Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 23. september 2021 Mál nr. S - 111/2021 : Ákæruvaldið ( Kristín Una Pétursdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn H irti Ólafs syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2 3 . september 2021, höfðaði l ögreglustjórinn á Vestfjörðum með ákæru 1. september 2021 á hendur Hirti Ólafssyni , kt. , , Ísafirði , I. fyrir umferðarlaga brot, með því að hafa þriðjudaginn 11. maí 2021, ekið bifreiðinni um Gemlufallsheiði, óf ær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og lyfja (í blóðsýni mældist amfetamín 455 ng/ml, MDMA 430 ng/ml, metamfetamín 245 ng7ml, klónazepam 10 ng/ml og nítrazepam 69 ng/ml), og sviptur ökurétti, uns lögregla stöðvaði aksturinn vi ð afleggjara að Núpi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa þriðjudaginn 11. maí 2021, haft í vörslum sínum 1,79 g af amfetamíni og 0,3 g af maríhúana sem fundust við leit í farangri ákærða þegar lögregla framkvæmdi leit í bifreiðinni . Telst þessi hátt semi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með áorðnum breytingum, og 1. og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með áorðnum breytingum. 2 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Þá er þess krafist að gerð verði upptæk með dómi 1,79 g af amfetamíni og 0,3 g af maríhúana, með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með áorðnum breytingum. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Um málsatvik vísast til ákæru. Við þingfestingu máls ins j átaði ákærði skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða . Við ákvörðun refsingar horfir ákærða til málsbóta skýlaus játning hans . Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins gekkst ákærði undir sektargreiðslu samkvæmt lögreglustjórasátt 9. nóvember 2012 f yrir að aka undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna og var sviptur ökurétti í átján mánuði frá þeim degi að telja. Ákærði gekkst undir aðra sektargreiðslu 6. febrúar 2013 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og var sviptur ökurétti í sex mán uði e n brot ið framdi hann 27. september 2012 , eða áður enn hann gerði sátt við lögreglustjóra í hið fyrra skipti. Með lögreglustjóra sátt 15. júní 2016 var ákærða gerð sekt fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni . Með dómi 7. desember 2016 var ákærði dæmdur í þrjátíu daga fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára, og til greiðslu sektar fyrir meðal annars akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir vörslur slíkra efna. Þá var hann sviptur ökurétti í fimm ár. Þau fíkniefnaaksturs brot sem ákærði var dæmdur fyrir voru að hluta til framin áður og að hluta eftir að hann ge kkst undir f yrrgrein da sátt 15. júní 2016 . Með dómi 28. júlí 2017 var ákærð i dæmdur fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna en það brot var framið fyrir uppkvaðningu dómsins 7. desember 2016 og var ákærða ekki gerð sérstök refsing . Loks gekkst ákærði 3 undir sektargreiðs lu samkvæmt lögreglustjórasátt 14. október 2020 fyrir hraðakstur og akstur sviptur ökurétti. Við ákvörðun refsingar verðu r samkvæmt framansögðu miðað við að ákærði hafi nú í þriðja sinn verið fundinn sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í annað sinn fundinn sekur um að aka sviptur ökurétti . Í samræmi við dómvenju og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í 45 daga . Með v ísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 verður ákærði jafnframt sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins . Á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, eru gerð upptæk 1,79 g af amfetamíni og 0,3 g af maríhúana . Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um með ferð sakamála verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Ákærði dæmist því til að greiða þann sakarkostnað sem tilgreindur er á framlögðu sakarkostnaðaryfirliti lögreglustjóra, samtals 181.451 krón u . Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir settur héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Hjörtur Ólafsson , sæti fangelsi í 45 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði sæti upptöku á 1,79 g af amfetamíni og 0,3 g af maríhúana. Ákærði greiði 181.451 krónu í sakarkostnað . Mar grét Helga Kr. Stefánsdóttir