Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. júlí 2021 Mál nr. E - 3323/2020 A ( Steingrímur Þormóðsson lögmaður ) g egn Sjóvá - Almenn um trygging um hf., og T M hf. ( Sigurður Ágústsson , Gestur Óskar Magnússon lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 28. maí 2020 og dómtekið 2. júní 2020. Stefnandi er A , o g stefndi er Sjóvá - Almennar tryggingar hf. , Kringlunni 5 í Reykjavík. Réttargæslustefndi er TM hf., Síðumúla 24, Reykjavík. Stefnandi gerir kröfu um að viðurkennd verði skaðabótaskylda Sjóvár - Almennra trygginga hf. vegna þess líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í umferðarslysi þann 11. ágúst 2017. Hún krefst einnig málskostnaðar. Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar. Af hálfu réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar á hendur stefnanda enda engum kröfum að honum beint. Mál þetta var dómtekið að lokinni aðalmeðferð 28. júní 2021. I Málsatvik og helstu ág reiningsefni Stefnandi slasaðist í umferðarslysi 9. júní 2016 þegar ekið var aftan á bifreið hennar sem var tryggð hjá réttargæslustefnda. Stefnandi var skoðuð á bráðadeild Landspítalans sama dag og greind með tognun á hálsi og mjóbaki . Síðar var stefnandi einnig greind með geðræn einkenni , sbr. læknisvottorð T frá 14. febrúar 2017 . Í vottorðinu kemur fram að þessi einkenni hái henni verulega og séu stór þáttur í því að hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu. 2 Stefnandi óskaði eftir sérfræði áliti samkvæm t 10. gr. laga nr. 50/1993 á þeim áverkum sem hún varð fyrir í slysinu . Niðurstaða sérfræðiálitsins , sem lá fyrir 28. ágúst 2017 og byggði st m.a. á skoðun 24. mars 2017, var sú að miski vegna afleiðinga slyssins væri 15 stig og varanleg örorka 15%. Afleiðingum slyssins þann 9. júní 2016 er lýst í álitinu, bæði sem tognunareinkennum og síðar einnig geðrænum einkennum. Þá er fyrra heilsufar stefnanda rakið, en þar kemur m.a. fram að hún hafi glímt við þunglyndi og kvíða og fullnægt skilyrðum fyrir hæst a örorkustig þann 9. febrúar 2012. Þessi kvíði hafi komið upp í kjölfar andláts móður hennar á árinu 1997. Auk þess hafi hún haft fyrri sögu um mígreni og spennuhöfuðverk, en ekki haft nein einkenni frá hálsi fyrr en eftir slysið 9. júní 2016. Stefnandi lenti aftur í umferðarslysi 11. ágúst 2017 þegar hún ók af aðrein inn á akbraut í veg f yrir aðra bifreið. Samkvæmt matsgerð var mismunur á ökuhraða bifreiðanna þegar áreksturinn átti sér stað 1 ,0 km/klst í stefnu akbrautar og 4 km/klst þvert á stefnu akbra utar þegar þær rákust saman. Stefnandi leitaði samdægurs á bráðadeild Landspítalan s e ftir slysið og var við skoðun aum aftan á hálsi og í mjóbaki. Stefnandi fór í starfsendurhæfingu hjá VIRK frá 19. janúar 2017 til 20. apríl 2018. Hún gekkst undir sérhæf t mat á þessu tímabili þar sem fram kemur að hún glími við ýmsar heilsufarsafleiðingar eftir umferðarslys í júní 2016. Í sálfræðimati frá 1. júlí 2017 er haft eftir stefnanda að hún hafi mikinn vilja til að fara að vinna en treysti sér hvorki líkamlega til að fara í sömu vinnu og áður né í vinnu þar sem er mikið áreiti. Mígreni hafi ágerst og við aukið álag aukist slík einkenni. Þann 17. júlí 2018 var tekin ákvörðun um örorku stefnanda samkvæmt 18.gr. almannatryggingalaga nr . 