í málinu liggur fyrir greinargerð D sálfræðings, dagsett 13. maí 2013 vegna brotaþola. Þar kemur fram að brotaþoli hafi komið í 10 viðtöl á tímabilinu 11. febrúar til 29. apríl 2013. Brotaþoli hafi greint frá því að sér hafi li ðið mjög illa og upplifað áfallastreitueinkenni eftir nauðgunina en þau virðist ekki vera til staðar lengur. 5. Samskipti milli ákærða og brotaþola á Facebook 6. nóvember 2012 liggja fyrir í málinu. 6 segja þér ! plúss það þetta var ekki óvart ég sagði alltaf við þig hættu nennuru hætta!! helst alltaf uk samskiptunum. 6. Samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu um lögskráningu ákærða árið 2012, sem eru meðal gagna málsins, var ákærði skráður á skipið [...] dagana 19. júní til 25. júní, 28. ágúst til 11. október og 21. október til 19. desember. 7. Tvær vinkonur brotaþola í grunnskóla gáfu símaskýrslu hjá lögreglu 13. ágúst 2020 og móðir brotaþola gaf símaskýrslu 21. september 2020. Foreldrar ákærða gáfu símaskýrslu hjá lögreglu 23. september 2021. III . Framburður ákærða , brotaþola og annarra vitna fyrir dómi. 1. Ákærði kvaðst ekkert muna frá meintu atviki og hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Ákærði kvaðst ekkert muna eftir Facebook skilaboðum í gegnum Messenger 6. nóvember 2012 þó hann efist ekki um að hafa sent þau, þar sem þau komi frá h ans reikningi. Ákærði kvaðst aðspurður hafa lesið Messenger skilaboðin yfir, þau væru ljót og kvaðst myndu sparka í sjálfan sig ef hann gæti farið aftur í tímann. Skilaboð send 7 ki mikið ákærða sem sagðist ekkert muna eftir þeim. Ákærði sagði að talan 24 og skilaboðin í heild hafi aðeins verið groddaralæti í 17 ára unglingi en ekki annað. Sk ilaboð send 19:57 Ákærði kvaðst aðspurður hafa vitað hver brotaþoli væri en þau hafi bæði verið í Ingunnarskóla. Þau hafi verið í einhverjum samskiptum á Messenger eftir að ákærði útskrifaðist þaðan. Aðspurður um það hvort ákærði muni eftir að hafa kysst brotaþola kvaðst hann ekki muna eftir því. Ákærði kvaðst reka minni til að hafa farið heim til brotaþola en hún hafi búið í sömu götu . Beðinn um að lýsa því hvar herbergi hans hafi verið kvað ákærði það hafa verið á neðri hæð, farið niður stiga út ganginn til hægri fram hjá baðherbergi, tölvuherbergi og herbergi litla bróður síns. Ákæ rði kvaðst aðspurður líklegast hafa reykt sígarettur á árinu 2012 en kvaðst ekki muna eftir því að hafa horft á Friends á þeim tíma, hann hafi byrjað seint að horfa á þá. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa horft á þátt. Ákærði kvað aðspurður l íklegt að brotaþoli hafi komið heim til sín þ ó hann hafi enga minningu um það. Aðspurður nánar um fíkniefnaneyslu kvaðst ákærði hafa byrjað hana stuttu áður en hann fór á sjó árið 2012. Hann hafi notað MDMA, reykt jónur og notað sveppi en ekki haft ánægju af kókaíni. Hann hafi ekki neytt fíkniefna þegar hann var á sjónum en annars hafi hann verið í mikilli neyslu sem hann hafi hætt í lok sumars 2014. Neyslan hafi mikið verið í partýjum hér og þar og hann hafi meira og minna eytt öllum launum í partýstand. Á kærði kvaðst aðspurður hafa greinst með [...] í fyrra, hann hafi verið í mjög stormasömu sambandi árin [...] en sambúðaraðili hafi ráðist á sig tveimur dögum eftir [...] , sem sitji í sér. Hann sé nú í [...] , sé í [...] og eftir að hafa hætt í sambandinu haf i hann unnið mjög mikið, jafnvel allan sólarhringinn. Hann hafi hætt að geta sofið og [...] í fyrra vegna þess. Ákærði kvaðst ekki hafa neinar skýringar á ásökunum brotaþola. 2. Brotaþoli, Y , kvaðst vera einu ári yngri en ákærði en þau hafi verið í sama skóla. Hún kvað ákærða hafa gefið sér auga í skólanum og kvaðst hafa haft áhuga á að kynnast honum meira. Þau hafi verið í sambandi með sms skilaboðum og á Facebook. Ákærði hafi viljað hitta brotaþola meðan hún var í grunnskóla en hún hafi verið í prófum o g því ekki viljað hitta hann á þeim tíma. Um sumarið 2012 eftir útskrift brotaþola úr 10. bekk, 8 í júní eða júlí, hafi ákærði spurt sig hvort hún væri hjá föður eða móður, en faðir hennar hafi áfram búið í sama hverfi og ákærði eftir nýlegan skilnað foreldr a brotaþola. Brotaþoli hafi sagst vera á leið til föður síns og samþykkt að hitta ákærða því hún hafi haft áhuga á að kynnast honum betur. Hún hafi ekki sagt neinum frá því og laumast heim til ákærða að kvöldlagi en mundi ekki klukkan hvað. Aðspurð kvað br otaþoli föður sinn hafa verið sofandi þegar hún fór og einnig þegar hún kom heim. Brotaþoli kvaðst hafa