Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður 23 . ágúst 2019 Mál nr. X - 9/2019: A (Jón Sigurðsson lögmaður) gegn B (Ástríður Gísladóttir lögmaður) Mál þetta hófst með því að skiptastjóri í þrotabúi B ehf. sendi kröfu til dómsins með bréfi 14. maí 2019 sem barst dómnum 17. s.m. Þar er óskað eftir úrlausn um ágreining undir skiptum samkvæmt 120., sbr. 171., gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/199 1. Sóknaraðili er A , og varnaraðili þrotabú B ehf., Reykjavík. Málið var tekið til úrskurðar eftir aðalmeðferð þess 20. ágúst sl. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennd verði krafa sóknaraðila við slit varnaraðila að fjárhæð 3.475.628 krónur og henni veitt staða í réttindaröð sem forgangskrafa samkvæmt 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá er gerð krafa um mál skostnað að skaðlausu. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. I. Málsatvik Bú varnaraðila var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 14. nóvember 2018. Skiptabeiðandi er Toll stjóri og frestdagur við skiptin er 1. júní 2018. Sóknaraðili starfaði hjá B ehf., áður C ehf., sem framkvæmdastjóri, að því er virðist frá 1. apríl 2017 fram til 29. júní 2017 er henni var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Í uppsagnarbréfi var tiltekið að sóknaraðila væri formlega sagt upp störfum 2 frá og með 30. júní 2017. Sóknaraðili fékk ekki greidd laun fyrir störf sín í júnímánuði. Í kjölfarið krafðist stefnandi þess að B ehf. greiddu henni vangoldin laun, en án árangurs. Fór svo að sóknaraðili höfðaði mál gegn B . ehf. vegna vangreiddra launa og greiðslu launa í uppsagnarfresti, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - /2018, en útivist varð að hálfu stefnda. Sóknaraðili sendi varnaraðila kröfulýsingu, dagset ta 14. desember 2018. Þar var farið fram á það að krafa sóknaraðila nyti stöðu sem forgangskrafa á grundvelli 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Um grundvöll kröfu var vísað til launaseðla og ákvæða ráðningarsamnings, auk dóms Héra ðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - /2018. Með tölvuskeyti varnaraðila, 8. mars 2019, tilkynnti hann sóknaraðila að kröfu hennar væri hafnað með vísan til 3. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. þar sem sóknaraðili hefði gegnt starfi framkvæmdastjóra . Sóknaraðili mótmælti afstöðu varnaraðila með bréfi 14. s.m. Varnaraðili hélt fund með þeim kröfuhöfum sem lýstu kröfum, þ.á m. sóknaraðila, þann 15. s.m. Ekki reyndist unnt að jafna ágreining aðila og var því ágreiningsefninu beint til héraðsdóms til úrl ausnar í samræmi við ákvæði 120 gr., sbr. 171 gr., gjaldþrotaskiptalaga. Sóknaraðili hefur með bókun gert athugasemdir við fullyrðingar varnaraðila í greinargerð varðandi starfstíma sóknaraðila. Kveðst hún hafa fengið prókúruumboð fyrir félagið 21. mars 2017 en ekki hafið störf fyrr en 1. apríl það ár og hafi því verið búin að starfa hjá félaginu skemur en þrjá mánuði þegar henni var sagt upp störfum. Ekki er sjáanlegur ágreiningur í málinu um fjárhæð kröfu sóknaraðila og heldur ekki um að krafan teljist vera launakrafa. II. Málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðili reisir málatilbúnað sinn á því að viðurkenna beri kröfu hennar á hendur varnaraðila sem forgangskröfu, á grundvelli 112. gr. gjaldþrotaskiptalaga, enda sé krafa