100/2007. Í læknisvottorði vegna umsóknar um örorkubætur er vísað til þess að líkamleg færni á skoðunardegi þann 16. júlí 2018 sé svipuð og frá bílslysinu í júní 2016. Stefnandi óskaði þann 18. maí 2019 eftir sérfræði áliti samkvæmt 10. gr. skaðbótalaga á áverkum sem stefnandi varð fyrir í umferðarslysi 11. ágúst 2017 og og um leið eftir endurmati á örorku vegna afleiðinga umferða r slyssins þann 9. júní 2016 . Í sérfræðimatsgerð S bæklunarlæknis og R lögmanns frá 4. október 2019 er niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vers nun á einkennum stefnanda frá umferðarslysinu 2016 en að stefnandi hafi orðið fyrir varanlegum líkamsáverkum þegar eingöngu sé litið til afleiðinga slyssins 11. ágúst 2017, sem námu 5 stiga miska og 5% varanlegri örorku. Í matsgerðinni kemur fram að fjarve ru stefnanda af vinnumarkaði sé ekki eingöngu að rekja til afleiðinga umferðarslysanna tveggja heldur sé um fjölþættari vanda að ræða og 3 einkenni sem hafa hrjáð stefnanda fyrir slysin tvö, en þau slys hafi þó ýkt ýmis einkenni og aukið á erfiðleikana. St efndi neitaði greiðslu með vísan til þess að sá höggþungi sem stefnandi hefði orðið fyrir í slysinu 11. ágúst 2017 hefði verið svo vægur að útilokað væri að líkamstjón hefði hlotist af slysinu. Stefndi vísaði þar til myndbandsupptöku af árekstrinum úr go p ro - myndavél sem var í ökutækinu sem keyrði á bifreið stefnanda og svokallaðrar PC - skýrslu en niðurstaða hennar var sú að hraðamunur bifreiðanna hefði verið 4 km/klst . og höggþungi bifreiðarinnar því svo vægur að útlokað væri að líkamstjón hefði hlotist af . Stefnandi kærði afstöðu stefnda til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem úrskurðaði þann 14. janúar 2020 að ekki hefði tekist að sýna fram á orsakasamhengi á milli árekstursins 11. ágúst 2017 og líkamlegra einkenna stefnanda. Greiðsl uskyldu stefnda var því hafnað. Stefnandi fékk gjafsóknarleyfi í málinu 19. júní 2019 og 7. nóvember sama ár bað stefnandi um dómkvaðningu matsmanna til að meta hvort versnun hefði orðið á heilsu hennar vegna umferðarslyssins á árinu 2016 . Jafnframt var óskað eftir þv í að metið yrði hvort versnun hefði orðið á heilsufari stefnanda eftir slysið 2017 og hver sú versnun væri frá því að skoðun fór fram 24. mars 2017. Þann 20. desember 2019 voru þeir E lagaprófessor, S geðlæknir og T taugalæknir dómkvaddir til að vinna mati ð. Niðurstaða þeirra var að ekki hefði orðið óvænt versnun vegna afleiðinga slyssins 9. júní 2016 heldur mætti rekja versnun til umferðarslyssins sem stefnandi varð fyrir 11. ágúst 2017. Ágreiningur þessa máls lítur að því hvort sýnt hafi verið fram á or sakatengsl á milli líkamstjóns stefnanda og umferðaróhapps sem stefnandi lenti í þann 17. ágúst 2017, eða hvort það eigi rætur að rekja til eldra slyss eða fyrra heilsufars stefnanda. Þá er deilt um sönnunargildi matsgerðar. Við aðalmeðferð málsins gaf st efnandi aðilaskýrslu, en auk þess gáfu eftirtaldir vitnaskýrslu: T , læknir og dómkvaddur ma tsmaður, S , geðlæknir og dómkvaddur matsmaður, E, prófessor og dómkvaddur matsmaður, S , læknir og sérfræðimatsmaður, R , lögfræðingur og sérfræðimatsmaður , og Á , verkfræðingur og dómkvaddur matsmaður. 4 II Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir dómkröfu sína á hendur Sjóvá - Almennum tryggingum hf. á því að hún hafi orðið fyrir varanleg u líkamstjóni þann 11. ágúst 2017 , sem staðfest hafi verið m eð sérfræðimatsgerð 3. október 2019 sem ekki hafi verið hnekkt og matsgerð dómkvaddra matsmanna frá 1. apríl 2020. Stefnandi byggir kröfu sína á hendur Sjóvá - Almennum tryggingum hf. á 92. gr . þágildandi umferðarlaga vegna afleiðinga slyssins þann 11. ágúst 2017, en bifreið stefnanda var tryggð hjá félaginu er slysið varð. Stefnandi vísar til þess að hún hafi sama dag og hún lenti í umferðarslysinu leitað