Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 8. júlí 2021 . Mál nr. S - 75/2021: Ákæruvaldið (Kristín Una Pétursdóttir saksóknarfulltrúi) gegn Sigurjóni Grétari Einarssyni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 28. síðasta mánaðar, var höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á Vestfjörðum 21. maí síðastliðinn á hendur Sigurjóni Grétari Einarssyni, kt. , föstudaginn 9. apríl 2021, ekið bifreiðinni um Skutulsfjarðarbraut við Skógarbraut, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist tetrahýdrókannabínól 3,8 ng/ml) uns lögregla gaf ákærða merki um að stöðva aksturinn milli Skó , sbr. 2. mgr. 5 0 . gr., sbr. 1 . mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101 . gr. laga nr. 77/2019. Um málsatvik er skírskotað til ákæru. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið það brot sem honum er gefið að sök og var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð saka mála og það tek ið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem ekki er talin ástæða til að draga í efa að sé sannleikanum samkvæm, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem sak sókn á hendur honum tekur til samkvæmt framansögðu og er háttsemin réttilega heim færð til refsiákvæðis í ákæru. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærða í sex tilvikum ve rið gerð refsing til þessa frá árinu 2006 , en þar af hafa tvær sáttir sem hann hefur gert við lögreglu áhrif við ákvörðun refsingar nú. Með sátt við lögreglustjóra 31. mars 2014 samþykkti hann greiðslu sektar og tímabundna sviptingu ökuréttar fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Með annarri sátt af sama tagi 22. maí 2018 gekkst hann aftur undir 2 sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar í tvö ár frá þeim degi að telja. Önnur brot ákærða hafa sem fyrr segir ekki áhrif við ákvörðun refsingar nú og er í þeim efnum gætt að því að ákærði hefur staðist skilorð dóms frá 10. júlí 2018 þar sem hann var dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Að sakaferli ákærða virtum, sbr. 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940, og með hliðsjón af dómaframkvæmd, þykir refsing hans samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019 réttilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Ekki eru efni til að binda þá refsingu skilorði. Með vísan til 3. mgr., sbr. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 77/2019 og upphafsmálsliðar 1. mgr. 101. gr. sömu laga er ákærði einnig sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Á grundvelli 1. mgr. 2 35 . gr. laga nr. 88/2008 er ákærði dæmdur til að greiða sakarkostnað málsins, sem samkvæmt yfirliti um slíkan kostnað , og með stoð í öðrum gögnum, nemur samanlagt 89 . 214 krónum og er sá kostnaður tilkominn vegna rannsóknar málsins . Hákon Þorsteinsson, settur dómstjóri, dæmir mál þetta. D ó m s o r ð: Ákærði, Sigurjón Grétar Einars son, sæti fang elsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja . Ákærði greiði 89.214 krónur í sakarkostnað. Hákon Þorsteinsson