gengið með ákærða niður í herbergi hans og fram hjá stofu þar sem foreldrar ákærða hafi verið að horfa á sjónvarpið og móðir hans hafi heilsað. Þau haf i horft á Friends þátt á tölvu í herbergi ákærða, liggjandi uppi í rúmi, ákærði fyrir aftan brotaþola. Brotaþoli vildi spjalla, því hún hafði ekki áhuga á Friends, en ákærði ekki. Þegar þættinum var lokið lágu þau uppi í rúmi, brotaþoli lá á bakinu og sner i sér að ákærða. Ákærði fór þá að strjúka brotaþola utan klæða niður í klof og kyssa tungukossi. Ákærði reyndi að draga buxur brotaþola niður en hún streittist á móti og bað ákærða að hætta. Ákærði hafi sagt, allt í góðu og tekist að stjórna brotaþola þann ig, náði henni úr buxum og nærbuxum og fór að sleikja kynfæri hennar en brotaþoli reyndi að ýta höfði hans frá. Ákærði hélt brotaþola og hélt áfram, kyssti hana og spurði hvort hún vildi totta sig. Brotaþoli kvaðst hafa neitað því og sagst aldrei hafa ger t slíkt en ákærði hafi beðið hana að prófa, þetta væri allt í góðu, sem brotaþoli hafi neitað aftur. Þá hafi ákærði tekið um höfuð brotaþola, ýtt niður að klofi og neytt hana til munnmaka. Brotaþoli hafi náð að reisa sig upp að því loknu og ákærði hafi þ á kysst hana aftur en brotaþoli kvaðst hafa titrað og skolfið en ekki náð að tjá sig. Á þessum tímapunkti hafi ákærði verið nakinn en hún nakin að neðan. Ákærði hafi sjálfur klætt sig úr. Brotaþoli kvaðst hafa lagst aftur á bakið, ákærði haldið áfram að k yssa hana tungukossi og í sömu mund náð að setja liminn inn í leggöng. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa verið svo hrædd og frosið þannig að henni hafi ekki hugkvæmst að láta í sér heyra þó foreldrar ákærða hafi verið nálægt herbergi hans. Brotaþoli kvaðst ekk i vita hversu langan tíma þetta tók en eftir að því lauk hafi hún titrað öll og skolfið mjög mikið og verið hrædd sem ákærði hafi séð og hann því spurt hvort allt væri í góðu. Hún hafi reist sig upp, brotaþoli kvaðst ekki muna hvort hún svaraði ákærða en s agðist vilja fara heim. Ákærði hafi sagst ætla að fylgja henni heim en brotaþoli kvaðst ekki hafa svarað því, heldur farið beint í buxurnar og út úr herberginu. Ákærði hafi fylgt sér út og beðið brotaþola um að hafa hljótt því foreldrar hans væru farin að sofa. Ákærði hafi reykt á leiðinni heim til brotaþola og hún hafi sagst vilja ganga ein en ákærði hafi viljað fylgja henni. Fyrir framan útidyrnar hafi ákærði kysst sig á 9 munninn og farið en brotaþoli hafi hlaupið upp í herbergi og grátið. Eftir nokkra stu nda kvaðst brotaþoli hafa hringt í A vinkonu sína og sagt henni hvað hafi gerst. A hafi síðan komið til sín sama dag eða daginn eftir. Brotaþoli kvaðst ekki hafa sagt foreldrum sínum frá atvikinu fyrr en eftir nokkra mánuði. Ákærði hafi haft samband við s ig á Facebook en hún kvaðst ekki hafa svarað því. Nokkru seinna hafi ákærði haft samband aftur og þá hafi brotaþoli svarað. Ákærði hafi verið á sjónum og brotaþoli hafi svarað honum hvers vegna hún ætti að vera að tala við hann og spurt hvor hann myndi ekk i hvað hefði gerst síðast. Ákærði hafi sagt jú, ertu eitthvað pirruð en brotaþoli kvaðst hafa sagt að hún hefði haldið að hann væri öðruvísi. Ákærði hafi þá sagst bara vera svona gaur og hún væri 24. stelpan sem hann hefði sett typpið á sér í og hann væri ekki mikið fyrir sambönd. Brotaþoli kvaðst hafa svarað að hann væri bara nauðgari en hann sagt æ, hættu þessu væli eða eitthvað á þá leið. Eftir þetta hafi brotaþoli ekki svarað frekar en hringt í B vinkonu sína. B hafi hvatt brotaþola til að ræða þetta vi ð móður sína sem brotaþoli hafi gert. Brotaþoli kvað móður sína hafa séð hversu illa sér leið því hún hafi öll titrað og skolfið. Þarna hafi verið liðið um það bil hálft ár, til eða frá atburðinum. Móðir sín hafi gengið á sig því hún hafi séð að þetta teng dist ekki skilnaðinum eða eineltinu og kvaðst brotaþoli þá hafa sagt móður sinni allt af létta. Þær hafi farið daginn eftir til barnaverndar [...] . Þar hafi brotaþoli verið spurð hvort hún vildi kæra eða leita til sálfræðings. Brotaþoli kvaðst ekki hafa ha ft kjark og þor til að kæra á þessum tíma því hún hafi átt erfitt vegna skilnaðar foreldra og eineltis og ungs aldurs. Brotaþoli hafi því leitað til sálfræðings þar sem hún ræddi þetta atvik auk eineltis og skilnaðar foreldra sem var allt að gerast á sama tíma. Brotaþoli kvaðst aðspurð þau ákærða ekki hafa rætt sérstaklega hvað þau ætluðu að gera þegar þau hittust og hún hafi ekki farið til ákærða nema til að kynnast honum betur. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa sagt í nokkur skipti við ákærða að hann ætti a ð hætta þegar hann hætti að kyssa hana og hún gat tjáð sig. Aðspurð sagði brotaþoli að ákærði hafi haldið sér þannig að hún hafi ekki getað komist í burtu og hún reynt að ýta ákærða í burtu þar sem hún lá undir honum og þegar hann ýtti á hnakkann á henni. Ákærði hafi ekki fengið sáðlát. Brotaþoli kvaðst aðspurð ekki hafa leitað til læknis vegna sérstaklega vegna atviksins. Brotaþoli kvaðst fá endurminningar af atvikinu þegar hún heyri eða hitti einhvern með nafni ákærða og að sama skapi þegar hún heyri um eða lesi umfjöllun um kynferðisbrot. Brotaþoli kvaðst aðspurð hafa farið til annars sálfræðings fyrir einu til 10 tveimur árum eftir að hún lagði fram kæru. Atvikið hafi haft langvarandi slæm áhrif á daglegt líf sitt. Ástæða þess að hún ákvað að kæra var a ð vinkona hennar hafi kært kynferðisbrot og brotaþoli verið henni stuðningur varðandi það, því brotaþoli hafi skilið hvað vinkonan var að upplifa. Þær hafi farið að tala um málið og vinkonan hafi hvatt brotaþola til að kæra. Aðspurð kvaðst brotaþoli skýra þann langa tíma sem leið þar til hún kærði vera að henni hafi liðið illa á þeim tíma er atvikið átti sér stað en hafi farið að vinna í sínum málum síðar. Aðspurð hvort ákærði hefði haft eitthvað tilefni til að halda að brotaþoli hafi viljað kynlíf kvað bro taþoli svo ekki vera. 3. C , félagsráðgjafi staðfesti að hafa ritað minnisblöð, tilkynningu og greinargerð til Barnahúss vegna málsins. Hún kvað dagsetningu tilkynningar 19. nóvember 2012 vera ranga en hið rétta sé að hún eigi að vera dagsett 12. nóvember 2012. Vitnið kvaðst hvorki muna eftir brotaþola eða móður hennar né atvikum utan það sem fram kæmi í gögnunum enda tíu ár síðan. Viðtöl hafi almennt farið þannig fram að hún hafi tekið minnispunkta í samtali við aðila og skrifað svo upp í tölvu. 4. E , móðir brotaþola, kvað ákærða hafa búið tveimur húsum frá þeim. Brotaþoli hafi sagt sér frá atvikinu nokkuð löngu síðar en mikið hafi gengið á í fjölskyldunni á þessum tíma vegna skilnaðar. Brotaþoli hafi titrað og skolfið og hún gengið á brotaþola um það hvað væri að hrjá hana. Brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi verið að senda sér skilaboð og beðið hana um að koma heim til sín. Þar hafi ákærði verið að snerta hana þar sem hún vildi ekki og hann hafi neytt sig til kynlífs gegn vilja sínum og sett liminn in n í brotaþola. Ákærði hafi beðið brotaþola um að fara neðan á sig og totta sig og ákærði farið niður á brotaþola. Hún hafi farið með brotaþola til barnaverndar [...] strax og brotaþoli sagði henni frá og brotaþoli síðan farið til sálfræðings. Eins hafi bro taþoli farið í sálgæslumeðferð hjá öðrum sálfræðingi eftir það. Komið hafi til tals að kæra málið en það ekki verið gert en ákveðið hafi verið að vinna úr málinu andlega fyrir brotaþola. Brotaþoli hafi burðast með málið tilfinningalega og hafi liðið orðið það illa vegna þessarar fyrstu kynlífsreynslu að hún hafi að síðustu ákveðið að kæra. Brotaþoli hafi ekki sagt sér frekar hvað hafi gerst umrætt sinn en brotaþoli hafi sýnt sér samskipti við ákærða á Facebook sem hafi verið ógeðfelld. Afleiðingarnar fyrir brotaþola hafi verið að hún 11 hafi verið niðurbrotin, glímt við mikla streitu og kvíða. Brotaþoli hafi verið hrædd og ekki treyst sér til að kæra. Brotaþoli hafi orðið fyrir skaða við fæðingu, hafi fengið blæðingu í heila sem hafi áhrif á talstöðvar og í mæn uhólfi, hamli henni eigi erfitt með að læra tungumál og hafi verið iðjuþjálfun og talþjálfun í mörg ár. 5. Vitnið A , vinkona brotaþola, kvað langt um liðið en það sem hún muni sé að brotaþoli hafi hringt í sig. Vitnið mundi ekki hvort það hafi verið sein ni part dags eða kvöld og minnti að þær hafi hist þá um kvöldið. Brotaþoli hafi strax sagt við sig að ákærði hafi misnotað sig og verið í miklu uppnámi. Ákærði hafi þrýst á brotaþola í kynlíf sem hún vildi ekki og var ekki með hennar samþykki. Vitnið kvað brotaþola ekki hafa sagt sér nánar hvað hefði gerst. Aðspurð kvaðst vitnið telja að ákærði og brotaþoli hefðu hist áður en bara sem félagar og að brotaþoli hafi ekki haft samband í huga. Vitnið taldi sig hafa séð einhver samskipti milli brotaþola og ákærð a um atvikið, mundi ekki hvenær það hafi verið en samskiptin hafi verið eins og ákærði hafi vitað að þetta hafi ekki verið rétt. Vitnið minnti að hafa séð samskipti á tölvu en þau hafi verið á Facebook. Þær hafi ekki talað meira um atvikið. 