á bráðadeil d LSH og læknir grein t hana með talsverða áverka eftir áreksturinn. Í vottorði heimilislækni s hennar frá 31. ágúst 2018 kemur fram að heimilislæknirinn telji að í slysinu 11. ágúst 2017 hafi orðið versnun á fyrri einkennum stefnanda, sem hún hlaut í slysinu 2016. Það sé einnig niðurstaða bæklunarlæknis sem skoðaði stefnanda 13. febrúar 2018, en h ann hafi einnig skoðað stefnanda eftir umferðarslysið árið 2016. Í vottorði heila - og taugaskurðlæknis frá 8. október 2018 komi fram að það sé mat hans að fyrri einkenni hafi versnað við slysið þann 11. ágúst 2017 og séu orðin krónísk. Stefnandi byggir á því að Hæstiréttur Íslands hafi í a.m.k. þremur dómum sínum dæmt að hafi sérfræðimat i, eins og stefnandi fékk, ekki verið hnekkt með áliti örorkunefndar eða mati dómkvaddra matsmanna beri viðkomandi vátryggingafélagi að greiða bætur samkvæmt matsgerðinni, sbr. t.d. dóma réttarins í málum nr. 375/2010, nr. 542/2012 og nr. 319/2014 , sbr. einnig dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 6/2015. Stefnandi vísar jafnframt til þess að með 9. gr. laga nr. 37/1999 hafi 10. gr. laganna verið breytt á þann veg að tjónþola væri bæði rétt og heimilt að biðja einhliða um mat á afleiðingum slysa. S tefnandi byggir á því að framkvæmd vátryggingafélaga þess efnis að biðja eigi sameiginlega um utanréttarmöt hjá lækni og lögfræðingi sé ekki í samræmi við lög þótt tíðkað sé að kröfu vátryggingafélaga þar sem vátryggingafélög ráði yfirleitt matsmönnum og því hvaða gagna sé aflað til grundvallar hinu bótaskylda líkamstjóni. Slíkt sé í mótsögn við þá sönnunarbyrði sem tjónþolar í líkamstjónamálum beri. Stefnandi byggir enn fr emur á því að fram hafi komið í málum eða utanréttarmötum þar sem PC - crash - skýrslur hafa verið lagðar fram sem sönnunargögn að niðurstöður þeirra mæli ekki þann þyngdarkraft sem lendi á líkama fólks í bifreiðum sem lenda í árekstri, t.d. á höfuð eða háls. 5 III Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknu kröfu sína á því að stefnandi beri alfarið sönnunarbyrði um tjón sitt og orsök þess . Stefnandi hafi ekki sannað að hún hafi orðið fyrir tjóni við áreksturinn 11. ágúst 2017. Við mat á því hvo rt skilyrði um orsakasamband sé uppfyllt þurfi að hafa þrennt í huga ; í fyrsta lagi hversu litlu höggi stefnandi hafi orðið fyrir við áreksturinn 11. ágúst 2017, í öðru lagi að stefnandi hafi áður þjáðst af sömu einkennum og í þriðja lagi takmarkað sönnuna rgildi matsgerðar sem aflað er einhliða. S tefndi segir að við mat á orsakatengslum þurfi fyrst að líta til þess hversu þungu höggi stefnandi hafi orðið fyrir við áreksturinn 11. ágúst 2017 . Í niðurstöðu PC - crash - skýrslu k omi fram að hraðamunur bílanna við áreksturinn hafi verið 4 km/klst. Stefndi telur því ómögulegt að svo lítið högg hafi valdið þeim afleiðingum sem stefnandi glímir nú við. Enginn þátttakenda í tilraunum sem hafa verið gerðar með heilbrigðum sjálfboðaliðum þar sem hraðabreyting við árekstur hafi verið á bilinu 0 11 km/klst . hafi fengið varanlega áverka. Þá hafi einnig verið gerðar tilraunir með fjölda sjálfboðaliða þar sem árekstrarhraðinn hafi verið á bilinu 10 15 km/klst. Allir þátttakendur rannsóknarinnar ha fi verið búnir að ná sér að fullu eftir viku og ekki hafi sést merki um varanlega áverka. Stefndi vísar til þess að við mat á því hvort skilyrði um orsakasamband sé uppfyllt verði að leggja til grundvallar fyrra heilsufar stefnanda. Í matsgerð sem stefnand i hafi aflað einhliða sé núverandi einkennum, þ.e. eftir áreksturinn 11. ágúst 2017, lýst