Héraðsdómur Austurlands Dómur 28. febrúar 2022 Mál nr. S - 12/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur : 1. Mál þetta, sem dómtekið var 22. febrúar 2022, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 20. janúar sl., en móttekinni 4. febrúar sl., á hendur A , kennitala , , : , , fyrir heimilisofbeldi og líkamsárás í , með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. júlí 2021, í bifreið á leið um hringveg frá til og í sömu bifreið eftir að hún var stöðvuð á gatnamótum hringvegar við afleggjara til , í botni , veist að sambýliskonu sinni, B , kt. og systur he nnar C , kt. og tekið B hálstaki með vinstri handlegg og síðan slegið stúlkurnar báðar ítrekað með krepptum hnefa í andlit, handleggi og líkama og skellt bílhurð á hægri ökkla B , allt með þeim afleiðingum að B hlaut bólgu yfir vinstra gagnauga, mar efst á nefi, blóðnasir, bólgu og mar á utanverðan vinstri framhandlegg og eymsli á hægri ökkla og C hlaut mar og bólgu vinstra megin á enni og á báðum kinnbeinum, þreifieymsli yfir öllu andliti, blóðnasir og tognun á vinstri þumalfingri. Í endanlegri kröfugerð ákæruvalds er þess krafist að lýst háttsemi og líkamsárásir ákærða gagnvart B og C varða ði við 1. mgr. 21 7 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög . Af hálfu ákæruvaldsins er þess jafnframt krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2. Skipaður verjandi, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, krefst þess fyrir hönd ákærða að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandinn málflutningsþóknunar. I. 1. Samkvæmt rannsóknargögnum var lögreglumönnum á vakt gert viðvart um barsmíðar og dólgslæti ákærð a aðfarnótt 3. júlí sl . , í og við kyrrstæða bifreiða í botni . Við komu lögreglumannanna á vettvang hittu þeir m.a fyrir systurnar B og C , og segir frá því a ð þ ær hafi þá báðar verið með sýnilega áverka. Af þessum sökum hafi þær verið flutt a r undir læknishendur á nálæga heilsugæslustöð . Fram kemur að e r þetta gerðist hafi ákærði verið farinn af vettvangi . U pplýsingar komu fram um að hann hefði verið ölvaður og í afbrýðiskast i þegar hann hefði ráðist að sambýliskonu sinni , B , í fyrrnefndri bifreið . Þ au hefðu sótt dansleik fyrr um nóttina, en verið á heimleið 2 þegar ákærði sýndi af sér þessa hegðan. Þá hefði hann að auki ráðist að C með barsmíðum þegar hún hefði r eynt að skakka leikinn. Við áframhaldandi rannsókn lögreglu var ákærði yfirheyrður um málsatvik, en einnig vitni. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð , sem eru í samræmi við sakarefni ákærunnar . Af hálfu nefndra brotaþola var því lýst yfir við lögreglurannsókn málsins, að vilji þeirra stæði ekki til þess að leggja fram formleg ar kær ur á hendur ákærða og þá ekki bótakröfu r . 2. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru. Játning ákærða er í samræmi við fyrrgreind rannsóknargögn lögreglu , en einnig ljósmyndir . 3. Að ofangreindu virtu og með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi , sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm er að áliti dómsins nægjanlega sannað að hann hafi g erst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru greinir, en brot hans eru þar réttilega heimfærð til laga. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að ofangreindu virtu verður ákær ði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. II. 1. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki áður sætt refsingu . Í þessu máli hefur hann verið fundinn sekur um tvær líkamsárásir . 2. Við ákvörðun refsingar ákærða ber m.a. að horfa til þess að háttsemi hans var alvarleg í greint sinn . Þá hefur hann verið í sambúð með brotaþol anum B um nokkurra ára skeið, en þau ala önn fyrir þremur börnum sínum. Verður að þessu virtu litið til ákvæða 1. töluliðar 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr., en einnig 1. mgr. 77. gr, almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og þá til refsiþynginar. Til ref si lækkunar þykir mega líta til þess að ákærði hefur við alla meðferð málsins játað sök undanbra g ðalaust. Þá hefur hann lýst i yfir iðran sinni fyrir dómi og þá vegna háttseminnar gagnvart sambýliskonunni og systur hennar. Frásögn ákærða er að mati dómi að þessu leyti trúverðug, en framlögð gögn g reina frá því að hann hafi eftir hina refsiverður háttsemina leitað sér aðstoðar hj á fagaðil a , og þá með stuðningi sambýliskonu nnar . Vegna þessa þ ykir mega líta til ákvæða 5. o g 8. t öluliðar 70. gr. hegningarlaganna. Að ofangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi . F ært þykir að fresta fullnustu refsingar innar skilorðsbundið og skal hún 3 niður falla að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja , eins og segir í dómsorði. 3. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar . Samkvæmt yfirlýsingu sækjanda fyrir dómi féll enginn sakarkostnaður til við rekstur málsins hjá lögreglu . Að þessu virtu ber að dæma ákærða til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, eins og segir í dómsorði. Af hálfu ákæruvalds ins fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, A , sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi hann almennt skilorð 57. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 168.075 í sakarkostnað, og er þar um að ræða þóknun skipaðs verjanda hans, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, að meðtöldum virðisaukaskatti.