6. Vitnið B , vinkona brotaþola, kvað brotaþola hafa sagt sér að ákærði hefði nauðgað sér nokkrum dögum eftir atvikið, um sumarið 2012. Brotaþoli hafi sagt sér að hún hafi farið heim til ákærða sem vinkona, en hann hafi búið í næsta húsi. Ákærði hafi farið með brotaþola inn í herbergi þar sem hún hafi ítrekað reynt að segja nei og ýtt honum af sér. Brotaþoli hafi sagt sér frá munnmökum og að ákærði hafi þröngvað sér upp á brotaþola sem hafi ítrekað reynt að segja nei. Vitnið kvaðst vita að þetta hafi verið meira en munnm ök en viti ekki smáatriðin. Brotaþoli hafi verið í áfalli því hún hafi haldið að ákærði væri vinur sinn. Brotaþoli hafi verið hrædd og skammast sín mjög mikið. Brotaþoli hafi verið búin að segja A frá þessu áður. Um það bil hálfu ári seinna hafi brotaþoli sagt sér að ákærði hefði verið í sambandi við sig og þá hafi hún hvatt brotaþola til að segja foreldrum sínum frá atvikinu. Hún kvaðst aðspurð ekki muna hvort brotaþoli hafi sagt sér að ákærði hefði náð að nauðgað sér eða reynt það eins og kemur fram í lög regluskýrslu sem hún gaf í málinu en hún viti að þetta hafi verið meira en munnmök og brotaþoli ítrekað sagt nei. 12 7. Vitnið F , móðir ákærða, kvaðst kannast við andlit brotaþola þegar hún skoðaði hana á Facebook en þekki hana ekki neitt. Svefnherbergi ákær ða hafi verið á neðri hæð og sjónvarpshol beint á móti herbergi hans og bróður ákærða innst á ganginum. Vitnið kvaðst vita til þess að ákærði hafi verið að fikta við eiturlyf á þessum tíma en ekki dags daglega. Aðspurt um ástand ákærða í dag kvað vitnið ha nn hafa lent í mörgum áföllum og sé ekki á góðum stað. Hann hafi lent í [...] fyrir fjórum til fimm árum þar sem hann [...] , hafi orðið fyrir [...] , hafi greinst fyrir tveimur árum með [...] sem kallist [...] en hann sé [...] , greindur með [...] og fengið [...] sem þurfti að fjarlægja. 8. Vitnið G , faðir ákærða, kvaðst ekkert muna eftir brotaþola eða að hún hafi komið inn á heimili sitt. Ákærði hafi eitthvað verið að fikta við fíkniefni á þessum tíma sem tekist hafi að vinda ofan af. [...] og [...] hafi áhr if á félagslega færni. Ákærði hafi orðið fyrir einelti í skóla og verið litaður af því en sé góð manneskja og vilji öllum vel. 9. Vitnið D sálfræðingur, staðfesti vottorð sitt dagsett 13. maí 2013. Hún kvað brotaþola hafa farið í gegnum það í viðtölum hva ð hafi gerst en hún sé búin að eyða öllum vinnunótum frá þessum tíma og muni ekki sérstaklega eftir málinu. Brotaþola hafi verið vísað til sín frá barnavernd [...] . Lýsing í vottorði um að brotaþoli hafi orði fyrir súrefnisskorti í fæðingu sem lýsi sér í n ámserfiðleikum og frávikum í málstarfi hafi komið frá móður en frávik í málstarfi hafi verið augljós. Áfallastreitueinkenni hafi ekki verið til staðar hjá brotaþola þegar vottorðið var skrifað en hafi verið samkvæmt lýsingu brotaþola um líðan sína áður en hún kom til vitnisins. IV. Niðurstaða . Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa í júní eða júlí 2012, á þáverandi heimili sínu, haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola, gegn hennar vilja, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, meðal annars með því að káfa á brjóstum hen nar og kynfærum innanklæða og færa hana úr buxum og nærbuxum og hafa við hana munnmök, neytt hana til að veita sér munnmök og hafa við hana samræði en ákærði lét ekki af háttsemi sinni þrátt fyrir að brotaþoli hafi látið hann vita að hún vildi þetta ekki, bæði hann ítrekað um að hætta og reyndi að ýta honum burt. Ákærði hefur neitað sök. 13 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakf elldur að nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. laganna. Enn fremur metur dómari, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Þá gildir og sú meginregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008. Á kærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um atvik málsins en ákærði kvaðst fyrir dómi ekkert muna eftir atvikum og hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Ákærði taldi þó aðspurður að brotaþoli hefði komið heim til sín. Ákærði kvaðst ekki efast um að h afa sent brotaþola skilaboð á Facebook sem liggja fyrir í málinu, þar sem þau komi frá hans reikningi. Ákærði kvaðst hafa lesið skilaboðin sem væru ljót og að hann iðraðist þeirra mikið en um groddaralæti 17 ára unglings hafi verið að ræða en ekki viðurken ning á meintu broti. Ákærði