á þann veg að stefnandi glími við verki í hálsi og baki, eigi í erfiðleikum með svefn og fái höfuðverki vegna þess a og að auki finni hún fyrir vonleysi, kvíða og depu rðareinkennum. Þessi einkenni m egi rekja allt aftur til ársins 2001. Fram kemur í matsgerð dómkvaddra matsmanna frá árinu 2020 að stefnandi hafi í kjölfar bílslyssins 2001 verið slæm í hálsi, mjóbaki og mjöðmum. Auk þess hafi hún í kjölfar árekstursins lei tað á heilsugæslu vegna höfuðverkja. Þótt stoðkerfiseinkenni hafi farið smám saman batnandi eftir áreksturinn 2001 megi þó a.m.k. rekja þau til árekstursins 9. júní 2016. Í matsgerðinni frá árinu 2020 er tekið fram að eftir áreksturinn 9. júní 2016 hafi st efnandi verið slæm í hálsi og mjóhrygg. Í sama skjali sé einnig tekið fram að hún eigi sögu um mígreni í um 20 ár sem oft hafi tengst streitu. Þá sé einnig tekið fram að stefnandi hafi verið metin til örorku 1. apríl 2012 31. mars 2014. Stefndi byggir á þ ví að gögn málsins bendi síður en svo til þess að stefnandi hafi ná ð fullum bata eftir áreksturinn 9. júní 2016, þvert á móti hafi henni versnað. Í bréf i heimilislæknis frá 8. júní 2017 komi fram að hinn 10. maí 2017 , aðeins þremur mánuðum fyrir seinni áre ksturinn, hafi stefnandi haft samband við hana þar sem hún hafi verið slæm af mígreni. Stefnandi segist fá slæm mígreniköst vikulega og vera verri af kvíða og 6 þunglyndi , auk þess sem hún þjáist af svefntruflunum. Þá megi einnig nefna læknisvottorð geðlækni s frá 14. febrúar 2017, þar sem fram kemur að andlegri heilsu stefnanda hafi farið hrakandi í lok árs 2016. Þá vísar stefndi til sérhæfð s mat s VIRK starfs endurhæfingar sjóðs . Þar sé ástandi stefnanda í mars 2017 lýst á þann veg að mígreni hennar hafi farið versnandi, hún finni fyrir spennuhöfuðverk beggja megin í höfði, ógleði og sjóntruflunum. Hún hafi fengið kast vikulega , sé með verki í neðri hluta baks og eigi oft erfitt með að vera kyrr. Hún liggi oftast andvaka á nóttunni og fái verki við það eitt að liggja. Gögn málsins bendi samkvæmt þessu til þess að stefnandi hafi glímt við öll núverandi einkenni áður en hún lenti í árekstrinum 11. ágúst 2017. Þá vísar stefndi til þess að einkenni stefnanda, s vo sem svefnvandamál, andlegir erfiðleikar, mígreni og stoðkerfisverkir, séu ekki sértæk fyrir afleiðingar umferðarslyss heldur sé um að ræða einkenni sem þúsundir Íslendinga glími við án þess að umferðarslys hafi komið til. Þá byggir stefndi á því að gögn málsins bendi til þess að atvinnusaga stefnanda sé mjög stutt og takmörkuð. Samkvæmt s kattframtöl um hafi s tefnandi verið í fullu starfi árin 2014 2016 en h ins vegar komi fram í matsgerð dómkvaddra matsmanna að stefnandi hafi ekki verið í fullu starfi á árunum 2004 2013. Atvinnusaga stefnanda sé því mjög st utt. Stefndi telur að taka beri mið af því við mat á orsakatengslum. Stefndi byggir á því að sönnunargildi matsgerðar læknis og lögmanns frá 2019 verði að meta með hliðsjón af því að matsgerðar innar hafi verið aflað einhliða. Því sé ekki hægt að leggja t il grundvallar að matsgerðin hafi ótvírætt sönnunargildi um orsakatengsl. Þá vísar stefndi til þess að matsmenn hafi ekki getað tekið fullnægjandi afstöðu til orsakatengsla og tjóns stefnanda þar sem þeir hafi ekki haft öll gögn málsins. Þar skipti mestu a ð þeir hafi ekki haft PC - skýrsluna sem vísað hefur verið til. Matsgerðin sé því byggð á röngum forsendum. Stefndi telur ljóst af dómaframkvæmd að einhliða matsgerðir hafi takmarkað sönnunargildi. Í því samhengi megi nefna dóm Hæstaréttar nr. 639/2014 frá 3 1. mars 2015 og dóm Hæstaréttar nr. 359/2015 frá 19. nóvember 2015. Einnig megi nefna dóm Landsréttar nr. 877/2018 frá 7. júní 2019 þar sem því hafi verið hafnað að tjónþoli hefði sannað orsakatengsl milli lágorkuáreksturs og einkenna sem hann h e fði einnig glímt við fyrir áreksturinn þrátt fyrir að tjónþoli hefði lagt fram matsgerð sem aflað var einhliða. 