sóknaraðila launakrafa sem n jóti réttindastöðu við gjaldþrotaskipti samkvæmt 3 því lagaákvæði. Sóknaraðili fellst ekki á afstöðu skiptastjóra varnaraðila til kröfu sóknaraðila og byggir á því að hafna beri henni. Sóknaraðila sýnist skiptastjóri telja að ákvæði 4. tl. 3. gr. laganna eigi hér við, þ.e. skilgreiningin á því að nákominn sé m.a. maður sem stýri daglegum rekstri félags. Sóknaraðili byggir á því að ákvæði 4. tl. 1. mgr. 3. gr. gjaldþrotaskiptalaga eigi ek ki við í tilviki sóknaraðila þar sem sóknaraðili hafi ekki verið við störf hjá varnaraðila þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 3. gr. gjaldþrotaskiptalaga eigi orðið nákominn við þá sem eftirfarandi tengsl standa á milli: í [eða þar sem hann eða maður honum nákominn situr í stjórn eða stýrir daglegum aðeins við u m starfandi stjórnarmenn og stjórnendur, sbr. meginregluna um túlkun samkvæmt orðanna hljóðan. Sóknaraðili bendir á að hafi það verið vilji löggjafans að ákvæðið tæki til allra stjórnarmanna sem á einhverjum tímapunkti hefðu starfað fyrir félagið hefði l öggjafinn tekið slíkt fram með óyggjandi hætti. Það hafi ekki verið gert og því verði að túlka regluna þröngt, svo sem almennt beri að gera um undantekningarákvæði laga samkvæmt almennum lögskýringaraðferðum. Sóknaraðili kveðst og benda á að þegar litið s é til markmiðs laga um gjaldþrotaskipti og þeirra hagsmuna sem liggja að baki 112. gr. s.l. sé ljóst að það sé skýr vilji löggjafans að ákvæðið eigi aðeins við um starfandi stjórnarmenn og stjórnendur, en ekki fyrrum stjórnarmenn eða þá sem á einhverjum tí mapunkti í fortíðinni stýrðu daglegum rekstri. Meginreglan sé að laun skuli njóta forgangs við gjaldþrotaskipti, sbr. 1. tl. 1. mgr. 112. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Undanþága frá því sé þegar aðili er nákominn félaginu, sbr. 3. mgr. 112. gr. s.l. Markmiðið með undanþáguákvæðinu sé að þeir aðilar sem sök eigi á að félag fari í gjaldþrot eigi ekki heldur rétt til þess að kröfur þeirra njóti forgangs. Framangreint megi ráða af lögskýringargögnum en í athugasemd með frumvarpi til breytingalaga nr. 95/2010 segi e ftirfarandi hvað þetta áhrif á skuldara og því eru löggerningar sem snerta þá varhugaverðari en þegar um 4 aðra er að ræða. Af þeim sökum eru skilyrði til riftunar rýmri þeg ar nákomnir eiga í nákominn í skilningi ákvæðisins verði hann að fara með ákvörðunarvald í félaginu þegar fjárhag þess taki verulega að halla. Fyrir liggi að sóknaraðili starfaði síðast hjá varnaraðila meira en 16 mánuðum áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, eða í júní 2017, og var þar starfandi skemur en þrjá mánuði. Sóknaraðili hafi því með engu móti getað haft áhrif á þá skuldasöfnun og fjárhagsörðugleika sem hafi leitt til þess að félagið var tekið löngu síðar til gjaldþrotaskipta. Því eigi ákvæði 3. mgr. 112. gr., sbr. 1. mgr. 3. gr., gjaldþrotaskiptalaga ekki við um sóknaraðila. Sóknaraðili bendir og á að hún hafi engin tengsl við forsvarsmenn B ehf. að ö ðru leyti en því að hafa verið starfsmaður félagsins og það skemur en þrjá mánuði. Sé því með öllu mótmælt að sóknaraðili geti talist vera nákomin varnaraðila í skilningi 4. tl. 1. mgr. 3. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Með sömu röksemdum og að framan greini byggi sóknaraðili á því að umrædd ákvæði laga nr. 21/1991 geti með engu móti átt við þar sem kröfur sóknaraðila komu ekki á gjalddaga fyrr en eftir að sóknaraðili hafði látið af störfum hjá varnaraðila. Sóknaraðila hafi verið sagt upp hjá varnaraðila 29. j úní 2017. Krafa sóknaraðila sé annars vegar um laun fyrir júní 2017, sem varnaraðila hafi borið að greiða 1. júlí s.á., og hins vegar um laun í uppsagnarfresti síðar um sumarið 2017. Af þessum tímasetningum megi ljóst vera að sóknaraðili var ekki lengur fr amkvæmdastjóri varnaraðila eða stýrði daglegum rekstri félagsins þegar kröfur hennar áttu að koma til greiðslu. Sóknaraðili hafi á þeim tíma engin áhrif haft á rekstur félagsins. Þá sé það svo að um launakröfur sé að ræða en ekki kröfur af öðrum toga eða k röfur sem séu að neinu leyti óeðlilegar eða séu umfram ráðningarsamning. Auk framangreindra lagatilvísana byggir sóknaraðili á almennum reglum samninga - og kröfuréttar og gjaldþrotaréttar, sbr. ákvæði laga nr. 21/1991. Málskostnaðarkrafa er byggð á 130. , sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 5 III. Málsástæður og lagarök varnaraðila Varnaraðili hafnar málatilbúnaði sóknaraðila. Samkvæmt 1. 3. tl. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 njóti kröfur um ógreidd laun, laun í uppsagnarfresti og orlofsgreiðslur forgangs við skipti á þrotabúi. Það eigi þó ekki við um kröfur þeirra sem teljist vera nákomnir félagi sem er til gjaldþrotaskipta, sbr. 3. mgr. 112. gr., sbr. 3. gr., laganna. Samkvæmt 3. gr. teljist aðili vera nákominn félagi m.a. þegar hann hafi setið í stjórn eða stýrt daglegum rekstri félagsins skv. 4. tl. og/eða þegar aðili sé í sambærilegum tengslum við félagið, sbr. 6. tl. Samkvæmt 3. mgr. 112. gr. laganna, sbr. breytingalög nr. 95/2010, geti hvorki nákomnir né þeir sem átt hafi sæti í stjórn eða haft með höndum framkvæmdastjórn félags sem sé til gjaldþrotaskipta notið forgangsréttar fyrir kröfum sem ella hefði verið skipað í réttindaröð samkvæmt 1. 3. tl. 1. mgr. sömu greinar. Varnaraðili byggir kröfu sína að sögn á þeirri staðreynd að þann tíma sem sóknaraðili hafi starfað hjá varnaraðila hafi hún verið framkvæmdastjóri, með prókúru og varamaður í stjórn, og stýrt þannig daglegum rekstri. Ljóst sé því að sóknaraðili falli undir 3. mgr. 112. gr. laganna. Það skipti í raun engu máli hversu langan tíma sóknaraðili hafi starfað hjá varnaraðila, hversu löngu fyrir gjaldþrot sóknaraðili starfaði eða hvort sýnt eða sannað sé að sóknaraðili hafi einhverju valdið um fjárhagserfiðleika varnaraðila, sem mögulega hafi le itt til gjaldþrots, eins og sóknaraðili byggi á. Þvert á móti séu lögin, lögskýringargögn og dómaframkvæmd skýr hvað þetta varði. Enginn fyrirvari eða takmörkun sé á því hvort og hvaða framkvæmdastjórar heyri undir ákvæðið, hvenær og hversu lengi þeir ha fi verið við störf eða hvort sannað sé að þeir hafi haft ákveðin áhrif á reksturinn. Launa - og orlofskröfur fyrrverandi framkvæmdastjóra og þeirra sem hafi stýrt daglegum rekstri félags njóti einfaldlega ekki forgangs samkvæmt 1. 