lýsti hvar herbergi sitt hafi verið á þessum tíma auk þess að lýsa áföllum sem hann hefði orðið fyrir eftir meint brot en tjáði sig ekki frekar fyrir dómi og neitar því sakargiftum. Málsatvikum lýsir brotaþoli þannig fyrir dómi að hún hafi farið heim til ákærða að kvöldlagi í júní eða júlí 2012 að hans beiðni. Þau hafi horft á Friends þátt liggjandi uppi í rúmi ákærða í tölvu hans sem hafi verið á skrifborði við hlið rúmsins. Þegar þættinum var lokið lýsir brotaþoli atvikum að ák ærði hafi strokið brotaþola utan klæða og kysst tungukossi. Ákærða hafi tekist gegn andmælum brotaþola að ná henni úr buxum og nærbuxum og sleikt kynfæri hennar en brotaþoli hafi ýtt höfði hans frá. Ákærði hafi haldið brotaþola og spurði hvort hún vildi ha fa við sig munnmök. Brotaþoli hafi neitað því og sagst aldrei hafa gert slíkt en ákærði hafi tekið um höfuð brotaþola og neytt hana til munnmaka. Ákærði hafi þá verið nakinn en brotaþoli nakin að neðan. Brotaþoli kveðst hafa titrað og skolfið en ekki náð a ð tjá sig og ekki hafa þorað að kalla á hjálp. Brotaþoli hafi lagst aftur á bakið, ákærði hafi þá haldið áfram að kyssa hana tungukossi og í sömu mund náð að setja liminn inn í leggöng. Að því loknu hafi brotaþoli titrað og skolfið mjög mikið sem ákærði ha fi séð og hann því spurt hvort allt væri í góðu. Framangreindur framburður brotaþola fyrir dómi er í fullu samræmi við frásögn hennar hjá lögreglu, sem greint er frá í kafla II.1 . hér að framan. Framburður hennar fyrir dómi var skýr og stöðugur um sakarefn i málsins og samskipti hennar við ákærða að öðru 14 leyti sem og um önnur málsatvik. Er það mat dómsins að framburður brotaþola, virtur einn og sér, sé trúverðugur og því hægt að leggja hann til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Fyrir l iggur að brotaþoli lagði ekki fram ákæru á hendur ákærða fyrr en sjö árum eftir að atvik urðu. Brotaþoli er með [...] sem kemur meðal annars fram í [...] . Brotaþoli hefur greint frá því fyrir dómi að auk þess að hafa verið mjög ung þegar brotið átti sér stað, hafi hún átt erfitt vegna [...] sem hún hafði orðið fyrir og vegna skilnaðar foreldra sinna. Hún hafi því ekki treyst sér til að kæra. Brotaþoli kv eður atvikið hafa haft langvarandi slæm áhrif á daglegt líf sitt. Hún fái endurminningar þegar hún heyri eða hitti einhvern með nafni ákærða og að sama skapi í tengslum við umfjöllun um kynferðisbrot. Ástæða þess að brotaþoli ákvað að kæra, sé að vinkona h ennar hafi kært kynferðisbrot og brotaþoli verið henni stuðningur varðandi það, því brotaþoli hafi skilið hvað vinkonan var að upplifa. Vinkonan hafi hvatt brotaþola til að kæra þegar brotaþoli sagði henni frá atvikinu. Þegar meint brot átti sér stað var brotþoli mjög ung að aldri, liðlega sextán ára gömul með ákveðna [...] sem meðal annars lýsir sér í [...] auk þess að glíma við alvarlegt [...] og skilnað foreldra sem reyndist brotaþola mjög erfitt. Eru það einnig þekkt viðbrögð hjá fórnarlömbum kynfe rðisbrota að reyna að leiða þau hjá sér, finna fyrir skömm og jafnvel sjálfsásökun. Brotaþoli sagðist hafa kosið að fá aðstoð sálfræðings til að vinna í sínum málum frekar en að kæra sem hún hafi ekki treyst sér til. Gjarnan er það eitthvað utanaðkomandi s em fær fórnarlömb til að leggja fram kæru eins og er raunin í tilfelli brotaþola í þessu máli. Þá hefur brotið og afleiðingar þess fylgt brotaþola í langan tíma með tilheyrandi vanlíðan. Þegar litið er til framangreinds telur dómurinn skýringar brotaþola á því hvers vegna hún lagði ekki fram kæru fyrr en löngu eftir að brotið átti sér stað trúverðugar. Í því sambandi verður að hafa í huga að brotaþoli var aðeins sextán ára, andlegur styrkur hennar var lítill og hún uppburðarlítil vegna [...] og skilnaðar fo reldra. Er framburður brotaþola hjá lögreglu og fyrir dómi á sama veg hvað þetta varðar sem og að öðru leyti. Fram er komið að ákærði kannaðist ekki við í skýrslutöku hjá lögreglu að brotaþoli hefði komið inn í herbergi sitt og sagði útilokað að það hefði gerst í júlí 2012 þar sem hann hafi þá verið á sjónum. Ákærði kannaðist þar við að brotaþoli hafi komið heim til sín í eitt skipti og þau hafi þá kysst og horft á þátt en kvað þau þá hafa verið í stofunni en ekki í herberginu sínu. Fyrir dómi bar ákærði vi ð algjöru minnisleysi sem 15 hann kvað vera vegna mikillar fíkniefnaneyslu á árunum 2012 til 2014. Þegar lýsing brotaþola á herbergi ákærða var borin undir hann hjá lögreglu kvað ákærði það vera rétt auk þess