7 Um lagarök vísa r stefndi einkum til skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, og meginreglna skaðabótaréttar um orsakatengsl og að tjónþoli beri sönnunarbyrðina fyrir því að skilyrði um orsakatengsl séu uppfyllt. Um málskostnað vísar hann til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. IV Niðurstaða Fyrir liggur að stefnandi þessa máls lenti í umferðarslysi 9 . júní 201 6 , en þá var ekið aftan á bifreið sem hún ók. Það er óumdeilt að við slysið hafi h ún hlotið tognun á hálshrygg og lendhrygg og síðar einnig geðrænt tjón. Líkamstjón stefnanda vegna slyssins var með matsgerð Á lögmanns, J gigtarlæknis og K geðlæknis meti ð til miska og örorku. Í niðurstöðu matsgerðarinnar , sem dagsett er 28. ágúst 2017, er vísað til þess að hún hafi hlo tið tognun í hálsi, herðum og baki í umferðarslysinu þann 9. júní 2016. S tefnandi sé með þrálát óþægindi eftir slysið frá hálsi , höfði, herðum o g baki sem há i henni í daglegu lífi , bæði starfi og leik. Starfsendurhæfing hennar hjá Virk, þar sem hún hafi m. a. notið sjúkr a þjálfunar og sálfræðiaðstoðar , hafi hvorki haft afgerandi áhrif á líðan hennar né starfsgetu. Í framhaldi af auknum stoðkerfiseinkennum hafi einnig borið á andlegri vanlíðan. Þar sé um að ræða kvíða og þunglyndiseinkenni sem haf i háð stefnan da verulega og valdið því m.a. að hún h afi ekki getað snúið aftur til vinnu . Á matsfundi 24. mars 2017 kom fram að stefnandi sæi það ekki fyrir sér að hún gæti starfað áfram sem kennari. Í greinargerð sálfræðings hjá Virk sem dagsett er 1. júlí 2017 kemur fram að stefnandi treysti sér ekki líkamlega til sömu vinnu aftur og ekki heldur vinnu sem mikið áreiti fylgi . Hún glími við mígreni sem ágerist við álag. Í læknisvottorði heimilislæknis frá 8. júní 2017 er vísað til skoðunar í janúar 2017 og síðan samtals í maí sama ár , þar sem fram kemur að m í greniköst séu vikuleg og stefnandi sé verri af kvíða og þunglyndi. Fyrra heilsufar er einnig rakið í framangreindri matsgerð en þar kemur fram að stefnandi hafi glímt við kvíða og þunglyndi vegna ýmissa atburða í fjölsk yldunni. Samkvæmt örorkumati frá 2012 fullnægði hún skilyrðum hæsta örorkustigs vegna þunglyndis frá apríl 2012 til apríl 2014. Þá hafi hún verið með slæm höfuðverkjaköst og fengið slæmt mígreni, en ættarsaga sé um sjúkdóminn. Þessi einkenni rakti st efnandi til áreksturs árið 2001 þegar hún ók aftan á aðra bifreið. Í matsgerð S og R lögmanns , sem er dagsett 4. október 2019, kemur fram að þeir telja að fjarveru stefnanda af vinnumarkaði sé ekki eingöngu að rekja til umferða r slysanna tveggja, heldur sé um fjölþættari vanda að ræða sem hafi hrjáð stefnanda og megi þar nefna höfuðverki, mígreni, svefnleysi og andleg einkenni eins og kvíða og þunglyndi sem stefnandi hafi átt við að stríða fyrir bæði slysin. 