3. tl. 1. mgr. 112. gr. la ga um gjaldþrotaskipti o.fl. 6 Í þessu samhengi leggur varnaraðili áherslu á að með ákvæði 1. mgr. 112. gr. sé ákveðnum kröfum skipað framar öðrum kröfum í réttindaröð við gjaldþrotaskipti. Með því sé vikið frá þeirri almennu meginreglu að jafnræði sé á mi lli allra kröfuhafa gjaldþrota skuldara. Þar sem um undantekningarreglu sé að ræða verði að skýra ákvæðið þröngt. Í tilefni af fullyrðingum sem fram komi í greinargerð sóknaraðila taki varnaraðili eftirfarandi fram. Þó svo að formlegur ráðningarsamningur við sóknaraðila sem framkvæmdastjóra hafi verið undirritaður þann 1. apríl 2017 sé ljóst að hún hafi tekið við stöðu framkvæmdastjóra og fengið prókúru félagsins 21. febrúar 2017, og því stýrt daglegum rekstri í rúma fjóra mánuði áður en henni var sagt upp störfum, en ekki þrjá mánuði eins og fram komi í greinargerð sóknaraðila. Í greinargerð sóknaraðila komi ítrekað fram að sóknaraðila hafi verið sagt upp störfum um 16 mánuðum áður en félagið var tekið til gjaldþrot askipta, og því sé útilokað að sóknaraðili hafi haft áhrif á reksturinn sem leitt hafi til gjaldþrots. Vissulega hafi um 16 mánuðir liðið frá því að sóknaraðila var sagt upp störfum og þar til varnaraðili var úrskurðaður gjaldþrota, en hins vegar líði 11 m ánuðir ef litið er til frestdags og óþarfi að fjölyrða um það að fjárhagslegir erfiðleikar félaga byrji oftast löngu áður en kröfuhafar fari formlega fram á gjaldþrotaskipti. Þá sé fullyrt í greinargerð sóknaraðila að sökum þess stutta tíma sem sóknaraðil i starfaði sem framkvæmdastjóri hjá varnaraðila og þess tíma sem leið þar til varnaraðili var tekinn til gjaldþrotaskipta, þá hafi sóknaraðili ekki með nokkru móti getað haft áhrif á fjárhagsörðugleika varnaraðila sem leiddu til gjaldþrots. Bent sé á í þes su samhengi að samkvæmt fyrrverandi forsvarsmanni varnaraðila hafi sóknaraðili einmitt haft mikil áhrif á afdrif félagsins. Samkvæmt fyrrverandi forsvarsmanni varnaraðila hafi sóknaraðila verið sagt upp vegna mikils trúnaðarbrests sem einnig hafi haft af drifarík áhrif á rekstur varnaraðila og hafi leitt til þess að farið hafi að halla verulega undan fæti í rekstrinum og það 7 endað með gjaldþroti. Sóknaraðili hafi unnið að því að sölsa undir sig verðmætasta umboðið og vöru sem varnaraðili hafði. Við það haf i varnaraðili misst mikið af verkefnum og viðskiptavinum og fjárhagurinn dregist saman. Í kjölfarið hafi sóknaraðili farið í samkeppni við varnaraðila með þá tilteknu vöru og umboð að vopni. Framangreindar vangaveltur um lengd starfa sóknaraðila hjá varn araðila, það hversu langt leið þangað til varnaraðili var tekinn til gjaldþrotaskipta og/eða hvort sóknaraðili hafi átt einhvern hlut að því að halla fór undan fæti í rekstri varnaraðila skipti í raun ekki höfuðmáli. Lögin og dómaframkvæmd séu alveg skýr h vað varði fyrrum framkvæmdastjóra og launakröfur þeirra í gjaldþrota félag. Þær njóti ekki forgangs samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 112. gr. laganna. Um lagarök vísar varnaraðili til laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., einkum 112. gr. laganna, svo og til meginreglna samninga - og kröfuréttar. Krafa varnaraðila um málskostnað er byggð á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Niðurstaða Fyrir gildistöku laga nr. 95/2010, um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, var 3. mg Hvorki njóta þeir sem eru nákomnir þrotamanni réttar skv. 1. 3. tölul. 