sem brotaþoli lýsti aðkomu að herberginu og hverni g það var að innan fyrir dómi. Því telur dómurinn sannað að brotaþoli hafi komið í herbergi ákærða í ljósi þess að hann hefur sjálfur borið um að brotaþoli hafi aðeins komið einu sinni heim til sín og þau þá verið í stofunni. Samkvæmt framburði brotaþola g reindi hún vinkonu sinni að einhverju leyti frá því sem gerðist heima hjá ákærða sama dag eða daginn eftir að atvikið átti sér stað. Brotaþoli kveðst hafa greint annarri vinkonu sinni frá atvikinu nokkrum dögum síðar. Vinkonur brotaþola hafa staðfest að br otaþoli hafi sagt þeim frá því að ákærði hafi brotið á sér um sumarið 2012. Þá liggur fyrir staðfesting á því í gögnum málsins að ákærði var ekkert á sjó í júlí 2012 þar sem hann var í landi frá 25. júní til 28. ágúst. Þó að brotaþoli og vitni hafi ekki ge tað nefnt nákvæmar dagsetningar er að mati dómsins hafið yfir vafa að atvikið hafi átt sér stað í júní eða júlí 2012. Framburður ákærða varðandi þessi atriði sem og annað verður því ekki lagður til grundvallar í málinu. Tekið skal fram að sönnunargildi óbe inna framburða vitna sem tengd eru brotaþola með einhverjum hætti er ekki jafn mikið og ótengdra vitna. Engu að síður er það mat dómsins að vitnisburður þeirra sé trúverðugur og styðji þá ályktun að eitthvað óeðlilegt hafi gerst í samskiptum ákærða og brot aþola og auki þannig á trúverðugleika framburðar brotaþola fyrir dómi. Vitnið A , vinkona brotaþola í grunnskóla, sagði að brotaþoli hafi haft samband við sig sama dag eða daginn eftir atvikið og sagt við sig að ákærði hafi misnotað sig og verið í miklu upp námi. Ákærði hafi þrýst á brotaþola í kynlíf sem hún vildi ekki. Vitnið B , vinkona brotaþola í grunnskóla, kvað brotaþola hafa sagt sér að ákærði hefði brotið á sér nokkrum dögum eftir atvikið, um sumarið 2012. Ákærði hafi farið með brotaþola inn í herber gi þar sem hún hafi ítrekað reynt að segja nei og ýtt honum af sér. Brotaþoli hafi sagt sér frá munnmökum og að það hefði verið meira en vitnið gat ekki staðfest hvort brotaþoli hefði sagt ákærða hafa reynt að nauðga sér eða að honum hafi tekist það. Þá ba r vitnið um að brotaþoli hefði haft samband við sig eftir að ákærði hafði samband við brotaþola á Facebook og að hún hafi hvatt brotaþola til að segja foreldrum sínum frá atvikinu. Vitnið E , móðir brotaþola kvað brotaþola hafa tjáð sér frá broti ákærða í kjölfar þess að hann sendi brotaþola skilaboð á Facebook í nóvember 2012 og hafa farið með 16 brotaþola til barnaverndar [...] í framhaldi en brotaþoli hafi ekki treyst sér til að kæra málið. Eins og fram er komið hér að framan skýrði brotaþoli frá því strax í kjölfar atburðarins heima hjá ákærða í samskiptum við eitt nafngreint vitni að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi og nokkrum dögum síðar við annað nafngreint vitni. Brotaþoli greindi móður sinni frá atburðinum í kjölfar framgreindra samskipta hennar við ákærða 6. nóvember 2012 og tilkynnti um atburðinn hjá barnavernd [...] 12. nóvember sama ár auk þess að sækja tíma hjá sálfræðingi í framhaldi í ársbyrjun 2019 þar sem hún greindi frá brotinu. Í málinu liggja fyrir samskipti ákærða og brotaþola á Mess enger samskiptaforriti Facebook þann 6. nóvember 2012 og eru rakin í kafla II.5. að framan en óumdeilt er að ákærði hafi sent þau. Ákærði heldur því fram að skilaboðin feli ekki í sér viðurkenningu á því að hann hafi brotið gegn brotaþola umrætt sinn heldu r sé aðeins um að ræða raup 17 ára unglings. Að mati dómsins fær það ekki staðist að skilaboð ákærða feli aðeins í sér unggæðingsleg mannalæti. Um var að ræða beina ásökun brotaþola um nauðgun sem ákærði mótmælti ekki heldur þvert á móti bera svör hans vot t um algjört skeytingarleysi í garð brotaþola. Dómurinn telur að með skilaboðunum staðfesti ákærði í raun að hafa haft munnmök við brotaþola og að brotaþoli hafi haft munnmök við hann auk samræðis, með því að svara skilaboðum brotaþola um að hann vilji ekk i sambönd heldur bara Facebook. Ákærði hefur borið við minnisleysi varðandi atburðinn fyrir dómi en greindi þó frá því í lögregluskýrslu að brotaþoli gæti hafa komið heim til sín og þau kysst og þá verið í stofunni en ekkert annað hafi átt sér stað. Lýsing ákærða í samskiptum varðandi atburðinn er aftur á móti í fullu samræmi við lýsingu br otaþola á atvikum. Dómurinn erbara svona, ég ríð bara og tala svo ekki mikið við stelpuna aftur, þú varst 24 gellan sem Að teknu tilliti til framangreinds er það mat