8 Í málinu liggur fyrir myndband af árekstrinum 11 . ágúst 2017 þar sem sést að hann er mjög vægur. Ljósmyndir af bifreiðunum sýna óverulegar skemmdir á þeim , einungis rispur á bifreiðinni sem stefnandi ók og rendur á hjólkoppi á afturdekki, en smávægileg beygla er á frambretti bifreiðarinnar sem ók á stef nanda og rispur á stuðara. Meðal gagna málsins er matsgerð Á verkfræðings sem dómkvaddur var að beiðni stefnda til að meta hver hefði verið líklegast i mismunurinn á hraða bifreiða nna við ár e ksturin n þann 1 1 . ágúst 201 7 , auk þess að leggja mat á þá þyngdarhröðun sem væri líklegust til að hafa verkað á stefnanda í umrætt sinn. Í niðurstöðum matsgerðar innar kemur fram að líklegasti mismunur á hrað a bifreiða nna við á reksturinn hafi verið 1 km/klst . í stefnu akbrautar og 4 km/klst . þvert á stefnu akbr autar. Sú þyngdarhröðun sem væri líkleg ust til að hafa verkað á matsþola í umrætt sinn hafi samsvarað 0,54 g. Þetta er nánast þrisvar sinnum minni þyngdarhröðun en í Lrd. 359/2018 , en þar er lagt til grundvallar í kröfunni hafnað m.a. með vísan til þess. Þ eir áverkar sem lýst er í fyrirliggjandi matsgerðum , þ.m.t. matsgerð E, S og T , eru þeir sömu og hlutust í slysinu 9. júní 2016 . Einnig benda ýmis gögn málsins til þess að ástand stefnanda eftir slysið hafi farið versnandi áður en hún lent i í síðara slysinu, einkum að því er varðar mígreniköst og þunglyndi . Þá glímdi stefnandi við mörg þessara einkenna áður en hún lenti í umræddum bílslysum , enda um að ræða einkenni sem ekki eru endilega afleiðing ar umferðarslysa . Verður því að líta svo á að stefnand a hafi ekki tekist að sýna fram á að orsakatengsl séu milli þess væga samstuðs sem varð 11. ágúst 2017 og líkamstjóns sem hún glímir við. Með því að orsakatengsl eru samkvæmt þessu ósönnuð verður stefnd i sýknaður af kröfum stefnanda. Rétt þykir að málskostnaður á milli aðila falli niður. Stefnandi fékk gjafsókn , sem er takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi , með leyfi dómsmálaráðuneytisins 19 . júní 201 9 . Stefnandi hefur lagt fram málskostnaða rreikning þar sem fram kemur tímaskráning lögmannsins alls 90 klukkustundir, tímagjald 27.000 krónur auk útlagðs kostnaðar vegna málsins , svo sem matsgerða og vottorða . S amkvæmt 2. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 ber eingöngu að ákveða í dómi fjárhæð þóknun ar lögmanns gjafsóknarhafa, en ekki verður að öðru leyti 9 tekin afstaða til þess hvað gjafsóknarhafa skuli greitt af kostnaði sínum af máli, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 22. apríl 2015 í máli nr. 634/2015. Við ákvörðun þóknunar lögmanns stefnanda þykir mega leggja tímaskýrslu hans að öllu verulegu leyti til grundvallar , nema að því er varðar tímagjald. Tímagjaldið miðast við 22.500 krónur án virðisaukaskatts, sbr. til hliðsjónar dóm Hæsta réttar Íslands 18. janúar 2018, í máli nr. 831/2017 , auk þess sem tekið er tillit til vístitöluhækkana frá þeim tíma. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmann s h ennar, Steingríms Þormóðssonar, 2.000.000 króna. Þóknun lögmannsins er ákveðin án virðisaukaskatts, sbr. úrskurð Landsréttar í máli nr. 288/2018. Af hálfu stefnanda flutti málið Steingrímur Þormóðsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Sigurður Ágústsson lögmaður. Mál þetta dæmdu Helgi Sigurðsson héraðsdómari og sérfróðu meðdómsmennirnir Bog i Jónsson læknir og Magnús Þór Jónsson verkfræðingur. Dómso r ð: Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf. , er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður . Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talinn lögmannskostnaður hennar , 2.000.000 króna , greiðist úr ríkissjóði. Helgi Sigurðsson Bogi Jónsson Magnús Þór Jónsson. ------------------------- ----------------------------- ----------------------------- Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómi Reykjavíkur, 14. júlí 2021.