1. mgr. fyrir kröfum sínum né þeir sem hafa átt sæti í stjórn eða haft með höndum framkvæmdastjórn félags eða stofnunar sem er til Lögm enn aðila lögðu engin gögn fram um það hvernig framkvæmd, og þá einkum dómaframkvæmd, hefði verið þegar ákvæðið var í þessu horfi og þá, eftir atvikum, ef sú hefði verið raunin, til að rökstyðja hvort og þá hvaða þýðingu breyting ákvæðisins hefði í þessu s ambandi. Dómurinn fær ekki betur séð en að fyrir breytingu hafi það verið allt að því án undantekninga að framkvæmdastjóri félags sem tekið hafði verið til gjaldþrotaskipta naut ekki forgangs við skiptin fyrir launakröfum sínum. Gilti það óháð því hvenær hann hefði starfað hjá félaginu og þannig skipti ekki máli eða var það forsenda fyrir því að 3. mgr. 112. gr. gilti að framkvæmdastjóri hefði verið við störf við gjaldþrot viðkomandi félags. Ekki er þannig sjáanlegt í kenningum helstu fræðimanna eða 8 dómaf ramkvæmd að fram þyrfti að fara mat á því hvort viðkomandi framkvæmdastjóri hefði átt þátt í gjaldþrotinu með einum eða öðrum hætti eða hvort staða félags hefði verið mun betri og jafnvel félagið gjaldfært allan þann tíma sem framkvæmdastjóri starfaði sem slíkur. Þá verður ekki séð að það hafi skipt máli hversu lengi viðkomandi starfaði sem framkvæmdastjóri eða hversu löngu fyrir gjaldþrot. En sóknaraðili byggir á því að framangreint gildi, þannig að ætíð þurfi að fara fram mat á þessum atriðum. Fallist er á það að á stundum þurfi slíkt mat að fara fram og bæði hafi þess þurft fyrir gildistöku laga nr. 95/2010 og eftir. Dómurinn telur þó að það gildi ekki um aðila sem kalla megi hreinræktaðan framkvæmdastjóra, ef þannig má að orði komast, heldur þurfi matið að fara fram ef viðkomandi er til dæmis næstráðandi eða fer hugsanlega með raunverulega framkvæmdastjórn í félagi að hluta eða öllu leyti, en í dómi Hæstaréttar í máli nr. 440/2010 var vísað til þess að í þágildandi ákvæði 3. mgr. 112. gr. væri, sbr. fram angreint, ekki vísað til starfsheitis viðkomandi starfsmanns heldur þess hvort hann færi með framkvæmdastjórn félags eða stofnunar. Á slíka stöðu reyndi til að mynda einnig í dómum Hæstaréttar í málum nr. 114/2011, 177/2011, 709/2011 og 463/2010, en í öllu m þessum málum var forgangi hafnað vegna raunverulegrar stöðu viðkomandi innan félags. Önnur niðurstaða varð í Landsrétti í málum nr. 61 og 78/2019 þar sem staða viðkomandi launþega var ekki talin sú að þeir teldust nákomnir í skilningi 3. gr. laganna. Þes si síðustu mál varða réttarstöðuna eftir gildistöku laga nr. 95/2010 og þar var, burtséð frá starfstitlum viðkomandi, horft til þess meðal annars hvaða stjórnunarheimildir viðkomandi höfðu og hvort þeir hefðu haft raunverulegt vald til að hafa áhrif á miki lsverðar ákvarðanir innan félagsins og skuldbinda það. Sú var ekki talin raunin og því féllu þeir ekki undir 3. mgr. 112. gr. Þarna verður ekki betur séð en að sambærilegt mat eigi sér stað og í fyrri dómum Hæstaréttar. Nú snýr matið að því hvort viðkomand i teljist vera nákominn í skilningi 3. gr. laganna, en fyrir gildistöku laga nr. 95/2010 þurfti að meta, sbr. framangreint, hvort viðkomandi færi í raun, óháð starfstitli, með framkvæmdastjórn. Eins og fyrr segir telur dómurinn að einstaklingur sem sannanl ega var ráðinn sem framkvæmdastjóri hafi ætíð verið undirseldur 3. mgr. 112. gr. fyrir breytinguna og það hafi gilt óháð því hversu lengi hann var við störf eða hversu lengi fyrir gjaldþrot. Hér er þá átt við framkvæmdastjóra félags eins og slíkum er lýst í 44. gr. laga um 9 einkahlutafélög nr. 138/1994 (og 68. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995) en ekki hefur verið gerður ágreiningur um það í málinu að sóknaraðili var í slíkri stöðu þann tíma sem hún starfaði hjá fyrirtækinu. Dómurinn hefur hvergi séð þess st að að fjallað sé í dómum um það hvort störf framkvæmdastjóra hafi valdið því að halla fór undan fæti í rekstrinum eða um starfstíma viðkomandi, og það hafi þannig þýðingu. Ef sú regla gilti að framkvæmdastjóri yrði að vera við störf þegar félag væri tekið til gjaldþrotaskipta til að falla undir 3. mgr. 112. gr., eins og sóknaraðili byggir á, þá má sjá í hendi sér að slíkur myndi segja upp störfum þegar sæist í hvað stefndi í rekstrinum og tryggja sér þá forgangsrétt samkvæmt 112. gr. við gjaldþrot. Þessar m álsástæður sóknaraðila styðjast þannig að mati dómsins ekki við lagatextann, lögskýringargögn eða dómafordæmi og eru með öllu haldlausar, en ella vanreifaðar og verður þeim hafnað. Þá telur dómurinn það engu máli skipta þótt kröfur sóknaraðila hafi fallið í gjalddaga eftir að hún hætti störfum hjá félaginu, enda á það oftar en ekki við um slíkar kröfur, a.m.k. hluta þeirra, og eðli máls samkvæmt ætíð um kröfur til launa í uppsagnarfresti, ef um fyrirvaralausa uppsögn ræðir. Kemur þá til skoðunar hvort til gangurinn með lögum nr. 95/2010 um breytingu á lögum um aðför nr. 90/1989 og lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. sem tóku gildi 28. júní 2010 hafi verið sá að breyta reglum hvað þetta varðar, þ.e. sú staðreynd að fellt var út úr ákvæðinu sérstök ti lvísun til framkvæmdastjórnar og stjórnar og látið sitja við tilvísun til nákominna. Lagatextinn gefur engar vísbendingar um að þessi sé raunin, og slík ályktun verður ekki dregin af greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 95/2010, en þar segir Við stjórn félaga eða annarra lögaðila hafa þeir helst áhrif sem sitja í stjórn eða stýra daglegum rekstri. Yfirleitt komast stjórnendur lögaðila í þá aðstöðu í krafti eignaraðildar og teljast því nákomnir í skilningi 3. gr. laganna. Þó er ekki sjálfgefið að sá sem situr í stjórn eða stýrir daglegum rekstri sé eigandi. Því þykir rétt að rýmka hugtakið nákomnir þannig að það taki einnig til stjórnenda, sbr. 3. gr. frumvarpsins. Samkvæmt 3. mgr. 112. gr. laganna njóta hvorki ná komnir né þeir sem átt hafa sæti í stjórn eða hafa haft með höndum framkvæmdastjórn félags eða stofnunar forgangsréttar í þrotabú fyrir launum og öðrum kröfum sem taldar eru 1. - 3. tölul. 1. mgr. sömu greinar. Með því að rýmka hugtakið nákomnir eins og lagt er til með 3. gr. frumvarpsins, þannig að það taki jafnframt til stjórnarmanna og þeirra sem stýra daglegum rekstri, er óþarfi að hafa 10 slíka upptalningu sem nú er í 3. mgr. 112. gr. laganna og er því lagt til með b - lið 19. gr. frumvarpsins að þar verði þe ss í stað rætt um að nákomnir njóti ekki þessa rýmri skilgreiningu á hugtakinu nákomnir en nú er að finna í 3. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Nánar tiltekið er lagt til að hugtakið nái einnig til þeirra sem sitja í stjórn eða stýra daglegum rekstri félaga eða annarra lögaðila. Að þessu er nánar vikið í IV. kafla í almennum athugasemd Sóknaraðili byggir á því að þessi breyting, þ.e. að fella burt í 3. mgr. 112. gr. sérstaka tilvísun til framkvæmdastjórnar félaga og þess í stað vísa til aðila nákominna félagi, geri það að verkum að enn meira mat þurfi að fara fram h verju sinni en verið hefur, þar sem skoða þurfi framangreind atriði, þ.e. raunveruleg áhrif framkvæmdastjóra