dómsins að fyrir liggi skilmerkilegur og trúverðugur framburður brotaþola um það sem gerðist umrætt kvöld og er sá framburður studdur öðrum gögnum málsins. Á hinn bóginn er framburður ákærða að sama skapi ekki trúverðugur um samski pti ákærða og brotaþola sumarið 2012. Einnig er 17 litið til þess að þær frásagnir þeirra vitna sem brotaþoli sagði frá í kjölfar brotsins, styðja framburð hennar. Á þeim tíma sem atvik urðu sagði í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo se m henni var breytt með 3. gr. laga nr. 61/2007, að hver sem hefði samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerðist sekur um nauðgun og skyldi sæta fangelsi ekki skemur en í eitt ár og allt að 16 árum. Háttsemi ákærða fellur undir þá verknaðarlýsingu 1. mgr. 194. gr. að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola. Þá kemur til skoðunar hvort ákæruvaldinu hafi tekist að færa sönnur á að ákærði hafi af ásetningi náð samræðinu og kyn ferðismökunum fram gegn vilja brotaþola með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung svo sem áskilið var í 1. gr. 194. gr. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að ákærði hafi náð kynferðismökunum fram gegn vilja hennar með því að beita brotaþola ,,o Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga þarf ásetningur að ná til allra efnisþátta brots eins og því var lýst í 1. mgr. 194. gr. og verður í því sambandi að líta til þess hvernig atvi k horfðu við ákærða á verknaðarstundu og því verður að meta hvort hann hafi haft réttmæta ástæðu til að líta svo á að brotaþoli væri samþykk kynferð i smökunum. Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var lýst refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma sem hún átti sér stað, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir hins vegar að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn og þar til dómur gengu r skuli dæma eftir nýju lögunum bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei megi dæma refsingu nema heimild hafi verið til þess í lögum þegar verknaður var framinn og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Með vísan til fyrrgreinds stjór narskrárákvæðis ber að skýra 1. mgr. 2. gr. hegningarlaganna þannig að hafi refsiákvæði verið breytt eftir að verknaður var framinn verði dæmt um háttsemina eftir hinu nýja ákvæði sé það sakborningi í hag en annars verði aðeins á því byggt að því leyti sem inntak áður gildandi ákvæðis hafi verið hið sama. Með 1. gr. laga nr. 16/2018 var verknaðarlýsingu 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga breytt á þann veg að skortur á samþykki var setur í forgrunn skilgreiningar á nauðgun og horfið frá fyrri megináher slu á þá verknaðaraðferð að kynmökum sé náð fram með ofbeldi. Telst samþykki aðeins liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja en 18 ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Því er ljóst af ákvæðinu að samþykki fyrir kynferðism ökum er nú sett í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í stað þess að áherslan liggi á þeirri verknaðaraðferð að ná fram kynferðismökum með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Virðist orðalag ákæru í máli þessu taka mið af hinu b reytta ákvæði og er þar tekið fram að kynferðismökin hafi verið gegn vilja brotaþola. Eins og fram er komið var brotaþoli aðeins sextán ára þegar atvik urðu en hún var þá yngri en ákærði. Brotaþoli er með [...] auk þess að vera á þeim tíma sem atvikið gerð ist óörugg og með lélega sjálfsmynd vegna [...] . Brotaþoli hefur lýst því að ákærði hafi kysst sig og káfað á sér, tekið sig úr buxum og nærbuxum gegn hennar vilja þar sem hann beitti aflsmunum, veitti brotaþola munnmök gegn vilja hennar og neyddi hana til að veita sér munnmök. Þá hafði ákærði samræði við brotaþola gegn vilja hennar. Ekkert hefur komið fram í málinu sem gat gefið ákærða réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk þessum kynferðismökum sem voru hennar fyrsta kynlífsreynsla, enda mó tmælti brotaþoli þessari háttsemi ákærða allan tímann og reyndi að verjast henni. Í því sambandi er að líta til trúverðugs framburðar brotaþola um að hún hafi frosið og ekki þorað að kalla á hjálp. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að hafið s é yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi framið það brot sem honum er gefið að sök í ákæru og er brotið þar réttilega heimfært til refsiákvæðis. Atvik það sem sakfellt er fyrir varð í júní eða júlí 2012 en brotaþoli kærði ekki fyrr en sjö árum síðar þann 20. ágúst 2019. Lögregla yfirheyrði ákærða 7. september 2020 eftir að hafa tilnefnt honum verjanda. Var ákærði þannig yfirheyrður rúmu ári eftir a ð atvikið var kært af brotaþola en þá voru átta ár liðin frá atburðinum. Engin skýring hefur komið fram á þessum drætti. Líði langur tími frá atviki þar til sakborningur er yfirheyrður eykur það líkur á að sakborningur gleymi eða hann misminni um málavexti . Eðli málsins samkvæmt á það einnig við um vitni sem sakborningur kann að benda á og gætu borið honum í hag. Ákærði bar við minnileysi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en fyrir dómi kvaðst ákærði nánast ekkert muna frá árunum 2012 - 2014 vegna fíkniefnaneysl u. Verður að þessu athuguðu að telja að sá tími sem leið áður en ákærði var yfirheyrður hafi ekki spillt vörn hans. 19 V. Refsiákvörðun , miskabætur og sakarkostnaður. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hefur ekki áður sætt refsingu sem máli skiptir við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ber samkvæmt a. lið 195. gr laganna að virða það til þyngingar ef þolandi er barn yngra en 18 ára, en brotaþoli var 16 ára þegar ákærði br aut gegn henni. Á það er hins vegar að líta að ákærði var aðeins 17 ára þegar hann framdi brotið, sbr. 4. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 2. tölulið 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Rannsókn málsins hefur auk þess dregist úr hófi en hún hófst 20. ágúst 2019, málið var ekki sent héraðssaksóknara fyrr en 23. september 2021 og ákæra gefin út 27. janúar 2022. Háttsemin sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir átti sér stað fyrir liðlega 1 0 árum síðan og liggur fyrir að sá langi tími sem og rannsóknartími málsins verður ekki rakinn til atvika sem ákærði ber ábyrgð á. Að teknu tilliti til þess og sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar 3. desember 2021 í máli 77/2021, þykir rétt að fresta fullnu stu refsingarinnar í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga. Með háttsemi sinni olli ákærði brotaþola miska sem hann ber bótaábyrgð á. Samkvæmt vottorði sálfræðings frá árinu 2013, en öðrum vottorðum er ekki til að dreifa, taldi hún brotaþola ekki vera með áfallastreitueinkenni þegar vottorðið var skrifað í maí 2013. Af vottorðinu má hins vegar ráða að brotaþoli hafi upplifað áfallastreitueinkenni eftir nauðgunina auk þess sem brotaþoli lýst i áhrifum brotsins með trúverðugum hætti á daglegt líf sitt fyrir dómi. Að teknu tilliti til framangreinds og þess að brot af þessu tagi valda almennt umfangsmiklum miska, þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. Mál þetta var höfðað með ákæru 27. janúar 2022 og eru vextir sem féllu á kröfu brotaþola fyrir 27. janúar 2018 því fyrndir, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda, sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar 3. desember 2021 í máli nr. 77/2021. Verður ákærði því sýknaður af krö fu um greiðslu vaxta fyrir þann tíma en honum gert að greiða dráttarvexti frá 7. október 2020 er mánuður var liðinn frá því honum var kunngerð krafan við yfirheyrslu hans hjá lögreglu, sbr. 9. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Með vísan til 1. mgr. 2 35. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs 20 verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, sem að virtu umfangi máls og leiðbeinandi reglum dómstólasýslunnar nr. 2/2021, þykir hæfilega ákveðin 1.2 0 0.000 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur, 550.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðmundar Ágústssonar, 350.000 krónur, en málsvarnarlaun og þók nanir eru tilgreindar að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var að ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómarinn tók við málinu 18. mars 2022 en hafði engin afskipti af því fyrir þann tíma. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði Y 1. 5 00.000 króna ásamt vöxtum s amkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27 janúar 2018 til 7. október 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins 2.100.000 krónur, þar með talin málsvarna rlaun skipaðs verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 1. 20 0.000 krónur, þóknun réttargæslumanns á rannsóknarstigi, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 550.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, 350.000 krón ur. María Thejll