m.a. á það hvernig fór og starfstíma, þ.e. lengd hans og fjarlægð starfsloka frá gjaldþrotaúrskurði. Dómurinn getur ekki fallist á þetta. Af framan greindum sjónarmiðum í frumvarpinu verður ekki annað ráðið en að ætlunin hafi verið að rýmka þessa undantekningarreglu frá forgangi launakrafna, þannig að hún næði jafnvel til fleiri aðila en verið hafði. Engu máli skiptir þannig að mati dómsins að löggjaf inn hafi fellt út sérstaka tilgreiningu í 3. mgr. 112. gr. á framkvæmdastjóra og stjórn, þar sem samfara þeirri breytingu voru þessi starfsheiti færð undir skilgreiningu á nákomnir. Hér er því fremur um lagatæknilegt atriði að ræða en einhverja grundvallar breytingu. Er þessi skilningur áréttaður í nefndaráliti frá allsherjarnefnd vegna frumvarpsins. Þar er rakið að stjórnarmenn og þeir sem stýri daglegum rekstri fyrirtækja séu nú skilgreindir sem nákomnir og að slíkir njóti ekki forgangs fyrir launakröfum s ínum í þrotabú. Eftir þessa breytingu 2010 verður því hið sama sagt og um réttarstöðuna fyrir breytingu, að þessar málsástæður styðjast ekki við lagatextann, lögskýringargögn eða dómafordæmi og eru að mati dómsins með öllu haldlausar. Sú málsástæða sóknar aðila að varnaraðili hafi ekki sýnt fram á að sóknaraðili hafi haft raunverulegt vald og heimildir sem framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa er einnig haldlaus. Ekki er gerður ágreiningur um að sóknaraðili var framkvæmdastjóri félagsins í skilningi laga um ein kahlutafélög og var sú ráðning tilkynnt hlutafélagaskrá, en samkvæmt upplýsingum úr skránni sem miðast við 21. mars 2017 11 var sóknaraðili tilgreind sem framkvæmdastjóri með prókúruumboð. Ráðningarsamningur aðila ber þetta og glögglega með sér og fékk sóknar aðili prókúru félagsins 21. febrúar 2017. Þrátt fyrir þessa málsástæðu sóknaraðila, þ.e. að varnaraðili hafi í þessum efnum ekki axlað meinta sönnunarbyrði, hefur sóknaraðili, eftir því sem best verður séð, í engu byggt á því að þessi hafi í raun verið sta ðan, þ.e. að sóknaraðili hafi ekki haft þau völd og heimildir sem staða hennar og ráðningarsamningur gaf til kynna. Er það enda svo að andspænis framangreindum staðreyndum um stöðu sóknaraðila á þessum tíma hefði það væntanlega staðið sóknaraðila nær að sý na fram á að hún hefði í raun ekki gegnt starfi eiginlegs framkvæmdastjóra í þessum skilningi á starfstíma sínum. Með vísan til framangreinds verður kröfum sóknaraðila um forgang því hafnað. Þrátt fyrir orðalag kröfugerðar sóknaraðila telur dómurinn ekki ástæðu til að viðurkenna kröfu hennar sérstaklega burtséð frá forgangi í ljósi þess að enginn ágreiningur er gerður um fjárhæðina, ekki hefur verið tekin afstaða til almennra krafna undir búskiptunum, og verður að öllum líkindum aldrei gert, og um fjárhæði na hefur gengið útivistardómur. Með vísan til þessarar niðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991, verður sóknaraðili dæmd til að greiða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilegur 500.000 krónur. Fyrir sóknaraðila flutti málið Jón Sigurðsson lögmaður og fyrir varnaraðila Jóhann Karl Hermannsson lögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 24. júní sl. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Kröfum sóknar aðila, A , er hafnað. 12 Sóknaraðili greiði varnaraðila, þrotabúi B ehf., 500.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson